Vísir - 31.07.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1935, Blaðsíða 3
ið ,{klausa“., í staðinn fyrir „grein“ — .að eg bokstaflega verð að liella úr skálum reiði niinnar. Þetla er engin tilviljun með.orðið „klausa“, heldur einn af mörgum smá-dónaskap í garð Vesturíslendinga, sem is- lenskir blaðamenn þjóna lund sinrii með. Fyrir nokkurum ár- um kom eg á skrifstofu yðar og bað yður .að taka svolitla grein, sem eg skrifaði í bræði minni um vissa stétt manna heima. Þér sögðuð að þér vilduð lielst ekki taka greinina vegna þess, að eg notaði „of stór orð, sem nálguðust dónaskap“. — Eg fór.heim með greinina, gramur við yður, en síðan hefi eg oft fundið til jjess, að þér höfðuð á réttu að standa og að þér sjálf- ur breyttuð betur eftir þessari reglu en aðrir islenskir blaða- menn, sem gela hælt sér af að gefa út meiri saurhlöð en þau verstu í Chicago, sem er annál- uð hér í „álfu siðleysisins" (ís- lenskt orðalag). fslensk blöð standa þeim framar um dóna- legt orðalag í hverju sem er, t. d. í stjórnmálum, kynferðis- málum, persónulegum rógi og svivirðingum o. s. frv. Það var þvi ekki að ástæðulausu, að út- lendur mentamaður, sem kann islensku, sagði við mig, eftir að eg var búinn að tala heillengi um ágæti íslendinga, sögu þeirra og menningu: „Ef þetta er nú alt svo ágætt sem þú seg- ir, því þýðirðu þá ekki einhverja „typiska“ pólitíska grein úr ís- lensku daghlaði ? Og hlakkarðu ekki til, þegar farið verður að sýna heiminum „Sjálfstætt fólk“ — á kvikmynd — söguna um íslenskt nútímalíf?“ Þó eg skrifi svona langa „klausu“ um formálannfyrirjjessari stuttu,en laglegu og nokkurnveginn réttu lýsingu á íslensku frmnbyggj- unum héma vestan hafs, þá er það ekki vegna þessa eina orðs, lieldur vegna alls öfugstreymis- ins, sem manni finst vera í ís- lensku þjóðlifi — þegar maður les íslensku blöðin, þar sem eingöngu er miðað við hags- muni þess flokks, sem blaðið fylgir — eða fylgir blaðinu. Hvenær skyldi íslendingum skiljast, að j>eir eiga að vera einn flokkur, sem berst af drengskap og fullri alvöru fyrir að útrýma sundrungunni, mont- inu, öfundinni, klæmskunni, bölvinu og ragninu, óráðvendn- inni, óorðheldninni, stelsýkinni og innbrotafýsninni; drykkju- skapnum og allskonar óhófi, hlykkjóttu, dýru og hættulegu vegunum, brúnum, sem liggja þvert við vegina, kjallaraibúð- unum, torfbæjunum, ldandfor- um og kálgörðum fyrir framan bæjardymar, berklunum o. fl. o. fl., sem íslendingar „slá met í“ og standa þar framar „Ame- ríku, sem vill slá met í öllu“ eins og íslensku blöðin orða það. Hr. ritstjóri! Eg geri varla ráð fyrir að þér þorið að láta prenta þessa ádeilu, sem bæði gæti verið óviðeigandi fyrir blað yðar og spilt fyrir að eg fái nokkuð að gera þegar heim kemur, en eg bið yður að geta um grein eflir sr. Jakob Jóns- son — í blaði yðar — sem birt- ist um þetta leyti í „Ivirkjublað- inu“, því að hún ætti að vera lesin og skilin af hverjum ís- lendingi. Greinin heitir: „ísland tilsýndar“, Með þakklæti fyrir að lesa bréf mitt til enda er eg yðar Öfeigur J. Ófeigsson (læknir). P.S. Viljið þér gera svo vel að láta prenta annaðhvort alt, sem hér er skrifað eða ekkert af því? Ó. J. Ófeiffsson. VÍSIR Geysip gaus 23 sinnum frá kl. um 6 e. h. í gær til kl. 6.15 í morgun. Flest gosin voru smá, en nokkur mjög falleg. Sfálfstædi Filippseyja. Miklar líkur eru nú taldar til, að Bandaríkjamenn hafi þar flota- og flugstöðvar áfram. Mikið er nú rætt um það í amer- iskum blöðum hvort Filipseyjabú- ar geti varðveitt hlutleysi sitt þeg- ar þeir loks fá að fullu sjálfstæði það, sem þeim hefir verið lofað, en Bandaríkin hafa að vísu slegið þann varnagla, að veita þeim sjálf- stæðið með því skilyrði, að þeir hefði þar flota- og flugstöðvar á- fram svo fremi að þeim þættii það eigi trygt, að Filipseyjabúar gæti sjálfir varið eyjar sínar. En ástæð- urnar til þess, að blöðin ræða þetta nú vestra, eru aðallega þær, að meðal hermálasérfræðinga Banda- ríkjanna eru vaxandi áhyggjur út af ágengnisstefnu Japana í Aust- ur-Asíu. Óttast þeir, að þeir muni siðast ásælast Filipseyjar og reyna að gera þær að japönsku vemdar- riki. Það er svo ráð fyrir gert, að þegar Filipseyjabúar eru búnir að kjósa sér forseta, sem verður í september næstkomandi, útnefni hann mann til þess aö hafa yfir- imsjón með landvörnum Filips- eyja. Að líkindum verður Manuel Quezon, forseti öldungadeildar Filipseyjaþings kjörinn forseti, en ef svo verður mun hann að líkind- um útnefnda ameríska hershöfð- ingjann Douglas McArthur, til þess að segja fyrir um hvernig landvörnunum verður hagað. Eins og kunnugt er fá Filipseyjabúar ekki fult sjálfstæði fyrr en eftir beilan áratug og vitanlega getur margt breyst á þeim tíma, sem veldur því, að Bandaríkjamenn sleppa ekki úr hendi sér þeirri að- stöðu, sem þeir nú hafa þar á eyj- unum til þess að verja sitt eigið land og eyjarnar, ef til styrjaldar kæmi við Japana. Og víst er um það, að Bandaríkjamenn hafa flug- stöðvar og flotastöð á eyjunum þau io ár, sem eftir eru, þar til eyjaskeggjar fá fult sjálfstæði. Þjóðþingið ameríska hefir falið forsetanum að gera samninga við stórveldin um ævarandi hlutleysi Filipseyja, þegar tiu ára tímabilið sem að framan var minst á, er út runnið, en það er auðheyrt á tón- inum í ameriskum blöðum, að þau treysta ekki á samninga um „ævarandi hlutleysi". Veðrið í morgun. í Reykjavík n st., Bolungar- vík io, Akureyri 14, Skálanesi 14, Vestmannaeyjum 10, Sandi 9, Kvígindisdal 10, Hesteyri n, Gjögri 10, Blönduósi 13, Siglu- nesi 9, Grímsey 9, Raufarhöfn 12, Fagradal 12, Hólum í Hornafirði 11, Fagurhólsmýri 10, Reykjanes- vita 11 st. — Yfirlit: Grunn lægð fyrir norðaustan land. Önnur við suðvesturströnd landsins, á hreyf- ingu norðaustur eftir. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Breyti- leg átt og rigning öðru hverju fram eftir deginum, en gengur síð- an í norður og léttir til. Breiða- fjörður, Vestfirðir: Vaxandi norð- austan kaldi, þegar liður á daginn. Rigning öðru hverju. Norðurland, norðausturland: Hægviðri 1 dag, en norðaustan kaldi og rigning í nótt. Austfirðir, suðausturland: Breytileg átt og hægviðri. Rigning öðru hverju. Hvítárvatnsför. Ferðafélag íslands fer hina fyrirhuguðu skemtiför að Hvítár- vatni um næstu helgi. Er þar einhver hinn dásamleg- asti staður í óbygðum á íslandi og i björtu veðri óviðjafnanleg fjaíla- og jöklasýn. A vatninu fíjótandi ísborgir, en úr Hvítár- nesi, þar sem sæluhús félagsins stendur við Tjarná, er ágætt út- sýni til Karlsdráttar. Lagt verður af stað kl. 2 e. h. á laugardaginn og ekið inn að Hvítárvatni, ferjað yfir vatnið og farið inn i sæluhús á laugardags- kvöldið. Fólk þarf að hafa með sér viðleguútbúnaö og nesti, en kaffi geta þátttakendur fengið í sæluhúsinu ókeypis. A sunnudagsmorgun verður far- ið inn i Karlsdrátt og víðar og far- ið á hestum yfir Fúlukvísl. Seinni hluta sunnudags verður farið úr Hvítárnesi og sömu leið til baka til Reykjavikur. Frekari upplýsingar og farmiðar fást í liókaverslun Sigfúsar Ey- munclssonar til kl. 7 á föstudags- kvöld. G amalmennaskemtun. Um mörg ár undanfarin hefir einn dagur sumarsinS, venjulega i' byrjun ágústmánaðar, verið helg- aður gamla fólkinu á Elliheimil- inu Grund. Hefir því þá verið skemt eftir því, sem föng hafa verið til og margir orðið til þess að gleðja gamla fólkið. Nú er í ráði að Gamalmennaskemtun verði haldin á sunnudaginn kemur, ef veður leyfir. Gullfoss fór héðan í gærkveldi áleiðis til útlanda. Meðal farþega voru: Hólmfríður Guðsteinsdóttir, Júlí- ana Friðriksd., Mr. og Mrs.Berrie, Thor Hallgrímsson, Hinrik Sveinsson, Magnús Geirsson, Capt. Doust og frú, Eyjólfur Jóhanns- son framkvstj., Sig. B. Sigurðs- son, konsúll, síra Sig. Einarsson, Einar Ól. Sveinsson, Har. Jónsson læknir, Jóna Guðmundsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigríður Ei- ríksdóttir, Ólafía Hjaltested, Ólaf- ur Gíslason, Þorbjörg Ólafsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Elín Valdi- marsdóttir. Auk þess fjölmargir útlendingar, auk þeirra, sem tald- ir eru hér að framan. Farþegar munu hafa verið um 60 talsins. Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar.................... — 4.4S 100 ríkismörk ............ — 179-97 — franskir frankar . .— 29.71 — belgur.............. — 75.75 •— svissn. frankar .. — 146.35 — lírur .............. — 37.15 — finsk mörk ....» — 9.93, — pesetar ........... — 62.12 — gyllini............ — 303.82 tékkósl. krónur .. — 18.93 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — m.44 — danskar kiónur ... — 100.00 Gullverð íslenskrar krónu er nú 49.21. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fór héðan i gærkveldi áleiðis til útlanda. Goðafoss fer héðan í kveld áleiðis vestur og norður. Dettifoss er væntanlegur til Hamborgar í dag. Brúarfoss fór frá Leith í gær áleiðis til Vest- mannaeyja. Lagarfoss var á Seyð- isfirði í morgun, Selfoss er farinn frá Antwerpen áleiðis til London. Atlantis, breskt skemtiferðaskip, kom hingað í morgun frá Bretlandi, mjeð margt farþegia. Skipið1 fer héðan í fyrramálið kl. 7 áleiðis til Akureyrar. Hjálpræðisherinn. í kvöld verður sérstök her- mannasamkoma. Áríðandi er að allir hermenn og nýliðar mæti. Samkoman hefst kl. 8J4. Kosning borgarstjóra fer fram á bæjarstjómarfundi á morgun. Kappleikur verður háður í kvöld kl. 9 á í- jiróttavellinum. Iveppa þá hinn góðkunni knattspyrnuflokkur írá skemtiferðaskipinu „Atlanti!si“, sem kept hefir hér undanfarin ár við K. R. í þetta simi keppir flokkurinn við B-íið K. R. því að- alliðið er nú að æfa sig undir Þýskalandsförina.Kappleikur þessi verður því spennandi og munu á- horfendur skemta sér vel. Bæjarstjómarfundur verður haldinn á morgun á venjulegum tíma. — Fá mál á dagskrá. Bárajám er nú talið lítt fáanlegt eöa jafn- vel ófáanlegt hér í bæ. Hinsvegar er sagt að nóg sé til af því austur við Ölfusá, hjá Kaupfélaginu þar. Þætti mörgum fróölegt að vita, hvernig á þessu muni standa, ef ekki er um að kenna misrétti í veitingu innflutningsleyfa. — Það á kannske að fara að ganga svo til, að Reykvíkingar verði að panta vörur sínar hjá kaupfélög- unum úti um land, eða vera án þeirra ella? S. P. R. Læknareikningar veröa greiddir annað kveld kl. 6—7 á Skóla- vörðustíg 38. Martha L. Root frá New York flytur erindi í Guðspekihúsinu föstudag 2. ágúst kl. Sj/2 e. h. um kenningu pers- neska spekingsins Baha’u’llah. Er- indið verður flutt á ensku, en frú Kristin Matthíasson þýðir það jafnharðan á íslensku. íþróttaskólinn á Álafossi. Þar verður sundsýning á morg- un og íþróttasýning, í tilefni af því, að þá er lokið námskeiði barnanna, sem í skólanum hafa dvalist að undanförnu. Foreldrar barnanna eru velkomnir og mundi Sigurjóni Péturssyni, hinum ágæta íþróttafrömuði, þykja vænt um, ef aðstandendur barnanna vildu fjöl- menna á Álafossi á morgun. Atvinmdeysið. Skráning atvinnuleysingja hér í bæ fer fram, lögum samkvæmt, nú upp úr mánaðamótunum, eða 1. og 2. ágúst. Er rétt að allir þeir, sem atvinnulausir eru, komi til skráningar, og svari greiðlega spurningum þeim, sem fyrir þá verða lagðar. Sjá augl. borgarstj. hér í blaðinu í dag. Frú Sigríður Eiríks, formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, fór utan á e.'s. Gullfossi. Verður hún fulltrúi ís- lenskra hjúkrunarkvenna á sam- bandsþingi norrænna hjúkrunar- kvenna, sem haldið verður í Kaup- mannahöfn. Karslefni hefir selt bátafisk í Grimsby, 1062 vættir, fyrir 1497 stp>d. Athygli almennings skal vakin á augl. frá „Nefnd sérleyfishafa á fólksílutningum með bifreiðum" run sameiginlegar ferðir sérleyfishafa, er hafa bif- reiðir í förum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hefjast ferðirn- ar á morgun, fimtudag 1. ágúst. Ferðirnar hefjast frá horni Aust- urstrætis og Aðalstrætis. Ekið verður Austurstræti, Lækjartorg, Hverfisgata, (Barónsstígur, Lauf- ásvegur og sömu leið til baka. Sjá nánara í augl. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14, Sími 216K Næt- urvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í dag: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tón- leikar: Zigeunalög (plötur). 20,00 Klukkusláttur. 20,00 Erindi: Fom- Tiðindamaður Vísis fór austur að Geysi í gær. Var þar margt manna, sem komið höfðu þangað i von um að sjá Geysi gjósa. Voru bifreiðar að koma austur fram eftir öllu kveldi og ein eða tvær komu i nótt. Þegar tíðindamaður blaðsins kom austur um kl. 6 síð- degis var Geysir að gjósa. Var það fremur lítið gos. Aftur gaus hann kl. 8 og var það gos einnig lítið. Nokkuru fyrir kl. 10 voru látin nokkur kg. af sápit í hver- inn og gaus hann næst kl. pm 10. Stóð það gos i 2 mínúutur, en var ekki mjög hátt. Næst gaus hann kl. 10,42. Var það fallegasta gos- ið frá því siðdegis i gær og þar til í inorgun. Stóð það yfir i 12 mnútur og mun hafa veriö 35—40 metra hátt. Gosin, sem siðar komu, eru tal- in hér á eftir. Kl. Gostími Goshæð 10.58 1 mín. Um 8 mtr. ísa-reiflin. Það bar til að kveldlagi haustið 1915,að eg ogpiltar min- ir vorum í fjárhúsum fram undir háttatima. Við vorum að bólusetja féð gegn bráðapest. Fjárhúsin eru góðan spöl frá bænum. Þau standa á hól eða hávaða nokkurnm, en rnýri alt umhverfis. Veður var hið besta. Jörð marauð og þíð. Vinnum við nú þegjandi um hríð og hröðum okkur eftir föngum. Alt í einu heyrum við, að liundarnir, sepi legið munu hafa uppi í húsasundi, rjúka upp með gelti og látum. Geng- ur þessu lilla liríð, eri bráðlega heyrum við dyn nokkurn éða undirgang, er likist því einna helst að riðið sé skaflajárnað á ísum. Þjrkir okkur þetta næsta kynlegt, því að jörð var auð og þið, sem áður segir. í þessum svifum er barið að dyr- um, allrösklega. — Kalla eg þá út i dyrnar og hýð vegfaranda að koma inn. En enginn kem- ur. — Fer þá einn piltanna út og umhverfis húsin, en verður einskis visari. Okkur þykir þetta all-kyn- legt, því að undirgangurinn hafði verið mjög greinilegur og áberandi og eins höggin á fjárhúshurðina. Litlu síðar er barið öðru sinni. — Kallar þá einhver út, að gestur skuli koma til okkar í húsin, en enginn kemur. Nú er eins og skeiðriðið sé á ísum fram lijá húsunum og hlust- um við á það um stund. Heyr- ist okkur einna helst, að þeyst sé kringum allan húsahólinn, jafnvel oftar en um sinn, en að lokum liverfur hljóðið við húsdyrnar, þar sem við vorum fyrir inni. Rétt í þessum svifum er bar- ið liið þriðja sinn. Snörumst við þá út og göngum kringum liúsin, en verðum þess ekki varir, að þar sé nokkurt lifandi kvikindi. Segir þá einhver, að sjálfsagt hafi þetta alt verið misheyrnir. En jafnskjótt og gríska konan (dr. Jón Gíslason). 20,30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: Liszt-hljómleikar(plötur). I 1.22 J4 — — 12 i I.29 /2 - — 15 n-34 >4 — — 20 11.38 Á - — 12 n.44 2 — — 25 11.50 1 — fiO 12 (guíugos). 12.15 1 — — 20 12.40 1 — — 25 12.45 1 — — 25 1.06 T — 15 1.22 I — 20 1.40 1 — 20 4.02 5 — — 15 6.15 5 — — 19 Aðeins eftir gosið kl. 10.42 e. h. í gær tæmdist skálin alveg. Með- an gosin eru jafntíð og siðdegis í gær og nótt er þess vitanlega síð- ! ur að vænta, að stór gos komi, Hinsvegar þarf þaö ékki að fæla menn frá að fara austur, þá, er hafa í huga að fara þangað, þvi að stór gos geta byrjað aftur þá og þegar. liann sleppir orðiriu, kemur isa-reiðar-hljóðið og , er þá sýnu greinilegast. Látum við augun fylgja hljóðinu, en sjá- um enga nýlundu. Meðan þessu fer fram, gelta hondarnir á- kaft, en hætta þegar, er reið- hljóðinu er lokið, og koma til okkar, órólegir og hræddir, að þvi er virtist. Göngum við nú í húsin á ný og liöldum áfram vinnunni. Eg lield að við höfimi ekki ver- ið með öllu geiglausir, en hver um sig gætti þess, að láta ekki á neinu bera. Eftir svo sem fimm mínútur hevrist enn ísa-reiðin og enn er barið að dyrum. Fer nú eng- inn til dyra, en eg kalla út og segi „gesti“, að koma inn til okkar. Og nú eru dyrnar opnaðar og maður gengur i fjárhúsin. Hann var langt að kom- inn og beiddist gistingar. Hann var ókunnugur á þessum slóð- um og eg hafði aldrei séð liann áður. Dvaldist hann með okk- ur i húsunum, uns bólusetning- unni var lokið. Hann lagði af síað i dögun morguninn eftir og eg hefi ekki séð liann síðan. — Ekkert bar til tiðinda um nöttina, en eg; hugsaði mér að spyrjast fyrir um manninn við íækifæri, og það gerði eg. Eg hitti kunningja hans að máli ári siðar og skýrði liann mér frá því, að talið væri að undan honum slæddist ofl ríðandi maður og væri jafnan svo að heyra, sem hann riði greitt á ísum. En sú væri saga til þess, að maður nokkur liefði farist með hesti sínum niður um is, að gesti mínum ásjáanda. Höfðu þeir verið Iveir einir á ferð og sá farist, sem á undan reið. Hinn hefði getað stöðvað hest sinn í tíma og ekki sakað. En grunur riokkur lékji á þvjji, að hann hefði gengið linlega fram í því, að bjarga samferðamanninum. Hefði hann „tapað sér“, sem kallað er, og enga viðleitni sýnt til björgunar aðra en þá, að riða til bæja og segja hvern- ig komið væri. Var þá brugðið við skjótt, en hjálpin kom um seinan. G. 11.11 >4 — — 15 11.16 J4 — — 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.