Vísir - 25.08.1935, Blaðsíða 2
VlSIR
Sigurbjörn Þorkelsson
kaupmaður, fimtugur í dag.
Ár éttin g.
„I'ðnsamband bygginga-
manna“ er þessa dagana að
safna skýrslum um það, hve
mikið vanti af efni til að full-
gera þau hús, sem i smiðum
eru. Hafa verið birtar auglýs-
ingar i blöðunum þess efnis, að
skora á byggingameistara að
gefa slikar skýrslur. Mun stjórn
sambandsins ætla að beita sér
fyrir því, að fá leyfi innflutn-
ings- og gjaldeyrisnefndar til að
flytja inn það efni, sem slíkl
leyfi er ófengið fyrir.
Þannig er þá ástatt. Þrált fyr-
ir það, að liúsabyggingar eru nú
með allra ípinsta móti, hefir
byggingameisturum ekki tekist
að tryggja sér nauðsynlegt
byggingarefni, til að fullgera
þau hús, sem þeir bafa tekið að
sér að byggja og eru þegar
byrjaðir á. I Irausti þess, að
staðið yrði við þau loforð, sem
gefin voru í vor, að minsta
kosti af hálfu annars stjórnar-
flokksins, um að innflutningur
skyldi ekki verða takmarkaður
á nauðsynlegum byggingarvör-
um, liafa byggingamenn tekið
að sér að koma upp bygging-
um, sem nú virðist noklcur vafi
á að þeir geti fullgert, vegna
innflutningshaftanna. Og þrátt
fyrir ákveðnar yfirlýsingar af
hálfu beggja stjórnarflokkanna,
ráðherra og formanns innflutn-
ings- og gjaldeyrisnefndar, um
það, að aldrei hefði komið lil
mála að minka innflutning á
þessum vörum uin meira en
00%, miðað við innflutning
síðustu ára, og þó að byggingar
séu nú vafalaust miklu minni
en sem þessu svarar, þá er nú
komið á daginn, að ekki Iiefir
fengist leyfi til að flytja inn
nægilegt byggingarefni til að
fullgera þau hús, sem þegar
liefir verið byrjað á.
Mundi það nú ekki vera
sönnu nær, að ráðgert hafi ver-
ið i vor, að minka innflutning-
inn á þessum vörum um 70%,
eins og þá var haft eftir inn-
flutnings- og gjaldeyrisnefnd-
inni, og að við þá ráðagerð hafi
verið haldið i framkvæmdinni
að mestu leyti, þrált fyrir allar
yfirlýsingar og fyrirheit um
það gagnstæða? Benda ekki
allar líkur til j>ess, að ráðamenn
stjórnarflokkanna hafi vitandi
vits verið að draga bygginga-
menn á tálar, þegar þeir á fund-
um og i blöðurn voru að full-
vissa þá um, að ekkert væri að
óttast í þessu efni ? Var tilgang-
urinn með þeim fagurgala
nokkur annar en að reyna að
sefa þá óánægðu i svipinn? —
Rejnslan sýnir að minsta kosti,
að ekkert hefir verið hirt um
að efna loforðin eða standa við
yfirlýsingarnar, og „stjórn
hinnavinnandi stétta“ lrefir horft
upp á það án þess að hafast
nokkuð að, að byggingaverka-
menn stæði uppi atvinnulausir
og allslausir um hábjargræðis-
tímann.
Sultapvæl
Tímadilksins.
—0-
Svokallað „dagblað“ fram-
sóknarmanna er að væla yfir
því, að Sigurjón á Álafossi liafi
neitað því um auglýsingu um
sundmeistaramótið, sem háð
var á Álafossi á dögunum, og
er þetta efnið í „leiðara“ blaðs-
ins í gær.
Þessi sífeldi sultarsónn
blaðsins fer að verða næsta ó-
viðfeldinn. Það sagði sjálft svo
frá, ekki alls fyrir löngu, að
litgáfa þess mundi vera rekin
með minni tekjuhalla en nokk-
urs hinna dagblaðanna, og
virðist því ástæðulaust fyrir
það að bera sig svona aumlega
í allra augsýn, út af auglýs-
ingaleysi sinu.
En blygðunarleysi blaðsins í
þessu efni er alveg takmarka-
laust. — Svo virðist sem það
hefði getað látið sér nægja það,
að bera sig upp undan þeirri
rangsleitni Sigurjóns, að neita
því um auglýsinguna. Að vísu
Iiefði þá farið betur á því að
gera það ekki á svo áberandi
hátt, að nota það sem efni í
aðalforustugreinina í blaðinu.
En blaðið lætur sér ekki nægja
þetta. Það beinir jafnframt
reiði sinni að íþróttasambandi
íslands og lætur ólvírætt i Ijós,
að réttast væri að framsóknar-
flokkurinn beitti sér fyrir því,
að það (f. S. í.) yrði svift slyrk
þeim, sem það nýtur úr ríkis-
sjóði, fyrir það eitt, að þessi
eina auglýsing viðvíkjandi í-
þróttastarfseminni, var ekki
birt i blaðinu!
Þessi blaðnefna framsóknar-
manna er nú orðin svo aum, að
þó að hún sé að vísu gefin út
á hverjum degi, þá fullnægir
hún engum öðrum kröfum, sem
gerðar eru til dagblaðs. Með
misnotkun sinni á útvarpsfrétt-
unum, sem áður hefir verið
sagt frá, virðist blaðið liafa
komið sér svo út úr húsi hjá
þessari ríkisstofnun, að nú sé
fyrir fult og alt fyrir það tek-
ið, að það fái að birta þær frétt-
ir. Og jafnframt virðist blaðið
í rauninni hafa gefist alveg upp
við áð rækja það hlutverk, að
færa lesendum sínum fréttir af
daglegum viðburðum, innan-
lands og utan, sem í rauninni
er höfuðhlutverk dagblaða.
Blaðið á þannig engan rétt á
sér lengur sem dagblað. Og
Allir Reykvíkingar kannast viS
Sigurbjörn, og auk þeirra fjölda-
margir víðsvegar um bygðir lands-
ins. Það eru margir á annari skoð-
un en hann, en það eru allir, sem
hann þekkja, á einni skoðun, er
þeir tala um hann. Margir eru þeir
sem lenda i deilum við hann um
ýms mál, en þeir geta ekki annað
en talað vel um hann. Þeir eru
ekki fáir, sm telja hann hættuleg-
an andstæðing, en þeir hrósa hon-
um á hvert reipi, er þeir minnast
á hann. Það er sjaldgæft að heyra
alla segja hið sama um einn mann,
hvort sem þeir eru með honum eða
á móti honum. En allir segja hið
sama um Sigurbjörn, er þeir hafa
kynst honum. Þeim kemur saman
um, að þar sem Sigurbjörn er, þar
hitti menn fyrir góðan dreng.
Þau einkenni eru í fari Sigur-
björns, að hann hlýtur að eignast
vini, og ]>eir sem kynnast honum,
vilja ekki missa vináttu hans. Það
er hressandi að vera meö honum-
Gleðin er honum svo eðlileg. Altaf
er hann í hinu ágætasta skapi, svo
að menn styrkjast af samtali við
hann. Menn undrast oít gleði hans,
sem hverfur ekki, þó að ýmsar
raunir mæti honum. Hann þekkir
af eigin reynd hina dinunu daga,
er sjúkdómar og dauði hafa verið
gestir á heimili hans, en hann á
auölegð gleðinnar í sál sinni, og
menn vita, að trúin styrkir gleði
hans og veitir honum kraft í starfi
og í stríði.
Það er oft talað um, að það fari
best á því, að menn fari dult með
trú sína. En Sigurbirni finst ekki
fara best á því. Honum hefir ald-
rei þótt það sjálfsagt að leyna hinu
besta og þegja um það, sem veitir
honum mesta gleði. Það mega allir
vita, hvar hann hefir fengið mesta
blessun- Hann talar um það sjálf-
ur, og telur sér það hina mestu
heill að vera starfandi í kristinni
kirkju. Frá barnsaldri hefir
kirkjurækni veriði honum nauðsyn
og frá því hann var á bernsku-
skeiði hefir hann verið einn af hin-
um áhugamestu meðlimum K-F.U.
M., og þar hefir munað um starf
hans. I stjórn þess félags hefir
hann verið meir en helming æfi
sinnar. í sóknarnefnd dómkirkju-
safnaðarins hefir hann verið um
fjöldamörg ár, og ávalt boðinn og
búinn til þess að starfa fyrir kirkj-
una. Þegar mikið liggur við og
]æss þörf að( ná skjótlega í góðan
mann til hjálpar, þá er kallað á
Sigurbjörn, og hann kemur, og
það munar um, þegar hann er
kominn- Mikið starf liggur eftir
hann í Sunnudagaskóla K. F. U.
M.; þar er alls ekki hægt án hans
að vera. Fyrir Kveldskóla K. F.
þessvegna er heldur engin von
til þess, að það geti orðið að-
njótandi auglýsingaviðskifta
eins og dagblöð. Auk þess sem
það á auðvitað að vera hverj-
um frjálst, í hvaða blöðum
þeir auglýsa.
En ef blaðið þykist með
nokkurum rétti geta gert þá
kröfu til slikrar stofnunar sem
1. S. í., að það veiti því, sem
málgagni framsóknarflokksins,
fjárhagslegan stuðning með því
að birta í því auglýsingar, að-
eins vegna þess að íþróttastarf-
semin i landinu er styrkt
með fjárframlagi úr rikissjóði,
hvers vegna krefst það þá ekki
líka þess fjárhagslega stuðn-
ings af Ríkisútvarpinu, að fá
að birta fréttir frá því?
o—
U. M- hefir hann starfaö af mikl-
um áhuga, og hefir aldrei talið á
sig erfiðið, er því starfi fylgir.
Það er svo um Sigurbjörn, eins
og marga þá, er hafa mest að gera
að hann hefir altaf tíma til þess
að sinna margvíslegum störfum.
Mörg störf hafa á hann hlaðist.
Eins og menn vita er hann í
fremstu röð hinna duglegustu
kaupmanna, og nýtur verslun hans
því mikilla vinsælda. En auk þess
hafa mörg trúnaðarstörf verið fal-
in honum. Hefir hann, eins og
kunnugt er, átt sæti í Niöurjöfnun-
arnefnd Reykjavikur um langt
árabil.
Starfsáhugi hans er mikill, og
hann fer ekki í felur með sann-
færing sína. Menn vita hvar hann
er, þegar um þjóðmál og bæjar-
mál er að ræða- Það er ekkert
launungarmál, hverri stefnu hann
fylgir. Hann er trúr sínum hug-
sjónum, og hlífir sér ekki, er á
hólminn kemur. Það er óhætt aS
treysta oröum hans og menn vita,
aS honum hefir með lipurð og
dugnaöi tekist aS leysa vandræði
margra. Hann er kunnur aö bjart-
sýni, góðvild og drenglyndi. Þar
sem hann er, kynnast menn þeim
vini, sem í raun reynist. Oft er til
hans leitaö, oft á hann kallað, oft
til hans hringt. Hann talar við
marga menn inn á skrifstofunni
um leiö og hann talar í sima viS
menn úti í bæ og uppi í sveit, og
getur afgreitt mörg mál í einu.
Fimtuguf er hann í dag, og bú-
inn að vinna eins mikið eins og
þeir sem eru sjötugir, og svo
glaður og kátur, svo iöandi af lífs-
fjöri og áhuga, að ætla mætti, að
hann væri aSeins þrítugur.
Það eru margir sem óska Sigur-
birni langra og góðra lífdaga og
senda samfagnaðarkveðjur trygg-
um vini, árna honum, hinni ágætu
konu hans, börnum hans og heim-
ili allra heilla-
Bj- J-
Ráðherrsfondnr
í Tyrkiandi.
Istambul, 24. ág. — FB.
Á föstudaginn var, hinn 23.
ágúst, var haldinn ráðherra-
fundur í tyrkneska ráðuneytinu
undir forsæti rikisforsetans,
Ataturk, en svo er Mustafa Ive-
mal Pascha Ghazi nefndur nú,
og var fundurinn haldinn á
sumarsetri hans, Floria. Var þar
rætt um til hverra ráða skyldi
gripið til þess að halda uppi
friði í Evrópu. Var að lokum
samþykt að halda uppi nánu
sambandi við meðlimi Balkan-
bandalagsins, sem stofnað var
1930, en að bíða átekta að öðru
leyti.
Merk ákvörðun Bretastjórnar.
Samkvæmt frásögnum hinna
bresku blaða hefir breska stjórn-
in afráöið að halda þeirri stefnu
til streitu, aS Tsanavatniö og upp-
tök Nilar hinnar bláu, sem nú lúta
undir Abessiniu, megi með engu
móti lenda á valdi annara. Auk
þess er sagt, að stjórnin hafi af-
ráSið aö treysta ýmsa staöi, sem
hafa hernaðarlega þýðingu fyrir
flotann í Miðjarðarhafi og Hafinu
rauða.
Heimsökn
að Sdlheimnm.
VeðriS var dumbungslegt og
gestirnir í Þrastalundi vissu ekki
hvort þeir ættu að spá regni eða
þurki. Einum þeirra verður litiö út
um gluggann og eins og vant var,
voru bílar og ökumenn fyrir fram-
an tröppurnar.
„En að fá hann Jakob til arö
bregða sér meS okkur austur aö
Sólheimum?“ var spurt- ÞaS varS
siöan aS samkomulagi, aö ekkert
betra yrði gert með daginn, en að
heimsækja barnaheimili ungfrú
Sesselju. Á svipstundu var sex
manns komiö út i bílinn og Jakob
ók af staö.
Þegar kom á „afleggjarann“ hjá
Borg, fór fólkiS aö ókyrrast í sæt-
um sínum, einkum þeir sem sátu
fremst og aftast. Einhverjum varS
þaö að orði, aS bílstjórinn og kon-
an, sem hjá honum sat, liktust
mest „sprellekörlum“, en viö í aft-
asta sætinu vorum engu betri, þaS
var þara enginn sem sá þaö.
Alt gekk slysalaust aö Sólheim-
um. Þar var tekiS á móti okkur
opnum örmum, jafnt af ungum og
gömlum. ViS hittum þannig á, aS
klukkan finun átti aS leika sjón-
leik; það voru því meiri annir en
venjulega viö aS búa þaS undir.
Okkur var boöiö aS vera á sjón-
leiknum, en á meðan viS biSum
skoSuðum viö okkur um úti og
inni og drukkum síSan kaffi. ViS
liittum svo á, aS eitt barniö átti
afmæli um daginn og höföu því
kaffiboröin veriö skreytt meö
blómum og smákertum, sem ljós
logaSi á.
Nú var kl. 5 og þá fóru allir upp
á loft, sem ekki hefir enn veriS
hólfaö í sundur og er efsta hæS
fávitahælisins. Þarna var búiS út
leiksviS í öðrum endanum, með
fortjaldi og öllum nauösynlegum
útbúnaði, en hinn hluti loftsins var
búinn út sem áhorfendasvæði, meS
sætum úr borSviöi. Aldimt var
nema á leiksviðinu meSan leikur-
inn fór fram. Allir á heimilinu,
sem vetlingi gátu valdiö, voru í
tölu áhorfendanna, aS undanskild-
um leikendunum og þeim sem um-
sjón höfSu meS leiknum.
TjaldiS var dregiö frá. Lítill
maöur var aö bæta treyjuna sína.
Hann var skraddari. En honum
leiddist starfiS og vildi veröa æf-
intýramaSur. Það var auSvelt, því
konungur þar í nágrenninu lag'Si
fyrir hann þrautir. Hann leysti
þær allar. Launin voru kóngsdótt-
irin og konungsrikiö í ])okkabót,
þegar konungurinn, faðir hennar,
væri oröinn gamall- Inn í leikinn
var fléttað söng, sem leikið var
undir á fiðlu. AS leikslokum var ó-
spart klappaö fyrir leikendum og
þeim, sem annast höföu undirbún-
inginn og æfingarnar. Börnin sem
léku voru á aS giska 6—12 ára
gömul. Auk ánægjunnar, sem slik-
ir leikir, sem hér er um að ræöa,
hafa í för meö sér, eru uppeldis-
áhrifin, sem þeir ótvírætt hafa á
börnin. En erfiöið er mikið fyrir
þá, sem undirbúninginn annast.
Samt telur þaö ekki eftir sér,
fólkið á Sólheimum aö bæta því
viö hiö daglega erfiöi.
Af þessari stuttu viSkynningu
viö barnaheimiliö Sólheima, komst
eg aS þeirri niöurstööu, að for-
stööukonan og alt starfsfólkiö,.
hjálpaöist aS því að skapa börn-
um, sem þarna dvelja, Paradís á
jöröu.
Jakob var orSinn óþolinmóður.
Timinn haföi liðiS án þess við
tækjum eftir því. Við kvöddum í
snatri og þökkuöum fyrir ágætar
viStökur og skemtunina-
Þó veSriö væri dumbungslegt,
gleymdu gestirnir því fyrir brosi
barnanna og hlýju handtaki for-
stöSukonunnar, foreldra hennar og
starfsfólksins á Sólheimum. Bíll-
inn þaut af staö; börnin stóðu í
hóp syngjandi og veifuöu til okk-
ar.
Þegar kom í Þrastalund, ilmaði
matarlyktin á móti okkur og sett-
umst viS aö snæðingi meö góöri
matarlyst-
Hólmfríður Ámadóttir.
Sýslumaður á Spitzbergen-
Wolmer Marlow rikisjarðfræS-
ingur hefir veriS skipaður sýslu-
maður á Svalbaröa, og er hann
jafnframt skyldur til þess aS taka
aö sér námustjórastööuna þar eftir
uánari ákvæSum Stórþingsins.
Marlow hefir hlotiö óvanalega
marghliöa mentun, því aö hann er
liösforingi, nánniverkfræSingur og
hefir tekiö embættispróf bæöi í
hagfræöi og lögfræSi.
FLÖÐ Á ÍTALÍU.
Myndin hér aö ofan er af landakorti, er sýnir legu þeirra hér-
aSa á NorSur-ítalíu (merkt X)j er uröu fyrir mestu tjóni viö vatns-
flóöin á dögunum. Efri myndin sýnir hvernig umhorfs vaú á flóð-
svæöinu.