Vísir


Vísir - 12.09.1935, Qupperneq 3

Vísir - 12.09.1935, Qupperneq 3
V ÍSIR 1 vestur- og austurenduin liúss- ins uppi á lofti verða 5 svefn- lierbergi. Húsið er upphitað með livera- liita, og notaður sami hver og áður liitaði liús Höyers, þó með öðru móti. Leiddi Höyer vatn úr hvernum inn i hús sín, en þegar farið var að grafa í liver- inn kom i ljós, að eingöngu kom gufa, rúml. 100° lieit, upp úr hveraliolunni, en vatn alt, sem þar safnaðist fyrir, var yf- irhorðsvatn ofan úr hrekkun- um fyrir ofan. Verður gufan látin liita vatn, sem síðan verð- ur leitt inn i skálann. Var þetta gert samkv. ráðum Ben. Grön- dafs og Axels Sveinssonar verk- fræðinga, en verkið fram- kvæmdi Rikarður Eiríksson pípulagningameistari. Teikningin af sjálfum skál- anum er norsk, gerð af hygg- ingameistara einum í Osló. Kom efni skálans hingað alt til- búið til byggingarinnar, eins og fyr getur, og verksmiðjan, sem það er frá sendi hingað æfðan fagmann, til að hafa ufnsjón með byggingunni. Yfirmaður við hygginguna var Júlíus Ing- varsson frá Eyrarhakka. Skiða- félagið hefir tekið á leigu land- spildu, 1 ha. að stærð. Er ætlun félagsins að ganga í bún- aðarfélag í Árnessýslu, og fá styrk úr Ræktunarsjóði til að rækta umhverfi skálans. , Með hyggingu skíðaskálans liefir Skíðafélag Reykjavíkur lagt út í liið mesta fyrirtæki. Er skáljnn virtur á 50.600 kr. til brunabóta. Verður félagð að taka lán, er mun nema 15— 20.000 kr. lil viðbótar við sjóðs- Áddis Abeba í ágúst. í meira en 30 aldir, eöa frá því ifyrsti konungur Ethiopia (Abessi- niu) réöi ríkjum, hafa allar til- raunir til þess a'S svifta „svarta konungsríkið“ sjálfstæði mishepn- ast. En aldrei hefir eins dimm ó- friöarblika komið á framtíðarhim- iíi Abessiniumanna og nú. Hinir blökku, herskáu Abessiniumenn eiga nú a'ð líkindum fyrir höndum — með l>oga, hnífa og riffla að vopnum — að berjast við nútíma her: 350.000—400.000 manna, sem hefir öll nútímahergögn, skrið- dreka, flugvélar, vélbyssur, eitur- gas og hvað eina, til notkunar í bardögunum. Hinn vel útbúna her sinn í Afríku getur Mussolini auk- ið að miklum mun — sé gengið út frá því, að fleiri þjóðir taki ekki þátt í styrjöldinni, t.d. Bretar—-,og gegn hinum vel búna og æfða her Mussolini gefur Haile Selassie' í mesta lagi sent 900.000 menn, illa b'úna að nýtísku hergögnum, en svo vöskum mönnum hefir hann á að skipa, að allir, sem verið hafa í Abessiniu vita, að þeir munu ganga vígreifir móti herskörum Mussolini. Það, sem Haile Selassie og hei'málaráðunautar hans byggja vonir sinar á, er það meðal annars, að Abessiniumenn eru vanir lands- laginu, þar sem barist verður, og vanir loftslaginu. Þeir þekkja land sitt vel, hin auðnarlegu fjalla- héruð, þar sem náttúran sjálf hefir búið vígi svo aö segja við hvert fótmál. Loftslagið er óheilnæmt. Abessiniumenn gera sér vonir um, að hermenn Mussolini muni ekki þola loftslagið og falla hver um annan þveran. Ráðunaut- ar Haile Selassie eru þess full- vissir, að Mussolini geti ekki sigr- að Abessiniumenn í einni eða fá- um orustum. Þeir segja, að allar líkur séu til, að í styrjöldinni milli ítala og Abessiniumann, verði bar- eign félagsins. Stjórnin telur þó rekstur skálans tryggan í fram- tíðinni. Gerir hún ráð fyrir að félagið liafi um 3 þús. króna tekjur árlega auk þess, sem það leigir skálann út fyrir 1800 kr. árlega. Mun síðan leigutaki, sem er danskur maður að nafni Anker Jörgensen, sjá um veit- ingar og greiðasölu o. þ. u. 1. Mun dvölin kosta 6 kr. á sólar- liring, en sé dvalið um lengri tíma fæst afsláttur. Enn sem komið er hefir fé- lagið aðeins fengið leyfi til að veita félagsmönnum sínum. En verði veilingaleyfið rýmkað get- ur það orðið óþægilegt félags- mönnum, ef þangað kemur t. d. fjöldi manns, sem kemur þar til að njóta góða loftsins o. s. frv. og situr svo fyrir sldða- fólkinu, svo að það getur ekki fengið sér liressingu o. s. frv. þegar það kemur af skíðunum. Hins vegar er það einnig ilt að þurfa að útliýsa fólki, er að garði ber, þó það sé ekki í félag- inu, Er ekki að efa að skálinn mun verða mjög fjölsóttur er fram líða stundir, enda fjölgar nú.fé- lögum Skíðafélagsins, sem óð- ast, því að auðvitað eiga þeir forgangsrétt að skálanum. Hef- ir félagatalan aukist um 50% síðustu 3 vikur. Er hin fylsla ástæða til að óska Sldðafélaginu til hamingju með skíðaskálann, og jafnframt óska því til liamingju með hinn ötula formann sinn, og þakka honum fyrir hið ósleitilega og ötula starf lians í þágu skíða- íþróttarinnar á liðnum árum. H. ist í smáorustum og oftast í návígi. Skilyrðin til þess að heyja stór- orustur séu ekki fyrir hendi. Ráðunautar Iiaile Selassie gera sér þó ljóst, að það er ekki hægt að segja með fullri vissu um það fyr- ir fram hver not Mussolini verða að flugvélum í þessum ófriði, sem vofir yfir. En þeir telja þó víst, að honum muni þó ekki verða það gagn að þeim, sem hann og leið- togar hans hafa búist við, sökum þess, að hergagnaforða Abessiniu- manna hefir verið komið fyrir þar, sem ekki er hægt að eyðileggja hann með því að varp'a niður sprengikúlum. í þessari styrjöld verður aðal- lega urri fjállahernað að ræða og undir hann eru þjóðflokka-r ]>eir í Abessiniu, sem hafa heitið Haile Selassie fylgi sinu, ágætlega búnir. Hermenn þessara þjóðflokka eru harðfengir og hugaðir. Þeir eru ekki taldir. menn með mönnum, fyrr en þeir hafa orðið manni eða ljóni að bana. Engin járnbraut er í Abessiniu-sem kunnugt er, nema járnbraut Frakka frá Diisouti í írakkneska Somalilandi til Addis Abeba. í Abessiniu er engin borg með nútímasniði og engir riý- tísku vegir. Landslagi svipar víða til þess, sem er í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Þar eru auðnarleg svæði, þar sem ekkert vex nema kaktusjurtir, -— þar eru gróður- litlar hlíðar og háir fjallatindar, og gil stórhættuleg yfirferðar. Þarna getur — segja Abessiniu- menn — miljón hermenn falist. — í Abessiniu eru um 300.000 manna, sem telja sig komna af drotning- unni frá Saba, og þessir menn ráða c-’g „regera" yfir öðrum þjóðflokk- um í landinu. „Ethioparnir“ eða hinir sönnu Abessiniumenn eru blendingar Asíuþjóða, Afríku- negra og Gyðinga, og hafa vana- lega riffla og skammbyssur að vopni, en hinir þjóðflokkarnir, Somalimenn og arabiskir þjóð- flokkar hafa oft aðeins spjót og lmífa að vopnum, en sumir hafa kylfur og boga. En að undanförnu hafa þessir þjóðflokkar líka feng- ið æfingu í að fara með riffla og sagt er, að nú séu til nægilega margir rifflar i Abessiniu, til þess að láta alla þá, sem sendir verða gegn ítölum, fá riffla. Það er mesti misskilningur, að deilurnar milli 1- tala og Abessiniumanna séu nýjar. Þær eru hálfrar aldar gamlar. Og í skólabókum Itala eru engin landamæri milli Eritreu og Abessi- niu og ítalska Somalilands og A- bessiniu viðurkend. „Lönd ítala í Afríku ná inn í hjarta Ethiopiu", segir í einni þeirra. ítalir hafa í hálfa öld ætlað að leggja Abessi- niu undir sig, þótt eigi yrði látið til skarar skriða á þann hátt, sem nú er talið að muni verða, af því að þeir áttu ekki fyrr leiötoga sem MussolirM*: sem virðist ætla að fara sínu fram hver sem afleiðingin verður. (Úr fréttabréfi frá Edward Beattie, fréttaritara United Press í Addis Abeba). Mestur hluti þess lands, sem her Mussolini verður að sækja fram á, er 6000 ensk fet yfir sjávarmál. Hæstu tindar eru 14.000—15.000 fet, á hæð við suina tinda Kletta- fjalla. Sumstaðar eru sandauðnir, erfiðar yfirferðar og sumstaðar frumskógar, þar sem mjög er hætt við hitasótt (malaria), en sumstað- ar eru mýrlendi afar ill yfirferðar, einkanlega í norðurhluta landsins. Þrjá mánuði á ári hverju er úr- hellisrigning á þessum slóðum. Menn og skepnur verða að vaða aur upp í hné og víða leggjast all- ir fíutningar niður, jafnvel milli þorpa. En þegar rigningatíma linnir skýtur miklum gróðri ört upp og er þá víða svo fagurt í Abessiniu að óvíða mun fegurra. — Mikil náttúruauðæfi eru í A- bessiniu en lítt nýtt. Fjölda margir Abessiniumenn lifa á þrælasölu, sumir á handiðn, aðrir á landbún- aði og enn aðrir á saltvinslu. Kaffi rækta Abessiniumenn í allstórum stíl og mun óvíða eða hvergi i heimi framleitt betra kaffi en þar. En ]>að eru vitanlega auðæfi þau, sem fólgiri eru í jörð í Abessiniu, sem ítalir ágirnast, því að ítalir cru iðnaðarþjóð, sem mjög skortir hráefni. En námurnar eru í fjalla- héruðunum. Abessiniumenn vita nú hvers virði námurnar eru og þeir munu verja þær meðan nokkur maður stendur uppi, ef marka má Orð Haile Selassie, og þeir, sem þekkja til hans og þjóðar hans, efast ekki um, að þeir muni gera það ef þörf krefur. Abessinsku yfirvöldin halda því fram, að það sé ósanngirni ítala að kenna, að deilur hafa orðið og ill- indi út af Ual-Ual. Ual-Ual er nijög nrikilvægur staður, sökum ])ess, að þar eru um 600 vatnslind- ir, og þjóðflokkar beggja landanna þurfa naúðsynlega að koma þar tíðum, bæði til þess áð birgja sig upp af vatni, 0g til þess að beita gripum sírium í grend við vatns- brunnana. Hefir það iðulega kom- ið fyrir, að þjóðflokkar frá Abessi- niu hafa rekið hjarðir sínar yfir landamærin í nýlendu ítala, en ])jóðl&kkar úr ítölsku nýlendunni hafa gert slíkt hið sarna, og hefir þetta ekki orðið alvarlegt deilu- efni, fyr en ítalir fóru að vekja deilur um þetta, sem leiddu til vopnaviðureigna. Abessiniumenn halda því fram, að ósanngjarnt sé að hafa mjög ströng landamæra- ákvæði á þessurn stað. (United Press—FB). Síldarvart á Eskifirði. Síldarvart hefir orðið í Eski- firði undanfarna þrjá daga. Síldin er smá en vel feit. Blíðviðri og stillur hafa verið siðustu daga. Edward Beattie fréttaritapi United Press í Adtiis Abeba ræðir væntanlegan ófrið milli ítala og Abess- iníumanna. Veðrið í morgun. I Reykjavík 9 stig, Bolungarvík 6, Akureyri 6, Skiilanesi 8, Vest- mannaeyjum 9, Sandi 7, Kvígind- isdal 5, Þlesteyri 5, Gjögri 5, Blönduósi 7, Siglunesi 5, Grímsey 5, Raufarhöfn 7, Skálum 7, Fagra- dal 7, Papey 8, Hólum í Horna- firði 9, Fagurhólsmýri 8, Reykja- nesi 9, Færeyjum 10 stig. Mestur hiti hér í gær 15 stig, minstur 8. Úrkoma 0,1 mm. Sólskin 4,1 st. Yfirlit: Alldjúp lægð um 1000 km. suðvestur af Reykjanesiá hreyf- ingu norðaustur.eftir. — Horfur: Suðvesturland: Vaxandi austan átt. Sumstaðar hvass og dálítil rigning með kveldinu. Faxaílói, Breiðafjörður: Vaxandi austan kaldi. Úrkomulaust. Vestfirðir, NoNrðurland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Austan og norðaustan- átt. Víða allhvass í riótt. Dálítil rigning eða súld. Verkfall húsgagnatrésmiða. í sámbandi viö verkfall það, sem getið var um í blaðinu igær, hjá húsgagnasmiðum, heíir blaðið verið beðið að geta þess að verk- íallið nær einungis til þeirra, serii smíða. tréhúsgögn, en ekki til þeirra er smíða bólstruð húsgögn. Sú húsgagnas'míði er iðngrein út af fyrir sig, og er unnið eftir sem áður í öllum vinnustofum hús- gagnbólstrara hér í bænum. Mænusóttin. Eitt mænusóttartilfelli bættist við hér í bænum í gær. í Kefla- vík er og um eitt mænusóttartil- íelli að ræða og hefir ekki borið á mænusótt þar fyr. Hinsvegar er um tvö mænusóttartilfelli að ræða á Suðureyri í Súgandafirði, og er annað nýtt. Karfaveiðarnar. Gulltoppur kom inn til Sól- bakka í gær með um 200 smá= lestir af karfa og Snorri goði með um 150 til Siglufjarðar og Sindri með 130 smál. Skallagr. fékk nýl. 30—40 smálestir af karfa á Húna- flóa, á hálfum sólarhring, en svo ekki meira, encla lenti skipið í þoku. Þennan afla lagði skipið á land á Siglufirði, og er nú að leita að karfa út af Skagagrunni. Beri sú leit eigi árangur mun skipið fara á Halamiöin. Á Sólbakka eru nú komnar á land um 1800 smál. af karfa. Hjónaefni. Síðastliðinn laugardag opinber- uðuð trúlofun sína ungfrú Ósk Sigurðardóttir og iBöðvar Péturs- son kennari. Aflasala. Hafsteinn seldi bátafisk frá Þórshöfn í gær, 1055 vættir, fyrir 1190 stpd. Salari fór fram í Grims- by. ' . Kári fór á veiðar i gærkveldE Belgaum kom frá Englandi í gærkveldi. M.s. Eldborg fór til Breiðafjarðar í gærkveldi. B.v. Gullfoss fór á veiðar í nótt. B.v. Surprise fór á ísfiskveiðar í dag ár- degis. Verslun Ragnars Jóhannssonar. Ragnar Jóhannsson hefir opnað verslun á Bergstaðastræti 54 og hefir þar á boðstólum allskonar matvöru- og nýlenduvörur. Sjá augl. l'nnanfélagsmót Ármanns í frjálsum íþróttum hefst í kvöld ld. 7. Kept verður í 800 m. hl., há- stökki, spjótkasti og fyrir innan 19 Jökulhlaupið. 11. sept. (FÚ). Fréttaritari útvarpsins í Vik í Mýrdal sendi útvarpinu í dag skýrslu um hlaupið, eftir frásögn Hannesar bónda Jónssonar að Núpsstað. — Skýrslan er í aðalat- riðum á þessa leið : Fyrsta þessa mánaðar veitti Hannes á Núpsstað eftirtekt ó- vanalegunf lit á Núpsvötnum, sem íalla fram vestan Skeiðarárjökuls, en austan Lómagnúps, og aðskilja Skeiðarársand og Brunasand. Eng- inn vöxtur var þó sjáanlegur í Skeiðará þá. Um miðja síðastliðna viku voru Núpsvötn tekin að vaxa og jókst vatnsmagn þeirra dag frá degi. Á laugardag síðastliðinn .voru þau orðin alófær yfirferðar og kominn í þau jakaburður. Siðan um helgi hafa vötnin vaxið að mun, en þó mest í fyrri nótt og í gærdag. Flóði vatnið þá yfir sandana og mikinn hluta Núps- staðarengj'a og olli þar skemdum, en hey var búið að hirða af engj- unum. Síðastliðna. nótt jókst flóð: ið enn og í morgun höfðu jakar borist upp' á 'túri á Núpsstað. — Hlaupið fellur fram úr Súlu, sem kemur undan vestanverðum Skeið- arárjökli og fellur út í Núpsvötn, en enginn vöxtur er talinn í Skeið- ará. — Vitað er til að tvívegis áð- ur hafi svipað hlaup komið í þessi vötn, nálægt tveim árum eftir Skeiðarárhlaup. Þá voru hlaupin talin af því, aö Grænlalón hafi hlaupið, en Grænalón er við upp- tök Núpsár, i jökulkrók milli Vatnajökuls og Skeiðarárjökuls. 11. sept. (FÚ). Síðustu fregnir af jökulhlaupinu eru þær, að í dag fór Hannes á Núpsstað að tilhlutun póst- og símamálastjóra austur að Núps- vötnum, til þess að athuga verks- ummerki, og virtist honum hlaup- ið enn hafa vaxið að miklum mun Auk hlaupsins í Súlu er anna8 lilaup komið fram úr Blautukvísl, sem fellur undan Skeiðarárjökli talsvert sunnar og austar en Súla, og hefir jökullinn brotnað fram á stórum svæðum við upptök beggja þessara jökulvatna. Símalínan er gjöreydd á all-löngum kafla og jökulhrönn um allan sandinri.'Tel- ur Hannes að mjög örðugt muní verða þar yfirferðar i haust, þó að flóðið sjatni og jökulhlaup þetta telur hann vera hið mesta, þem komið hafi á þessum slóðum um langt skeið. . ára 80 m. hl., hástökk og spjót- kast. ,.Vestmenn“, erindi þau sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson flutti í útvarpið í vet- ur verða gefin út á prenti bráðlega sökum þess hve margir hafa látið í ljósi ósk um að éignast þau og vegna þess að í ár eru liðin 60 ár síðan íslendingar námu fyrst fastar bygðir vestan hafs. — Áskriftalisti liggur frammi á af- greiðslu Vísis, fyrir þá, sem vildu eignast bók þessa. helmingi meira en Allir þekkja „Boscft". í níu ár hafa „Bosch“ reið- hjólalugtir ávalt verið bestar. Biðjið um íþróttamót í frjálsum íþróttum verður hald- ið á íþróttavellinum í Reykjavík sunnud. 22. þ. m. kl. 2 e. h. Er mót þetta haldið af Olympíunefnd íslands og iþróttafélögunum hér í bænum, Ármann í, R, og K. R. Kept verður í hlaupum: 100, 400, 800 og 1500 m. og i 110 m. grinda- hlaupi, langstökki, stangarstökki, kringlukasti, spjótkasti og kúlu- varpi. — Væntanlegir keppendur gefi sig fram við Ólaf Sveins- son, box 394, fyrir n. k. mánudag. Gengið í dag: Sterlingspund ......... kr. 22.15 Ðollar................... — 4.49*4 100 rikismörk............ — 180.22 — pesetar ........... — 29.71 — gylhni........... 75.75 — tékkósl. krónur . . — 146.15 — belgur .......... — 37.15 — svissn. frankar .. — 9.93 — lírur............. — 62.17 — finsk mörk....... — 3°3-58 — franskir frankar . — iS-93 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Heimatrúboð leikmanna Hverfisgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Næturlæknir er í nótt Þórður Þórðarson, Ei- riksgötu 11, Sími 4655. — Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kveld: 19,ío Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Tón- leikar (plötur) : Létt lög. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Frá útlöndum (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljómsveitin; b) Einsöng- ur (ungfrú Guðrún Þorsteinsdótt- ir) ; c) Danslög. BOSCH Heildsala. — Smásala. H Reiölijólaverksm. Fálkinn. i Mislinptilfelii í Reykjavík og á Sigloflrðl. E.s. Colufnbus kom nýlega til Keflavikur frá Færeyjum, en þar hafa mislingar verið að undan- förnu i landi, en færeyskir sjó-. menn á skipum hér við land hafa og fengið mislinga, og því var fyrirskipuð í sumar sérstök að- gæsla um afgreiðslu slíkra skipa og mök við skipshafnir á þeim. Einn skipverja á Columbus er kyndari búsettur í Reykjavík óg var hann afskráður í Keflavik:og iór til sumarbústaðar síns í Foss- vogi. Hann var kvefaður við kom- una þangað og er nú komið í ljós,. að hann hefir mislinga. Er lieim- ili hans í sóttkví. Tekst vonandi að stöðva útbreiðslu veikinnar hér, þar eð utanbæjarmenn hafa ekki komiö á heimilið. En vitanlega getur hugsast að maðurinn hafi smitað frá sér í Keflavík og verð- ur þá erfiðara urii vik með að hefta útbreiðslu hennar a. m. k. þar syðra. Columbus fór frá Kefla- vik til ísafjarðar og fyrirskipaði landlæknir að afgreiða skipið með aðgæslu. Columbus er nú á Siglu- firði og hefir einn skipverja tekið veikina. Er fylstu varúðar gætt til þess að hefta útbreiðslu veik- innar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.