Vísir - 02.10.1935, Síða 2

Vísir - 02.10.1935, Síða 2
VISIR Þingrof í Banmörku og nýjar kr sningar 22. oktober Hann andaðist að heimili sínu hér í bænum 26. f. m., og hafði þá búið við sjúkleik nokk- urn svo að misserum skifti. Ásgeir Sigurðsson var fædd- ur á ísafirði 28. sept. 1864 og skorti því tvo daga í einn um sjötugt. — Foreldrar lians voru þau hjónin Sigurður And- résson, albróðir Jóns skóla- stjóra Hjaltalíns á Möðruvöll- um5 og Hildur Jónsdóttir, prests Benediktssonar, síðast að Rafnseyri, og Guðrúnar Korts- dóttur frá Möðruvöllum i Kjós, Þorvarðssonar. En móðir síra Jóns var Helga, alsystir síra Sigurðar á Rafnseyri, föður Jóns forseta. Eru það kunnar ættir og merkar í aldir fram. — Tíu vetra gamall fluttist Á. S. til Jóns A. Hjaltalíns, föður- bróður síns, er þá var bólca- vörður í Edinaborg á Skot- landi. Og með honum fluttist bann að Möðruvöllum, er J. A. H. gerðist þar skólastjóri 1880. — Varð Ásgeir einn i hópi fyrstu nemanda skólans og út- skrifaðist þaðan vorið 1882. — Næstu árin stundaði hann versl- unarstörf á Akureyri, en fór þá til Skotlands á ný og gerðist verslunarmaður í Edinaborg. í það mund, er Ásgeir dvald- ist á Akureyri, komst skriður á bindindismálið og varð hann einn af stofnöndum fyrstu góð- templara-stúkunnar hér á landi. Var hún stofnuð 10. janúar 1885. Um þessar mundir sinti hann bindindismálunum af al- liug og dugnaði og gaf út blöð þeim málum til styrktar („Bindindistíðindi“ og „Jón rauða“). Hann stofnaði og all- margar stúkur þessi árin, bæði norðan lands og vestan, og hurfu til fylgis við liann marg- ir ágætir menn. Þótli bindindis- mönnum skarð fyrir skildi, er hann fór úr landi, og niður féll um sinn starfsemi lians í þágu bindindismálsins. — Árið 1895 stofnaði Á. S. Verslunina Edinborg í félagi við tvo kunningja sína breska, þá Copland og Berrie. Þótti þar vel af stað farið og gerðist Edinborg bráðlega eitt hið mesta verslunarfyrirtæki hér á landi. Mun Ásgeir hafa haft alla forustu fyrir versluninni, en oft komu félagar hans hing- að og dvöldust hér á sumrum. — Síðar, nokkuru áður en styrjöldin milda hófst, varð Ás- geir einn eigandi verslunarinn- ar, og stýrði henni jafnan með hagsýni, dugnaði og skörungs- skap. Ásgeir Sigurðsson markaði i raun réttri tímamót í verslun íslendinga. Alt til þess tíma, er „Edinborg“ kom til sögunnar, hafði verslunin að allmiklu leyti verið vöruskiftaverslun. — En hún breytlist að sumu leyti þeg- ar á fyrstu árum Edinborgar. — Tók Ásgeir upp þá nýung, að kaupa saltfisk gegn peninga- greiðslu og rak fiskkaup víða um land — liér syðra, um Aust- fjörðu og alt til Eyjafjarðar. Jafnframt leitaðist liann við að beina viðskiftunum í hag- kvæmari áttir, en áður hafði verið. Meðal annars má geta þess, að hann sendi fiskinn beint til neyslulandanna og var það mikil framför frá því, sem tíðkast hafði löngum. Hann keypti og erlendar vörur mest- megnis á Bretlandi og sætti ein- att góðum kjörum. — Á styrjaldarárunum féll það í hlut Ásgeirs Sigurðssonar, að annast að mestu kaup íslenskr- ar vöru af hálfu Bretastjórnar. Tókst sú verslun þannig, að Ás- geir naut hins fylsta trausts þeirra, er vöruna seldu, og óx að áliti með Bretum. Má af því marka, að þar hafi verið vel unnið og samviskusamlega. Fer og löngum svo, að gifta fylgi starfi góðra manna. Annar höfuð-þátturinn í ævi- starfi Ásgeirs Sigurðssonar var ræðismannsstarf lians. Hann var ræðismaður Breta hér á landi um aldarfjórðungsskeið, frá 1907 til 1932, en þá sótti hann um lausn frá þeim störf- um, enda var heilsan þá tekin að bila. Mun ekki á tveim tung- um leika né um verða deilt, að þau störf liafi hann rekið með einstakri lipurð og lagni og þó nauðsynlegri festu. Kunni og Bretastjórn að meta þau störf hans og sýndi honum margvís- legan sæmdarvott. Árið 1921 var hann sæmdur heiðursmerk- inu 0. B. E. (Officer of the British Empire) og 1928 var hann gerður að C. B. E. (Commander of British Em- pire). — En slíkur sómi er ein- ungis sýndur miklum verð- leikamönnum. . , Þess var áður getið, að Breta- stjórn hefði gert Ásgeir að að- al-ræðismanni sinum hér á landi. — Yar það hin mesta vegsemd, ekki einungis Ásgeiri sjálfum, lieldur og hinni ís- lensku þjóð, því að það munu nálega einsdæmi, að Brctaveldi fái þvílík trúnaðarstörf erlend- um manni i hendur. — En all fór þar að óskum og reyndist Ásgeir traustinu vaxinn, en þjóðin hlaut sæmd af starfi lians. — Bar þó oft að höndum erfiðleika nokkura, er úfar risu um landhelgismál og fleira. — En hinum gætna og góðviljaða ræðismanni tókst einatt að skirra vandræðum og beina málunum til þeirra úrslita, er báðum aðiljum mátti líka. Þarf vitsmuni, liófsemi og réttlætis- hug til þess að stýra svo, er mikinn vanda ber að höndum. Ásgeir Sigurðsson gaf sig litt að opinherum málum og tók engan þátt í stjórnmáladeilum þeim liinum miklu, sem uppi hafa verið síðustu áratugina. En hann var góður íslendingur og hefir sýnt það í verkum sín- um. — Hann var trúhneigður mað- ur alla ævi og hallaðist á sveif með þeim, sem trúa þvi að tak- ast megi og tekist hafi að koma boðum milli heimanna — þeirrar veraldar, sem við dvelj- umst í hér og liinnar ósýnilegu, sem opnar mönnum faðm sinn á banadægri. — Ásgeir Sigurðsson hafði löng- um margt manna í þjónustu sinni. Fór liann vel með vald sitt þar og betri húsbóndi mun torfundinn. Það var ótítt að menn færi úr þjónustu Edin- borgarverslunar fjTÍr þær sak- ir, að þeim væri sagt upp starfi. Á. S. var einn þeirra manna, er kunna þá fágætu list, að stjórna að vísu öllu, sem þcir eru yfir settir, en stjórna þannig, að enginn verði þess var. — Undir stjórn þvílíkra manna fellur alt í ljúfa löð, eins og af sjálfu sér. Hver og einn gerir skyldu sína með Ijúfu geði, en yfirmaður og undirgef- inn mætast í vinsemd og gagn- kvæmu trausti. Ásgeir Sigurðsson var mikill maður vexti, friður sýnum og drengilegur yfirlitum, manna höfðinglegastur. Hann var kvæntur breskri konu ágætri, Amalie Oliver, cn misti liana fyrir nokkurum árum. Hann misti og tvo sonu sína, annan uppkominn og kvæntan, Walt- er að nafni, góðan dreng og mikinn að mannkostum. Hann fórst af skotslysi, sem kunn- ugt er. Þriðji sonurinn, Har- aldur, hefir nú tekið við versl- un föður síns og rekur liana í félagi við Sigurð B. Sigurðsson, ræðismann. P. S. Radium. Sagt er, aS ekki séu til nema 500 grörnm af radium í heiminum og eftir því sem amerísk blö‘5 segja er verðiö 60.000—75.000 dollarar grammiö. Radiumeign Bandaríkjanna nemur 260 grömm- um. Nýlega hafa amerísk blöð skýrt frá því, aö námueigandi í Colorado, J. H. Hardy aö nafni, aö undangengnum löngum rann- sóknum og tilraunum með aðstoð amerískra vísindamanna, búist við að geta framleitt radium í námu sinni við Jamestown, Col- orado, í nægilega stórum stíl, til þess að hægt verði að selja radi- um við skaplegu verði. Belgiska ladium-einkasalan (The Belgian Radium Monopoly) ræður nú verðlaginu. Amerískir vísindamenn halda því fram, að núverandi verð sé fimm sinnum hærra en fram- leiðslukostnaðurinn réttlæti. Þessu neitar belgiska félagið. — Amerísk blöð birta einnig fregnir um það, að amerískur vísindamaður að nafni Ernest Lawrence hafi tekist að framleiða radium úr borðsalti, og birti áreiðanlegt enskt blað, Það er að verða alvarlegt íhugunarefni, hversu sauðfé liér á landi er orðið óhraust og kvillagjarnt. Fyrir tveim til þrem áratugum varð naumast eða ekki vart við aðra sjúkdóma hjá sauðkindinni, en bráðapest og liöfuðsótt. En nú er þetta breytt orðið. — Víða um land hrynur fé niður úr öðrum og áður óþektum sjúkdómum. Talað er um lungnaorma og orma í meltingarfærum o. s. frv. — Hefir mönnum skilist, að hér sé um margskonar orma að ræða. Níels Dungal jnófessor hefir lagt til orustu við þessa sjúkdóma og er vonandi, að hann heri sigur af hólmi í þeirri viðureign. Hefir hann sýnt mik- inn áhuga og dugnað í starfi sínu og orðið alhnikið ágengt. Meðal annars eru meðul hans við bráðafári' talin ágæt og ná- lega örugg til varnar, ef bólu- sett er nægilega snemma og nægilega oft. Talið liefir og ver- ið, að meðul lians við orma- veikinni gefi góða raun, en vit- anlega er hér einungis um til- raunir að ræða — mjög álitleg- ar tilraunir, en örugg ráð eða meðul munu elcki fundin enn, enda ekki við slíku að búast, því að alt er þetta á byrjunarstigi. Annars er áhugi Dungals í þess- um efnum mjög lofsverður og munu allir óska þess, að_.hann finni ráð og meðul, er að fullu haldi megi koma. En ekki er við þvi að búast, að slíkt geti gerst á svipstundu, lieldur með tíð og tíma og sífeldum rann- sóknum og tilraunum. Þær fregnir koma nú úr Borgarfirði, að fé muni hafa drepist hópum saman á afrétti i sumar — úr lungnaormaveiki eða öðru slíku. Það eru alvarleg tíðindi. Venjulega hefir það víst verið svo, að fé hefir sloppið við þessa sjúkdóma um hásumarið, meðan grös eru í blóma. Nú er sýnt að jafnvel á þeim tima get- ur sjúkdómurinn lieltekið féð og orðið því að líftjóni. Hvað mun þá, er grös eru fallin og gerast óholl? — Hvernig fer að vetrinum, þegar fé er ef til vill fóðrað á hröktum heyjum og óhollum ? Mun þá ekki fullkom- inn voði fyrir dyrum? En hvernig stendur á öllum þessum sauðfjárkvillum? —r Er ekki alveg bersýnilegt, að eitl- hvað nýtt sé komið til sögunn- ar, sem valdi þessum ósköpum ? — Og hvar er orsakanna að leita, ef ekki í fóðrinu? Þúsund ára reynsla þjóðarinnar er sú, að þessir kvillar, sem nú drepa sauðfé landsmanna, hafi að lik- indum ekki verið til hér fyrr en nú á síðustu áratugum. — Og reynslan er óh'gnust. Sumum hefir dottið i liug, að öll þessi bölvun slandi í einhverju sam- bandi við notkun hins erlenda áburðar, sem bændur hafa ver- ið gintir til að kaupa — og borga með miljónum króna. En hvað sem því líður, þá er það að minsta kosti íhugunarefni, að hin banvæna ormasýki í ís- lensku fé og máttleysisveikin hefjast um það leyti, sem hinn úllendi áburður er tekinn til notkunar í sveitum landsins. Þetta mun staðreynd, sem erfitt verður að hrekja. Þar með er vitanlega ekkert um það full- yrt, að heilsuleysi sauðfjárins sé áburði þessum að kenna. — En - aðfengin munu veikindin vera, eða hví skyldi þeirra ekki hafa orðið vart í þúsund ár, ef sótt- kveikjan hefði verið hér til all- an þann tima? — Daily Telegraph, fregn um þetta þ 24. ágúst. Kalundborg, 1. okt. — FÚ. Danska þingið kom saman i dag. Hófst það með guðsþjón- ustu og síðan fór þingsetning fram eins og venja er til og kosning forseta og skrifara. Stauning forsætisráðherra tók þvínæst til máls og skýrði frá störfum landbúnaðarnefndar þeirrar, sem þingið hafði skip- að. Hafði hún setið á rökstólum og einnig starfað með nefnd frá L. S. félögunum eftir að hænda- förin mikla liafði verið farin til Kaupmannahafnar. Stauning sagði, að samkomulag hefði ekki náðst um þá landbúnaðar- löggjöf, sem stjórnin gæti sætt sig við. Hefði því stjórnin ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að láta málið London 1. okt. Breski sendiherrann í París gekk í dag árdegis á fund Lavals forsætisráðherra og átti við hann alllangt viðtal. Að því er United Press hefir fregnað ræddi sendi- berrann við Laval um samvinnu Breta og Frakka á Miðjarðarhafi, ef til þess kemur, að Þjóðabanda- lagið samþykki að beita refsiað- gerðum gegn Ítalíu. Viðræðurnar ;fóru frami til þess, að Samuel Ho- are gæti fengið fullnaðar vitneskju um afstöðu frakknesku ríkisstjórn- arinnar, áður en hann gefur skýrslu sína um ástand og horfur vegna Abessiniudeilunnar á fundi ríkisstjórnarinnar, en hann verð- ur haldinn á morgun (miðviku- dag). (United Press—FB). Viðtal við Koht, utanríkis- málaráðherra Norðmanna, sem er nýkominn til Oslo frá Genf, um afstöðu Breta og Frakka. Oslo 1. okt. Koht utanríkismálaráðherra kom heim frá Genf árdegis í dag, erí þar hefir hann verið á fundum Þjóðabandalagsins. í viðtali við Dagbladet kemst hann svo að orði: „Eg held að það náist samkomu- lag um það í Þjóðabandalaginu, að beita refsiráðstöfunum gegn ítöl- um, ef þeir hefja árásarstyrjöld. Eftir því, sem eg fæ best séð, hafa Bretar leitast við af einlægni að koma því til leiðar, að samkomu- lag næðist. Bretar hafa ekki á nokkurn hátt sýnt, að þeir vilji baka ítölum tjón eða vinna móti hagsmunum þeirra. Bretar og Frakkar1 munu vinna sarnan og eg held, -að Frakkland mun gera skyldu sína, ef þörf krefur, vegna sáttmála bandalagsins". (NRP—FB). Afríkufregnir herma, að ítalskar herdeildir hafi far- ið yfir landamæri Abess- iniu skamt frá landamær- um Frakkneska Somali- lands. Oslo 1. okt. Samkvæmt símskeytum frá Af- ríku hafa ítalskar herdeildir farið yfir landamæri þau, sem bráða- til sín taka. Mnndi þvi þing verða rofið og efnt til nýrra kosninga 22. olct. næstkomandi. Þessi boðskapur hefir valdið talsverðum æsingum í Kaup- mannaliöfn og flokkarnir þegar liafið kosningaundirbúning. Til þess að koma í veg lyrir óeirðir, hefir verið bannað að festa upp kosningaávörp effir kl. 8 að kveldi. Kosningaáróður hefir verið bannaður fyrir dyrum leikliúsa, kvikmyndaliúsa og annara opinberra hygginga. Há- talara má ekki nota á fundum og samkomum fyr en eftir 15. oklóber. , Danska blaðið Social Demo- kraten birtir þegar síðdegis í dag kosningastefnuskrá-jafnað- armanna. birgðasamkomulag náðist um, eigi langt frá landamærum Franska Somalilands og Eritreu. í Abessin- iu ætla menn, að ítalir ætli að ,sækja fram til bæjarins Duanle, sem ei* í um 16 kílómetra fjarlægð frá Franska Somalilandi og ekki langt frá járnbrautinni frá Dji- bouti til Addis Alieba. « (NRP—FB). Landvamaundirbúningur Abessiniumanna. London 1. olct. (FÚ). í Addis Abeba er nú alt að verða fult af útlendum blaðamönnum, en aðrir útlendingar flytja sig á brott hver sem betur getur. Flestir íbúar af Evrópukyni hafa tekið þann kost að flytja fjölskyldur sínar til Djibouti, þó að keisarinn hafi full- vissað þá um, að þeir hefðu ekkert að óttast. Fregn frá Asmara í Eritreu hermir að ekkert sé hæft í þeirri yfirlýsingu Abessiniustjórnar, að hún hafi fært hersveitir sínar aftur á bak um 30 km. veg frá landa- mærunum. í fregninni segir, að framverðir Abessiniu séu þar, sem þeir hafi fremst verið og að reglu- legar hersveitir séu nú að flytja sig á slóðir þeirra. Samæfing herskipa og hernaðar- flugvéla. Berlín 2. okt. (FÚ) 1 gær fór fram samæfing milli herskipa og hernaðarflugvéla breska Miðjarðarhafsflotans, skamt undan Alexandriu, og voru við þetta tækifæri notuð venjuleg skotfæri. Gremja ítala í garð Breta. Berlín 2. okt. (FÚ) í Giornale d’Italia er farið hörð- um orðum í garð Breta, vegna svars þeirra til frönsku stjórnar- innar, viðvíkjandi refsiaðgerðum. Segir blaðið, að Bretar hafi gert ráðstafanir til að beita refsiaðgerð- um áður en það hafi verið rætt á Þjóðabandalagsfundinum, en Þjóðabandalagið eitt eigi þar að ráða öllu um. Segir blaðið að aug- ljóst sé, að Bretar stjórni aðgerð- um Þjóðabandalagsins, og að á bak við alla framkomu þeirra liggi eiginhagsmunapólitík. Samvinna Breta og Frakka vegna Abessinlnmálanna. Sendiherra Breta í París átti í gær viðræður við Laval, til þess að Hoare gæti fengið fulln- aðar vitneskju um afstöðu Frakka, áður en hann gefur skýrslu sína um Abessiniudeiluna og horfurnar nú.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.