Vísir - 07.10.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1935, Blaðsíða 2
V í Slfi Miltill föflrnuður á Ítalíu yflr falli Adua. Mússólíni gekk sjálfur á konungsfund og færði honum fregnina persónulega. Deboni og hernum í Afríku símaðar þakkir þjóðar- innar. —- Dæmalaus fögnuður á ítalíu yfir sigrinum. Svikamylna eða gróða- brall Alþýðublaðsins. Rómaborg', 7. nóv. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu hefir ítalski herinn í Abess- iníu tekið Adua. Mússólíni fór MUSSOLINI. sjálfur til San Rossare og færði persónulega Viktori Emanúel Ítalíukonungi fregnina. Einnig símaði Mússólíni Deboni, aðal- % 'DEBONI. hershöfðingja ftala í Afríku, þakkir allrar þjóðarinnar fyrir sigurinn, og bað hann tilkynna hverjum einstökum hermanni í Afríkuhernum þakklæti allra ít- ala fyrir hinn mikla sigur, sem ávalt mundi minst verða í sögu Ítalíu. — Fregninni um fall Adu var tekið með dæmalaus- um fögnuði um gervalla Ítalíu. (United Press. — FB.). (Adua (Adova eða Adowa) er böfuðborgin í Tigre Abessiniu. Menelik II. Abessiniukeisari hafði fallist á, aö Abessinia væri sett undir vernd ítala, en sambúðin við ítali versnaði fljótt, og varö af styrjöld milli ítala og Abessiniu- manna. Vann Menelik úrslitasigur á ítölum viS Adua 1896 ,en friðar- samningar voru undirskrifaSir i Addis Abeba 26. okt. 1896, og sjálfstæöi Abessiniu viöurkent. Hefir ítöliim alla tíS síSan sviSiS þaS sárt, aS þeir biSu ósigurinn viS Adua. íbúatala Adua er talin 5000. Bærinn er allmikil verslunarmiS- stöS). 'London 6. okt. FÚ. ítalir halda áfram loftárásum sínum. ítalir halda áfram árásum sín- um úr loftinu. í gærdag köstuöu þeir sprengjum yfir Sakta, en hún er um 100 rnílur suður af Adua. Fréttir frá su'ður- og suðauStur- vigstöðvunum eru svo ógreinilegar, a'S ekki er unt að gera sér í hug- arlund, hvað þar gerist í raun og veru, en talið, að þar muni standa bardagar öSru hverju. í Addis Ab- baba er óttast, aÖ ítalir muni kom- ast að járnbrautinni og eyðileggja hana, til þess að koma í veg fyrir alla flutninga frá Djibouti. 50.000 Abessiniumenn sækja fram undir forustu krónprinsins. London 6. okt. FÚ. Á suSaustur vigstöSvunum sækja 50.000 Abessiniumenn fram, undir forustu krónprinsins. Hefir hann bækistöS sina í Dessia, en óstaSfestar fregnir segja, aS flug- vélar ítala hafi í dag kastaS sprengjum yfir borgina. Bandaríkin banna vopnaútflutning til Ítalíu og Abessiniu. London 6. okt. FÚ. Roosevelt (Bandaríkjaforseti til- kynti í morgun, aS Bandaríkja- stjórn viSurkendi stríösástand milli Ítalíu og Alæssiniu, og kæmu því sjálfkrafa til framkvæmda hlut- leysislög þau, er þingiS samþykti fyrir skemstu. Þ. e. a. s. aS bann er lagt á allan hergagnaflutning til beggja aðila. Forsetinn fór fetinu lengra og tilkynti aö hver sá Bandaríkja- ]jegn, er ræki viðskifti vi'S annaS- hvort stríSslandanna, gerði ]>aS al- gerlega á eigin ábyrgð, og þyrfti ekki að vænta verndar Bandaríkj- anna á nokkurn hátt. Frakkar heita Bretum aðstoð á Miðjarðarhafi. London 6. okt. FÚ. Svar Frakka til Breta hefir ver- iS birt. Spurningin var í eSli sínu Alþýðublaðið tilkynnir i gær, að það ætli að láta höfða mál gegn Vísi fyrir atvinnuróg. Til- efnið til málshöfðunarinnar eru ummæli Visis þriðjudaginn 1. þ. m., um svokallaða verðlauna- samkepni, sem Alþýðublaðið hefir stofnað til. Er það átalið, fyrst og frcmst að með þessum ummælum sé ,,fólk óbeinlínis varað við því“, að láta glepjast til að taka þátt í þeirri svika- mylnu, sem þessi verðlauna- samkepni sé. , Með þessari málsliöfðun sann- ar Álþýðublaðið nú einmitt, að þessi „verðlaunasamkepni“ sé svikamjdna. Það játar, að hún sé fyrst og fremst gróðabragð af þess hálfu. Ef svo væri ekki, gæti ekki verið um neinn at- vinnuróg að ræða, þó að um- mæli Vísis væri beinlínis ætluð til þess að fæla fólk frá því að taka þátt í „verðlaunasamkepn- inni“. Það snerti þá ekkert „at- vinnu“ blaðsins eða afkomu. Hinsvegar lýsir blaðið þessu „fyrirtæki“ sínu sem einskonar góðgerðafyrirtæki. Það er látið í veðri vaka, að höfuðtilgangur- inn sé sá, að gleðja „fólkið“, sem taki þátt i samkepninni og gefa því jólagjafir. En með málshöfðuninni er sannað, að blaðið hefir ekki að eins ætlað að láta fólkið sjálft borga þess- ar jólagjafir fullu verði, heldur hefir það auk þess ætlað sér sjálfu álitlegan hagnað af fyrir- tækinu. Blaðið er með öðrum orðum að stofna til einskonar happdrættis til ágóða fyrir sig sjálft. Það er þannig augljóst, að „verðlaunasamkepni“ Alþýðú- blaðsins er ekki að eins svika- mylna gagnvart þeim, sem kunna að „Iáta glepjast“ til að taka þátt í henni, heldur er blaðinu líka vafalaust með öllu óheimilt að lögum að stofna til slíks gróðafyrirtækis fyrir sjálft sifi. 1 Alþýðublaðinu er það auðvit- að ljóst, að slíkt fyrirtæki sem þetta muni vera allgróðavæn- legt. Það er kunnugt, að á erfið- leikatímum er einmitt hvað auðveldast að ginna fólk til þess að liætta fé sinu í hvers- konar áhættuspil. í voninni um að hreppa álitlegan vinning, rýja menn sig jafnvel inn að skyrtunni til þess að geta orðið þátttakandi í slíkum áhættuspil- um. Þátttakan í þessu happ- drætti Alþýðublaðsins kostar 6 krónur, fyrir þá, sem ekki eru kaupendur blaðsins. Iiaupendur blaðsins þurfa engu að kosta til. En það eru hinir, sem blaðið ætlar sér að græða á, ekki að £ins andvirði „vinninganna“ eða „jólagjafanna“, heldur þar á ofan álitlega fúlgu til eigin þarfa. Og blaðið gerir bersýni- lega ráð fyrir þvi, að erfiðleikar „fólksins" séu svo miklir, að fjöldi manna láti glepjast til sú, hvort franski Miöjaröarhafs- flotinn myndi aöstoöa breska Miö- j arðarhafsflotann, ef Ítalía skyldi ráðast á hann, áöur en deilan milli Ítalíu og Þjóðabandalagsins væri leyst. Svar Frakka er jákvætt, en þó meö því skilyröi, aö breski Mið- jarðarhafsflotinn veiti franska Miðjaröarhafsflotanum sama lið, ef á franska flotann yrði ráðist. þess að verða þátttakendur í þessu ,lotteríi“ í voninni um að hreppa einhvern vinninginn. Von blaðsins um ágóða af þessu gróðabralli byggist á vandræð- um þeim, sem almenningur á nú við að stríða. í þeim tilgangi að gera þátt- tökuna í þessari svikamylnu sinni sem álitlegasta, birti Al- þýðublaðið „línurit" yfir út- breiðslu sína eða útbreiðslu- aukningu á árunum 1927—35. Vísir véfengdi það, að línurit þelta gæfí rétta liugmynd um útbreiðslu blaðsins, enda varð ekki betur séð, en að það ætti að sýna að útbreiðsla þess hefði rúmlega tífaldast á þessu tíma- bili. Nú reynir blaðið að verja sig með þvi, að linurilið hafi að eins átt að sýna aukningu útbreiðslunnar frá ári til árs, en það skal fullyrt, að einmitt með því bafi tilgangurinn verið sá, að villa mönnum sýn um út- breiðsluna, og að línuritið hafi því í rauninni verið falskt. Skal það líka verða sýnt og sannað áður en langt líður. Abessiniu- strídid. Haile Selassie I., keisari Ahessiniu. Frá því er ítalir fyrir nokkur- um mánuðum fóru að búa sig undir að sölsa Abessiniu undir sig með vopnavaldi hefir verið meira um Abessiniu skrifað en flest önn- ur lönd jarðar. í öllum frétta- blöðum hafa birst itarlegar frá- sagnir um land það, sem fasist- arnir ítölsku hafa fengið ágirnd á, um það hvernig landslagi er þar háttað, hver náttúruskilyrði eru 0g veðurfar, hver atvinna lands- manna er, af hvaða stofni þjóðin er og hvernig hún er, og margt, margt fleira. Nú fyrir fáum dög- um hefir það gerst, sem sennilega flestir bjuggust við, að Musso- lini, hinn ítalski fasistaforing', mundi gugna á, er til kæmi, en það er að fara með ófrið á hendur Abessiniumönnum.Fjölda margir hugðu hinn djarfa leik hans grundvallast á því, að hann treysti þvi undir niðri, að Þjóða- bandalagið mundi ekkert gera, frekara en þegar Japanar tóku Mansjúríu og raunverulega Norð- ur-Kína, en Mussolini fór að færa sig upp á skaftið með kröfur sín- ar í garð Abessiniu, þegar Þjóða- bandalagið lét Japana fara sínu fram í Austur-Asíu. Mussolini hóí herflutninga mikla til Austur-Af- ríku í vor og hann hefir haldið þeim áfram til þessa dags, þrátt fyrir það, að Þjóðabandalagið fyr- ir nokkuru — fyrir djarflega og drengilega forgöngu Breta — hafði ótvírætt látið í Ijós, að það fordæmdi framkomu ítala í þessu máli öllu og þeir mættu búast við því, að þvingunarráðstöfunum yrði beitt gegn þeim, í samræmi við sáttmála Þjóðabandalagsins. Og nú er að þvi komið, að Þjóða- bandalagið verði að taka ákvörð- un út af þessu máli gegn ítölum eða ekki. Stórblaðið Times sagði nýlega, eins og hermt var v skeyti sem hingað barsti til Fréttastofu blaðamanna, að enginn stjórnmála- maður nú lifandi, sem hefði byrj- að styrjöld, hefði gert eins lítið til þess að réttlæta það — og Mussolini. Framkoma hans hefir veriö djarfleg en ósvífin i fylsta máta. Hann hefir gortað af hin- um mikla hernaðarmætti ítala, þeiii gæti rnætt hvaða andstæðingi sem væri, þeir væri nógu öflugir heima fyrir, þótt þeir hefði mik- inn her inn i Abessiniu o.s.frv. En í öðru orðinu hefir Mussolini talað um einlægan vilja sinn, til þess að koma í veg fyrir, að styrjöldin breiddist út um Evrópu, m. ö. o. ef hann fengi að beita öllum þeim r.útíma morðvopnum í Abessiniu, gegn þjóð, sem er milrlu fámenn- ari en ítalir og hefir litlum nútíma varnartækjum hernaðarlegs eðlis af að ségja, væri Evrópufriðurinn ekki í neinni hættu. Ummæli hans í þessa átt bera að vísu vott um að Mussolini sé ekki eins sterkur HAILE SELASSIE. á svellinu og liann þykist vera, og þau lýsa hinum mikla fasista- íoringja óskemtilega. En banda- lagsþjóðirnar hafa ekki látið þessi ummæli á sig fá, að því er virðist. Bretar og Frakkar hafa ekki skammast sín fyrir að sitja á samkundum með Tecle Hawariate, fulltrúa hinnar „hálfviltu þjóðar“, sem ítalir kalla Ábessiniumenn, þótt ítalir telji ])á svo sneydda siðmenningu, að þeir ætti ekki að fá að vera í bandalaginu. Og bandalags])jóðirnar með Breta i fararbroddi fordæma alla fram- komu Mussolini og svartstakka hans, en viðurkenna prúðmannlega framkomu hinnar „hálfviltu“ Ai- ríkuþjóðar sem vill leysa deilu- málin friðsamlega og í fullri sam- vinnu við Þjóðabandalagið. Það er frá mörgu að segja í sambandi við þessi mál öll og það er sumt, sem minna hefir verið minst á, en vert væri, en merk blöö og tímarit erlendis hafa mik- ið um það talað, og eitt af þessu er hin óaðfinnanlega framkoma Abessiniumanna, sem vildu fara samninga- og friðarleiðir, og ekki gripu til vopna, fyrr en Mussoliui sendi drápsvélar sínar fyrirvara- laust inn yfir land þeirra, til þess að varpa sprengikúlum á borgir þeirra. Hin „hálfvilta" ])jóð, sem að vísu er kristin þjóð eins og I- talir, hefir hlýtt sínum leiðtoga, eins og ítalir hafa hlýtt sínurn, og framkoma leiðtoga Abessiniu- manna hefir i raun og veru vakið mikla aðdáun um heim allan. Hann hefir komið fram sem frið- arelskandi, sáttfús og stjórnkænn mentaður maður, án stór- og glaro- uryrða, án þess að málaflutningur hans sýnilega bygðist á nokkuru hatri í garð þeirrar þjóðar, setn mánuðunr saman leynt og ljóst vann að undirbúningi þess, að taka land hans herskildi og brytja niður þegna hans. Þessurn manni er því vert að kynnast nokkuru nánara. En áður en honum er lýst er vert að geta þess, að fyrir hans stjórnartíð var ástandið í Abessi- niu mjög slæmt. Fáfræði og ment- unarskortur sátu í öndvegi. Fram- farir voru litlar, en nokkurar fram- farir urðu þó í landinu þegar í stjórnartíð Meneliks II. Þjóðflokk- arnir áttu í innbyrðis deilum og skærum. Enginn flokksleiðtoganria sá fyrir hvaö framtíð Abessiníu- menn gætu átt fyrir sér í hinu í áttúruauðuga landi sínu, ef þeir væri einhuga, hætti að berjast inn- byrðis, legði fyrir sig að fræðast og læra að koma á umbótum, — enginn sá þessa möguleika eða kunni að finna, veginn til þess að riota þá, eins og Haile Selassié. Án hans, segir metkur amerisk- ur blaðamaður, hefði ekki verjð um neinar verulegar framfarir í Abessiniu að ræða, framfarir, serii þeir gæti þakkað sjálfum ser. Flann einn af Abessiniumönnuta tók sér fyrir hendur að berjast fyrir nútímahugmyndum og konui ýmsu í framkvæmd, með lagiii og þolinmæði. Harin horfði ait af fram, en flestir aðrir i þveröfuga átt. Erfiðleikarnir voru miklir og í fljótu bragði kann að virðast, að lítið hafi verið gert, en sannieik- urinn er sá, að verk þau, sem unn- in hafa verið til framfara, eru til- tölulega mjög mikil. Það er um framfarir að ræða á öllum svið- uin, þótt inargt sé enn í smáum stíl. Manrivirki eru ekki mörg í Abessiniu, miðað við menningar- löndin gömlu, en þess er og að gæta, að tíminn er ekki langur, sem unnið hefir verið að slíkum um- bótum þar í landi, og erfiðleik- arnir gífurlegir, t. d. eru vegalagn- ingar allar dýrar og erfiðar. Járn- bautina frá Djibouti til Add’is A- beba lögðu Frakkar. Loftskeyta- stöð hefir veriö reist í nánd við Addis Abebal, vegjir og símiar lagðir, eða byrjunarstarfsemi haf- in á þessu sviði, grundvöílur lágö- ur að því að koma fræðslumálum þjóðarinnar í gott horf, og Haile Selassie hefir orðið vel ágengt með að afnema þrælahald, þótt þar sé við ramman reip að; drága, því að sumir þjóðflokkar í land- inu háfa öldum saman farið sínu fram í þessum efnum. Alt ])etta sannar, að Haile Selassie er á réttri leið með þjóð sína. Viður- kenningu á því fékk hann, er A- bessinia var tekin í Þjóðabanda- lagið, sem nú er sagt vera í þann veginn, að lýsa yfir því, að Abessi- niumenn hafi haldið allar sinar skuldbindingar sem bandalags- ])jóð, hin „hálfvilta" Afríkuþjóð hefir í öllu virt þau samtök, sem ])jóðirnar gerðu með sér, með þaö höfuðmarkmið, að varðveita frið- inn í heiminum, en ein af elstu siðmenningarþjóðum Evrópu, braut sáttmála Þjóðabandalagsins. Orsökin er vafalaust sú, að ítalir eiga annan leiðtoga en Abessiniu- menn, og það verður slikur dóm- ur, sem sagan kveður upp um þessa menn. En alt þetta, umbæturnar heima fyrir, viöurkenningin með öðrum þjóðum á Abessiniu, alt er þetta fyrst af öllu verk Haile Selassie, en hans höfuðmarkmið hefir ver- iö að búa þjóð sína undir fram- tíðina, svo að hún mætti vera frjáls þjóð i frjálsu landi, og fram- sýni hans eiga Abessiniumenn það að þakka, að þeir eiga nú samúð alls heimsins. í öllu umbótastarfi Haile Se- lassie er sagt, að hann hafi á- stundað sem mest, að nota sér það, að margir þegná hans eru í raun- inni ráðþægir. Hann fór vel að þeim og af þolinmæði og kom þeim smám saman á þá braut, sem hann sjájfur vildi fara. Hánn sendi fjölda marga unga menn, til ann- ara landa, til þess að nema ýmsa gagnlega iðju og fræði, og hann fékk erlenda sérfræðinga og ráðu- nauta sér til aðstoðar. Og þegar afturhaldsmennirnir höfðu betur og neituðu um fjárstyrk til þess, greiddi Haile Selassie þeim styrk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.