Vísir - 13.10.1935, Page 3

Vísir - 13.10.1935, Page 3
VÍSIR t Guírún Ölafsflóttir. 3. þessa mánaðar dó á Reyni- stað í Skagafirði Guðrún Ölafs- dóttir, fædd 27. febrúar 1843, á Ánastöðum; dótlir Ólafs bónda þar, Guðmundssonar og konu Ólafs: Helgu Jónsdóttur, prests, siðast á Rafnseyri, Benedikts- sonar. Guðrún var tvígift. Fyrri maður hennar var Sigurður Björnsson söðlasmiður á Eyr- arbakka, en seinni maður Jón Símonarson trésmiður í Reykja- vik (dó 1889). Hún var höfð- ingleg, gáfuð og vel að sér. — B. þá, sem meS völdin færi á hverjum tíma. En því hefSi þó veriö lýst yfir fyrir kosningarnar, aö flolck- urinn mundi leita samvinnu viS framsóknarflokkinn og þaö væri því hann einn, sem haldi'ö heföi fast viö stefnu flokksins. Jónas Guðmimdsson, fulltrúi al- þýtSufl. í kjörbréfanefndinni, kvað yfirlýsingu M. T. gerbreyta öllu málinu. Úr því að hann væri enn í bændafl., þá væri þetta ekkert annað en heimiliserjur innan ílokksins og kærni Alþingi ekkert viö. Hinsvegar kvaöst hann sem landskjörinn þm. veröa aö mót- mæla því, aö landskjörnu þing- mennirnir yröi geröir aö ófrjálsum þrælum í þinginu, með því að láta aðrar reglur gilda um flokksað- stööu þeirra en um aðra þingmenn. Ákvæöin um úthlutun uppbótar- þingsætanna ættu aðeins viö aö nýafstöðnum kosningum, en síðan yröu landskjömir þm. aö vera jafn frjálsir gagnvart flokkum sin- um og aðrir þm. Hannes Jónsson kvaðst ekki skilja þá staðhæfingu M. T. að hann hefði slitið samstarfi viö bændafl. og væri þó enn í'honum. Hefði hann þá slitið samstarfi við sjálfan sig? Þetta væri ómögu- legt, nema með því aö ganga úr flokknum. En M. T. mundi vera farinn að sjá það, að réttur hans til þingsetu bygðist á því, að hann væri í flokknum og því héldi hann nú dauöaháldi í það. Magnús Guðmundsson svaraði Jónasi Guðmundssyni og sagöi, aö það væri tilgangslaust að vera að þrátta um það, hvort lögin væri eins og æskilegt væri eða ekki. Þau væri nú þannig, að samkvæmt þeim yrði aðstaða þm. mismun- andi. Það væri tvær tegundir þing- manna. Þetta væri augljóst af 133. gr. kosningalaganna. Það væri vit- leysa, að kosningalögin bryti í bág viö stjórnarskrána, því að stj.skr. mælti svo fyrir, að reglur um kosningar, afstöðu og rétt þing- manna yrði settar með kosninga- lögum. Landskjörnir þingmenn þyrftu ekki að vera neinir þrælar, því að þejm væri frjálst aö segja sig úr flokki, en þeir j'rðu þá að taka afleiðingunum og leggja nið- ur þingmensku. En sú þriðja teg- und þingmanna, sem flokkslausir uppbótarþingmenn yrðu, væri ekki til samkvæmt kosningalögum og stj.skr. Ólafur Thors sagði aö ef ekki væri heimild í lögum til þess að víkja af þingi uppbótarþingmanni sent hefði brugðist flolcki sínum, þá væri það af því einu að svo hefir verið litið á, að slíkt gæti ekki komið fyrir, af því að það hefði verið talið sjálfsagt, að ef uppbótarþm. yfirgæfi flokk sinn, þá rnundi hann um leið leggja nið- ur þingmensku. í fornrómverskum lögum hefði heldur ekki verið ákveðin nein refsing fyrir föður- rnorð, af því að slíkur glæpur hefði verið talinn óhugsandi. Kvaðst hann svo bera fram breytingartil- lögu við dagskrártillögu meirihl. þannig, að á eftir orðunum „taka ekki kæruna til greina“, kæmi Aðaltundup Koattspyrnntél. Vaiar verður haldinn i húsi K. F. U. M. miðvikudag, 16. þ. m., kl. 8 eftir hádegi. Stjórnin. STÆRST — BÓNUSHÆST — TRYGGINGAHÆST Viö gerum alla ánægða. £r 8ú rétta — „enda þótt Alþingi telji, að þing- maðurinn ætti að sjá sóma sinn í því að leggja niður þingmensku.“ Magnús Jónsson sagði meðal annars, að uppbótarþingmenn væri þingmenn flokkanna á sama hátt og aðrir þm. væri þm. kjördæm- anna. Það væri lögákveðið, hve inarga þm. hvert kjördæmi skyldi hafa, og ef þingrn. kjördæmis félli frá væri skylt að láta kjósa í hans stað þegar. — Það væri lika lögákveðið, hve marga upp- bótarþingmenn flokkarnir skyldu fá, þó að það væri ekki ákveðið í eitt skifti fyrir öll, eins og þing- menn kjördæmanna. En þeir ættu að vera eins margir og hlutfalls- tölurnar sýndu, og ef einhver þeirra félli frá, þá ætti þegar i stað að koma maður í hans stað, varamaðurinn, og eins ætti það að vera með hvaða hætti sem flokkur misti þingmann. Það væri því aug- ljóst, að bæta ætti bændaflokkin- ttm það upp, að hann hefir mist einn uppbótarþingmann sinn. Auk þeirra, sem hér haía verið taldir, töluðu þeir Jón Baldvins- son og Hermann Jónasson, én að lokum varö að fresta umræðunni og ákveðin framhaldsumræða á mánudag. I O.O.F. 3 = 10710148 = Doktorspróf. 1 gær fór fram, í lestrarsal Landsbókasafnsins, doktorspróf Árna Árnasonar, béraðslæknis í Ólafsvík. Hófst athöfnin kl. IV2 og stóð í þrjár klukkustund- ir. Andmælendur af liálfu læknadeildar háskólans voru þeir próf. Niels Dungal og próf. Guðm. Ilannesson. — Höfðu þeir silt hvað út á verk höfund- arins að setja, en fóru lofsam- legum orðum um dugnað lians og elju. — Hefir dr. Árni unnið að vcrki sínu í tómstundum og við óhæg skilyrði og ber það vitni um lofsverðan áhuga. Aflasölur. Otur seldi 772 vættir af ísfiski í Grimsby í fyrradag fyrir 883 stpd. og Arinbjörn hersir 1202 vættir i Aberdeen nýlega fyrir 1350 stpd. 65 ára er í dag Jóhanna Guðmundsdótt- ir, Traðarkotssundi 3. 70 ára er í dag ekkjan Kristín Einars- dóttir, Austurgötu 8, Hafnarfirði. Leikhúsið. „Æfintýrið" verður leikið í allra síðasta sinn í kveld. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og lyfjabúðinni Iðunni. ísland í erlendum blöðum. í Völkischer Beobachter 19. sept. birtist löng grein eftir Alex- ander Funkenberg: Sommerreise auf Island. — Cornwall, Ontario, hefir birt ritstjórnargrein í dag- blaði (nafn ókunnugt) urn land- nám íslendinga í Vesturheimi og orðstír þann, sgm Islendingar hafa getið sér vestra. Greinin nefnist „Icelanders good settlers". (FB). Taflfélag Reykjavíkur hefir hafið vetrarstarfsemi sína. Kappskákir byrja í öllum flokk- um þann 17. þ. m. Félagið hefir aðsetur sitt i Oddfellowhúsinu uppi, á mánud., þriðjud., fimtud. og föstud. kl. 8/—\2/2 e. h. og á sunnud. kl. i/2—6 e. h. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Afhent af frú Lilju Kristjáns- dóttur: Áheit frá ónefndri konu í Hafnarfirði kr. 2,00. Áheit frá K. B. 5.00. Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá A. G., 5 kr. frá Guðrúnu, 50 kr. írá H. M., 7 kr. frá konu i Hafnarfirði, 3 kr. frá F. B., 2 kr. gamalt áheit frá K. J., 3 kr. frá M. B., 26 kr. frá ónefndri konu i Keflavík, 2 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá „39“. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af- hent Vísi. 1 kr. frá N. N. Bókasafn „Anglia“ i lireska konúslatinu er nú opið á mánudögum og miðvikudögum kl. 9—10 e. h. Margar nýjar bækur eru komnar. og allir enskulesandi menn eru velkomnir. Þurkaðir ávextir. Á öndverðu þessu ári flutti heildverslun hér í bænum inn nokkur hundruö kassa af þurkuð- urn ávöxtum, aðallega sveskjum; voru ávextirnir californiskir aö uppruna en voru fluttir hingað frá Spáni og hafði kaupandi aðeins . leyfi til innflutnings þaðan. Nú er það svo, að upprunaskír- teinis er krafist með hverri send- ingu, hverrar tegundar sem varan er, en í þetta skipti, mun starfs- mönnum tollstjóra hér hafa fund- ist upprunaskírteinið svo vafasamt að jieir stöðvuðu sendinguna, sem legið hefir síðan í vörugeymslu- húsi Eitnskipafélags íslands, og hefir staðið í stappi milli innflytj- anda og gjaldeyrisnefndar um sendingu þessa. En nú hefir heyrst, að gjaldeyr- isnefndin hafi veitt leyfi fyrir sendingunni og ef satt er, þá hefir gjaldeyrisnefndin verðlaunað vel, ef um tilraun h’efir verið aö ræða til sviksamlegs innflutnings, og er hérmeð skorað á formann nefndar- innar að upplýsa hið sanna í þessu máli. Innflytjandi. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 15.—21. sept. (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 42 (53). Kvefsótt 35 (31). Barnaveiki 1 (1). Iðrakvef 16 (18). Mislingar o (1). Kveflungnabólga 2 (o). Taksótt 1 (o). Skarlatssótt 1 (0). Mænusótt 9 (4). Hlaupabóla 1 (o). Mannslát 9 (7). — Landlæknis- skrifstofan. (FB). Úrvalsliðið og Valur. Það liafði verið ráðgert, að Knattspyrnufélágið Valur og úrvalsliðið, sem fór lil Þýska- lands, hefðu kappleik sín á milli, en úr því verður nú ekk- ert að sinni, af ]iví að tveir menn úr úrvalsliðinu (K. R.) geta ekki tekið þált 1 leiknum. Skákfélagið Fjölnir hefir einnig aðsetur sitt í Odd- fellowhúsinu, á mánudags-, þriðju- dags- og föstudagskveldum. Áheit á Barnaheimilið Vorblómið (Happakrossinn), afhent Vísi, 20 kr. frá J. E. „Örlög á sjúkrastofu K“. heitir kvikmynd, sem gerð er samkvæmt víðkunnri sögu eftir A. J. Cronin, en hún var birt í „Hjemmet", sem margir hér lesa. Kvikmynd þessi hefir vakið mikla athygli erlendis og verður hún . sýnd í Nýja Bíó í kveld í fyrsta sinn. Betanía. Samkoma í kveld kl. 8/2. Allir velkomnir. Hjónaefni. í gær birtu trúlofun sína ungfrú Guðrún Scheving frá Vestmannaeyjum og Karl O. J. Bjömsson, bakari. Heimatrúboð leikmanna Flverfisgötu 50. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. — í Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. Sam- koma kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Hlutaveltu heldur st. Vikingur í Templara- húsinu i dag. Þar verður margt gagnlegra muna á boðstólum. Hús- ið verður opnað kl. 4 e. h. Útvarpið í dag. 10,40 Veðurfregnir..11,00 Messa í dómkirkjunni (síra Bjarni Jóns- son). 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Tónleikar frá Hótel ísland. 18,30 Barnatími: a) Fuglabjarg í Fær- eyjum (Aðalsteinn Sigmundsson kennari) : b) Lætt lög; c) Sagan um fólkið í Svartagili (ólafur Jóh. Sigurðsson). 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Hljqmplötur: Sígild skemtilög. 19,45 Fréttir. 20,15 Er- indi: Jörundur hundadagakönung- ur, I (Jóhannes skáld úr Kötlurn). 20,40 Hljómplötur: Tónverk frá 17. og 18. öld. 21,05 Upplestur: Úr Eyrbyggju og Gisla sögu Súrsson- ar( Helgi Hjörvar). 21,30 Hljóm- plötur: Bruckner-tónleikar. 21,50 Danslög til kl. 24. Reknetabátar bætt komnir. Reknetahátar, sem veiðar stunda á Faxaflóa, fóru flestir eða allir á veiðar í fyrradag, enda voru veðurhorfur taldar góðar, en veður versnaði skyndi- lega og í fyrrakveld seint var komið brim og stormur á vest- an. Mistu ýnisir bátanna mikið af veiðarfærum, en að svo stöddu verður eigi sagt hversu miklu tjóniðnemur. Slysavarna- félagið sendi skeyti til skipa viðvíkjandi fjórum skipum, sem ekki voru komin fram ár- degis í gær. Voru það þessi skip: „Snarfari“ og „Bragi“ úr IíeflaVík, „Ægir“ úr Stykkis- hólmi og „Herjólfur“. Þegar Visir átti tal við Slysavárnafé- lagið siðdegis í gær voru öll skip, sem félaginu hafði verið lilkynt um, að ekki væri komin fram, búin að ná höfn. Bálfarafélag íslands 1934 heitir dálítill ritlingur, sem Bál- farafélag Islands hefir gefið út ný- lega. Er í honum skýrt frá til- drögunum til stofnunar félagsins og stofnfundi. Ennfremur eru þarna birt lög félagsins, eins og þáu voru sámþykt á stofnfundi 6. febrúar 1934, og listi yfir þá, sem innritaðir voru í félagið á fundin- um. Ennfremur er skýrt frá fyrsta aðalfundi félagsins, er haldinn var 26. júní s. 1., störfum stjórnarinn- ar 0. s.. frv. Enn er þetta efni ritl- ingsins: Rekstursreikningur. Bál- faramál erlendis. Horfur. Seinasti kaflinn — um horfurnar — er tek- inn hér upp í heilu lagi: „Það sést á þessu stutta yfirliti um bálfaramál í nágrannalöndun- um, að þessi hreyfing á sér vöxt °g viðgang. Nýjar bálstofur eru reistar, og víðast hvar aukast bál- farir móts við jarðarfarir. Sum bálfarafélögin ytra eru búin að eiga 50 ára afmæli sitt, svo ekki verður talið að rasað sé fyrir ráð fram, þó íslendingar taki upp þenna skynsamlega útfararsið, sem hefir reynst einfaldur og ódýr. Bálfarafélag íslands sækir nú fast að fá ókeypis lóð á hent- ugurn stað undir bálstofu í höfuð- staðnum. En vér þykjumst vissir um, að bálstofur muni komast upp með tímanum víðar hér á landi“. iBálfarafél. íslands tekst vænt- anlega innan skamms að koma því til leiðar, að bálstofa komist upp Best að anglysa I Tfsi. í Reykjavík. Ætti allir þeir, sem áhuga hafa fyrir því máli, að stuðla að því, með því að ganga í félagið. Hitt og þetta* Flughöfnin í Croydon á Englandi átli 16. afmælisdag sinn þ. 25. ágúst siðastliðinn. Þann dag árið 1919 lagði fyrsta farþegaflugvél af stað þaðan áleiðis til Parísarborgar. 1 flug- vélinni var áð elns einn mótor, 360 heslafla og flugvélin var yfir 4 klukkustundir á leiðinni. Farþegarnir voru að eins tveir. Framfarirnar á flugvélasviðinu undanfarin 16 ár eru undra- verðar, eins og m. a. má marka af þvi, að þ. 25. ágúst í sumar lögðu nálægt því 200 flugvélar af stað frá Croydon. Þó var ekki um neina flugsýningu að ræða eða neitt óvanalegt. Þennan dag fóru álíka margar flugvélar frá Croydon og aðra daga í sumar. Mestar eru framfarirnar — að þvi er aukningu skipulagsbund- inna flugferöa snertir — sein- ustu árin. Breskar flugvélar eru nú i reglubundnum flugferðum á 40 flugleiðum (air routes), en fyrir þremur árum á að eins 6. Flugvélanotkun eykst stöðugt og flugferðirnar verða álmenn- ari, en i öllum flugvélaverk- smiðjum landsins er unnið dag og nótt. Á venjulegum flugleið- um fljúga flugvélar nú yfir 100 miljónir mílna árlega og mikill liluti þessara flugvéla eru bresk- ar. Póstflutningar í breskum flugvélum jukust um 70% árið sem leið, miðað við þyngd. Ferðamannastraumurinn til Bretlands er stöðugt að aukast, þótt Bret- land sé ekki vanalega talið með ferðamannalöndunum. En á undanförnum árum liefir mikið verið gert til þess að liæna er- lenda ferðamenn til landsins. Talið er, að árið 1935 niuni fleiri ferðamenn koma til Bret- lands en á nokkuru ári öðru frá 1931, sem var Jágmarksár í þessum efnum. 1 júlimánuði s. 1. komu 61.699 ferðamenn til Bretlands, þar af 7.337 í við- skiftaerindum. Þar með voru ekki taldir ferðamenn frá Frakklandi og Belgiu, sem ferð- ast án vegabréfa, og koma að cins til stuttrar dvalar, aðallega um helgar. Tekjur af ferða- mönnum á Bretlandi árið sem leið voru taldar nema yfir 25 miljónum stpd. Til samanburð- ar má geta þess, að kolaút- flutningur Breta það ár nam 31.854.000 stpd. Baráttan gegn glæpamönnunum í Bandaríkjunum. Ístjórnartíð Roosevelts forseta hefir veriö unniö ósleitilega aö því aö klekkja á starfsemi bófafélaga víösvegar um Bandaríkin, og hefir lögregla hinna einstöku ríkja meö aöstoö sambandslögreglunnar orö- iö mikiö ágengt i seinni tíð. í sum- ar hefir amerísku lögreglunni tek- ist að uppræta starfsemi tveggja alræmdra bófaflokka, sem einkum „störfuöu“ í miðvesturnkjunum svokölluöu, og náö höfðu á sitt vald i ránsferðum’um þremur milj- ónum dollara á fveimur árum. Bófaflokkar þessir voru O’Malley- bófaflokkurinn, svo nefndur eftir hinum írska íoringja sínum, O’Malley, og „Six Daring Bandits,. Inc.“, en svo nefndist hinn. Allir félagar í þessunf tvejmur flokkum hafa veriö handteknir og ýmsir auka-starfsmenn þeirra. Taliö er, aö lögreglunni hafi örðiö svo vel ágengt sem raun varö á í sumar, meö aö klófesta bóía þessa, sökum þess, aö hún lét ekkert uppskátt um fyrirætlanir sínar og vann að því í kyrþei, aö leita uppi bóf- ana. Blöðunum voru engar upplýs- ingar látnar í té, eins og oft hefir verið, og kom það sér illa fyrir bófana. Lögreglan vann að undir- búningi aö því, aö handtaka þá í rúmt ár, áður en hún lét til skarar skríða, því að hún hirti ekki um aö handtaka einstaka menn úr flokkinum. O’Malley var áöur félagi glæpamannsins Alvin Karpis, en nafn hans er sem stend- ur efst á lista glæpamanna Banda- rikjanna, sem lögreglan er aö leita uppi, til þess aö koma lögum yfir þá.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.