Vísir - 21.10.1935, Síða 2

Vísir - 21.10.1935, Síða 2
VÍSIR Búpeningseign landsmanna. Dr. Martin sendihetra Abessiníu í Lon- don, gerír áform Mússólíni í Afríku að umtalsefni. — III meðferð á Abessiníu- mönnum í ítalska Somali- landi, en í frakkneska Somaliiandi og Breska So- malilandi eru þeir vel með- farnir. Kunnur Bandaríkjamaður, fyrrverandi blaðaeigandi og rit- stjóri, H. S. Talmadge, hefir átt vi'ðtal við dr. Martin, sendi- herra Abessiniu í London. Við- tal þetta fór fram fyrir United Press og birtist hér útdráttur úr því. (Dr. Azaj Wargneh C. Mar- tin er einn af auðugustu mönn- um Abessiníu, og hefir stundað nám við Oxfordháskólann og er dr. í heimspeki og læknisfræði). „Mússólíni„“ sagði dr. Martin, „ætlar sér'áð verða annar Julius Csesar. Ef honum auðnaðist að láta hersveitir sínar taka Abess- iniu herskildi mundi næsta skrefið verða að taka Sudan. Hann gerir sér vel ljóst hvert gagn Italir rnundu hafa af þvi, ef þeir næði valdi á Tanavatni i sínar hendur, sem bláa Níl á upptök sín i og frjósemi Egipta- < lands er undir komin. Áform Mússólíni er að koma á fót miklu ítölsku nýlenduveldi i Afriku. Ef svo væri ekki, mundi hann láta oss í friði. Abessiníu- menn yilja ekki ófrið við nokk- ura þjóð. Vér viljum fá að vera i friði og fá að virtna að umbót- um í landi vdru án áreitni frá öðrum þjóðum. Land vort er auðugt að náttúrugæðum. í Abessiniu er gull i jörð og olíu- lindir og skilyrði eru góð víða til hveiti- og baðmullarræktar <og kaffiræktar. Þjóð vor er nægjusöm. Abessiníumaður get- ur lifað á einum penny á dag. Ófriðarhótanir ítala komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Vér höfðum ekki búið oss undir ofrið við ítali. Oss skortir riffla, fallbyssur óg áiiitað, sem þarf til nútimahernaðar og vér höf- um eldci getað flutt inn her- gögn svo ttokkuru verulegu nemi meðau ítalir hafa flutt menn og hergögn i stórum stil til Afriku. Eg geng þess því ekki dulinn, að fyrstu vikur ó- friðarins muni ítölum verða talsverl ágengt í því að brytja niður landsmenn mína. En það verður að eins. í fyrstu. Styrj- öld ntilli Ítalíu og Abessiníu- manna heldur ekki áfram þann- ig, að ítalir geti brytjað niður abessinska Iierinn. Þegar fná líður verður sóknin ítölum erfiðari. Og styrjöldin lieldur á- fram meðan nokkur maður stendur uppi og skotfæri hrökkva til. ítalir hafa lagt út í kostnaðarsamt fyrirtæki. I fyrsta lagi verður kostnaðurinn við að flytja menn og hergögn til Austur-Afriku gífurlegur, svo mikill, að það er óskiljan- legt, eins og fjárhag Italíu er komið, að þjóðin rísi undir því til lengdar. — Þvi er ekki að leyna, að Abessiníumenn hata ítali, aðaliega vegna svívirði- legrar framkomu ítala i Italska Somalilandi í garð Abessiníu- manna, sem þar eru búsettir. Abessiníumenn búsettir í Franska Somalilandi og Breska Somalilandi liafa hinsvegar yfir engu að kvarta. — Mér er ljóst, að ítalir hafa mikinn hug á að hefna ófara sinna við Adua 1896. Mússólíni vill koma hefndaráformum sínum fram, án tillits til þess, að afleiðingin gæti orðið ófriður í öllum lönd- um, sem blakkir menn byggja. En sú er spá min, að honum verði skammgóður vermir að því, að ná Adua á sitt vald. — Bandaríkastjórn gæti stöðvað styrjöld milli ítala og Abessiníu- manna, ef hún krefðist þess af ítölum, að þeir stæði við skuld- bindingar sínar vegna Kelloggs- samningsins.“ (United Press. - FB.). strídia. Síðustu fréttip Refsiaögerö- irnar. Osló í dag. Refsiaðgerðanefnd Þjóða- bandalagsins (52 manna nefnd- in, sem í eru fulltrúar nærri ailra ríkja, sem í bandalaginu eru), samþykti í gær víðtækar þvingunarráðstafanir gegn ítal- íu, bann við innflutningi á vör- um frá Ítaiíu og stöðvun á út- flulningi alls þess til Ítalíu, sem notað verður í sambandi við styrjöldina. Fulltrúar Austur- ríkis, Ungverjalands, Spánar og Albaníu ræddu um það, að sér- staklega væri ástatt fyrir ríki þeirra, að því er snerti fram- kvæmd refsiaðgerða gagnvart Italíu, og yrði að taka tillit til þess. Ákvörðun verður tekin um þatj þ. 31. október hvenær þvingunarráðstafanir þessar eiga að koma til framkvæmda. Frá víQStöðvuDiim. Frá vígstöðvunum berast fregnir um það, að Abessiníu- menn hafi safnað miklu liði við Makale. Einnig hafa borist fregnir um það, að ítalir hafi náð tveimur mikilvægum stöð- um á sitt vald á Somolivíg- stöðvunum. — (NRP - FB.). Ilagstofan hefir nú gefið út „Búnaðarskýrslur árið 1933“. — Það, sem fer liér á eftir um búpeuingseign landsmanna, er þaðan tekið. — Framtel jendur. Tala þeirra befir verið sem hér segir síðustu árin: 1928 . 12.127 1929 . 12.182 1930 . 12.262 1931 . 12.391 1932 . 12.217 1933 . 12.369 Sauðfé. í fardögum 1933 var sauð- fénaður landsmanna talinn, samkvæint búnaðarskýrslun- um, 728 þúsund, en vorið 1932 töldu skýrslurnar liann ekki nema 706 þúsund. — Sauðfénu liefir því fjölgað um 22 þús- und eða 3.1% fardagaárið 1932—1933. — Hefir sauðfén- aðurinn aldrei áður náð svo hárri tölu í búnaðarskýrslun- um. — Sauðfjáreignin skiftist þaun- ig vorið 1933, samanborið við næsta ár á undan: 1932 1933 Fjölgun Ær.......... 555.555 562.073 1% Sauðir.... 23.637 22.450 h-5% Hrútar .... 11.498 11.431 h-1% Gemtingar . 115.725 132.538 15% Alls 706.415 728.492 3% Nú skal sýnd breyting sú, sem orðið hefir á tölu sauðfén- aðarins í hverjum Iandshluta um sig: 1932 1933 Fjölgun Suðvesturl. . 142.171 142.023 h-0% Vestfirðir .. 73.584 77.006 5% Norðurland 221.161 235.059 6% Austurland . 109.891 115.205 5% Suðurland 159.608 159.199 -f-0% Samkvæmt þessu liefir sauð- fénu fjölgað í öllum landshlut- um, nema á Suðurlandi og suð- vesturlandi. Þar hefir talan að kalla má staðið í stað. I þrem sýslum (Mýra-, Rang- árvalla- og Snæfellsness-) hef- ir sauðfénu fækkað lítilsháttar, en fjölgað i öllum hinum, einna mest i Eyjafjarðarsýslu (um 1Q%). — Reykvíkingar töldu fram 1290 fjár árið 1933 og voru framteljendur 330, en 105 frainteljendur í Hafnarfirði töldu fram 1352 kindur. Húnavatnssýsla var (vorið 1933) fjárflest allra sýslna landsins. Þar voru taldar fram 75.875 sauðkindur. Næst er Ár- nessýsla með 75.579 og munar minstu að |liún sé einfe fjár- mörg. Þriðja i röðinni er Þing- eyjarsýsla (eða sýslur). Þar er sauðfjártalan 68.393. — Þá er Norður-Múlasýsla með 54.203, Rangárvallasýsla með 50.802, Skagafjarðarsýsla með 49.925 o. s. frv. — AS eins tveir hreppar á landinu hafa yfir 10 þúsund fjár: Biskupstungnahreppur í Árnessýslu 11.911 (1932, en 1933 kom ekki sauðfjártala þaðan) og Vopnafjarðarhrepp- ur í Norður-Múlasýslu 11.650. Þar næstir munu vera Vind- hælislireppur í Húnavatnssýslu með 8.432 kindur og Grims- neshréppur í Árnessýslu með 8.350. -— Fjárfæstur allra lireppa á landinu er Gerða- hreppur í Gullbringusýslu. Þar eru að eins 106 kindur. Næst- ur cr Bessastaðahreppur með 113. Fjártölunnar í Reykjavík og Hafnarfirði er áður getið, en í öðrum kaupstöðum er hun þessi: ísafirði 586, Siglufirði 1956, Akureyri 1661, Seyðis- firði 841, Neskaupstað 544 og í Vestmannaeyjum 684. Geitfé. Það var talið 2753 í fardög- um 1933. Árinu áður var það talið 2644, og hefir þá sam- kvæmt því fjölgað á árinu um 109 eða 4.1%. — Um % af öllu geitfé á landinu er í Þing- eyjarsýslum. Nautpeningur. I fardögum 1933 töldust nautgripir á öllu landinu 31.- 950, en árið áður 30.015. — Hefir þeim því fjölgað um 1935. Nautgripimir voru: Fjölg- 1932 1933 un Kýr og kelfdar kvígur..... 22.183 23.070 4% Griðungar og geldneyti ... 898 971 8% Veturg. naut- pcningur ... 2695 2972 10% Kálfar...... 4239 4937 16% Nautgripatalan skiftist þann- ig eftir landshlutum: Fjölg- 1932 1933 un Suðvesturiand .. 8099 8531 5% VestfirSir ...... 2330 2546 9% Norðurland ___ 7936 8600 8% Austurland ... 3299 3564 8% SuSurland ....... 8351 8709 4% Nautpeningi hefir fækkað lítið eitt í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, en fjölgað hvervetna annarsstaðar. — Mest er fjölg- unin í Eyjafjarðarsýslu (12%). Hross. Þau voru talin 45.444 á öllu Iandinu í fardögum 1933. V-or- ið áður voru þau talin 46.328, svo að þeim liefir fækkað á árinu um 884 eða 1.9%. — Hefir hrossatalan aldrei verið svo lág siðan 1911. — Hrossin skiftast þannig eft- ir aldri: Fjölg- 1932 1933 un Fullorðin hross 35.547 35.035 h-1% Trippi ....... 8064 7782 h-3% Folöld ....... 2717 2627 h-3% AIls 46.328 45.444 h-2% Fullorðnum hrossum hefir fækkað minna en trippum og folöldum. — Eftir landshlut- um skiftist hrossaeignin þann- ig: 1932 1933 Fjölgun Suðvesturland 10.475 10.251 h-2% Vcstfirðir .... 2.837 2.841 0% Norðurland .. 15.813 15.259 h-4% Austurland .. 3.480 3.421 h-2% Suðurland ... 13.723 13.672 h-0% Hrossum hefir fækkað nokk- uð í öllum landshlutum, nema á Vestfjörðum. Þar hefir tala þeirra staðið í stað að kalla (fjölgað um 4 hross). — I öll- um sýslum landsins hefir þeim fækkað, nema í Barða- strandar-, Austur-Skaftafells- og Rangárvallasýslum. Hlut- fallslega mest hefir fækkunin verið í Dalasýslu (5%). Svín. Þau hafa ekki verið talin fram i búnaðarskýrslunum fyrr en 1932. — Þá töldust þau vera 138 á öllu landinu, en ár- ið 1933 voru þau komin upp í 183. Hæns. Vorið 1932 taldist svo til, að þau tnundu vera 54.694 á öllu fandinu, en 65.136 vorið 1933. Samkvæmt þessu hefir þeim fjölgað um 16.442 á árinu eða unt 19.1%. — Og síðan hefir Forvígismenn þjóðanna. Benlto Mussolini. I. iBenito Mussolini er nú sá stjórn- málamaður heimsins, sem vafa- iaust er mest um rætt hvarvetna, sökum þess að hann hefir láti'ð verða af hótunum sínum í garð A- bessiniumanna að beita vopna- MUSSOLINI. valdi, til þess að jafna deilur þeírra og ítala. Þótt styrjöld hafi ekki veríð formíega yfir lýst lét hann hersveitir sínar í ítalska Sontalilandi og Eritreu hefja árásir á Abessiniu, en Þjóðabandalagið- hefir fordæmt þá framkomu, og nú er verið að ganga frá ráðstöfunum, sem nærri allar þjóðir, sem í Þjóðabandalaginu eru, taka þátt í, til þess að knýja Mussolíní til þess að hættai við Abessiniustyrjöldina. Það er alkunna, að það er Musso- lini sjálfur, sem hefir leitt ítali út á þá braut, sem þeir nú eru komnir út á, því að það er hann, sem öllu ræður á Ítalíu. Hans boði og banni hlýða allir ítalir enn, eins og þeir hafa gert nú í meira en tug ára, hver sem endir verður á hinu hættulega Afríkuæfintýri hans og hverjar, sem afleiðingarnar verða. Ymsir mætir menn.sem um Musso- lini skrifa nú í erlend blöð og tírna- rit, og hin alvarlegu mál, sem eru á döfinni, telja Mussolini nú hafa leikið svo djarft, að fall hans sé fyrirsjáanlegt innan mjög langs tíma, nenia svo skipist, að sættir takist út af Abessiniumálunum, en til þess hafa að undanförnu verið taldar sára litlar líkur. — En hvað sem öllum spám líður er nú gott tækifæri til þess að rifja upp sitt af hverju um þennan höfuð forvigismann einnar mestu þjóðar álfunnar. II. Mussolini er fæddur 29. júlí 1863 í þorpinu Devia di Predappio Þetta er smáþorp, um tíu mílur fni Forli í Romagna. Faðir hans, Alessandro, var járnsmiður í þorpi þessu, en móðir hans íorstöðukona barnaskólans þar. Foreldrar Mussolini veittu honum fyrstu til- sögn, kendu honum að Iesa og draga til stafs, einkum móðir hans. Faðir hans hafði mjög róttækar þeim vafalaust fjölgað til mik- illa muna. — Endur og gæsir. Þær hafa ekki verið taldar í búnaðarskýrslunum fyrr en vorið 1932. — Töldust þá end- urnar 833, e.n gæsir 71, en lík- legt þykir, að framtalið hafi ekki verið nákvæmt. í fardög- um 1933 eru endurnar taldar 1224, en gæsir 229. Tala sauðfjár hér á landi liefir aldrei verið hærri en 1933. Nautgripatalan var líþa hæst þá (hún var að vísu nokkuru liærri á fyrra bluta 18. aldar). Hrossatalan liefir komist hæst vorið 1918. Var þá 53.218. Vorið 1933 var búpenings- eignin þessi á hverja 1000 menn: 648 sauðkindur, 28 nautgripir og 40 hross. skoðanir og varð Mussoíini snemma fyrir áhrifum frá íöður sínum, að því er stjórnmál snerti. Lét Alessandro skíra son sinn Benito, vegna þess hversu miklar mætur hann hafði á mexicanska byltingarleiðtoganum Benito Juar- ez. Foreldrar Mussolini voru fá- tækir og í uppvextinum varð Mussolini fyrir áhrifum, er kiddu til þess, að hann síðar fylti ftokk róttækra manna. Hefir Mussolini sjálfur vikið að þessu í skrifum sínum. Fyrsta starf Mussolini var barnakensla í Gualtiere Emiíia og námu launin 56 lírúm á mánuði. Var hann þá á unglings aldri og tiðast heima og koni það þá stund- um fyrir, að faðir hans var settur í fangelsi, vegna stjórnmálaskoð- ana hans, og oftar en einu sinni sá Mussolini vopnaða lögreglu- menn fara með föður sinn í fang- elsið. Þegar Benito var 19 ára var hann orðinn þreyttur á kenslu- störfum. Tók hann nú þá ákvörð- un að flýja til Svisslands 'út úr vandræðum, sem hann var kominn í vegna stjórnmálaskoðana og var skotsilfriö nokkrar lírur. 1 Sviss- landi vann hann í verksmiðjum, um skeið við múrsteinagerð, um tima í súkkulaðiverksmiðju o. s. frv. Félaga valdi hann sér úr bópi róttækra verkamanna. Fullvíst er talið af mörgum, sem hafa skrifað um Mussolini, að fundum hans og Lenins hafi borið saman í Svisslandi. Snemma bar á því, að Benito mundi feta í fótspor föður síns á vettvangi stjórnmálanna, og taka hann sér til fyrirmyndar í því, að ræða mikið og hátt um skoðanir sínar. Að minsta kosti 1 r sinum var hann settur í.fangelsi, þar af sjö eða átta sinnum í Sviss- landi. Þegar hann skömmu eftir aklamótin var fátækur múrari í Svisslandi og komst undir manna hendur, sem kallaö er, grunaði víst engan og svissnesku lögreghma minst af öllu, að Mussolini ætti eftir að verða einræðisherra á ít- alíu og ræða við þá Curzon lávarð og Poincare við Lausanne-vatn, sem jafningi þeirra. Ekki er það nokkrum vafa undirorpið, að á þessum erfiðleika- og reynslutíma hefir Mussolini öðlast mikla lífsreynslu, sem æ síð- an hefir komið honum að miklu gagni. FeriII hans var þannig, að hann hafði gott tækifæri til þess að kynnast fólki vel, einkanlega þó alþýðu manna. En þessi ár, sem Mussolini var í Svisslandi, notaði hann að ýmsu vel. M. a. kynti hann sér rit ýmissa frægra ntanna, svo sem Marx, Bebels, Liebknechts, Lassalle’s, Schopenhaueris, Niet- sches’ og Machiavelli. III. Árið 1904 var Mussolini geB'Sur landrækur í Svisslandi, fyrir stjórnmálalegan undirróður. Brottvísanin var í gildi þangað til árið 1922, þegar nauðsyn krafði, að hún væri úr gildi feld, vegna þátttöku Mussolini í Lausanne-ráð- stefnunni, sem þá var haldhi. — Sköntmu eftir að Mussolini var gerður landrækur úr Svisslandi varð hann að gegna herskyldu- störfum og var hann settur í eina hinna svo kölluðu „bersaglieri"- herdeilda, en í þær herdeildir eru aðeins teknar skyttur góðar. — Að herskyldutímanum loknum gerðist Mussolini kennari á ný, i Tolmezzo 1906—1908 og Oneglia 1908. Fór hann nú að fá áhuga fyrir blaða- mensku og ætlaði sér jafnvel að verða skáldsagnahöfundur. Hann skrifaði a. m. k. eina skáldsögu, sem á ensku nefnist „The Cardi- nal’s Mistress“ og kom hún út í „Popolo“ í Trent, en hann var þá aðstoðarritstjóri þess blaðs. Síðar stofnaði hann sitt eigið blað, „La Lotta di Classe" (Stéttabaráttan) í Forli (1909) og árið 1912 varð hann ritstjóri málgagns socialista, Avanti, sem kom út dagtegá. * *

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.