Vísir - 01.11.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1935, Blaðsíða 2
Fiilltrúar Breta, Frakka og ftala koma saman á furtd tU þess að ræða friðartiilögur. Áreiðanlegar upplýs- ingar éru enn ekki fyrir hendi um á hvaða grund- yelli friðartillögurnar verði ræddar, en Laval virðist stöðugt halda áfram tilraunum sínum til þess að miðla málum og á þeim grundvelli, að kröfum ftala verði sint að einhverju leyti, en Bretar hafa marg- sinnis lýst yfir því, að þeir fallist ekki á neina mála- miðlun, sem bandalagið og Haile Selassie ekki fall- ist á. — Fregnir hafa borist frá Yatikanborginni, sem yekja mikla athygli. Páfi er sagður hlyntur því, að Ikröfum ftala verði sint. Beinir hann því óbeint til kaþólskra manna í Frakklandi og Bretlandi, að sýna málstað ftala meiri samúð og skilning. — Ameríski stjórnmálamaðurinn Kellogg ákveðnari en Roose- velt og Hull. KalundBörg, 31. okt. — FÚ. Á morgun hittast í Genf Lav- -al, Sir Samueí Hoare og barón AIoisi, til jiess að hefja á ný sáttaumleitánir i Abessiníu- deilunni.ríij5éfrii |>ykjast vita, að ítalska stjórnin sé nú fúsari til 'sátta en áður, og gera margir sér góðaé vönir um, að þre- menningarnir ;'fiíthi einhverja leið til samkomulags, sem Þjöðabandalagið, ítalia og Abcssinía gefí gengið að; Ékk- ert er kunnúgt um það, á hvaða grundvelli þessar umleitanir eíga að Kéfjast. Orðrómur gengur um, að Abessiníukéisari liafi neitað að semja utn frið, nema ítalir kalli her sihn á brott úr Abess- iníu. London i. uóy. Freghir, sem borist hafa frá Vatikan-borgínni, vekja mikla at- hygli, en þær.eru á.þá jei|, a8 páf- inn sé blyntur því, að ítálir fái sér- stök réttindi i Ábessinin, m. a. um- sjón meö stjóru landsins, utanrík- ismálum o. s. fry. Telur páffan þetta einu leiöina til þess aö koma í veg fyrir ticimsófritS, fái ítalir ekki þessi auknu réttindi, verSi afleitSingin blóöug styrjökl í Ev- rópu, ef tð vill um allan heim. Fullyrtþer, aö gerö yeröi nánari :grein fyrir skóSunum páfa í þessu ‘efni í ritstjórnargrein, sem birt verÖur í „Qiyitia , Cattolica" á morgun (laugardag). Mælt er, a* í ritstjórnargreininni veröi því djarflega haldiö frain, aö Þjóða- bandalagiö ætti ekki aÖ hika viö aö veita Ítalíu umsjónarréttindi í Abessiniu, ef ekki á þeim grund- velli aö réttíætiÖ krefjist þess, þá á grundveltí jafnréttis ítala viö uörar þjóöir, sem þátt tóku í heimsstyrjöldinni og fengu umboö yfir ýmsum löndum, en ítalir ekki. í greinarlok veröa kaþólskir menn í Bretlandi og Frakklandi hvattir til þess aö gera sér far um aö skilja betur hver nauösyn ítölum sc á aö fá nýlendur. (United Press —FB). Lonodn 31. okt. (FÚ). Frank B. Kellogg, sá er Kel- loggsamningarnir eru kendir viö, flutti í gærkvöldi ræöu í útvarp í Bandaríkjuniim, um álit sitt á af- stööu Bandaríkjanna til þeirra tnála, sem nú eru á döfinni í Genf. Bandaríkjastjórn ætti hiklaust, sagöi hann, aö lýsa því yfir, aö hún telji Ítalíu seka um aö hafa hafiö árásarstríö; — ennfremur, aÖ lýsa yfir því,, aö Ítalía hafi á þenna nátt rofiö geröa samninga, er Bandaríkin $éu aöilar aö; og toks, áö ÍBandaríkjastjórn muni ekki á nokkurn hátt hindra eöa ó- nýtá þær ráöstafanir, sem þjóöirn- ar í Genf kunni aö gera fil þess aö refsa Ítalíu og stööva ófriöí'nn.i Stjómin hefir gleymt því, sagöi Mr. Kellogg, aö Ítalía hefir grip- iö til vopna í eigin hagsmunaskyni, og þarmeö rofiö samninga viö sjálfa stjórn Bandaríkjanna, og breytt gagnstætt grundvalláratriö- um amerískrar stefnuskrár í utan- ríkismátum. Genf, t, nóvember, Refsiaðgerðimar. ö'ndir-refsiaðgeröanefndin ár kvaö t gær aö litlu undimefndirn- ar, sent hafa sérstök fjárhagsleg og lögfræöileg mál til athugunar, kæmí saman á fund í dag. Hófst sá fundur kl. 10.30 í morgun. Nefndirnar eiga aö koma saman tit þess aö ráögast urn ýmislegt, sem gæti orðiö til tátmunar á fram- kvæmd þ'vingunarráöstáfananna. (United Press—FBj). Smáomstur í Abessiniu. Rómaborg 31. okt. Tilkynt hefir veriÖ opinberlega, að ftalir hafi hertekið Maiuece, milli Edaga Hamus 0g Makale. Ennfremur er tilkynt, að Iið inn- fæddra Somalilandsbúa hafi ráðist á herdeild úr liði Abessiniumanna fyrir norðvestan ána Daua. Af liði Somalilandsbúa féllu þrír í viður- eigninni, en af Abessiniumönnum ellefu. Engar staðfestar fregnír hafa borist um nema smá viður- eignir. (United Press—FB)., m k Til sícámms tíma hefir Iier- óp sociálista yerið :„Vér heiml- iwn“. Foringjarnir liafa lagt itápp á það, að innræta himim óbreyttú lioSmönnum þá „lífs- skoðnn“, að það væri liinn dýr- mætasti og sjál^sagðasti réjt- ur „alþýðunnar“, að heimta. Og þvi voru alls eugiu lakmörk sett, hve mikið mætti heimta. Rétturinn til að lieimta var al- veg takmarkalaus, meðan and- stæðingar socialista fóru með völdin, eða þar sem þeir fóru með völd. En það hefir borið á þvi áður, að þessi réttur til að heimtá, liefir ekki verið sá sami, hvern- ig sem á stóð. Hann hefir ver- ið mismunandi eftir því, hvaða flokkur fór með völd á hverj- um sfað. Það hefir komið fyrir, að „alþýðunni“ í Hafnarfirði hefir verið liarðbannað að heimta það sama, sem heimt- að hefír vérið íiiéS ödtl ög égg fyrir liönd alþýðunnar í Reykjavík. Verkamönnum í Hafnarfirði er það vafalaust minnisstætt, hvernig þvi var tekið, þegar þeir liérna um ár- ið kröfðust atvinnuleysisstyrks úr bæjarsjóði. Þessa kröfu höfðu bæjarfulltrúar socialista í Reykjavik þá alveg nýlega borið fram fyrir hönd verka- manna hér. En sömu kröfu verkamanna i Hafnarfirði, var svarað á þá leið, að ef kraf- an yrði ekki tekin aftur,mundu bæjarfulltrúar socialista þar segja sig úr bæjarstjórninni. Og krafan var tekin aftur. Og nú er svo komið, að sömu foringjarnir, sem árum saman hafa verið að brýna það fyrir vérkamönnum, að þeir ættu bara að heimta, og heimta nógu mikið, liafa gersamlega snúið við blaðinu og eru nú farnir að átelja verkamennina fyrir heimlufrekjú þeirra, og brýna það fyrir þeim, að nú, þegar þeir séu sjálfir kmnnir til valda, þá eigi það ekki lengur við, að heimta svona takmarkalaust! ’ Það liíjófá að vera áfskapleg vonbrigði, sem kjósandalið sócj4list.a yerðm;.nú aðjhorfast í augu við og þola. Á síðustu þi nguin fyrir Iiinn mikla kosn- ingasigur flokksins, börðust foringjarnir eins og ljón fyrir auknum fjárframlögum til verklegra framkvæmda. í á- lléyrn alls lýðsins „heimtuðu“ þeir eina miljón. króna til at- vinnubóta. Þeir höfðu ráð und- ir hverju rifi, til að afla þess fjár. Og þeim veittist auðvelt að sannfæra liðsmenn síná um það, að ekkert annað en hin nánasarlegasta „íhaldspólitík“ væri þess valdandi, að þeim kröfum þeirra fengist ekki framgengt. — En svos þegar sigurinn er unninn, og Söcial- istar erií sjálfir komnir tii válda, snýst þettá alveg við. Þá er ómögiliegt, öð verða við þessum sömu kröfUtii, séhi áð- ur var svo auðvelt að upþfýlíá! Þá á það ekki lengur við, áð gera svona háar kröfur! Er það ekki von, að menn eigi erfitt með að átta sig á þessum veðrabrigðum? Kjós- endaliðið, sem hélt, að það liefði „himin höndum tek- ið“, þegar socialistarnir kom- ust til valda, og þóttist þess fullvisst, að þá mundi alt, scm það hefði „heimtað“ — eða jafnvel ennþá meira — veitast því, verður nú, í stað þess að fá þær vonir sínar uppfyltar, að breýta alvég um „lífsskoð- un“, og venja sig af því að „heimta“ meira en góðu hófi gegnir! — Sagan um kröfur verka- mannanna í Háfnarfírðí, hefir endurtekið sig! Abessaiukeisari á fimm ára krýningarafmæli næst- komandi laugardag, og verður þess minst meö miklu hátíöahaldi í Addis Abeba. Frá Alþingi Sameinað Alþingi. Þar ícom til fyrri umræöu tillaga sú til þingsgályktunar, sem £er fram á að veita stjórninni heim- ild til að ieita tilhpða, utanlands eða innan í varðskipin Þór og Óð- in, og leggja síðan árangurinn fyr- ir Alþingi. Það fylgdi meö í grein- argerö að nauösynlegt væri að fá þessar upplýsingar áður en þingið tæki til athugunar breytingar á gæslunni, til aö nota vélbáta all- marga ásariit Ægi o. s. frv. Þrátt fyrir þaö þó tillagán væri svona takmörkuð,, þá gengu þó umræður nokkuð á víð og dreif og ræddu menn um Iandhelgisgæsluna al- ment og þær breytingar, sem orS- aðar höfSu veriS í greinargerS. J. Jónsson fylgdi till. úr hlaði af hálfu nefndarinnar sem flyturjhana og rakti efni hennar. Síðan töluðu ýmsir þm. Jón Auðun Jónsson talaði um hvaða afleiðingar það mundi hafa ef landhelgisgæslan yrði veikt og fullkomin gæsluskip seld, en ófullkomnir bátar kæmu í staðinn. En ef selja ætti eitthvað af skipunum væri einsætt að selja bæri fyrst og fremst Þór, en ekki þau-skipin, sem fullkomnari væru, enda væri Þór útgengilegastur einkum til síldveiða þó hann væri nokkuð lítill til annara veiöa. Páll Þorbjömsson bar aftur fram brtill. um aö selja fyrst og fremst Óöin eða leita tilboða í hann. Sagði hann að Þór væri Vestmannaeyingum bráðnauðsynlegur fyrir björgunar- skip, en smáir vélbátar gætu ekki rækt það hlutverk. Óðinn væri nú orðinn úrelt varðskip 0g bæri því fyrst að leita tilboða í hann. J. J. stóð þá upp og sagði að Vest- inannaeyingum rnundi verða séð fyrir björgunarskipi hvernig sem alt ylti, en það væri víst að „vegna vaxaíidi fjárhagsörðugleika ríkis- sjóðs“, eins og hann kotnst að orði — væri ekki hægt að starfrækja þessi fullkomnu gæslusícip. Jóhann Jósefsson taldi fram ýmsa galla á að nota vélbáta — þeir væru í - flestum tilfellum óhæf björgunar- skip og sem gæsluskip mundu þeir ekki duga t. d. á vetrarvertið fyrir Norðurlandi. Ægir, sagði hann, -gæti ekki kómið í stað Þórs fyrir Vestmannaeyjar, því hann yrði þar stopull, ef hann ætti að verða eina skipið, sem fært væri til björgunar og ekki væri berandi fult traust til Dana, einkum vegna ókunnugleika þeirra. Það væri sjálfsagt fyrir Vestmannaeyinga' að halda fast í það sem þeir hefðu, því loforð þess opinbera hefðu reynst stopul,. td. hefði Skipaútgerð ríkisins lofað báti til Vestmannaeyja i ágúst, en hann hefði aldrei komið. Hannes Jónsson kvað tillögu þessa litils nýta, því ef auðséð væri að þaö skipulag sem nefndin hefði talað um væri bæði betra og ódýrara, en það sem nú væri og í öðru lagi, ef það væri svo sem J. J. segði, að ríkissjóði væru um megn að gera skipin út, þá skifti litlu hvort 100 þús. kr. meira eða minna feng- ist fyrir skipin, heldur væri þá sjálfsagt að.selja þau, og lítill væri þá sparnaðurinn af breytingunum, ef hann yrði lengi að borga það verðfall skipanna. Pétur Ottesen mælti með þál. og sagði að hún væri svo hættulaus heimild til stjórnarinnar að sjálf- sagt væri að samþykkja hana, hvað sem síðar yrði gert. — Við atkvæðagreiðslu var brt. J. A. J. um að fella niður heimild um að. leita tilboða í Óðin, feld með 25 atkvæðum gegn 5 og till, P. Þorb. Kauprnannahöfn, 31. okt. Einkaskeyti FÚ. Allir ráðherrarnir dönsku hafa sagt af sér embættum sín- : h5>|:.teílíl MfííFDraatg ddM : íi|h8 um, til þess að veita Stauning frjálsar liendur um að endur- skipuleggja ráðuneyti sitt. t'sk .tiS ötan af. landi. Frá Austfjörðum. Ýms tíðindi. Seyöisfiröi 31. okt. (FÚ) Lars Imslánd fyrverándi kaup- maður á Seyöisfiröi lést i riótt; Varðskipið Ægir bjargaði strandaðá togaranum Valdorf inn að bryggju í Seyðisfirði í fyrradag og liggur skipið þar til aðgerðar. Forstjóri Vátryggingafélagsins ei væntanlegur til Seyðisfjarðar á tógara frá Grimsby um næstp helgi. Haustslátrun er nú lokið á Séyð- isfirði 0g ’ var slátrað 1871 §áiif$- kind. Kjötþungi þeirrá vár 23.375 kg. — Þar af kéyptu bæjarhúár Í.2Í2 kröpþá, sámtáís Í6,Í88 kg, að' jíyrigd. Býrjað að rífá e.s. Hansavaag. Vögutn. (FÚ) Frt. útv. í Voguin skýrir frá því að nýlega sé byrjáö á'ö’ rífa síldar- -skipið Hansavaag, Sem' strandaði í Vogum í haust, — og er búíst við að strandgóssið verði síðan selt á strandstaðnum. Skipið er um 370 smál. að stærð, og 70—80 ára gamalt. ítalski herinn reiðubúinn til sóknar. Kalundborg, 31. okt. — FÚ. Frá Róm er tilkynt, að ítalski herinn sé nú búinn að koma sér þannig fyrir á norðurvigstöðv- unum, að liann geti hafið sókn livenær sem er. 1 dag er einnig skýrt frá því, að smáskærur hafi orðið hingað og þangað, t. d. við Setit-fljót. ítalir segj- ast hafa gefið 16 þúsund þræl- uxn frelsi í hinu liernumda landi. Míklir stormar á Miðjarðarhafi. London 31. okt (FÚ). Míklir stormar geisa nú í Mið- jarðarhafinu. í dag fór breska her- skipiÖ Ðevonshire til aðstoðar grísku kaupfari, sem hafði sent út neyðarmerki, kom að því nær hálf- fullu afsjö, bjargaði skipshöfninni og jíegar síðast fréttist, sást De- vonshire frá Alexaridriu, meö skipiö í eftirdragi. feld meö 26 gegn 9. Þál. sjálf var samþykt til seinni umræðu. Efri deild. Þar var til r. umr. frv. til laga um samningsgerð, umboð og ó- gilda samninga, flutt af allshn. Er hér farið fram á áð lögfesta venju- reglur, sem gilt hafa um löggern- inga hér hjá okkur og eru aö mestu í samræmi viö það, sem gildir hjá Noröurlandaþjóðum. En heppilegt þykir þó að lög'festa þessar reglur, þvi með þvi móti verða þær ský- Iausari. Nýmæli eru annars fá í frv. þessu. Neðri deild. Þar kom til 1. umræðu frv. Pét- urs Ottesen um lækkun á útflutn- ingstolli af beinum og hausum. Segir flm. að þetta hafi átt aö verða verndaítollur fyrir iqnlendar verksmiöjur, en Noi'ömenn hafi þrátt fyrir tollinn keypt hér vörur þær, sem um ræöir, og innlendu verksmiöjurnar séu ekki sam- kepnisfærar. Sé því ekki ástæða til að taka þann skatt af fram- leiðendum þeim, sem hér eiga hlut aö máli. (slands-ljðð. Þú feðra vorra fósturland. Þú foma, dýra söguland.. Þú tignarfagra frelsisstorð, Þinn faldur skin við liafsins , borð. Þitt liöfuð signir himinsól. Þitt hjarta slær til guðs frá jökulstó!.. Vér elskum þig, vort ættarland. Vér elskum þig, vort fósturland.- Svq vinnum þér með hug og 1 t hönd, að hrökkvi sundur olcsins bönd. Fyr öll vér látum líf og blóð — en liggi und skömm á ný þín stolta þjóð. • \ Þú feðra vorra fósturland. Þú foríia, dýra söguland. Vor rtiikla drotning, móðurjðrð, uffl merki þitt skal halda vörð þín þjoð. Vort fagra fósturland. Frjálst og hátt þú rísa skalt, vort ættarland. Ásmundur Jónsson, , frá Skúfstöðum. Framtíö Anstarrlkis styrjöd. Amerískur blaöamaöur, aem dvalist hefir í Austurríki aö und- anförnu, ræöir um þaö i blaöa- greinum sínum, að austurrískir jafnaöarmenn líti þeim augum á, að það muni hafa mikil áhrif á framtíð Austurríkis hver veröa úr- slit Abessiniustyrjaldarinnar. Þeir telja, að ítalir muni ekki fraín- vegis geta beitt áhrifum sínum í Austurríki eins og að undanförnu, en það er alkunna, að mikill vin- skapur hefir verið milli Starhem- bergs fursta og Mussolini og sám- vinna milli austurrísku ríkisstjóín- arinnar og ítölsku stjórnarinnar. Austurriskir jafnaðarmenn hafa enga samúð með Mússolini og þeir búast við því, að endir „Afríkuæf- intýris“ Mussolini verði honum að falli. „Þegar her Mussolini — eða lcifar hans — kemur heim frá Af- ríku, án þess að ítalir fái Abessi- r.iu eöa sneið af henni, — þegar ljóst veröur að hinar miklu fórn- ir hafa verið til einskis, veröur gerö tilraun til stjórnarbyltingar á Ítalíu. Og hún mun hepnast". Svo komst einn af austurrísku jafnað- armönnunum aö oröi við blaða- manninn. En hann segir, aö aust- urrískir nazistar telji einnig víst, aö það muni hafa mikil áhrif, að því er framtíð Austurríkis snertir, ef áform Mussolini mishepnast. Telur blaðamaðurinn vafalaust, að hvorir um sig, jafnaðarmenn og nazistar, geri sér vonir um, að A- bessiniumenn beri sigur úr býtum. þótt spár þeirra um hvað gerast muni, ef Musselini bíður ósigur, séu ekki eins. Jafnaöarmenn spá byltingu á Ítalíu og hruni fasism- ans, sem verður, að því er þeir ætla, fyrirboöi hruns kapitalistiska ríkjafyrirkomulagsins í álfunni. Sovét-Rússland, segja þeir, verður öflugasta ríki álfunnar, en nazist- arnir spá því, aö ekkert ríki álf- unar muni standast betur þær eld- raunir, sem vænta megi, er veldi fascista á Ítalíu hrynur í rústir, en nazistaveldið þýska. En hvorir um sig gera sér vonir um aö svo fari,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.