Vísir - 13.11.1935, Page 3

Vísir - 13.11.1935, Page 3
V í S IR Ríkiseinkasölurnar voru til umræðu í guir. Ríkiseinkasölurnar voru til um- ræöu á fundi Verslunarþing’sins í gær. Framsögu haf'öi Júlíus Björnsson rafvirki. Ræddi hann mjög ítarlega um málið, hver væri tilgangur þeirra, sem beröist fyrir aö koma ríkiseinkasölum á og hvernig- ríkiseinkasölurnar gengi ])egar þær væri komnar á laggirn- ar, en reyndin væri sú, aö almenn- ingur hefði ekki gagn af þeim. Drap hann m. a. á það, að stuðn- ingsmenn rikiseinkasalanna héldi því fram, að þær hefði betri inn- lcaupaaðstöðu, gæti keypt inn meira í einu og gefið fulla greíðslutryggingu og ennfremur, að með ríkiseinkasölum væri dreg- ið úr dreifingarkostnaði, en af þe.ssu tvennu leiddi, að unt væri að lækka útsöluverð. Þessi til- gangur næðist þó ekki, sem skilj- anlegt væri, þar sem pólitík lægi til grundvallar. Þegar við val for- stöðumanna væri þólitík ráðandi, en afleiðingin af því væri vitan- lega sú, að menn væri ekki ráönir eftir verslunarþékkingu og reynslu í þeim efnum, og þess vegna tækist forstöðumönnum rík- iseinkasalanna ekki að ná hagfeld- ari kaupum en kaupmönnum, þrátt fyrir það, sem stuðningsmenn rík- iseinkasalanna héldi frarn, að rík- Jseinkasölur ætti að hafa betri að- stöðu til innkaupa. Og heldtir ékki, sagði framsögumaður, tækist að lgekka útsölukostnaðinn, þar sem ríkiaeinkasölurnar væri notaðar til framfæris pólitiskppi trúbræðrum. Nefndí framsögumaður til dæmis liækkun verðs á bílum og hjólbörð- um, siðan er bílaeinkasalan tók til starfa, og lýsti ítarlega hvemig gengi til í raftækjaeinkasölunni. Gat hann þar m. a. um skort á vörum, sem nauðsynlegar væri, lítt nothæfar vörur, hækkað vömverð, óþarflega mikið starfsmannahald ö. fi. Eftirfarandi ályktpn yar lögð fram tif samþyktar: „Verslunarþingið lýsir yfir full- kominni andstöðu við þá stefnu, seni meira og meira hefir mtt sér til rúms á löggjafarþingi þjóðar- innar og miðar að því, að fyrir- byggja allan frjálsan atvinnu- rekstur á sviði verslunar og við- skifta og sölsá yfirráð þessara mála undir rikið. Með skírskotun til fyrri afstöðu verslunarstéttarinnar í þessum efn- tmi, vill' Verslunarþingið árétta þau mótmæli, er áður hafa komið fram frá henni út af þeim einka- sölufrumvörpuni, sem þegar hafa komið fram, og mörg náð lögfest- ingu. Jafnframt mótmælir Verslunar- þingið eindregið þeim einkasölu- frumvörpum, sem liggja fyrir Al- þingi því, er nú situr, og krefst þess, að þingið viðurkenni tilveru- rétt verslunarstéttarinnar á sama hátt og tíðkast í öllum vestrænum 'löndum. Fyrir því skorar Verslunarþing- ið á Alþingi, að fella þau einka- sölufrumvörp, sem nú liggja fyrir, og jafnframt að afnema þau lög um einkasölur, sem i gildi eru. Samþ. með samhljóða atkv.. Verslunarþingið kaus fimm manna milliþinganefnd til að at- lniga ríkiseinkasölurnar. Þessir vbru kosnir: Eggert Kristjánsson, Eyjólfur Jóhanns- son, Jóhann Ólafsson, Júlíus Björnsson, Magnús Kjaran. Innflutnings- og gjaídeyris- mál. Eggert Kristjánsson hafði fram- sögu í málinu og lagði fram eftir- farandi álit nefiidarinnar: Tilgangur innflutnings- og gjaldeyrisnefndar virðist oss aðal- lega þrennskonar: 1) Að takmarka innflutning til landsins í samræmi við gjaldeyris- getu eða útflutningsmagn þjóðar- iniiar.' 2) Beina viðskiftum til þeirra landa, sem við þurfum að kaupa’ frá samkvæmt gildandi verslunar- samningum. 3) Dreifing innfluttrar vöru inn- anlands, eða úthlutun gjaldeyris- leyfa. Eftir þeim tölum sem fyrir liggja um vöruinnflutning á yfir- standandi ári, hefir tilgangur skv. lið I mishepnast algerlega. Hvað lið II snertir, þá höfum vér eigi þau gögn í höndum, að vér séum dómbærir um það hvort tilganginum hafi verið náð. Um lið III er það að segja, að úthlutun innfl.leyfa hefir vakið al- menna óánægju innflytjenda, bæði vegna þess, að sannað er, að hlut- drægni hefir verið beitt, og ekki er hægt að sjá að fylgt hafi verið föstum reglum um úthlutun leyf- anna. Sannanir fyrir þessu er að finna í skjölum Verslunarráðs ís- lands (drög að nefndaráliti nefnd- ar, sem kosin var af Verslunarráði íslands og Félagsráði í sept. sið- ástl. til þess að rannsaka og kynn- a'st starfsháttum gjaldeyris- og iiinf lutningsnefndar). Af framanskráðu er augljóst að innflutnings- og gjaldeyrisböftin hafa ekki náð tilgangi sínum. Til hins áhagstípða verslunar- jafnaðar Hggja vitanlega ýmsar or- sakir, svo sem óhagstæð afurða- sala, stórfeldar erlendar lántökur, ríkisfjárlög með tekjuhalla, og margvíslegar ráðstafanir ríkis- stjórnar, er raska eðlilegum kaup- mætti krónunnar. Nefndin vill ekki láta hjá líða að benda á þá hættu sem hlýtur af því að stafa, ef haldið er áfram á sömu braut og hingað til, þ. e. hrun ísl. gjald- eyris. Hér verður að koma ný lausn á þessum málum, Þær aðferðir, sem reyndar hafa verið hafa kveðið upp sinn eigin dauðadóm. Með því að hér er um að ræða einhver hin mestu vandamál, sér nefndin sér ekki fært á þeim nauma tima, sem hún hefir til umráða, að koma fram með ákveðnar tillögur í ein- stökum atriðum. Það er þó óskift álit nefndar- innar að„störf núverandi gjaldeyr- isnefndar hafi verið þarinig, að nefndin háfi drégið taum ákveð- innar verslunarstefnu, og meðal annars af þeim ástæðum getur verslunarstéttin eigi horið traust til hennar. ‘ Þess vegna vill nefndin gera eft- irfarandi tillögur sem drög til bráðabirgða umbóta á þessum mál- um: Að Verslunarráði íslands verði falið að leita samninga viö ríkis- stjórnina, að gjaldeyrisnefnd verði nú þegar breytt þannig, að öll verslunarstéttin geti borið traust til hennar. Vér leggjum áherslu á að nefnd- inni verði falið : 1) Að sjá um að innflutningur fari eigi fram úr gjaldeyrisgetu, þannig, að reynt verði af itrasta megni að ná greiðslujöfnuði við útlönd. 2) Að réttlætis verði gætt við úthlutun innfl.- og gjaldeyrisleyfa, eftir fastri kvóta-aðferð, og að háðar þær megin verslunarstefn- ur, sem nú eru hér á landi, séu jafn réttháar. ■ Jafnframt leggur nefndin til, aö á þessu vérslunarþingí verði kosin 5 manna nefnd er fylgist vel nfeð þessum málum, og undirbúi álit og frekari tillögur fyrir næsta versl- unarþing. í umræðunum tóku þátt, auk framsögumanns, Björn Ólafsson , stórkaupmaður, sem á sæti í inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd, Öddur Guðjónsson, Axel Ketils- son, Magnús Kjaran, Þorsteinn Þorsteinsson í Keflavík og Ólafur Jónsson í Hafnarfirði. í ræðum fundarmanna kom fram megn óá- nægja í garð _ innflutnings- og gjaldeyrisnefndar. Kvaðst B. Ó. taka á sig fulla ábyrgð á störf- um nefndarinnar að sínu leyti (þ. e. sem nefndarmaður), en sagðist hinsvegar fúslega viðurkenna það, sem aflaga hefði farið, þótt hann að öðru leyti mótmælti því, sem npfndin væri ranglega ásökuð fyr- ir. Ræðumaður benti á hversu háskalegt það væri fyrir verslun- arstéttina, ef framhald yrði á því, að bankarnir veittu ekki gjaldeyri sanikvæmt gjaldeyrisleyfum. Aðrir ræðumenn tóku fram ýmislegt viðvíkjandi störfum nefndarinnar, er þeir víttu, svo sem viðvikjandi úthlutun in'nflutningsleyfa, sem hefði farið óréttlátlega fram. Tillögur nefndarinnar voru sam- þyktar að loknum umræðum. Loks var rætt um auglýsinga- starfsemi verslana (framsögum. ‘Eyjólfur Jóhannsson) og skatta- mál (framsögum. Björn Ólafs- son). Að ræðu hans lokinni talaði Stefán Thorarensen um störf nið- urjöfnunarnefndar. — Að lokum sagði Ólafur Thors nokkur orð. Þingið heldur áfram í dag og mun verða lokið í kveld. Nýjasta Dnglingabtkin Karin Michaelis: Bfbí. Sigurður Skúlason ís- lenskaði. BarnabL Æskan gaf út. Ein unglingabókin enn. Það er í rauninni furða, hve margir góð- ir menn treystast til að gefa út heilbrigðar bækur handa úngling- ‘um. Gefur það góðu heilli bend- ingu úfn, að ekki sé þó lestrarfýsn næfri allra bárna og uriglinga gjör- spilt orðin af því flóði andstyggi- -legra klámrita, sem ausið hefir verið út á íslenskan bókamarkað, hin síðuStu ár. Væri óskandi að hlómgast mætt-i starfsemi þeirrá, er fá vilja þjóð sinni góðar bækur að lesa. En þrífist aldrei starf hinna, sem ábyrgðarlausir eru, og veita út á bókmentaakurinn eitur- lindum óþokkaskapar og si'Öleysis. En góðar eru þær bækur, sem hafa gagnlega fræðslu, holla skemtun éða aðra sálubót að flytja. Bíbí, þessi nýútkomna saga eft- ii Karin Michaélis, á heima í tölu góðu bókanna. Hún er í senn bæði fróðleg og skemtileg. Það er fyrsti kaflinn úr æfisögu ungrar, danskr- ar stúlku, sem þetta hindi segir frá. Höfundurinn, Karin Michaelis er vel metin skáldkona með Dön- um. Hún segir hér skemtilega frá bernskuárum Bíbí litlu, lýsir ferða- lögum hennar með dönsku jám- brautunum, og mörgu er á daga hennar drifur. Bíbí er fjörug og framtakssöm, ^heilbrigð og hress stúlka. Henni dettur margt gott í hug. Iíún er sífelt á ferð og‘ flugi. Hún skrifar pabha sínum skemti- leg bréf. Auk frásagnarinnar um Bíbí er bókin full af margbreyttum fróð- leik um Danmörku og Dani, og jafnframt aðrar þjóðir. Er þar margt skemtilega sagt, og verða íslenskir lesendur áð fyrirgefa, þótt þar bregði fyrir á einum stað þeim kátlega misskilningi, sem . ekki hefir verið ótí'Öur með sam- bandsþjóð vorri, að telja ísland hluta úr Danmörku ásamt Græn- landi 0g Færeyjum! Vér skemtum oss við lestur fróðlegrar og hress- andi bókar. Og „vér brosum“ með mildum skilningi að smáyegis vill- um, sem eru algerlega hverfandi hjá öllu því, sem vel og skemtilega er sagt. Bókin er prýdd fjölda mynda af mönnum og dýrum og mörgum kunnum stöðum og byggingum. Auka teikningar þessar mjög gildi bókarinnar. Bókina hefir þýtt Sig- urður Skúlason mag. og gert það vel. Eg geri ráð fyrir aö hókin um hana Bíhí verði ofarlega á minnis- hlaði litlu stúlknanna, sem Iangar að fá hók í afmælis- eða jóiagjöf. Á. S. Aidarminning Matthfasar Jociinmssonar. Húsavík. — FÚ. Fréttaritari útvarpsins i Húsa- vik sírnar: Skáldmæringsins Matt- hiasar Jochumssonar var-minst í Húsavíkurkirkju síðastl. sunnudag af sóknarprestinum og í gærkveldi var haldin Matthíasgrahátíð í sam- komuhúsinu. Leikfélag Húsavík- 11 r sýndi tvær sýningar úr Skugga- Sveini. Ræður fluttu Benedikt Björns- son, skólastjóri, og síra Friðrik Friðriksson. Þar voru sungin og lesin kvæði skáldsins og leikið á hljóðfæri. Síðan var dansað fram á nótt. í Laugaskóla verður samkoma í kveld til minningar um skáldið. Akureyri 12. nóv. FÚ. Afmælisfagnaður Matthíasar skálds Jochumssonar fór frám á Akureyri í gær. — Kl. 14 safriaðist fólk saman á Ráðhústorgi og hóf skrúðgÖng-u þaoári suður í kirkju- garð. -— í fararbroddi fóru, ásamt nánustú ættiiigjum skáldsins, fyrri og núverandi bæjarfulltrúar og ýmsir aðrir borgarar. Þá stúdenta- félagið, þá Mentaskölinn, þá Gágn- fræðaskólinn, þá harnaskólinn og þá skátar. — Hver flokkur gekk iiridir sírium fána. — Alls voru í skrúðgöngu þessari um 650 manns. Tveir Sveigar voru lagðir á leiði -skáldsins. Annar var frá bæjar- stjórn ; Sigurður Hlíðar lagði hann á leiðið. Hinn var frá Stúdentafé- lagiriu; Sigurður Guðmundsson lagði hann á leiðið. Hvor um sig flutti stutta ræðu. — Síðan var gengið með sömu skipun til haka. Kl. 20,30 hófst samkoma í Sam- kömtihúsinu. Samkonnmni var út- varpað i gærkveldi. Ræðumenn voru: Davíð Stefánsson, Sigurður prófessor Nordal og Steingrímur læknir Matthíasson, en Karlakór- inn Geysir söng ljóð, þjóðskáldsins milli erinda og fyrir og eftir. Loks var dans stiginn til kl. 4. Blönduósi. FÚ. Siöastl. latigardagskveld mintist kvenfélagið á Blönduósi aldaraf- mælis þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar í kirkju staðarin,s. Sóknaqirestur, Þorsteinn Gíslason, flutti minningarræðu, en héraðs læknirinn, Páll Kolka, las upp kvæði. Söngflokkur söng nokkur lög við sálfna eftir skáldið ásamt þjóðsöngnum. — Síðar um ltveldið var dansleikur í samkomuhúsinu. Stóra-Kroppi 12. nóv. FÚ. Síðastliðinn sunnudag var þjóð- skáldsins Matthíasar Tochumsson- ar minst í Reykholtskirkju af sóknarprestinum, síra Einari Guðnasyni. Eftir messu var efnt til samkomu í skólanum. Þar tal- aði fyrstur skólastjóri, Kristinn Stefánsson og mintist aldarafmæl- is síra Matthíasar. Þá flutti Krist- leifur bóndi Þorsteinsson að Stórar Kroppi erindi um skáldið. Þorgils Guðmundsson og Þórir 'Steinþórs- son, kennarar skólans, lásu upp nokkur úrvalsljóð sira Matthíasar og ennfremur kafla úr því, sem um hann hefir verið ritað. Þess á milli voru Ijóð hans sungin undir stjórn Bjarna Bjarnasonar á Skáney, söngkennara skólans. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 6 stig, Bolungarvik 5, Akureyri 4, Skálaiiesi 6, Vestmannaeyjum 6, Sandi 5, Kvígindisdal 6, Akúreyri 4, Gjögri 5, Blöndriósi 6, Siglunesi 2, Grímsey 6, Raufarhöfn 6, Skál- urn 6. Fagradal 6, Papey 5, Hól- um í Hornafirði 7, Fagurhólsmýri 6, Reykjanesi 3, Færeyjum 6. Mestur hiti hér í gær. 5 stigr minstur 1. Yfirlit: Lægð fyrir sunnan og suðvestan ísland hreyf- ist austur á bóginn og veldur aust- an eða norðaustanátt um land alt. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Bréiðafjörðuf: Vaxandi austanátt. ! Sennlega allhvass með kveldinu og rigning. Vestfirðir: Iivass aust- an og norðaustaií. Rigning. Norð- urland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Stinningskaldi á austan. Rigning eða þokusúld. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Leith í gær á- leiðis til Vestmannaeyja. Goðafoss kom til Hull í nótt. Brúarfoss er á útleið. Dettifoss fór í gærkveldi áleiðis vestur og norður. Lagar- foss er í Leith. Selfoss er á leið til Stokkhólms. Esja er væntanleg til Reykjavíkur úr strandferð síðdegis í dag. Súðin^ var á Bornholm í gær og er nú á leiðinni til Kemi í Finnlandi. G.s. ísland er á Akureyri. Þórólfur kom af veiðum í morgun með 1200 körfur. Columbus kom í gær. Katla fór í gær til Akraness og Keflavíkur til fisktöku . Dr. Walter Iwan hinn nýi þýski sendikennari við Háskólann hélt fyrsta almeiína fyrirlestur sinn í gærkveldi. Tal- aöi hann um Þýskaland, heildar- yfirlit. Hann mun í vetur halda íyrirlestra hvert þriðjudagskveld og taka málefni hinna' ýmsu hér- aða •Þýskalands til meðferðar. Jafnframt mun hann kenna stúd- entum þýsku á miðvikudögum og föstudögum kl. 5. s. Aflasölur. Jupiter seldi 711 vættir af ís- fiski í Grimsby í gær fyrir 754 stpd., en í fyrradag seldi Kópur 683 vættir fyrir 494 stpd. og Ólaf- ur 8gy vættir fyrir 650 stpd. Egill Skallagrímsson hefir selt 1271 vætt fyrir 1062 stpd. i Hull og Snorri goði i Aberdeen fyrir 732 stpd. Vilh. Finsen, viðskiftafulltrúi íslands í Oslo, var meðal farþega á Lyru í gser. Gengið í dag: Sterlingspund ............ — a«-i5 Dollar.................... — 4.51 100 ríkismörk............. — 181.20 — franskir frankar . — 29.76 — belgur ............. — 76.14 — svissn. frankar .. — 146.60 — hrur................ — 37.05 — finsk mörk....... — 9.93 — pesetar ........... — 62.27 — gyllini............ — 308.05 — tékkósl. krónur .. — 18.98 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — m-44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 49.21. K; R. Sameiginlegur fundur verður haldinn með öllum nefndum í fé- laginu kl. 9 í kveld í K. R. húsinu, uppi. Varðarhmdur verður anriað kveld. Nánar aug- lýst á morgun. Jón G. Nikulásson læknir hefir flutt lsékningastofu sína í Bankastræti 11 (hús Jóns sál. Þor- lákssonar). Viðtalstími læknisins er frá kl. 4J/2—6)4 daglega. Sími 2664. Heimasími 2966. Athygli skal vakin á því, að fundur sá er Heimdallur auglýsir í blaðinu í dag verður næstk. föstudag, en 'ekki í dag, eins og misritast hafði. Hjálpræðisherinn. í kveld kl. 8V2 ver'öur kveðju- .samkoma fyrir Kínverjann Zikka Wong. Söngur og hljómleikar. — Allir velkomnir. Sjómannakveðja. 13. nóv. FB. Byrjaðir veiöum við Austurland. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Skallagrími. ABESSINSKT FIERLIÐ í ADDIS AfBEBA.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.