Vísir - 13.11.1935, Side 4

Vísir - 13.11.1935, Side 4
YlSIR Næturlæknir cr í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Nætur- vöröur í Laugavegs og Ingólfs apóteki. Kristniboðsfélag kvenna heldur fund á morgun. Útvarpið í kveld. . 19,00 Veðurfregnir. 19,20 Þing- fréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Um búnaðarmál, IV (Sigurður Sigurðsson, f. búnaðarmálastj.). 20,40 Hljómplötur: Lög eftir Schubert. 21,05 Erindi: Baráttan gegn trúnni (Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur). 21,30 Hljómsveit útvarpsins (dr. Mixa) : Trio í g- moll, op. 15, eftir Smetana (fiðla: Hans Stepanek; celló : Þórhallur Árnason; pianó: dr. Frans Mixa). 22,05 Hljómplötur: Verk eftir Haydn og Mozart, Marsvína- vaða. Keflavík 12, nóv. FÚ, í morgun hrðú Úeflvíkitigar varir við stóra marsvínagöngu og hafa þeir, er þetta er skrifað kl. 19,30, rekið á land um 200 mar- svín í Ytri-Njarðvíkum og hefir fjöldi hreppsbúa verið önnum kaf- inn við þá veiði, auk fjölda manns, sem horft hefir á. STRÍÐIÐ. ítalir halda áfram sókn- inni. — Oslo 12. nóvember. ítalska herstjórnin tilkynnir, að hcrsveitir ítala hafi í gær sótt fram á öllum vígstöðvum í Abess- iniu. ítalir hafa nú náð á sitt vald Antalo, 25 km. fyrir sunnan Ma kale, og á suðurvígstövunum hafa þeir sótt fratn 200 km. síðan þeir náðu Gorahai á sitt vald. (NRP —FB). London 12. nóv. FÚ. í tilkynningum frá yfirhers- höfðingja ítala i Abessiniu, Ðe Bono, segir, aö hægri armur ít- alska norðurhersins hafi tekið Tsada Medri um 50 mílur norð- vestur af Aksum. Séu ítalir nú komnir á góðan rekspöl með að stökkva Abessiniumönnum á brott úr héruðunum norðan Takasse- fljótsins, og sé þá norðurherlína ítala örugg gegn hliðarárásum Abessiniumanna. De Bono tilkynnir einnig, að Danakilher Itala hafi tekið Albi, norðaustur af Makale. Frá suðurvígstöðvunum berast þær fregnir, að ítalir haldi áfram að stökkva Abessiniumönnum burt úr héruðunum í kring um Gorahai. Engin fregn hefir komið um það, svo að bygt verði á, að ítalir hafi tekið Sasa Baneh eða Daggah Bur. ítalir hraða eftir því sem unt er flutningi aðstoðarliðs og hergagna til Makale. ítalskar njósnarflugvélar, sem ítalir senda hverja á fætur annari til rannsókna um landsvæðin suður af herlínunni, telja sig hafa orðið vara við það, að Abessiniumenn dragi sanian mikið lið við Amba Alagi fjall, og sé sá her á sífeldri hreyfingu. Telja ítalir að það muni gert til þess að rugla þá. Italir kaupa ull í Danmörku. Italir eru byrjaðir að kaupa ull i Danmörku. Var í gær samið um kaup á ull fyrir 30 þúsund krónun Flugkúíu- met Oslo 13. nóvember. Amerísk flugkúla, sem lagði af stað upp í háloftin frá Rapid City, South Dakota, komst í 22.570 m. hæð og er með háloftsflugi þessu sett heimsmet. Flugkúlan lenti heilu og höldnu hjá White Lake, 370 km. fyrir austan Rapid City. (NRP—FB). Dragnótaveiði í Keflavík. Keflavík. — FÚ. Dragnótaveiði hefir verið góð unadnfarið í Keflavík. Allir bátar þar eru hættir síldveiðum að und- anteknum einum. Nokkrir bátar hafa róið með línu og hefir afli verið tregur, en hátt verð á aflan- um komnum á Reykjavíkurmark- að. Rismynd af íslenskum fiskverk- unarkonum. Khöfn í gær. Einkask. til (FÚ) Á listmyndásýningunni, „De Fries Udstilling“, sem opnuð verð- ur í lok næstu viku, sýnir Sigur- jón Ólafsson stóra rismynd af ís- lenskum fiskvetkunarkonum. Hvað velðor? Menn hafa verið að búast við því, að stjórn bæjarins teldi sér skylt að birta skrá yfir þurfa- mannaframfærið í bænum árið sem leið. En enginn þykist vita til þess, að slík skrá hafi verið birt. Það er þó ekki að ástæðulausu, sem skattþeg'narnir óska þess, að jieim sé gerður kostur á því að fylgjast ofurlítið með í því, hvaða fólk það er, sem þeir hafa í brauði sínu og hvað hverjum einum sé greitt. Fátækraframfærið vex stór- kostlega ár frá ári, sem von er til á jiessum tímum, og borgurunum verður æ erfiðara að greiða þau gifurlegu útsvör, sem á þá eru lögð. Því verður nú væntanlega ekki haldið fram í alv.öru, að borg- arana varði ekkert um það, hvern- ig farið er með fé það, sem af þeim er pínt árlega. Yrði nú horfið að jiví sjálfsagða j'áði, að birta styrkþegaskrá, þá gætí þa^ }ík§ orðið gott fyrir styrkþegana -gjálfa, Vií) °g' við heyrast raddir í þá átt, að betur sé farið með einn styrkþega en annan. Eg ekal ekkert um það segja, hvoft slíkar ímyndanir eru á rök- um bygðar eða ekki. Það er mik- ill vandi að gera svo að öjlum líki, og ekki hvað síst í úthlutun fá- tækrastyrkja. Þar er hver blindur í sjálfs sín sök. Þessi fátæklingur- inn eða hinn þykist viss um, að kunningi hans þarna hinum megin við götuna fái meiri styrk en hann og hafi þó betri ástæður. Þetta getur verið algerlega rangt og bygt á ókunnugleika um upphæð styrksins o. fl. En styrkþeginn er kannske sannfærður um,.að hann sé hafð- ur út undan. Og ef svo er, þá má telja víst að hann fyllist úlfúð og óánægju. Og honum er nokkur vorkunn. Væri skráin birt, þá mundi svipaður misskilningur og þessi leiðréttast og óánægjan hverfa, ef það kæmi í ljós, að báð- um styrkþegunum hefði verið gert jafnhátt undir höfði. — eftir efn- um þeirra og ástæðum. Eg geri ráð fyrir því, að fá- tækrastyrk sé úthlutað af hinni mestu nákvæmni og samviskusemi, og að fátækrafulltrúarnir verði iðulega fyrir óverðskulduðum á- kúrum, er það er á þá borið að þeir mismuni fólki og hafi rang- indi í frammi. Mér finst jiví, að fátækrafulltrúarnir ætti að óska þess sjálfir og beinlínis krefjast þess, að verk þeirra væri að sem mestu leyti unnið fyrir opnum tjöldum, en það verður ekki gert með öðru rnóti en því, að árangur starfseminnar sé birtur með þeim hætti, sem að framan getur — þ. e. aö fullkomin og sundurliðuð styrk- þegaskrá sé birt. Fátækraframfæri hér er orðið svo mikið, að jiað er komið langt yfir eina .miljón króna á ári. — Það er í rauninnr gífurleg,upþháéð og því full von til þessi að borg- ararnir láti sér ekki nægja, að sjá eina eða tvær línur í reikningi bæj- arins árlega, er skýri frá því, að svona mikið hafi nú fátækrafram- færið orðið á árinu því arna! — Nei, mönnunum, sem eltir eru með útsvarslögtökum nægir það ekki. Og ekki heldur hinúm, sem betri liafa ástæðurnar og sleppa við dráttarvexti og heimsókn lögtaks- manna. — Sannleikurinn er sá, að þetta nægir engum manni. Og því er það, að allir aðilarnir þrír: út- svarsgreiðendur, Styrkþegar og fá- tækrafulltrpar ætti að krefjast þess, að styrkþegaskrá yrði gefin út á hverju árj. — En hvað veldur því, að sljk skrá fyrir árið seip leiþ skuli ekld hafa verið birt sgmhþða reikningnum? Gjaldþegn. Itilk/nnincari Yörur, innbú og annað, vá- tryggir fyrir lengri og skemri tima „Eagle Star“. Sími 1500. STÚKAN DRÖFN nr. 55. Fund- ur annað kveld kl. 8V2. Kosn- ing, innsetning embættis- manna o. fl. Mætum öll. (300 HleIca Kjallarapláss, þurt, til leigu fyrir geymslu nálægt Banka- stræti. Afgreiðslan. (304 KKENSUl Stúllca getur fengið að læra að sauraa á Saumastofunni, Sólvallagötu 7. (271 Háskólastúdent kennir tungu- mál og les með nemendum. — Uppl. á Úðinsgötu 17 B, kl. 6—7 (299 Stúlka óskast til að kenna orgelspil 2 tíma í viku. Uppl. í síma 2752; . (285 USNÆf)ll Herbergi og rúm, best og ódýrust á Hverfisgötu 32. (181 Ilerbergi með laugavatnshita, til leigu á Barónsstíg 31. (297 íiftL herbergi og eldhús ósk- ast. Tilboð sendist í Pósthólf 421. . (307 2 lierbergi og eldhús óskast Tilboð, merkt: „Ibúð“, leggist á afgr. Vísis. (292- Vil leigja 2—3 samliggjandi herbergi manni sem gæti tekið að sér kenslu eða unnið erfiðis- vinnu. Uppl. í síma 2834. (291 Lítið herbergi óskast í vest- urbænum. — Tilboð merkt: „Vesta“ sendist afgr. Visis fyr- ir fimtudagskvöld. (286 Herbergi með eldhúsgangi fyrir reglusamt og ábyggilegt fólk til Ieigu á Bergstaðastræti 11 A. (283 (TAUf) rUNEIf)! Sá sem tók frakka í misgrip- um, á þóðernissinna dansleikn- um að Hótel Borg á laugardag- inn, geri svo vel að skila honum, gegn sínum, á Ásvallagötu 9. Sími 4430. (306 Tapast hefir brúnt kvenveski frá Tjarnargötu 39 að lands- simastöðinni. Skilist gegn góð- um fundarlaunum á afgr. blaðsins. (301 Blágrár ketlingur með gulleitt band um hálsimi liefir tapast. — Uppl. á Öldugötu 28. Sími 3053. _________________________(305 Tapast hafa tóbaksdósir, merktar Þ. G. Skilist á Njáls- gölu 40. (298 Happdrættismiði fundinn. — Uppl. á Grettisgötu 19 B, uppi. . (293 Peningar fundnir. Vitjist í verslun Augustu Svendsen. — (290 TÆ€I Gott, ódýrt fæði og lítið her- bergi til leigu. Laufásvegi 5. (296 IKAlPSKAPUTl Gull — sel og kaupi. — Sig- urþór, — Hafnarstræti 4. (4 Ódýr húsgögn til sölu. Notuð tekin í skiftum. Hverfisgötu 50. Húsgagnaviðgerðarstofan. (543 Telefunken-viðtæki, 5 lainpa. til sölu. Bergþórugötu. 43, niðri. (261 Kápa til sölu. Tækifærisverð.. — Uppl. Prjónastofunni Hlín. J Sími 2779. (303- Eldavél til sölu. Sími 3583. (SÖ2 Bestu og billegustu bila- gúmmí og sætaviðgerðir eru í gamla olíuportinu móti Loft- skeytastöðinni. (294 Kaupum, mjög háu verði,. sultuglös með loki. SANTTAS. (289: Til sölu lítið notaður upphlut- ur, pils og belti. Tækifærisverð. Uppl. í síma 1894. (288 5 manna drossía í góðu standi til sölu, býtti á vörubíl gæti komið til greina. Uppl. Berg- staðastræti 10. (287 vinnaH Reykjavíkur elsta kemisha fatahreinsunar- og viðgerðar- verkstæði breytir öllum fötum. Gúmmíkápur límdar. jBuxúr pressaðar fyrir eina krónu. Föt; pressuð fyrií 3 kr. Föt kemiskt hreinsuð og jþressuð á 8 hr. Pressunarvélar eru ekki notað- ar. Komið til fagmannsins Ry- delsborg klæðskera. Laufásvegi 25. Sími 3510. (1208 SHT’ Aðalskiltastofan, Kára- stig 9. Öll skilti og glúggaaug- lýsingar verður best þaðan. — Að eins vönduð vinna. Verð við allra hæfi. (267 Eldhússtúlka óskast nú þeg- ar. Laugavegs Automat. (307 Vön saumastúlka óskast að sauma upp á akkorð. Sigriður Sigfúsdóttir, Bergstaðastræti 19 (295 Til jóla fást saumaðar dömu- kápur og kjólar á Njarðargötu 31, niðri. (284 FELAGSPRENTSMIÐ J AN Wodehouse: DRASLARI. 22 livort sem þér er það ljúft eða léitt. Hún reigð- ist í sætinu og var nú farin að ná sér. — — Hann er einn af nánustu vinunum — heimagangur hjá olckur Pett mínum elskuleg- um. Já, svo er 11Ú það, kæra systir. — Hann kann best við sig hjá okkur. Hann segir stund- uin við mig: Hús yðar, náðuga frú, á engan sinn líka. Má eg lita á það sem mitt sanna heim- ili, þegar eg dvelst hér í New York? — Þetta segir hann, sá göfugi maður. Hann segir lika að það hafi orðjð sér til blessunar að kynnast okkur, mér og honum Peter mínum elskuleg- um. Frú Crocker þótti það slæmt i fyrstu, að Nesta skyldi líka geta stálað af aðalsnianni, en nú var hún búin að jafna sig og hugsaði systur sinni þegjandi þörfina. . ( — Veslings, kæri Wizzy! mælti liún liugsi. Já, vesalingurinn sá, bælti hún við og dæsti. Frú Pett hrökk við. — —Ha? — Það er nú svo sem ekki neitt sérstakt, Nesta mín. — Eg geri ráð fyrir, að hann sé alt- af samur við sig — alt nf jafn hjarlagóður, kjánalegur og úrræðálaus vesalingurinn. Þegar liann lagði upp héðan — í einhverju fáti og úr- ræðaleysi — þá ætlaði liann að ferðast kringum jörðina. Og svo hefir liann staðnæmst í New York. — Ójá — það er nú lians hnattferð! — Og það var svo sem rétt eftir öðru hjá honum, blessuðum litla besefanum! — Þekkir þú Wis- beacli lávarð? spurði frú Pett. Hún var ekki viss um hvernig þetla mundi ætla að fara. Frú Crocker lyfti augnabrúnunum eftir Ax- dales-aðferðinni — og heldur í liærra lagi. — -Hvort eg þeklti hann! Eg geri ráð fyrir að hánn sé einhver allra besti vinur hans James — auðvitað að undanskildum Percy Whipple lávarði. -— Frú Pett reis á fælur. Það var þá bara svona! Hún var alveg gagntekin af lotningu. Henni fanst jafnvel, að hún mundi fá aðsvif. Hún kallaði á Pett sinn elskulegan og blcssað- an drenginn liann Ogden litla — kallaði hátt og snjalt. Og báðir þelctu liana svo vel, þegar hún var i svona skapi, að þeim þótti ráðlegast að hlýða. — Hún mælti ekki orð frá vörum. Pett skalf eins og lirisla og Ogden glápti á móður sína. —- — Eg vona að þú eigir ekki svo annríkl, að þú þurfir að rjúka strax, sagði frú Crocker. — Það er ekki svo oft sem eg fæ að sjá þig, systir mín góð. Jæja — en hvað um það. Mér þótti reglulega gaman að sjá ykkur. Það er svo skrít- ið, finst mér, svo að eg viki talinu í aðra átt, að þið skylduð öll þrjú, koma vestan frá Ame- ríku — alla þá löngu leið — i þessum eina til- gangi. Mér er orðið ákaflega nýtt um það, að hitta fólk frá Ameríku. Já, það var reglulega ánægjulegt að sjá ykkur öll. Og samtalið liefir verið skemtilegt. ( Frú Pett arkaði út úr stofunni, með mann og strák á hælum sér. Enginn mælti orð frá vör- um? Frú Crocker liafði hringt bjöllunni, til þess að láta þjóninn vísa gestunum leið með fullri viðhöfn og kurteisi. — En fólkið var rokið út í veður og vind, áður en Bayliss kom — og lét hann þó eklci lengi á sér standa. Frú Pett var alls ekki í því skapi nú, að liún hirti um hátíð- legar kveðjur, þrælahros og hneigingar. Og Pett þóttist góður að vera sloppinn iit lifandi og ó- brotinn. Og því var það, að þegar ráðsmaður- inn kom til morgunverðarstofunnar voru þau öll á bak og burt. ■— Bayliss, mælti frú Crocker og Ijómaði af ánægju. Látið bifreiðina vera tilbúna þegar í stað. — |( : |í j'-j — Sjálfsagt, náðuga frú! ■—- Að augnabliki liðnu skal hún reiðubúin. — Er lir. James kominn á fætur? — Það lield eg ekki, frú! Fyrir skemstu mun liann ekki liafa verið risinn úr rekkju. Frú Crocker gekk upp á loft til herbergja sinna. Hún raulaði eitthvað fyrir munni sér, því að liún hélt að liún liefði fagra rödd. Og hún var alveg óvenjulega léttstíg. Mátti fremur segja að hún svifi heldur en gengi. Hún var lijartanlega ánægð og glöð. — Og það lá við að hún færi að syngja liástöfum, en þó fórst það fyrir. Hún bara raulaði, sem áður seg- ir. Henni fanst hún liafa borið úr býtum mik- inn sigur. Og liún var eins og aðrar konur, að henni þótti gott að sigra. Hún hugsaði meira, að segja vingjarnlega um stjúpson sinn, næstum því ástúðlega, enda þótt liún hefði ekki breytt þeirri ákvörðun sinni, að taka hann alvérlega til bænar, galgopann þann arna — lesa honum pistilinn heldur skörulega, þegar er fimdum þeirra bæri saman. —Jæja — það gat nú reynd- ar beðið betri tíma, því að nú hafði hún hugsað sér að aka svolítið um i skemtigörðum borgar- innar. Henni veitti ekki af þesskonar hressingu. Og svo var líka ekkert á móti því, að sem fleslir sæi vagninn hennar. Þegar frúin var horfin til herbergja sinna og væntanlega liætt að raula, heyrðist fótatak í stiganum og ungur maður kom niður í and- dyrið. Bayliss var þá að snúast eitthvað þarna niðri og hafði Iokið við að hringja niður í bif- reiðaskýlið og leggja svo fyrir að komið vrði með vagninn. Hann var að hugsa um að labba niður i kjallara, til herbergja sinna þar, því að hann hafði ekkert sérstakt að gera þessa stund- ina. En þegar hann heyrði fótatakið sneri hann sér snögglega við. Hver gat verið að koma? — Nú, það var þá bara James. Þá brosti ráðsmað- urinn og mælti: — Góðan daginn, lir. James! Svo sagði liann ekki meira. Hann ætlaði að vi'ta hvort hinn ungi maður yrði ekki fyrri til. Og liann þurfti ekki að bíða lengi. | " í 4. kapituli. Jimmy Crocker var liár og spengilegur, vel vaxinn ungur maður. Og ekki varð betur séð, en að hann mundi vera fremur laglegur — að minsta kosti þegar Iiði á daginn og hann væri

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.