Vísir - 17.11.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 17.11.1935, Blaðsíða 3
VlSlR 60 ár. MDemantsafmæliu Giiöspekifélagsins^ í dag er GuíSsp.ekifélagiö 60 ára. Þessi merkilegi alheimsfélagsskap- ur stendur nú á merkilegum tíma- mótum, og á merkilega sögu aS baki. FélagiS var stofnaS í New York 17. nóv. 1875. Fyrsti forseti félagsins var Olcott ofursti (1832 —1907), mikilhæfur maður og góSníenni. Næsti forseti var Annie Besant, sem nýlega er látin. Um hana hefir mikiS veriö ritaS á ís- lenska. Hún var hæfileikakona n\ikii, og mun veriS hafa einhver snjallasti ræðumaöur, er heimurinn hefir átt á síöari timum. Núverandi forseti er George Arundale, 7v lagiiS hér á landi sem skipulögö félagsdeild, er því rúmlega 15 ára. Á þessu 15 ára skeiði hefir félagiö verið svo heppiö aö eiga ýmsa ágæta menn og konur, er aukið hafa veg þess og boöaö hug- sjónir þess bæöi djarflega og fag- urlega. Eg nefni aöeins nokkur nöfn :Jón Aöils, Siguröur Kristó- fer Pétursson, séra Jakob Krist- insson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Kristín Matthíasson, Jón Árnason. Allir þessir menn hafa lagt mik- ið og gott til mála innan félagsins, en auk þeirra mætti nefna ýmsa aðra, þó eigi verði það hér gert, George Arundale. Á þessum merkilegu tímamótum Guðspekifélagsins er margs aö minnast. Félagið hefir stórt og göfugt hlutverk að vinna, og hefir látið allmjög til sín taka víðsveg- ar um heim þessi síðastliðnu sextíu ár. Sérstaklega ber að minnþst þess með þakklæti á þessum tíma- mótuin, hve kyndli sannleiksástar og frjálslyndis hefir einatt veriö haldið hátt á lofti af ýmsum merk- tim mönnum innan félagsins og hve' ótrauölega þeir hafa gengið fram í þvi að vinna á móti innan- tómum tískuskoöunum („Conven- tionalism"). Guðspekifélagið hefir yfir að ráöa ákveðnu heimspekikerfi, sem því vaiJ frá upphafi vega þess fal- ið að varöveita og boða heiminum. Ýmsir meginþættir þessa heim- spekikerfis eru mörgum kunnir hér á landi undir nöfnunum „karma“ eða örlög, endurholdgun („reink- arnation“), „meistararnir“ o.s.frv. Annars er félagið alls ekki ein- göngu stofnað utan um þetta á- kveðna heimspekikerfi, og sést það best á þvi, hve stefnuskrá fé- lagsins er viðtæk og frjáls. Sam- kvæmt henni er félagið fyrst og fremst hópur manna, sem í fullu bróðerni vilja leita sannleikans, — sannleikans og aftur sannleikans. —1 Ekkert er því fjær þessu félagi en sértrúnaður („secterism") og hverskyns rétttrúnaður. Félagið er fræðifélag, en ekki trúfélag. En um leið á það að vera vermireitur, þar sem einingarhyggja og bræöralag er ræktað og stefnt er að því að gera menn að alheims- borgurum í trúarbrögðum, listum og samfélagsmálum. Hér á landi var guðspekifélags- deild stofnuð 12. ágúst 1920. Fé- sem minna hefir á borið, en hafa þó lagt drjúgan skerf til félags- starfseminnar og hjálpað til að gera hana frjóa og skemtilega. Og hvað er yfirleitt hægt að gera, svo að nokkuö kveði að á hinu jarð- neska tilverusviði, án hins óþekta, nafnlausa fjölda, sem lifir í skugg- anum af frægð leiötoganna? Með tilliti til íslands, hlýtur þessi spurning að vakna: Hvað hefir áunnist eftir þessi 15, ár? — Það, sem áunnist hefir, er fyrst og fremst aukið viðsýni og frjáls- lyndi í andlegum efnum. Og hér einsog annarsstaðar, þar sem Guð- spekifélagið hefir skilið köllun sína, hefir farið svo, að félagið hefir beint og óbeint unnið á móti innantómum tízkuskoðunum (,con- ventionalisma") 0 g yfirborðs- kendri efnishyggju. Og nú er svo komið, að guðspekin er jafnvel komin upp í prédikunarstóla kirkj- unnar, og er það mikið fagnaðar- efni öllum þeim, sem unna bæði guðspekinni og kirkjunni. Ekki er unt að skilja svo við þetta mál, að minnast ekki annarar stefnu, sem mjög er skyld guð- spekinni. Á ég hér við andahyggj- una („spiritismann"). Hún kom liingað til lands nokkru á undan guðspekinni, og er enginn efi á því, að hún ruddi guðspekinni braut, og gerði hugi manna mót- tækilega fyrir boðskap guðspek- innar. Andahyggjan er eitt af þeim viðfangsefnum, sem Guð- spekifélagar eiga samkvæmt stefnuskrá félagsins, að leggja stund á, og bæta þessar stefnur að mörgu leyti hvor aðra upp. Vér guðspekinemar höfum því ástæðu til að minnast andahyggjunnar með þakklæti á þessum tímamót- um vorum. Það er svo um örlög félaga eins og um örlög einstaklinga, að þar skiftast á skin og skuggar. Á sið- ari árum hafa fylkingar vorar riðl- ast og ýmsir tekið þann kost að hverfa úr hópnum, að því ér virð- ist, stundum fyrir þá sök, að ekki hefir allt reynst rétt, sem dulvís- indamenn vorir og fræðimenn hafa látið sér um munn fara. Dulvís- indamennirnir eru skeikulir eins og aðrir vísindamenn, en ekki missum vér trú á öllum vísindum, þótt þjónum þeirra skjátlist stund- um, Vér lítum meira að segja svo á, að ein einasta sannleiksopinber- un borgi stundum tíu villur og hylji fjölda synda. Og þeir, sem ala ekki með sér drottinvaldstrú, gera enda fyrirfram ráð fyrir því, að öllum geti skjátlast. Guðspeki- félagið er ekki fyrst og fremst félag manna, sem hafa -fundið sannleikann, — allra síst sannleik- ann allan — heldur félag leítandi manna, félag hugsandi manna, fé- lag frjálsra manna. Og ég get einskis betra óskað því á þess- um merkilegu tímamótum, en að það haldi altaf áfram að vera slíkt félag.------ Grétar Fells. St. EiDingia 50 ára. Þessi merki félagsskapur, sem er ein deild innan Alþjóðareglu góðtemplara hér á landi heldur há- tíðlegt hálfrar aldar afmæli sitt í dag. Stúkan „Einingin“ nr. 14 var stofnuð 17. nóv. 1885 í húsi Þor- iáks kaupmanns Johnsons hér í bænum. Þeir voru 14 alls stofnend- urnir og i fylkingarbrjósti stóðu þeir Jón Ólafsson, skáld og rit- stjóri og Guðlaugur Guðmundsson, síðar sýslumaður. Undir þeirra forystu efldist stúkan mjög og átti sinn drjúga þátt í því, að gera Góðtemplararegluna langlífa í landinu. Flestir af stofnendunum eru nú gengnir til hinstu hvílu. Á lífi eru aðeins þeir séra Þórður Ólafsson, áður prófastur á Söndum í Dýra- firði, Magnús Bjarnars., áður pró- fastur á Prestbakka á Síðu, og Oddur Björnsson prentsmiðjustj. á Akureyri. Stúkan hefir á þessari hálfu öld, átt marga framúrskarandi félaga, svo sem Árna Eiríksson, leikara, Guðmund Magnússon, skáld, Ste- faníu Guðmundsdóttur leikkonu, Þorvarð Þorvarðsson prentsmiðju- stjóra, Guðmund Björnsson land- lækni og Einar H. Kvaran, en af þeim öllum bar þó Borgþór heit- inn Jósefsson, fyrverandi bæjar- gjaldkeri. Hann var sannkölluð líf- æð stúkunnar lengst af — lifði og dó undir merkjum hennar. En miklu fleiri ágætra starfs- manna og kvenna er að minnast þegar litið er yfir liðin 50 ár. Stúkan hefir barist hinni góðu bar- áttu, undir merkjum mannúðar og þjóðþrifa, sem einn aðal fulltrúi bindindishugsjónarinnar hér á landi. Þjóðfélagið stendur í milcilli þakklætisskuld við þenna félags- skap og bæði það og einstaklingar þess munu færa þessari stúku hug- heilar þakkir fyrir dyggilegt starf og innilegar ámaðaróskir, sem veganesti næstu 50 ár. Um fyrirkomulag hátíðahald- anna í dag, geta menn lesið í aug- lýsingum blaðanna. F. J. Hersýning í Addis Abeba. Kalundborg í gær. (FÚ). Abessiniukeisari hélt hersýningu í dag í Addis Abeba og gengu fyr- ír keisarann nýliðasveitir, sem ver- iö var að senda á vígstöðvarnar. ítalir hafa í dag hafið loftárás á norðurvígstöðvunum, skæðari en áður. Alþýðubrauðgerðin Brauða- og kökugerð. REYKJAYÍK. Laugaveg 61. Sími 1606 (3 línur). H AFN ARFIRÐI. Strandgötu 32. Sími 9253. KEFLAYÍK. Hafnargötu 23. Sími 17. Hin hraðvaxandi sala er full sönnun þess, að viðskiftamennirnir eru ánægð- ir, enda er öll framleiðsla unnin úr fyrsta flokks efnum, af úrvais fagmönnum. Kjöpordid er: Bestar vöi»olp. Lægst verð LAUGAVEGI 61. Sími 1606 (3 línur). HOFSYALLAGATA 16. YerðiO er 10-20° | ’ægra en annarsstaðar SölDStaðir: Laugaveg 130, simi 2795. Laugaveg 23, — 2856. Bergstaðastr. 4, — 2857. Bragagata 38, — 2794. v Týsgata 8, — 4417. Hverfisgata 59, — 2855. Suðurpóll, — 2862. Óðinsgata 32, — 2695. Grettisgata 28, — 4032. Fálkagata 2, — 2668. Kalkofnsveg. \ m £% Rúgbrauð 40 aura Normalbrauð 40 — Franskbrauð 40 —- Do. 1/2 20 — Súrbrauð 30 — Do, % 15 — Vínarbrauð 10 — Bollur 10 — Snúðar 8 — xSmjörkökur 50 — Smjörhringir 50 — Tvíbökur, % kg. 110 — Kringlur, - - 50 — Slconrok, - - 50 — Sölnstaöir: Ránargata 15, sími Verkam.búst. , — Framnesveg 17, — Vesturgata 54, — Vesturgata 12, — Sólvallagata 9, — Miðstræti 12, — Laufásveg 41, — Reykjavikurv. 5, — Fálkagata 18, — Skrúð, Skerjafirði. PANTANIR AFGREIDDAR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. Munið : að hagur yðar er að skifta við okkur, þvi við bjóðum yður ekki einungis bestar vörur, heldur um leið þá lang- ódýrustu. Verslið því við aðalbúðina á Laugavegi 61, sími 1606 (3 línur) eða við næstu útsölubúð við yður. A1 þ ý ð n. h f a iu d g e p d 1 ii, Laugavegi 61, sími 1606 (3 Iínur). REYKJAVÍK. I 0 0 F 3 = 11711188= Veðurhorfur í gærkveldi: SuSvesturland: Austangola. SumstaSar dálítil úrkoma. Faxa- flói, Breiðafjöröur, Vestfiröir, Noröurland : Hæg austan- og norö- austanátt. Úrkomulaust og sum- staöar bjartviðri. Noröausturland, Austfiröir, suöausturland: Hæg austanátt. Dálítil rigning. Hlutavelta Sjálfstæðismanna veröur haldin í K. R.-húsinu í dag og hefst kl. 5. —- Allur ágóöi af hlutaveltunni gengur til skemti- staöar, sem sjálfstæðismenn ætla að koma sér upp utan bæjar. Þaö er vel til fallið og raunar alveg nauösynlegt, að flokkur sjálf- stæöra manna og kvenna eigi því- líkan samastað í fögru umhverfi og ekki mjög langt frá bænum. Til þess að hrinda þessu nauðsynja- máli eitthvað áleiöis, er hlutavelt- an haldin. Þess er vænst aö sjálf- stæðismenn fjölsæki hlutaveltuna, enda getur beinlínis verið gróöa- vegur aö koma þangaö og freista hamingjunnar. Munir þeir, sem í boði eru, eru margir mjög mikils viröi. Engin núll. Muniö hlutaveltu sjálfstæðismanna í K. R.-húsinu kl. 5 í dag. „Sigrún' á Sunnuhvoli“, ágæt sænsk tal- og tónmynd, hefir verið sýnd hér í Nýja Bíó að undanförnu, alt af fyrir húsfylli, enda er myndin ágæt og sagan, sem hún byggist á, með afbrigöum viiisæl hér á landi, sem annars- staöar á Noröurlöndum. Vafalaust heföi veriö unt aö sýna kvikmynd- ina hér heila viku lengur, en nú eru síðustu forvöö aö sjá hana í dag, því aö kvikmyndahúsiö hefir fengiö símskeyti ttm aö senda hana út með íslandi á morgun. Þrjár sýningar á myndinni veröa í dag og munu þeir margir er vilja kont- ast; á þær. Síðasta, besta og f jölbreyttasta hlutaveltan er í K. R.-húsinu í dag. St. Einingin á 50 ára afmæli í dag. Skemtan- irnar í Iðnó og kvikmyndahúsun- ttm hefjast allar kl. 2)4, en aö- göngumiðasalan byrjar kl. 1 e. li. Guðsþjónustan í fríkirkjunni kl. 5 er tileinkuð deginum og bindind- ismálinu og veröur henni útvarp- að. í Templarahúsinu verður há- tíölegur fundur- kl. 6)4 fyrir alla templara. í Oddfellowhúsinu verð- ur samsæti með borðhaldi kl. 8. Dans á eftir. Hlutavelta sjálfstæðismanna er í K. R.-húsinu í dag. Héraðsþingi U. M. S. Kjalarnesþings, sem átti aö vera í dag, er frestað. Knattspyrnukappleikur verður háöur í dag á íþróttavell- inum kl. 2 milli Fram og Vals. Engin núll eru á hlutaveltu | sjálfstæðismanna. Áheit á Strandarkirkju afhent Vísi: 10 kr. frá K. R., 10 kr. frá „s“. 8 ..SkBggð'$veiDBu eftir MatthíasJochumssolt. Sýning í kveld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir i dag eftir kl. 1. —, Sími: 3191. í sýningarglugga Hressingarskálans veröa í dag nokkurir hinna ágætu muna, sem í boöi eru á hlutaveltu Sjálfstæðis- mánna í K. R.-húsinu. Leikhúsið. Skugga-Sveinn verður leikinn í kveld kl. 8. Hlutavelta í K. R. Dregið verður í happdrættinu þegar aö hlutaveltunni lokinni, af fulltrúa lögmanns. Munið hlutaveltuna í dag. Sjómannastofan Noröurstíg 4. Kristileg satn- koma með skuggamynduni veröur n. k. mánudagskveld kl. 8. Allir velkomnir. K. F. U. M. Alþjóðabænavikan endar í kvöld meö sambænasamkomu í húsi fé- lagsins. Sigurjón Jónsson bóksali stjórnar. Allir velkomnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.