Vísir - 05.12.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 05.12.1935, Blaðsíða 2
Alþjððasamkomn'ag om takmðrknn togaraveiða? Oslo 4. des. „Sörtröndelags-fylkes fiskerlag" hefir tekrö sömu afstööuog „Vardö fiskerlag“ sem hefir snúitS sér til ríkisstjórnarinnar metS áskorun um atS taka upp alþjótSasamninga um takmörkun togaraveitSa. Ennfrem- ur hafa þessi félög skoratS á ríkis- stjórnina a5 gera rátSstafanir til þess a5 koma í veg fyrir aukningu togaraveiSa í Noregi, því a5 af því mundi Ifeiöa atvinnuleysi og skort mikils/ hluta norsku sjó- mannastéttarínnar. (NRP—FB). Samkomu- lagsumleií— anip í Abessiníudeilunni. Um- mæli enskra og frakk- neskra blaða. London 4. des. (FÚ). Frönsk blöð eru full af fréftúm um það í dag, aö Laval og Sir Samuel Hoare muni koma saman á laugardag til þess að ræða um væntanlega lausn á Abessiniudeilunni. Af samninga- umleitunum þeim, sem staðið hafa yfir undanfarið, milli_ Parísar og Rómar, fréttist þo ekki að þeim miði neitt sérstaklega áfram. Pet- ersen, fulltrúi Abessiniukeisara er í París, og á stöðugt í samningum við utanríkismálastj. frönsku. Er sagt, að þeim miði talsvert áfram. I Bretlandi er ókunnugt um þá frétt, sem frönslc blöð þó birta, að Mussolini hafi þegar látið uppi hver væru þau minstu fríðindi, sem hann gerði að skilyrði fyrir að semja frið. Giftingarhriogar ítölsku konungs- hjónanna. Ítalíukonungugr og drotning hans hafa sent Mussolini giftingar- hringa sína til bræðslu, og er ætl- hSt til að þeir verði síðan lagfðir með gullforða ítaliulDanka. Drotn- ingin ritar langt bréf með hring sínum, og kveðst gefa dýrmætustu eign áína, því að hringurinn minni sig á j)á liamingjustund, er hún varð ítölsk kona (hún var prins'- essa frá Montenegro). I^eit ad Ells- worth og Kenyon. Oslo 4. des. Engar fregnir hafa enn borist af flugmönnunum Ellsworth og Ken- yon. Astralska ríkisstjórnin hefir lagt til við l)resku stjórnina, að leiðangursskipið Discovery II. verði látið taka þátt í leitinni að ilugmönnunum. (NRP—FB). Abessiniu- I I sækjafram á norðurvígstöðyunum með 200.000 manna her. Oslo 4. dea. Símskeyti frá Abessiniu herma, að her Abessiniumanna sæki fram á norðurvígstöðvunum. Talið er, að í þessum her Abessiniu séu 200.000 menn. (NRP—FjB). flðrmnleg líðan særðra Abessin- iumanna. London 4. des (FÚ) Fréttaritari Reuters á norður- vígstöðvunum birtir hörmulegar fregnir af líðan særðra abessinskra hermanna. Vantar bæði bráða- birgðasjúkrahús,sáraaðgerðastöðv- ar, flutningstæki, lyf og jafnvel sáraumbúðir. Þó eru nýjar birgðir þessara hluta að berast daglega, og fjórir egipskir læknar eru nú að reyna að koma upp hjúkrunar- stöðvum á suðurherlínu Abessiniu- manna. Flugmáiaráðstefaa í Kaupmaenahðfn Oslo 4. des. Fulltrúar flugfélaga frá sjö löndurrt og meðal J)eirra frá Norð- urlöndum sitja ráðstefnu í Kaup- mannahöfn jressa dagana, til jæss að ræða skipulagningu flugferð- anna milli Norðurlanda og annara Evrópulanda sumarmánuðina. — Samþykt hefir verið að tvisvar á dag verði flogið milli Oslo og Kaupmannahafnar. (NRP—FB). Dómur í smyglun- armáli. Vestmannaeyjum 4. des. (FÚ) í gær var i lögreglurétti Vest- mannaeyja kveðinn upp dómur í máli, sem höfðað var af hálfu valdstjórnarinnar gegn skipstjóra Og nokkrum öðruin skipverjum á E.s. Fantoft frá Bergen vegna ólöglegs áfengis, sem fanst í skip- inu við leit í því jr. 30. f. m Skipstjóri var dæmdur í 4500 kr. sekt og nokkrir aðrir skipverjar í lægri sektir samtals rúmlega 1000 kr. og voru ídæmdar sektir því samtals rúml. 5500 kr. Auk þess var hið ólöglega áfengi, sem fund- ist hafði í skipinu alt gert upptækt. 1 umsátursástandi. Eldhúsræða flutt af Jakoh Möller á Alþingi í gær. Formaður alþýðuflokksins hefir í þingræðu látið svo um mælt, að „segja rnætti að ís- lenska þjóðin væri nú í{ hernað- ar- eða umsátursástandi. Þetta ástand kendi liann utanaðkom- andi orsökum. En þó er ekki nema liálfsögð sagan. í, sann- leika sagt, má telja að þjóðin ekki aðeins sé í einskonar um- sátursástandi, vegna utanað- komandi örðugleika, heldur sé og liafi hún verið það nú um 8 ára skeið af innanaðkomandi orsölcum, Því að alt þetla tíma- bil liefir þjóðin, allur atvinnu- rekstur hennar og framleiðsía verið umselin af gráðugum vargakjöftum síhækkandi tolla og skatta. í sambandi við ummæli hæstv. atv.m.rh. í gær um það, hvað gert mundi hafa verið nú, til að létta örðugleika, sem að steðja, vegna ástandsins í heim- inum, verður að rifja upp og bera saman fjármálastjórn sjálfstæðismanna meðan þeir fóru með völd, og svo það sem við tók undir sameiginlegri stjórn framsóknar ag alþýðu- flokksins. Andstæðingar sjálfstæðis- manna bera þeim jafnan á brýn, að þeir vilji eingöngu beita toll- um til að afla tekna í ríkissjóð. , Á árinu 1921 var sett ný skattalöggjöf, þá fyrst var í rauninni tekinn upp tekju- og eignarskatturinn, með atfylgi þáverandi fjármálaráðherra, Magnúsar Guðmundssonar. Þessum skatti var síðan breytt á þinginu 1923, tekjuskattur af lágtekjum lækkaður, en hækk- aður á hærri tekjum. En nú kom einnig í ljós, að með skalta- löggjöfinni frá 1921, mundi ekki takast að afla ríkissjóði nægilegra tekna, og var þá grip- ið til þess að innheimta 25% gengisviðauka af ýmsum toll- um og gjöldum til ríkissjóðs og mun það hafa verið fyrir frum- kvæði ráðherra framsóknar- flokksins. En til viðbótar var svo að ráði sjálfstæðismanna verðtollur lagður á ýmsar vör- ur, með fyrirheiti um að sá tollur skyldi verða lækkaður smátt og smátt og feldur niður að fullu svo fljótt sem kleift væri. Þá fóru sjálfstæðismenn með stjórn, og það voru sjálf- stæðismenn, sem gáfu fyrirheit- ið um að létta af þessum tolli. Og á næstu árum byrjuðu þeir á efndunum Verðlollurinn var lækkaður og einnig vörutollur- inn af ýmsum framleiðsluvör- um. Samtímis voru verklegar framkvæmdir í landinu auknar og skuldir rikissjóð lækkaðar. — En svo komu stjórnarskiftin 1927. Þá tók framsóknarflokk- urinn við völdum með sluðn- ingi alþýðuflokksins. Og þessir flokkar, sem áður höfðu barisl á móti verðtollinum, og yfirleitt láta í veðri vaka að þeir vilji afla tekna handa ríkissjóði að mestu og helst öllu leyti meö beinum sköttum, og fella niður alla tolla á nauðsynjavörum, þeir létu það nú verða sitt fyrsta verk, þegar á fyrsta stjórnar- ári sinu, að hækka aftur þessa tolla, hæði á framleiðsluvörum og öðrum vörum nauðsynlegum ekki síður en ónauðsynlegum, bæði vörutolla og verðtolla, sem sjálfstæðismenn höfðu lækkað. Og þetta var ekki gert sökum þess, að brýn þörf krefði. Þessi ár voru einhver mestu veltiár, sem sögur fara af. Tekjur rikis- sjóðs fóru langt fram úr áætl- un, en öllu var eytt og hrökk ekki til. Og eftir almesta veltiár- ið, árið 1929, varð ríkissjórnin að grípa til þess að taka 10 rnilj. króna lán erlendis, til viðhótar öllum umframtekjunum, sem ríkissjóði höfðu áskótnast, um 5 milj. á ári til jafnaðar. í stað þess að sjálfstæðismenn höfðu lækkað skuldir ríkissjóðs um 8 miljónir króna á þrem árum, þá hækkuðu nú skuldirnar aft- ur um 10 milj. króna á fyrstu jtremur valdaárum framsókn- arflokksins ag alþýðuflokksins. Þetta var undirbúningurinn undir kreppuna, sem við tók á næstu árum, og ekkert lát er á enn. — Tugir miljóna króna voru reyttir af alvinnurekstri landsmanna, svo að þnátt fyrir öll góðærin gátu þeir ekkert lagt fyrir, til þess að standast komandi örðugleika. Rúnir inn að skyrlunni voru þeir, þegar kreppan skall á þeim. Á fjórum fyrstu valdaárum framsóknar og alþýðuflokksins hækkuðu rekstrarútgjöld ríkis- sjóðs um 4 miljónir króna. Þetta var ekki svo tilfinnanlegt eða áberandi, meðan féð streymdi í ríkissjóðinn frá landsmönnum ag atvinnuveg- um þeirra. En með lántökunum miklu 1930 var eins og algerð straumhörf yrðu í þessum efn- um. Nú liættu tekjurnar að streyma fyrirhafnarlaust í ríkis- sjóð, en það reyndist ekki auð- velt að stöðva strauminn út úr honum. Tekjur ríkissjóðs á erf- iðu árunum hrukku hvergi nærri til, til jæss að standa straum af þeirri útgjaldabyrði sem á hann var húið að hrúga. Og nú kom livert tekjuhallaárið af öðru. Nýjar herferðir voru farnar á hendur borgurunum. Tekjuskatturinn var hækkaður fyrst um 25%, svo um 40%. Nýr viðbótarverðtollur var lög- tekinn. En þrált fyrir alt þetta hrúguðust upp „Iausar“ skuldir ríkissjóðs svo miljónum króna skifti. Og þeim skuldum varð loks að koma fyrir í nýju 11 milj. króna ensku láni, sem tek- ið var á síðasta óri, og þar með uppurið lánstraust landsins er- lcndis og skuldbinding gefin um að taka ekki frekari lán. Hin gálausa fjármálastjórn á veltiárunum var að hefna sín. Með 4 miljón króna aukningu á ársútgj öldunum var búið að binda ríkissjóði þann hagga, sem hann reis ekki undir. Og samtímis skall kreppan yfir, af- urðirnar féllu í verði og at- vinnuvegirnir komust á heljar- þröm. Yarasjóði áttu þeir enga, því að ríkissjóður og hæjar- og sveitarsjóðir höfðu hirt jafn- harðan alt sem afgangs varð hjá þeim og meira. Því að skatl- ránsherferð liinna -ráðandi flokka var ekki beint eingöngu gegn atvipnuvegunum og öllum almenningi í landinu. Hún bendist einnig gegn hæjar- og sveitarfélögunum, á hann hátl, að meira og meira var gengið á þá tekjustofna, sem þau áttu að fá sinar tekjur af. Auk j>ess sem tekju- og eignarskatturinn var liækic- aður, var ráðist á atvinnurekst- ur einstaklinganna með rikis- einokunum, gjaldþol þeirra þannig rýrt, og bæjar- og sveit- arfélög svift tekjum, sem þau svo urðu að leggja á gjaldþegn- ana í annari mynd. Meðal ann- ars á sliguð atvinnufyrirtæki, sem ekkert höfðu afgangs og rikissjóður náði því ekki til. Og var þetta gert alveg eins og til þess væri ællast af stjórnar- völdunum, enda framkvæmdin í þeim efnum t. d. hér í Reykja- vík i höndum framsóknar- manna og socialista. Slíkri skattalierferð á liendur almenningi verður ekki líkt við neitt annað en það, er óvinaher ræðst inn í varnarlaust land. og rænir og ruplar öllu sem hönd á festir. Og svo kemur að síðustu kosningunum. — Núverandi stjórnarflokkar hétu því, fyrir kosningarnar, að létta að minsta kósti nauðsynjavörutollunum af þjóðinni og breyta þeim í beina skatta. Og þegar á fyrsta þinginu, sem háð var eftir kosningamar, efndu þeir að vísu þes^i loforð sín að því leyti að þeir hækkuðu tekju- og eignarskattinn stórkostlega. En það varð minna úr því að toll- arnir væri lækkaðir, því að stórkostleg tollahækkun sigldi í kjölfarið. Og var ríkissjóði með þessu hvorutveggja aflað 2 milj. kr. nýrra tekna. Á þessu sama þingi komu fram háværar raddir um það, að bæjar- og sveitarfélög væri að kikna undir útgjaldabyrð- um sínum, og yrði því ftð hafa einhver úrræði til að ákveða þeim tekjustofna, sem þeim nægðu í stað þeirra, sem ríkið liafði sölsað undir sig. Þeim kröfum var svarað með því, auk tolla- og skattahækkuninn- ar, að lögleiða nýjar ein- okanir og ganga með því enn meira á tekjustofna þeirra. Og ríkissjóðsúlfurinn er jafn soltinn eftir sem áður. Einn af þm. alþýðuflokksins liefir skýrt frá þvi i þingræðu, að yfirstandandi þingi hafi bor- ist kröfur frá 10 bæjar- og sveit- arfélögum, um það, að þeim yrði séð fyrir möguleikum til tekjuöflunar. Það er viðurkent af öllum flokkum, að til vand- ræða horfi, ef þetta verði ekki gert. En stjórnin og þingmeiri- hlutinn berst með oddi og egg gegn því, að nokkur úrlausn sé gerð í þessu efni að svo stöddu. Og það er af því, að enn þarf að reyta almenning i þarfir rík- issjóðs. Tekjulindir ríkissjóðs eru að tæmast. Gjaldslofnarnir að hila. Fjárveitingarnefnd liefir lagt fram breytingartillögur við fjárlögin meðal annars um stór- kostlega lækkun á áætluninni um tekjuskatt og tóbakstoll. Auk þess sem tekjuskatturinn hlýtur að minka jafnhliða því, að tekjur horgaranna fara þverrandi ár frá iári, vegna vax- andi örðugleika atvinnu- ög viðskiftalífsins, hlýtur skattur- inn einnig að minka vegna vax- andi skattafrádráttar. Það er enn talað um hátekjur og há- tekjuskatt og stjórnarflokkarn- ir eru nú að leggja fram nýtt frumvari) um stórfelda hækkun á liátekjuskattinum, til þess að vinna upp rýrnunina, en með þessari sífeldu hækkun skalls- ins rekur að þvi, að hátekjurn- ar hreytast í lágtekjur. Og þó að einliver jir kunni að segja, að bættur sé skaðinn, þó að þann- ig lækki hagur hátekjumann- anna, þá á ríkissjóðurinn líka eftir að súpa af því seyðið, ef hátekjurnar hverfa og ekkert er hægt að leggja á þær. Og alt at- vinnulíf í landinu á líka eftir að súpa af því seyðið, ef öll fjár- söfnun fellur niður. Og nú er svo komið, að jafnvel stjórnar- flokkarnir verða að viðurkenna, að lengra sé ekki fært að lialda á þeirri hraut. Og þess vegna sjá þeir nú ekki aðra leið til fjár- öflunar, en að brjóta algerlega í bág við stefnu sína, eins og at- vinnumálaráðherranu lét um mælt á dögunum, og hverfa að því ráði, að lögleiða nýjan töll af nauðsynjavörum atmennings. Og 750 þús. kr. á að taka af al- menningi í landinu rrieð þess- um nýja tolli. Ekki af óþarfa- varningi, eða „luxusvarningi“, eins og látið er í veðri vaka. Inn- flutningur á slíkum varningi verður bannaður. Þessi tollur verður tekinn af kaffi og sykri, fæði almennings, klæðum og skæðum og öðrum þeim hlutum sem menn geta ekki án verið. Það kæmi líka ríkissjóðnum að litlu gagni, ef menn gætu liætt að nota þessar vörur, ef menn t. d. hættu að drekka kaffi, og notuðu mjólk í stað- inn, eins og hæstv. forseti var að náða mönnum til á dögunum. — Nei, tekjurnar eiga að nást i ríkissjóðinn. Það rekur að vísu einnig að því, að þessir nýju tekjustofnar bili líka, eáns og tekjuskatturinn og tóbaks- tollurinn. Því er hka yfirlýst, að þessa tekjuöflunaraðferð eigi að eins að nota i eitt ár, meðan verið sé að leita að nýrri tekju- öflunarleið. í gamansögu eftir Bene- dikt Gröndal segir frá fjár- aflamanni einum að hann gekk upp á liátt fjall til að skygnast eftir þvf hvort engin jörð væri eftir óveðsett á landinu. Nú ætlar stjórn hinna vinnandi stétta að nota tímann milli þinga í svipað ferðalag, til að skyggnast eftir nýjum leiðum til tekjuöflunar. Og af hverjum tindi, sem hún stígur á, mun henni gefa að líta landsfólkið á hröðum flótta undan skattpin- ingar-úlfinum, ■ reytandi af sér spjarirnar til að kasta í óarga dýrið. En hlutverk stjórnarinn- ar verður þá að finna leið til að reyta af því siðustu flíkurnar. Já, það er vissulega ekki að ófyrirsynju, að tala um, að þjóðin sé i einskonar umsát- ursástandi. Hæstv. atvinnumálanáðherra sagði í gær, að vegna kreppunn- ar væri brýn nauðsyn á því að nota til liins ítrasta þær leiðir, sem til væru, til að hæta úr örð- ugleikunum. En þegar „leiðir“ stjórnarinnar eru athugaðar, þá verður sjálfsagt mörgum að spyrja, hvort þær miði ekki að því, að bæta bölið með því a.ð bíða annað verra? , Leiðirnar eru þessar: Að hækka tekjuskattinn og þvinga með því bæjar- og sveit- arfélög til að liækka rekstrar- úrsvör sligaðra atvinnufyrir- tækja eða leggja gjöld á neyslu- vörur almennings. Að leggja á nýja neyslutolla á nauðsynja- vörur almennings, sem einnig lenda að miklu leyti á fram- leiðslunni. Að nota til hins ítrasta, eins og sagt er í greinargerð slcatt- píningarfrv. nýja, álagningar- möguleika á varning, sem ríkið verslar með, og virðist ]>ó vart ábætandi, cins og t. d. heildsölu- álagning bíla- og raftækjaversl- ananna er orðin og hv. þm. V.Sk. lýsti. < Og að síðustu, að tvöfalda bensíntollinn. Þetta ællar ríkisstjórnin alt að gera, til að hjálpa framlciðsl- unni. Og alt lendir þetta þó á framleiðslunni. Og hvaða hjálp verður þá að því? Hæslv. atvinnmálaráðherra spurði í gær, hvort nokkurum manni dytti í liug, að meiri at- vinnubótavinna væri unnin nú, ef sjálfstæðisflokkurinn væri við völd? — En dettur hokkur- um manni í liug, að málefnum þjóðarinnar og fjárhag ríkis- sjóðs væri komið í slíkt öng- þveiti sem nú er, ef sjálfslæð- ismenn hefðu farið með völd síðustu 8 árin?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.