Vísir - 05.12.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 05.12.1935, Blaðsíða 3
VlSIR Hiifoas Og jarðfræði íslands. 1 myndablaði því sem sagt er að allravíðast muni koma — Illustrated London News — var fyrir nokkrum mánuðum, ein síða helguð myndum af ís- lenskum fossum. Háifoss var þar eldci, og er svo víðar, þar sem sýndar eru myndir af því á íslandi sem helst þykir þess vert; t. d. má nefna bók Gunn- ars Gunnarssonar, Sagaöen. Má af slíku ráða, að foss þessi sé ekki eins frægur og vert væri. Þvi að Háifoss á skilið að vera frægastur þeirra fossa sem hér á landi eru. Virðist mér enginn sá foss sem eg hefi séð, vera niá- lægt því að komast til jafns við hann. Og í hvert skifti sem eg hefi að honum komið, hefir mér virst hann langtum svip- meiri en mig minti hann væri. Og ekki spillir það til, liversu fossbergið umhverfis er mikil- fenglegt og stórfróðlegt. Utan við fossinn er jarðfall eða berg- fall stórkostlegt og hefir þar brotnað niður hamrabrún há- lendisins. Ekki man eg nú að nefna hversu víðáttumikið jarð- fall þetta er, en hitt man eg vel, hversu langt og erfitt mér fanst það yfirferðar er eg var þar með vinum mínum Hlíðar- bræðrum, Páli og Guðmundi, sem voru að sýna mér fossinn. Jarðfall þetta heitir Hraunið, og er það nafn fornt, þvi að hraun í nútimamerkingu þess orðs, er þarna ekki. í ritgerð sem eg skrifaði um þetta og kom 1895 í tímariti sem hét Naturen og Mennesket og nú er löngu undir lok liðið, er jarð- fall þetta nefnt Hrunið, af mis- skilningi nokkrum, og væri þó réttnefni ef á myndunarsöguna er litið. Hraunið er síðasta við- bótin af því tagi við Suðurlands- undirlendið, og má þar sjá af- leiðingarnar af nokkuð stór- kostlegum jarðskjálfta. Menjar jarðskjálftanna miklu og ill- ræmdu sem urðu haustið 1896, má einriig sjá þarna, því að þá hrundu niður björg þau sem spilla hylnum undir fossinum. Er fróðlegt að bera þau verks- ummerki saman við Hraunið. Hafi munurinn á jarðhræring- unum verið að því skapi, sem ekki er ólíklegt, mun jarð- skjálftinn, sem fyrir 2—3000 árum saxaði á hálendisbrúnina svo að Hraunið varð til, hafa Á stjórnarárum sjálfstæðis- flokksins voru skuldir ríkis- sjóðs lækkaðar um nálega helming eða um 8 milj. kr. Með því voru vaxtaútgjöld rik- issjóðs lækkuð sem því svarar. Samtímis voru tollarnir á nauð- synjavörum lækkaðir. Ef sjálf- stæðisfl. hefði farið með völd úfram, liefðu skuldir rikissjóðs sennilega verið greiddar að fullu á næstu árum, eða sem því svarar lagt til framkvæmda, sem lán hafa verið tekin til og nauðsynjavörutollar hefði ver- ið lækkaðir. Það er að minsta kosti aug- Ijóst, að viðhorfið hefði þá ver- ið alt annað en nú, og auðveld- ara að afla f jár til nauðsynlegs stuðnings atvinnuvegunum og styrktar atvinnuleysingj um en nú, þegar skattaáþjánin er orðin svo mikil, að jafnvel hinir ráðandi flokkar yerða að viðurkenna, að lengra verði ekki gengið í því efni og þegar lánstraust þjóðarinnar er ger- samlega þorrið. verið ærið stórfeldur, og vafa- samt hvort nokkurt hús á ís- landi mundi uppi standa, ef slíkur kæmi aftur. Brotabrúnir hálendisins, slik- ar sem koma svo fagurlega fram þarna við Þjórsárdalinn, þóttu áður, og alt þangað til um aldamótin siðustu, næsta verð- litlar frá jarðfræðilegu sjónar- miði. En þær hafa þó raunar stórfróðlega sögu að segja, þeg- ar menn læra að þekkja og greina sundur bergtegundirnar, þrátt fyrir þær miklu breyting- ar af jarðlúta og öðru, sem gert höfðu þær svo torlœnnilegar, að jafnvel hinir færustu jarðfræð- ingar höfðu skoðað þær, hver eftir annan, án þess að skilja nokkuð í þeim. II. Alhr sem kynnast vilja ís- lenskri náttúru þurfa að skoða Háafoss, og býst eg við, að fáir muni þeir verða, sem ekki lang- ar til að sjá hann oftar en einu sinni. Og Eimskipafélagið ætti að styðja að frægð fossins háva með því að láta næsta skip silt heita hans nafni. Vildi eg þess óska, að það skip yrði svo merkilegt, að ekki bæri síður af öðrum skipum félagsins en Háifoss af öðrum fossum lands- ins. Segi einhver, að ekki séu nú tímar til að tala um slíkt, þá er þar til að svará, að þeir tím- ar gætu auðveldlega orðið. Breyttir tímar eiga fyrst og fremst rót sina í bættu hugar- fari, aukinni þekkingu — þegar til batnaðar er. Hér á Islandi hefir, þrátt fyrir allan vornæðing, VSxið upp vísir nýrrar þekkfngar og þó í fullu samræmi við það sem hefir hér áður orðið og aldrei kulnað með öllu út. Enginn getur um það efast, að svo hefir farið sem eg sagði fyrir löngu, að óheillavænlegt mundi reynast að gefa þessu engan gaum. Geri menn nú á hinn veginn og munu þá ekki lieldur bregðast afleiðingarnar. Farsælda Frón mun ísland fljótt verða, þegar þjóðin fer að átta sig á sjálfri sér og lilutverki sínu. Og full þörf mun verða góðra skipa til að flytja hingað alla þá sem landið vilja gista þegar Baldur verður aftur kominn, eins og skáldið (William Morris) kvað. 4. des. Helgi Pjeturss. Frá Alþingl Efrí deild. Þar var tekið til 3. umr. frv. til 1. um bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs. Jón A. Jónsson tók til máls og hélt langa og ítarlega ræðu um skattamál landsmanna og sýndi fram á, til viöbótar við það sem áður hafði verið sagt, við fyrstu umr, hve mikið óráð slíkar skattaálögur væru og hve lítið væri fyrir því hugsað hvar þær kæmu niður og hvaða áhrif þær hefðu á hag almennings. Breyt- ingartilögur hafa komið fram við þelta skattafrv. frá Pétri Magnús- syni og Guðrúnu Lárusdóttur, en tími vanst eigi til neinna umræðna þeim viðvíkjandi, því fundi var slitið kl. 2 vegna útvarpsumræðn - anna frá fundi í sameinuðu þingi. Neðri deild. íFrv. til 1. um alþýðutryggingar var til 2. umr. Héðinn Vald. liélt ræðu sem framsögum. meiri hl. allsherjarnefndar, og vill sá hluti nefndarinnar samþ. frv. með litl- um breytingum. Minni hlutinn vill samþ. slysa-, elli 0g örorkutrygg- ingarnar og eins slysatrygging- arnar, en atvinnuleysistrygging- arnár ekki. Færá þeir þau rök fyr- ir því að slíkar tryggingar séu erfiðar og dýrar í þjóðfélagi, þar sem atvinna er jafn bundin við árstíðir og raun er á hjá okkur. í öðru lagi eru fjárhagsörðug- leikarnir svo miklir að ríki og bæjarfélög geta ekki lagt af mörkum stórar upphæðir, minst 150 þús. kr. árlega, til slíkra trygg- inga í kaupstöðum. Nær væri, ef fé væri til, að leggja það í að skapa aukna atvinnu með þjóðinni. Ennfremur telur frsra. minnihlut- ans að atvinnuleysismeðgjafir í kaupstöðum miði til þess að auka þann fólksstraum úr sveitunum, sem án fyrirhyggju og forsjár hef- ir undanfarið offylt kaupstaðina. Annars var frv. ekki rætt að þessu sinni frekar en það, að H. Vald. hélt framsöguræðu sina, því að henni lokinni var umræðu frestað. EldMsnmræðnr ( gærkveldi. Haldið var áfram í eldhúsinu í gærkveldi og héldu umræður á- fram á þeim brautum, sem mark- aðar voru í frumræðum daginn áð- ur. Sjálfstæðismenn lögðu einkum áherslu á að rekja í sundur undan- farandj fjármálaóstjórn og sýndu fram á með glöggum rökum hvert stefndi i þeim efnum und ir þeim klíkuyfirráðum, sem nú skipa lög- um í landi. Þeir báru saman stjórn þessara rnála á árunum '24—'27 og þá óhófseyðslu og sukk, sem ríkti á Jónasarárunum, og áframhald- andi skatt-píningu og kúgun at- vinnuveganna undir yfirstjórn Isy- steins Jónssonar. Sjálfstæðismenn komu einnig inn á afurðasölumálin og alla þá handvömm og sukk, sem þar hefir átt sér stað, þeir átöldu stjórnina fyrir bitlingaveitingar og óhóflega eyðslu í hinar og þessar nefndir. Þeir deildu harðlega á ein- okunarstefnuna og þá lítilsvirð- ingu á einstaklingsfrelsi og fram- taki, sem lýsti sér í gerðum núver- andi valdhafa. J. Bald. sagði reyndar í ræðu út af ummælum sjálfstæðism. um of dýrar og of margar nefndir, að þessar ádeilur væru einungis sprottnar upp af því að þeir sæi ofsjónum yfir gagnsemi og dugnaði nefndanna!! Ólafur Thors hafði talað um nauð- synina á því að bændur sjálfir fengju stjórn afurðasölumálanna í sínar hendur og að þeim bæri að fara að þekkja "sinn vitjunartíma um það, að styðja ekki lengur þá stjórn, sem svo illa kæmi fram gagnvart þeim, eins og hefði sýnt sig í framkvæmd afurðasölunnar. Þetta sagði J. Bald. að væri „naz- istisk tillaga“! Slíkar og þvílíkar voru röksemdir jafnaðarmannafor- ingjans. Ól. Th. sneri sér annars helst að Eysteini í umræðunum og dró fram í dagsljósið þá heit- strengingu ráðherrans að koma á greiðslujöfnuði við útlönd á þessu ári, en 'þaði hefir mistekist hrapal- lega. —■ Síðan E. J. tók við stjórn hefir landið ’sokkið 22 miljónum dýpra í skuldafenið vegna óhag- stæðs greiðslujafnaðar. Allur fer- ill þessa ráðherra er ófarir á ó- farir ofan í baráttunni við þau viðfangsefni, sem hann átti að leysa úr. Stjórnarliðar héldu áfram að veifa þeirri blekkingu framan í almenning að nýju tollaálögurnar næðu aðeins til luxusvarnings, þrátt fyrir það þó svo sé í reynd- inni að mest af því, sem landslýð- urinn þarf í sig og á, sé sett undir þessa nýju hækkun. ITræðslan við að almenningi sé það sama ljóst, kemur glögt fram í þessu yfirklóri rauðu þingmannanna. Bænda- flokksmennirnir deildu einnig mjög harðlega á stjórnina fyrir framkomu hennar í afurðasölu- málunum og lét Þ. Briem höggin óspart ríða að höfði landbúnað- arráðherra. Varnir Herm. Jónas- sonar voru ærið kjánalegar, enda er öllum kunnugt, að málstað- urinn er illur. Andstæðingar stjórnarinnar sóttu fast á og voru rök þeirra þung og mikil gegn málstað stjórnarinnar. — Af hálfu sjálfstæðismanna töluðu Ól. Thors, G. Sv., Jakob Möller. Bændaflokksmennirnir báðir töluðu aftur, enn einu sinni, en af hálfu Framsóknarflokksins töluðu ráðherrarnir báðir og Jónas. Af hálfu socialista J. Bald., Sig Ein., Haraldur atvinnumálaráðherra. — Það vakti athygli, að enginn þing- maður taldi' samboðið virðingu sinni, að ansa Jónasi. Þóra Friðbjarnardóttir sjötug. —O— Það er erfitt að gera góðverk, ef sá kvarði er lagður á þau, að hægri höndin viti ekki hvað hin vinstri gerir. — Þeir eru víst fáir, karlar og konur, sem hafa leyst þessa gestaþraut lífsins. Þó eru slíkir einstaklingar til, sem betur fer, en það er erfitt að jiekkja þá frá fjöldanum, því þeir dylja þessa hluti fyrir sér og öðrum. En ó- varikárnin getúr h§nt ftlla, og í þessu efni nægir, ef nægti liður í keðjunni segir eftir. — Þessari skapgerð fylgir sú náðargjöf, að spyrja ekki um, hver það er, sem líknarinnar þarf, hvort það er maður eða málleysingi, ungur eða gamall, ljótur eða fagur. Það er aðeins bróðir eða systir, sem ekki má líða þraut án líknar. —Þannig er vihkona mín, Þóra Friðbjarn- ardóttir i Tungu, og þannig hefir hún ætíð verið þessi sjötíu ár, sem gengin eru af æfi hennar. — Hún hefir ekki farið varhluta af ýms- um erfiðleikum, en svo virðist sem það hafi aðeins skerpt sjón henn- ar á vanlíðan annara. — Börnin, vesalingarnir og málleysingjarnir eru vinir hennar við fyrstu sýn, og þá er sjaldgæft að pyngjan sé svo létt, að ekki sé þar til pen- ingur handa bágstöddum, ef á liggur, en eyrir ekkjunnar er sí- gild mynt. Þau eru mörg börnin og margir ínálleysingjarnir sem Þóra Frið- bjarnardóttir er búin að gleðja þessi 70 ár, sem af eru -æfi henn- ar, og eg óska þess og vona, að hún lifi enn um skeið, til að verma og gleðja alla vesæla sem verða á vegi hennar, þó það gangi henni nær að geta ekki upprætt sársauk- ann, en það verður svo að vera fyrst hún er þannig gerð. Th. A. til þess aS skera úr því, hvort Bandaríkjastjórn sé heimilt, samkvæmt stjórn- arskránni, að banna olíu- flutninga til Italíu. London 4. des. (FÚ). Mál verður nú höfðað í Banda- ríkjunum til þess að fá það prófað fyrir dómstólum, hvort stjórninni er það heimilt samkvæmt stjórnar- skránni, að banna olíuflutninga til Ítalíu. Heitir sá Giordano, er málið höfðar, og er ritstjóri ítalska (Bandaríkjablaðsins Italo Pro- gresso. Málið er höfðað gegn með- limum hergagnaeftirlitsnefndar- innar, og vill ritstjórinn fá álykt- tm hennar um olíubannið dæmda dauða og ómerka. Cordell Hull, 'utanríkismálaráðherra og 4 öðrum ráðherrum er stefnt til að mæta í málinu. Reykjavík forfedra voppa. Félagið Ingólfur efndi til skuggamyndasýningar i Yarð- arhúsinu í gær, lil þess að sýna gamlar myndir frá Reykjavik. Mátti heita, að húsfyllir væri, og hefir það þó vafalaust dregið úr aðsókninni, að eldhúsumræðum var útvarpað í gærkveldi. Dr. theol. Jón biskup Helgason hafði sýnt stjórn Ingólfs þá góð- vild, að skýra myndirnar, en biskupinn er kunnastur sögu Reykjavikur núlifandi manna, og voru skýringar lians gagn- orðar og stuttar, eins og nauð- synlegt var, en mjög skemtileg- ar og fræðandi. Myndasýning félagsins „Ingólfur“ í sumar var liin ánægjulegasta, en eg hika ekki við að fulhmða, að almenn- ingur hafi miklu meira gagn af slíkri sýningu sem þessari, þeg- ar ágætur maður skýrir liverja mynd um leið og hún er sýnd. Auk þess njóta myndirnar sín ljómandi vel á tjaldinu og sjást þar hæfilega stækkaðar, til þess að menn geti notið þeirra sem best má verða. Það var ánægjulegt að vera á sýningunni í gærkveldi, ékki að eins að sjá myndirnar og heyra skýringarnar af munni biskups vors, heldur að sjá það jafn greinilega og raun varð á, liversu ánægja manna var mik- il, þvi að á hvers manns andliti var ánægjubros, er menn héldu heim, og allir voru að tala um það, sem þeir höfðu séð á sýn- ingunni. Var þarna margt gam- alla Reykvíkinga, og talsvert af ungu fólki. Þegar klukkustund var liðin, var sýningin í raun- inni búin, en nokkurar „plötur“ voru þá enn ósýndar og var því, að ósk allra viðstaddra, lialdið áfram, uns engin mynd var ósýnd. Biskupi þökkuðu menn með lófataki ágætar skýringar, en hann þakkaði mönnum komuna fyrir hönd „Ingólfs“. Sýningin verður vafalaust end- urtekin. a. Vetrarhjálpin hér í bænum er nú aS hefjast. Stefán A. Pálsson um- boösmaSur hefir veriö rá'ðinn for- stöðumaður hennar í staS Þór- steins Barnasonar, sem hafSi for- stöSuna í fyrra. Framkvæmda- nefnd skipa nú Ásmundur GuS- mundsson guSfræSiprófessor, Ámi SigurSsson fríkirkjupr., Magda- lena Guðjónsdóttir skólahjúkrun- arkona, ÞuríSur Þorvaldsdóttir skólahj úkrunarkona, Magnús V. Jóhannesson fátækrafulltrui, Þór- steinrí Bjarnason körfugerðarmaS- ur og framkvæmdarstjórinn Stefán A. Pálsson umboðsmaSur. Vetrarhjálpin hefir skrifstofu í húsi viS Skúlagötu, beint á móti sænska frystihúsinu (þar sem áður var kolaverslun Olgeirs FriSgeirs- sonar) Sími 1490. Er skrifstofan opin fyrir almenning frá kl. 2til 4 alla virka daga, og er fram- kvæmdarstj órinn ávalt til viStals á þeim tíma. Eru þaS vinsamleg tilmæli for- "stöSumanns og nefndarmanna aS bæjarbúar bregSist nú vel viS eins og áður. Sérstakleg'a skal á þaS minst aS fatnaSargjafir allskonar, dúkar, föt, sem hægt er aS breyta o. s. frv. er þakksamlega þegiS, og vonast eftir aS þær gjafir komi sem fyrst, svo hægt sé aS sauma fatnaSi handa fátækum heimilum fyrir jólin, þar sem mest þörf er á. Gjöfum er veitt móttaka í franska spítalanum, eSa sent eftir þeim, ef tilkynt er í síma Vetrarhjálparinn- ar 1490. ítalska stjórnin gefur út tilkynningu um, að hún hafi ekki gefið Standard Oil nein einka- söluréttindi á bensíni á It- alfu. London 4. des. ítalska ríkisstjórnin hefir birt tilkynningu þess efnis, aS þaS sé rangt, aS hún hafi veitt eSa ætli aS veita Standard Oil Company í New York einkasöluréttindi á bensini á Ítalíu og segir í tilkynn- ingunni, aS þetta hafi ekki viS nein rök aS, stySjast. Eins'og sím- aS var í morgun hafSi United Press fregnaS samkvæmt heimild- um, er U. P. hefir ekki reynt aS óáreiöanleik, aS samkomulag hefSi náSst milli Ítalíustjórnar og undir- félags Standard Oil í New Jersey um útvegun oliubirgSa o. s. frv., en forseti Standard Oíl í New York, er U. P, spurSi um þetta neitaði, aS fregnin hefSi viS rök aS styöjast. (United Press—-FB). Árekstur á sj ó Oslo 4. des. Frá Ramsgate er sjmað til Sjö- fartstidende, að tankskipiS Buckin- um frá Arendal hafi rekist á breska tankskipið Corinthus fyrir austan Goodwing vitaskipiö. BæSi skipin sködduðust viS áreksturinn. Kom gat á hliðina á Buckinum, en skipiS gat haldiö áfram til London. (NRP—FB). Ofviðri á Norðupsjó. Oslo 4. des. Miklir stormar hafa verið á Noröursjó aö undanfömu. E.s. Gulhaug er nýkomiS til Stavanger ineS kola- og koksfarm frá Eng- landi.'Öllum þilfarsfarminum, 125 smálestum, skolaSi fyrir borö. — (NRP—-FB). 1.0.0 f Veðrið í morgun: í Reykjavík —4 stig, Bolungar- vík o, Akureyri —3, Skálanesi 3, Vestmannaeyjum 2, Sandi —1, Kvígindisdal —4, Hesteyri —1, Gjögri o, Blönduósi —2, Siglu- nesi 1, Grímsey 1, Raufarhöfn 1, Fagurhólsmýri 1, Reykjanesi —4 stig. Mestur hiti 1 stig. Mest frost 3 stig. Yfirlit: LægS aS nálgast úr suðvestri. Horfur. Suövestur- land, Faxaflói, BreiSafjörSur, Vestfiröir: Vaxandi austan 0 g suðaustanátt og þyknar upp í dag. Snjókoma og síSan rigning í nótt. NorSurl., norSausturland, AustfirS- ir: Noröan og noröaustangola í dag, en vaxandi austan eSa suö- austanátt í nótt. Úrkomulítið. Suðausturland: Hægviöri í dag, en þyknar upp meö vaxandi austan eöa suSaustanátt í nótt. Símabilanir. Símaslit uröu í gærkveldi milli Leirvjkur og Kirkwall, en eigi kunnugt hér í morgun nánara um bilanirnar. Reykjavík hafSi ekki samband viS SeySisfjörö í morgun vegna bilana, nema þráSlaust sam- band. Má búast viS aS skeytum frá útlöndum seinki eitthvað. 85 ára er í dag Sólveig Níelsdóttir, Elliheimilinu Grund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.