Vísir - 23.12.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR verða allir ánægðir með, ef hann er búinn til úr okkar ágætu HRÍSGRJÓNUM. AntJiony Eden skip- adur utanrílcismála- rádherra Hretlands. Skipunin hefir vakið mikla undrun á Bret- landi og víðar, þar sem búist var við, að ann- arhvor þeirra Sir Austens eða Neville Cham- Jberlain yrði fyrir valinu. — ítalir eru óánægð- ír yfir því, að Eden varð eftirmaður Hoare, enda er kunnugt, að hann muni fylgja fast fram þeirri stefnu, að frekari refsiaðgerðum verði beitt, en sú stefna hefir fylgi banda- bgsins og hefir skipun Edens í embættið því verið vel tekið í Genf. London, 23. desember. Anthoimy Eden, þjóðabandalagsráðherta Bretlands, hefir verið skipaiífcir utanríkismálaráðherra í stað Sir Samuel Hoare, er sagði af-sér vegna andúðar og mótspyrnu gegn tillögum hans og Lavab tii lausnar Abessiniudeilunum. Embætti Edens sem þjóðabandafíagsráðherra Bretlands verður lagt niður. Skipuim 'Edens í ’ráðherraembættið vakti mikla undrun, jafnvel meðal breskra stjórnmálamanna, því að þeir bjuggust allalment við, að Sir Austen Chamberlain yrði fyrir valinu sem eftirmaður Iffoare. Skipuna Sdens í utanríkismálaráðherraembættið er skilin svo, að Bretar búist til þess að fylgja eindregið þeirri stefnu, að bannaðíír verði útflutningur olíu, bensíns, kola, stáls og járns til Ítalíu. (United Press — FB.). Rón^aborg, 23. desember Bæði meðal ítalskra stjórnmálarúanna og erlendra stjórn- málamaniíta í Rómaborg er litið svo á, að skipun Edens í ráð- herraembgefitið muni auka líkurnar til þess, að ófriðurinn breið- ist til Evrópa. (United Press. — FB.). „ Genf, 23. desember. Skipum Edens í utanríkismálaráðherraembættið vakti nokkra umdrun meðal stjórnmálamanna hér, þar sem búist var ’víð að ammarhvor þeirra Sir Austens eða Neville Chamberlain yrðí fyrir ralinu, sem eftirmaður Hoare. En stjórnmálamenn alment eru mjög ánægðir yfir því, að Eden verður eftirmaður hans, því áð þeir álíta, að hann muni frekara en nokkur annar hefði gert. berjast fyrir þeirri stefnu, sem bandalagsþjóðirnar hafa lýst sig’ samþykka. (United Press. —FB.). Bifreiðaverkfallið og „leidtogar44 hinna vinnandi stétta. London 23. des. í Genf er útnefningu Anthony Eden í utatuíkismálaráðherraem- )>ættið tekið tneð fniklum fögnuði. Haim nýtur ínns mesta álits hjá starfsmönnutu Pjóðabandalagsins, log fulltrúií'.u flestra meðlima 1 bandalagsi'.is. Han hefir í undan- farin tvö ár, árt mikinn þátt i því, að leysa ýnts hin mestu vandamál sem lögð hafa verið fyrir Þjóða- bandalagið, t.d. viðsjár millijúgó- Slavíu og Ungverjalands í fyrra, vegna morðs Alexanders Júgó- Slavíu-kOnuugi. Það hefir vakið mikla óánægju í ítalíu, að Anthony Eden skuli hafa orðið fytir valinu í utanríkis- ráðherraembættið. Italir skella á hann stóruiu hluta skuldarinnar, fyrir refsiaðgerðirnar, og afdrif sáttafillagnatma. í Frakklandi láta vinstri- og niiðflokka blöðin mjög vel yfir útnefndingu Edens, ■ en hægri btoðin teíja að hér hafi verið óheppilega valið, og óttast, að nú verði ef til.vill hert á refsi- aðgeröunuip gegn Ítalíu, meira en hyggilegt sé. í Þýskalandi láta blöðin ekki neina aðra skoðun í ljós en þá, að hæfileikar Eden til starfsins virðist ntiklir, hvernig sem hann kunni að re.ynast. Einn af helstu stjórnmálamönn- um Ástralíu hefir látið svo um mælt, að framsókn Edens á stjórn- málasviðinu eigi sé ekki sinn líka t breskri stjórnmálasögu, og telur mjög heppilegt, að hann skuli hafa verið. kjörinn til að gegna utan- ríkismálaráðherraembættinu, þar sem hann sé ekki svo gamall, að hann sé ennþá flæktur í fjötra pólitískrar siðvenju, en nógu gamall til þess, að skilja hin flóknu pólitísku viðfangsefni Ev- rópu. Það má heita, að ekki sé um annað talað í bænum þessa dag- ana, en bifreiðaverkfallið. Er það og mjög að vonum, því að stöðvun alls bifreiðaaksturs hlýtur að valda afskaplegri truflun á öllu viðskifta- og atvinnulífi í bænum og nær- sveitunum, sem samgöngur teppast við. En að sjálfsögðu er það að minstu leyti komið í ljós ennþá, hve víðtækar afleiðingar slíkt sam- gönguverkfall getur haft. Á þessum tíma árs, veldur slík samgönguteppa að vísu minni truflun en á öllum öðrum árstím- um. En eigi síður verður að vænta þess, að alt verði gert, sem unt er, til þess að hún verði sem skemst Og kröfum um það verður fyrst og fremst að beina til rikisstjórn- arinnar. Menn eru að vísu vafa- laust misjafnlega trúaðir á það, að stjórnin hafi mikinn vilja á því að verða við slíkum kröfum, það virðist jafnvel svo, að henni sé þaðj hugleiknast, að stofna til sem mestra æsinga í sambandi við verkfallið. Stjórnarblöðin virðast keppast utn -þaS sín á milli, hvort þeirra geti blásið meira að kolun- um. Eins og vant er, þá er það Al- þýðublaðið, sem hefir alla yfir- burðina í þeirri samkepni. Og eins og vant er, þá gerist það nú svo gífu'ryrt og óðamála, og svo bert að ósannindum og staðleysum, að ætla mætti að það væri verst því sjálfu. Það hefir tekið sér fyrir hendur að reyna að sannfæra menn um það, að sjálfstæðisflokk- urinn hafi íkomið verkfallinu á, stað. En rökm, sem það færir fyrir því, falla um sjálf sig, af því að þau eig'a; enga stoð í Veruleik- anum. iBlaðið segir í gær, að öll at- vinnubótavinna í bænum hafi ver- ið stöðvuð, um leið og verkfallið hófst, og verkfallið muni hafa ver- ið sjálfstæðismönnum „kærkomið tilefni", til að stöðva þá vinnu og vinnuna við Sogsvirkjunina! En þetta er gersatnlega tilhæfulaust. Það hefir engin stöðvun oröið á atvinnuvótavinnunni, nema að því leyti, sem beint leiðir af verkfall- inu„ að bifreiðarstjórar hafa lagt niður vinnu. Og heldur ekki svo kunnugt sé í Sogsvinnunni. Það er hinsvegar kunnugt að „leiðtogum" hinna vinnandi stétta voruþaðmik- il vonbrigði, að atvinnubótavinnan stöðvaðist ekki og að ekkert var Verkfallið og mjólkur- flutningamir Vísir átti tal við Eyjólf Jó- hannsson framkvæmdarstjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur og spurði hann um hvernig nú væri háttað flutning á mjólk til félags- ins, hvort sama mjólkurmagn kæmi til þess daglega og verið hefði o. s. frv. E. J. sagði, að svo mætti heita að félagið fengi sama mjólkur- magn 0g áður en verkfallið hófst eða um 12000—-13000 lítra dag- lega, en flutningarnir væri vitan- lega meiri erfiðleikum bundnir en áður. Sérstakar ráöstafanir voru gerðar til þess að hægt væri að halda uppi flutningunum og notar félagið enga bíla til flutninganna. Er mjólkin flutt sjóleiðis aðallega og á hestvögnum að nokkru leyti. Vélbátar flytja mjólkina úr Kjós- inrii, af Hvalfjarðarströnd og frá úr henni dregið í sambandi við verkfallið. Þeir höfðu látið blað- ið hlaupa með þá staðleysu, að vinnan hefði verið stöðvuð, og þeir hafa sjálfsagt hlakkað yfir því, hvílíkum æsingum það mundi koma af stað gegn bílstjórunum, og hve auðvelt yrði að telja fólki trú um, að verkfallið hefði verið gert fyrir áeggjan sjálfstæðis- manna. En nú hafa þeir einmitt með þessari fljótfæmi sinni beint sannað það gagnstæða, að ekkert sa.nband er þarna á milli. Það er augljóst að „leiðtogarn- ir“ óttast það, að verkamenri yfir- leitt muni hallast á sveif með bif- reiðastjórum. Þessvegna er stofn- að til æsinganna gegn þeim, í stað þess að bera sættarorð á milli og reyna að koma á friði. En þessi aðferð „leiðtoganna“ sýnir best, hversu óhæfir þeir eruhil þess að rækja það hlutverk, að vera for- ráðainenn hinna vinnandi stétta. -—- Bifreiðastjórunum finst þeir liafa verið órétti beittir, og til þess að rétta hlut sinn, grípa þeir til hins viðurkenda úrslitaúrræðis verklýðssamtakanna, að gera verk- fa.ll. En fyrir það eiga þeir að verða „óalandi og óferjandi“ með- al stéttarbræðra sinna. „Leiðtog- arnir“ hafa viðbúnað til þess að „berja þá niðíur“ fyrir tiltækið. — Getur nokkur maður verið í vafa um það, að með þessu er sýnt að þessir „leiðtogar“ eru ekki hlutverki sínu vaxnir. Ríkisstjórnin hefir gert ráðstaf- anir til þess að bjóða út varalög- reglu til þess að bæla niður „upp- reisn“ bifreiðastjóranna. Alþýðu- blaðið i gær segir að þetta séu „ill- kvitnisleg ósannindi“, En í um- ræðum á Alþingi nóttina áður, við- urkendu ráðherrarnir að það væri rétt, að þessar ráðstafanir hefðu verið gerðar, og hjá því hefði ekki verið hægt að komast. Hvað stoðar það þá Alþýðublaðið, að segja daginn eftir, að það sé til- hæfulaust? Það er kaldhæðni örlaganna, að „stjórn hinna vinnandi stétta“ skuli hafa séð sig knúða til að grípa til þess ráðs, aðeins örfáum dögum eftir að framsögum. stjórn- arfl. í fjárveitinganefnd (Sig.Ein.) hafði verið látinn ráðast á fyrrver- andi stjórn fyrir það að hún kom á fót varalögreglu veturinn 1932— 1933- Akranesi, en úr Mosfellssveit er hún flutt á hestvögnum. Af Vatns- leysuströnd verður mjólk nú flutt í mjólkurbúið í Hafnarfirði, sem nú er í þann veginn að taka til starfa. Hefir svo um samist, að vinsla á Vatnsleysustrandarmjólk- inni fari fram þar og verður húri seld í Hafnarfirði, Aðeins úr Garði ogHrá Miðnesi hefir ekki verið flutt mjólk félagsins síðan er verkfallið hófst, og vitanlega væri hægt að flytja hana þaðan, en þar er um svo lítið mjólkur- magn að ræða, að það getur ekki svarað kostnaði. Er það ca. 250 lítrar dalega. Má því segja að ná- lega sama magn og venjulega hafi verið flutt til bæjarins á vegum Mjólkurféla,gs 1 Réykjavíkur !og fyrir verkfallið og að óbreyttu á- standi má gera ráð fyrir, að á þessu verði eigi breyting, og bæj- arbúar þurfi ekki að kvíða neinum mjólkurskorti. Verkfallsmeim hafa varð- lið á ýmsum stöðum til þess að hindra flutninga á bílum til bæjarins. Verkfallsmenn hafa haft varðliö síðan er verkfallið hófst við Ell- iðaár til þess að stöðva flutninga á bílum til bæjarins, en önnur far- artæki en bíla hafa þeir látið af- skiftalaus. Að því er Vísir hefir frétt höfðu verkfallsmenn fjölment lið við Elliðaár í fyrrinótt og í gærmorg- un. Ennfremur hafa þeir varðmenn við Lambhagabrú í Mosfellssveit (skamt frá Korpúlfsstööum) og allfjölnient lið hafa þeir haft á Kolviðarhóli og við Skíðaskálann, að því er blaðinu var sagt í gær- kveldi. Allir bílar á leið til bæjar- ins að austan hafa verið gerðir afturreka. „Ávarp til verkalýðsins frá Alþýðusambandi Is- lands“ og „ávarp til Reykvíkinga“. Alþýðusamband íslapds hefir birt „ávarp til verkalýðsins" og gerir stjórn þess í því'grein fyrir afstöðu sinni til verkfallsins, sem hún telur ólögáegt og ekki hafið út af verkakaupi eða vinnukjörum, en fyrst og íremst pólitískt og því „beint gegn löggjafarvaldinu“ og það sé „undirbúið og skipulagt af fjandmönnum verkalýðsins o. s. frv. Skorar stjórn sambandsins á meðlimi verklýðsfélaga í Alþýðu- sambandi íslands að styðja verk- fallið á engan hátt. I „ávarpi til Reykvíkinga" frá verkfallsstjórnum bifreiðarstjóra segir, að verkfallið sé háð til þess að „vernda okkur gegn atvinnu- leysi og raunverulegri launalækk- utvog hlífa neytendum við clýrtíð, er af hækkuninni hlýtur“. í ávarp- inu segir ennfremur: „Stjórnir bílstjóraféláganna hafa ákveðið að láta, að svo komnu afskiftalausa þá flutninga, sem fram fara öðru vísi en á bílum. Aðeins, ef halda á áfram flutningi með t, d, hestvögnum á vörum, sem stöðvaðar hafa verið á bílum verða hestvagnarnir stöðvaðir“. Verkfallsmenn segjast ekki munu hvika frá kröfum sínum, „og þær skulu sigra“, segja þeir, „en verði beitt lögreglu gegn okkur í þessu verkfalli eða á annan hátt efnt til ástæðulausra óeirða, þá bera þeir menn einir, sem á slíku athæfi byrja, ábyrgðina. Við munum að fyrrabragði ekki aðhafast neitt, er gefi tilefni til slíks“. Bíl löggæslumanns snúið við fyrir neðan Kolviðar- hól. í morgun lagði Björr, Blön- dal löggæslumaður af stað austur yfir fjall. Með honum voru í bíln- um Gísli Sveinsson sýslumaður og Jón Ólafsson eftirlitsmaður. Bíln- um var snúið aftur af verkfalls- vörðurn fyrir neðan Kolviðarhól. / Vepkfall á Akupeypi. í fregnmiða frá verkfallsstjórn- um biðreiðarstjóra í dag segir, að Bifreiðastjórafélag Akureyrar hafi ákveðið að hefja verkfall frá kl. 12 á hádegi í dag og samúðar- tilkynningar hafi borist frá Fé- lagi járniðnaðarmanna í Reykja- vík og Iðju, félagi verksmiðju- fólks. Samúðarskeyti hafa einnig borist frá félögum úti á Iandi. í fregnmiðanum er líka sagt frá mishepnaðri tilraun Jóns Axels Péturssonar til þess að stofna nýtt bílstjórafélag hér í bænum. Afstaða Þýskalands í alþjóðaviðskiftnm. I. Alþjóðaskuldir og skuidir þýska ríkisins. Alþjóöabankinn í Genf hefir aý- lega skýrb frá því, að utanríkis- skuldir allra þjóða heimsins nemi samtils 100 miljörðum dollara; þessi upphæð er næstum helmiagi hærj i en fyrir heimsstyrjöldina. En úr alþjóðaviðskiftum hefir dregið svo mikið, að þau eru nú hér um bil helmingi minni en fyrir þann tíma. Erlendar skuldir allmargra rikja eiga rót sína að rekja til stórfeldra lántaka á striðsárunum og á árunum eftir heimsstyrjöld- ina. Sumar þjóðir voru neyddar til að taka lán, til þess að geta staðist kostnaðinn, sem hemaður- inn hafði í för með sér. Aðrar urðu að grípa til þessa neyðarúr- ræðis, til þess að endurreisa þjóð- arbúskap sinn, sem hafði farið hnignandi meðan á ófriðnum stóð. Þannig er t. d. ástatt fyrir Þýska- landi. Á stríðsárunum mistu Þjóðverjar nýlendur sínar. Eignir þeirra erlendis voru teknar eign- arnámi. Með Versala-samningun- am voru þeir m. a. dæmdir til að láta af hendi allan verslunarflota sinn og feikn öll af allskonar vél- um og iðnaðartækjum, sem skaða- bætur til óvina sinna. Á árunum 1920—1924 mistu Þjóðverjar með slíkum greiðslum eignir og verð- mæti, sem námu samtals 42 mil- jörðum gullmarka. Árið 1924 öðl- aðist hin svo kallaða Dawes-áætl- un gildi. Samkvæmt henni átti hið þýska ríki í tvo mannsaldra, að greiða í skaðabætur 2,5 miljartSa rikismarka á ári hverju. Að sjálf- sögðu var ekki hægt að inna af hendi svo miklar greiðslur, nema með því að auka framleiðslu og útflutning, enda hafa hagfræðing- ar víðsvegar um heim komist að þeirri niðurstöðu, að ekkert ríki geti endurgreitt skuldir sínar nema með auknum vöi'uútflutningi. í II. Erlend lán og skuldagreiðslur. Þjóðverjar reyndu — þrátt fyr- ir hið nýafstaðna markhrun (1923) og hinn tilfinnanlega skort á öll- um hráefnum — að auka frain- leiðslu og útflutning svo mikið, að hægt væri að inna af hendi hinar árlegu skaðabótagreiðslur. Með þetta fvrir augum tóku þeir mörg erlend lán, til þess að geta endurreist iðnað sinn, endurnýjað skipaflotann o. s. frv. Þó að hið þýska ríki hefði orðið að fallast á kröfurnar um skaðabótagreiðsl- ur, voru það einstaklingsfyrirtæki sem urðu að taka lánin, sem þeim voru boðiu frá mjög mörgum bönkum, einkum í Bandaríkjunum. Með þessu móti var Þjóðverjum að vísu gert kleift að auka fram- leiðslu og útflutning sinn að mun, en eigi jukust tekjurnar af hin- um aukna útflutningi svo mikið, að nægur gjaldeyrir fengist til þess, að borga 2,5 miljarða á ári hverju. Mörg af hinum erlendu lánum runnu aftur í eríenda banka, sem „skaðabótagreiðslur“, án þess að hafa komið viðskifta- l'fi Þjóðverja að nokkru haldi. En utanríkisskuldirnar hækkuðu ár frá ári og námu árið 1930 25 miljörðum ríkismarka. Af þessum 25 miljörðum voru 10,3 miljarðar i;otaðir í saðabótagreiðslur, svo að hin raunverulega skuld þýskra iðpaðar- og víerslunaryrirtækja nam þá 15 miljörðum ríkismárka. Þegar heimskreppan skall á ár- ið 1931, sögðu margir af hinum erlendu lánardrotnum upp lánum þeim, er þeir höfðu veitt þýskum fyrirtækjum. Þetta leiddi af sér gjaldþrot margra .banka þar í landi. Um sama leyti minkaðí út- flutningur á þýskum vörum stór- Bílstjóraverkf allifl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.