Vísir - 29.12.1935, Síða 2
VÍSIR
Laval héit v©lli,
en sigraði með að eins 21 atkvæðis meirhluta.
París, 28. desembér.
Vii') framhaldsumræður í
fulitrúadeild Þjóðabandalagsins
í dag flutti Laval ræðu og varði
stefnu stjórnar sinnar í utan-
ríkismáluni af miklu kappi.
Var ræðu þessarar beðið með
mikilli óþreyju, því að menn
töldu alment mjög hæpið, eftir
ræðu Reynaud’s, að Laval
myndi halda velli. I ræðu sinni
endurtók Laval, að stefna
stjórnar haus og Frakklands
væri bygð á algerri hollustu við
Þjóðabandalagið og samvinnu
við það. „Sáttmáli Þjóðabanda-
lagsins er alþjóðalög að voru á-
liti,“ sagði hann og viðhafði
mörg orð um j>etta og að
Frakkland mundi áfram byggja
utanrikisnuálastefnu sína á sátt-
mála bandaíagsins.
Að loknurn umræðum fékk
Lavalstjórnin ( 21 atkvæðis
meirililuta við atkvæðagreiðsl-
una. — (United Press- FB.).
London í gær (FÚ).
í ræöu situif lagði Laval áherslu
á það, aö jíitigið væri sér sammála
um það, aö sathvinna milli Breta
og Frakka va>ri nauösynleg, hvort
heldur væri til þess aö tryggja
Frakklandi^ög' .Bretlandi friö, eöa
allri Evrópu. „Og í því efni er
samviska tnin hrein“, bætti hann
við. „Eg hefi á engan hátt rofið
þá samvinnu, né stofnað henni í
hættu“.
Laval vék því næst aö vináttu-
samningunurp við Ítalíu. Þeir
heföu veriö gerðir samkvæmt for-
dæmi .Breta. En. þaö, hefði ítölum
átt aö vera fullkomlega ljóst sagði
hann, aö þótt Erakkland heföi gert
vináttusamn, vfð Íjtalíu, bæri ekki
;aö skilja afstöðu Frakklands j>ann-
LAVAL
ig, aö þaö myndi láta það óátalið,
að ítalia stofiiaöi friðinum í Ev-
rópu í hættu, eða ryfi þá sáttmála,
sem áöur voru gerðir milli þessara
og fleiri ríkja. „Þegar stríðið í A-
bessiniu hófst“, sagði Laval, „bauö
ég sendiherra okkar i Róm að fara
á fund Mussolini, og tilkynna hon-
um þetta. Eg bauð honum aö tjá
Mussolini, aö Frakkland mundi
sýna fuílkominn trúnaö viö Þjóöa-
bandalagssáttmálann og alþjóöleg-
ar skuldbindingar sinar. Við þetta
hefi ég staðið, fyrir hönd þjóðar
minnar, og viö þetta mun ég
standa“.
Þegar Laval settist i sæti sitt, að
ræðu sinni lokinni, var auðheyrt á
á lófataki manna og hrópum, aö
ræöa hans haföi haft mikil áhrif á
áheyrendur.
Og }>egar atkvæðagreiðsla fór
fram, skömmu síðar, kom i ljós,
að Laval hafði enn einu sinni sigr-
að. Hann hafði fengið þriðju
traustsyfirlýsinguna, síðan franska
þingið kom saman 28. nóv., eða
fyrir réttum mánuði, þótt meiri
hluti hans væri nú kominn ofan í
21 atkvæði.
Frá vigstttðvanDm.
Orustur í nánd við Takassefljót. — Abessiníumenn
segjast hafa tekið Addi-Addi með skyndiárás. —
Abessiníumenn sækja fram með 50.000 manna her.
Loudon 28. des. (FÚ)
1 ítölsktHv tilkynningum í dag
segir, að iént hafi í orustu milli
flokks Ábessiniumantia, og ítalskra
hermanna, sem voru í njósnarför,
skamt vestan við fjallskarð eitt, í
grend við Takasséfljót. Þá hafi ít-
alskir flugmenn undanfarna daga
kastað sprengjum yfir hópa abess-
inskra herinanna, í þessu héraði,
og heft fratnrás þeirra, þótt ekki
hafi orðið neinar meiriháttar við- j
ureignir. í orustunni s. 1. fimtudag
segja ítalir, að Alsessiniumenn hafi
skilið eftir 50 dauða og 50 særða á r
vígvellinum, en Abessiniumenn j:
telja að af liði sínu hafi alls 59
menn fallið og særst.
I opinberum tilkynningum í Ad-
dis Abeba er því haldið fram, að
Abessiniumetiu hafi með skyndi-
árás náð Addi Addi á sitt vald. I
borginni hafi setið lið innfæddra
hérmanna undir ítalskri stjórn, og
hafi jtað lið verið hrakið á flótta
með talsveröu mannfálli. Segjast
Abessiniumenn liafa tekið 100 inn-
fædda hermenn til fanga, en
fundið fjölda innfæddra dauða á
vígvellinum, og 20 ítalska liðsfor-
ingja.
Þá segir í fregnum frá Addis A-
beba, að ítalir sendi nú mikinn
liðsafla til þess að fylla upp skörð
J)au, sem skyndiárásir Abessiniú-
manna undanfarnar vikur hafa
brotið í herlínur þeirra. Abessinsk-
ar tilkynningar segja ennfremur,
að ítalski herinn sé á undanhaldi
suður og suðvestur af Aksum. Að-
ferð Abessiniumanna virðist hafa
BADOGLIO
yfirhershöfðingi ítala í Abessiniu.
Tók hann víð af De Bono sem
kunnugt er.
verið sú, undanfarið, að gera
skyndilegar árásir hingað og
Jtangað á herlínu ítala, og þannig
hafa ])eir unnið á það, sem unnist
hefir undan.farnar vikur. Italska
herstjórnin viðurkennir, að 400
manns hafi ýmist falliö eöa særst
af ítölum á norðurvígstöðvunum
undanfarið, og er það meira mann-
tjón en jreir hafa taliö sig hafa
beðið fyrstu tvo mánuði stríðsins.
Abessiniumenn hafa nú 50 þús-
und manna her, sem stöðugt
leitar á hægri fylkingararm ítala,
og er það þessvegna, sem Badoglio
hefir ekki getað haldið sókn sinni
áfram.
Ólfiglegt verkfall!
Það hefir verið sagt í stjórnar-
blöðunum, að bifreiðaverkfallið
væri ólöglegt og ætti þess vegna
engan rétt á sér. —
í annan stað hefir verið sagt, að
J)að væri uppreisn gegn ríkisvald-
inu, og ríkisvaldinu sé því rétt að
kæfa það með haröneskju.
Þetta má hvorttveggja til sanns
vegar færa. En er j)á ekki svipuðu
að gegna um öll verkföll?
Hér á landi er engin vinnulög-
gjöf til, og engin lög um verkföll,
hvenær j)au séu lögleg og 'hvenær
ólögleg. Auðvitað er hverjum
manni heimilt að neita að vinna,
og jafnvel hópum manna að hafa
smtök um að leggja niður vinnu,
eða að gera „verkfall“. Eii „alt,
sem j)ar er framyfir", alt sem gert
er til þess að bægja öðrum frá>því
að vinna, er ólöglegt. Félagi verka-
manna er heimilt að gera samþykt
um að banna félagsmönnum að
vinna ákveðna vinnu. En því er ó-
heimilt að bægja mönnum með
valdi frá því að yinna, jafnvel þó
að félagsmenn séu.Og þetta á jafnt
við um ölk verkföll, út af hverju
sem þau eru risin og hverjir, sem
að þeirn standa. Bifreiðarstjórar
hafa enga sérstöðu í þessu efni.
Öll verkföll, sem framkvæmd
eru eða studd með ofbeldi gagn-
vart öörum, eru í rauninni „upp-
reisn“ gegn landslögum og um leið
gegn ríkisvaldinu. Rikisvaldinu er
ekkert skyldara að halda uppi ein-
um lögum fremur en öðrum. Rétt-
ur vinnandi manna, til að beita
verkföllum sér til kjarabóta, og til
að bægja öðrum frá' vinnu með
valdi, er viðurkendur út í æsar af
núverandi valdhöfum hér á landi.
Undir forustu j)eirra hpfir verk-
föllum verið beitt gegn ríkinu, sem
vinnuveitanda, til að knýja fram
bætur á launakjörum verkamanna
í vegavinnu ríkissjóðs. Hinsvegar
er augljóst, að fleiri ákvarðanir
ríkisvaldsins, en ávarðanir þess
um kaupgjald í opinberri yinnu,
geta haft áhrif á afkomu verka-
manna í landinu og ef þeim er
„heimilt" að „rísa“ gegn ríkisvald-
inu, með því að stofna til verk-
falla í því skyni, að þröngva því
til að breyta ákvörðunum sínum
um kaupgjald, hvers vegna skyldi
þeim þá vera óheimilt að beita
sömu aðferð til að jtröngva ríkis-
valdinú: til að breyta öðrum á-
kvörðunum sínum, sem áhrif hafa
á afkomu þeirra?
Til bifreiðaverkfallsins var
stofnað í j)ví skyni að koma í veg
fyrir það, að bensínskatturinn yrði
hækkaður um 4 aura, eins og ráð
er gert, fyrir í lögunum um bráða-
birgðatekjuöflun „til“ ríkissjóðs,
sem samj)ykt var á síðasta þingi.’
Lög þessi eru heimildarlög.'Ríkis-
stjórninni er það í sjálfsvald sett,
hvort hún notar þessa heimild eða
ekki. Tekjum, samkvæmt lögum
J)essmn, á að verja til ákveðinna
framkvæmda, en ekki til almennra
])arfa ríkissjóðs. Ef ríkisstjórnin
notar ekki heimildina, til að inn-
heimta bensínskattinn, þá verður
hún að sjálfsögðu að fella niðúr
ráðgerðar framkvæmdir sem svar-
ar þeirn tekjum, sem ríkissjóður
færi J)á á mis viö. Og auðvitað
væri henni J)að heimilt. En J)að' er
tilgangurinn með verkfallinu að
hafa áhrif á þá ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar, hvort þessi heimild
skuli notuð eða ekki. — Sú á-
kvörðun er alveg hliðstæð öðrum
ákvörðunutn ríkisstjórnarinnar,
sem ekki þarf lagabreytingar við
til að breyta,eins og t. d. ákvarðan-
ir um kaupgjald í opinberri vinnu.
Með bifreiðaverkfallinu er ])ví
ekki frekar stofnað til uppreistar
gegn ríkisvaldinu en með verkföll-
um verkamanna í vegavinnu ríkis-
sjóðs í fyrra.
Það verður J)ví ekki séð, að bif-
reiðaverkfallið sé í nokkuru veru-
legu frábrugðið öðrum verkföllum,
sem hér hafa verið háð og núver-
andi valdhafar haía lagt-blessun
sína yfir. Þetta verkfall er að vísu
elcki „viðurkent“ af yfirstjórn
verklýðssamtakanna, en J)að virð-
ist ekki getá skift neinu máli, J)ví
að sú yfirstjórn hefir engan laga-
legan rétt til að banna eða leyfa
verkföll.Og meðan engin vínnulög-
gjöf er til, virðast öll félög verka-
manna hljóta að eiga jafnan rétt
til þess að gera verkfall, og til
J)ess að gera þær ráðstafanir, sem
talið er að nauðsyn krefji, til þess
að verkfallið nái tilgangi sínum. í
þeim efnum er yfirleitt ekki farið
að lögum, en J)aö verður væntan-
lega erfitt aö sannfæra almenning
um J)að, að J)ær aðfarir bílstjór-
anna séu glæpsamlegar, sem kunn-
ugt er að öðrum eru látnar haldast
uppi átölulaust.
Hótanir.
Eg er þannig gerður, að mér
leiðast allar hótanir. Þær bera því
oftast vitni, að tungan ntæli áður
en skynsemin hefir tekið ákvörðun
um hvað segja skuli. Blöð stjórn-
arinnar eru alkunn að því, að vera
sí og æ með allskonar hótana-
gaspur. Þau eru eins og hortugur
og illa upp alinn strákur, sem hót-
ar öllu illu, bölvar og ragnar og
J)eytir skarni í allar áttir.
Dagblað Tímamanna er nú fariö
að hafa í frammi hótanir við bíl-
stjórana. — í þeirn skæklinum,
sem út kont í dag, eru tvær eða
þrjár hótanaklausur. Bílstjórum ög
sérleyfishöfum er gefið til kynna,
að þeim sé ráðlegast að hafa sig
hæga og rísa ekki gegn vilja
stjórnarinnar, J)ví að ef þeir hegði
sér illa, þá skuli verða „munað eft-
ir“ J>eim síðar, t. d. við úthlutun
sérleyfa. — Á öðrum stað er talað
um það, að ef til vill verði „seinna
meir“ hægt að hefna sín á tiltek-
inni bílastöð, J)annig, að sérleyfum
verði hagað svo, að hún (J). e. stöð-
in) „geti mist af Jæssum bíl og
kannske fleirum".
Þetta eru andstyggilegar hótanir
og vitanlega ekki samboðnar síð-
uðurn mönnum. Tilgangur* 1 hótana-
piltanna er vitanlega sá, að hræða
hlutaðeigendur, með því að gefaj í
skyn, að ])eir skuli verða sviftir
þeim sérleyfum, sem Jteir hafa
haft. Væri fróðlegt að vita, hvort
hótanir þessar eru framkomnar
með vilja stjórnarinnar eða hvort
það eru bara hortugir götustrákar,
sem þarna eru að þjóna kvikindis-
eðli sínu. —
Vitanlega hafa slíkar hótanir,
sem hér hafa verið nefndar, ekki
önnur áhrif en ])au, að stæla bíl-
stjóra í mótspyrnunni gegrt J)vi
ofbeldi, sem nú á að beita þá með
hinni ósvífnu hækkun á bensín-
skattinum.
28. des. 1935.
B.
Aukakosning á Skotlandi. —
MacDonald í kjöri.
London, 28. des. FÚ.
Það liefir nú vcrið ákveðið, að
Ramsey MacDonald verði i
kjöri sem Jnngmannsefni sam-
einuðu skosku háskólanna, en
J)ar stendur fyrir dyrum auka-
kosning, Juar sem einn af þrem-
ur þingmönnum Iiáskólans, Dr.
Skelton, dó um Jiað leyti, sem
kosningum var lokið.
Tveir aðrir menn verða í
kjöri í J)essu kjördæmi: full-
trúi verkamannaflokksins og
fulltrúi skoskra sjálfstæðis-
sinrta. Dr. Skelton, sá er lcjörinn
var í J)etta J)ingsæti í kosning-
unurn síðustu, var íhaldsmaður.
Skýrslur
um starfsemi Nýja spítalans á
Kleppi árið 1934.
Dr. Ilelgi Tómasson hefir gef-
ið -út skýrslur um rekstur og
starfsemi sjúkrahússins árið
1934 og fylgja þær 6. tbl.
Læknablaðsins 1935. —
I lársbyrjun voru í spítalanum
95 sjúklingar (51 kona og 44
karlar). Á árinu komu 100
sjúklingar (42 konur og 58 karl-
ar). — Úr spítalanum fóru á ár-
inu 86 (33 konur og 53 karlar).
Sjö sjúklingar létust (4 konur
og 3 lcarlar). — Aðsókn var svo
mikil, að ekki var unt að taka á
móti 20 sjúklingum, sakir rúm-
leysis. Hafði verið sókt um
sjúkrahússvist fyrir J)á alla. Er
ilt að ekki skuli vera hægt að
láta í té liælisvist öllu J)ví geð-
sjúku fólki, esm óskað er eftir
að í liælið komist, J)vi að slíkir
sjúklingar eru oft erfiðir í
heiinahúsum, eins og gefur að
skilja. Þegar nýja sjúkrahælið á
Kleppi- var reist spáðu sumir
J)ví, að J>að mundi reynast ó-
þarflega slórt, en nú er sýnt, að
J>eir spádómar hafa ekki verið á
rökum reistir.
„Af þeim 100 sjúklingum, er
komu á spítalann", segir dr. H.
T., „komu 2 tvisvar á árinu, en
alls hafa 15 (þar af 4 alkoholist-
ar) verið veikir áður og dvalið
annað livort á nýja eða gamla
spítalanum á Iíleppi“.
Mannslát í spitalanuin voru 7,
sem áður segir: „Öll lík frá
spítalanum eru krufin i Rann-
sóknarstofu Háskólans“.
Árin 1929—1934 hafa komið
alls i spítalann 478 sjúklingar,
úr öllum lögsagnar-umdæmum
landsins. Eins og gefur að skilja
eru sjúklingar úr Reykjavík
langflestir, eða 188, en J>ar næst
úr Árnessýslu (32), Gullbringu-
sýslu 23, Hafnarfirði 19, Akur-
eyri 18 o. s. frv. — Fæstir hafa
komið úr Hnappadalssýslu (2).
Samkvæmt rekstursreikningi
liafa gjöld spitalans árið 1934
orðið alls kr. 170.970.23 — þar
af matvæli kr. 56.312.21 og laun
starfsmanna kr. 45.705.30. Þetta
eru langstærstu liðirnir. Lyf og
sáraumbúðir kr. 6293.31, elds-
neyti 9857.81, rafmagn 4503.18,
falnaður 6514.39, skemtanir
sjúklinga 723.08 o. s. frv.
Tckjur spítalans eru daggjöld
sjúklinga og vextir litilsháttar.
Það, sem á vantar, greiðir ríkis-
sjóður. Árið 1934 námu dag-
gjöldin 58.956.50, en vextir 24,-
23. — Reksturshalli (greiddur
úr ríkissjóði) 111.989.23. —
Sjúkrahúsið og læknisbústað-
urinn með öllu múr- og nagl-
föstu og mannvirkjum á lóð
hælisins er lalið til verðs kr.
284.000. —, en innanstokksmun-
ir, áhöld o. s. frv. kr. 44.700.00,
eða alls kr. 325.435.00, þegar
búið er að afskrifa kr. 3.355.00.
Birgðir og eftirstöðvar námu,
skv. reiknixigi, kr. 61.929.51. — 1
upphæð þessari eru ógreidd
meðlög sjúldinga og námu J>au
55.389.29.
Starfsmannafjöldi var i árs-
lok 35 alls og liafði tekið litlum
breytingum á árinu — orðið
mestur (39) í ágústmáðnuði, en
komist niður i 33 suma mánuði
ársins.
Eldhús og skrifstofa var sam-
eiginlegt fyrir báða spitalana og
ráðsmaður og ráðskona vinna
sameiginlega við báða spítalana.
— I hinu sameiginlega eldhúsi
vinna að jafnaði 4 stúlkur að
öllu leyti og ein að hálfu leyti.
Sjúkradagar starfsfólksins
urðu alls 210 (lijúkrunarkonur
159, hjúkrunarmenn 9 og starfs-
stúlkur 42).
Matvælaeyðsla hefir orðið á
hvern fæðisdág 116.4 aurar. Það
er nokkuru hærra en næsta ár á
undan og stafar af hækkuðu
verði matvæla, svo sem á fiski,
kjöti, mjólk (og mjólkurvöru),
garðmat o. fl. ■ 1
Breytingar nokkurar urðu á
hjúkrunarliði spítalans.
Lárus Einarson, ógætur mað-
ur, var aðstoðarlæknir 1934. —
Allmargir læknastúdentar störf-
uðu í spítalanum tíma og tíma
undir handleiðslu yfirlæknisins,
dr. med. Helga Tómassonar.
Mun það góður skóli ungum
læknum og læknaefnum, þvi
að dr. H. T. er frábær maður að
lærdómi og gæddur óvenjulega
ríkum vísinda-áhuga.
LEITIN AÐ ELLSWORTH OG KENYON.
Breska hafrannsóknaskipiö Dis-
covery II. er nú lagt af stað til
suöurheimsskautsvæöanna meö 2
flugvélar, til ])ess aö leita að Ells-
worth og Kenyon. Myndimar hér
aö ofan eru teknar á suöurskauts-
svæöinu. Á neðri myndinni sést
flugvél Ellsworths á jaka.