Vísir - 10.01.1936, Page 2
VlSIR
Flotamálarádstefnan í
upplausn. — Taka Bret
ar nýja stefnu. í Austup-
Asíumálunum?
í London er búist við, að flotamálaráðstefnan
ieysist upp þá og þegar, vegna samvinnu-
stirfni Japana og krafa þeirra um jafnrétti í
flotamálum við Breta og Bandaríkjamenn.
Anthony Eden hefir mælt ýmsum aðvörunar-
orðum til Nagono, japanska fulltrúans, og
sagt honum, að ef Japanar sjái sig ekki um
hönd og taki þátt í samvinnu hinna stórveld-
anna í flotamálum, kunni það að hafa þær af-
leiðingar, að Bretar taki nýja stefnu í Austur-
Asíumálunum.
,■ -* V'V JO •>' ■ -
London 10. jan.
Það er nú búist við því, að
flotamálaráðstefnan fari út um
þúfur innan skamms, ef til vill
næstu daga, nema því að eins
að Japanar breyti afstöðu sinni
en það er hennar vegna, sem
ráðstefnan er í þeirri yfirvof-
andi hættu, að hún verði leyst
upp vegna þess að gagnslaust
sé að halda henni áfram með
þátttöku Japana. Það er talið
nauðsynlegt af fulltrúum hinna
f jögurra stórveldanna, sem þátt
taka í ráðstefnunni, þ. e. Breta,
Frakka, Bandaríkjamanna og
Itala, að látnar sé í té gagn-
kvæmar upplýsingar um her-
skipasmíðaáform o. s. frv., en
á þetta hafa Japanar ekki viljað
fallast. Auk þess kref jast Japan-
ar fulls jafnréttis í flotamálum
á við Breta og Bandaríkjamenn,
í stað þess að hlutföllin hafa
verið milli þessara þriggja stór-
velda, samkvæmt ákvörðunum
flotamálaráðstefnunnar í Was-
hington 5—5—3. I gærkveldi
var haldinn fundur í London til
þess að ræða um kröfur Jap-
ana og framtíð ráðstefnunnar.
Sátu þann fund Sir Eyres-Mon-
sell, flotamálaráðherra Bret-
lands, Anthony Eden, utanríkis-
málaráðherra, og fulltrúi Jap-
ana á ráðstefnunni, Nagono. —
Opinber tilkynning um þessar
viðræður hefir ekki verið birt,
en fullyrt er að Anthony Eden
hafi mælt ýms aðvörunarorð til
Japana. Meðal annars á hann að
háfa bent fulltrúa Japana á, að
samvinnustirfni Japana í þess-
um málum kynni að hafa þær
afleiðingar, að Bretar breytti
um stefnu í Austur-Asíumálum.
(United Press—FB).
Roosevelt
flytur nýja útvarpsræðu.
London, 9. jan. — FÚ.
Roosevelt liélt útvarpsræðu
í gærkveldi, sem endurvarpað
var um öll Bandaríkin. í ræð-
unni sagði hann m. a. að fjand-
menn viðreisnarlöggjafarinnar
hefðu að tölunni til verið í al-
gerum minni hluta meðal iðju-
rekenda og kaupsýslumanna í
Bandarikjuuum, en þessi minni-
hluti hefði haft aðstöðu til að
beita yfirgnæfandi meirihluta
af auðvaldi ríkisins gegn hon-
um sjálfuin og viðreisnarstarfi
Jians. Aðalvopn stjórnarand-
stæðinganna hefði verið í því
fólgið, að feía staðreyndir, en
hann lýsti því jafnframt yfir, að
hann myndi aldrei hörfa fyrir
þessum andstæðingum.
_> > —— -—•^n
Ný málaferli.
í gærkveldi hófu tveir bakar-
ar í Indiana á ný málaferli gegn
stjórninni vegna viðreisnarlag-
anna, og kröfðust endurgreiðslu
á $ 1800 sem þeir hefðu greitt
í viðskiftagjald á mjöl, en því
gjaldi var varið til styrktar
bændum. Er búist við að fleiri
slík málaferli fari á eftir.
London, 9. jánúar.
Herskipafloti Breta
á Miðjarðarhafi.
Herskipaskifti þau, sem Bret-
ar ætla nú að framkvæma lá
Miðjarðarhafi, þ. e. að láta Nel-
son, Rodney og tvö önnur her-
skip koma i stað þeirra, sem
kölluð hafa verið heim, koma
til framkvæmda þ. 13. þ. m.
Herskip þau, sem verða kölluð
heim eru Hood, Ramilles, Oreon
og Neptune.
(United Press — FB.).
Utan af iandi.
Húsamsíðar á Akureyri 1935.
Akureyri, 9. jan. — FÚ.
Á Akureyrí liafa á árinu sem
leið verið reist 19 ný íbúðarhús,
auk þess eitt verslunarhús, eitt
skrifstofuhús, tvö verkstæði og
þrj ú geymsluhús, — eða alls
26 hús. Auk þess hafa verið
reistar 13 viðbætur við eldri
hús. — Sanitals hafa bæst við á
árinu 23 uýjar íbúðir. — Ááetl-
að er að kostnaður. nemi 400
þúsund krónuni samtals.
Nýr hafnarvörður
hefir verið ráðinn á Akureyri
frá 1. mars n. k., Benedikt Stein-
grimsson^ skipstjóri.
30 Ólafsfirðingar ráðnir til
Vestmannaeyja á næstu vertíð.
. Ólafsfirði, 9. jan. — FÚ.
Fréttaritari Útvarpsins í ÓI-
afsfirði símar, að um 30 menn
séu nú á förum þaðan til Vest-
mannaeyja. — Mennirnir eru
ráðnir þar næstu vertíð.
Kveðjusamsöng
héldu í Ólafsfirði karlarkórinn
„Kátir piltar“ og blandaður kór
undir stjórn Theódórs Árnason-
ar, á nýársdag. Og síðastliðinn
sunnudag sungu kórarnirókeyp-
is í kirkjunni fyrir gamalmenni
og börn. — Húsfyllir var í bæði
skiftin. — Theódór hefir æft
kórana undanfarna mánuði og
er því starfi lokið að sinni. Að
loknum síðari samsöng héldu
kóranir honum samsæti og
þökkuðu lionum starfið.
r
Stjórnarblöðunum er meinilla
við alt umtal um það, hversu
mjög fjárlögin, eða gjaldabálk-
ur þeirra, hafi hækkað í hönd-
um núverandi stjórnar. Það
hefir verið haft orð á þvi, að
stjómarflokkarnir hafi á síð-
asta jþingi afgreitt hæstu fjár-
lögin, sem hér hafi komið fyrir
manna sjonir, en að næst þeim
hafi gengið fjárlögin frá næsta
þingi á undan, eða fyrstu fjár-
lög núverandi stjórnar. Jafnað-
artölur fjárlaganna, sem af-
greidd voru á síðasta þingi, eru
um 16 miljónir, og er það þvi
nær helmingi hærra, en jafnað-
artölur fjárlaganna voru fyrir
10 árum síðan. Og það er þessi
samanburður, sem fellur öllu
stjórnarliðinu svo fyrir brjóstið,
að það getur engrar hvíldar not-
ið fyrir óhægðinni.
Það mundi nú auðvitað ekk-
ert stoða, að neita þeirri stað-
reynd berum orðum, að þessi
gífurlega hækkun á fjárlögun-
um hafi átt sér stað. En í raun-
inni er það þó einmitt sú þrauta-
lending, sem stjórnarblöðin
leita til í nauðum sínum, þegar
þau eru að reyna að telja mönn-
um trú um það, að ekkert sé
að marka tölur f járlaganna, og
þó að þær hafi hækkað um
helming, þá sé það engin sönn-
nn fyrir því, að útgjöld rikis-
sjóðs hafi hækkað sem því
svarar, eða nokkuð í námunda
við það. Fjárlögin hafi öll síð-
ustu 10 árin verið hringa-vit-
laus, og gerð til þess eins að
blekkja þjóðina! Það sé lands-
reikningurinn einn sem sýni
hina réttu útkomu! Núverandi
stjórn hafi tekið upp þá ný-
breytni, að semja ófölsuð fjár-
lög, og af því einu stafi hækk-
unin. Og þessu til sönnunar er
svo tekið meðaltal af útgjöldum
ríkissjóðs síðustu 10 árin, sam-
kvæmt landsreikningi, útkoman
verður um 15y2 miljón — og
þarna sjáið þið, einmitt svo að
segja mákvæmlega eins og á
fjárlögum þeim, sem afgreidd
voru á síðasta þingi!!!
Það kann nú að vera að slik
liringavitleysa dragi eitthvað úr
óhægð stjórnarliðsins, að minsta
kosti i svipinn. En þess er þó
varla að vænta, að batinn verðí
varanlegur.
Öll vörnin byggist á þeirri
staðhæfingu fjármálaráðherr-
ans og meiri hluta fjárveitinga-
nefndar, að tekju- og gjaldá-
áætlun fjárlaganna frá síðasta
þingi sé svo nákvæm og rétt, að
þar muni engu skeika í fram-
kvæmdinni. En slík ummæli
hafa verið látin fylgja hverjum
einustu fjárlögum, sem þingið
hefir afgreitt. Þetta er því engin
nýjúng, ekkert sérkenni á þess-
um fjárlögum og engin trygg-
ing fyrir því, að útkoman verði
eldci hærri á landsreikningnum.
Fjármálaráðherrann sagði alveg
það sama um fjárlög síðasta
árs og meiri hluti fjárveitinga-
nefndar át það upp eftir honum.
En á síðasta þingi gaf ráðherr-
ann það fullkomlega i skyn, að
sú spá mundi ekki rætast. Og
hví skyldi spáin um þessa árs
fjárlög þá frekar rætast?
Það er þannig augljóst, að
þegar dæma á um fjármála-
stjórn einstalcs þings, þá verður
að bera saman fjárlög þess við
fjárlög fyrri þinga. Engan ann-
an samanburð er hægt að gera,
svo að nokkurt vit sé í. Eftir á
kemur svo samanburðurinn á
landsreikningunum, en sá sam-
anburður er alt annars eðlis.
En samanburður á fjárlögum
eins árs og landsreiknings ann-
ars er alveg út í hött.
Ymsar fregnir.
ítalir neita því, að þeir hafi gert loftárás á egipsku
Rauða Kross stöðina við DaggaBur, en Bretar telja
það sannað mál, að þeir hafi gert árásina. — Abpss-
iniumenn segjast hafa unnið nýjan sigur á suður-
vígstöðvunum.
f Alþýðublaðinu birtist grein
um þetta efni á dögunum, eftir
Jónas Guðmundsson, og segist
blaðinu svo frá í gær, að greinin
liafi vakið feikna mikla eftir-
tekt. í grein þessari sýndi J. G.
fram á það, að tekjuöflun ríkis-
sjóðs liefði verið ákaflega mis-
munandi síðustu 10 árin, og
fjáreyðsla ríkisstjórnanna slíkt
hið sama. Þetta er öllum kunn-
ugt og er það því ekki líklegt til
að vekja neina sérstaka eftir-
tekt. — Hann gerði líka grein
fyrir því, að útgjöld ríkissjóðs
hefði i stjórnartíð sjálfstæðis-
manna numið um 13 milj., en á
eyðsluárum framsóknarstjórn-
arinnar, sem við tók af þeim,
hefðu þau komist upp í 21 mil-
jón! Þetta er lika alkunnugt, þó
að Alþbl. hafi ef til vill eklci sagt
frá því áður. — En alt er þetta
út í hött, að því leyti, að það
kemur ekkert við því máli, sem
um er að ræða.
í grein J. G. er yfirleitt ekkert
nýtt, nema útreikningur hans á
meðalársútgjöldum ríkissjóðs
frá því árið 1924, sem áður er
getið og sýndi útkomuna 15%
miljón! En um þaiin útreikn-
ing er það vægast sagt, að hann
kemur þessu máli ekkert við.
Og hann hróflar ekkert við
þeirri staðreynd, að hin föstu
útgjöld ríkissjóðs hafa verið að
vaxa, ár frá ári, fná því að sjálf-
stæðismenn létu af stjórn. Tekj-
ur og gjöld hafa farið fram úr
áætlun, mismunandi mikið frá
ári til árs, og svo getur ennfarið,
hvað „nákvæmar“ áætlanir sem
eru gerðar. Og það stendur ó-
hrakið, enda ómótmælanlegt, að
núverandi stjórnarflokkar halda
áfram að auka útgjöldin og
hækka álögurnar, þrátt fyrir sí-
vaxandi örðugleika alls athafna-
lífs í landinu.
A t vimiiileysi
eykst í
Þýskalandi.
London, 9. janúar.
Fregnir frá Berlín í dag
herma, að samkvæmt seinustu
atvinnuleysisskýrslum hafi at-
vinnuleysi aukist mikið í Þýska-
landi. Samkvæmt þeim hefir
tala alvinnuleysingja aukist frá
því í desembermánuði úr
522.354 í 2.506.806.
(United Press. — FB.).
Blóðugar verkfallsóeirðir í
borgum Argentinu.
Osló, 9. janúar.
Frá Buenous Ayres og öðrum
bæjum í Argentínu berast fregn-
ir um blóðugar verkfallsóeirðir.
Fjölda margir hafa særst í við-
ureignunum. Lögreglan hefir
nú betur hvarvetna, að sögn.
(NRP. — FB.).
1
Flotaæfingar Frakka.
London, 9. janúar.
Samkvæmt upplýsingum frá
aðalfréttaritara United Press í
Frakklandi, á fyrsta deild (first
squadron) frakkneska her-
skipaflotans að byrja flotaæf-
ingar við strendur Korsíku og
undan ströndum Provence (við
Miðjarðarhaf), en önnur deild
flotans á að vera á æfingasigl-
ingum við vestur-strönd Afríku
fyrst um sinn.
(United Press — FB.).
London 9. jan. FÚ.
ítalska herstjórnin neitar al-
veg að árás hafi verið gerð á
egipska Rauða-Kross stöð við
Dagga Bur. En breska utanrík-
ismálaráðuneytið hefir tilkynt
opinberlega, að 6. janúar hafi
það fengið staðfesta fregn um,
að gerð liafi verið loftárás á
abessinskan Rauða Mána
sjúkravagn nr. 1 við Dagga Bur
en vagninn var mannaður
egipsku og bresku starfsfólki.
Notuðu ítalir bæði sprengjur
og vélbyssur í árásinni.
Abessiniumenn segjast liafa
unnið sigra á suðurvígstöðvun-
um, og hafi margir ítalir og
Somalimenn fallið, en tölu
þeirra er ekki getið.
Tunglmyrkvinn sigurboði, að
ætlun Abessiniumanna.
Sagt er, að abessinskir her-
menn telji tunglmyrkvann í
gær sigurhoða, og séu hinir
kampakátustu yfir honum. Þá
er talið, að á norðurvígstöðvun-
um liafi abessinskar hersveitir
ráðist á Itali í gærkveldi og not-
að tunglmyrkvann til þess að
ekki skyldi hera á ferðum
þeirra. Þessi fregn er óstaðfest.
3000 strokumenn frá Tyrol
í Bayern.
Frá Þýskalandi kemur í dag
fregn um það, að 200 Tyrolar-
Ur
Ápnessýsiu
ofanverdri.
Fátt til tiöinda úr fjallabygðum
Árnessýslu. Tíö hefir veriði frekar
góö, ])a'S sem af vetrinum er. Um
veturnætur gertSi áfreöa á jörS, svo
aS lömb voru ví’Sa tekin, en slept
von bráðar aftur. Á jólaföstu var
fénaBur tekinn á gjöf hér um sveit-
ir, en hagar hafa jafnan veriS
s’æmilegir.
Hiö rnikla skaöaveöur nú fyrir
skemstu varS hér hvergi aS tjóni;
var sauöfé þó ekki alment viö hús,
eit veSurhrinan var meS þeim
verri, sem hér koma.
IFénaöarhöld eru hér góS; fjár-
pest heyrist ekki nefnd og lítiö um
aöra sauöfjárkvilla. Heybirgöir
bænda munu víöast sæmilegar, til
aö mæta meöalvetri. Ný hey eru
alstaöar óhrakin, en vanta þau
réttu heygæöi, því svo voru þurk-
ar stuttir og stopulir siöastliðiö
sumar, aö aldrei var hægt aö þurka
nokkura tuggu til hlítar. Á flestum
bæjum hér um pláss voru tals-
veröar heyfyrningar frá síöasta
vetri.
Hér hefir veriö í vetur í öllum
efri bygöum sýslunnar óvenju
feikna mergö af, rjúpum; hafa
fæstir getaö hagnýtt sér rjúpuna
vegna skotfæraleysis; má þaö
merkilegt heita ,úr því rjúpan er
útflutnings og gjaldeyrisvara, aö
rjúpnaskot fást ekki flutt inn,
nema aö mjög litlu leyti, móti eft-
irspurn. Annnars finst okkur eldri
mönnunum óskiljanlegt, 'hvernig
innflutningnum ér hagaö.
í sumar á slætti stóöu menn uppi
í vandræöum, meö þaklausar hey-
hlööur og hálfbygö bæjarhús og
hvergi fékst járnplata eöa spýta,
en á sama tíma er selt vín, vindl-
ingar og andlitsfaröi fyrir margar
hermenn hafi strokið yftB til
Bayern síðustu dagana, til 0ess
að komast hjá herþjónustn í Af-
ríku. Eru nú um 3000 tyrofek-
ir strokumenn í Bayern, og
hafa þeir verið að koma þang-
að alla tíð síðan ófriðuíhm
liófst.
Uppreist í tyrolska herhum
uppspuni, að sögn ftala.
Orðrómur kom upp um það
fyrir skemstu, að uppreist hefði
brotist út í tyrolska hernum.
Italska stjórnin segir, að það
séu tilhæfulaus ósannindi, og
runnin undan breskum rótum,
til þess að spilla fyrir Italíu.
Tyrólsku hermennirnir liafi
þvert á móti haldið í ófriðinn í
hrifningu og gleði. Raunveru-
lega komu fregnirnar um þessa
uppreist frá Innsbruck.
Tembiensvæðið fyrir sunnan
Makale á valdi Abessiníumanna
samkvæmt nýrri abessinskri til-
kynningu.
Osló, 9. janúar.
Samkvæmt abessinskri til-
kynningu er það staðfest, að
abessinski herinn hafi aftur náð
á sitt vald Tembinesvæðinu fyr-
ir sunnan Makale.
(NRP. — FB.).
þúsundir króna daglega. Þetta
heitir á nútíma menningarmáli,
,,að byggja upp landið". 1
Efnaleg afkoma bænda er hér
vist svipuð og víðast annarsstaö-
ar. Fólk hefir nægilegt til „hnífs
og skeiöar" með því móti, að neita
sér um öll svokölluð þægindi lífs-
ins og strita alla daga frá morgni
til kvelds, jafnt helga sem rúm-
helga. Þaö, sem menn hafa verið
aö baxa við að gera til varanlegra
framkvæmda er alt í grænum
skuldasjó.
Fólkiö í sveitunum unir sér
nokkurn veginn á veturna, enda
ekki um annað fólk fólk að ræöa,
en foreldra og börn, og flest inn-
fætt þar sem þaö dvelur. Útvarps-
tæki eru á flestum bæjum og gerir
þaö mikiö til aö skemta og fræða
fólkið; eg get ekki stilt mig aö
nefna hér, úr því að ég minnist á
útvarpið, nokkur nöfn, sem vin-
sælust eru meðal útvarpshlustenda
hér um slóðir, og tek cg nöfnin
af handahófi en ekki í neinni á-
kveðinni röö. Vilhjálmur Þ. Gísla-
son er talinn góður af mörgum;
þó finst mér hann oft helst til f jöl-
orður um bókmentir um „víöa ver-
öld“. Mun ekki of sagt, aö mikill
minni hluti hlustenda fylgist meö
því. Þá er Einar Magnússon
mentaskólakennari; eru erindi
hans hvorttveggja i senn: vel flutt
og fræðandi og skemtileg, sama
er að segja um Guðbrand Jónsson,
þó erindi hans séu nokkuö á ann-
an veg. Þá má nefna þá Árna Friö-
riksson og Ólaf Friðriksson, sem
báöa er hlustað á með ánægju.
Af upplestrarmönnum vil eg
fremstan telja bæöi aö vali og
framsetningu Jón Sigurösson frá
Kaldaðarnesi; af einsöngvurum þá
Hrein Pálsson, Garöar prest Þor-
steinsson; um fréttaflutningsfólk-
ið þau Sigurð uppgjafaprest og
frk. Sigrúnu Ögmundsdóttur og
Þorstein Ö. Stephensen, alt þetta.