Vísir - 17.01.1936, Blaðsíða 2
VlSIR
Laval fékk afl eins frest til
næstkomandi sonnudags.
Fulltrúadeild þjóðþingsins vottaði honum
traust sitt í gær, en næstk. sunnudag kemur
miðstjórn radikalsocialista saman á fund til
þess að taka ákvörðun um lausnarbeiðni
þeirra ráðherra flokksins, sem sæti eiga í rík-
isstjórninni. Verði það ráð tekið er stjórn Lav-
als orðin í minnihluta á þinginu.
BráðabirgOalögin.
London, 16. janúar.
Á fundi þingmanna róttæka
flokksins (radikalsocialista) í
<iag var samþykt með 41 gegn
39 atkvæðum, að berá fram til-
lögu til þingsályktunar í full-
truadeild þjóðþingsins um van-
traust á ríkísstjórnina, en hins-
vegar var ákveðið að gera það
ekki að flokksmáli, og þing-
mönniun leyft að greiða at-
kvæði með eða móti vantrausts-
tillögunni að vild. Tillaga um
að þingmenn flokksins greiddi
atkvæði alíir sem einn með
vantraustinu náði ekki sam-
þykki. Verður úr því skorið við
umræður í fulltrúadeild þings-
ins í kveld, hvort Lavalstjórnin
heldur velli að þessu sinni eða
ekki. (United Press. — FB.).
París, 17. janúar.
Undir umræðum í fulltrúa-
deild þjóðþingsins í gær krafð-
ist Laval J>ess, vegna ]>eirra á-
kvarðana sem teknar höfðu ver-
ið á fundi þingmanna róttæka
Fellup Laval?
Skeyti, sem birt eru í blaðinu
í dag, herma að Laval hafi enn
á ný hlotið traustsyfirlýsingu í
fuiltrúadeáld frakkneska þjóð-
þingsins, en vafasamt sé hvort
stjórn hans verði öllu lengur
við völd — Laval hafi í rauninni
aðeins fengið frest til sunnu-
dags, er • miðstjórn róttæka
flokksins (radical-socialista)
komi saman á fund, til þess að
ræða um hvort ráðherrar
flokksins í stjórn Lavals skuli
ganga úr henni eða ekki.
Það er aikunna, að aðstaða
Lavals hefir verið að veikjast
upp á síðkastið, en einkum þó
síðan er Sir Samuel Hoare varð
að biðjast lausnar frá störfum
sem utanrífcismálaráðherra á
Bretlandi, vegna mótspyrnunn-
ar gegn till. hans og Lavals.
Laval hefir hvað eftir annað
farið fram á traustsyfirlýsingu í
þinginu — og fengið hana, með
tiltölulega litlum meirihluta.
Það er vitanlega afstaða Lavals
tilAbessiniudeilunnar, sem hvað
mestu veldur, að fylgi hans hef-
ir minkað í Frakklandi. í rót-
tæka flokknum er megn óá-
nægja í garð Lavals út af fram-
komu hans og stefnu í því máli.
Og það er úr því, sem nú verður
væntanlega Soks skorið á sunnu-
daginn, hvort flokkurinn vill
láta ráðherra sína vera áfram í
stjórn Lavals og ganga alveg
með Laval, eða ganga hreinlega
úr henni eins og sannfæring
þeirra flestra býður þeim. Út af
ágreiningi innan flokksins um
þessi mál sagði sjálfur flokks-
foringinn, Edouard Herriot, af
sér flokksformenskunni í des. s.
1., en hann á einnig sæti í ríkis-
stjóminni. Vinstriblöðin fögn-
uðu yfir falSi Samuels Hoare,
töldu lausnarbeiðni hans hafa
sýnt, að almenningsviljinn á
Bretlandi hefði sigrað, og rök-
rétt afleiðing væri, að Laval
færi frá, með-höfundur friðar-
tillaganna, sem leiddu til falls
Hoare.
Það er ágreiningurinn innan
róttæka flokksins, sem Laval
flokksins (rad.-soc.) að at-
kvæðagreiðsla yrði látin fara
fram um tillögur stjórnarinnar
til hjálpar bændum og þeim, er
liafa orðið fyrir tjóni vegna
flóðanna í vetur, en um þessi
mál er ekki mikill ágreiningur.
Krafðist Laval þess, að atkvæða-
greiðsla færi fram, áður önnur
mál yrði rædd, og kvaðst biðj-
ast lausnar, ef krafan yrði ekki
tekin til greina. Vottaði deildin
nú Laval traust sitt • með 315
atkvæðum gegn 251, en þar fyr-
ir er framtíð Lavalstjórnarinn-
ar mjög í óvissu, og margir ef-
ast um, að hún verði nema
skamman tíma við völd liéðan
í frá. En Laval hefir enn fengið
frest — en að þessu sinni ef til
vill að eins til sunnudags, þvi
að þá kemur saman á fund mið-
stjórn flokks radical-socialista
til þess að taka ákvörðun um,
livort þeir 7 ráðherrar flokks-
ins, sem sæti eiga í ríkisstjórn-
inni, skuli segja af sér.
(United Press. — FB.).
befir flotið á undanfarnar vik-
ur. Nægilega margir í flokknum
til þess að halda Laval á floti
vildu halda þjóðstjórninni við
völd þar til kosningarnar fara
fram í vor, heldur en að taka á
sig þá ábyrgð að fella stjórnina
rétt fyrir kosningarnar. Flokk-
urinn hefir frá 1924 bygt stefnu
sína í utanríkismálum á grund-
velli sáttmála þjóðabandalags-
ins og telur nú, að stefna Lavals
hafi orðið til þess að einangra
Frakka og hún sé í rauninni frá-
hverf þessari stefnu og þetta
geti orðið Frökkum hættulegt í
framtíðinni, Laval hafi með
framkomu sinni skapað hættú-
legt fordæmi. Verður nú fróð-
legt að sjá hvaða ákvörðun mið-
stjórn flokksins tekur um næstu
he(gi. &
Ný loftárás
á Rauöa Kposs
stöð.
ítalskir flugmenn leggja
abessinskan bæ nærri í
auðn. 14 menn fórust, en 33
særðust. Rauða Kross stöð
eyðilagðist að nokkuru
leyti.
Oslo, 16. janúar.
Friá Addis Abeba er símað, að
ítalskir flugmenn hafi varpað
sprengikúlum á smábæinn
Ualdia, sem er um 100 kíló-
metra fyrir norðan Dessie. Lof t-
árás þessi var gerð í gær. Helm-
ingur húsanna í bænum hefir
verið lagður í eyði. Fjórtán
menn biðu bana í loftárásinni,
en 33 særðust. Engir hermenn
særðust eða féllu. Rauða Kross
sjúkrastöð, sem þarna var,
eyðilagðist að nokkuru. (NRP.
— FB.). —
London, 17. jan. FÚ.
Hefir Herriot beðist lausnar?
Óstaðfest fregn frá París
hermir, að Herriot liafi sagt
sig úr ráíuneyti Lavals.
„Tímadilkurinn heldur áfram
að tönnlast á því, að það sé
sjálfstæðismönnum að kenna,
að ekkert eftirlit hefir verið
haft með skeytasendingum til
erlendra togara. Sjálfstæðis-
menn hafi lagst á móti hinu
fræga „ömmu“-frumvarpi Jón-
asar Jónssonar, og þannig kom-
ið i veg fyrir að sett yrðu lög
um þetta.
Sjiálfstæðismenn lögðust á
móti þessari lagasetningu af því
einu, að hún væri óþörf. Og
þeir færðu fullar sönnur á það,
að svo væri.
í reglugerð, sem sett var
samkvæmt lögum frá 1917 um
loftskeytastöðvar er ráðherra
veitt heimild til að banna öll
loftskeytaviðskifti innan land-
helgi, bæði íslenskum og erlend-
um skipum. Ennfremur er svo
mælt fyrir, að ráðuneytið geti
látið hafa eftirlit með öllum
loftskeytum og „stöðva þau
skeyti, sem að þess áliti geta
verið skaðleg fyrir velferð
landsins.
Þessi heimild er alveg tví-
mælalaus. Og það er ekltiaðeins,
að heimilað sé að hafa eftirlit
með þessum skeytasendingum,
heldur jafnvel að banna þær al-
gerlega.
Samkvæmt lögunum frá
1917 var þannig heimilt að gera
allar þær ráðstafanir, sem með
þarf, til þess að koma i veg fyr-
ir njósnir þær, sem nú er loks
uppvisf um.
Með bráðabirgðalögunum er
hert nokkuð á refsingum fyrir
slíkar njósnir. Þó er hámark
fésektanna að eins hækkað úr
10 þús. kr. upp í 13 þús., og
virðist lítil ástæða til þess að
gefa út bráðabirgðalög vegna
þeirrar hækkunar.
En jafnvel þó að rétt þaetti að
herða refsingar fyrir afbrot
þau, sem hér er um að ræða,
frekar en lög mæla fyrir, þá er
það að sjálfsögðu jafn vítavert,
hve lengi það hefir verið lótið
dragast, að koma eftirlitinu á.
Hinvegar yirðist þó svo §em
það sé tiltölulega skamt síðan
byrjað var á þessum njósnum.
Fyrstu árin, eftir að landsmenn
tóku landhelgisgæsluna í sínar
endur að mestu leyti, eða með-
an á því stóð, virðast mjög lítil
brögð hafa verið að njósnunum.
Það má ráða af því, hve rnargir
erlendir togarar voru þá staðnir
að landhelgisveiðum og dregnir
fyrir lög og dóm. En á þessu
urðu snögg umskifti, einmitt á
fyrstu stjórnarárum framsókn-
armanna, og eru allar líkur til
þess, að þá hafi verið byrjað á
njósnunum. Nokkur síðustu ár-
in hefir það svo mátt heita við-
burður, ef togari hefir verið
staðinn að veiðum í landhelgi.
Hefðu slík umskifti að sjálf-
sögðu ótt að verða til þess, að
rikisstjórnin vaknaði til meðvit-
undar um það, að þörf væri á
eftirliti því, sem gildandi lög
gerðu ráð fyrir að liaft væri
með skeylaviðskiftum við tog-
ara í landlielgi. En liún vaknaði
ekki nema til liálfs.
Jónas Jónsson mat það mest,
að gera sem mest veður um það
sem hann þóttist ætla að hafast
að i þessum efnum. Þess vegna
var hann að burðast með
„ömmu“-frumvarpið, ár eftir
ár, en hafðist að öðru leyti ekk-
ert að. Er af því augljóst, að
honum hefir engin alvara verið
um það, að koma í veg fyrir
njósnír þær, sem hann fullyrti
að ætti sér stað. Að öðrum kosti
hefði hann fyrirskipað eftirlitið
samkvæmt gildandi lögum.
Það er þannig mjög fjarri
því, að það sé svo sem nokkurra
þakka vert, að nú loks liefir
verið liafist handa. Það var ekk-
ert nema sjálfsögð skylda ríkis-
stjórnarinnar. Og eftir að henni
barst í liendur launmálslykill-
inn, sem fanst í togaranum
„Lincolnshire“, var þessi skylda
orðin svo aðkallandi, að lengur
varð ekki daufheyrst við henni.
En allar líkur benda þó til þess,
að rannsóknin hafi verið látin
dragast lengur en sæmilegt var,
eftir að þessi augljósa sönnun
fyrir misnotkun loftskeytanna
barst stjórninni í hendur. —
Því að enginn trúir því að það
hafi ekki orðið fyrr en nú „fyr-
ir fáum dögum“, eins og „Tíma-
dilkurinn“ staðhæfir, eða 10
mánuðum eftil að togarinn
strandaði og 5—6 mánuðum eft-
ir að liann sökk á Viðeyjar-
sundi.
Harðar dörnur.
Danskur sjómaður dæmdur
í 5 ára fangelsi í Þýskalandi
fyrir að láta kunningja
sinn þar fá and-nasistiskt
fréttablað í hendur.
Oslo, 16. janúar.
Dómur er fallinn í réttinum
í Wismar í Mechlenbr -Schwer-
in yfir dönskum stýrimanni,
Peter Friberg að nafni, en hann
liafði verið ákærður fyrir að
g'efa þýskum niánni fréttablað,
sem er fjandsamlegt naz-
ismanum. Stýrimaðurinn var
dæmdur í 5 ára fangelsi. (NRP.
— FB.). —
Mapkadsöflun
N opðmanna.
Þeir ætla að taka þátt í
sýningunni í Tel Aviv, Pale-
stina, og reyna að afla sér.
þar nýrra markaða, m. a.
fyrir sjávarafurðir.
Ösío, 16. janúar.
Það liefir nú veríð ákveðið,
að Norðmenn taki sameiginlega
þátt í vöru- og framleiðslusýn-
ingunni, sem haldin verður í vor
í Tel Aviv í Palestina. Er álitið,
að góð skilyrði séufyrirhöndum
um aukinn útflutning á norsk-
um vörum til Palestina, einkum
sjávarafurðum. Nefnd sú, sem
verslunarráðuneytið skipaði til
þess að liafa þetta mál með
liöndum, hefir með hagkvæm-
um skilmálum fest kaup ó sýn-
ingarskála í Tel Aviv, til þess að
liafa norskar vörur og fram-
leiðslu til sýnis. Grunnflötur
skáíans er 362 ferh. metrar. —
Norska Miðjarðarliafslínan lief-
ir boðist til þess að flytja norsk-
ar vörur og afurðir á sýninguna,
sýnendunum algerlega að
kostnaðarlausu. — Sýningin í
Tel Aviv stendur yfir frá 30.
apríl til 30. maí. (NRP. — FB.).
Miklip olín-
fiutningap
til Ítalíu.
Oslo, 16. janúar.
Samkvæmt símskeyti frá
London til Sjöfartsidende hafa
miklir olíuflutningar til Ítalíu
átt sér^ stað undanfarna daga.
Seinasta hálfa mánuðinn hafa
ellefu olíuskip komið til ítalskra
liafna með samtals 120.000 smá-
lestir af olíu. (NRP. — FB.).
Jóhannes
Jóhannesson
fyrv. bæjarfógeti sjötugur.
I dag er Jóhannes Jóhannes-
son fyrv. bæjarfógeti 70 ára og
þykir vel við eiga að senda
honum lilýja kveðju með nokk-
urum línum.
Þótt Jóh. Jóh. geti nú litið til
baka yfir langan starfsferil og
þótt aldurinn sé orðinn svona
hár, þá heldur hann sér ágæt-
lega, er á velli sem miðaldra
maður og lieilsa lians mun vera
góð.
Jóh. Jóli. hefir, sem kunnugt
er, gegnt mörgum trúnaðar-
störfum. Alstaðai- þar sem hann
hefir dvalið, og alstaðar þar
sem liann hefir starfað, hefir
liann átt alveg sérstökum vin-
sældum að fagna. Veldur því
hlýlegt viðmót hans og það
traust, sem strax vaknar til
hans meðal þeirra, sem eru
honum sainvislum, Ilann er ó-
venjulega glæsilegur maður og
aðlaðandi,
í hér um bil 35 ár gegndi
hann sýslumanns- og bæjarfó-
getaembættum, fyrst i Húna-
vatnssýslu, síðan í Norður-Múla-
sýslu og Seyðisfjarðarkaupstað
og síðast 11 ár hér i Reykjavík.
Hann hefir verið skipaður í
fjölda nefnda og annara trún-
aðarstarfa, en hefir nú losað sig
við mest af því. Þau miklu
störf, sem hann liefir int af
hendi, sýna, að liann hefir verið
hinn mesti starfsmaður. Sem
dæmi um það má benda á, að
er hann lét af bæjarfógetaem-
bættinu hér í bænum, var því
skift og eru það víst ekki ýkjur,
að nú vinna helmingi fleiri að
þeim störfum ér bæjarfógetinn
þá gegndi, en var í hans tíð.
Hann var talinn ágætur dómari,
lipur og Ijúfur við alla og stund-
aði hið umfangsmikla embætti
sitt svo kappsamlega, að almæli
var, að varla kæmi só dagur, að
liann væri ekki mjög árla morg-
uns kominn að skrifborði sínu.
Jóli. Jóh. hefir mikið fengist
við stjórnmál um dagana. Hann
var þingmaður Norðmýlinga frá
1901—1913 og Seyðfirðinga
1916—1931 og eru því mjög fá-
ir, sem hafa átt lengri þingsetu.
Árið 1931 vildi hann eltki lengur
bjóða sig fram og hefir ekki
siðan haft afskifti af stjórnmál-
um. Sem dæmi um það, hvers
trausts hann naut á þingi, má
benda á, að hann mun hafa
verið oftar forseti sameinaðs Al-
þingis en nokkur annar maður,
að Jóni Sigurðssyni einum und-
anskildum.
Þótt Jóh. Jóh. hafi fengist
svo mikið, sem hér hefir verið
bent á, við opinber mál og
stjórnmál, mun hann ekki eiga
óvini, nema ef vera skyldi einn
hatursblindan, hálftruflaðan
stjórnmálaandstæðing, sem á
tímabili komst í þá aðstöðu að
geta rekið horn sín í þá, sem
lionum var mest í nöp við.
Vísir vill með línum þessuin
færa Jóh. Jóh. sínar bestu árn-
aðaróskir í tilefni afmælisins og
ann honum vel að sitja á frið-
stóli það sem eftir er æfinnar,
enda mun það mest að lians
skapi, því að þótt hann liafi
stundum um dagana lent í harð-
vítugum deilum, mun það lítt
hafa verið að hans skapi og eitr-
uð vopn fyrirleit liann að nota.
Hann er og hefir jafnan verið
maður, . sem Englendingar
mundu kalla „gentleman“ og
Frakkar „grand-seigneur“.
„Pirelli“-
tajólbardar.
Út af viðtali Alþýðublaðsins
við forstjóra Bifreiðaeinkasölu
ríkisins, Svein Ingvarsson, um
verðlag og gæði „Pirelli“-hjól-
barða, vil eg leyfa mér að taka
fram eftirfarandi:
í sambandi við viðræður bif-
reiðastjóra og alþingismanns
Jóns Baldvinssonar um bensin-
skattinn, bar m. a. á góma verð-
lag og gæði „Pirellis“-hjólbarða,
sem einkasalan selur. Héít eg
því þá fram, að bæði hefði verð
hækkað að miklum mun eftir
að einkasalan tók við og hjól-
barðategund þessi væri mikið
verri en aðrar sambærilegar
tegundir, sem seldar voru hér
áður. Fór eg þess á leit að þetta
hvorttveggja yrði rannsakað til
lilítar, og tók Jón Baldvinsson
þvi vel.
Eg bauðst til að útvega vott-
orð og reikninga, til að sanna
mál mitt, og afhenti síðar Jóni
vottorð frá þremur þektum
vörubilstjórum, sem allir höföu
notað „Pirelli“, stærð 32x7’, á
síðastliðnu ári. sj
Vottorðin sýndu, að ending
þessara hjólbarða liafi verið
10—14 þús. km., en ending áður
á annari tegund 20—30 þús.
km. Ennfremur afhenti eg Jóni
Baldvinssyni reikninga, er
sýndu m. a., að áður en einka-
salan tók við, hafði verið selt
hér „Pirelli“-dekk með slöngu,
stærð 32x6 fyrir 130 krónur.
Verð einkasölunnar er nú 171
kr. iá sömu stærð. Gerum nú
ráð fyrir, að slangan liafi fýlgt
með í kaupbæti, en munurinn er
samt 41 króna eða ca. 30%. Nú
segir Sveinn Ingvarsson sjálfur,
að gúmmí hafi hækkað erlendis
um að eins 5V2% og nemur því
verðhækkun einkasölunnar
24%%.
Þessi vottorð og reikningar
voru síðar afhentir Sveini Ing-
varssyni. Síðan hefir liann út-
vegað sér vottorð frá þremur
mönnum, sem hann ætlast til
að afsanni mitt mál, en svo illa
liefir honum tekist til í því efni,
að tveir af þessum mönnum eru
fólksbílstjórar, én um minni
lijólbarða eða þá sem fólksbílar
nota alment, veit eg ekki um
endingu á, og hefi þessvegna
ekkert um þá sagt. Það sem eg
hefi haldið fram er eingöngu
miðað við reynslu vörubílstjóra.
Þriðji maðurinn er að vísu
vörubílstjóri, en það eru full
6 ár síðan hann hefir notað
„Pirelli”, eftir því sem liann
hefir sjálfur sagt mér, og má
vel vera, að reynslan hafi þá
verið prýðileg. Hinsvegar veit
eg, að allir vörubílstjórar, sem
notað hafa „Pirelli“ á síðast
liðnu ári, hafa svipaða sögu að
segja og þeir, sem eg fekk vott-
orðin hjá, enda er mér innan
handar að fá mörg vottorð í
viðbót þar að lútandi.
Að endingu krefst eg þess, að
Sveinn Ingvarsson birti í Al-
þýðublaðinu öll þau vottorð,
sem honum liafa borist um
þetta efni. Annars hefi eg afrit
af þeim vottorðum, sem eg liefi
útvegað, og get vitanlega birt
þau Iivenær sem er, ef Sveinn
Ingvarsson treystir sér ekld til
þess.
Rvík, 14. jan. ’36.
Sveinbjörn Guðlaugsson.
E. S.
Ritstjóri Alþýðublaðsins neit-
aði að birta þessar athugasemd-
ir. . S. G.
VISIS KÁFFIÐ
gerir alla glaða.