Vísir - 16.02.1936, Blaðsíða 5

Vísir - 16.02.1936, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Sýn. Frásögn Maríu Maack. Kvöld eitt fyrir nokkurum ár- um hafði ég lagt svo fyrir við eina af starfsstúlkum spítalans, að hún vekti mig kl. 7(4. Stúlk- an kom stundvíslega. Eg hafði sofið vel um nóttina, en var þrátt fyrir það mjög svfjuð og undraðist ég það. Eg bað stúlk- una að líta inn aftur eftir liálfa klukkustund, ef vera kynni, að ég gæti hlundað stundarkorn. Stúlkan fór því næst út frá mér aftur. Og jafnskjótt, er hún hafði látið hurðina aflur, sá ég að kominn var þrísettur gluggi þar, sem dyrnar liöfðu verið. Við gluggann stóð maður og bjóst til að raka sig. Hann hengdi spegil í gluggapóstinn, bar sápu i andlit sér og þvi næst rakaði hann sig vendilega. Að því loknu leið svipur þessi inn gólfið, kom fast að rúmi mínu og laut ofan að mér, eins og til þess að sýna mér, hversu vel liann væri rakaður, og sá ég glögt að það var vel gert. Þá — Eg hefi ekkert um það liugsað, sagði Jón í Króki. — Þá er nú Iíklega mál til komið, að þú farir að hugsa um það, lagsmaður! — Já, sagði Jón í Ivróki. — Hún eldist eins og hver annar, hún Ingiríður liérna. — Já, sagði Jón í Króki. — Þeir eru nú teknir upp á, því í kaupstaðnum, eins og þú veist, að flokka allar vörur. Svo er lil dæmis um kjötið og hllina. — Já, sagði Jón í Króki. -— Dettur þér nú í liug, að stúlka, sem margir svíkja, haldist lengi í fyrsta flokki? — Nei, sagði Jón í Króki. — Björn slapp með hundrað og Pétur með tvö. — Og þú sleppur með þrjú hundruð í gulli! — — Þrjú hundruð 1 gulli! Guð almáttugur varðveiti mig, sagði Jón í Króki. — Gengurðu að eða frá? — Þetta er ekki nema rétt fyrir verðfallinu, eins og þú skilur, sagði Ólafur og hvatti linífinn á lófa sínum. — Eg verð þá að hætla við alt saman, sagði Jón í Króki. -— Það líkar mér! — Og svo er vist best að þið Ingiríður snáfið i Iijónabandið lieldur fyrr en seinna. — Já, sagði Jón í Króki. P- hvarf sýnin. Eg leit á klukkuna og sá, að hana vantaði 10 mín- útur i átta. Sýnin liafði því stað- ið í 20 mínútur. — Eg var nú ekki þreytt lengur og glaðvak- andi, klæddist þvínæst og fór úr herbergi minu. Þegar ég kom út á ganginn, mætti ég stúlkunni, sem ég liafði Ijeðið að vekja mig og undraðist hún, að ég skyldi vera komin á fætur. Eg sagði lienni frá þvi, sem fyrir mig liafði borið, og lét þess get- ið, að við mundum líklega fá sjúkling í dag og að liann mundi vera nýrakaður. Eg hafði beðið heima fram eftir deginum, þó að ég þyrfti að fara ofan í hæ, því að ég þóttist viss um, að sjúklingur- inn mundi koma. En þegar leið á daginn, fór ég loks út til þess, að levsa af hendi erindi mitt. Þegar ég kom ofan i bæ, fann ég að þörf mundi á mér heima fyrir og sneri þegar heimleiðis. Þegar ég kom heim, var verið að hera mann inn um hliðið við spítalann. En það var ekki nýr sjúklingur, lieldur var það lik manns, sem borið var í líkhús spitalans. Atti að krjdja það þar og rannsaka dánarorsökina. Þenna sama morgun liafði jæssi maður búist til ferðar heiman frá sér úr þorpi langar leiðir i burtu frá Reykjavik. Hann lagði af stað í bifreið, en varð bráðkvaddur á leiðinni hingað. Var liann horinn í lík- tiús spítalans kl. 5 sama dag. Þegar ég sá líkið, þekti ég þar slrax manninn, sem verið hafði að raka sig um morguninn.. Annað land! Suintim Norðlendingum, sem koma liingað suður að vetrar- lagi, finst sem liér sé „annað land“. Hér á sjávarbakkanum og um Mosfellssveit, Suðurnes, Kjalarnes og Akranes er iðulega snjólaust á sama tíma og fann- kyngi er nyrðra, vestra og eyslra. Þessir aðkomumenn segja að hér sé enginn vetur. Hér sé snjólaust að kalla megi allan veturinn, þó að „ofan gefi snjó á snjó“* í öðrum landshlut- um vikum og mánuðum saman . Þetta er ekki allskostar fjarri lagi, þó að oft komi að vísu harðindi liér syðra og allmiklir snjóavetur. Þess er stundum getið í annálum, að mjög hafi skift i tvö liorn um veðurfarið hér syðra og nyrðra. Eitt dæmið cr vetur sá (1618), er sumír kölluðu „Glerungasvetur“. Um veðurfarið þá segir svo í annál- um: „Þá var mjög harður vetur; skifti um veðuráttu með upp- göngu sólar fyrir 'jólin, hélst svo við sama harðindalag allan vet- urinn, nema á þorranum var hærileg veðurátta, en þó haga- lítið. Þá kom svo mikið snjófall fimta i jólum, að liestum var kaflilaup á slétlu, svo ófært var bæja millum. ;—. Ilélsl harka og jarðbönn allan velurinn og um vorið með grimmum frostum og stórviðrum á norðan, alt fram lil annars dags hvíta- sunnu (22. maí), svo að öllum kindum varð að gefa og spm- LÍK GEORGS V. á viðhafnarbörum. Frcmst sjást nokkrir af hinum mikla mann- fjölda, sem gekk fram hjá kistunni. staðar færleikum. Skáru þá margir menn fé sitt, en margir mistu, sérdeilis i Austfjörðum og fyrir norðan, varð þar víða stráfellir og kom þar seint sumar, svo að mannfall varð af bjargarleysi á Langanesi og Austfjörðum; voru skornar þær kindur, sem eftir lifðu, til nær- ingar mönnum. Sumstaðar norðarlega varð og ekki slegið það sumar, því um Þorláks- messu voru ekki tún uppleyst, en þar sem slegið var, nýttist ekki vegna úrkomu og sudda. Þar kom og gagnslaus liafís, en fyrir sunnan og vestan og aust- ur með landinu varð gott og grassamt sumar með hlýrri, góðri, spakri og náðugri veðr- áttu, og heyjaðist vel um sum- arið og hlutaðist vel um vetur- inn, 6, 7, 8, 9, 10 liundraða hlut- ir, og alt sumarið var nógur fiskur. hér syðra.“ Tafl. nr. 11. Teflt í 1. fl. á Skákþingi Reykjavikur 9. febr. 1936. Hvítt: Benedikt Jóhannsson. Svart: Sigurður Halldórsson. 1. d4, d5; 2. Rf3, Rf6; 3. e4, e6; 4. Rc3, c6; 5. e3, Rbd7; 6. Bd3, Bd6; 7. 0—0, 0—0; 8. b3 (Hvítur átti að leika 7. e4, svo að svartur yrði ekki fyrri til), e5; 9. d4xe5, Rd7xe5; 10. RxR, B.xR; 11. Bb2, Rg4; 12. g3, d5x c4; 13. Bxc4, Df6; 14. Dc2, Dh6; 15. Iil, g5; 16. Ivg2, gxh;17. gxh, Dxh; 18. IIlil, Bli2 (Hér var ör- uggast Dgf!!! 19. f2xD, Rxe3f og nær drotningunni aftur með 2 peð yfir) 19. Hagl, Kh8; 20 Re4f, f6; 21. Kfl, Bf5. 8 7 i 6 5 4 3 1 (hér varð svartur að reyna Rx e3f f2xR, Bh3f, því nú gelur livítur unnið). 22. Rxf6? (hér gat livítur unnið, 22. HxR!, Dx- H; 23. Rxf6!!), Dli3f; 23. Kel, RxR; 24. I4g8f, HxH; 25. BxRf Ilg7; 26. Dc3 (nú virðist hvítum borgið, en—), Be5!; 27. DxB, DxIIf; 28. Kd2, Dh6; 29. DxB, Hf8; 30. BxHf, DxB; 31. Dh3, Hxf2f; 32. Kd3, Dg6f; 33. Kc3, Df6f og livítur gaf; ef 34. Kb4 þá Dd6f og mát i næsta leik. A B C D E F G H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.