Vísir - 16.02.1936, Blaðsíða 7

Vísir - 16.02.1936, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 SONJA HENIE, skautamærin fræga. Myndin iekin, er hún kepti síðast um meistaratitilinn fyrir Evrópu, og var að horfa á keppinautana leika listir sínar. Hjá henni sitja Jeff Dicksson,, kunnur amerískur íþróttafrömuður, og móðir liennar. geta sagt að ég hjálpi þeim. Sama sagði inóðir lians og þau fóru hvergi, en ekki leið þeim vel þann dag. Svo kom úrslita stundin, þegar atkvæðin voru talin. Björn og Hallur hiðu milli vonar og ótta. Það gjörðu þau líka hjónin í Dal og Björn sagði við þau áður en liann fór af stað til þess að vera við taln- ingu atkvæðanna. „Ó, hvað ég vildi að þið hefðuð kosið, því eins og þið vitið, þá þarf ekki að muna nema einu atkvæði“. „Veit ég það, Björn minn“, sagði faðir lians og gekk hurt. Björn flýtti sér af stað. Þeg- ar hann kom heim um kvöidið spurðu foreldrar hans hann einskis, en hann sá að þau voru eins og ulan við sig, en kona lians sagði: „Hvernig fór kosn- ingin“. „Það fór sem oftar, að það munaði litlu, þeir höfðu all- ir svo líkt fylgi. En þó fékk einn þeirra einu atkvæði fleira en hinir og fær því vafalaust brauðið“. Gömlu lijónin litu livort á annað, en sögðu ekkert. „Hver þeirra var það, sem flaut á þessu eina atkvæði?“ sagði kona Björns. „Það var sira Sig- urður og hamingjunni sé lof fyrir það!“ „Já, það segi ég með þér“, sagði hún. „Og það veit ég að þið segið líka pahbi og mamma“, sagði Björn. „Við höfum altaf viljað ykk- ur börnum okkar alt gott, og því gátum við ekki sætt okkur við það að Gunna gengi út í fá- tækt langt hurt frá okkur', sagði móðir hans. „Ójá, okkur hefir ekki altaf liðið vel, þessi þrjú ár síðan hún fór frá okkur“, sagði faðir lians. „En nú hafa örlögin snúið Öllu til góðs og nú bíðum við glöð eftir komu þeirra“ sagði Björn. Og dagarnir liðu fljótt. Júnisólin sendi hjarta geisla sína yfir lög og láð. Ungu prestshjónin voru kom- in að Hvammi, allir tóku vel á móli þeim. Á fögru sumar- kveldi sjáum við Guðrúnu og sira Sigurð sitja við lindina í hlíðinni fyrir ofan bæinn í Dal. „Héðan gekst þú heim til for- eldra þinna til að segja þeim að bú ætlaðir að fylgja mér út i fátækt óraleið frá þeim og þess- Um kæru æskustöðvum þínum. Guð hlessi þig fyrir það“, sagði rira Sigurður. „Mig liefir ald- rei iðrað þess, og nú eru all- ar minar vonir uppfyltar“, sagði Guðrún. „Og mínar líka“, sagði síra Sigurður. Um leið og liann slepti síðasta orðinu komu þau Gjörn og kona hans og Hallur °S Signý til þeirra. „Okkur var farið að leiðast eftir ykkur“, sagði Björn. Þau gengu öll heim. Það var glatt á lijalla þetla kvöld i stofunni í Dal. Val- gerður liúsfreyja sagði: „Langt er nú síðan við hjónin liöfum lifað slíka gleðislund, þvi nú liöfum við aflur bæði börnin okkar hjá okkur“. Jón bóndi stóð við gluggann og liorfði yfir að Hvammi og sagði: „Já, það er lang^t síðan, en nú erum við loksins húin að sjá það og reyna að betra er yndi en auður“. Ásta. Frá Þorhergi„snikkara? Þorbergur hét maður; hann var Björnsson, og var uppi um miðbik 19. aldar. Hann var tré- smiður, „snikkari“ að iðn, og vann að mestu fyrir sér með handiðn sinni. Kvæntur mun liann hafa verið, en eigi veit eg lil að hann léti eftir sig afkom- endur og lílt eða ekki mun hann hafa við húskap fengist. Þor- bergur var alinn upp í Hrúta- firði, en hafðist mest við austan Hrútafjarðarár eða i Húna- vatnssýslu á fullorðinsárum; var víst oft langdvölum á Þing- eyrum og Stóru Borg, hjá Magnúsi R. Olsen. Þorbergur var talinn liagyrð- ingur góður og voru ýmsar vís- ur á gangi i æsku minni, er hon- um voru eignaðar og voru flest- ar þeirra vel gerðar. Eru hér þrjú sýnishorn lausavísna hans. Einhverju sinni kom Þor- bergur að smiðjudyrum þar sem Hannes „stutti“ var að dengja ljái sína (sem voru mjög stuttir) og kvað: Hárs með föngum Hanns minn Iirakti ströngu leiðindin. Stælti löngu stálvopnin, steðjinn söng við hamarinn! Þorbergur leit út um glugga á Þingeyrum til Tröllakirkju og fjallanna þar norður af: Þarna var eg vesturfrá vafinn bernsku göllum, vori minnar æsku á undir þessum fjöllum. Þessa stöku kvað Þorbergur um jarðabætur bónda, er hélt léttadreng: Miklu þetta afkom ár, einn með léttadrenginn, að hann slétti þúfur þrjár, þær um dettur enginn. Beinakerlingavísur allmargar eru lil eftir Þorberg, m.a. kveðn- ar í nafni „Iverlingar á Ivalda- dal“ lil þeirra Magnúsar Olsen á Þingeyrum og Jósefs læknis Skaftasonar í 'Hnausum. En ekki er visl að fólki nú á dögum þyki þær nógu finar og því er þeim slept hér. Þá er Jósef lækni Skaftasyni var bönnuð þingseta, sumarið 1853, og honum vísað heim i liérað sitt, vaf Þorbergur stadd- ur i Reykjavík og átti þá að hafa spurt lækni, hvort þeir ætlu ekki að verða samferða norður, en J. S. svarað stultlega: „Far þú þína leið, — eg fer mína“. Þá er mælt að Þorbergur hafi svarað: „Grátum ekki, munum heldur“, og hélt af stað á und- an. En á norðurleið fami læknir tvær vísur mergjaðar í „Kerl- ingunni á Kaldadal“. Maður cr nefndur Vilhelm Höl'ter, Reykvíkingur, danskur eða þýskur að ætt. Hann flakk- aði stundum um Norðurland að sumrinu. Hann fekkst við kveð- skap, en var talinn leirskáld. Drykkfeldur mun hann hafa verið og geðstyggur nokkuð. Er liann mér í barnsminni þannig, að mér þótti liann leiðinlegur og stóð jafnan geigur af honum meiri en flestum öðrum gestuin. — Einhverntíma lenti þeim saman Þorhergi og honum og kvað Þorbergur vísuhelming þenna og skoraði á H. að botna: Hölter má ci hafa sult, né lialtra út í veður kalt. Glímdi Hölter lengi við að hotna þetla og var að lokum orðinn ,svo reiður, að liann stökk á burt án þess að geta slegið í botninn. Botnaði Þor- bergur þá vísuna sjálfur á þessa leið: Ef fult er staup þó fari dult, falt er þá hann kjafti um alt! Jósef Jónsson frá Melum. Presturinn: Hvernig líður yð- ur i dag, frú Jörgensen? Frú Jörgensen (nýbúin að missa manninn sinn): Æ — livernig ætli mér líði nema illa. Presturinn: Nú er blessaður Jörgensen yðar með drottins út- völdu í Paradís. Frú Jörgensen: Eg er nú ekki alveg eins viss um það og prest- urinn. Eg þekti Jörgensen lieit- inn. Hann var gallagripur sá elskulegi maður, þó að ég segi sjálf frá. Og samt sakna ég hans og græt. Presturinn: Hafi þér grátið mikið, frú Jörgensen? Frú Jörgensen: Og sussu — sussu — ég byrjaði eldsnemma í morgun. Og nú hefi ég liugs- að mér að byrja aftur, undir cins og eg er búin að borða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.