Vísir - 13.03.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 13.03.1936, Blaðsíða 2
VISIR Diskið-Mpðr eg Hitler lofar að anka ekkí heraflann i Rfnarbygðom. Eden fór þess á leit viö Hitler, aö liann kallaði á brott herliðið af afvopnaða svæðinu í Rínarbygðum. Svar Hitlers telur breska stjórnin hafa örlítið bætt samkomulagshorf- ur, en það er þó eigi fullnægjandi sem samn- ingsgrundvöllur. — Belgía, Frakkland, Ítalía og Bretland lýsa yfir því, að framkoma Þjóð- verja sé skýlaust brot á Locarno- og Versala- samningunum. — , London, 13. mars. Fundir voru haldnir í London í gær, bæði ráðuneytisfundur og fundur, sem mættir voru á fulltrúar þeirra ríkja, að undan- teknu Þýskalandi, sem að Locarnosáttmálanum standa. Á ráðu- neytisfundinum var ákveðið, að reyna að koma því til leiðar, að finna samkomulagsgrundvöll, sem Frakkar gæti fallist á, til lausnar deilunni við Þjóðverja. Sneri Anthony Eden utanríkis- málaráðherra sér til Hitlers og fór fram á það við hann, að Þjóðverjar kölluðu heim úr Rínarbygðum setulið það, er þeir sendu þangað laugardaginn í fyrri viku, jafnhliða því, sem þeir riftuðu Locarnosanmingnum. Gerði Eden ráð fyrir því, að ör- Jítill hluti liðsins yrði þó áfram fyrst um sinn á afvopnuðu svæð- unum, til þess að baka þýsku stjórninni enga erfiðleika heima fyrir, en það vilja Bretar forðast. Hitler hefir þegar svarað Anthony Eden. Hann kvaðst vilja lofa því, að auka ekki setu- lið Þjóðverja á hinum afvopnuðu svæðum í Rínarbygðum og ekki láta herlið setjast að á neinum stöðvum í nánd við landa- mæri Belgíu og Frakklands. Hér var um að ræða tilraun til þess að miðla málum til þess að hægt yrði að ná samkomulagi friðsamlega og breska stjórn- in telur, að með þessari málaleitan hafi örlítið áunnist í sam- komulagsátt, en svar Hitlers sé þannig eigi að síður, að því fari mjög fjarri, að á það verði fallist af öllum aðilum sem grund- völl samkomulagsumleitana, en Frakkar og helstu stuðnings- menn þeirra kref jast, að Þjóðverjar kalli heim setuliðið áður en gengið sé til samninga við þá. (United Press. - FB.). Skýiaust brot' i London, 13. mars. Að afloknum fundi fulltrúa þeirra rikja, að undanteknu Þýskalandi, sem undirskrifuðu Locarnosáttmálann, var gefin út yfirlýsing þess efnis og send Þjóðabandalaginu, að fundur- inn teldi það skýlaust brot af hálfu Þjóðverja á 43. gr. Versala- samninganna og Locarnosáttmálans, að fara með setulið inn á afvopnuðu svæðin í Rinarbygðum. — (United Press. — FB.). Frakknesk-rússneski vináttusáttmálinn fékk fullnaðarsamþykt öldungadeildar þjóðþingsins frakkneska með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. París, 13. mars. Öldungadeild frakkneska þjóðþingsins hefir sam- þykt til fullnustu frakknesk-rússneska vináttusáttmál- ann með miklu meiri atkvæðamun, en búist hafði verið við, áður en samningsrof Þjóðverja kom til sögunnar. Greiddu 281 þingdeildarmenn alkvæði með fullnaðarsamþykt (ratification), en að eins 52 á móti. (United Press. - FB.). Gripaoppboðið í Haínarfirði. ■ Fjósin opnuð með lögreglu- valdi. ! Hafnarfirði í gær. — FÚ. í dag fór fram uppboð á nautgripum hjá þrem kúacig- endum, jjeim Guðmundi Magn- ússyni, kaupmanni, Ólafi Run- ólfssyni, kaupmanni og Þor- sleini Björnssyni, kaupmanni. Neituðu þeir allir að opna gripa- liús sín, þá er uppboðið hófst, svo uppboðshaldari varð að opna þau með lögregluvaldi. — Fór svo uppboðið fram og voru seldir 6 nautgripir. Var verð frá 65—285 kr. á nautgrip. Af því er blaðinu hefir verið tjáð úr Hafnarfirði var fjöl- menni mikið viðstatt, er nauð- ungaruppboðin fóru fram. — Voru gerð óp að uppboðshald- aranum og létu sumir í Ijós ó- ánægju í garð samsölunnar og Emils Jónssonar, vegna fram- komu bans. Þegar búið var að selja eina kúna og greiða átti andvirði hennar með „gulum seðlum“, þ. e. ávísunum á bæj- arstjóð Hafnarfjarðar, neitaði fulltrúi Stefáns Jóh. Stefáns- son að taka þser gildar. 12. mars FÚ. Skriðjökullinn í Reykjarfirði á Hornströndum hefir enn færst fram um hér um bil 20 metra í janúarmánuði s. 1., samkvæmt athugun Guðmund- ar Guðjónssonar í Þaraláturs- firði. Þingskapa-frumvarp það, er Jörundur Brynjólfsson , bar fram á síðasta þingi, en þá dag- aði uppi, hefir aftur legið fyrir þessu þingi. Er það komið frá nefnd og hefir náð samþykt við 2. umr. 1 Nd. með nokkurum viðaukum og smábreytingum, Flestar breytingar frv. eru forms-atriði, breytt um tilvitn- anir í stjórnarskrána, samkv. síðustu breytingum, er á henni voru gerðar, en ekki hafði verið lagfært í lögunum 1934, sem þó hefði átt að vera, ef tími og tækifæri hefði verið að sam- ræma þau hinni nýju stjórnar- skrá. Ennfremur eru nokkurar breytingar á orðalagi frá 2. þm. Skágfirðinga. Er þar ýmislegt fært til betra máls og því til bóta. Mestum deilum liafa valdið í þinginu þær breytingar, sem lúta að því að takmarka mál- frelsi og auka einræði meiri- Ialuta valdsins í þinginu. Um þetta atriði, sem i sjálfu sér er þó mjög athyglisvert, skal hér ekki deilt að sinni, þvi að vitanlega getur meirihluti Alþingis liver sem hann er, hag- að löggjöf sinni í einræðisátt eða þjóðræðis, eftir því se'm hann er skapi farinn. En um það mun þó varla vera deilt, að meiri liluti á Al- þingi verður að hlíta fyrirmæl- um stjórnarskrárinnar í laga- setning sinni og getur eklíi haggað grundvallarsetningum hennar með einföldum laga- fyrirmælum. Þetta virðist þó gert all- óþyrmilega með sumum á- kvæðum þingskapafrumvarps- ins. Liggur þetta Ijóst fvrir, ef borin eru saman ákvæði gild- andi stjórnarskrár og frum- varpsins, þar sem þeim lendir saman. 1 40. gr., 3. málsgr. stjórnar- skrárinnar segir svo: „Þegar Alþingi skipar eina málstofu, þarf meira en helm- ingur þingmanna úr hvorri þingdeild að vera á fundi og eiga þátt í atkvæðagreiðslu, lil þess, að fullnaðarsamþykt verði lögð á mál, ræður þá at- kvæðafjöldi úrslitum um ein- stök málsatriði.“ En í 16. grein frumvarpsins segir: „Þá er Alþingi, sem nú segir, skipar eina málstofu, þarf, til þess að gerð verði fullnaðar- ályktun um mál, meira en helmingur þingmanna að vera á fundi og eiga þátt í atkvæða- greiðslu. Þingmaður, sem er á fundi, en greiðir ekki atkvæði, án lögmætra ástæðna, telst taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Ræður þá afl atkvæða um ein- stök málsatriði, o. s. frv.“ Ákvæði þessarar greinar brjóta bág við tilfærð fyrir- mæli stjórnarskrárinnar í tveimur mjög mikilvægum at- riðum. 1. Stjórnarskráin segir, að meira en lielmingur þing- manna úr ' hvorri þingdeild þurfi að vera á fundi í sam- einuðu þingi, til þess að fulln- aðarsamþykt verði lögð á mál. Þingskapaákvæðið segir þurfa meira en helming þingmanna á fundi í S. þ. til þess að fulln- aðarályktun verði gerð um mál. Samkv. þessu gelur því ein- hver meiri hluti þingmanna háð fund í sameinuðu þingi og gert fullnaðarályktun um mál. T. d. gæti S. þ. verið háð af 25 mönnum öllum úr N. d„ ef forseti eða varaforseti S. þ. ætti sæti í þeirri deild. Enginn þm. úr E. d. þyrfti að koma þar nærri. 2. Þar sem stjórnarskrá krefst þess berum orðum, að meiri hluti þm. beggja deilda skuli vera á fundi og eiga þátt í atkvæðagreiðslu, til þess að gild fullnaðarályktun verði tekin, þá leysir frv. þingmenn frá þeirri skyldu, með því að taka fram berum orðum, að „þingmaður, sem er á fundi, en ekki greiðir atkvæði, án lög- mætra ástæðna, telst taka þátt í atkvæðagreiðslunni.“ Slik liártogun, sem þessi, fer ekki einungis í bága við orð og anda stjórnarskrárinnar, beldur og við grundvallarsetn- ingar rökfræðinnar: Að eiga þátt í atkvæðagreiðslu er sama sem að eiga ekki þátt í at- kvæðagreiðslu. Að greiða ekki atkvæði er sama sem að greiða atkvæði. Allri lieilbrigðri skynsemi er liér kastað fyrir borð og það einmitt þar sem mest á ríður, að vandlega og skilmerkilega sé gengið frá, er um sjálfar grundvallar-reglur löggjafar- innar er að ræða. Það er alveg óliagganlegt, enda sjálfsagt og nauðsynlegt, að stjórnarskráin vill tryggja það sem bjargföstustum skorð- um, að svo sé vandað til fulln- aðarályktunar í sameinuðu þingi, að að minsta kosti þurfi við að vera helmingur þing- manna úr báðum deildum og að meira en helmingur þeirra manna (að minnsta kosti) taki þátt í atkvæðagreiðslu. Sýnist þar síst of mikils krafist. Á sumum þjóðþingum eru reyndar aðrar og stundum minni kröfur gerðar til fund- arsókna þingmanna og þátt- töku í úrslitum mála, en þá hafa grundvallarlög þeirra þjóða ekki strangari skilyrði um þau efni. Engin ákvæði eru um það i frv., livað gera skuli við „at- kvæði“ þeirra manna, sem eklci greiða atkvæði. Teljast ]>au með, eða teljast þau móti mál- inu? Eða teljast þau alls •ekki? E. t. v. eiga þeir þingmenn, sem ekki greiða atkvæði án lög- mætra ástæðna, að „teljast með meiri hlutanum“, en ekkert á- kvæði um það, né lieimild til þess, er í frv. Þetta er því allt á liuldu. Samskonar ákvæði um af- greiðslu mála er tekið upp i 28. gr. frv. gagnvart N. d. Torskilið „fyrirbrigði“ kem- ur fyrir í 24. gr. frv. Þar segir svo: ..... »Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu meira en svo, að hún standi skemur en 3 klulckustundir alls.“ Þetta undarlega og ankanna- lega orðalag var með sama hætti í frumvarpinu á síðasta þingi, en þá lagfært, með því að fella niður orðin „meira en“. Nú eru þessi orð tekin upp aftur í frumvarpið og engin athugasemd gerð við þau í nefnd né við aðra umræðu málsins. — Mun þykja nauð- r Islensk orð á förum ? Veðurspár og veðraSieiti. Hér á landi er ávalt allra veðra von. Það kemur iðulega fyrir í sama héraði, að þrenn sé veðrin á einu dægri eða jafnvel enn fleiri. — Hagur þjóðarinnar hefir alla tíð verið mjög við veð- urfarið bundinn. íslendingar hafa og verið í besta lagi veður- glöggir og er það rétt að von- um. Sjómaðurinn hugði að veðri daglega og veðurmerkjum og reyndi að gera sér grein fyr- ir því, hversu viðra mundi næsta dægrið eða dægrin. Bónd- inn gerði slikt hið sama allan ársins hring. Öll afkoma þjóð- arinnar var og er við veðurfarið bundin að meira eða minna leyti. Og margir íslendingar urðu svo veðurglöggir, að spádómum þeirra skeikaði lítt eða ekki. — Bóndinn sá fyrir regn og þurk um sláttinn og fóru spádómar bans iðulega mjög nærri hinu rétta, en stundum gengu þeir eftir, svo að engu munaði. Hann sá og fyrir hríð og hláku að vetrinum og veðrabrigði vor og haust. Hann hafði ekkert við að styðjast, nema athyglisgáfu sjálfs sín, auk fornra sögusagna og munnmæla um það, hversu veður réðist, ef útlit væri með þessum hætti eða hinum. Orð- tök nokkur hafa og lengi gengið í málinu um veðurfarið eða það, hvers vænta megi, ef horf- ur að kveldi eða morgni sé með einhverjum ákveðnum og sér- stökum einkennum. Þá var og mikið mark tekið á liátlum dýra, t. d. fugla. Sumir liestar þóttu og vita á sig veður, bæði ill og góð, og höguðu sér þar eftir í haganum. Og til eru margar sagnir um forustusauði, er fundið Iiafi á sér öll veðra- brigði, jafnvel í húsum inni. Lógu þeir jafnan við dyr framrni, ef gott var í vændum, en inst í kró, ef illa lagðist í þá uih veðurfar á næsta degi. Sum- ir gengu úr liaga í blíðuveðri og héldu heimleiðis. — Þótti þá auðsætt, að stórhrið væri í vændum — og brást varla. íslendingar hafa löngum orð- ið að búa að sínu í flestum efn- um. Og þeir urðu líka að treysta hyggjuviti sínu, atliyglisgáfu og reynslu kynslóðanna, er segja skyldi fyrir um veðrafar. Þetta blessaðist furðanlega og urðu margir svo veðurglöggir, að MBM—iBBiwiw mwmmmmmmmmammmmmmmmmmmmMum synlegt að þetta orðalag rask- ist ekki. Síðan þetta var ritað, liefir málið verið tekið tvisvar á dag- skrá Nd. til 3. umr. I gærdag bar Pétur Ottesen, þm. Borg- íirðinga, fram breytingartillög- ur um lagfæring þeirra á- kvæða, sem að framan er get- ið. Var þá bent á, að ákvæð- jn um lögmæta skipun E.d. væri tekin upp samkvæmtgam- alli prentvillu í sumum iitgáf- um „þingskapanna“. En vitan- lega hefir prentvillan aldrei verið lögtekin. Þó mættu lag- færingartillögur þingmannsins heldur köldum viðtökum. Lauk svo, að málið var tekið út af dagskrá. Veltur nú á því, livort rétt- ara þykir að lögleiða prent- villuna eða láta hana lúta fyr- ir ákvæði stjórnarskrárinnar. undrun sætti. Sumir treystu draumum sínum og þótti af þeim mega ráða sitt hvað um veðuráttu. Mætti gera um það langar frásagnir, en þó verður nú þar frá horfið að sinni. 11. Síðan er Veðurstofa tók til starfa hér í Reykjavík, hefir nokkur breyting á þessu orðið. Fækkar nú og óðum þeám mönnum, er gefa gaum hinum fornu veðurmerkjum. '* Rosknir menn og ráðsettír munu að vísu halda arfteknum hætti og hyggja að veðrateikri- um, svo sem gert höfðu feður þeirra og afar mann fram af manni. En hið yngra liðið varp- ar áhyggju sinni upp á Veður- stofuna. — Og á því er enginn vafi, að spár Veðurstofunnar hafa orð- ið að miklu gagni og yfirleitt gefis t vonum framar. Sennilega er öllu örðugra að segja fyrir um veður hér á landi, en víða annarsstaðar. Islenskt veöur- far er svo óstöðugt, að mörgu getur viðrað sama dægrið. Hér getur verið slydda að morgni, hláka um miðjan daginn, út- synnings-garri að kveldi og grenjandi norðanhríð á mið- nætti. — Það er örðugt að segja fyrir um veður — með fullri vissu —< þar sem ókyrleikinn er svona mikill. Það þykir nú vilja brenna við um veröld alla, að ungt fólk rækti eða ræki athyglisgáfuna í minsta lagi. Því þykir lítið varið í grúsk og gaumgæfni hinnar eldri lcynslóðar og kjmslóða. Hið forna er talið úrelt og að engu hafandi. — Alt er á fleygi- ferð. Hraðinn situr í fyrirrúmi. Fólkið liefir engan tíma til þess, að sökkva sér niður í flóknar hugsanir. — Það þeytist áfrain í gæfuleit og peningaleit, en hvorttveggja er alt af á næsta leiti, eins og regnboginn. — Og fátækt lmgarfarsins vex og gremjan við guð og menn og alla tilveruna magnast æ því meir, þess lengur sem hlaupið er þreytt. .— íslendingar vilja vera „menn með mönnum“ og er það rétt að vonum. Þeir vilja taka þátt í hinu mikla kapphlaupi, þó að þeir sé „fátækir, fáir og smáir“. Allmikill hluti hinnar ungu kynslóðar horfir nú mjög til framandi landa og þjóða og Iiyggur þaðán sáluhjálpar að vænta. — Þetta fólk vill ekki reisa framtíðarhöll þjóðarinnar á grunni fornrar, islenskrar menningar. Það heldur því fram, að íslensk menning sé engin til og hafi raunar aldrei verið. Þessu drasli, sem kallað liafi verið íslensk menning eigi að varpa útbyrðis þegar í stað. Annars kostar verðum við aft- ur úr í allri menningu og mikil- mensku. — Islendingar verði að • fá alt frá öðrum löndum, ef þeir eigi að geta lifað „menningar- lífi“. — Og mönnum skilst einna helst, að fyrirmyndina a’ð þessu „menningarlífi“ eigi «ð sækja til stórborganna víðsveg" ar um heim, þar sem tötruiri klæddur og lang-soltinn manri' grúi situr með blóðugt hatur 1 sál og hefir afhent fáeinum böðlum vilja sinn og samvisk11- III. Sumir eru þeirrar skoðu,iar’ að íslensk tunga sé nú í mik^uin háska stödd, þrátt fyrir a a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.