Vísir - 13.03.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 13.03.1936, Blaðsíða 3
VlSIR skóla og alla kenslu. — Ung- dómurinn gerir litið að því að iesa íslensk gull-aldarrit. Og við kvæðum höfuðskálda snert- ir varla nokkur unglingur. — Utient reyfararusl og fánýti allskonar situr þar iðulega í fyrirrúmi. Til eru þeir ung- Jingar, greindir og gegnir, sem halda því fram, að skólarnir eigi mikla sölc á þessu. Þar hafi hörnunum, hálfgerðum óvitum, verlð skipað að læra kvæði utan bókar, hvort sem þau hafi — eins og þroska þeirra var þá háttað — kunnað að meta þann kveðskap eða ekki. — Afleiðing- in hafi svo orðið sú, að þau hafi fengið óbeit á öllum kveðskap. Og sú óbeit geti orðið svo mögn- uð, að hún sitji í liuganum ár- um og jafnvel áratugum sam- aa. — Þetta ér nefnt Sem dæmi og enginn dórnur á lagður. — Hitt er öllum skynbærum mönnum Ijóst, þeim er bækur lesa og blöð, að ritnuálið er í nokkurri hættu. Og svo langt er raunar komið niður á við, að sumir þeir, sem við ritmensku fást, skilja ekki merkingu algengustu orða. Sé á þetta bent, er því við Jostið, að þetta geri ekkert til! Svo viðbjóðslega mátlug er vit- Jeysan orðin og virðingarleysið fyrir göfugri feðra tungu. -— Verður ef til vill að því vikið i öðru sambandi. IV. Þeir, sem alist hafa upp við hin mörgu, fornu og fögru ís- Jensku veðraheiti, einkum nyðra, sakna þeirra einatt í dag- legnm fregnum Veðurstofunn- ar. Þar eru venjulega ónotuð látin sum hin glegstu og glæsi- legustu heitin. Verði svo fram- lialdið um sinn, mannsaldur eða lengur, má gera ráð fyrir, að þau týnist úr daglegu máli. — Roskið fólk og það lið annað, sem nú er af léttasta skeiði, mun að vísu nota þau meðan til vinst. En hverfa þau ekki með öllu af tungu þjóðarinnar, þegar hin „aldraða sveit“ er til grafar gengin? — Það er því miður ekki ósennilegt, ef enn sígur mjög á ógæfuhlið um meðferð íslenskunnar. Veðralieiti eru ekki hin sömu um Iand alt. Þau munu fegurst norðan lands og- fjölhreytnin einna mest þar. — Hér syðra er talað um „suðvestanátt“ — Það lieitir „útsynningur“ nyrðra. Þar er og talað um „hriS“, en „byl“ liér syðra. Nyrðra — víða að minsta kosti — er „byljaveð- ur“ hér um bil sama og „mis- vindi“, og þarf engin úrkoma að fylgja. — Norðlendingar tala um „útnyrðing“, en víða sunn- anlands er sú vindstaða nefnd „norðvestan“ átt og er það stór- um óþjálla í munni og ljótara. Sá, sem línur þessar ritar, gerði það að gamni sinu i sum- ar sem leið, að grenslast eftir því lítilsháttar lijá sveitafólki austan heiðar, hvort forn veðra- heiti mundu ekki tekin að falla í gleymsku þar um slóðir. -— Roskinn maður, greindur og gegn, taldi líklegt að svo mundi vera. — Hann lét þess getið, að veðraheiti Veðurstofunnar væri nú í hvers manns munni, en þar væri ekki um auðugan gerð að gresja, enda elcki við því að bú- ast eða lil þess hægt að ætlast, að fjölbréýtiii í slikum tilkýnn- ingum væri mikil. Þar riði á, að ekki væri hvarflað milli nafna, heldur órjúfandi festu á komið. — Hitt væri lakara, að lieitin væri hvergi nærri góð og sum ótæk, eins og t. d. „snjó-él“, — „Él“ ætli að nægja eða „élja- gangur“. Hverju „éli“ fylgdi að sjálfsögðu snjór og væri þarf- laust að taka slíkt fram. Hann kvaðst ekki vita til þess enn, að farið væri að tala um „regn- él“, en ef til vill kæmist snildin á það rek bráðlega! , Höfundur þessara orða gaf sig á tal við ungan mann, skóla- génginn. Hafði sá setið að visku- brunni eins alþýðuskólans og gerst all-lærður. — Hann hélt að það gerði ekki mikið til, þó að „allralianda vitleysa“ hyrfi úr rnálinu. Honum fanst á- stæðulaust að „halda í gömul orð og úrelt“. Þau ætti ekki að vera að flækjast í málinu, öllum til leiðinda. Og svo væri líka að því að gæta, aö gömlu orðin væri flest miklu ljótari en liin nýju. Honum þótti „snjó-él“ til- valið orð, og „norðvestan“ miklu betra en „útnyrðingur“. „Haf- nyrðing * hafði hann ekki'heyrt nefndan. — „Hrið“ sagði hann að væri miklu verra en „bylur“. — Hann kannaðist ekki við „skafrenning“, ekki „frostrenn- ing“, ekki „skafkóf“ ekki „muggu“ eða „molluhríð“, ekki „skæðadrifu“, ekki „bleytu- hríð“ eða „sletting“. Hann hafði og ekki heyrt „fjallsperring“ eða „fjallasperring“ nefndan, eklvi „hnúkaþey“, ckki „út- rænu“ eða „utankul“, ekki „hafsvala“ eða „fjallkælu". — Og margt fleira af liku ta'gi liafði hann ekki heyrt nefnt á nafn. Pilturinn lét þess getið, að hann hefði andstygð á öllu þessu nafnafargani. Það væri ekki til neins annars en ruglings og bölvunar. Það væri kappnóg að kunna lieiti Veðurstofunnar. — Engan mann nú á dögum varð- aði um gagnlaus orð og heiti, sem gamlir sérvitringar liefði verið „finna upp“ sér til dundurs og dægrastyttingar á löngu horfinni tíð. Frá Alþingi í gær. Efri deild. 1. Frv. til 1. um eftirlit með útlendingum, 3. umr. Frum- varpið var samþ. eins og það varð með breytingum eftir 2. umr. og afgreitt til N. d. 2. Frv. til 1. um einkaleyfi til að flytja út hrafntinnu og selja hana á erlendum markaði. — Með frv. þessu er Agli Árna- syni kaupmanni i Reykjavík, veilt einkaleyfi til ársloka 1940, til þess að flytja út úr landinu og selja á erlendum markaði hrafntinnu og aðrar svipaðar bergtegundir, gegn þriggja króna útfl.gjaldi af hverri smá- lest. — Verði útfl. mirini en 100 smálestir á ári getur at- vnnumálaráðherra svift hann leyfinu. — Málinu vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um breyt, á lög- um um þingsköp Alþingis. — Framh, 3. umr, 'A0, Komið höfðu fram breyting- artill. á tveimur þskj. frá St. Jóh. Stefánss. og £*. Ottesen. Aðaltillaga Stefáns var um að veita utanflokka þingmönnum rétt til að taka þátt í útvarpsum- ræðum. v Tillaga P. Ottesen var leið- rétting til að koma frumvarpinu i samræmi við stjórnarskrána um skilyrði fyrir lögmæti fundar i sameinuðu þingi., skv. stjórnarskránni þarf helmingur þingmanna úr hvorri deild að vera á fundi, en skv. frv. helm- ingur þingmanna, en er auðsætt að það getur komið fyrir að t. d. 25 þingmenn séu mættir i sameinuðu þingi, allir eða flest- ir úr neðri deild, og teldist það skv. frv., ályktunarfær fundur, en skv. stjórnarskránni er það ekki. Töluverðar unu’æður urðu um málið, og varð loks að sam- komulagi að fresta enn um- ræðunni og taka málið út af dagskrá, svo nefndin gæti tekið ]jað til frekari athugunar. 2. Frv. til 1. um sveitarstjórn- arkosningar. Tekið út af dag- skrá. —- 3. Frv. til 1. um landsmiðju. Framli. 2. umr. — Töluverðar umræður urðu enn um þetta frumvarp. — Gegn frv. töluðu: Jakob Möller, Pétur Halldórsson, Gísli Sveins- son, Guðbr. ísberg, en Emil Jónsson var einn um að halda uppi vömum. Umræðum var lokið en at- kvæðagreiðslu frestað. — íslenskt kvöld í d&nska dtvaFpÍHLll 30. mars. Elsa Sigfúss og Stefán Guðmundsson syngja, en Gunnar Gunn- arsson les upp. Kaupmannahöfn, 12. mars. Einkaskeyti. FÚ. Danska úlvarpið heldur is- lenskt kvöld 30. mars kl. 19 til 20 eftir islenskum tíma. Ungfrú Elsa Sigfúss syngur íslensk lög. Gunnar Gunnarsson les upp, og Stefán Guðmundsson syngur íslensk lög. I.Q.QFlH=imi38l/2E= Veðrið í morgun: í Reykjavík —2, Bolungarvík —8, Akureyri —6, Skálanesi — 2, Vestmannaeyjum 2, Sandi — 6, Kvígindisdal — 8, Hesteyri — 10, Gjögri — 9, Blönduósi — 7, Siglunesi — 9, Grímsey — 8, Raufarhöfn — 6, Skálum — 4, Fagradal — 4, Papey — 1, Hólum í Hornafirði — 0, Fag- urhólsmýri 0, Reykjanesi — 4 stig. Mestur hiti hér í gær 3 stig, mest frost 2 stig. Urkoma 3,9 mm. Sólskin 1,0 st. Yfirlit: Grunn lægð og nærri kyrrstæð milli Reykjaness og Vestmanna- eyja. — Horfur: Suðvesturland: Norðaustan og austan átt. Sum- staðar snjókoma í dag. Faxa- flói, Breiðafjörður: Norðaustan kaldi. Léttir til. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Norðaustan kaldi. Éljagangur. Suðausturland: Hæg norðaustan átt. Sumstað- ar éljagangur. Dómur var kveðinn upp í gær yfir. fjórum unglingspiltum, á aldr- inum 17—18 ára, sem nýlega urðu uppvísir að þjófnaði. Þeir voru dæmdir í 20—60 daga fangelsi, en dómur allra skilorðsbundinn. 91 árs t er á morgun (14. mars), Bjarni Matthíasson, hringjari, Skeljungur hleður til Austfjarða um helgina og tekur póst. Skíöafélag Reykjavíkur fer skíðaferð yfir Kjöl (milli Brynjudals og Þingvallasveitar) á sunnudaginn kemur, ef veður og færð leyfir. Farið frá Hafn- arbakkanum kl. 6 árdegis með m. s. „Laxfoss“ inn að Fossá í Hvalfirði, farið þar á land og á skíðum yfir Þrándarstaðafjall og Kjöl til Kárastaða eða um Stíflisdal að Svanastöðum. Á- skriftarlisti liggur frammi hjá formanni L. H. Miiller til kl. 4 á laugardag. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur til Siglufjarðar í kveld. Goðafoss er í Reykjavík. Dettifoss er á leið til Hull frá Reykjavík. Brú- arfoss fer frá Reykjavík síðdeg- is i dag áleiðis til Leith, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss var á Blönduósi í gærkveldi. Selfoss kom til Reykjavíkur í nótt. Laxfoss kom frá Borgarnesi í dag. Esja er væntanleg í dag. Aðalfundur Dýraverndunarfélags íslands verður haldinn í Oddfellowliús- inu í kvöld kl. 8x/2. Auk venju- legra aðalfundarstarfa mun þar verða tekin ákvörðun um sölu á Tungueigninni. Ármenningar munu efna til skíðaferðar um næstu helgi. Atliygli foreldra skal vakin á því, að börn innan 14 ára aldurs fá því aðeins að vera með, að þau verði í um- sjá einlivers fullorðins manns. Gengið í dag: Sterlingspund ........— 22.15 Dollar ...............— 4.46% 100 ríkismörk.......— 180.61 — franskir frankar — 29.71 — belgur ...........— 75.75 — svissn. frankar — 146.64 — lírur.............. 37.10 — finsk mörk ... — 9.93 — pesetar ..........— 62.17 — gyllini ..........— 305.40 — tékkósl. krónur — 18.93 — sænskar krónur -— 114.36 — norskar krónur — 111.44 — danskar krónur — 100.00 Gullverð isl. krónu er nú 49.21. Til heilsulausa maitímsins, afhent Vísi: 5 kr. frá 1. J, Áheit á Strandarkbrkju, aflient Vísi: 50 aurar frá N. N., 3 kr. frá Þ. I. J. Áheit á dómkirkjuna i Reykjavik, afhent Vísi: 50 aurar frá N. N. Til stúlkunnar, sem þarf að fá gerfifótinn, afhent Vísi: 2 kr. frá K. S., 100 kr., áheit frá D. og G„ 5 kr. frá Lilian, 2 kr. frá N. N„ 2 kr. frá S. Næturlæknir er í nótt Gunnl. Einarsson, Sóleyjargötu 5. Sími 4693. — Næturvörður í Reykjavíkur Apóteki. og Lyfjabúðinni Ið- unni. Útvarpið í kveld. Kl. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20,30 Kvöldvaka: a) Sigurður Skúlason magister: Sögukafli; b) Vilhj. Þ. Gísla- son: Úr Völsungasögu; d) Þór- bergur Þórðarson rithöf.: Bæjadraugurinn á Snæfjalla- strönd; e) Bjarni Björnsson Ieikari: Gamansöngvár og skrítlur. — Sönglög. Útvarpið árdegis á morgun. Kl. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Enskukensla. 8,25 Dönsku- kensla. 10,00 Veðurf regnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veð- urfregnir. SÍMINN ER 3 4 16. --- Allskonar kjöt, pylsur, fars og álegg. Kjötverslun Kjartans Miíner, Leifsgötu 34. Eftir Ludvig C. Magnússon. Framh. arnesi 3. maí, á hádegi. Þá var þar fjöldi manna saman kominn víðsvegar að. Þar seldist fyrir kr. 1681.70. Naísta morgun var selt í Ytra-Skóg- amesi fyrir lcr. 321.00. Þá var riðið á Stakk- hamarsreka, og upphoðinu baldið áfram, að Stakkhamri, og nam sala þar kr. 33.30. Þenna dag var og uppboð haldið að Krossum í Staðar- sveit, og einnig að Staðastað. Á fyrra uppboð- Jnu nam sala kr. 104.20, ög því seinna kr. 13.00. Uinn 5. maí var uppboðinu enn haldið áfram á tveim stöðum. Fyrst var selt, að Glaumbæ í Staðarsveit, fyrir kr. 137.40, og síðan á Búðum, lyrir kr. 158.60. Var þá stranduppboðinu slitið. Hinn 24. júní liélt sýslumaður enn uppboðs- í Syðra-Skógarnesi á sjóreknum munum V „Phönix“. Var þá selt fyrir kr. 394.70. Alls þvi sýslumaður fyrir kr. 2843.90. Auk meðtók hann frá hreppstj óráhum í Breiða- ^úrhreppi kr. 6.20, er var andvirði sjórekinna úr sama skipi. Og frá öðrum lireppsljór- U,ú, aðallega Miklaliolts- og Eyjahrepps komu *'• 332.32. Alls nam því sala á strandgóssinu úr »Þl»ðirix“ kr. 3183.42. Nokkuru af vogrekinu ráðstöfuðu eigendur sjólfir. Margir þeirra, er vörur áltu i „Phönix", urðu fyrir mjög tilfinn- anlegum skaða. Var þá eigi venjulegt að ménn yfirleitt sjávátrygðu vörur sínar. Rekasvæðið var um tíu nrilur á lengd. , Málaferli. Strand póstgufuskipsins „Pliönix“ þótti mik- il og ill tíðindi. Landshornanna á milli var og líka óvenjulega mikið um það rætt. Óttuðust menn, að strandið kynni að hafa slæmar afleið- ingar fyrir vetrarsiglingar, er þá voru nýhafnar til landsins, með póstgufuskipum. Sú varð og raunin á, að eftir þetta lögðust þær niður um sinn. ( Þólt margt það, er um strand þetta var satt sagt, væri fullhryggilegt, þá var fljótt farið að gera alt þvi viðkomandi enn ískyggilegra. Um þessar mundir var ríkjandi hreppapólitík mikil í landinu, eins og jafnan fyr og síðar. Þá höfðu og landsmólaskoðanir sín áhrif á gang mála og fréttaburð, svo sem alkunna er. Hefir oft þurft Iítið eða ekkert tilefni til þess að koma af stað miklum og viðurstyggilegum skröksögum, er þannig liefir á staðið, að nauðsynlegt þótti að kasta skugga á andstæðing í hrepps- eða lands- málum. Þarna gafst andstæðingum lireppstjór- anna, er sýslumaður fal umsjá með vogrekinu, heppilegt tækifæri til þess að reyna að sverta þá í augum almennings. Gengu sögur um það, að all óvendilega liafi verið farið með vogrekið. Urðu raddir þessar svo háværar, að i 10. tbl. „Þjóðólfs“, er út kom 9. mai 1881, birtist nafnlaus grein með yfir- skrift: „Strandið í Miklaholtshrepp“. Var þar sérstaklega vegið að hreppstjórunum, og þeir sakaðir um hlutdræga og jafnvel óráðvandlega meðferð á strandgóssinu. Grein þessi gaf amtmanni fult tilefni til þess að fyrirskipa opinbera réttarrannsókn, í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, um þetta efni. Réttarrannsóknir þessar framkvæmdi sýslu- maður af festu mikilli og dugnaði. Leitaðist hann hlífðarlaust við að íeiða sannleikann i ljós. Vildi hann, að það mætti bert verða, hvort nokkur maður hefði gert sig sekan um að leita sér ólöglega ábgta við hið hörmulega slystil- felli, er „Phönix“ strandaði. Voru kallaðir tuttugu menn fyrir lögreglu- rétt í þrcm hreppum, dagana 23. til 27. júní. Undir eiðstilboð neituðu öll vitnin að vita nokk- uð saknæmt í fari eða meðferð hreppstjóranna á strandgóssinu. Ennfremur bar sýslumaður þá spurningu fram, á tveim manntalsþingum: hvort nokkur vissi til að óráðvandlega hefði verið farið með muni þá, er björguðust af „Phönix“. Ef nokkur vissi dæmi til slíks, bað hann menn gefa sig fram opinberlega á þingkm, eða leynilega undir fjögur augu við sig. Á báðum þingunum lýsti allur þiagheimur þvi yfir, og hver og einn sér- staklega, að eigi vissu þeir neitt lrið minsta til, að nokkur tilhæfa vo»ri fvrir áburði þeim, er fram kom i nefndri grein i „Þjóðólfi“. Á mann- talsþingum þessum voru mættir samtals 73 menn. Voru þau lialdin í Miklaholtshreppi og Staðarsveit. t Hinn 19. júli sendi sýslumaður amtmanni út- skrift úr réttarrannsóknunum. Sama dag slcrif- aði hann amtmanni og lagði það fasilega til, að sakamál, af hálfu réttvísinnar, yrði höfðað gegn ábyrgðarmanni „Þjóðólfs" til hegningar samkvæmt 226. gr„ og jafnvel líka 227. gr„, hinna almennu hegningarlaga, svo og til skaða- bótagreiðslu fyrir óþarfa fyrirliöfn hins opin- bera. En ekkert frekar aðhafðist það opinbera í málinu. Þessum málalokum gátu hreppstjórarnir eigi unað. Um haustið riðu þeir suður til Reykja- víkur, og stefndu ábyrgðarmanni „Þjóðólfs“. Sá, er ritað hafði fyrnefnda óhróðursgrein, treystist nú ekki til að færa sönnur á mál sitt. Þess vegna varð ábyrgðarmaður blaðsins að leita sætta, enda mjög fús á það. í sóttanefnd Reykjavíkur var gerð sú sætt í máli þessu, hinn 17. sept. 1881, að ábyrgðar- maður „Þjóðólfs“ afturkallaði meiðandi um- mæli blaðsins um hreppstjórana. Þá greiddi liann til fálækra í Reykjavík tiu kónur, og að skaðlausu ómak og sáttakostnað, með fimtiu krónum til hvors hreppstjóra. Lokaþáttur. Það þykir lriýða að skiljast eigi svo við frá- sögn þessa, að ekki sé getið lielstu þátta úr sögu póstgufuskipsins „Phönix“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.