Vísir - 17.03.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1936, Blaðsíða 3
VlSIR á metunum, eins og komiö hef- ir fram í ræðum leiðtoga þjóð- ernisjafnaðarmanna, m. a. Hitlers sjiálfs. Og í þriðju grein stefnuskrár flokksins er þess krafist, að þýska ríkið verði eklcj afskift um nýlendur. Þýskaland krefst nýlendna vegna hraefnaskorts heima fyr- ir, og það krefst nýlendna fyrir þá þýska menn og konur, sem ekki komast fyrir heima sakir þrengsla og landleysis. Hindenburg, fyrv. forseti, komst þannig að orði: „Meðan engar eru nýlendur, er engin vissa fyrir því, að ávalt fáist naegileg hráefni. Án hráefna getur enginn iðnaður dafnað, án iðnaðar fæst ekki næg at- viana, og þessvegna verðum vér Þjóðverjar að eiga nýlend- ur“. Dr. Schacht ríkishanka- stjóri hefir tekið í sama streng- inn, o,g enskir stjórnmálamenn hafa orðið að kannast við rétt- mæli þessara orða hins látna forseta. — Er það ljóst af því, að áhrifamiklir stjórnmála- menn Breta hafa stungið upp á því, að láta alla fá aðgang að hnáefnalöndunum, til að lijálpa ríkjum eins og Þýskalandi, Ítalíu og Japan, sexn eiga við hráefnaskort að búa. , En þeirri lausn málanna liafna Þjóðverjar og segja, að þetta sé í raun og veru engin lausn, því að þá yrði þeir að greiða andvirði hráefnanna í erlendum gjaldeyri, en það geti þeir ekki. Og jafnvel þótt örð- ugleikar utanrikisverslunarinn- ar minkuðu, yrði hráefna- greiðslurnar drápsklyfjar á iðn- aðinum. Og þeir vilja ekki fall- ast á að leyfa Þjóðverjum að setjast að i þeim nýlendum, sem eru undir stjórn annara þjóða, því að um leið hætta þeir að vei’ða þegnar hins þýska ríkis. Þá yrði' það ekki lítil viður- kenning á jafnrétti Þjóðverja, ef þeir fengi nýlendurnar aftur. Þjóðverjar beita svipuðum rök- um i nýlendukröfum sínum og i vigbúnaðarmálunum. Þeir segja bandamenn hafi þver- brotið öll loforð á þeim grund- velli, sem lagður var, er Þýska- land hét því að afvopnast. Þýskaland hafi uppfylt þær kröfur, sein til þess voru gerð- ar, en bandamenn ekki. Þýska- land muni því verða fjand- mönnuin sínum að auðfenginni bráð, ef haldið yrði áfram þann- ig, að þeir stæði framvegis vopnlausir fyrir albrynjuðum óvinum, er aulc þess réði yfir Öllum nýlendum. Þýskaland hóf seint að leita sér nýlendna, og þeir mishrestir, sem þar komu fram, hafa jafn- aH komið i ljós hjá öðrum byrj- ö'nduin á því sviði. Þeiin stað- hæfjngum, að Þjóðverjar væri ohaafir og óverðugir til að stjórha nýlendmn, er kollvarp- að nieð þeirri staðreynd, að i ófriðarbyrjun var breska stjórnin að semja um að leggja ýmis landflæmi undir yfirráð Þjóðverja. En vegna þess að Þjóðverjar biðu ósigur í lieims- styrjöldinni, eru þeir ekki leng- Ur taldir meðal framfaraþjóða °S menningarþjóða! Þjóðverjar sögðu sig úr Þjóðabandalaginu 21. okt. 1935 °g s>ðan liafa þeir selt nýlendu- hröfur sínar mjög skýrt fram. Þeir vilja ekki aðeins, að ný- didurnar vcrði settar undir v°rnd þeirra, heldur óska þeir ^tir þeim til fullrar eignar. ‘ íl ma réttilega benda, s, Þýskaland mundi ekki liafa l^t meiri sanngirni, ef það staðið sem sigurvegari u. j • Jafnréttiskrafa jieirra i eádumálum mundi og meira ■ , hti nú um lieim allan, ef kyn- ^ttastríðið og Gyðingalögin liefði ekki orðið þeim til álits- hnekkis. Þá er og það, að skír- skotun þýsku stjórnarinnar til siðgaeðisliugsjóna þjóðanna, kemur nokkuð spænskt fyrir, er litið er til ýmislegs þess, sem nýlega er um garð gengið. En þrátt fyrir þetta mega menn ekki skjóta skolleyrunum við kröfum Þjóðverja um ný- lendur eða gleyma afleiðingun- um, ef kröfunum verður hafn- að. Þjóðverjar vænta þess nú af Englandi, liinu mikla nýlendu- veldi, að það komi vel fram i þessu efni. Allir Þjóðverjar, liverrar skoðunar sem þeir eru að öðru leyti munu fagna því, ef England lætur að óskum hins þýska ríkis. Það yrði hverjum þýskum borgara hvatning og styrkur til dáða. Fyr eða síðar mun þessari réttmætu kröfu Þjóðverja verða sint, annaðhvort vegna þess, að réttmæti hennar lilýtur fulla viðurkenningu eða af öðrum orsökum. Fái Þjóðverjar aftur nýlend- ur sínar, má það vel verða til þess, að leysa ýmis önnur al- heimsvandamál. Á þeirri á- kvörðun getur oltið, hvort Þjóðabandalagið heldur uppi sóma sínum og verður að ó- metanlegu gagni eða lognast út af. — En allir munu óska þess, að friður megi ríkja með mönn- um og þjóðum, því að ella er voði fyrir dyrum. (Þýlt úr amerísku blaði, lítils- háttar stytt). H. P. Atvinnuleysið í Reykjavík. Skráning atvinnulausra manna hér í Reykjavík fór fram 3.—5. febrúar s. 1. og komu þá til skráningar 690 manns, að því er frá er skýrt í Hagtíðindum, febrúarhlaðinu. „Þar af höfðu 94 vinnu, þegar skráning fór fram, en höfðu verið vinnulausir lengri eða slcemri tíma á undanförnum 3 mánuðum. — 596 voru hins veg- ar atvinnulausir þegar skrán- ing fór fram, og er það hér um hil sama tala eins og um sama leyli í fyrra“. Eftir atvinnustétt skiftust at- vinnuleysingjar þeir, sem skráð- ir voru, sem hér segir: Verka- menn (eyrarvinna o. þ. h.) voru 630, en þar af höfðu 83 vinnu skráningardagana. Sjómenn, 47 að tölu, voru taldir vinnulausir, en 8 þeirra höfðu þó vinnu, er skráð var. —-13 iðnlærðir menn töldust atvinnulausir, en 3 þeirra voru í vinnu skráningar- dagana. t Af þessum 690 mönnum, sem skráðir voru alls, töldust 615 i verklýðs- eða iðnstéttarfélög- um. Af þeim höfðu 88 vinnu skráningardagana. Meðal skráðra atvinnuleys- ingja voru 18 konur, en 4 þeirra höfðu vinnu, þegar skráning fór fram. — , Ókvæntir voru alls 247 menn, en 426 kvæntir. — 17 eru taldir „áður giflir“. Ómagafjöldi hinna atvinnu- Iausu manna var alls 1062 og koma þá 2.4 á livern ómaga- mann að meðaltali. — Sumir atvinnuleysingjanna voru ein- hleypir og ómagalausir. „Atvinnudagar allra þessara manna næstu 3 mánuði á undan skráningunni voru taldir sam- tals 16.193 eða 23.5 á mann“ að meðaltali. , „72 menn liafa verið taldir með engan atvinnudag næstu 3 mánuði á undan talningunni“. Gjaldþrot árið 1935. „Hagtíðindi“ skýra frá því, að árið sem leið hafi gjaldþrot hér á landi orðið 29. — Er það nokkuru meira en næsta ár á undan, en þá voru gjaldþrotin 26. — Árin 1908—1911 urðu gjald- þrotin að meðaltali árlega 28.5, 1912—1920 voru þau 5.9 að meðaltali, árin 1921—1925 20.6, árin 1926—1930 20.0 og 1931— 1935 hefir meðaltalið verið 30.8. — Árin 1931, 1932 og 1933 urðu gjaldþrotin: 26.29 og 24. — Gjaldþrotin 1935 skiftast þannig: Reykjavík 14, aðrir kaupstaðir 7, verslunarstaðir 3 og sveitir 5. ( Meðal þeirra, sem gjaldþrota urðu 1935, voru 4 félög, tvö sem ráku útgerð, eitt iðnað og eitt verslun. , . t-*- »■ - v -'ffv' JLeflckvöld - Menta-":i skólans. Á mánudaginn var höfðu nemendur Mentaskólans í Reykjavík frumsýningu á „Rak- aranum í Sevilla“ eftir Beau- marchais. Er það gamanleikur frá síðari hluta 18. aldar og var fyrst sýndur í París árið 1775. Leikritið fjallar um ást og af- brýðissemi og ýmsar glellur, en annars verður efni þess ekki rakið nákvæmlega liér, heldur nægir að segja, að það er fjör- ugt og fult af gáska, svo að maður getur ekki hláturs bund- ist. Leikendur eru allir úr skól- anum, og hafa ekki nema tveir þeirra komið á leiksvið áður, þeir Ævar R. Kvaran og Sigurð- ur Ólafsson, sem einnig léku í skólaleiknum í fyrra. Ævar leikur elskliugann, tiginn Spán- verja, og er i þvi gerfi mjög elskulegur og aðlaðandi, enda finst Rosine (Guðrúnu Hav- stein) það, en hún er ung hefð- arstúlka, sem e'r liöfuðsetin. af gömlum fjárhaldsmanni, Bart- holo lækni (Sig. Ólafssyni) sem vill eiga hana. En með hjálp rakarans (Gunnars Stefánsson- sonar), sem er mesti bragða- refur, lekst greifanum (Ævari) að ná í hana, og alt endar í gleði og ánægju, jafnvel fyrir læknin- um, sem fær að halda fé því, sem hann hefir dregið sér. Leikendur leika yfirleitt allir eins vel, og við er hægt að bú- ast. Ævar er, eins og áður er sagt, mjög elskulegur aðalsmað-’ ur með laglega söngrödd, og Guðrún jafn-elskuleg ung aðals- mær, en rödd hennar og fram- hurður, sem að vísu er skýr og heyrist vel, er ef til vill full-til- gerðarlegl stundum. Sigurður Ólafsson undirstrikar kannske full-mikið sérkenni Iæknisins, en er annars mjög skemlilegur leikari. Gunnar Stefánsson er alveg málulega skiálkslegur í gerfi rakarans, fjörugur og glettinn. Jón Árnason (Don Ba- zile organisti) er ekta aurasál, en þó að gerfi hans sé lilægilegt, keniur ekki nægilega fram í því slægð lians og undirferli, en það er ekki Jóni að kcnna; hann gerir eins mikið úr því, og hægt er. Þór Guðjónsson og Helgi H. Bergs (þjónar lijá Don Bartho- lo) eru nokkuð ýktir og aflvára- legir, en varla mikið um skör fram. — Gylfi Þ. Gislason liafði samið söngvana( nema tvo, sem eru þýddir) og lögin, og er hvort- tveggja gott; einkum eru lögin ]iýð og skemtileg. Gylfi er sonur Misiisgarnir. Eiít tilfelli í gær og annað í morgun. Eitt mislingatilfelli kom fyrir hér í bænum í gær. Var það bif- reiðarstjóri hjá Sig. Þ. Skjald- herg kaupmanni, Laugaveg 49, sem veiktist, og var hann flutt- ur í sóttvarnarliúsið. Eigi er kunnugt, að maður þessi hafi haft neitt samhand við mann þann frá Bíldudal, sem veiktist af mislingum liér i vetur, eins og áður hefir verið getið. Annað mislingatilfelli kom fyrir í morgun hér i bænum. Sagði héraðslæknir blaðinu, að lieldur eigi væri kunnugt, að þessi sjúklingur hefði haft nokkurt samband við manninn frá Bíldudal. Þrír mislingasjúklingar frá Sandgerði voru fluttir til bæj- arins í Sóttvarnarhúsið í gær og aðrir þrír væntanlegir þaðan í dag. Veðrið í morgun: í Reykjavik —0, Bolungarvík —4, Akureyri 1, Skálanesi 2, Vestmannaeyjum 1, Sandi —2, Kvígindisdal —4, Hesteyri —6, Gjögri —3, Blönduósi —2, Siglunesi —3, Grimsey —1, Raufarliöfn —1, Skálum 0, Fagradal 1, Papey 3, Hólum í Hornafirði 2, Fagurliólsmýri 1, Reykjanesi —1. Mestur hiti hér i gær 6 stig, mest frost 1 stig. Úrkoma 1,2 mm. Sólskin 0,4 st. Yfirlit: Lægð við norðurströnd íslands á liægri lireyfingu aust- ur eftir. Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: Vestan- og norð- vestanátt, stundum allhvass. Dálilill éljagangur. Breiðaf|örð- ur: Stinningskaldi á vestán i dag, en gengur í norður eða norðausturátt i kveld. Éljagang- ur. Vestfirðir: Allhvass norð- austan. Hríðarveður. Norður- land: Vestan og norðvestan kaldi. Éljagangur í útsveitum. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Vestankaldi. Viðast úrkomulaust. Gerðardómurinn. Gerðardómurinn út af Sogs- verkfallinu kemur saman kl. 6 e. h. í dag. Verður málaflutn- ingi væntanlega lokið í kveld og málið lagl í dóm. Þegar gerðardómurinn kom saman i gær voru lagðar fram kröfur verklýðsfélaganna. — Krefjast þau þess, að gerðar- dómurinn vísi málinu frá, með því að eigi sé um brot að ræða á samningum, að firmað Höjgaard & Scliultz verði dæmt til að greiða allan kostnað gerð- ardómsins, að firmað Höjgaard & Schultz verði dæmt til að greiða 10.000 kr. sekt i verlc- fallssjóð Dagsbrúnar fyrir að vekja óþarfa þrælu. Skipafregnir. Gullfoss var á Þjngeyri í morgun. Goðafoss fór héðan í gær áleiðis vestur og norður. Væntanlegur til ísafjarðar kl. Þorst. Gislasonar skálds og er nemandi í 6. bekk. Bjarni Guðmundsson hafði þýtt leikinn fjörlega og annast leikstjórn. Næst verður leikið (fyrir al- menning) annað kvöld, og mun epgan iðra þess, að fara að sjá þenna bráð-fjöruga Ieik. Jakob Jóh. Smári. 3 Leggiö í bleyti í = og hreinþvoiö i þá verður þvott- urinn blæfagur. iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiminminmmiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiimnmi Fermingar- kjólaefni. Barnasokkar. Kápur og Kjólahnappar, fjölhreytt úrval ¥ersl. Frón, Njálsgötu 1. A besta stad neðarlega við Laugaveg, er m jög gott verslunarpláss til leigu. (Búð, ásamt rúm- góðu bakherbergi), einnig hentugt fyrir iðnrekstur. — Leigan er mjög lág. Lysthafendur sendi nöfn sín í lokuðu umslagi, merkt: „1936“ á afgr. Visis. A L C O stálullin er það besta til að hreinsa og færna með alum- inium. Birgðir fyrirliggjandi. Heiídverslun Garðars Gfslasouar. norðlenskt, í 1/4, 1/2 og 1/1 tunnum, fyrirliggjandi i Heildverslun Garðars Gíslasonar. fi.s. Island fer miðvikudaginn 18. þ. m., kl. 6 síðd. til ísaf jarðar, Sigluf jarðar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. . Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibréf yfir vörur komi í dag. Sklpaafgreiðsla JES ZÍMSEN. Tryggvagötu 28. — Sími: 3025. 2 í dag. Dettifoss er í Hamborg. Brúarfoss kom til Leith í morg- un. Lagarfoss er væntanlegur til Reykjavikur kl. 6—7 í dag. Sel- foss fer áleiðis til Keflavíkur og Gautaborgar á morgun. G.s. ísland kom frá útlöndum í morgun. Mislingar á færeysku skipi. Færeyskt seglskip, „Leuten- ant Vedrines“ kom hingað í gær með lík tveggja skipsmanna, sem dáið höfðu úr mislingum. Fjórir skipverja höfðu veikst, en tveir náðu sér. Skipið fór frá Færeyjum 17. febr. Likin verða flutt til Færeyja til greftrunar. Áhöfn skipsins verður einangr- uð fvrst um sinn. Heilbrigðis- stjórnin liefir ákveðið, að lækn- isskoðun skuli fram fara á öll- um skipum, sem frá Færeyjum koma uns öðru visi verður á- kveðið. Flokka(glíma Ármanns, innanfélags, var lialdin í í- þróttahúsinu s. 1. sunnudag. Úr- slit urðu þessi: í fyrsta þyngdar- flokki (yfir 70 kg.) voru 7 keppendur. 1. kappglímuverð- laun ldaut Skúli Þorleifsson, 2. Gunnar Salomonsson og 3. Árni Jónsson. Skúli fékk 1. fegurðar- glímuverðlaun, 2. Árni Jónsson og 3. Gústaf Guðjónsson. — I öðrum þyngdarflokki (60—70 kg.) voru 9 keppendur, en tveir hættu. Kappglíman fór þannig: 1. verðlaun fékk Ilaraldur Jóns- son, 2. Guðmundur V. Hjálm- Nýip kaupendup Vísis. M Þeir, sem gerast áskrif- M endur þessa dagana, fá M blaðið ókeypis til mánaða- S móta. arsson og 3. Sig. Guðmundsson. Fegurðarglímuverðlaun fengu 1. Maraldur, 2. Guðmundur og 3. lvristófer Kjostófersson. _ 1 þriðja flokki (undir 60 kg.) voru fjórir keppendur. Kapp- glímuverðlaun fengu: 1. Hörð- ur Markan, 2. Kristján Guð- mundsson og 3. Sigurjón Ilall- björnsson, sem fékk líka 1. feg- urðarglímuverðlaun. 2. fékk Kristján en Hörður 3. fegurðar- glimuverðlaun. Föstuguðsþjónusta í frikirkjunni annað kvöld kl. 814, sr. Árni Sigurðsson prédik- ar. Háskólafyrirlestur á þýsku. Þýski sendikennarinn, dr. W. Iwan, flytur í kvöld kl. 8,05 fyr- irlestur í háskólanum. Efni: „Der romantische Rhein“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.