Vísir - 14.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Þrettán manna nefnd- in og Abessiniu- styrjöldin. ítalir vilja enn draga málin á langinn, í von um að standa enn betur að vígi, ef þeim tekst að gersigra Abessiniumenn innan skamms og áður en rigningatímabilið hefst. Hédinn og fpeðfiskurinn. London 14. apríl. Símfregnir frá Genf herma, að aðalskrifstofa Þjóðabanda- lagsins liafi tilkynt, að Aloisi, bandalagsfulltrúi Italiu, hafi símað að hann sé væntanlegur til Genf á miðvikudag, en ekki þriðjudag, eins og ráðgert hafði verið, til þátttöku i fundi 13 manna nefndarinnar, en hún London 14. apríl. Fregnir þær sem berast frá Asmara til Italíu herma, að It- alir haldi áfram sókn sinni. Op- inber tilkynning hermir, að it- alskar herdeildir hafi án þess að mæta verulegri mótspyrnu London 14. apríl. Símfregnir frá Rómaborg lierma, að ítölsku stjórninni hafi verið boðið að senda full- trúa á nýjan fund Locarno- veidanna, sem haldinn verður í London á morgun, en stjórnin sé enn óákveðin í því hvort hún Utan af landi. Batnandi tíðarfar. 13. april. FÚ. Útvarpið hefir í dag spurst fyrir um tíðarfar og haga í harðindasveitum norðanlands og austan. Allstaðar hefir tið verið góð og víða er komin upp jörð. — Fréttaritarinn að Ysta- felli skýrði frá því, að í Suður- Þingeyjarsýslu hafi verið sól- skin og blíðviðri undanfarna daga, en lítil leysing. Yíða er komin upp heitarsnöp, en sum- staðar enn jarðlaust. Bændur hafa von urn að komast af með hey, ef þessu fer fram. Skepnu- höld eru góð. — Snjóbíllinn hef- ir undanfarið flutt fóðurbæti í Bárðardal. Hefir hann farið nokkrar ferðir og flutt 20 vætt- ir í hverri ferð. Einnig er hann byrjaður að flytja fóðurbæti i Mývatnssveit. — Símastöðin í Húsavik sagði ágæta tíð undan- farna daga. Við sjóinn hefir ■njóa leyst og jörð er komin upp, en í innsveitum hafa verið næturfrost og lítil leysing. Nokkrir árabátar hafa róið frá Húsavík undanfarna daga og aflað 200—300 kg. á bát, mest- megnis ýsu. — Símastöðin að Víkingavatni í Axarfjarðarhér- aði sagði góða tíð hafa verið í héraðinu undanfarna daga og haga kominn upp. Stöðin sagði bændur eiga nokkurn heyforða ætlar nú að gera tilraun til þess að fá Abessiniustyrjöldina til lykta leidda friðsamlega. Á- kvörðunin um að fresta för Aloisi um enn einn dag, er tal- inn vottur þess að ítalir vilji enn draga málin á langinn, eft- ir því sem þeim er unt. (Uni- ted Press—FB). lagt undir sig svæði við Tana- vatn. Ennfremur, að ítalskar herdeildir liafi tekið borgina Gallabet í nánd við landamæri Bresk-egipska Sudan eftir nokkura mótspyrnu. (United Press—FB). tekur þátt í þessum fundi. Geri hún það er talið víst, að hún muni gefa fulltrúa sínum fyrir- skipanir um að fylgja sömu stefnu og á fyrri fundum þess- um málum viðkomandi. (Uni- ted Press—FB). og útlitið sæmilegt. — Frétta- ritari útvarpsins á Akureyri sagði blíðviðri og meiri og minni sólbráð hafa verið í Eyja- fjarðarhéraði undanfarna daga. 1 nágrenni Grundar og Saur- bæjar kvað hann kominn upp sæmilegan haga. I .Staðarbygð, Kaupangssveit og á Svalbarðs- strönd liggur enn mikil fönn, en hnjótar eru komnir upp á þeim slóðum. Mikil fannalög eru einnig vestanmegin fjarð- arins og vegurinn norður frá Akureyri þeim megin liggur undir fönn. Engar teljandi fregnir höfðu honum borist um erfiðar heyástæður enn sem komið er. Misjafn afli í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar 13. apríl. FÚ. Þeir bátar sem komnir voru að í Vestmannaeyj um kl. 17,30 í dag höfðu afar misjafnan afla. Sumir komu með hlaðafla og tvísóttu, en aðrir liöfðu mjög litinn afla. Á laugardaginn fyrir jiáska höfðu mestan afla: Hilm- ir 28,200 kg., skipstjóri Har- aldur Hannesson, Fylkir 26.700 kg., skipstjóri Guðjón Tómas- son, og Halkion 18,000 kg., skipstjóri Stefán Guðlaugsson. Það er einkenni sumra manna, sem ekkert geta að gagni gert, að þeir reyna sí og æ að tileinka sér heiðurinn af starfsemi annara. Héðinn Valdiinarsson virðist þessu markinu brendur. Hann hefir verið formaður fiskimála- nefndar frá upphafi og ekki orðið þar að neinu liði, svo að vitað sé. Hinsvegar mun hann mjög langa til þess að krækja sér í heiðurinn af störfumS.Í.F. Hann stóð fyrir því á sínum tíma, að senda fisk til Póllands. Honum liafði dottið í hug, að verið gæti, að þar væri hægt að selja eitthvað af fiski. Hefir væntanlega hugsað sem svo, að reynslu nokkura hefði liann í fisksölumálunum, síðan er þeir Jónas og hann fengust við ' verslunina með Viðeyjarfisk- inn, sem frægt er orðið. Svo vaú fiskurinn sendur. Og Alþýðuhlaðið ætlaði alveg að rifna af fögnuði yfir þessu af- reksverki Héðins og fiskimála- nefndar. Þama væri mikill gróði sama sem viss! Nú væri lika kominn til sögunnar mað- ur, sem kynni þá list, að vinna fyrir aðra. Og legáti einn var sendur með fiskinmn — snildarmaður, sem slaga mundi hátt upp í Héðin sjálfan! Svo leið og beið. Og Alþbl. var við og við að minnast á það afrek Héðins að hafa fund- ið hinn ágæta Póllandsmarkað. Bráðlega mundi berast hingað fregnir um það, að Steady-fisk- urinn væri seldur fyrir gæða- verð! En þær fregnir komu aldrei. Og Alþbl. hætti smám saman að lala um gróðavonir i sam- bandi við Póllandsmarkaðinn. Andvirði Steady-farmsins mun hafa glatast gersamlega. Og liklega hefir meira fé farið í súginn við þá *„tilraunina“. Og Héðinn hafði ekki botnað neitt í neinu. Hann liafði þó hugsað sér, að hægt mundi að græða á því, að senda fisk og legáta til Póllands! En svona fór þaðl Skömm og skaði og ekkert annað! Þá komst Héðinn á snoðir um það, að S. I. F. væri búið að útvega góðan markað vest- an hafs fyrir íslenskan fisk. Undarlegt að þessir „íhalds- hlunkar“ skyldi nú endilega þurfa að vera á undan okkur, mun Héðinn hafa hugsað. — Og svo fór hann að góna í vest- urátt! Og formanni fiskimálanefnd- ar hitnaði öllum og varð enn- þá rauðari en að vanda, er hann hugsaði til þess, að ekkert væri Jíklegra en það, að sfjórn S. í. F. hlyti heiður og þökk fyrir framsýni sína og dugnað i fisk- sölumálunum! Það mátti ekki svo til ganga. Og þá mintist Héðinn þess, að einlivemtíma hefði verið um það talað, að S. í. F. ætti bara að annast saltfisksöluna. Og formaður fiskimálanefnd- ar brá við skjótt og aftók með öllu, að sölusambandið væri að skifta sér af öðru en saltfiski! — Hann kunni því illa, Pól- lands-riddarinn, að óviðkom- andi menn væri að „kássast upp á sínar jússur“! — En að við sendum ein- hvern vestur? — Það er elcki efnilegt, ef sölusambandið fer að leggja það í vana sinn, að selja fisk í Ameríku fyrir af- bragðs verð! — Nei, það er ekki efnilegt, gall þá við í flalsænginni. Við skulum bara senda einlivern í snatri, því að „ekki lijálpar þessi skratti“. Bregðum nú við í skyndi, piltar mínir, þvi að annarskostar fá „hinir“ allan heiðurinn! Svo var farið að leita og leita að manni. Leitin gekk illa, tn loks fanst þó einn verðug- ur. — Hafði sá einkum það sér til ágætis, að liafa komið í Nor- eg. — Sendimaður komst heilu og höklnu vestur. — Hann bar höf- uðið hátt, því að liann var kom- inn mikilvægra erinda. Hann ætlaði ekki að leggja sig niður við annað eins og það, að tala við umboðsmann S. 1. F. — Hann ætlaði að selja fiskinn sjálfur, enda mundi það hægð- arleikur. Rauðir menn austan úr löndum kunna tökin á freð- fiskinum þar vestra! En „ekki er sopið kálið, þó að í ausuna sé komið“. Og eins fór hér. Salan gekk ekki að ósk- um. Umboðsmanni S. í. F. hafði sendimaður tilkynt, að hann þyrfti ekki á aðstoð hans að lialda. Hann gæti liallað sér út af þess vegna. Sendimaður ætlaði að selja fiskinn sjálfur — beint til neyt- anda, að því er Alþbl. sagðist frá. En salan var lítil og dræm eða engin. Þá var leitaður uppi danskur kaupsýslumaður al- kunnur, og beðinn um aðstoð. En lítið raknaði úr við til- komu hins danska manns. Þá vandaðist málið fyrir al- vöru. Að lokum var ekki um ann- að að gera, en að krjúpa á kné frammi fyrir umboðsmanni sölusambandsins. Þangað varð sendimaðurinn að fara, nauð- ugur viljugur. Og umboðsmaðurinn Iiljóp undir baggann. Hann seldi fisk- inn, þegar í óefni var komið og sendimaðurinn stóð uppi ráðalaus. En verðið var þá stór-fallið, svo að í stað 20 þús. kr. hagn- aðar, ef sölusambandið liefði fengið að ráða, verður að sögn um eða yfir 30 þúsund króna halli ú sölunni. Svona gengur það til þar sem óvitarnir ráða — þar sem ofur- kapp og frekja og þjösnaskap- ur veður uppi — þar sem beil- brigð skynsemi er fyrir borð borin og að engu böfð. Þar glatast verðmætin sí og æ. Þar sekkur alt að lokum. Manntal á Ítalíu. London 13. apríl. FÚ. Á þriðjudaginn í næstu viku á að taka manntal á Ítalíu. Hefir stjórnin látið semja skrá um manntal á Ítalíu frá dög- um Ágústusar keisara, sam- kvæmt þeim heimildum sem fyrir liendi eru, og á að hafa hana til samanburðar. Stjórnin áætlar, að fólksfjöldi á Ítalíu sé nú um 44 miljónir. Forsætisráðherrann á Grikk- i landi látinn. London 13. apríl. FÚ. Dmerdzis, forsætisráðlierra Grikldands, er dáinn, 59 ára að aldri. — MataxoSjdeiðtogi kon- ungssinna, hefir verið skipaður forsætisráðherra, en hann var hermálaráðherra, í siðasta ráðu- neyti. Engin önnur breyting verður gerð á stjórninni. Heyforðabfir. Skömmu fyrir aldamótin sið- ustu var nokkur hreyfing uppi um það viða til sveita, að stofna heyforðabúr. Þótti mörgum hygnum mönnum ilt að láta reka á reiðanum og gera ekkert að gangi til l>ess, að tryggj3 búpeninginn, ef liarð- indi skylli yfir. Bændur voru þá enn ekki búnir að gleyma harðindakafl- anum mikla milli 1880 og 1890. — En óvíða mun þó hafa af því orðið, að lieyforðabúr væri stofnuð. Menn þvældu um það aftur og fram á lireppsfundum og svo varð ekki neitt úr neinu. Sumstaðar voru þó kjörnir nokkurir menn í hreppi lil þess að láta skriflega i ljós álit sitt á málinu, en talið var. að víða liefði verið lítið á þeim skrifum að græða. Nú i vetur hefir mikið verið um harðindi talað og það er vit- að, að í sumum sveitum verða vandræði með hey, ef tíð breyt- ist ekki til batnaðar mjög bráð- lega. Það hefir vakið undrun margra, að kvartað er og nijög um heyleysi i sumum kaupstöð- unum. Þar hefir þó fráleitt ver- ið treyst á beit til muna, því að óvíða mun haga svo til, að beit komi að notum, jafnvel þó að tíð sé góð. Er og líklegast að mikill hluti skepnueignar í kaupstöðum sé nautpeningur. Það er i frásögur fært, að í einum kaupstað landsins hafi verið stofnað einliverskonar fóðurbirgðafélag núna á þorr- anum, eða skömmu áður. Þetta er heldur óvenjulegt, en mun þó satt vera. Ætla eg að blöðin flytti fregnir um það og út- varpið ef til vill líka. Og gripa- eigendur í nefndum kaupstað liöfðu komist að því, að þá mundi vanta eitthvað 1200 hesta af heyi — þ. e. 900 af töðu og 300 af útlieyi. — Svona mikill töðuskortur bendir til þess, að þarna sé mikið af nautgripum, og þá auðvitað einkum mjólk- urkúm. Mönnum þótti undar- legt, að töðuskorturinn skyldi vera svona gífurlegur, því að vilanlega skiftir það litlu um fóðrun nautpenings, hvort vetrarmánuðirnir eru snjóa- miklir eða ekki. Nautgripir eru auðvitað á fullri gjöf hverju sem viðrar, frá því í september- lok og fram jTir krossmessu á vori. Menn hafa giskað á, að orsökin til hinnar miklu töðu- þurðar á þessum stað hafi verið sú, að ekki hafi fengist innflutn- ingur á nægilegum fóðurbæti, og er það ekki ósennilegt. — Væri fróðlegt að fá að vita hið sanna í því efni. Hér í Reykjavík mun og eitt- livað vera farið að bera á því, að menn sé heytæpir, jafnvel fyrir kýr. — Og víst er um það, að töluvert liefir verið selt hing- að af lieyjum í vetur. Reynslan virðist ekki liafa kent bændum þann sannleika enn þann dag i dag, að nauðsyn- legt sé að ætla hverri skepnu nægilegt fóður og búast æfin- lega við hörðum vetri. —. Eftir þúsúnd ára reynslu er því enn treyst, að alt muni slampast af, þó að sett sé á „guð og gadd- inn“ að einliverju leyli. Hor- dauðinn er ekki enn úr sögunni, ef verulega harðnar í ári. Þegar talað var um heyforða- búrin fyrir aldamótin siðustu, létu margir á sér heyra, að gott væri að fá þau. Öllum kom saman um það í orði kveðnu, að nauðsynlegt væri að bændur ætti aðgang að heyjaforða, ef þá ræki upp á sker. Rosknu og ráðnu heyjabændurnir, þeir sem vanir voru að miðla og hjálpa, ef í harðbakka sló, lögðu þó fátt til málanna. Þeir munu hafa hugsað sem svo, að hey- forðabúrin gæti jafnvel orðið til þess, að gera slóðana ennþá andvaralausari og kærulausari, en á það væri ekki bætandi. Búskussarnir sumir voru ákafir í það, að, forðabúrin yrði stofnuð.Þeir munu hafa litið svo á, sem þá væri öllu óhætt, jafn- vel þó að þeir gerðist enn gá- lausari um áselning að haust- inu, en þeir hefði verið. Og það er eklci ósennilegt, að einmitt þeir mennirnir hafi átt sinn þátt í því, að almenn samtök fórust fyrir, að minsta kosti víða, um að stofna forðabúrin., Þingmenn sumir höfðu og lilla trú á þvi, að heyforðabúrin kæmi að gagni. Og eitlhvert sinn, er um þau mál var rætt á Álþingi, hafði liinn þjóðkunni þingskörungur og mælskumað- ur, Benedikt sýslumaður Sveins- son, lagst mjög gegn því, að sveitarfélögin væri skylduð til að stofna slík forðabúr. Hafði hinn aldni ræðugarpur komist i mikinn hita, er hann andmælti hugmyndinni og taldi víst, að slóðarnir myndu lítt sinna liey- verkum, er þeir vissi af nægum heyjaforða einhversstaðar í sveitinni — lieyjaforða, sem þeir ætti — eða teldi sig eiga -— tilkall til. — Gæti þá jafnvel farið svo, að þeir kæmist ekki „úr túninu“ fyrir réttir. — Hitt væri skárra, að láta þá eiga und- ir liögg að sækja um hjálp, svo sem verið hefði. — Það væri og liæfilegast horkongum og slóðum að lalla bónarveginn. — 16. mars. B. Breskir stjórnmálamenn I. Slr John Simon. (Niðurl.) hann hafnaði því boði, og er sagt, að hann sé fyrsti lögfræð- ingurinn, sem það hafi gert. Hann varð innanríkisráðherra í staðinn, og héldu margir stuðningsmenn hans og vina, að röðin mundi siðar koma að honum, að verða forsætisráð- herra. Sir John var mótfallinn þvi, að menn væri skyldaðir til her- þjónustu. En lians stefna sigr- aði ekki, og hann varð að segja af sér innanríkisráðherraein- bættinu, tæpu ári eftir að hann tók við því. Hann gerðist nú hermaður sjálfur, varð kap- teinn í flughersráðinu, og var búinn að fá majorstign, er lieimsstyrjöldinni lauk. Árið 1922 var hann aftur kominn á þing, og var hann að þessu sinni fulltrúi Spen Valleý kjördæmis í Yorkshire. Hann liélt áfram málflutnings- störfum, og var ekki um það deilt, að hann bar hæst allra i fylkingu breskra málflutn- ingsmanna. Græddist honum svo ört fé, að enginn samstétt- armanna hans komst í ná- munda við liann. Árið 1924 námu tekjur hans um 50.000 sterlpd. Á þessum árum hafði Sir Jolm svo mikið að starfa sem málflutningsmaður, að hann flutti stundum tvö mál sama daginn, ólíks eðlis. Árið 1927 hætti hann mál' flutningsstörfum, til þess «ð taka að sér forsetastörf i nefnó þeirri, sem fékk það hlutverk að ræða og gera uppkast *ð stjórnarskrá fyrir Indland- Þetta starf hafði hann með höndum lil 1930. Ferðaðisj hann oflar en einu sinni ti Indlands á þessum árum. Á>' | ítalir hertaka landsvæði viS Tanavatn. Þeir hafa einnig tekið bæ í nánd við landa- mæri bresk-egipska Sudan. Nýr fundur í London lit af „Locarno“- málunum. Þátttaka ítala vafasöm, en stefna þeirra ó- breytt, ef þeir taka þátt í fundinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.