Vísir - 15.04.1936, Blaðsíða 3
VISIR
Fjallræöan
og „ríkis-
biskupinxiu.
„ósköp og skelfing er að
lieyra þetta. Eru þeir nú farnir
að breyta Fjallræðunni þessir
óguðlegu Þjóðverjar, og það
sjálfur formaður þjóðkirkjunn-
ar, ríkisbiskupinn ?“
Svo var við mig sagt, og varð
eg hálfforviða að roskinn fs-
lendingur skyldi svo mæla.
Eg helt, að þeir, sem muna
lengra en 10 ár aftur á bak, og
ekki forðast að lesa eða hlusta,
þegar trúmál eru annarsvegar,
hefðu margoft heyrt annað
eins hér heima fyrir bæði hjá
kirkjuleiðtogum og allra lianda
öðrum „visindamönnum“. —
Fjallræðan hefir að vísu ekki
verið rangfærð liérlendis, svo
eg muni; en mér er spurn: er
það nokkuð betra, að liafna eða
vefengja fjölmörg önnur orð
Krists, og hafa enga ástæðu til
þess, aðra en „trúartilfinningu“
eða hugsmíðar sjálfs sín?
Hér á árunum var t. d. full-
yrt, alveg rakalaust, að Kiástur
hefði aldrei sagt: „Farið því og
gerið allar þjóðir að lærisvein-
um .... “ eins og Matteusar-
guðspjall segir. (28, 19—20). —
Og ekki nóg með það: Þýðingu
þessara orða í sjálfu nýjatesta-
mentinu íslenska var þannig
háttað, tilefnislaust frá frum-
málinu, að hún gat gert orðin
tortryggileg lijá þeim, sem ekki
skilja grisku!
Satt að segja héít eg að þeir,
sem altaf hafa þagað við sliku
og þvíliku hérlendis, þyrftu
ekki „að krossa sig“, þótt þeir
lieyrðu, að þýskir guðfræðingar
væri ekki liættir að „leiðrétta“
Nýja testamentið!
„Já, en Miiller þessi er ríkis-
hiskup, og þegar hann talar eða
skrifar, þá gerir hann það sem
„leiðtogi“ fjölmennustu þjóð-
kix-kju evangeliskra manna, og
það er dálítið annað en þegar
eiiihverjír „minni spámenn“ fá-
mennustu þjóðkirkju í lieimi
lála til síh hevra“ — segja
menn.
í þetta sinn skal ekki um það
rætt, hvort þeir telja sig
„minni“ spámenn“ kirkjunnar,
sem mest hafa að því unnið að
útbreiða tortrygni gagnvart
hihlíunni hérlendis, en á hitt
má benda, að Muller „ríkishisk-
up“ hefir hvorki embættisvald
né trúmálamyndugleika hjá
þjóðkirkju Þjóðverja um þessar
mundir.
Þegar útséð þótti um að Lud-
vig Múller ríkisbiskup gæti
komið á sátt og eindrægni inn-
an þjóðkirkju Þjóðverja, var
Kerrl gerður að kirkjumálaráð-
herra í júlí 1935 og siðar veitt
nær þvi alræðisvald yfir cvan-,.
gelisku kirkjunni á Þýskalandi.
Það gerðist 24. sept. f. á. Nokk-
urum dögum seinna, eða 3.
október setti hann „til tveggja“
ára 8 manna ríkiskirkjuráð og
fékk því öll þau völd í hendur,
sem Miiller ríkisbiskup hafði
áður haft, en Múller hafði þeg-
ar fengið „frí til að hvíla sig“,
Um óákveðinn tíma!
Formaður þessa ríkiskirkju-
ráðs er gamall og vinsæll hisk-
Up, eður „generalsuperinten-
dent“, Zoelner frá Diisseldorf,
og hann, en ekki Múller, skrifar
síðan undir allar kirkjulegar
fyrirskipanir og veitingar ásamt
Uieð Kerrl ráðherra.
1 blaðinu „Das Evangelische
Oeutschland“ sem prófessor D.
4. Hinderer forseti „evangeliska
^laðasambands Þýskalands“
Sefur út, stendur svohljóðandi
s*uágrein 29. mars þ. á.:
>,Forseti ríkiskirkj uráðsins,
Oen.-Sap. D. Zoellner auglýsir í
„Lögbirtingablaði evangel.
kirkjunnar þýsku“ eftirfarandi:
„Á forlaginu þýsk-kristna í
Weimar er komið út rit, er
heitir: „Deutsche Gottesworte,
Ludvig Miiller ríkishiskup“.
Undirskriít formála þessa rits
er „rikisbiskup yðar“, og með
því virðist gefið í skyn, að höf-
undurinn tali i nafni evangel-
isku ltirkjunnar þýsku. 1 raun
réttri er samt hér eingöngu um
einkaverk höfundarins að
ræða. Innihald þessa rits mun-
um vér taka lil meðferðar á
öðrum hentugri stað“.
Það er í þessu riti, scm Múller
liefir snúið við orðum úr Fjall-
ræðunni, og verður það vafa-
laust ásamt fleira til þess að
hann fær aldrei ríkisbiskups-
völd aftur.
Stefnu Zoellners má hinsveg-
ar marka af þessum orðum
hans — birt 15. mars s. 1. i blað-
inu „Luterische Kirclie, Er-
langen — Þar stendur: „Á með-
an eg sé möguleika til að kirkj-
an sé bæði þjóðkirkja og játn-
ingarkirkja, verð eg kyr (í for-
sæti ríkiskirkjuráðsins) — en
ekki einn einasta dag lengur“.
S. Á. Gíslason.
Veðrið í morgun.
1 Reykjavik 3 stig, Bolungar-
vik — 0, Akureyri — 1, Skála-
nesi — 1, Vestmannaeyjum 5,
Sandi 2, Kvigindisdal — 1,
Hesteyri 0, Gjögri 0, Blönduósi
3, Siglunesi — 3, Grímsey — 1,
Raufarhöfn — 1, Skálum — 2,
Fagradal — 2, Hólum í Horna-
firði 1, Fagurhólsmýri 5,
Reykjanesi 4 stig. Mestur hiti
hér i gær 9 stig, minstur 0 stig.
Sólskin i gær 9,7 st. — Yfirlit:
Iláþrýstisvæði um ísland og
Grænlandshaf, en grunn lægð
milli Færeyja og Noregs. —
Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói, Breiðafjörður, Vestfirðir,
Norðurland: Hægviðri. Létt-
slcýjað. Norðausturland, Aust-
firðir: Norðan kaldi. Sumstað-
ar lítilsháttar snjókoma. Suð-
austurland: Norðan kaldi.
Bjartviðri.
Kveðjuathöfn
yfir líki frú Kirstínar Blöndal
frá Húsavík fer fram í dóm-
kirkjunni á morgun kl. 4 sið-
degis.
Guðbrandur Jónsson
prófessor er nú kominn aftur
til Kaupmannahafnar frá Ber-
lín, segir í fregn frá sendiherra
Dana. Hefir svo um samist, að
hann flytji þar þrjú útvarpser-
indi' síðar. f Kaupmannahöfn
sýndi G. J. íslandskvikmynd i
fyrirlestrarsal Politiken fyrir
fullu húsi. Eru menn stórhrifnir
af kvikmyndinni. Þar eð marg-
ir hafa beðið árangurslaust eft-
ir að fá tækifæri til þess að sjá
hana verður hún sýnd oftar.
86 ára
er i dag ekkjan Margrét
Þórðardóttir, móðir Jóns heit-
ins Lúðvigssonar kaupmanns.
Margrét er vel ern og fylgist
vel með daglegum viðburðum.
Ilún dvelur nú á Elliheimilinu
Grund.
Eiður Kvaran
lektor í íslensku við háskól-
ann í Greifswald, hefir nýlega
ásamt þýskum málfræðingi ein-
um Fingerhut, Iokið við samn-
ing kensluhókar í íslensku fyrir
Þjóðverja og kemur hún út í
vor (Kvaran n. Fingerhut:
Lehrbuch des Islándischen.
Greifswald 1936). Eiður Ivvaran
hefir og nýlega lokið við dokt-
orsritgerð í mannfræði og nefn-
ist liún: „Sippengefuhl und
Sippenpflege im alten Island im
Lichte erbbiologischer Betracht-
ungsweise“. Mun hún birtast i
þýsku ritsafni, er nefnist
„Arcliiv fur Rassen- und Gesell-
schafts hiologie“. Hefir liann á
síðastliðnum vetri ritað all-
margar greinir í þýsk tímarit
og flutt einn fyrirlestur um
efni doktorsritgerðarinnar í
„Deutsche Gesellscliaft fúr
Rassenhygiene“. I byrjun næsta
mánaðar er liann hoðinn til liá-
skólans í Kiel til þess að flytja
þar fyrirlestur um: „Die
rassische, Zugehörigkeit der
Islánder“.
Til athugunar.
Auglýsendur eru beðnir að
koma auglýsingum sínum á af-
greiðsluna eða í prentsmiðjuna
eins snemma að morgninum
og þeim er unt og í síðasta lagi
kl. 11%.
Bandalag kvenna
heldur fund á morgun
(fimtudag) kl. 5 e. h. í Oddfell-
owliúsinu, uppi. Á dagskrá eru
mikilvæg mál. Utanfélagskonur
eru velkomnar á fundinn.
Bensínverð lækkar.
Frá og með 15. þ. m. lækkar
útsöluverð á bensíni hjá Hinu
ísl. steinolíuhlutafélagi, h.f.
Shell á íslandi og Olíuverslun
Islands h.f. Sjá nánara í augl.
Vörður.
Fundur í Varðarhúsinu ann-
að kveld kl. 8%. Fundarefni:
F isksölumálin. F rummælandi
Ólafur Tliors alþm. Allir sjálf-
stæðismenn velkomnir á fund-
inn.
Gullverð
ísl. krónu er nú 49.28.
Dansað
verður í kveld frá ld. 9 á Café
Sólheimum, Hafnarstræti 17.
K. F. U. K.
A. D. og Y. D.: Allar þeir kon-
ur, sem ætla að gefa muni og
böggla á basar K. F. U. K., sem
verður haldinn 17. þ. m. kl. 4
e. h., komi þeim í hús K. F. U.
M. í síðasta lagi annað kveld.
Spanskflugan
verður leikin annað kveld kl.
8 í næstsíðasta sinni.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Kristjana
Magnúsdóttir, Fálkagötu 32 og
Ragnar Teitsson, Akranesi.
Kátir félagar.
Samæfing i kveld kl. 8% á
venjulegum stað.
Glímufél. Ármann
óskar að láta þess getið, að
æfingar hjá drengjum og telp-
um séu nú aftur hyrjaðar.
Skipafregnir.
Gullfoss fer vestur og norð-
ur annað kveld. Aukahafnir
Patreksfjörður, Þingeyri og
Húsavík. Goðafoss er væntan-
legur á miðnætti í nótt frá út-
löndum. Detlifoss er í Reykja-
vik. Brúarfoss kom til Leitli í
morgun. Lagarfoss er á leið til
Djúpavogs. Selfoss er í Reykja-
vik. Esja er í Reykjavik og fer
í strandferð austur um land á
föstudagskveld.
Afli jglæðist.
Tveir togarar komu af veið-
um i morgun, eftir viku útivist,
Bragi með 100 og Gyllir með
150 tn. Aflinn var einvörðungu
þorskur. — Reykjahorg fór aft-
ur á veiðar i gær.
Músikklúbburinn.
Af vissum ástæðum verður
konsert Músikklúhbsins hald-
inn á fimtudaginn þ. 16. þ. m.
i staðinn fyrir miðvikudaginn
FREDRIC MARCH, CHARLES LAUGHTON
OG NORMA SHEARER
Næturlæknir
er i nótt Jónas Sveinsson,
Bárugötu 33. Simi 3813. —
Næturvörður i Laugavegs apó-
teki og Ingólfs apóteki.
Útvarpið í kveld.
19,10 Veðurfregnir. 19,20
Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15
Erindi: Um svifflug (Jón Ey-
þórsson veðurfr.). 20,40 Ein-
söngur (Einar Markan). 21,05
Erindi: Úr sögu lijúkrunarmál-
anna II (frú Guðný Jónsdóttir).
21,30 Hljómplötur:Frá „Largo“
lil „Presto“; dæmi um ítölsku
hraðatáknin (til kl. 22,30).
Útvarpið árdegis á morgun .
7,45 Morgunleikfimi. 8,00
Enskukensla. 8,25 Dönsku-
kensla. 10,00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfregnir.
Enn um vinnumiðlun
málarasveina.
Vinn það ei fyrir vinskap
manns, að víkja af götu
sannleikans.
Mér kom í raun og veru á óvart
að sjá svar frá Sæmundi Sigurðs-
syni í AlþýSublaðinu 2. þ. m., við
síðustu grein rninni um vinnumiðl-
un, vegna þess, að ég vissi, a‘ð
gripi félagsstjórnin til þeirra úr-
ræða að hætta sér út i að svara,
þá gætu þau skrif þeirra að-
eins orðið á tvo vegu, sem sé í
fyrra tilfellinu, að þeir játuðust
undir rök mín um vinnumiðlun,
og hefði það veriS drengilegast,
eSa í öðru lagi að grípa til þeirra
örþrifaráða að flýja á náðir þess
lastar, sem mörgum hefir háll
orðið, lýginnar. Og þvi miður,
þeirra vegna, hafa þeir valið síð-
ari kostinn; því nú skál grípa til
þess síðasta úrræðis, ef takast
mætti með því móti, þó ekki væri
nema til að sýnast, gagnvart ó-
kunnugum, að hafa ekki látið í
minni pokann. Og Saömundur er
gerður út af örkinni með nesti og
nýja skó, en að öðru leyti vanbú-
inn hvað hugarfarið snertir, þar
sem ósannindin eru driffjöðrin og
þykir mér Ijótt og léitJ til þess að
vita, ef þær hvatir hans skyldu
ráða meira í fyrirhyggju félags-
mála, heldur en skynsemin og rétt-
lætið, en eftir Jiessu svari hans að
dæma, er mér ekki grunlaust um
það. Eg get kannast við það, að
ég á óbeinlínis sök á, að svo ó-
gæfusamlega tekst til með valið
á þessum tveimur leiðum til að
svara, sem leiðir af því, að gefa
þeim aðeins á tvennu kost, ef þeir
sætta sig ekki við þögnina, en
flestir hefðu þó ekki verið þeim
illviljaðri en svo að óska þess, að
þeir mættu bera gæfu til að hafna
þeirri lakari.
Sökum rúmleysis verð ég að
sætta mig við að hrekja aðeins
hinar stærstu álygar í minn garð
og félagsins í svari Sæmundar, og
er þá fyrst til þess að taka, þar
sem hann veður elginn um grein
þá í síðustu samningum milli
sveina og meistara, sem felur í sér
að þeir sem i félagi málarameist-
ara eru skulu einir hafa rétt til að
vera milliliðir milli sveina (vinnu-
seljanda) og almennings (vinnu-
kaupanda). Sæmundur gæti spar-
að sér ómak, að ætla aö fara að
fræða mig á hvernig sú grein er í
samningunum til orðin, þar eð ég
hefi átt sæti í öllum sanminga-
nefndum við málarameistara frá
því samningar fyrst hófust og
fram á þennan dag, og er því
manna kunnugastur öllu, sem að
þeirn lýtur. En Sæmundur segir
um þessa samningsgrein að við
sveinar höfum barist fyrir því að
hún kæmist í samningana af öll-
um mætti, en það sanna er, að það
í kvikmyndinni „Barettsættin i
Wimpole Street“, sem nú er
sýnd i Gamla Bíó. Þetta er óef-
að einhver hin merkasta og
hesta talmynd, sem gerð liefir
verið, en hún byggist sem kunn-
ugt er á leikriti eftir Rudolf
Besier, er fjallar um tvö merk
skáld ensk, Robert Browning og
voru eðlilega niálarameistarar
sjálfir, sem sóttu þétta af miklu
kappi við okkur, því þeirra var
mest þægðin, en fengu ekki vilja
sínum framgengt fyrr en við síð-
ustu samningagerð og höfðu þó
altaf áður sótt það fast. Og Sæ-
mundur veit líka vel, að ég taldi
sjálfsagt að verða við þessu gegn
fríðindum okkur til handa, sem
og fengust. Og það er öllum full-
kunnugt, að ég hef tekið harðast
á því allra, aö samningar væru
haldnir.
Sæmundur segir um stöðvun
vinnum'iðlunarinnar í Iðnsamband-
inu af sinni hálfu, að sér hafi verið
ljóst að mikill meirihluti félags-
manna væri henni andvígur, en
■einnig þetta er ósatt, því hann
vissi það ekki frekar þá heldur en
riú. Og hann heldur áfram og seg-
ir, að næsti félagsfundur hafi stað-
fest þetta því mikill meiri hluti
félagsmanna hafi nú sýnt sig að
vera á móti þessu, en á þessum
fundi mættu rúmir 30 félagsmenn
af rúmum 60, og á þessum fundi
var ekkert gert annað en losa fé-
lagið við mig sem formann þess |
végria þessa máls og greiddu því
atkvæði % félagsmanna, en fyr
hefi ég ekki vitað að það ætti að
teljast meiri hluti félagsins.
Og enn heldur Sæmundur áfram
á þeirri braut, sem hann hefur
valið, þegar hann segir að ég hafi
ekki þorað að láta sjá mig á fund-
um félagsins til að ræða málið þar,
en sannleikurinn er sá, að síðan ég
gekk í félagið hef ég sótt alla
fundi þess utan einn fund á
árinu 1932, vegna fjarveru úr bæn-
um, og svo síðasta fund, sökum
þess, að þá var ég farinn að hreyfa
þessu máli í blöðum. En úr því
hann þykist sýna vald sitt með því
að bjóða mér að ræða málið ’á fé-
lagsfundum, eins og ég hefi raun-
ar margoft gert, þá kannske býð-
ur hann líka um leið upp á fult
málfrelsi eftirleiðis, en ekki niður-
skorinn ræðutíma og annað í þeim
dúr. Sæmundur segir að fjöl-
skyldufeður gæti hvenær sem er
komið á vinnumiðlun, þegar þeim
jióknist svo, þar eð þeir séu í svo
miklum meirihluta, án þess minnar
aðstoðar jiurfi að leita, og að þeir
hafi ekki Jiegar gert það, vill hann
telja rök gegn vinnumiðlun, en
hann veit þó vel að fyrir öllum
málum og það jafnvel nauðsynja-
málum hefir einn eða fleiri orðið
að hefja baráttu til þess að vinna
fjöldann til fylgis, en hitt fátíðara
að fjöldanum birtist nauðsyn mál-
anna öllúm í einu sem opinberun.
Er unnið að því að skapa ein-
ingu innan félagsins um vinnu-
miðlun, eins og Sæmundur segir
að vinnumiðlunarnefndin, sem var,
hafi lagt til og þá á hvern hátt,
konu hans, Elizabetli Barrett
Browning. — Gerist myndin
á heimili hennar og greinir frá
ástum liennar og Brownings og
haráttu þeirra. Kvikmyndin er
með afhrigðum vel leikin og
vekur óskifta aðdáun manna.
a.
varla með þessum starfsaðferðum
Sæmundar ?
Eitt lítið sannleikskorn ætla ég
að minnast á, sem líklegast hefir
slæðst með af vangá, jregar hann
minnir mig á, að ég hafi verið kos-
inn formaður í fyrra með 9 atkv.,
nema ef það skyldi eiga að skoðast
sem rök gegn vinnumiðlun. En í
þessu sambandi sakar ekki þó á
það sé drepið, að í sögu iðnfélag-
anna er Jietta nokkuð algengt fyr-
irbrigði að atkvæðafjöldinn sé upp
og ofan í það og það skiftið, t. d.
var form. málarameistarafélags-
ins kosinn um það leyti með 5 atkv.
og málarasveinar áttu líka kost
á Sæmundi í fyrra í formannssæti,
en þá var hann ekki virtur nema
á 4 atkvæði.
Sæmundur og hans fylgifiskar
mega grípa til hverra þeirra var-
úðarráðstafana gegn mér, sem
þeim þurfa þykir, út af þessu máli,
hótanir virði ég einskis, en sann-
ast að segja hélt ég það vera ó-
þekt fyrirbrigði, að haft væri á
orði að grípa til varúðarráðstafana
gegn þeim, sem berjast fyrir lýð-
ræðismálum innan lýðræðisþjóðfé-
laga, eins og vinnumiðlun er þar
talin og framkvæmd, á þeim at-
Húseignin
Laugaveg 51,
er til sölu.
Upplýsing-
ar á sama staö.
Gulrófur
Laukur
LaukurT
Appelsínur, ■
Kartöflur,
Smjörlíkið
koslar 75 aura.
Ódýr sykur.
VERZL. »»■■»'.■ "