Vísir - 17.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 17.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Allsherjarverkfall á Spáni til þess að mótmæla framkomu yfirvaldanna í gær, er götubardagar urðu í Madrid. Biðu þar 3 menn bana, en 17 særðust. Azana lætur Salvador innanríkismálaráðherra fara frá, en við er tekinn Quiroga atvinnumálaráðherra. Hefir hann fyrirskipað handtöku fjölda margra foringja í her og lögreglu og verða þeir ásakaðir um að hafa starfað á laun með fascistum.- Madrid, 17. apríl. 1 gær varð atburður í Madrid, sem virðist ætla að draga al- varlegan dilk á eftir sér. Þegar útför lögreglumanns nokkurs fór fram í gær í Madrid var skotið á líkfylgdina og leiddi það til alvarlegra óeirða og götubardaga. Var beitt skotvopnum og biðu 3 menn bana, en 17 særðust. í mótmælaskyni gegn fram- komu jíirvaldanna í sambandi við þessar óeirðir hefir lands- samband \erkalýðsfélaganna lýst yfir allsherjarverkfalli í Mad- rid og hefst það í dag, . Ilversu alnienn þátttaka verður í því verður þó eigi um sagt, þegar þetta ér símað, og verkamanna- og starfsmannafélög utan sambandsins hafa neitað að taka þátt í því. Innanríkisástandið á Spáni hefir verið slæmt að ýmsu leyti og mikil ólga í landinu, uppþot, kirkjubrennur o. s. frv., alt frá því vinstri flokkarnir unnu hinn mikla sigur í kosning- unum síðustu og Azanastjórnin komst að völdum, en hún telur, etns og Azana nú hefir lýst yfir, það vera sitt mesta hlutverk, að koma á friði innanlands. En erfiðleikar þeir, sem hér hafa nú komið fram, hafa leitt stjórnina í allmikinn vanda, og hefir orðið breyting á skipun stjómarinnar, sem er talin standa í sam- bandi við innanlandsástandið, enda þótt lausnarbeiðni sú, sem um er að ræða, sé talin stafa af heilsubresti hlutaðeigandi ráð- herra, en það er Salvador innanríkisráðherra. Hefir Quiroga at- vinnumálaráðherra • tekið að sér að gegna innanríkismálaráð- herraembættinu til bráðabirgða. ' KIRKJUBRENNUR Á SPÁNI Báðar myndirnar voru teknar á Spáni eftir kosningarnar s uslu. Á neðri myndinni sjást kirkjurústir og stendur þar li eftir, nema altarið. Fridarumleitanir byrjaðar i Genf. Bljúg* ip íoringi 13 manna nefndin kom saman á fund í Genf í gær. Ekkert samkomulag náðist á fundinum. Forseti nefndarinn- ar, Madariaga, gaf fundinum skýrslu. — Fulltrúi Abessiniu hafnaði vopnahlésskilmálum It- ala, með því að þeir séu í ósam- iæmi við lög Þjóðabandalags- ins. Menn vonast til að geta fengið Itali til að breyta skil- málum sínum í þá átt, að hægt sé að ræða þá innan vébanda Þjóðabandalagsins. I dag mun verða úr því skorið, hvort sátta- tilraunir þessar muni takast eða ekki. (FÚ). Það var auðvitað, að svo mundi fara, sem nú er fram komið, að megn óánægja kæmi upp í alþýðuflokknum út af svikum og prettum hinna svo- nefndu foringja þar. Burgeis- arnir i herbúðunum þeim hafa verið duglegir að krækja sér í embætti.og allskonar bita handa sjálfum sér og hreiðra um sig sem best, en þeir hafa reynst öllu linari í því, að minka a.t- vinnuleysið, sem þeir þóttust ætla að afnema í snatri, undir eins og þeir fengi mann í stjórn landsins. Eh svona er það að lofá miklu og svíkja öll loforðin. Þá kem- ur upp ku»r í liðinu. Fólkið ætl- ast nefnilega til þess, að reynt sé að standa við gefin loforð. Óbreyttir verkamenn reyna að standa við orð sín og þeir ætlast til þess sama af öðrum, Þeim er illa við blekkingar og svik. Socialista-broddamir hafa í raun réttri stjórnað landinu nú i meira en hálft annað ár. Þeir liafa ekki sýnt lit á því, auk heldur meira, að efna eitt mik- ilvægasta kosningaloforðið — það loforðið, að afnema alt at- vinnuleysi. Þeir hafa ekki sýnt hinn allra minsta vilja i þeim efnum, auk heldur meira. Enga tilraun gert. Og nú er fólkið orðið óánægt, sem von er. t Fátækir og atvinnulausir heimilisfeður liér í bænum verða þess ekki varir, að hagur þeirra batni Iiið allra minsta við það, að Jóni Baldvinssyni lekst að koma launum sínum, að meðtöldum bitlingum, upp í 24000 krónur á ári eða meira. Héðinn hefir komið ár sinni þannig fyrir borð, að árstekjur hans eru a. m. k. 32000 kr., , . - , f i ■ a . ; en sennilega miklu hærri, ef lil vill helmingi ftærri. Nei. Fátætku, barnaménnirnir verða ekki var- ir við neinn bata á sínum kjör- um, j)ó að „broddarnirtf viti ekki aura sinna tal. —^ Og þeini; finst einhvernveginn undarlegt af „foringjununi“ að vera alt af að lofa og lofa og reyna svo ekki tií þess, að standa við neitt.1 - Það er nú bersýnilegt, að óá- nægja „Dagsbrúnar“-manna muni vera orðin nokkuð mikil. „Broddaniir“ eru húhir að konia við þolinmæði liinna ó- breyttu'liðsinanna. Sumir hafa því tekið þann kostinn, að ráð- ast undir árahurð kommúiiista. Það er náttúrlega ekki efnilegt. En ráðgerð „samfylking“ er ljósast vitni um það, að Dags- brúnarmenn einhverjir — og líklega nokkuð margir - treysta koinmúnistum þó öllu skár en socialistaforingjunum. Þeir treysta Einari Olgeirssyni betur en Héðni, Brynjólfi Bjarnasyni betur en Jóni Baldvinssyni, Hauki Björnssyni betur en Stefáni Jóhanni o. s. frv. Ritari „Dagshrúnar“ er einn í hópi þessara manna og ýmsir Osló, 16. apríl. Orusturnar á suðurvígstöðvun- um í Abessiníu. Samkomulags- horfur um friðarumleitanir litlar í Genf. Frá vígstöðvunum í Abessin- íu berast þær fregnir, að miklar orustur standi yfir á suðurvíg- stöðvunum. Hersveitir Graziani hafa byrjað sókn og er barist heiftarlega á Ogadenvígstöðv- unum. Itölsk blöð gera ráð fyr- ir því, að Addis Abeha verði komin í hendur ítala þ. 21. apríl. Horfurnar fyrir því, að sam- komulag náist um friðarumleit- anir í Genf, eru taldar mjög litlar. j (NRP. — FB.). aðrir, sem allmjög hafa látið á sér bera í „Dagsbrún“ síðustu árin. Það leynir sér ekki, að krata- broddarnir muni nú all-hrædd- ir. Jón Baldvinsson, forseti Al- þýðusambandsins, fer á stúfana í Alþbl. í fyrradag og er heldur en ekki mæðulegur í tóninum. Hann er auðsjáanlega fjarska hræddur og getur eiginlega í hvorugan fóinn stigið. Hann er ógnarlega bljúgur og góður og biður fólkið, eins og guð sér til hjálpar, að muna sig um tvent. Annað er um einhverjar „markalínur", sem Jón telur sig þekkja, og hitt um eitthvað, sem lionum finst auðsjáanlega, að hann muni hafa afrekað. Þarna er enginn hávaði á ferð eða stærilæti. Nei, það er nú eitt- hvað annað. Jón er eins og mædd móðir yfir krakkahóp, sem hún raeður ekkert vjð, —. Frá Alþingl í gær. Sameinað þing. Á dagskrá var aðeins eitt máL Frv. til fjárlaga fyrir árið 1937i Éins og áður hefir verið get- ið, lagði f járveitingarnefnd fram með nefndaráliti sínu, hreytingartillögur um hækkun að frádreginni lækkun, 193 þús. en á frumvarpinu frá stjórnar- innar hendi var raunverulegur tekjulialli 200 þús. kr. Þar við hætast breytingartillögur, sem ýmsir þingmenn flytja, er nema hækkun um hér um bil 180 þús. kx. Eins og fjárlögin með hreytingartillögum liggja nu fyrir ér tekju hailinn um 573 þú-s krónur^ ' ; •’ (i; Framsögumaður fyrri hlut- ans var Jóftas (Guðmundsson. Rákli hann 43 fýrstu breyting- artíllögur fjárveitinganefndar, eðar aftur að 14. gr. en þá tók Bjarni Bjarnason við og rakti . siðari hlutann lið fyrir lið, og gat þess nieðal annars, að sök- um þess að síðasta þing hafi gert svo miklar spamaðar-til- lögur, þá væri ekki hægt að gera inikið að þvi nú. Þessir þingmenn fluttu hreyt- ingartillögur: Guðrún Lárus- dóttir, Thor Tliors,'Þorsteinn Briem, Hannes Jónsson, Gísli Sveinsson, Jón A. Jónsson, Jó- hanrt Jósefsson, Guðbr. Isberg, Jón Pálmason. Helstu nýir liðir eru: Til stofnunar drykkjumanna- hælis 20000 kr„ til Suður-Dala- vegar 8000 kr., til Laxárdals- vegar 3500 kr., til Vesturhóps- vegar 3000 kr., til Súðavíkur- bryggju 5000 kr., til hókasafns Vestmannaeyjakaupstaðar 1000 kr., til Ræktunarsjóðs 3. fram- lag 50000 kr., til eflingar mat- jurtarækt í Vestmannaeyjum 2500 kr., til Skógræktarfélags Eyfirðinga 3000 kr., til Raf- veitu Austur-Húnavatnssýslu 3000 kr., til barnaverndar 20000 kr., til Elliheimilisins Grundar 8000 kr. Umræðunni var lokið, en at- kvæðagreiðslu frestað. Osló, 16. april. Takmörkun hvalveiða. Samkvæmt því, sem Madsen verslunarráðherra skýrir frá í blöðunum, verður haldinn fund- ur í maímánuði næstkomandi, til þcss að ræða um takmörkun hvalveiða á næstu vertíð. Erlend hvalveiðifélög senda fulltrúa á fundinn. Frð bælarstifirnarlunðl í gær. Á dagskrá voru fimm mál, fundargerðir byggingamefndar, skólanefndar, framfærslunefnd- ar og tvær bæjarráðsfundar- gerðir. I byggingarnefnd höfðu verið veitt byggingarleyfi fyrir fjór- um nýjuin húsum, þrern íbúð- arhúsum og einu verksmiðju- húsi, og auk þelss leyfi fyrir nokkrum breytingum og end- urbótum á eldri húsum. Vegamálastjóri hafði sent hæjarráði tilmæli um að lagt yrði fram fé úr bæjarsjóði eða frá Sogsvirkjuninni til fram- haldsvegagerðar upp með Þing- vallavatni að austanverðu,' þannig að fullkominn akvegur verði lagður frá Sogsfossunum til Þingvalla. Sá vegur er nú fullgerður upp að Þingvalla- vatni, en undirbygging vegarins er komin nokkru lengra, eða upp að Miðfelli. Kostnað við þá vegalagningu frá Grímsnes- braut hefir Sogsvirkjunin greitt að hálfu móti ríkissjóði. Er á- ætlað, að kostnaður við að full- gera veg frá Miðfelli norðan við Arnarfell á núverandi veg hjá Vellankötlu austan Þing- valla muni vera 150 þúsund kr. Hafði bæjarráð gert tillögu til bæjarstjórnar um að gefið væri fyrirheit um framlag úr bæjar- sjóði til þessarar vegalagning- ar, fjórðung af áætluðum kostngði, og verði framlagið endurgreitt af Sogsvirkjun síð- ar, þegar fé verður fyrir hendi. Var þessi tillaga samþykt á- greiningslaust í bæjarstjórn- inni. I júlímánuði 1934 fór fram yfirmat á Nauthólsvíkurlandi við Skerjafjörð vegna væntan- legs eignarnáms á landinu bæj- arsjóði til handa. Var landið metið á kr. 79270.00, éri bæjar-. sjóður hefir enn ekki fengið af- sal fvrir landinu né greitt and- virðið, og er matsverðið þvi komið upp í kr. 88239.75, með vöxtum og matskostnaði. Bæj- arráð liafði málið til meðferð- ar á fundi 14. þ. m. og sainþykti tillögu til bæjarstjórnar um að bæjarsjóður greiði gegn afsali fyrir landinu kr. 77734.75, enda felli eigendur þess niður kröfu uin vexti af matsupphæðinni, en fái þar á móti eftirgefin út- svör og fasteignagjöld af land- inu, sem nema nokkuð lægri upphæð. Tillaga þessi var sámþykt í bæjarsjórn. Umræður urðu nokkrar út af tillögum frá Einari Olgeirssyni, hæjarfulltrúa kommúnista, um ráðstafanir vegna kreppunnar. Var þeim vísað til bæjarráðs. .Tillaga frá jafnaðarmönnum um að skora á alþingi að sam- þykkja frumvarp það um ríkis- og bæjarútgerð togara, sem fyr- ir því liggur, var feld með 8:7 atkv. Fundi var slitið um kl. 8. íslenskir stúdentar fá leyfi til þess að taka próf við sænska háskóla. Kaupmannahöfn, 16. mars. FÚ. Einkaskeyti. Sænska stjórnin hefir veitt ís- lenskum stúdentum leyfi til að taka próf við háskólana í Upp- sölum og Lundi, ennfremur við sænska tannlæknaskóla og marga aðra æðri skóla. Það er þó tekið fram, að þar sem tala þeirra sem prófa skal er tak- mörkuð, skuli sænskir stúdent- ar gariga fyrir islenskum. Enn- fremur, að próf sem ísl. stú- dentar liafa tekið í Svíþjóð gefi ekki rétt til embætta í þjónustu ríkisins, nema með sérstöku leyfi stjórnarinnar. Ú t farapsidiP og bálfarii*. í blöðunum hefir því veríð hreyft fyrirfarandi, hvort Bál- farafélagið, þegar til kemur, muni beita sér fyrir einfaldari og ódýrari útfararsiðura en hér tiðkast. Félagið mun að sjálf- sögðu láta greftrunarsiði bæjar- ins afskiftalausa, en vinna á móti kostnaðarsömum liégóma á bálstofunni. Eftir að stjórn Rálfarafé- lagsins tókst, um siðustu ára- mót, að tryggja sér hjá bæjar- ráðinu ókeypis lóð á Sunnu- hvolstúni, hefir húsameistara verið falið að teikna og gera á- ætlanir um bálstofuna. Ráðgert er að hafa þar húspláss fyrir líkgeymslu, til þess að flytja megi beint þangað lík þeirra, sem andast í sjúkrahúsum, ög til þess að ekki þurfi að láta standa uppi í lieimahúsum, þá sem þar deyja. — Húskveðjur falla væntarilega niður í frafn- tíðinni, enda eru þær ekki sam- rýmanlegar nútímafyrirkomU- lagi á heimilum í Reykjavik. Vafalaust aðstoða pirestamir jafnt við bálfarir sem jarðar- farir, hér eins og erlendis. En þeirri athöfn, í kapeHu Bálstof- unnar, þyrfti að koma í heppi- Iegra horf, en gerist í kirkjutti. Líkræðuformið þyxfti að breyfc* ast fré því sem ná er. Áð lokinni einfaldri kveðju-f athöfn á Bálstofunni hverftiir kistan sjónum líkfylgdnrmná^ Alt gerist inni í hlýju húsi, en ekkert úti, og mega menn ekki meta of litils þessa miklu yfir- burði bálfaranna í olckar ó- blíða landi, enda eru oft aldrað- ir-og hrumir vandamenn, sefti vilja fylgja. FÍestum kunnugurii virðíst' ekki siður hátíðlegur blær yfir athöfn á bálstofu, sem við jarð- arför, og er voriandi að svö mcgi Hka takast hér, þegar þar að kemur. Likkistan verður vitanlega svo einföld og ódýr, sem fram- ast er auðið: Því hvaða vit er i að leggja kostnað í kislu, serii tilællunin er að eyða í lieitu lofti á rúmri klukkustund? Ilér er þá í stuttu máli lýst áformuni um útför í bál- slofunni. Þau miða i þá átt að gera vandamönnum hægra fyr- ir um likgeymslu, og útförina ódýra en þó liátiðlega. Ög svo má ekki gleyma þvi, að öll at- höfnin fer fram innan fjögra veggja. (Tilk. frá form. Bálfarafél. ísl. — FR.). Osló, 16. ápríl. Áhrif refsiaðgerðanna. Þjóðabandalagsskýrslurnar, sem birtar voru í gær um árang- ur refsiaðgerðanna gegn ítöl- um, leiða í Ijós, að verslun ítala við aðrar þjóðir hefir minkað stórkostlega. Að því er viðskifti Norðmanna og ítala snertir, er þess getið, að Norðmenn hafi flutt inn frá Ítalíu í janúar og febrúar í ár fyrir 82.000 kr., en fyrir 2.390.000 kr. á sama tíma í fyrra. Útflutningur Norð- manna til Ítalíu í janúar og febrúar nam 863.000 kr„ én 1.724.000 kr. sömu mánuði í fyrra. (NRP. — FB.). Osló, 16. apríl. Smásíldarsölumiðstöð í Noregi. Verslunarráðuneytið hefir skipað nefnd, sem á að taka til athugunar, livort stofna skuli sölumiðstöð til þess að auka sölu smásíldar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.