Vísir - 12.05.1936, Qupperneq 2
VÍSIR
Abessinia
og þjáflabandalagifl.
Ráð Þjóðabandalagsins hefir nú tekið Abessiniumál-
in til meðferðar, en óvíst, að ákvarðanir verði teknar
að sinni. Frakkar og ákvörðun Itala viðvíkjandi
Abessiniu. — Smáþjóðirnar og framtíð Þjóðabanda-
lagsins. -
Syrtir enn í lofti -
Síidarverksmiðjnr
ríklsins
Stjórn þeirra vikið frá með bráðabirgðalögum..
Verður Abessiníumálinu frestað
þar til seinni hluta næsta
mánaðar?
Osló, 11. maí.
Vegna stjórnarskiftanria í
Frakklandi, sem fram fara eftir
næstu mánaðamót er talið ekki
ólíklegt, að Þjóðabandalagið
fresti að taka ákvörðun um
Abessiníumálið þar til síðari
hluta júnímánaðar. Fulltrúa
Abessiníu liefir verið boðið að
taka þátt í ráðsfundinum í dag.
(NRP. — FB.).
Frakkneska stjórnin vill hafa
óbundnar hendur til þess að
taka afstöðu til þeirrar ákvörð-
unar ítala, að gera Abessiníu að
hjálendu.
Osló, 11. maí.
Frakkneska rikistjórnin hélt
fund í gær, sem stóð yfir í þrjár
klukkustundir samfleytt. Á
fundinum var tekin ákvörðun
um að tilkynna ítölsku rikis-
stjórninni, að Frakkland áskilji
sér fullan rétt í öllu, þegar að
því komi, að ríkisstjórnin taki
London í morgun.
Frá Madrid er símað, að at-
höfnin í þjóðþinginu, er Manuel
Azana vann forsetaeið sinn,
hafi verið hin, hátíðlegasía.
Vann liann eið að því, að liann í
ríkisforsetaembætti sinu skyldi
i öllu fura samkvæmt ákvæðum
stjórnarskrárinnar og laga, sem
ekki bryti í hág við ákvæði
London í morgun.
Herflutningar frá Egiptalandi
til Palestina eru byrjaðir sökum
þess, að Bretar óttast að til
frekari óeirða kunni að koma
þar, en að undanförnu hefir ver-
ið óeirðasamt þar í landi, vegna
ósamkomulags milli Móham-
eðstrúarmanna og Gyðinga og
lenti í blóðugum skærum. Við
umræðurnar um utanríkismálin
í neðri málstofunni í gær var
vikið að þessu máli og var því
Refsiaðgerðunum haldið áfram.
ítalir hafa í hótunum við Þjóða-
bandalagið.
Oslo í dag.
Ráð Þj óðabandalagsins liefir
ákveðið að fresta Abessiniumál-
inu til auka-fundar 15. júní.
Fulltrúi Abessiniu tók þátt í ^
ráðsfundinum í gær og mót-
mælti Aloisi barón því. Refsi-
aðgerðunum gegn Ítalíu verður
haldið áfram fyrst um sinn og
hafa ítölsku blöðin í hótunum
við Þjóðabandalagið og segja,
afstöðu til þeirrar ákvörðunar
Itala, að lýsa yfir innlimun
Abessiníu í ítalska ríkið.
Smáþjóðirnar í Norður-Evrópu
og Þjóðabandalagið.
Osló, 11. maí.
Koht, utanríkismálaráðherra
Noregs, sem dvelst í Genf um
þessar mundir, flutti ræðu í
gær, sem var útvarpað. Hann
sagði, að á fundi hinna hlut-
lausu ríkja, sem haldinn var i
Genf á laugardag, hefði náðst
samkomulag um það, að smá-
ríkin skyldi vera áfram í Þjóða-
bandalaginu, og aö nkin í Norð-
ur-Evrópu ætti framvegis að
lialda því sæti, sem þau nú hefði
í ráði handalagsins. Fulltrúi
Danmerkur gengur úr ráðinu í
haust er kosið verður í það á
ný, og er þess þá vænst, sagði
Koht, að fulltrúi frá Sviþjóð
verði valinn í hans stað og kem-
ur hann þá fram fyrir hönd
allra Norður-Evrópuríkjanna.
(NRP. — FB.).
hennar.
Að athöfninrii í þjóðþinginu
lokinni baðst Barcias forsætis-
ráðherra lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt.
Azana hóf í morgun viðræð-
ur við stjórnmálaleiðlogana um
myndun nýrrar stjórnar. —
(United Press. — FB.).
lýst yfir fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar, að vegna ástandsins í
Palestina liefði verið ákveðið að
flytja þrjár herdeildir frá E-
giptalandi til Palestina. í her-
deildum þessum eru eingöngu
hermenn frá Bretlandseyjum.
— í umr’æðunum um utanríkis-
málin var og rætt um þá á-
kvörðun ítölsku stjórnarinnar,
að gera Abessiniu að ítalskri
hjálendu. (United Press—FB).
að ítalir muni ekki ganga til
samninga fyrr en refsiaðgerð-
irnar séu afnumdar. (NRP—
FB).
Blóðugt verkfall í New York.
New York í dag. FB.
Sjómannaverkfall er hafið í
New Yorlc og er þátttaka í þvi
ekki almenn enn. Til blóðugra
óeirða hefir komið milli sjó-
manna og lögreglunnar. Iiefir
hún handtekið um 250 sjómenn,
sem þátttakendur eru í verkfall-
inu. (NRP).
Hætt er við að mörgum
manninum verði það vonbrigði,
hversu stjórn og þing hefir snú-
ist við liöfuð-málefnum þjóðfé-
lagsins á þessum óvenjulegu
örðugleikatímum. Annað atr-
iði, sem og mun valda sárum
vonbrigðum, er það, að ekki
skuli hafa verið við það staðið,
er heitið var á þingi í fyrra, að
lélt skyldi af lollum þeirn og
sköttum, sem þá voru á lagðir
til viðbótar því sem fyrir var.
Því var þá heitið, að þessar nýju
álögur skyldi að eins heimtaðar
eitt ár, þ. e. árið sem nú er að
liða. — Þessu var heitið statt og
stöðugt, svo sem menn muna.
Stjórnarandstæðingar gerðu
sér að vísu litlar eða engar vonir
um, að við loforðin yrði staðið.
Og þeir létu þá skoðun sína í
ljós, bæði á þingi og í blöðum.
Við það æstust stjórnarliðar og
sögðu sem svo, að þelta væri á-
stæðulaus ótti. Það mundi sann-
ast á sínum tíma, að stjórnin
stæði við orð sín.
Það er nú komið á daginn, að
loforð liennar í ]>essuni efnum
hafa verið fals eitt. Stjórnar-
flokkarnir liafa samþykt, að
slaka í engu til. Hinir óbærilegu
tollar og skattar verða heimt-
aðir — eða reynt að heimta þá
— alt árið 1937 og vafalaust
miklu lengur.
Stjórnin og flokkar hennar
hafa Iítið til þess gert, að létta
atvinnuvegunum vonlitinn róð-
ur. Hilt mun heldur, að þar
liafi ríkt hið mesta kæru-
leysi. Bændur þykjast lcenna
allmikils kulda í sinn garð úr
stjórnarherbúðunum, enda vart
við öðru að búast, er höfuð-
óvinir þeirra, socialistar, eru
öllu ráðandi i stjórn og á þingi.
Framsóknar-væflurnar eru bara
ómerkilegar og þægar undir-
tyllur, eins og menn vita. —
Bændum er Ijóst, að afurða-
sölu-löggjöfin liefir ekki orðið
þeim að neinu gagni, heldur
þvert á móti. Það er ekki sakir
þess, að löggjöf, sem fer í svip-
aða átt, gæti ekki orðið til bóta,
ef vel væri á lialdið. En bæði
kjötsölulög og mjólkursölulög
hafa verið framkvæmd með
hagsmnni annara en framleið-
anda sjálfra fyrir augum. Soci-
alistar liafa þar tögl og haldir
og þessvegna hefir bændum
ekki notast að afurðasölulögun-
um á nokkurn hátt. Fram-
kvæmd þessarar löggjafar hefir
verið svik við bændur.
Fisícsölumálin liafa stjórnar-
flokkarnir sölsað undir sig og
liafa þeir þó eklci hið allra
minsta vit á neinu því sem að
útgerð Iýtur. Olíusali einn hefir
verið gerður að æðsta ráði þar
í sveit! Hann er socialisti eða
kommúnisti — eflir atvikum —
og ærið traust-lítill að vonuni.
— Hann er gerður að formanni
fiskimálanefndar, vafalaust
samkvæmt eigin kröí'u. Þvi
starfi fylgja allmikil laun.
Það er nú talið, að 17 —
seytján— menn stjórni fisksölu-
málunum. Nægja mundi að
hafa menn þessa helmingi færri
að minsta kosti. Við það mundi
sparast í launum 50—60 þúsund
krónur. En enginn veit hvert
tjón sumir þessara manna
kunna að gera. Það getur orðið
ómetanlegt. Vitanlega hefði
átt að fela stjórn „Sölusam-
bands íslenskra fiskframleið-
enda“ allar framkvæmdir í
fisksölumálunum, því að þar er
reynslan og þekkingin. Og
sennilega hefði orðið affara-
sælla og öruggara fyrir þjóð-
ina, að setja formann fiskimála-
nefndar og félaga lians hina
rauðu í nefndinni á eftirlaun,
heldur en að láta þá vera að
vasast í málum, sem þeir hafa
ekkert vit á að stjórna. —
Sölusambandið (S. í. F.) lief-
ir reynst vel og unnið ágætt
starf. Og því hefði áreiðanlega
verið best treystandi til þess, að
stjórna fisksölumálunum af
skynscmd og hagsýni. —
En við það var ekki komandi.
Rauða liðið, bitlinga-gráðugt og
fávíst um öll útgerðarmál,
ruddist inn í stjórn fiskimiál-
anna og gleypir þar stórfé i
laun fyrir störf, sem það er
ekki fært um að leysa sóma-
samlega af hendi.
Það er hinn mesti voði, eins
og allir vita, að fá þekkingar-
lausum of urkappsmönnum mik-
ilvöld i liendur,því að’þeir verða
æfinlega til tjóns. Og þvi hættu-
legra er þetta þess meira sem
við liggur, að vel sé unnið.
Fiskaflinn liefir verið mjög
lítill það sem af er þessu ári.
Vertíðin hefir brugðist. Afli sá,
sem á land hefir komið síðan
um áramót, er liklega helmingi
minni en á sama tíma i fyrra.
Það er því bersýnilegt, að höfuð-
útflutningsvara landsmanna
muni verða mjög lítil í ár, sam-
anborið við það, sem verið hefir
að undanförnu. Erlendur gjald-
eyrir, sem til fellur á árinu,
verður þvi sennilega með lang-
minsta móti. Það mun því reyn-
ast svo, að örðugt verði að
standa í skilum við erlcnda lán-
ardrotna. —
Skuldir landsins erlendis —
opinberar skuldir, þ. e. skuldir
ríkissjóðs og bæjarfélaga, og
skuldir einstakra manna og
verslunarfyrirtækja — eru nú
sagðar nema fast að eða jafnvel
fullum 100 — eitt hundrað —
miljónum króna. Það er ótrú-
legt, að þessi litla og fátæka
þjóð skuli vera orðin svona
stórskuldug, en satt er það
samt, því miður. Það mun því
láta nærri að buið sé að safna
erlendis skuldum sem nema ná-
lega 1000 — eitt þúsund — kr.
á hvert einasta mannsbarn á
landinu!
Þetta er svo ægilegt, að engu
tali tekur. Og hvernig á örsnauð
þjóð, að standa strauin af því-
líkum ósköpum og greiða að
fullu — með vöxtum og vaxta-
vöxtum!
En með þennan voða fyrir
augum ærslast stjórnarflokk-
arnir áfram á eyðslubrautinni,
líta hvorki til hægri né vinstri
og hegða sér eins og vitfirring-
ar!
Það getur hugsasl, að þjóðin
sé ekki búin að átta sig á því enn
þá til fullrar hlítar, livernig
með hana hefir verið farið, síð-
an er sjálfstæðismenn létu af
völdum sumarið 1927.
Iiún hefir að vísu nú þegar
orðið fyrir miklum vonbrigð-
um, en hún mun ckki — enn
sem komið er — liafa gert sér
ljósan til fulls hinn ægilega
voða, sem fyrir dyrum stendur.
Svo er að sjá, sem nú sé farið
að rofa til í nágrannalöndunum
óg víðar um heim. Kreppu-
vandræðunum er heldur tekið
að linna, þó að hægt fari. —
En hér syrtir alt af meira og
meira. —
Glímufélagið Ármann
heldur skemlifund annað
kvöld i Iðnó (uppi). Er þetta
síðasti fundurinn á starfsárinu,
og verður þar til skemtunar
söngur, upplestur o. fl. Fundur-
inn hefst kl. 9. —
Síðdegis í gær var Yísi skýrt
frá því, samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum, að ríkisstjórn-
in væri búin að síma út til kon-
ungsstaðfestingar bráðabirgða-
lög um breyting á stjórn Síld-
arverksmiðja ríkisins.
Var þelta gert i gær, sam-
kvæmt því, sem heimildarmað-
ur blaðsins sagði. Þessi ráðstöf-
un stjórnarinnar, rétt eftir að
þingið er farið heim, er ótvíræð
sönnun þess, að liún liefir ekki
treyst sér lil þess að koma gegn-
um þingið breytingum þeim,
sem nú liafa verið gerðar.
Er hér um gerræði að ræða,
sem ekki mun dæmi til í þing-
sögu íslendinga. Framsóknar-
menn vilja fá aukin völd í verk-
smiðjunum. Fulltrúar socialista
í stjórn verksmiðjanna lögð-
ust á móti fyrirætlunum fram-
sóknarmanna. Framsóknar-
menn voru æfir yfir brottvikn-
ingu Jóns Gunnarssonar verkfr.
og ráðningu Gísla Halldórsson-
ar sem framkvstj. Nú hafa
framsóknarmenn haft sitt fram,
með því að lióta socialistum
þingrofi og nýjum kosningum.
Fulltrúum socialista i verk-
smiðjustj. var skipað að segja
af sér og svo voru bráðabirgða-
lögin gefin út. Úrsögn Jóns
Sigurðssonar og Páls Þorbjarn-
arsonar var notuð sem átylla.
í verksmiðjustjórninni voru
auk Jóns og Páls, Sveinn Bene-
diktsson og Jón Þórðarson,
kjörnir af þingflokki sjálfstæð-
ismanna, og Þormóður Eyjólfs-
son, sldpaður af atvinnumála-
ráðherra.
—a—
Bíldudal, 10. maí. — FÚ.
Ær gengur af með dilkum
sínum.
Ær ein tvilembd, sem Guð-
mundur Ólafsson í Bildudal átti,
gekk af í vetur með báðum
lömbunum. — Var hún um
tíma í klettahlíð þeirri er Skor-
ur nefnast, og treystist þá eng-
inn að ná henni sakir svella og
annars farartálma, og var hún
i fjallinu í allan vetur. Þann 27.
apríl var hún sótt og er ærin nú
borin og tvílembd á ný. Allar
kindurar voru vel feitar eftir
ástæðum.
11. mai. FÚ.
Mikil Selveiði við Oddbjarnar-
sker og Selsker á Breiðafirði.
Bændur úr Flatey og Hergils-
ey veiddu um sumarmálin 58
seli, á tveim skerjum í Breiða-
firði, þar af 34 síðasta vetrar-
dag á Oddbjarnarskeri og 24
fyrsta sumardag á Selskeri í
Flateyjarlöndum. Nokkru aður
veiddu bændur úr sömu eyjum
22 seli í einni véiðiför, sem fyr
er gctið. AIls eru þetta 80 selir
og muna menn ekki slíka veiði
um þetta leyti árs. Selir þessir
voru „lagðir inn“ eins og Breið-
firðingar orða það. —
Símahleranirnar.
Fundur var lialdinn í Stúd-
entafélagi Reykjavíkur í gær-
kveldi til þess að ræða um liler-
anamálið og lióf Bjarni próf.
Benediktsson umræður. Enginn
maður mælti lileranastarfsem-
inni bót, nema ef telja skyldi
einn Tímamann, sem virtist
liafa einhvern hug á því, að
verja hið þokkalega athæfi.
Ákveðið er, að Finnur Jóns-
son og Þorsleinn M. Jónssou
verði skipaðir i stjórn verk-
smiðjanna, en óráðið um þriðja.
mann.
Þetla tiltæki stjórnarinnar og
floklca liennar var með öllu á-
stæðulaust og mun eitt hið svi-
virðilegasta, sem dæmi finnast.
tik
-----o----
I fyrra var verð á síldarlýsf
miklu lægra heldur en það er
nú. Síldarverksm. ríkisins seldu
í fyrra mikið af sínu síldarlýsi
fyrirfram fyrir £ 10—0—0 pr*
smál. Núverandi verksmiðjustj.
er búin að selja mikinn hluta
lýsisins af þessa árs framleiðslu
íyrir £ 17—10—0 pr. smál. 1
fyrra 'fekst um kr. 9.00 verð-
mæti upp úr einu síldarmáli,
og ákvað þáverandi verksmiðju-
stjóm að greiða kr. 4.00—4.50
•fyrir málið, en með því verði
sem verksmiðjurnar hafa nú
selt fyrirfram mjöl og lýsi,
nemur verðmæti afurðanna úr
einu rnáli um kr. 11.80. Þess
vegna hefir það verið talið sjálf-
sagt, að verð á hrásíldinni
myndi hækka sem svarar hækk-
uninni á afurðaverði verksmiðj-
anna, sem er um kr. 2.80 á mál-
ið, og nú verði greitt kr. 6.00—
7.00 fyrir málið.
Hinni nýju stjórn er ætlað að
hætta að kaupa síldina föstu
fyrirfram ákveðnu verði, eins
og hingað til hefir verið gert, en
taka við síldinni til vinslu og
greiða út á hana hluta af áætl-
unarverði, eins og síldareinka-
salan gerði forðum.
Fyrstl
kn attspyrnnka p|i Iei kur
ársins fer fram í lcveld á I-
þróttavellinum. Eru það hin
góðkunnu félög, K. R. og Valur,
sem leiða saman liesta sína í
fyrsta sinn á sumrinu og fer
kappleikurinn fram í tilefni af
25 ára afmæli Vals, sem var í
gær, 11. maí. — Hvorugt liðið
mun vera fullþjáll'að énnþá, en
nokkuð mun þó mega ráða af
úrslitum þessa leiks, livernig
knattspyrnumótin rnuni fara í
sumar. Eins og kunnugt er, hafa
Valur og K. R. verið sterkustu
félögin á mörgum undanförn-
um knattspyrnumótum, og hef-
ir baráttan ætið verið hörðust
á íslandsmótinu, sem er aðal-
knaltspyrnumót ársins. Er oft-
ast mjótt á mununum milli
þeirra, og munar sjaldan nema
einu marki. Hafa þau skift
Iiróðurlega á milli sin vinning-
unum á síðustu sex íslandsmót-
um, eða síðan Valur vann það
í fyrsta sinni (1930) og að því
meðtöldu. Sem stendur eru
Vals í nenn íslandsmeis tarar.
Þeir unnu titilinn i fyrra og
sigruðu þá K. R. sem lcunnugt
er, með 1—0, eftir f jörugan leik.
í fyrrahaust reyndu þau aftur
með sér og vann Valur enn, nú
með 2—1. K. R.-ingar eru vaslc-
ir menn og kappsamir og munu
því liafa fullan liug á að sigra í
kveld og jafna metin, en fslands-
meistararnir mun lieldur elcki
láta sitt eftir liggja. Þeir munu
vafalaust gera sitt besta til að
þessi afmælishátíð mætti verða
sem stórfenglegust, og væri nýr
sigur yfir K. R. alveg tilvalin af-
mælisgjöf.
Kappleilcurinn hefst kl. 8 í
Stj órnarskifti á Spáni.
Azana vann embættiseið sinn í gær. — Barcias-
stjórnin hefir beðist lausnar og á Azana nú viðræð-
ur við leiðtoga flokkanna um myndun nýrrar stjórn-
ar.-
Bretar senda heriið til
Palestioa.
Þrjár herdeildir hafa verið sendar til Palestina frá
Egiptalandi, vegna ósamkomulags milli Gyðinga og
Araba. 1 herdeildum þessum eru eingöngu menn frá
Bretlandseyjum.
Utan aí iandi