Vísir - 18.05.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 18.05.1936, Blaðsíða 4
VlSIR ÁfSotf qs rysklnpr í Keflavffc. Fjórir lögregluþjónar sendir héöan úr bæn- um, lögregluþjóninum í Keflavík til aðstoðar. Verstu óróaseggirnir fluttir til Reykjavíkur og settir í gæsluvarðhald. A'ðfaranótt sunnudags var haldin skemtun í Keflavík. Var •drykkjuskapur mikill um kveldið og nóttina á samkomu- staðnum og í nánd við hann. Lögregluþjóninum i þorpinu, Lárusi Salómonssyni, þótti ráð- legast að slíta samkomunni, vegna framkomu þeirra, sem ölvaðir voru, en afleiðingin af tilkynningu Lárusar um sam- Ötan aí íandi —o— 16. maí. FÚ. Hvalveiðaskipið Estella kom til Tálknafjarðar síðast- liðna nótt með fyrsta hvalinn. Var hann um 60 fet á lengd. 16. maí. FÚ. Slys. Það slys vildi til á Norðfirði i morgun að skot reið af byssu, og lenti það i liandlegg á Jóni Einarssyni frá Hjáleigustekk í Norðfirði og olli allmiklu sári i olnbogabót. Læknir batt um sárið og liður sjúklingnum nú sæmilega. Ódýrt gegn staðgreiðslu. Kaffi 0. J. & K. 0.90 st. Export L. D. 0.65 stk. Smjörlíki, allar teg. 0.75 stk. Kartöflur, valdar, 0.30 kg. Strausykur 0.45 kg. Molasykur 0.55 kg. Matarkex 0.75 i/2 kg. — Grettisgötu 57 og Njálsgötu 14. ■VInnaH komuslit varð til þess, að heill liópur manna réðist á hann. Lárus er maður sterkur vel, sem kunnugt er, og varðist hann árásarmönnum vasklega. Hann skrámaðist nokkuð í andliti í viðureifjninni við of- stopamennina, sem rifu ein- kennisbúning hans allmjög. Að lokum komst Lárus í síma og hringdi hann þá til lögregl- unnar í Reykjavík og bað hana um aðstoð. Voru þá sendir 4 lögregluþjónar héðan Lárusi til aðstoðar. Fluttu þeir fjóra af árásarmönnum Lárusar, þá er æstastir voru, til Reykjavíkur. Voru þeir settir í gæsluvarð- hald, er hingað kom. Ræjarfógetinn í Hafnarfirði, Valdimar Stefánsson, settur, fór til Keflavíkur i dag, til þess að rannsaka þetta mál. Hreingerningar. Sími 4036 og 4463. (1412 Telpa 14—15 ára óskast strax Hverfisgötu 42. (1384 Stúlka óskast til inniverka í sveit; sömuleiðis drengur 12— 14 ára. Uppl. Barónsstíg 25, III. liæð, eftir kl. 7. (1407 Stúlka óskast strax. Uppl. Suðurgötu 2, eftir kl. 7 e. h. (1363 9Z.CI) 'uoA IuuI8uqi°í>I í 'lddQ ■jnrans So joa i npuni n>i>[oid qb iii isb>jso buo>i urgjonn^ Þeir, sem vandlátir eru með loftþvottinn, hringja i sima 3657. (925 Saumastofan, Hafnarstr. 22 saumar kven- og barnafatn- að eftir nýjustu tísku. - Stúlka óskast strax að Hró- arsdal í Mosfellssveit. — Uppl. Jón Bjarnason, Aðalstræti 9. (1415 Telpa, 11—12 ára, óskast til að vera með tvo stálpaða drengi. Simi 2176. (1397 Telpa óskast til að gæta barna á Fálkagötu 13. (1391 Uöglingsstúlka óskast til að gæta barna. Uppl. Grettisgötu 53. (1392 Permanent fáið þér best í Venus, Austurstræti 5. Sími 2637. (2 SOÍSOWOOOÍSGOÍJtíOÍÍOíÍOOOÍXÍÍÍÍSÍÍÍ Unglingsdðit;a | i; I 14-16 ára óskast í létta vist hálfan eða allan daginn. Þarf að geta sofið heima. Uppl. Aðalstræti 18 (Upp- sölum) annari hæð. — í; ð tHPÁD'FUNDIf)] Karlmanns-vasaúr tapaðist s. I. laugardag, að likindum í Skólavörðuholtinu. A. v. á. — (1388 Páfagauksfugl tapaðist í morgun frá Bankastræti 6, uppi. Skilist þangað. (1409 Tapast hefir kventaska á Laugaveg eða Bergstaðastræti. A. v. á. (1368 KHUSNÆtiiI TIL LEIGU: 2 herbergi og eldhús til leigu nú þegar á Kirkju- torgi 4. Uppl. i Húsgagnav. v. Dómkirkjuna. Sólrikt forstofulierbergi til leigu á Bergstaðastræti 56, mið- hæð. (1381 1—2 herbergi til leigu. Uppl. Kárastíg 10. (1385 2ja lierbergja íbúð til leigu strax eða um næstu mánaða- mót. Uppl. í síma 4024, milli kl. 5 og 6. (1389 Þægileg íbúð til leigu á Berg- staðastræti 57, sími 1806. (1390 Ódýrt herbergi til leigu með öllum þægindum. Uppl. í síma 3965. (1393 Forstofustofa til leigu og loftherbergi með eldunarplássi. Uppl. í síma 1306. (1394 Herbergi til leigu á Hverfis- götu 16. Leiga 20 kr. (1395 Ódýr loftíbúð til leigu. Uppl. eftir kl. 7 á Amtmannsstíg 4. (1400 Góð íbúð, 2 lierbergi og eld- hús, til leigu. Uppl. Grundarstíg 2 A. (1401 Skemtileg stofa til leigu. — Uppl. Grundarstíg 2 A. (1402 2 eða 3 herbergja íbúð og eins manns herbergi til leigu nú þegar eða síðar í Vonarstræti ! 12. Uppl. í síma 3849. (1403 ! Góð 2—3 lierbergi og eldliús til leigu. Uppl. í síma 2094. — (1405 Herbergi til leigu. Uppl. í síma 4477. (1406 Til leigu falleg kjallarastofa með ljósi og liita fyrir eldri mann eða konu gegn lijálp í húsi. Hverfisgötu 32, simi 3454. (1408 Herbergi til leigu í miðbæn- um með gasi. Uppl. Veltusundi 1, efstu hæð, kl. 5—7. (1410 íbúð til leigu, 3 lierbergi og eldhús, með öllum þægindum. Sér miðstöð. Verð 125 kr. á mánuði. Uppl. Njálsgötu 8 B. — (1411 Sólrikar stofur, önnur minni, bin stærri, til leigu nú þegar. Upplýsingar Hverfisgötu 53. — (1365 Til leigu ódýrt herbergi með þægindum fyrir einlileypa. — Sími 2743. (1375 Gott herbergi með öllum þægindum til leigu á Bárugötu 5. Uppl. í síma 4244. (1377 j Stór, sólrík stofa með for- stofuinngangi til leigu á Ás- vallagötu 5. Sömuleiðis litið þakherbergi. (1378 1 Sólrík 2—3 herbergja íbúð til leigu í Vesturbænum. Tilboð, merkt: „Sólrík“, sendist Vísi. (1380 : Stofa og eldhús til leigu. Þor- valdur Sigurðsson, Barónsstíg 12. — ^________________(1326 Stofa, sólrik, með sérinngangi ! til leigu, með eða án húsgagna. Bergstaðastræti 14, 2. hæð. — | (1328 j 2 herbergi og eldhús til leigu. Blönduhlíð við Hafnarfjarðar- veg. (1370 Forstofustofa, með eldhúsað gangi til leigu. Sími 4692. (1404 ÓSKAST: Herbergi með þægindum ósk- ast strax í austur- eða miðbæn- um. Uppl. síma 1257. (1382 --- ' Nýgift hjón óska eftir einni stofu og eldhúsi. Uppl. í síma 2668 frá kl. 6—lx/2 í kveld. — (1383 Vantar 2—3 herbergja, í ný- tísku ,ibúð 1. okt. Tvqnt reglu- samt í lieimili. Mikil fyrirfram- greiðsla fáanleg. Tilboð merkt „lbúð“ sendist Vísi. (1366 f^TuGLlsíNGA® FYHJjT"* IfjAFNARFJ mm. 150 eggja Closter-útungunar- vél og fósturmóðir í ágætu standi til sölu nú þegar. Uppl. í síma 9125. (1399 tTIUOfNNINGARl Sundhöllin á Álafossi er nú aftur opin alla daga frá 9 árd. lil 9y2 síðd. Best að baða sig í sundlaug Álafoss. (1261 LEICA Ódýrt verkstæðispláss til leigu. Laugavegi 64. Sími 1618. (114 Stúkan VERÐANDI. Fundur á morgun. Sýndur sjónleikur o. fl. — (1396 FÆDi MATSALA Spítalastíg 6 (uppi). Fæði fæst á Ránargötu 8. (980 Sel gott fæði, 60 kr. pr. mán- uð. ■—- Eyjólfur Kristjánsson, Baldursgötu 16, sími 1569. —- (1280 Get bætt við nokkurum mönnum í fæði. Jensína Guð- mundsdóttir, Ingólfsstræti 6. (1206 ÍKAUPSKAPURl Góður barnavagn til sölu, ódýrt, Njálsgötu 72, uppi. (1414 Tökum að okkur að selja handavinnu, svo sem hekl og prjón og útsaum. Lækjargötu 8. Sími 4940. Tískan. (1109 xsísoísooooííoooooííooísííísoooíj; r 8 ^ Óstoppaðir körfustólar, g B verð 18,50. Vöggur, þvotta- J? g körfur, bréfakörfur frá « I 2-75- — | K:örfu*eröín. | xso;s;soo;sooooooo;skooc>oo;so;ss Hin marg eftirspurðu lög, South American Joe og Rio- bamba, með íslenskum texta, fást í Hljóðfærahúsinu. (564 Barnavagn og rúmstæði til sölu á Leifsgötu 7 II. liæð. (1386 Mótorhjól í góðu standi til sölu. Uppl. á Lokastíg 25, milli kl. 7—8. (1387 .. Mj®g góður reiðhestur til sölu. Uppl. í síma 1258 og eftir kl. 8 í 2180. (1398 Steinliús, xneð tveimur jöfn- um liæðum, óskast keypt. Helst með öllum þægindum. Uppl. í sima 4938, milli 4 og 6. (1413 Nokkrir kjólar, sem hafa lit- ast lítilsháttar upp, seljast með sérstöku tækifærisverði á Saumastofunni, Laugavegi 12. Sími 2264. Inngangur frá Berg- staðastræti. (551 Barnavagn til sölu Miðstræti 6, niðri. (1362 STÚLKUR. Sumarhattarnir eru viðkvæm- ir. Komið þið í Þingholtsstræti 3 (kjallarann) og þar fáið þið Ilattastatív. (1364 Borðstofuborð til sölu með tækifærisverði á trésmíðavinnu- stofu Lofts Sigurðssonar, Lauf- ásvegi 2. (1367 Barnakerra óskast Hellu- sundi 7. (1369 Ungt páfagaukspar, ásamt búri, til sölu. Bankastræti 3. (1371 Seljum nokkura kvenfrakka Verð frá 50—85 kr. Guðm. Guð- mundsson, dömuklæðskeri, Bankastræti 7, yfir Hljóðfæra- húsinu. (1372 Smábarnatau, telpukápur, sæn,gurfatnaður, gardínur o. fl. saumað á Óðinsgötu 4, miðhæð. (1373 Karlmannahattabúðin, Hafn- arstræti 18 (næstu dyr við Kjöt- búðina Herðubreið). Tekur gamla hatta til viðgerðar. Að eins liandunnin vinna. Selur nýja hatta o. m. fl. (1374 30 ung hænsni til sölu (livitir ítalir). Uppl. Ánanaustum E. (1379 Utvega ódýra sumarkjóla og fallegar kvenblússur. Lækjar- götu 8. Sími 4940. Tískan. (1108 Pantið í tíma, í síma 3416. — Kjötverslun Kjartans Milner. (757 FÉLAGSPRENTSMIÐ J AN KRISTALSKLÓ. 22 stofa og setustofa, og voru þau jafnvel betur bú- in að húsgögnum, en herbergin á liæðinni fyrir neðan.“ „Mr. Graydon sagði hlæjandi, þegar liann fór héðan,“ sagði Mr. Belton, „að hann kynni að kvongast bráðlega, en ef ekki yrði af því mundi hann koma til okkar aftur. Hann sagði mér, að hann ætlaði til Noregs á lystisnekkju með -nokkurum vina sinna, og síðar mundi hann Tara til Monlreal, í heimsókn til ættingja sinna þar.“ „En það, sem er einkennilegt við þetta alt saman , Mr. Belton, er það, að sá maður, sem eg er að leila að, Stanley Audley, virðist vera eng- inn annar en Mr. Graydon.“ „Það er mjög einkennilegt. Mr. Graydon hlýtur að hafa notað nafn Mr. Audley’s.“ „Þetta er alt saman dularfult i meira lagi,“ sagði eg. „Eg væri yður þakklátur, ef þér vilduð segja mér frekara frá Mr. Graydon. Hvert var skírnarnafn hans, meðal annara orða? Og hve nær sáust þið síðast?“ „Philip. IJann fór héðan í septembermánuði síðastliðnum.“ „Og unga stúlkan, sem kom til hans?“ „Hún var vissulega af góðum ættum og heið- arleg stúlka. Sannast að segja hefi eg haldið, að eg hafi séð hana fyrir nokkurum árum. Hún var þá, að eg hvgg, meðal gesta hjá lafði Went- brook, en eg var þá bryti hjá henni. En hvað sem því líður, þetta var heiðarleg og góð stúlka.“ „Og Mr. Graydon — var — heiðursmaður?“ „Vissulega. Eg gæti ekki svarið fyrir Mr. Audley. Þeir voru vinir. Annað veit eg ekki.“ „Þér óluð nokkurar grunsemdir í garð Mr. Audley — og yður þótti ekki miður, þegar hann fór?“ „Alveg rétt til getið, herra minn.“ „En — að því er Graydon snertir. —“ „Okkur þólt leitt, þegar liann fór. Konunni minni þótti vænt um hann. En hún sagði alt af, að liann mundi í öllu lúta vilja Mr. Audley.“ Þekkið þér mann að nafni Harold Rulhen?“ spurði eg og tók smámynd úr vasabók minni og sýndi Mr. Belton. Myndin var áf lióp skaula- nanna á svellinu í Múrren og var Ruthen einn i liópnum. Belton alhugaði myndina vandlega og sagði því næst: „Já. Hann hefir komið hér. Hann var vinur Mr. Audley. En eg veit ekki hvað hann heitir. Mig rámar eitthvað i, að þeir hafi kallað hann Rutley eða svipuðu nafni.“ „Þekti Mr. Graydon hann?“ „Nei, herra, ekki svo eg viti. Hann kom hér einu sinni og var hjá Mr. Audley, en Graydon var þá á veiðum í Skotlandi. En við skulum fara niður og sýna konunni minni myndina. Hún hefir betra minni en eg.“ Við fórum því næst niður í kjallaraíbúðina og eg átti langt tal við Mrs. Belton, sem hafði verið lengi herbérgisþerna hjá auðugu fólki. Hún virlist kona hyggin ög athugul. Viðræður mínar við þau hjón leiddu í ljós nokkur furðuleg atriði, sem öll gerðu leyndar- málin um hvarf Stanley Audley enn furðulegri og meira ógnvekjandi. Eg vissi nú: 1) Að Philip Graydon, af einhverjum orsök- um, sem eg ekki vissi deili á, hafði notað nafn Stanley Audley, en Audley notaði nafn Gray- dons. 2) Að ferðalög þessara manna beggja voru grunsamleg. 3) Að Harold Ruthen, einnig kallaður Rutley, þekti bæði Stanley Audley og Philip Graydon. 4) Thelma hafði gifst manni þeim, sem í raun og veru var Philip Graydon, þótt hann notaði nafnið Stanley Audley. Þegar eg gekk eftir Half Moon Street til Piccadilly þetta dimma vetrarkvöld var mér ljóst, að eg hafði aflað mér mikilvægra upplýs- inga, en málið alt var dularfyllra í augum mín- um en nokkuru sinni áður. VI. Dansklúbburinn — „The Ham-Bone Club“. Nokkurum dögum síðar bar svo til, að einn viðskiftamanna okkar, Powell að nafni, sem við höfðum verið að annast fyrir allerfið viðskifti, þ. e. veðsetningu á lndspildu í Essex, bauð mér ásamt konu sinni til miðdegisverðar á Sa- voygistihúsi. Við sátum í horni skamt frá þar sem hljóm- sveitin var og í borðsalnum stóra var hvert sæti skipað. Sovrani, yfirþjónninn, þekti okkur öll mjög vel og hann liafði sjálfur eftirlit með því, að við fengjum liina ágætustu rétti og af- greiðslu. Að miðdegisverði loknum stakk Mxs. Powell upp á þvi, en hún var mjög skrautlega klædd, og ung kona og fögur, að við færum nið- ur í danssalinn. Gerðum við það og dönsuðum þar til kl. um liálfellefu. En þá sagði Powell alt í einu: „Við skulum fara i Ham-Bone klúbbinn.“ „Ham-Bone-klúbburinn. Hvar er bann?“ spurði eg. „Ó, sagði Mrs. Powell hlæjandi, „það er einn af skemtilegustu dansklúbbum borgarinnar, og mikill samkomustaður listamanna. Karlmenn- irnir, sem eru félagar, eru allir myndhöggvarar, listmálarar og rithöfundar. Stúlkurnar eru allar óháðar, vinna að gerð uppdrátta að kjólum, sýna nýjustu kjóla tískuverslananna, aðrar eru listmálarar, fréttaritarar blaða o. s. frv.. Það er alt félagslegt og skemtilegt fólk — og ekki valið af verri endanum, þvi að viss inntökuskilyrði verður að uppfylla.“ Maður hennar, Harry Powell samsínti henni. „Eg liefi aldrei heyrt þennan klúbb nefdnan á nafn,“ sagði eg. „Nú, menn fá þar ágætan miðdegsverð fyrir tvær og fimmtíu, en þér sjáið vitanlega papp- írsþurkur á borðum. Og á kvöldin getið þið karlmennirnir fengið aukarétt, óvanalegan og góðan — og eitthvað gott að drekka með.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.