Vísir - 19.05.1936, Blaðsíða 2
íwr»a
VlSIR
iímíw ' w-\wt^**rtct!arMHMnwBjijrrtwvjaswK«iii»>
Endu
bresku stjórnarinnar
Fyrir dyrum. —
Talið er víst, að í hinni endurskipulögðu stjórn
verði fleiri ráðherrar úr íhaldsflokknum en
nú — og að vilji íhaldsflokksins verði ráðandi
í stjórninni. — Aðstaða þjóðstjórnarverk-
lýðsmanna.
Ðelian nm
sí 1 dapver dí d
Verður Jónas Jónsson látinn kingja „stefnu
framsóknarmanna“ ogöllum„heilaspuna“ sín-
um og „þvættingi“?
London í morgun.
Klofningur er kominn i lið
þj óðst j órnar-verkalýðsflokksins
út af þvi, hvort halda skuli á-
fram refisaðgerðum eða ekki,
og hefir ágreiningur þessi leitt
til þess, að framtíð þessa flokks
er talin mjög í óvissu, einkum
að því er snertir aðstöðu hans,
ef til þess lcemur að Stanley
Baldwin beiðist lausnar og þjóð-
stjórnin verði endurskipulögð
eins og all-alment er búist við.
Það er jafnvel talað um, að
framtíð þjóðstjórnar-verklýðs-
flokksins sé í liættu út af hvaða
stefnu skuli taka í refsiaðgerða-
málinu. Allen lávárður af Hurt-
wood hefir béðist lausnar frá
störfum þeim, sem liann hefir
London. FB.
Ricliard D. McMillan, einn af
aðalfréttariturum United Press
sem að undanförnu hefir ferð-
ast fram og aftur um flest Ev-
rópulönd, til þess að kynna sér
vígbúnaðarframkvæmdir og á-
form, símar á þessa leið frá
Vínarborg:
Evrópuþjóðirnar hafa eins og
stendur 40.000 flugvélar, sem
hægt er að taka í notkun til
hernaðarlegra þarfa fyrirvara-
laust, ef styrjöld brýst út, en
100.000 æfðir flugmenn, stýri-
menn og vélamenn, bíða reiðu-
búnir eftir að „kallið“ komi.
En innan tiltölulega skamms
tíma — hálfs annars árs — fari
svo fram sem nú horfir, verð-
ur hernaðarflugvélafjöldi Ev-
rópuþjóða kominn upp í 100.-
000. — Innan misseris liafa eft-
irtöld 3 stórveldi, Frakkland,
Bretland og Sovét-Rússland
hvert um sig aukið hernaðar-
flugvélafjölda sinn um 2000.
Þessi stórveldi eignast á næsta
misseri samtals 6000 hernaðar-
flugvélar, enn hraðfleygari og
hættulegri hernaðartæki en þær
flugvélar, sem þau eiga fyrir í
þúsundatali.
Hermiálasérfræðingar full-
yrða, að vígbúnaðarkepnin í
lofti sé enn ekki komin i „full-
an gang“ — en svo muni brátt
verða og að innan hálfs annars
árs eigi herveldi álfunnar sam-
tals 100.000 flugvélar. Þá verð-
ur, samkvæmt spádómum ým-
issa hermálasérfræðinga, flug-
vélaframleiðsla ýmissa þjóða
álfunnar komin upp i það, sem
hún var mest á styrjaldarárun-
um eða 1000 á mánuði. Meðal
Evrópuþjóða hefir óttinn aldrei
verið meiri og tortryggnin og
þær treysta ekki því, að friðar-
gegnt í flokki þjóðstjórnarverk-
lýðsmanna, en hann var einn af
stofnendum flokksins, en mál-
gagn hans hefir birt árásargrein
á þjóðabandalagið fyrir með-
ferð þess á Abessiniumálunum.
Varð grein þessi höfuðorsök
þess, að Allen lávarður sagði af
sér. Óvissan er mikil meðal
þ j óðs t j órnar-verklýðsmanna
um aðstöðu þeirra, ef Baldwin
biðst lausnar, því að er þar að
kemur, er talið eigi óliklegt, að
ihaldsflokkurinn fái fleiri ráð-
hérra í liinni endurskipulögðu
stjórn en þeirri, er nú situr, og
að vilji íhaldsflokksins verði
ráðandi i stjórninni. (United
Press — FB).
viðleitni beri árangur. Þess
vegna vígbúast þær af kappi og
leggja aðaláherslu á að efla loft-
varnirnar.
Sem stendur er hernaðarflug-
vélaeign Breta, Frakka og ítala
16.000. En-þrátt fyrir þessa gif-
urlegu flugvélaeign hafa þessi
þrjú stórveldi að eins helmingi
fleiri flugvélar til notkunar í
hernaði en Þjóðverjar einir.
Sérfræðingar hér (þ, e. í Vín-
arborg) — sérfræðingar, sem
margsinnis áður liafa sýnt, að
þeir hafa farið mjög nærri um
mörg atriði vigbúnaðarmála
Þjóðverja, sem skýrslur greina
ekki frá — lialda því fram, að
í fyrra (i apríl) hafi hinn á-
hugasami loftmálaráðherra
Þjóðverja, Hermann Göring,
verið búinn að koma loftvörn-
um Þýskalands í svo golt og
skipulegt horf, að Þjóðverjar
höfðu þá 3.700 flugvélar til
notkunar i hernaði, þar af 2.100
til þess að gera árásir og varpa
niður sprengikúlum og 1.600 til
njósna og eftirlitsferða. Maurin
— frakkneski hershöfðinginn
— heldur því fram, að Þjóð-
verjar hafi komið frábærlega
góðu skipulagi á loftvarnir sin-
ar og þeir geti nú með litlum
fyrirvara liaft 8000 flugvélar
reiðubúnar til hernaðarnotkun-
ar. Það er enn tekið fram, að
Þjóðverjar hafi 8000 æfða flug-
foringja og að auki 52.000 menn
í flugliðinu (vélamenn og að-
stoðarmenn), en þar að auki sé
um 60.00 menn, sem sé æfðir í
flugi og svifflugi og allur þessi
skari muni reiðubúinn, ef kall-
ið komi.
Óttinn við nýja styrjöld hefir
leitt af sér, að í öllum flugvéla-
verksmiðjum álfunnar er nú að
kalla unnið dag og nótt. Hvar-
Jónas Jónsson sagði á dögun-
um, í dagblaði framsóknar-
manna, að breyting sú, sem rik-
isstjórnin, i trássi við allar þing-
ræðisreglur,hefir nú með bráða-
birgðalögum gert á stjórn síld-
arverksmiðjanna, liefði verið
nauðsynleg, fyrst og fremst til
þess að koma í fraHikvæmd
„stefnu framsóknarmanna“,
um rekstur verksmiðjanna. En
sérstefna framsóknarmanna i
þessu efni er sú, að þessar verk-
smiðjur rikisins taki síldina i
umboðssölu af útgerðarmönn-
um og sjómönnum, og greiði
við móttöku að eins liluta af
áætluðu verði. í fyrradag segir
vetna er leitast við að bæta fyr-
ir það, að ekki var unnið af
kappi á þessu sviði meðan ó-
friðarskýin voru lengra burtu
en þau eru nú.
ítalir voru svo á veg komnir
í fyrra, að hernaðarflugvéla-
framleiðsla þeirra var komin
upp í 300 á mánuði hverjum. í
ágúst 1935 áttu ítalir 3000 hem-
aðarflugvélar. I dag eiga þeir
um 5000. Mussolini sjálfur hef-
ir sagt, að Ítalía liafi 10.000
flugforingja reiðubúna til þess
að berjast, er styrjöld skelli á.
Frakkar eiga 5.400—6000
bernaðarflugvélar, en eins og
flugmálaráðuneyti þeirra sjálfu
er Ijósast, er talsvert af þessum
flugvélafjölda gamlar flugvélar.
1 lok yfirstandandi árs, sam-
kvæmt áætlunum, eiga Frakk-
ar 3000 nýjar árásar- og njósna-
flugvélar.
Samkvæmt opinberri breskri
skýrslu í mars s. 1. eiga Bretar
nú 1.700 nýjar liernaðarflugvél-
ar, en Bretar leggja nú mikið
kapp á, að efla loftvarnir sínar,
og talið er víst, að innan langs
tíma hafi þeir 4000 nýjar hern-
aðarflugvélar.
Sovét-Rússland er annað
mesta flugveldi álfunnar næst á
eftir Þjóðverjum. Hafa Rússar
sint flugmálunum af miklum
áhuga mörg undangengin ár.
Rússar eiga nú 5.360 hernaðar-
flugvélar og þeir lialda áfram
smiðí þeirra af liinu mesta
kappi. Fullýrt er, að Rússar
hafi 50.000 æfðum flugmönnum.
á að skipa. Allir flugmenn
Rússa eru æfðir í að nota fall-
lilífar. Þjóðverjar, Rússar,
Frakkar, Bretar og Italir liafa
nú ekki færri en 30.000 hernað-
arflugvélar samtals. En enn
liafa verið ótalin nokkur flug-
veldi, sem alls ekki er vert að
gera lítð úr. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem eg hefi fengið
frá Ludwig Ivromer, kunnum
austurrískum herdeildarfor-
ingja, eiga Pólverjar og Tékkó-
slóvakar 3000 flugvélar. Belgíu-
menn eiga 940 liernaðarflug-
vélar, Rúmenía nærri 1000,
flestar smíðáðar í Frakklandi,
Jugóslavía yfir 1000, Svíar, 500,
Spánn 500 og þegar hér við bæt-
ist flugvélaeign Hollands, Sviss-
lands, Búlgaríu, Tyrklands,
Finnlands, Lithaugalands, Ung-
verjalands og Austurríkis verð-
ur samanlögð hernaðarflugvéla-
eign álfunnar eins og stendur
um 40.000. Sum þessara rikja
mega ekki, samkvæmt friðar-
samningunum, eiga hemaðar-
flugvélar, en ákvæði hér að lút-
andi virðast hvergi vera virt
lengur. (United Press).
hann í sama blaði, að „allir
samkepnisforsprakkarnir“
(sjálfstæðismenn) leggi kapp á
„að koma verksmiðjunum á
höfuðið“ með þvi að láta þær
kaupa bræðslusíldina við á-
kveðnu verði. Eins og áður
lieldur liann þvi enn fram, að
„stefna framsóknarmanna“ sé í
þessurn efnum sú eina rétta, en
„ríkisreksturinn“, sem sjálf-
stæðismenn séu nú farnir að
hallast að, liljóti að leiða til
glötunar. En „hitt er annað
mál“, bætir liann svo við, „að
allar sögur íhaldsins um að við
framsóknarmenn liöfum nú í
velur sérstaklega barist fyrir
læklcun lirásíldarverðsins, eru
uppspuni. Um síldarverðið hef-
ir ekkert verið rætt eða áform-
að i sambandi við breytta
stjórnarhætti“ verksmiðjanna!
Svo svínbeygt liafa þeir sócí-
alistarnir nú formann fram-
sóknarflokksins! Eftir að þeir
hafa atyrt liann fjnir að fara
með „heilaspuna“ og „þvætting“
í sambandi við þetta mál, og
storkað honum með því, að
hann beri ekki að meta meira
en hvern annan óbreyttan
„stuðningsmann stórnarinnar á
Alþingi“, þá kúga þeir hann til
þess að kingja öllum „þvætt-
ingnum“ og „heilaspunanum“
og sjálfri „stefnu framsóknar-
flokksins14 í þokkabót!
Og hlutur þessa hrakta vesal-
ings batnar síst við það, þó að
hann vaði enn elginn um
„ágæti“ þessarar „stefnu fram-
sóknarmanna“, sem hann er að
hlaupast frá fyrir ofríki sócíal-
ista. Því ágætari sem hann
reynir að gera þessa stefnu í
skrifum sinum, þvi óskaplegri
verður niðurlæging lians sjálfs,
ef hann svikst undan merkjum
liennar.
Það er verið að „reyna að
koma verksmiðjunum á höfuð-
ið“, með því að láta þær kaupa
lirásíldina fyrir ákveðið verð,
segir J. J. Þö segir hann að
„ekkert sérstakt liafi veríð rætt
eða áformað“ um þetta í sam-
bandi við breytinguna á skipun
verksmiðjustjórnarinnar! —
En fæst nokkur maður til* að
trúa slíku? — „Framsóknar-
menn fylgja fram stefnu.Mi Kr..
í þessu málij stefnu sinni og
allra heilskygnra manna“, segir
J. J. — Þeir gera það dálaglega!
— IJvernig skyldu þeir þá fára
að, ef þeir ætluðu' sér ekki að
fylgja einhverju fram?
Af öllum skrifum stjórnar-
blaðanna er nú augljóst orðið,
að framsóknarmenn hafa ein-
mitt ætlað sér að fylgja fram
þeirri stefnu sinni, að síldar-
verksmiðjurnar yrðu framvegis
reknar með kaupfélagssniði,
eins og sldareinkasalan sál.,
þannig, að þær tæki sild til
vinslu af framleiðöndum, út-
gerðarmönnum og sjómönnum,
en þeir bæri sjálfir áhættuna. I
þvi augnamiði var formaður
verksmiðjustjórnarinnar vel
valinn, því að hann liafði reynsl-
una í slíkum rekstri. Og fram-
sóknarmenn hafa fylgt þeirri
stefnu sinni fram til sigurs í
fyrsta áfanganum. Þess bera
einmitt fyrstu skrif .1. J. um
málið ótvíræðan vott. En sócí-
alistarnir urðu fyrri til að sjá
það, að sú stefna mundi verða
þeim liáskaleg, í sambandi við
bráðabirgðalagagerræðið. Þeir
hafa látið sér skiljast, að ofbeld-
ið mundi ekki verða þolað, ef
það ætti einnig að leiða af sér
bersýnilegt tjón eða aulcna
áhættu fyrir framleiðendur
síldarinnar, því að þá mundu
útgerðarmenn og sjómenn rísa
sameinaðir gegn því. Því var
það, að Alþbl. sagði, fyrsta dag-
inn, sem mál þelta var rætt op-
inberlega, að nýja verksmiðju-
stjórnin hefði ekkert ákveðið
um þetta enn, enda liefði hún
engan fund haldið; en lét óum-
rætt, hvað ráðgert hefði verið
um þetta í sambandi við setn-
ingu bráðabirgðalaganna. Af
sömu ástæðum steinþagði blað-
ið svo um málið næsta dag,
þrátt fyrir ærið tilefni til and-
svara í blöðum stjórnarand-
stæðinga. Á þriðja degi vaknar
það svo við vondan draum, er
Jónas Jónsson kveður upp úr
um það, að nú sé það „stefna
framsóknarmanna“, sem fram
eigi að fylgja! Þá var það orðið
„alsjáandi“, skildi, að við svo
búið mátti ekki standa og „mót-
mælti kröftuglega „heilaspuna“
og „þvættingi“ þessa „stuðn-
ingsmanns stjórnarinnar“. En
það voru allra síðustu forvöð,
þvi að tilræðið við síldarútveg-
inn var orðið opinbert, og við-
búið, að öll sjómannastéttin
segði „stjórn hinna vinnandi
stétta“ upp trú og hollustu.
Og þegar svo var komið, lief-
ir ráðamönnum stjórnarflokk-
anna ekki virst það áhorfsmál,
að fórna stjórnmálaheiðri eins
óbreytts „stuðningsmanns“
stjórnarinnar, sem gerst bafði
of framlileypinn og talað af sér.
Ef til vill heldur ekki þótt miklu
fyrir að fara, þegar það var bara
Jónas Jónsson, sem í hlut átti.
Og það er lika sannast sagna, að
það mun yfirleitt talið létt á
metunum, ef annarsvegar er um
það að ræða, að firra síldarút-
gerðina í sumar yfirvofandi
háska. Og vonandi liefir það þá
lika áunnist, að ekki verði nein
breyting gerð á rekstri síldar-
verksmiðjanna að þessu sinni.
Bálfarafélag
íslands.
FB.
Fjölsóttur aðalfundur i Kaup-
þingssalnum þ. 15, maí, Fund-
arstj. Sigurður Magnússon, f.
héraðslæknir, en ritari Jón
Mariusson bankaritari, Skv.
skýrslu form. hefir bæjarráð
Rvikur heitið féláginu ágætri
lóð undir bálstofu á Sunnu-
hvolstúni; — Stjóru félags-
ins fól Sigurði Guðmunds-
sym liúsameistara að gera
uppdrætti að bálstofunni,
og Iágu þeir fyrir fundinum: —
Stjórnin hafði samið við Eim-
skipafél. um lækkun á flutn-
ingsgjöldum fyrir kistur, sem
sendar eru til bálsetningar ytra,
og við „Dansk Ligbrændings-
forcning“ um alla afgreiðslu á
bálstofu í K.höfn, án þess
að vandamenn þurfi að fara
með liéðan. —
Félagsmenn eru nú 530, og
hefir þeim fjölgað á s. 1. ári. —
Ársreikningar lagðir fram til
samþyklar. — Stjórn endur-
kosin.
Dr. G. Claessen flutti erindi
um fyrirkomulag bálstofunnar,
skv. nýju uppdráttunum, er
sýndir voru í skuggamyndum.
Bálstofan hefir kapellu, lík-
geymslu, rafmagnsofn, skrif-
stofu, prestsherbergi, ibúð f.
gæslumann o. fl. Áætlað hús-
verð 95 þús. kr., en ýmisleg á-
höld 20 þús. kr. — Sýndar lika
skuggamyndir frá bálstofum og
duftreitum erlendis.
Gjaldkerinn, Björn Ólafsson,
stórkaupm., lýsti þriggja ára á-
ætlun stjórnarinnar um fjár-
söfnun og bygging bálstofunn-
ar. Tilætlunin að safna helmiugi
| Jónas Jðnsson |
fyrrum bóndi í Sólheimatungu.
Hann andaðist að heimili
sínu í Borgarnesi 10. þ. m.
tæpra 84 ára, og er jarðsung-
inn í dag að Stafholti.
Jónas var fæddur að Leirá í
Leirársveit 7. júli 1852. Foreldr-
ar hans voru, Jón Árnason stúd-
ent er þar bjó ríkmannlega og
síðari lcona lians Ragnhildur
Ólafsdóttir frá Lundum í Borg-
arfirði, Þorbjörnssonar gull-
smiðs s. st. Annar sonur þeirra
hjóna var Ólafur, bóndi á Geld-
ingaá, dáinn fyrir mörgum ár-
um.
Jón stúdent Árnason faðir
Jónasar, var sonur Árna bónda
Þorleifssonar í Kalmanstungu,
og konu lians Halldóru, dóttur
síra Kolbeins í Miðdal Þorsteins-
sonar. Fyrri kona Jóns stúdents
var Halla dóttir síra Jóns Jóns-
sonar á Gilsbakka. Áttu þau
fjölda barna, og meðal þeirra
voru: Árni faðir Kolbeins f.
kaupm. á Akureyri, (nú í Rvik),
Jón umboðsmaður í Vik í Mýr-
dal, faðir Halldórs heit. kaupm.
þar, og Sigríðar konu Sig. Ól-
afssonar sýslum. í Kaldaðar-
nesi og Eggert, faðir Árna
Eggertssonar fasteignasala í
Winnipeg.
Jón slúdent Árnason var út-
skrifaður úr Bessastaðaskóla, og
oft settur sýslumaður í Borgar-
fjarðarsýslu, en um veitingu
hefir hann líklega ekki kært
sig. Hefir lieldur viljað sinna
búskapnum, enda er liann tal-
inn að hafa verið „mikill bú-
þegn og' vel auðugur af fasta-
og lausafé.‘‘
Föður sinn misti Jónas ung-
ur, og fór liann þá að Reykholti
til síra Jóns Þörvarðssoríar pró-
fasts, og dvaldi þar i nokkur ár.
Síðar var liann hjá Ásgeiri stór-
bónda á Lundum Finnbogasyni,
en rúmlega tvitugur gerðist
hann ráðsmaður hjá Theódór
Jónassen sýslumanni í Hjarðar-
holti (síðar amtmanni).
1879 fór hann að búa í Norð-
tungu, og kvæntist þá fyrri
konu sinni, Guðríði Tómasdólt-
ur frá SkarðiíLundarreykjadal,
mætri konu, sem hún átti kyn
til. Frá Norðtungu varð liann
að flytja árið eftir, af óviðráð-
anlegum ástæðum, og er svo
að sjá, sem hann hafi livergi
fest yndi næstu árin (því um
6 ára skeið bjó liann á 3 jörð-
um, Örnólfsdal í Þvenárlilíð,
Melum í Melasveit, og Laxfossi
í Skaftholtstungum) fyr en
hann kom að Sólheimatungu
árið 1886. Að þeirri jörð hefir
hugur hans vafalaust beinst, og
stofnkostnaðar með samskot-
um, en treysta þvi að ríkis-
sjóður og bæjarsjóður muni
Ieggja fram helming. Bj. Ól.
kvað stjórnina mundu leita til
manna um ákveðið framlag, í
þrjú ár.
(Tilk. frá Bálf. fél. Isl.).
Þjóðverjar
hafa nú öflugasta flug>
flota álfunnar.
Evrópuþjóðirnar eiga nú samtals 40.000 hern-
aðarflugvélar. Flugvélaframleiðslunni er
hraðað sem mest í ýmsum löndum og verður
brátt orðin svo mikil, að nemur 1000 flugvél-
um á mánuði — eða eins miklu og hún varð
mest á heimsstyrjaldarárunum. — Innan hálfs
annars árs verður hernaðarflugvélaeign Ev-
rópuþjóða komin upp í 100.000 að því er ýms-
ir hernaðarsérfræðingar fullyrða.