Vísir - 19.05.1936, Page 3

Vísir - 19.05.1936, Page 3
 Karta Áttrædur er í dag Páll Erlingsson sund- kennari. Hann mun liafa kent fleiri Islendingum sund en nokkur maður annar, því að liann lcendi sund um 30 ár, í sundlaugunum við Reykjavík. Þessi þjóðkunni og mæti mað- ur liefir ávalt átt miklum vin- sældum að fagna, meðal hinna rr.örgu nemenda sinna og ann- gra, sem honum hafa kynst, sakir mannkosta og ljúfmensku. þar undi hann alla sína búskap- ardaga eflir jjetta, nærri 40 ár. Meðan Jónas dvaldi á Lax- fossi misti hann konu sína, en 1896 kvæntist hann í annað sinn Kristínu Ólafíu Ólafsdóttur frá Sumarliðahæ í Holtum, systur Jóns alþm., Boga menta- skólakennara Gunnars konsúls í Vestmannaeyjum og þeirra systkina. Af fyrra hjónabandi eru 3 börn á lífi, Ragnhildur kona Jóns Björnssonar frá Svarfhóli, kaupm. í Borgarnesi, Tómas bóndi i Sólheimatungu, og Guð- ríður skrifstofustúlka í Reykja- vík. Með síðari konu sinni álti Jónas 2 syni, Gústav, lögreglu- stjóra í Reykjavík, og Karl láekni. Sólheimatunga tók brátt miklum stakkaskiftum eftir að Jónas kom þangað. Hann reisti öll hús að nýju, svo af þótti bera á þeim tímum, og bætti og prýddi jörðina á marga lund, m. a. með þvi að stækka túhið og slétta það alt. Fátækur var liann, er hann kom þangað, en fyrir ráðdeild, hagsýni og dugn- að, varð han'n brátt með efnuð- ustu bændum í Borgarfirði, og var tilkostnaður hans þó stund- um mikill, a. m. k. meðan hann kostaði 2 syni sína í skóla um mörg ár. Jónas var höfðinglegur i sjón, og það svo, að hann vakti eftir- tekt hvar sem liann fór. Hann var í hærra meðallagi og svar- aði sér vel, gleðimaður, gest- risinn og gestagóður með af- brigðum, prýðilega vel greind- ur, fróður og sagði vel frá. Hann naut trausts og virðingar allra sem honum kyntust, fjær og nær. Hann var sannkallaður gæfumaður í lífinu. Heilsu- hraustur, vel efnum búinn, átti ágætar konur, og góð og efni- leg börn, virtur og elskaður af öllum til hinstu stundar. Farðu vel gamli, tryggi vin- ur. Eg þakka þér fyrir þau kynni, sem eg hafði af þér. Guð og góðar verur leiðbeini þér nú til fullkomnunar á lifsins lönd- um. A. J. J. Gömul vísa. „Páll son Jóns Þorlákssonar, er kallaður var síðan Vídalín, var eigi frumvaxta; liann var snemmindis efnilegur til nárns og vitsmuna, en þroskaðist litt“. — Hann kvað þetta er prestur einn var viðstaddur: „Átján er eg vetra, ýtist vöxtur lítið; lof sé guði ljúfum, sem lífinu mínu lilifir; ei fékk oddaknýir afl né deigulskafla. Prestur jók við: Vitið er verði betfa valla hafa það allir.“ Útvarpið árdegis á morgun. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Is- lenskukensla. 8,25 Þýskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfr. V í SIR i •wmwgncaa; HMX IM Dðmfitðskor fyrir Hrítasuflnum Komið á meðan mestu er úr að velja. Leöurvöpudeildin H3jó5fæi*a]iiisi5« kjólar fyrir hvítasunnuna: Bamille Flammarion. Emannel Swedenborp og elnn til I. Bók Flanunarions, La Plura- lité des Mondes liabités, er mik- ið afreksverk og einkum þegar þess er gætt hversu ungur höf- undurinn var — aðeins tvítugur —- þegar bókin kom út fyrst. Flammarion hefir þar af mikilli snild fært rök að þvi, að lífið i alheimi geti ekki verið ein- skorðað við þessa jarðstjörnu sem vort mannkyn byggir. Er höfundurinn furðulega fróður um það sem að þessu máli lýtur í ritum fyrri manna, og vitan- lega vel kunnugur riti Sweden- borgs um jarðirnar í alheimi (enska þýðirig þess rits lieitir: On the Earths of the Uni- versc). En Flammarion verður það á, að meta of litils þetta stórmerka rit liins ágæta Svía. Swedenhorg lýsir í riti sinu mannkynjum á ýmsum jarð- stjörnum í alheimi, eftir því sem fyrir liann liafði borið, en Flammarion gerir lítið úr þess- um sýnum og telur að þær liafi einungis átt upptök sin í hinu mikla ímyndunai-afli speldngs- ins, en ekki stuðst við neinn veruleika. Þar skjátlast þó hin- um franska snillingi mjög illa, þvi að til eru óteljandi athugari- ir sem sýna, að ménn geta séð það sem er og gerist í fjarlægð, bæði vakandi og í draumi. Önn- ur slæm meinloka hjá Flamm- arion er sú, að hann telur það rangt að lialda — einsog Swe- denborg gerði — að til sé í al- lieimi jarðir og mannkyn, er líkist mjög þessu sem vér þekkjum. Eg hygg að það iriegi einmitt sýna fram á lögmál, sem gerir það að verkum, að vér getum fullyrt að í alheimi inuni vera til mesti fjöldi af jarðstjörnum sem gagnlíkar eru vorri jörð um flest eða alt. II. Flammarion gerði sér með þessum misskilningi sínum, sem vikið var á, ómögulegt að upp- götva lífið á stjörnunum, en varð að láta sér nægja tilgátur. Og margt er i þessari bók lians, sem bendir í rétta átt, einsog t. d. þegar liann telur, að framtið mannkyns vors — eftir dauð- ann hér á jörð — muni vera á stjörnunum. Er einkum í kafl- anuiri L’Humanité Collective (almannkynið, mannkynið i al- heirrii sem lieild), ýmislegt svo fagurt og ágætt, að óliætt mun vera að telja það ineð ]iví sem allrafegurst hefir ritað verið á þessu fagra máli svo margra ágætra ritsnillinga. Ilann snýr máli sínu til „hinna ókunnu íbúa stjarnanna“, biður þá að svara sér og segir: „Vitið ]xír, livort ekki eru til önnur bönd sem tengja oss saman, en ljós- geislarnir milli heimkynna vorra?“ (Puralité d. M. li., útg. 1921, s. 317). III. Með því að rannsaka draum- lífið, má ganga alveg úr skugga um það, að vér höfum samband við íbúa stjarnanna; og einnig með því að skilja rétt miðilsain- bandið við hinn svonefnda andaheim, hefir lífið á stjörn- unurn verið uppgötvað á full- komlega vísindalegan liátt, svo að ekki er framar um getgátur einar að ræða í þessu efni. Og það er óumflýjanlegt að skilja, að það léiðir til aldaskifta, til gerbreytingar á liögum livers mannkyns sem líka sögu hefir átt og það sem þessa jarð- stjömu byggir, þegar ]æssi upp- götvun cr gerð og ljós náttúru- fræðinnar nær að skína yfir það svið sem áður hefir verið við- fangsefni ýmiskonar trúar og dulfræða. Með þeirri uppgötvun er fyrst til fulls komist á fram- farabraut og Lifstefuan sigrar. J£n þar sem sú uppgötvun er ekki gerð, sigrar Helstefnan, og þau mannkyn liða undir lok eft- ir miklar hörmungar. Hér á jörð er nú verið á vegamótum, og á næstu áratugum eða jafn- \el á næstu árum mun koma ótvíræðlega í ljós, hvort það verður lífið, sein á þessari jarð- stjörnu sigrar, eða dauðinn. 14. maí. Helgi Pjeturss. Gamli leikurinn i Tændom. Sjómönnum og útgerðarmönn- um ætlað að „leggja inn“ síldina og fá eitthvert smáræði út á hana, eftir geðþótta Finns á ísafirði. Finnur Jónsson alþm. er einna kunnastur fyrir stjórn sína á útgerðarfélagi einu á ísa- firði.Honum voru fengin í hend- ur ágæt skip og afbragðs sjó- menn. Og félagi hans var mjög ívilnað í sköttum. Skipin öfluðu prýðilega, svo að alt liefði átt að geta verið i lagi. Eftir fáein ár var svo komið fyrir útgerð- arfélagi þessu, að skuldir þess voru taldar 500 þúsund krónum rneiri en eignir. Þetta hafði Finni þessum tekist með stjórn sinni. Þegar vissan um þessa út- gerðarstjórahæfileika Finns og ráðdeild var fengin, þótti for- sprökkum rauðu flokkanna augljóst, að þarna væri maður, sem trúa mætti fyrir síldarverk- smiðjum ríkisins. Hann mundi geta orðið liðtækur og afkasta- mikill á Siglufirði, ekki síður en á Isafirði. Stjórn síldarverk- smiðjanna mundi tilvalinn starfi þvílíkum manni. Þær væri lagmesta atvinnufyrirtæki ríkisins og mundu fjármála- hæfileikar Finns, stjómsemi og ráðdeild njóla sín þar á liinn æskilegasta liátt. Þarna hefði liann nægilegt svigrúm. Þarna mundi lionum auðnast að þroska hæfileika sína, þá er i ljós hefði kornið við útgerðar- stjórn félagsins á ísafirði. Horfur munu nú hinar béstu um það, að sildaratvinna geti orðið lifvænleg í sumar fyrir sjómenn. Og að útgerðarmenn ætti fremur að geta átt von á liagnaði en tapi af útgerð á síld- veiðar. — Afurðaverðið liefir hækkað til muna frá þvi sem var. í fyrra. Það hefir hækkað svo, að rikisverksmiðjurnar ætti nú að geta greitt alt að 3 krónum meira fyrir hvert mál síldar en síðastliðið ár. Svona voru liorfurnar áður en stjórn- in framdi þingræðisbrotið og stjórnarskrárbrotið með útgáfu hráðabirgðalaganna um stjórn síldarverksmiðjanna. — Menn vonuðu að síldveiðin kynni að geta bjargað útveginum að ein- hverju töluverðu leyti. En nú eru þessar vonir að engu orðnar. Méð ofbeldisverki stjórnarinnar, er hún rak tvo ágætá metín úr stjórn verk- smiðjánna með lagaboði, er svo um skift, að nú treystir enginn maður þvi, að síldafverkssmiðj- unum verði stjórnað af viti. Mönnum finst það ekki liggja beinlínis í augum uppi, að einhver allrá mesti andlegur amlóði stjórnarflokkanna sé ákjósanlega til þess fallinn, að stjórna mesta, fjárfrekasta og áhættusamasta fyrirtæki ríkis- ins. Menn renna augum til ísa- fjarðar og líta yfir rústirnar þar. — Og sjónin, sem þar blas- ir við, verður ekki til þess, að gera þá bjartsýnni en áður. Þar vantar hálfa miljóri króna til þess að félag, sem hefði, sam- kvæmt aðstöðu sinni, átt að getað hagnast vel, eigi fyrir skuldum. Með þeirii breytingum, sem nú hafa verið gerðar á stjórn síldarverksmiðjanna, virðist í raun réttri óðs manns æði, að „gera út á síld“. Það getur orðið til þess að útgerðarmenn fái ekki kostnaðinn greiddan nema að litlu leyti og að sjómenn verði að vinna nálega kaup- laust. Það er engin ástæða, nema síður sé, til að ætla, að hetur fari nú en i tið einkasöl- unnar gömlu. En þar varð nið- urstaðan sú, sem kunnugt er, að ríkissjóður tapaði stórfé, sjálfsagt einni miljón króna eða ineira, en útgerðarmenn og sjó- menn fengu lítið og stundum ekki neitt í sinn lilut. — Og þó var þá mun betur séð fyrir verslunarviti og verksviti í stjórn fyrirtækisins, heldur en að þessu sinni. Hættan er því, ef rétt er skoðað, öllu meiri nú en þá. 16. maí. Sg. ÍOO.F =0b. Veðrið í morgun. í Reykjavilc 8 stig, Bolungar- vík 6, Akureyri 9, Skálanesi 7, Vestmannaeyjum 7, Sandi 7, Kvígindisdal 8, Hesteyri 9, Gjögri 8, Blönduósi 8, Siglunesi 4, Grimsey 4, Piaufarhöfn 5, Skálum 3, Fagradal 4, Papey 10, Hólum í Hornafirði 9, Fag- urhólsmýri 9, Reykjanesi 9. Mestur liiti hér í gær 11 stig, minstur 6. Sólskin 1,3 st. Yfir- lit: Hæð yfir Atlantshafi og norður með vesturströnd ís- lands. Lægð við Suður-Græn- land á lireyfingu norðaustur eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: Vestan golá og bjart- viðri í dag, en þyknar upp með sunnan átt í nótt. Norðurland: Vestan gola. Bjartviðri. Norð- austurland: Norðan og norð- vestan kaldi og sumstaðar lít- ilsháttar úrkoma í dag, en vestan gola og léttir til í nótt. Austfirðir, suðausturland: Norðvestan kaldi í dag, en vest- an gola i nótt. Bjartviðri. Skipafregnir. Gullfoss fer vestur og norð- ur i lcveld. Goðafoss fer frá Hull síðdegis í dag. Dettifoss er í Reykjavík. Selfoss er á leið til útlanda frá Austfjörðum. Lag- NINON árfoss og Brúarfoss eru í Kaup- mannahöfn. Esja var á Siglu- firði síðdegis í gær, en Súðin við Króksfjarðarnes. Af veiðum liafa komið Otur með 60 tn., Kári með 80 tn. og Bragi með 135 tn. Hafsteinn fór á veiðar í gær. Nova fór í gærlcveldi, en Lyra kom. Laxfoss fór til Borg- arness i morgun. — Samkvæmt FÚ-fregn kom Garðar til Hafn- arfjarðar í fvrradag með 210 ín. lifrar eftir 16 daga útivist. Skipið var fyrstu 11 dagana í Jökuldjúpinu, en seinustu dag- ana á Halamiðum og fékk þar 145 tn., mestmegnis þorsk. Mun þetta vera mesti afli, segir í fregninni, sem íslenskur botn- vörpungur hefir fengið i einni veiðiför. Síldarverksmiðjurnar. Stjórninni liefir nú loks tek- ist að finna mann, er allfús reyndist til þess, að takast á hendur framkvæmdarstjórn í síldarverksmiðjum ríkisins í fé- lagi við þá Finn á ísafirði og Þorstein Metúsalem. Heitir sá Þórarinn Egilsson og á lieima i Hafnarfirði. Bílslys. A sunnudagskveld varð stúlka fyrir hifreið á Njálsgötu og meiddist lítilsliáttar á höfði. Sýningarför. Síðastliðinn sunnudag fóru íþróttaflokkar frá Glímufél. Ár- m’anri í sýningarför austur í Ár- nessýslu. Tveir fimleikaflokkar, 1. flokkur kvenna, 14 stúlkur, og 1. flokkur karla, 13 piltar, sýndu fimleika undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, og einnig sýndu fjónir menn hnefaleika. Sýningar fóru fram á Stokks- evri og Tryggvaskála við hús- fylli á báðum stöðum, og nutu allir flokkarnir óskiftrar aðdá- unar áhorfenda. Ferðafélag Islands fer gönguför á Hengil á Upp- stigningardag. Ekið i bilum að Ivolviðarhóli, þaðan gengið upp Hellisskarð austur eftir Skarðs- mýrarfjalli niður i Innstadal, komið við lijá stóra hvernum og farið þaðan upp á „hæstan Hengil“. Af Hengli er dásamlega Nýjasta efni og snið. — Takmarkaðar birgðir. Austurstræti 12, annari hæð, og 2—7. fagurt útsýni. Þá verður gengið niður í Marardal, sem mörgum er forvitni að sjá, og til baka yfir Húsmúla að Kolviðarhóli, en ekið þaðan í bílum til Reykjavíkur. Farmiðar seldir í Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar til ld. 7 á miðviku- dagskvöld. Flutningaskrá Vísis. Þeir, sem ætla að fá flutning sinn tilkyntan í flutningaskrá Vísis, en liafa ennþá ekki til- kynt það á skrifstofu blaðs- ins, ætiu að gera það sem fyrst. Skoskir knattspyrnumenn korria hingað 10. júlí, að boði knattspyrnufélagsins „Valur“. Eru þeir úr „Glasgow Univer- sity Football Club“, en sama fé- lag sendi hingað flokk 1928. Ráðgerðir eru 5 kappleikir hér, einn við livert félag og einn við úrvalslið allra Reykjavikurfé- laganna. 3. flokks mótið heldur áfram í kvöld. Kl. 8 keppa K. R. og Valur, og kl. 9 Fram og Víkingur. — Þátttak- endur! Komið stundvíslega, svo að leikirnir dragist ekki langt fram á kvöldið. Leiðrétting. Misprentast hafði hér í blað- inu í gær — í auglýsingu frá garðyrkjuráðunaut Reykjavík- ur — Kringlumýrarblettir, en átti að vera Kirkjumýrarblett- ir. Fer ráðunauturinn um þá bletti i dag. Kátir félagar. Æfing í kvöld kl. 8% á venju- legum stað. Naéturlæknir er i nótt Kristinn Bjömssón, Stýrimannastíg 7. Sími 4604. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyf jabúðinni Iðunni. Útvarpið í kveld. ^ 19,10 Veðurfr. 19,20 Illjóm- plötur: Dægurlög. 19,45 Frétt- ir. 20,15 Erindi: Sænska skáld- ið August Strindberg. (Síra Eir. Albertss., Hesti. Symfóníu-tón- leikar: a) (Óratóríið „Elía“, eftir- Mendelssolm; b) Symfónía nr.. 2, D-dúr, eftir Brahms. (Dag- skrá lokið um kl. 22,30). SIGURVEGARINN BROSIR. T. h. Badoglio. T. v. Italskir hermenn ganga inn í Addis Abeba.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.