Vísir - 11.06.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR Snúast Bretar á móti refsiaflgerðnmim ? Ræða Neville Chamberlain s. Hann líkir því við „miðsumarsbrjálæði“ að halda refsiaðgerðunum áfram. Hann vill reyna að tryggja friðinn á hættu- svæðunum með samningagerðum. — Ræða Chamberlain’s þykir benda til þess, að breska stjórnin sé að verða ítölum hliðhollari. London í morgun. Vegna ræðu , sem Neville Chamberlain hefir flutt, er nú hvarvetna um það spurt, hvort Bretar muni beita sér fyrir því, að refsiaðgerðunum gegn ítöl- um verði hætt. En í ræðu sinni kallaði Chamberlain það „mið- sumars-brjálæði“ að halda refsi- aðgerðunum áfram eða auka þær. Ræðan, sem Neville Chamber- lain flutti, var haldin í veislu í „1900 Club“ og í ræðunni gerði hann Þjóðabandalagið að um- lalsefni og framtíð þess. Hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að það væri „miðsumars-brjálæði“ ef refsiaðgerðunum væri haldið áfram eða nýjar refsiaðgerðir samþyktar. Chamberlain sagði, að menn yrði áð liorfast í augu við þá staðreynd, að það sé ekki hægí að treysta á, að Þjóðabandalag- Sfómanna- deilan nyiðra Framsetning skipa stöðvuð og framskipun kola. Akureyri 10. júní. FÚ. Frá Akureyri var símað í dag kl. 15,30: Sjómannadeilan held- ur enn áfram. í fyrradag var stöðvuð framsetning á vélskip- inu „Ester“, og í gærmorgun ohuflutningur um horð í vél- skipið „Kristján“ í Jötunlieim- um. 1 gærkveldi boðaði sjó- mannafélagið til fundar í verk- lýðshúsinu. Samþykti fundur- inn einum rómi, að knýja fram kaup-taxta Sjómannafélags Norðurlands. — Á fundinum voru 130 manns. í dag kl. 13 átti að kola gufuskipið „Jarl- inn“, og safnaðist þá mörg hundruð inanns saman á liafn- arhakkanum, svo ekkert varð af framskipun lcolanna. Fundrn* i V estmanns- eyjnm Fundurinn var mjög fjöl- mennur. Áskorun samþykt um 6 kr. fyrir síldarmál. Vestmannaeyjum 10. júní. FÚ. Almennur fundur var haldinn i Vestmannaeyjum i gær, að til- hlutun Alþýðuflokksins. Máls- liefjandi var Páll Þorbjarnar- son alþingismaður, og talaði hann um tryggingarlöggjöfina. Næstur talaði Guðlaugur Hans- son, heilbrigðisfulltrúi, um at- vinnumál. Samþykt var: Tillaga frá Sigurði Guttorms- syni: Mótmæli gegn sjúkra- tryggingariðgjaldinu, sem of háu, og áskorun til ríkisstjórn- arinar um að lækka það að minsta kosti um helming. Tillaga frá Jóni Rafnssyni: Áskorun til bjargráðanefndar ið geti af eigin ramleik trygt friðinn í lieiminum. Chamberlain fór mörgum orðum um það hve horfumar væri ískyggilegar. Ófriðarblik- an væri stöðugt á lofti og það yrði að leitast við, að koma í veg fyrir að ófriður skylli á, því að hann mundi ná til margra landa og liafa hinar hörmulegustu afleiðingar. En því lengur sem refsiaðgerðirnar eru í gildi, því meiri hætta er á ferðum. Þegar þær fara að hafa þau áhrif, að verulega kreppir að þeirri þjóð, sem þeim er beint gegn, því meiri hætta er við ófriði. 1 þessu er bending, sagði Chamberlain, um það, að vitur- legt sé, að taka til sérstakrar athugunar hvar ófriðarhættan er mest í lieiminum og reyna, með samkomulagsumleitunum, að tryggja friðinn á liættusvæð- unum. (United Press—FB). og hæjarstjórnar um að kalla samaii fund, til þess að ráða fram úr atvinnuiriálunum. : Tillaga frá Eriðriki Ingi- mundarsyni, verkamanni: Á- skorun til konnnúnistaflokksins og alþýðuflo'kkslns um saití- fylkingu innan og utan hæjar- stjórnar. Tillaga frá Jóni Hafliðasyni sjómanni: Áskorun til rikisstj. ar og Síldarverksmðja ríkisins um 6 lcrónur fyrir síldarmál og yfirlýsingu um fylgi við sjó- menn norðanlands og við Faxa- flóa, um 200 króna mánaðar- tryggingu við síldveiðar í sum- ar. Húsfylli var og fór fundur- inn vel fram. Fi»á Solbðrg fiugmanni. Hann telur framtíðarflug- leiðina verða um ísland og Grænland. Kaupmannahöfn, 10. júni. - FÚ. Atlantsliafs-flugmaðurinn Sólberg er nýkominn heim frá Ameríku, en þar var hann að semja við Vilhjálm Stefánsson og aðra í Pan American Air- ways, um Atlantshafs-flug. Sól- berg segir, að flugleið framtíð- arinnar verði sennilega frá CJiicago um Grænland og ís- Iand til Danmerkur, Noregs og Englands. Þar sem félagið hefir nýlega mist eina af stærstu flugvélum sínum, verður varla farið reynsluflug í ár, en nú er félagið að Iáta smíða nýja flug- vél fyrir 50 farþega. Járnbrautarslys við Neapel. 15 menn farast, en margir meiðast. Osló, 10. júní. Samkvæmt símskeyti frá Neapel í morgun, hljóp járn- brautarlest af teinunum slcamt frá Neapel. Fimtán menn biðu bana, en margir meiddust. (NRP. - FB.). - ■ .............................. lll haiii teii! Umhyggja stjórnarflokkanna fyrir sjómönn- um og smá-útvegsmönnum. í Alþýðublaðinu var nýlega verið að gera grein fyrir þvi, hve vel væri séð fyrir hag sjó- manna ög smáútvegsmanna með því að greiða þeim kr. 5,30 íyrir síldarmálið til hræðslu. Til þess að sýna þetta, gerði blað- ið samanhurð á afkomu vélbáts á síldarvertíðinni 1934 og vænt- anlegri afkomu sama báts á næstu sildarvertíð, með sama afla og sömu hagnýtingu aflans. Og með því að hækka verðið á síld til söltunar um 50%, kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að aflahlutur sjómanna á þessum háti muni verða á áttunda hundrað krónur í sumar í stað- inn fyrir á fimta hundrað krón- ur sumarið 1934, en allur afli bátsins um 30 þús. kr. nú í stað- inn fyrir um 19 þús. kr. þá. Þetta telur Alþýðublaðið nú svo miklar umbætur á atvinnu sjómanna og smáútvegsmanna, að engin þörf sé á því betra! Það er kunnugt, að „leiðtog- ar“ sjómannanna í landi, sumir hverjir að minsta lcosti, hafa notað vel tímann síðan þeir komust til valda, til að bæta lcjör sín. Og liklega eru þeir ekki margir, sem hafa látið sér nægja 2—300 króna hækkun á árstekjunum. Þó mundu sjó- mennirnir nú sennilega una hag sínum sæmilega, ef um slíka hækkun á árstekjum þeirra væri að ræða. En jafnvel þó að tekjur þeirra á síldarvertíðinni hækkuðu sent þessa svarar, þá er það vítanlégt, að það hrykki ekki eiiiu sinni. til þess að bæta þéiin upp þánn'halla s'em þeir háfa alinent beðið á vetrarver- tíðinni. — En það er nú samt nóg harida þeini, að dómi leið- logarina. Umhyggj a s tj órnarflokkann a fyrir hag útvegsmanna er til- tölulega ný af nálinni. Og enn sem komið er nær hún ekki til annara en „smá“-útvegsmanna. „Stór“-útgerðin á þar ekki upp á pallborðið. Ilinsvegar er um- liygga þeirra fyrir smáútgerð- inni ekki síður skorin við nögl, en umhyggan fyrir sómönnun- um, og mest í orði kveðnu. Það eru einmitt fyrst og fremst sjómenn og smáútvegs- menn, sem nú eiga alla afkomu sína undir því, hversu hag- kvæmra viðskifta síldar- verksmiðjur ríkisins láta þá verða að njótandi. „Stór“-út- gerðin er þar svo að segja laus allra mála. En liag smáútvegs- ins og sjómannanna er hins- vegar þannig komið, að smá- vegis kjarabætur koma að litlu liði. Svo að segja allur línuveið- ara- og vélbátaíloti landsmanna er þannig á vegi staddur, að allsherjar fjárhagshrun er yfir- vofandi. Síðasta þing gerði hráðabirgða neyðarráðstafanir til þess að unt yrði að gera þennan flota út á síldveiðar. En svo má heila, að mikill hluti flotans sé í rauninni eftir sem áður „undir hamrinum“. Og til þess að rétta við, þarf liann meira en að afla rúmlega fyrir útgerðarkostnaðinum á síldar- vertiðinni. Það var því hrýn nauðsyn, ekki aðeins að veita bráðabirgðalijálp til að gera skipin út á síldveiðar, lieldur að húa svo í haginn, að síldar- vertíðin gæti gefið sem mestan arð, og helst svo mikinn, að nokkru nær væri um útgerðina framvegis. Þess vegna var tví- mælalaust skylt að treysta al- veg á fremsta hlunn, þegar á- kvörðunin var tekin um bræðslusíldarverðið, svo að ekki • þyrfti að grípa til nýrra neyð- arráðstafana, til að tryggja framlialdsreksturinn, að síldar- ýertíðinni lokinni. Það virðist nú liinsvegar hafa vakað fyrir stjórnarvöldunum, að það varðaði mestu að gera hag útvegsins, og alla þeirra, sem af honum Iiafa lífsfram- færi, sem rýrastan, en tryggja sem hest afkomu síldarverk- smiðjanna. Þess vegna var af þeirra hálfu spyrnt af alefli á móti liækkun bræðslusíldar- verðsins. Það virðist jafnvel liafa verið tilæltunin í fyrstu, að það yrði lækkað, frá því sem það var á síðasta ári. Og það er fyrst og fremst baráttu sjálf- stæðismanna að þakka, að kom- ið var í veg fyrir það, og verð- ið í þess stað hækkað upp í það, sem nú hefir verið ákveðið. Ritfregn. Theódór Friðriksson: Mist- ur. Lokadagur II. Reykja- vík. — Steindórsprent h.f. 1936. Þetta er lifandi bók. Hún lýs- ir lífinu í útgerðarplássunum, Vestmannaeyjum og Siglufirði, um það leyti ársins, þegar liamagangurinn er sem mestur við að „sækja gull í greipar æg- ist“, á vetrarvertíðinni í Vesl- mannaeyjum og um síldartím- ann á Siglufirði. Og mörgum mun finnast lýsingin ljót. Þá er iiamast við allt. Útgerðarmenn- irnir og hraskararnir hamast v ið að reyna að græða peninga, sem mest og fljótast að unt er, en eyða líka miklu í svall og vitleysu og reyna að nota sér verkalýðinn, karla og konur, til auðsöfnunar og yndis á allan liátt. Sjómennirnir hamast við áð draga fiskitín úr djúpinu og landmennirnir við að gera að aflanum, síldarstúlkurnar liam- ast við að salta síldina, en þess á milli liella strákarnir i sig allskonar óþverra, sem liaft get- ur fylliríis-gildi, og ganga ber- serksgang í slagsmálum og kvennafari. Kvenfólkið er ekki hótinu betra, það lætur ginnast af eigin ástríðum og aulahætti, fagurgala karlmannanna og fé þeirra, og situr svo eftir með sárt ennið. Allt er falt fyrir pen- inga, eins og í Rómaborg hinni fornu, — æra, sál og samviska. Æðri áliugamál eru engin, en ruddaskapurinn fer langt út fyrir öll venjuleg takmörk, eins og t. d. í atvikinu i „Mistri“, sem minnir á svívirðilegasta at- hæfið, sem sagt er frá í „Hægt rennur Don“ eftir Sjolokoff. Aðeins þrír guðir eru tignaðir, þeir Mammon, Eros og Bakkus, og reynt að skifta sem jafnast á milli þeirra dýrkuninni. — Verkamenn og vinnuveitendur cru eins að því leyti, að livorir- tveggja eru jafn-hugsjóna- snauðir, jafn-siðspillir og jafn- ruddalegir og sækjast eftir ná- kvæmlega því sama. Þetta á að vera lýsing á lif- inu í verstöðvunum á upp- gangsárunum fyrir kreppuna, þegar nóg var um peninga og ]ieir látnir fljúga án smámuna- legrar sýtingssemi. Höf. er það ljóst, að alt þelta sukk og svall er eðlileg afleiðing nýrra lífs- kjara, aukinnar tækni og meiri peningaveltu: Þar sem allar æðri hugsjónir og staðgóða menningu vantar, er von, að fjörið og dugnaðurinn, sem kemur greinilega fram við öfl- un lífsgæðanna, snúist á milli að allskonar drabbi, þar sem menn liafa hvorki ímyndunar- afl né menningu til að nota fé sitt .og tómstundir á gagnlegan hátt. — En honum er einnig ljóst, að liér er voði á ferðuin fyrir þjóðina. Honum virðist Jjjóðin vera í sjávarliáska á hrennandi skipi, en fram undan sér í geigvænlegt mistur, sem allra veðra getur verið von úr. En eintómar fordæmingar á spillingunni duga ekki hót — \andlætingarnar og stóru orðin verða sem gjall í munni um- hótamannsins, af því að atvik- in snúast á móti honum og liann er sjálfur ekki laus við mannlegan breyskleika. Þetta virðast vera kuldalegar lýsingar, en þó er hókin ekki köld, hún er hituð upp af and- stygð höf. á spillingunni og menningarleysinu meðal æðri sem lægri, aurahyggjunni, létt- úðinni, vöntuninni á öllum æðri verðmætum. Sem aldarfarslýs- ing er hókin að mörgu leyti merkileg. Lýsingin á verstöðv- unum er sjálfsagt sönn, þó að hún geymi eltki allan sannleik- ann um þær, þvi að hún er eftir mann, sem er lífinu þar þaul- kunnugur og hefir göslast þar í aðgerð um margra ára skeið. En höf. sér líka, að verstöðv- arnar eru eklti einar um þetta, um spillinguna og menningar- leysið, heldur er öll þjóðin meira og minna sýltt. Breytt og hætt ltjör hafa stigið inönnum til höfuðs. Þjóðin er að bíða tjón á sálu sinni. En hvað gagn- aði það manninum, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann biði tjón á sálu sinni? Það má finna galla á bókinni sem skáldriti. Bæði ræða Dag- bjarts (í fyrri partinum af ,,Lokadegi“) og hréf hans um Siglufjörð (i siðari partinum, ,,Mistri“) hafa að geyma lýsing- ar, sem betur hefðu verið ofnar inn í voð sögunnar á annan liátt. Sumir kunna að finna það að lienni, að orðatiltækin séu sumstaðar nolckuð óhefluð, en liklega er nokkuð örðugt að komast hjá þvi um þetta efni. Og stíll höf. er yfirleitt fjörug- ur og liressandi. Maður les bók- ina í einni lotu, hún er svo lif- andi. En til þess að hafa henn- ar full not verður að lesa fyrra bindið („Lokadagur“, I.) á und- an þessu. Efni sögunnar eða söguþráðurinn skal ekki rakinn hér, — það yrði of langt mál. Það var heppilegt, að síðasta Alþingi sá sér fært að veita höf. 1500 kr. styrk til ritsarfa fyrir næsta fjárhagstímabil; liann á það fyllilega skilið. Ilann er með hressilegustu rithöfunduxn vorum. Jakob Jóh. Smári. Skandinavisku Rauða Kross leiðangrarnir í Abessiníu. Osló, 10. júní. Samkvæmt símskeyti frá sænska ræðismanninum í Addis Abeba eru skandinavisku Rauða Kross lijálparleiðangr- . arnir á öruggum stöðum, en bú- ist er við, að nokkur tími líði, uns þeir komist til Addis Abeba. (NRP. - FB.). Sídasta uppátækið. Jafnskjótt og síöasta þingi sleit, voru gefin út bráðabirgSalög um stjórn á síldarverksmröjum ríkis- ins og nýir menn valdir í hana. Menn urSu dálítiö undrandi yf- ir þessari nýbreytni og fóru a5 veita þessum málum meiri athygli, en venja er til um nýjar lagasetn-r ingar. Þorskveiöarnar höfSu brugöist á vetrarvertíöinni í flestum helstu veiSistöövum landsins jog hlutir sjómanna og útgerSarmanna minni en nokkru sinni áöur um langt árabil. Þörfin fyrir auknar sildveiðar og góöa stjórn þeirra mála, var vonin sem allra augu mændu til. En skipun hinnar nýju verk- smiSjustjórnar lofaSi ekki góSu um framtíöina. Tveir hinna ný- skipuöu stjórnarmanna höföu ald- rei viS síld fengist á einn eöa ann- an hátt og afskifti þess þriSja af síldinni hafa ekki hingaS til veriS þannig vaxin, aS ástæSa sé til aS gera sér háar hugmyndir um góSa útkomu fyrir sjómenn og útgerS- armenn á viSskiftum þeirra viS verksmiS j ust j órnina. ÞaS var heldur ekki mjög upp- lyftandi fyrir útgerSarmenn og sjómenn, þegar þaS fór aS kvis- ast, aS hin nýja stjórn mundi ekki vilja greiSa sjómönnum og útgerS- armönnum sanngjarnt verS fyrir nýju síldina, sem verksmiSjunum var ætlaS aS taka á móti. ÞaS vitnaðist einnig flótlega, að fyrv. verksmiSustjórn hafSi selt fyrir- fram töluvert af væntanlegum af- uröum, fyrir verS sem í meSal- aflaári nam kr. 6,75 fyrir fersk- síldarmáliS. Til þess að koma vitinu fyrir hina nýju verksmiSjustjórn, héldu útgerSarmenn viS Faxáflóa 'ftíiid og samþyktu þar einum rómi á- skorun til ríkisstjórnarinnar, um aö hún hlutaöist til um, aö aS niinsta kosti kr. 6,00 yrSu greidd- ar fyrir máliS. Allir vita aS þetta er þó óþarflega lágt meS tilliti til fyrirframsölunnar. En til góör- ar samvinnu viS hina nýskipuSu stjórn, sem útgerðarmenn vita aS er fyrsta skilyrSiö fyrir góöri út- komu síldveiöanna ef aflinn er nægur, og eins vegna þess, aö allir stjórnarmennirnir eru viö- vaningar í þessum sökum, kom mönnum saman um, aö stilla kröf- um sínum svo mjög í hóf sem gert var. Menn skyldu nú halda aö tekið hefSi veriS í hina útréttu hönd út- geröarmanna og sjómanna af verksmiSjustjórn og ríkisstjórn. Engum kom til hugar aS hin nýja verksmiöjustjórn mundi heldúr kjósa aS byrja samvinnuna viö viSskiftamennina meS órétti og hlutdrægni og þar meS frá upp- hafi skapa sér réttmæta andúS þeirra, sent henni ríSur mest á að halda góSri samvinnu viS. En þaS lítur út fyrir, aS verk- smiÖjustjórnin liti öþruvísi á þessa hluti. ÞaS lítur út fyrir, að hún skoði hlutverk sitt frá póli- tisku sjónarmiði fyrst og fremst. Hún viröist telja þaS pólitískan ávinnihg fyrir þá flokka, sem hún er fulltrúi fyrir, að lama sem mest fjárhags- Knattspyrnumót íslands. keppa í kvöld kl. 8%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.