Vísir - 11.06.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1936, Blaðsíða 4
 VlSIR Eyvindup Albeptsson frá Teigi. Dáinn 14. apríl 1936. Sem eikin græn í skógi, er blóma fagran ber, svo búinn varstu gæðum, og unnu margir þér; og fremstur prúðra drengja þú lyftir huga hátt, þitt hjartg styrkti vonin og traust á drottins mátt. Ö, liylurinn soljni! ó, heldimma nótt! þá háðirðu stríðið, uns sviftur lífi og þrótt Þér drottinn einn var nærri, til liæða hófst þín önd; Úr húmi jarðardimmu þú eygðir lifsins strönd. Eg heyri þýða óma, þitt hjartans bera mál — mig harma’ ei, móðir kæra, lát gleðjast þína sál. Eg þakka blíða bæn og ást, sem blessun færði mér; þig blessi guð uns endar skeið, og athvarf veri þér. Þín sakna vinir kærir, þín saknar móðir blið; en sjást vér munum aftur á sælli frelsis tið. Á mjúkum jarðarbeði þér verði svefninn vær; það vetur jarðar deyðir, á vori himins grær. ólafur Gíslason. hefir veitt mönnum á öllum tímum; og engum þeirra hefir í raun og veru batnað án þess að geta endurnýjað trúarlíf sitt, eða öðlast trúarsannfær- ' 'jifiJI Alt eru þetta gleðileg tákn þess sannleika, að í fylling tím- ans muni lausnin á vandamál- um þjóðanna, og friður á jörðu, koma frá þeim anda guðs, sem þirtist í sönnum kristindómi- Já, fyrst og fremst frá þeirri lífs-speki er býður mönnum að sWðra sverð sín og elska hver annan. — Aðeins einn vitnis- burð í yiðbót. Hinn frægi prédikari, síra Harry Emerson Fosdick, segir: „Hlnstið á þetta, og sjáið, hvort þér þekkið uppruna þess: „Nú er það þetta, sem þarf að hrópa Út til allrar þjóðarinnar: Varð- veitið fjölskyldulífið. Þetta meinar ekki aðeins það að varð- veita haldgott og elskulegt hjónaband og heilbrigt uppeldi barna, heldur líka hið forna boðorð, sem æskunni var gefið: „Heiðra föður þinn og móður þina“.“ Ef menn neyðast til þess hvarvetna, að sannfærast um það, að ekki er hægt að viðhalda þjóðfélagi nema varðveitt sé heilbrigt fjölskyldulíf, er von- andi að menn og þjóðir átti sig á því, fyr en síðar, að heilbrigt fjölskyldulíf verður ekki varð- veitt án guðstrúar. Týndur sonur snýr oftast heim, þegar öll sund eru honum lokuð. Pétur Sigurðsson. ! Ath.: Af sérstökum ástæð- IWú vil eg geta þess, að grein þessi er skrifuð snemma í mars þ. á., þó það hafi dregist að hún kæmi í blöðunum. — Höf. Knattspyrnumót fslands Pram—Víkingur (7:0). Veður var slæmt. Allhvass norðaustan og mjög kalt. Fyrri hálfleikur. Víkingar höfðu undan vindi að sækja, en fengu að eins stöku upphlaup. Liðið var miklu veik- ara en á móti Val, enda fjórir gengnir upp af skaftinu úr þeim leik. Fram lék allvel, en setti þó ekki mark fj-r en 15 mínútur voru af leik og þá úr mjög liæpinni vítisspyrnu. Eft- ir þetta áttu þeir leikinn alger- lega. Settu þeir mark á 17. og 33. mín. hálfleiksins. Seinni hálfleikur. Nú voru að eins 10 menn í livoru liði. Haukur Óskarsson úr Víking og Jón Sigurðsson úr Fram voru gengnir úr vegna lítilsháttar meiðsla. Áttu Fram- menn algerlega leikinn og settu 2 mörk í fyrrihluta hálfleiks. Varð þá árekstur í Víldngs- markinu og varð markmaður Víkings að ganga úr leik, en annar kom í staðinn. Komu eft- ir þetta 2 mörk og lauk leikn- um með 7:0. Mótið fer nú að verða mjög spennandi, vegna þess að Fram er nú komið í tölu þeirra fé- laga, sem reikna verður með, þegar gera skal út um meist- aratitilinn. 1 kveld keppa Valur og K. R. kl. 8V2. Mest spennandi leikur mótsins. D. ötan af landi Framfarir i Iran. í Iran (Persíu) liafa orðið miklar iðnaðarframfarir á undanförnum 5 árum, en þá mátti heita, að enginn iðnaður á nútíma vísu væri til i landinu. En á þessu stutta skeiði hafa verið reistar verksmiðjur til þess að framleiða baðmullar- og ullardúka, silki, sykur, eld- spýtur, cement o. s. frv. í sam- tals 22 borgum. I íran er uppi sú stefna sem viðar, að fram- leiða sem mest í landinu sjálfu, en flytja sem minst inn, og iðn- aði hefir verið komið á fót í þeim tilgangi að gera viðskifta- jöfnuðinn liagstæðan, en hann hefir verið hinn óliagstæðasti og fjárliagserfiðleikarnir mikl- ir. Nú er verið að koma á fót verksmiðju til þess að fram- leiða sápu, glervarning, skó- fatnað, sokka o. s. frv., en alt slíkt verður enn að flytja inn frá öðrum löndum. Hrossa-skinns-lengjan. Páll Vídalín kærði Odd Sig- urðsson um það (1722), að hann hefði hýtt Bjarna vinnumann sinn með hrossskinnslengju, en vann ekki á að sinni. —■ Átti Oddur þá sökum að gegna sem oftar og fór utan í málarekstri sínum. — Stóð svo um liríð. Oddur reyndi að vefja málið, en að lokum féll það þó á hann og voru gerðar fésektir á hendur honum. — Kvað þá Páll lög- piaður vísu þessa: Hross-skinns-lengjan er nú elt, alt fór það með snilli, hún liefir lengi legið melt, lögmannanna á milli. Kaupmannahöfn, 10. júní. - FÚ. Norrænt búnaðarmót er hafið í Altuna í Svíþjóð, og setti sænski búnaðarmálaráð- herrann mótið. Þar verða rædd ýms norræn búnaðarmál. — ís- land tekur þátt í mótinu. Berlín, 10. júní. FÚ. Verkföllin í París og umhverfi hennar fara nú bð- um rénandi. Með samkomulagi sem náðist í fyrrinótt og trygg- ir verkamönnum 12% launa- hækkun, er bundinn endi á verkfallshreyfinguna á Norður- Frakklandi. I einstökum borg- um og héruðum landsins held- ur þó verkföllunum áfram. — Þannig liafa verkamenn í bygg- ingariðnaðinum í Toulouse lagt niður vinnu. Berlín, 10. júni. FÚ. Alþjóðamálin. — Refsiaðgerðir. Miðjarðarhafssáttmáli. Umræður standa nú yfir í London milli breskra stjórnar- valda og fulltrúa annara ríkja í breska veldinu. I tilefni af umræðum þessum birtir blað- ið Morning Post eftir stjórn- málafréttaritara sínum grein um afstöðu Ástralíu til alþjóða málanna. Segir þar, að í Ástr- aliu séu menn áhyggjufullir vegna milliríkjaástandsins. Það sé þar alment álitið, að áfram- hald refsiaðgerðanna geri eng- um neitt gagn. Þá er sagt, að Ástralia myndi vera þvi fylgj- andi, að gerður yrði Miðjarðar- hafssáttmáli, ekki að eins með þátttöku Bretlands og Ítalíu, heldur einnig Grilddands og Tyrklands. MATSALA: Spítalastxg 6 (uppi). Nokkrir menn geta fengið gptt fæðj. úppk í siina 3548. — (241 Vil taka tvo ábyggilega menn í fæði og þjónustu. A. v. á. (364 Stúkan Dröfn nr. 55 fellir niður fund í kvöld. Næsti fund- ur auglýstur síðar. — Æ. t. (375 IlÁiAf'fUNblfl Brúnn lcvenhanski tapaðist á Laufásveginum. Finnandi geri aðvart í síma 3029. (362 Itilk/nnincarI Tilkynning. Frá og með deg- inum í dag höfum við lækkað verð á allri vinnu verksmiðj- unnar. T. d. kemiskhreinsvxn á karhnannafötuxn, áður 7.50, nú 6.50. Virðingarfylst. Efnalaugin Lindin. Frakkastíg 16. Sími 2256. (363 Heimatrúboð leikmanna — Hverfisgötu 50. — Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. (369 Til leigu, fyrir ferðafólk, herbergi á Hverfisgötu 32, sími 3454. (39 Nýtísku séríbúð vantar i austurbænum, 2—3 herbergi. Ábyggileg greiðsla, enda 6 ára húsaleigukvittanir til sýnis ef óskað er. Tilboð sendist Vísi, merkt: „Austurbær“. (214 Ódýrt herbergi til leigu strax.' Uppl. Bragagötu 22 A. (365 Til leigu þriggja herbergja íbúð, með öllum þægindum, í rólegu húsi á skemtilegum stað. Reglusemi áskilin. Tilboð leggist inn á afgr. Vísis fyrir 15. júní, merkt: „15. júní“. (371 Gott lierbergi til leigu á Báru- götu 5. — (372 2 herbergi og aðgangur að eldhúsi til leigu nú þegar. Uppl. í síma 4051. (374 Lítið herþergi til Jeigu með bllupi þægipdum, með eða án húsgagng í jÞinghpjtsstræti 33. Sími 1955. (377 Óska eftir herbergi á góðum stað í mið- eða austur-bænum, strax. Tilboð, merkt: „1909“, sendist afgr. Vísis. (378 kVINNAfl Loftþvottar og utanhússþvott- ar. Símar 2042 og 4661. (16 Permanent fáið þér best í Venus, Austurstræti 5. Sími 2637. (2 Húsmæður eru beðnar að leita til (Vinnumiðlunarskrif- stofunnar (í Alþýðuhúsinu). Sími 1327, ef þær vantar stúlk- ur 1 vistir, lireingerningar eða þvotta. (211 KKAUPSKAPURl Ísíeiskum miniim daglega veitt móttaka frá kl. 10—12 f. h. Sðlsdeild Ferðaskrif- stofs rikistns. Tryggvagötu 28, I. hæð- Sími 3720. óskum eftir tilboðum í fjsk- bein á Þorlákshöfn og Stokk»- eyri. Egill Thorarensen, Sigtún- um. Böðvar Tómasson, Stokks- eyri. (280 Saumastofan, Laugavegi 12, hefir mikið úrval af sumarþjól- um og blússum. Simi 2264. (1761 Pantið í tíma, í síma 3416. — Kjötverslun Kjartans Milner. (757 Bestur er riklingurinn og harðfiskurinn frá Kristínu J. Hagbarð. (220 Vil kaupa notaða eldavél en nothæfa án viðgerðar. -— Uppl. Hverfisgölu 68 A. Sími 4129. (361 Kvenreiðhjól til sölu. — Uppl. Seljavegi 5. (366 Kasmirsjal óskast, tvöfalt. — Uppl. á Frakkastíg 24. (367 15 manna tjald til sölu á Frakkastíg 24. (368 30 img hænsni til sölu mjög ódýr. Uppl. í Ánanaustum E. (370 Ótrúlega lágt verð. Kommóður kr. 28.00, stór matborð kr. 25.00, smáskápar, verð frá kr. 15.00, smáborð frá kr. 7.50, eldhúsborð, eldhils- stólar, klæðaskápar, vandað pikarskrifborð, svefnherbergis- liúsgögn og margt fleira með mjög lágu verði. Notuð hús- gögn tekin upp í viðskifti. -—• Klapparstíg 11. Húsgagnavið- gerðarstofan. (376 Mjög ódýr barnavagn og nokkurar nýjar stofuliurðir, kofort og 2 lítil borð, til sölu með sérstöku tækifærisverði, ef keypt er strax. Uppl. Laugavegi 86, niðri. Sími 2896, eftir kl. 8 e. h. (379 PBLAGSPRENTSMIÐJ AN KRISTALSKLÓ. 37 hafa gert það með töngum. Sé hann bófi ber hanjn vafalaust slíkt verkfæri á sér — þvi að á þennan hátt opna þjófar oft dyr, sem læstar ’ eru að innan.“ Eg sá þegar, að vel gat verið að þessi ein- falda skýring gat átt hér við, og mér þótti hálf- leitt, að hvorki mér né Seton skyldi hafa getað dottið þetta í hug. Síðar þegar eg athugaði hurðina komst eg að því, að þetta gat vel hafa gengið þannig fyrir sig, og til þess að sannprófa það læsti eg dyrunum þannig sjálfur, að utan- verðu, að Iykillinn stóð í skránni að innanverðu. Það var engum vafa undirorpið, að Audley hafði orðið skelkaður meira en lítið, hvort sem það var nú koma mín eða eitthvað annað, sem hræðslunni olli. Sennilegast hefir hann falið sig í einliverju öðru herbergi, uns hann taldi sér óhætt að hverfa á brott. „Mitt ráð er,“ sagði félagi minn, „að þú hafir engin frekari afskifti af þessu. Þú hefir ekkert nema óþægindi af því. Og það er ekki nokkur skynsamleg ástæða til þess fyrir þig, að vilja hafa afskifti af máli, serix kann að leiða til þess, að þú verðir leiddur fyrir rétt. Segjum svo, að Audley væri handtekinn. Þú verður leiddur sem vitni. Og það væri óheppilegt, að Ienda í þvi.“ Hér var mér þá gefið sama ráðið og dr. Feng hafði gefið mér. En eg gát ekki fengið mig til þess að hætta afskiftum af þessu máli — með því fanst mér eg vera að yfirgefa Thelmu í erfiðleikum hennar. Þremur dögum síðar fekk eg orðsendingu frá henni, þess efnis, að hún og móðir hennar væri í nokkurra daga heimsókn í London og hefði þær mæðgur leigt sér herbergi í Hótel Rubens við Buckingham Palace Road. Thelma spurði mig að því, hvort eg gæti fundið sig. Eg fór þangað og hún bauð mér að snæða með sér miðdegisverð. Hún var fegurri en nokkuru sinni, en föl mjög og auðsæilegt var, að hún var taugaóstyrk. Hún gat ekki haldið höndum sínum kyrrum andartak og var alt af að fitla við giftingarhringinn sinn. Eftir á, þegar við vorum að drekka kaffi í setusalnum, sá Thelma stúlku, sem hún þekti, og stóð á fætur til þess að heilsa henni, og not- aði eg tækifærið og sagði við Mrs. Shaylor: „Jæja, Mrs. Sliaylor, hefir Thelma haft nokk- urar fregnir af manni sínum ?“ „Ekki orð,“ svaraði hún. „En Harold Ruthen hefir komið að heimsækja hana nokkurum sinnum og þau hafa farið út saman. En þótt hún hafi farið með honum virðist hún hafa hina mestu andstygð á honum. Alt af þegar hann kemur er hún mjög æst í skapi og oft þegar hann er farinn grætur hún beisklega. Hann virðist hafa hið kynlegasta vald yfir henni, en hún vill ekki trúa mér fyrir neinu um það.“ „Mér þykir einkennilegt, ef henni geðjast að honum,“ sagði eg og mintist samræðu þeirrar milli þeirra, er eg hafði hlustað á í Múrren. „Mín skoðun er sú, að Thelma óttist hann, og til þess að villa yður sýn þykist hún taka honum glaðlega, þótt henni raunverulega, eins og þér hafið rétt til getið, sé illa við hana.“ „Þér haldið það?“ sagði Mrs. Shaylor og horfði beint framan í mig. „Hún hefir ekkert sagt mér annað en það, að Ruthen sé vinur mannsins sins.“ „Eg hygg það vera,“ sagði eg. „Og hann er að leita að Stanley, alveg eins og þér, Mr. Yelverton,“ bætti hún við. Eg varð mjög undrandi, en lét á engu bera, því að Thelma kom aftur í þessum sömu svif- um og sagði: „Þetta var Sybil Deighton. Eg hefi ekki séð hana siðan við vorum saman í skóla. Hún er gift og það er maðurinn hennar, sem hún er með. Hann er laglegasti piltur — eruð þið ekki á sama máli?“ Thelma hallaði sér aftur í hægindastólnum. Það var ekki fyrr en löngu seinna, þegar Mrs. Shaylor var búin að bjóða okkur góða nótt, að eg áræddi að tala um Stanley. „Mr. Yelverton,“ sagði hún og Ieit beint framan í mig, og það var mikil alvara og sorg í djúpu, gráu augunum hennar —“ eg hefi ekk- ert frétt — ekki eitt orð. Ef Stanley er á lífi mundi liann vafalaust hafa sent mér nokkurar línur í huglxreystingar skyni. Eg •— eg er farin að halda, að hann sé — dáinn.“ Stanley Audley dáinn! Ef svo væri eru eng- ar hömlur á mér — eg gæli reynt að vinna ástir hennar. Blóðið rann örara um æðar mínar af tilhugsuninni um þetta. Eg verð að kannast við það, að eg óskaði þess að þetta væri svo, en and- artaki síðar fyrirvarð eg mig fyrir að slík hugs- un skyldi hafa vaknað í brjósti mínu. Það var ekki í samræmi við þær skoðanir, sem höfðu verið ríkjandi í þeim skóla, sem eg hafði fengið uppeldi mitt í. Til þessa hafði eg að minsta kosti kappkostað að halda veg drenglyndisins og heið- arleikans — og haldið stefnunni, sem eg upp- haflega tók. Eg er sannfærður um, að um marga karlmenn er það svo, að reglur og ásetn- ingur í þessum efnum hefir miklu meiri áhrif en nokkurar trúarkenningar. Þótt eg margsinnis reyndi að beina samræð- unni að Harold Ruthen gat Thelma þess þó ekki, að hann hefði komið til Bexhill. Mér féll það undir niðri mjög illa, að liún var ekki hreinskilin við mig. Loks komst eg að þeirri nið- urstöðu, að það væri réttast af mér, að segja henni í fullri hreinskilni frá því, sem gerst hafði í gistihúsi Seton’s við Lancaster Gate, án þess þó að minnast á fölsuðu peningaseðlana. „En það getur ekki hafa verið Stanley,“ sagði hún æst. „Hvers vegna ætti hann að forðast yð- ur? Hann getur ekki litið á yður nema sem vin.“ „Eg lít og á hann sem vin. En hvers vegna lætur hann ekki yður vita livar hann er?“ Hún hristi höfuðið örvæntingarlega. Alt í einu rétti hún fram lrina grönnu, livítu liönd sína og það var sorg í augum hennar, er hún benti á giftingarliringinn sinn og livislaði: „Getið þér gert yður í hugarlund hvilikt kval- ræði það er mér, að hafa orðið fyrir þessu?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.