Vísir - 05.09.1936, Síða 2

Vísir - 05.09.1936, Síða 2
VlSIR 1200 uppreistarmenn, konur og börn hafa leitad hæiis í hernaðar- skólanum í Alcazar, sem stjórnarliðið býst til að taka með áhlaupi í dag, að undangenginni fallbyssu- skothríð, sem þegar hefir valdið miklu tjóni. Irun fallin í hendur uppreistarman n a. Giral lieHF sagt af* sér og jafnadarmannaleiðtoginn Caballero myndað stjópn. London, í gær. — FÚ. Irun er nú fallin i liendur uppreistarmanna, eftir liálfs mán- aðar umsátur. 1 orustunum um horgina siðustu þrjá dagana hafa þúsundir fallið úr liði beggja aðila. Eftir að uppreistarmenn höfðu náð Behobia var þeim greið leið til Irun, hálfa aðra mílu í burtu. Úrslitaárás sina á Beliobia gerðu uppreistarmenn kl. 2 í nótt, og ruddust þá inn í hæinn með skriðdreka og brynvagna. í morgun liöfðu þeir brotið alla vörn stjórnarsinna á bak aftur. Klukkan 9 í morgun réðust uppreistarmenn svo inn i Irun. Flóttamenn höfðu streymt þaðan alla nóttina og fram á morg- un, og skutu uppreistarmenn af handahófi á lióp hins flýjandi fólks, og lirökluðust þeir sem af komust áfram yfir lík þeirra sem féllu, og særða menn sem eftir lágu. En að baki þeirra var hin brennandi borg. Er uppreistarmenn lögðu leið sina um göt- ur borgarinnar, mætti þeim vélbyssuskothríð úr gluggum hús- anna. Klukkan 11 voru skotbirgðir stjórnarsinna að þrotum komnar, og hörfuðu þeir þá undan, en sprengdu upp húsin um leið og þeir fóru eða kveiktu í þeim. Þegar síðast fréttist, varð- ist enn þá hópur 400 manna í vigi sem þeir höfðu gert sér. Þetta var kl. 2 í dag, og var þá búist við, að þeir myndu gefast upp á hverri stundu. Flestir vopnfærir flóttamenn tóku með sér vopn sín og af- hentu þau frönskum landamæravörðum, heldur en að láta þau falla í hendur uppreistarmanna. Allir vopnfærir menn eru sendir með sérstökum járnbrautarlestum frá Hendaye til Barce- lona. I Hendaye er hörmulegt um að Iítast. Flóttamenn sitja þar á pinklum sínum á götunum, og jafnvel á járnbrautar- og spor- vagnateinunum. Það er talið sjálfsagt, að uppreistarmenn muni nú gera árás á San Sebastian, og enginn vafi talinn á því, að þeim muni tak- ast að ná henni. Með því að Irun er fallin, eru allar flutninga- leiðir á landi til San Sebastian lokaðar fyrir stjórnarliðum, en úti á hafi eru lierskip uppreistarmanna á verði, og munu þau hefja skothríð á horgina, ef þau verða þess vör að þangað sé verið að flytja liðsauka eða vopn. Yfir dalnum, þar sem Irun og San Sebastian liggja, er nú þykkur reykjarmökkur frá hinni brennandi Ininhorg, og þaðan lieyrast látlausar sprengingar. I London, kl. 18. — G. M. T„ 4. sept. FÚ. Fyrir nokkurum mínútum barst út fregn um það, að stjórn- in á Spáni væri búin að segja af sér, og að Caballero væri bú- inn að mynda nýja sljórn. Utanríkismálaráðherra er Delvio. Sú stjórn, sem í dag sagði af sér hefir setið að völdum síðan skömmu eftir að uppreistin hófst, en þá urðu á einum degi stjórnarskifti fjórum sinnum. Stjórnin, telur sig hafa borið sigur úr býtum í dag í Guadarr- amafjöllum. Þá hefir orðið orusta við Talaver, og telja hvorir tveggja sig liafa unnið sigur. — Segjast upp- reistarmenn nú eiga greiða leið til Toledo. Madrid, tilkynnir, að Huesca sé fallin í hendur stjórnarhersins. Ennfremur, að Márar í liði uppreistarmanna í Asturiu hafi gengið í lið með stjórninni. í Hendaye er álitið, að San Sebastian muni gefast upp, heldur en að eiga á hættu þær hörmungar, sem dunið liafa yfir Irun. . \ Osló, 4. september. — FU. Eftir fall Irun lét Franco hershöfðingi það í ljós, að nú stæði uppreistarmönnum vegurinn opinn til Madrid, og að ekkert myndi geta stöðvað þá á þeirri leið, nema ef stjórnin liefði nægilega öfluga flugsveit. Rauðu flokkarnir og mannréttindin. London í morgun. Fregn frá Toledo í morg- un hermir, aÖ stjórnarsinn- ar hafi hyrjað ákafa fall- býssuskothrið á Alcazar i Álabacete-héraði (íbúatala þessarar borgar er um 4.500). Fregn þessi sýnir, að fyrir sunnan Madrid er aðstaða st jórnarliðsins enn sterk. 1 Alcazar er hernaðar- skóli og er svo að sjá af fregnum þeim, sem borist hafa, að sjórnarsinnar hafi Alcazar að nokkuru á sínu valdi, því að fallbyssuskot- hríðinni er aðallega beint að hernaðarskólanum, þar sem uppreistarmenn í Alcazar búast nú aðallega til varnar. Þangað er kominn fjöldi kvenna og barna, sem hefir leitað þar hælis. Hefir hern- aðarskólinn verið höfuð- virki uppreistarmanna þarna undanfarnar vikur og hafa þeir búist ramlega til varnar. Um 1200 manns eru nú í hernaðarskólanum. Stjórnarsinnar beindu og *kotum sínum að húsi því, en það er turnabygging, sem skrifstofur yfirmanns setuliðsins í Alcazar eru i. í skothriðinni hrundu tveir turnar og urðu þeir, sem í skrifstofunum voru og aðr- ir, sem leitað höfðu verndar í byggingunni, að flýja nið- ur í kjallara hússins, því að fallbyssuskothríðinni er haldið uppi látlaust, og kjallarinn eini staðurinn, þar sem nokkurt ör>rggi er að hafa. Uppreistarmenn þeir, sem komust þangað niður höfðu sumir meiðst, og margir, sem á efri hæð- um hússins voru, er skot- hríðin byrjaði, biðu bana af völdum hennar. Byggingin má í rauninni heita i rúst- um að hálfu leyti. Fall- byssuskotin hafa sprengt véggi hússins og eru þar nú stór skörð. Búist er við, að stjórnar- sinnar hefji fótgönguliðs- árás á bygginguna og hern- aðarskólann í dag. (United Press. — FB.). Yopnaflutningnr til Spánar um Frakk- lard Oslo í gær. ParísarblaðiS Le Jour segir, að því er hermt er í skeyti frá París, að norskt eimskip hafi komið til Yernon við Signu með vopnafarm, 200 vélbyssur o. fl. og hafi afferming farið fram að viðstöddum fulltrúa spænsku stjórnarinnar og tveggja full- trúa spænsku alþýðusamfylk- ingarinnar. Vélbyssurnar voru látnar í tvo járnbrautarvagna, til flutnings til Spánar. (NRP — FB.) London, 4. sepl. — FÚ. í hinni nýju stjórn Caballer- os á Spáni, er hinn fyrverandi forsælisráðherra, Giral, en án sértsakrar stjórnardeildar. Að öðru leyti eru i stjórninni 4 jafnaðarmenn, þrír kommúnist- ar, þrir lýðveldissinnar og einn ulanflokka. Þýska stjórnin hefir verið fullvissuð um það, að hlutleys- isnefndin muni eingöngu hafa eftirlit með þvi, að hlutleysis- samningarnir séu haldnir, en ekkert hlanda sér inn í styrj- öldina á Spáni á annan hátt. Er búist við, að Þjóðverjar muni skipa mann í nefndina, að feng- inni þessari yfirlýsingu. Berlín, 4. sept. — FÚ. Stjórnarsinnar á Spáni liafa nú sprengt í loft upp fjallavígið við Irun sem uppreistarmenn , tóku. Stendur það nú i björtu 1 báli. Strax eftir töku Irunborgar skipaði Mola hershöfðingi að Iiefja skyldi sókn á San Sebast- ian. Var þegar hafin fallbyssu- skothríð á stöð eina utan við borgina. Frá San Sebastian er fjöldi flóttamanna kominn yfir frönsku landamærin, þar á með- al héraðsstjórinn. I Katalóníu liafa allir vopn- færir menn á aldrinuin 18 til 45 ára verið kallaðir til vopna. Það er óneitanlega dálítið spaugilegt, að rauðu blöðin liérna skuli vera sí-gasprandi um það, að stjórnarflokkarnir sé lýðræðisflokkar ;og traust'ir verðir hverskonar mannrétt- inda. Þetta er alveg þver-öfugt, eins og allir vita. Sljórnarflokkarnir eru í eðli sínu einræðisflokkar. — Framferði þeirra tekur og af öll tvímæli um það. — Lýðræðis-stjórn leikur sér ekki að því, að brjóta stjórn- skipunarlög þess ríkis, sem liún er yfir sett. Hinsvegar er ein- ræðis-sinnuðum stjórnum ein- att liætt við slíku. Þær setja ónáttúru sína og ofbeldis-hneigð ofar öllum lög- um. Núverandi stjórn liefir þver- hrotið stjórnarskrána, sem kunnugt er. — Á þvi leikur engi vafi. — Hún hefir gert það oftar en um sinn og gersamlega að á- stæðulausu. Nægir í því efni að minna á útgáfu hráðabirgðalaganna um stjórn síldarverksmiðjanna. Þau voru gefin út á öðrum degi eftir þinglausnir. Stjórnin treysti sér ekki til að koma slíkri löggjöf fram á þinglegan liátt. Hún þóttist vita með vissu, að þingviljinn væri andvigur lagasetningu, er færi í þá átt, að hrófla við stjórn síldarverksmiðjanna. — En hún var staðráðin í því, löngu fyrir þinglausnir, að liafa þing- viljann að engu og brjóta stjórn- skipunarlög rikisins að geðþótta sínum. — Þvi fór harla fjarri, eins og allir vita, að alþjóðar-nauðsyn ræki á eflir slikri lagasetningu. Hún var gersamlega óþörf og jafnvel stór liættuleg. — Lá við borð, eins og kunnugt cr, að stjórnlaga-brotið hefði þær afleiðingar, að síldar-út- gerðin stöðvaðist gersamlega. Hin nýja stjórn verksiniðj- anna aftók í fyrstu, að greiða sanngjarnt verð eða viðunanlegt fyrir bræðslusíldina. Iienni mun hafa þótt hófi nær og sanngjarnt, að sjómenn ynni nálega kauplaust og sítdar-út- vegsmenn bæri ekkert úr být- um. — En sjátfstæðismenn skárust í leikinn — með góðri aðstoð og öruggu fylgi sjómanna og út- gerðarmanna. Baráttan var tiörð, en henni lauk þannig, að „Þúrsraið" fyrir Anstfjðrðnra. Ágætur karfaafli á miðum þeim, sem Þór fann fyrir Austfjörðum. Norðfirði 4. sept. FÚ. Togarinn Brimir kom í morg- un til Neskaupstaðar af karfa- veiðum með 180 smálestir karfa og ufsa eftir tæplega þriggja sólarliringa útivist. Veiðina lékk hann á liinum nýfundnu karfamiðum eða þórsmiðum úti fyrir Austurlandi. Á miðum þessum virðist að sögn skip- stjóra engu minni karfi en á Ilalamiðum, en slraumur er þar altharður. Aðalkarfamagnið er á tiltölulega mjóum hrygg á 170—185 faðma dýpi, en mink- ar þegar er komið er út af hon- um á 190 til 200 faðma dýpi. Skipið féklc töluvert af stórlúðu, en þorskur og smáfiskur er ríkisstjórn og verksmiðjustjórn urðu að láta undan síga. Tilræðinu við fátæka sjómenn og útgerðarmenn var afstýrt. En stjórnarliðar báru sig illa og Iiafa verið vælandi út af ó- sigri sínum í alt sumar. Og enn eru þeir sí-vælandi. Sildveiðin var mikil um tínia og verðið sæmilegt. Og nú eru rauðu blöðin farin að ympra á því — hrædd við sjómennina að vísu og kjökrandi — að alt sé þetta þeirra verk —- jafnvel það, að síldin gekk á miðin! En alþjóð veit, að það er marklaust þvaður. Rauða liðið var þess albúið, að stofna síld- arútgerðinni í beinan voða. Þeir horfðu ekki í það, rauðu foringjarnir, að brjóta stjórnarskrána til framgangs þeim ásetningi, að þröngva kosti sjómanna. En heilbrigð skynsemi tók i taumana og braut á bak aftur hinar þjóðhættulegu ráðagerðir. Og svo þykist stjórnin og alt liið rauða foringja-dót vera að vernda lýðræðið og mannrétt- indin! — Vei yður, þér hræsnarar! —o— Einræðislierrar eða liöðlar nútímans stefna að því, meðal annars, að gera þegnana að viljalausum og sannfæringar- lausum peðum. — Mönnum er ætlað að leggja allar einka- hugsanir og sannfæringu, á hill- una. Menn eiga að trúa á ein- valdinn og þagga niður kröfur „sins innra manns“ um sjálf- stætt, andlegt líf. Einstaklings- eðlinu er ætlað að hverfa. Mönnum er ætlað að verða að einhverskonar andlegum viðrin- um, sem elti leiðtogann eða leiðtogana í blindni. Að þessu virðist nú stefnt í einræðislöndum álf unnar. Og svona er það víst um altar jarð- ir, þar sem vilji hins einstaka manns er fótum troðinn og krafist skilyrðislausrar og full- kominnar hlýðni. Piltarnir rauðu, þeir er nú fara með völdin hér á landi, virðast liafa allan hug á því, að semja sig að háttum Stalins, Hitlers og Mussolini, og þó einkum hins fyrst nefnda. — Þar er fyrirmyndin og þar er skyldleikinn mestur. Einstaklingshyggja íslend- inga hefir verið all-rík fram að þessu. En nú er svo að sjá, sem hún sé heldur tekin að bila með- varla til á miðum þessum. Á miðunuin er óvenju góður tog- botn, sérstaklega er þess er gætt, að þar hefir ekki svo kunnugt sé verið togað áður. Kuldaveður hefir verið á Norðurlandi undanfarið og snjóað á fjöll. i Reknetaveiðarnar. Undanfarna daga hefir engin reknetaveiði verið sakir ógæfta. I gærlcveldi fóru nokkrir bátar á veiðar, en afli var misjafn. Afli þeirra báta, sem komnir voru að um kl. 16,30 var sem hér segir: Már 100 tunnur, Sæ- hrímnir 150 til 200 tunnur, Lag- arfoss 50 tunnur og Hrönn 30 lunnur. Aðrir bátar höfðu minna. Fjöldi verkafólks er far- inn og fer með næstu ferðum. al þeirra manna, sem ógæfan hefir rekið í færikviar liinna rauðu „forspraklca.“ Sumir þessara kúguðu manna munu • þó enn luma á ofurlitlum sann- færingar-neista undir niðri. En þeir þora varla við það kannast, vesalingarnir, því að liefndin er vís, ef upp kemst. Sé menn þessir spurðir um álit þeirra á einhverju fólsku- verki valdhafanna, geta þeir haft það til að segja sém svo og þó i hálfum hljóðum: Eg er al- veg á móti þessu, svona með sjálfum mér. Eg áht það hættu- legt, ranglátt og vitlaust. — En sem flokksmaður verð eg að segja já og amen og dansa með. Þar er ekkert undanfæri, þvi að annars kostar verð eg ofsóttur og hrakinn. Svo þyrlast þeir i dansinn, nauðugir-viljugir, þessir ánauð- ugu menn. — Hinn trylda myrkra-dans rauðálfanna. — — Bók um slysavapniF. Flestir eru léttlyndir um það sem fram undan er, og er það að mörgu leyti heppilegt. En þó er næstum því óskiljanlegt, live látið er reka á reiðanum með ýmsar sjálfsagðar varúð- arráðstafanir gagnvart slysum á sjó og landi. Ein nauðsyn- legasta ráðstöfunin er að afla sér upplýsinga um orsakir slys- anna, og livað megi taka til hragðs, þegar þau lier að liönd- um. — Hr. Jón Oddgeir Jónsson liefir gefið út snoturt kver, með myndum, um þessi efni, sem ætti skilið að ná mikilli út- breiðslu. Það heitir: „Forðist slysin“, og er útgáfan gefin skátafélaginu Væringjar í Rvík. Svo telst til, að um 60% af eldsvoðum orsakist af ógætni og vankunnáttu, og er lýst ýmsu gagnlegu um meðferð á eldi og eldfimum efnum; líka bruna- liættu af rafmagni. Það væri gott, ef um næstu hátíðir væri farið eftir bendingum höfundar um hvers ber að gæta, þegar kveikt er á jólatrjám. Slysum af rafmagnsstraum (öðrum en eldsvoða) er líka lýst í þessum pésa, og hvað eigi þá til hragðs að taka. Hve marg- ir eru færir um að hjarga manni, sem snert hefir raf- magnstaug, og getur ekki los- að sig sjálfur? Kaflinn um umferðaslysin gæti gefið Iögreglunni í liöfuð- staðnum tilefni til vakningar, því að margt er hér ógert til að forðast götuslys. Hvað segja menn um að leyfa hílastæði á gangstéttum, þar sem er mikil umferð? Eða; það, að lijólreiða- mönnum skuli líðast að hjóla um gangstéttir, eins og algengt er í höfuðstaðnum. Og margt mætti upp telja, sem aflaga fer. Umferðalögreglan hér í bænum þarf að bæta sig i ýmsu. Hún ætti líka að fræða fólkið, t. d. með því að liafa hér „umferða- viku“, eins og tíðkast sumstaðar erlendis, til þess að fræða al- menning um rétta umferð og varúð á götunum. Það er ekki vandalaust, að leiðbeina um lífgun úr dauða- dái. Eg efast um, að lífgunar- tilraunir við þá, sem legið liafa í vatni, og komnir eru fast að druknun, beri árangur, nema sá, sem lífgar, hafi beinlínis lært það og fengið leikni i því. Höf. hefir einskorðað sig við að sýna lífgunartilraunirl á grúfu. En á- stæður geta verið þannig, t. d. i róðrarbát, að hentugra sé að hafa þann, sem dreginn er upp úr sjónum, í öðrum stellingum. Prýðilega lýsir liöf. þvi, sem taka má til bragðs þegar mað-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.