Vísir - 25.09.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1936, Blaðsíða 2
TfSIB Stjórnarliðar búast við ad ná Maqueda aftur á sitt vald i dag. Þeir hafa veitt Alberchefljótinu úr farvegi sínum yfir stór svæði og með því einangrað margar sveitir uppreistarmanna og gert þeiin erfitt fyrir. Emoknnin á útflntniogi isaðrar sildar brotin á bak aftur. Jóhann Þ. Jósefsson er 1 þann veginn að senda tvo skips- farma af ísaðri sild til Þýska- lands, Flakið af „Pourquoi pas?4í atliugað af kafara og leitað ad líkum. London í morgun. Fregnir þær, sem nú berast frá Spáni benda mjög á, að til úrslita dragi í orustunum um Madrid. Uppreistarmenn safna öllu því liði, sem þeir geta náð í, til úrslitasóknarinnar, en stjórnarliðar hafa gripið til binna víðtækustu ráðstafana til þess að stemma stigu fyrir framsókn uppreistarmanna. — Hafa þeir meðal annars látið rífa flóðgarða og veitt Alberc- hefljótinu yfir stórt svæði til þess að hindra framrás liðs uppreistarmanna. Hefir þetta borið þann árangur, að fjölda margar sveitir uppreistar- manna eru algerlega einangrað- ar, m. a. í Torrijos, sem þeir al- veg nýlega náðu á sitt vald. — Jafnframt hafa stjórnarliðar á þessum slóðum hafið sókn. Þeir hafa náð Quismondo á sitt vald aftur og hafið skothríð á Ma- queda, bæði á landi og úr lofti. Gera stjómarsinnar sér vonir um, að ná Maqueda aftur á sitt vald í dag. Varnarlínur stjórn- arsinna eru nú 14 kílómetra frá Toledo, og hafa þeir allmik- ið lið við Torrijoveginn, sem býst til árásar á borgina. — I London i morgun. Bretar eru nú að senda mjög aukinn liðsafla til Palestina, vegna óeirðanna þar í iandi af völdum Araba. Hafa Bretar á- kveðið að brjóta niður mót- spyrnu Araba, sem hafa neitað öllu samkomulagi. Fregnir hafa London 24. sept. FÚ. Enn hefir ekki fengist nein vitneskja um það, hvernig Ítalía miini snúast við því, að fulltrú- um Abessiníu hefir verið úr- skurðaður réttur til þess aðsitja á þingi Þjóðabandalagsins. — Mussolini átti i dag tal við ut- anríkisráðherra sinn, Ciani greifa, en engin opinber tii- kynning var gefin út að loknum viðræðum þeirra. Frönsk blöð segja óvenjulega fátt af fundi Þjóðabandalagsins i gær, en flest þeirra mótmæla þeirri niðurstöðu, sem kjör- hréfanefndin komst að, vegna þeirra afleiðinga, sem gera má ráð fyrir, og ætla blöðin, að Ítalía muni nú segja sig úr Þ j óðabandalaginu. Þýsk blöð, aftur á móti, birla langar frásagnir'af fundinum, með feitletruðum fyrirsögnum. Eín fyrirsögn hljóðar þannig: „Þjóðabandalagið gerir sig að alhlægi“, en önnur: „Þjóða- handalagið líður undir lok“. Abessiníukeisari tók á móti j blaðamönnum í morgun í íbúð | Alcazar er alt óbreytt, þ. e. upp- reistarmenn hafa enn nokkurn hluta vígisins á sínu valdi. — (United Press—FB). FÚ. í gær. Uppreistarmenn viðurkenna, að stjórnarherinn á Talavera- vigstöðvunum hafi búið vel um sig, og að það kunni að reyn- ast torvelt að brjótast í gegn urn herlínur stjórnarinnar á þessum stöðvum. Uppreistar- menn hafa notað uppþornaðan farveg Alberche-árinnar sem tjaldstað, bæði til geymslu á vopnum og matvælum og einn- ig handa hermönnum sínum. Ofar í fljótinu hefir verið gerð- ur stór vatnsgeymir, vegna raf- orkuvers. Er þess vegna lítið sem ekkert vatn neðar í ánni. Það voru hlið þessa vatnsgeym- is, sem stjórnin lét opna, svo að flæddi í árfarveginn. Það er sagt, að margir af liði uppreist- armanna hafi drukknað, og að þeir hafi mist miklar vistir og annan útbúnað. Ein fregn segir, að þeir hafi þurft að hörfa alllangt aftur á bak, vegna flóðsins, en sú frétt er óstaðfest. borist um, að í gær (fimtudag) hafi bresku herliði og Aröbum lent saman í þremur héruðum Palestina. Fimtíu Arabar voru drepnir í orustunum, en tveir breskir hermenn særðust. (Uni- ted Press—FB). sinni í gistihúsi því, er liann tívelur í Genf, og komst hann að orði á þessa leið: „Vér vilj- um lýsa yfir hinu dýpsta þakk- læti voru til Þjóðabandalagsins, fyrir réttsýni þess í garð hinnar abessinsku þjóðar, er nú líður liina þyngstu raun. Vér þökk- um af hjarta öllum þeim, er stutt hafa að því, að málstaður vor yrði virtur.“ í Pióm er í dag birt sú fregn, að Ras Seyoum og annar abes- sinskur þjóðhöfðingi ásamt honum, séu á leiðinni með mik- inn her innfæddra og ítalskra manna í áttina til Gore. Atvinnuleysi eykst í Noregi, en er þó minna en um sama leyti í fyrra. Oslo i gær. Skýrslur frá vinnumiðlunar- skrifstofunum víðsvegar um landið sýna, að tala atvinnuleys- ingja var þ. 15. september 28.- 122, en var þ. 15. ágúst 23.477. Þ. 15. sept. í fjæra voru alvinnu- leysingjar 4.426 fleiri en nú. — Hið furðulega tiltæki sildar- útvegsnefndar, að veita einum erlendum manni einkaleyfi til útflutnings á ísaðri síld, hefir mælt svo megnri andúð, bæði innanlands og utan, að ríkis- stjórnin virðist elcki sjá sér annað fært en að ónýta þessa ráðstöfun nefndarinnar. Jóhann Þ. Jósefsson, alþing- ismaður liefir á undanförnum árum haft með höndum út- flutning á ísaðri síld til Þýska- lands. Þessari starfsemi ætlaði liann að halda áfram nú, og var í þann veginn að hefja kaup á sild i því skyni, er kunnugt varð um þá ákvörðun sildarút- vegsnefndar, að veita öðrum einkqleyfi til slíks útflutnings. Norðmaðurinn, sem einkaleyfið átti að fá eða hafði fengið, lief- ir að sögn sení út einn farm. En J. Þ. J. liefir keypt síld í tvö skip, sem nú munu vera .á för- uin héðan, og eiga að flytja síldina til Þýskalands. Og það er fullyrt, að ekki muni verða amast við þeim útflutningi, þrátt fyrir einkaleyfi Norð- mannsins. Og væntanlega verð- ur þá þessi útflutningur látinn vera frjáls framvegis eins og hann hefir verið að undan- förnu. Flan sídarútvegsnefndar, sem stjórnarblöðin voru þegar tekin að dásama, sem eitt hið heilla- vænlegasta bjargráð, sjávarút- veginum til handa, hefir þann- ig fengið sinn dóm. Jafnvel rík- isstjórnin, sem til þessa hefir á- valt talið sér skylt, að láta fram- fylgja ákvörðunum liinna stjórnskipuðu útvegsmála- nefnda, með oddi og egg, hvað fráleitar sem þær liafa verið, hefir nú ekki séð sér annað fært, en að afneita þessu axar- skafti síldarútvegsnefndar. Hinsvegar er alveg óhætt að fullyrða það, að ríkisstjórnin hefir ekki gert það af neinni umhyggju fyrir liagsmunum islenskra litgerðarmanna eða útflytjenda, heldur eingöngu af liræðslu við þær afleiðingar, sem það kynni að geta haft, að bera þannig fyrir borð hags- muni erlendra, og þá sérstak- lega þýskra viðskiftamanna, sem síldarútvegsnefnd ætlaði að koma í veg fyrir að gætu haldið áfram beinum viðskiftum við íslenska framleiðendur eða út- flytjendur, og neyða til að nota milligöngu erlcnds keppinaids. Að sjálfsögðu undrast menn mjög þetta frumlilaup síldarút- vegsnefndar, og krefjast skýr- inga á þvi, hvers vegna hún hafi ráðist i aðra eins fásinnu og þá, að banna þýskum kaupendum bein kaup á ísaðri síld héðan, og neyða þá til.þess að nota milli- göngu norsks kaupsýslumanns. Og þetla tiltæki nefndarinnar verður enn furðulegra, og jafn- vel grunsamlegra, fyrir ]iá sök, að hún seilist með þessu inn á verksvið „systur nefndarinnar“, fiskimálanefndar, sem að und- anförnu liefir haft á hendi alla ráðsmensku um útflutning á is- aðri sild. Sildarútvegsnefnd hef- ir engin afskifíi haft af þeirn útflutningi áður. En hversvegna gerir hún nú þessa tilraun til að sölsa undir sig umráðin yfir; honum ? Hvernig var hátlað sambandinu milli síldarútvegs- nefndar og liins norska „einka- leyfis“-hafa?“ Það virðist vera fullkomin ástæða til þess, að það sé rannsakað nánara. Að öðrum kosti er liætt við því, að leiðinlegar grunsemdir um það, að ekki sé alt með feldu í þessu efni fái vaxandi byr undir vængi. Það er ómögulegt að finna nokkur skynsamleg rök fyrir því, að það geti verið hag- lcvæmt að veita erlendum rnanni einkaleyfi til að liafa með höndurn útflutning á ís- aðri síld, frekar en öllum öðr- um afurðum landsins. Það virðist öldungis fráleitt ef slíkt einkaleyfi á að veita, að veita það þá annarar þjóðar mönn- um, en þeirrar, sem vöruna á að fá, t. d. norskum manni þeg- ar um er að ræða útflutning tii Þýskalands. En hvers vegna hefir það þá verið gert? Þegar um er að ræða svo mikilsverð trúnaðarstörf opin- berra nefnda, þá verður að krefjast þess, að öll gögn séu lögð á borðið og skýr grein gerð fyrir þeim ráðstöfunum sem gerðar eru, sérstaklaga af nokkur grunur getur fallið á að um einhverjar misfellur geti verið að ræða. Og ef svo er ekki gert, verður að krefjast þess, að opinber rannsókn sé látin fara fram. Mikill síldarafli í gær. Saltað í alla nótt hér við höfnina. Fjölda margir vélbátar komu til Reykjavíkur í gær, með síld, flestir meðágætan afla. Mestur afli á bát vár 230 tn. (Ilermann, frá Rvik). Bátarnir voru frá Akranesi og Reykjavik, milli 30 og 40 talsins. Afii þeirra mun hafa numið um 3300 tn., en alls öfluðust um 4600 tn. við Faxa- flóa í gær. Um2000ln.afþessum afla fóru í logarana Hilmi og Hafstein, sem flytja sildina ís- aða. til Þýskalands. Það, sem ekki var ísað, var saltað. Var unnið að söltun hér við höfnina í alla nótt. Kínverskir ræningjar heimta m. a. nokkur þúsund einkennis- búninga, til þess að láta lausan norskan trú.boða, sem þeir hafa í haldi. Oslo í gær. Norska Kínatrúboðs-sam- bandið befir fengið skeyti frá Kína þess efnis, að illa horfi um að fá Samseth trúboða lausan úr klóm ræningja þeirra,- sem tóku hann til fanga. Milligöngu- menn, sem fóru á fund ræningj- anna, skýra frá því, að þeir haldi fast við allar fyrri kröfur sinar og hafi bætt við nýjum. Þeir krefjast þess m. a., að þeir fái mörg þúsund einkennisbún- inga, — ella láti þeir trúboðann ekki lausan. (NRP—FB.) I gærmorgun lagði dráttar- bátur hafnarinnar, „Magni“, af slað til Straumfjarðar, til þess að láta kafara atliuga flakið af „Pourquoi pas?“ og leita að likum. Tíðindamaður Vísis átti í gærkveldi stutt viðtal við Þórð Stefánsson kafara og spurði hann um árangurinn af för- inni. „Engin lík fundust“, sagði Þórður. „Skipið hefir klofnað og liggur það á sjávarbitni í í'ernu lagi. Þilfarið er heilt að fremstu siglu. Til hliðar nokk- uð frá liggur stjórnborðsliliðin. Stefnið er brotið og þiljulaust. Eimketill liggur út af fyrir sig á botninum. Eitt siglutréð flýt- ur yfir skipinu, fast á einni taug. IJinar siglurnar liggja á sjávarbotninum. Öllu lauslegu liefir skolað úr skipinu, sem liggur á 9 metra dýpi.“ á Maríubakka. Merkur bóndi, Sigurður Jóns- son á Mariubakka í Fljóts- liverfi, andaðist 17. júní s. 1. nærri 77 ára gamall (f. 23. nóv. 1859). Vegna utanfarar minnar vissi eg ekkert um það fyrri en seint í ágúst, er eg var á ferð þar eystra. Einu sinni sáumst við, en mörg á eg bréf frá honum, og öll eru þau um trúmál. Þau voru áhugamál hans. Bókamaður var liann öðrum fremur. Kristileg blöð og bækur vildi hann útbreiða. Bibliulestur iðkaði hann svo eftir var tekið. Til kristniboðs gaf hann árlega i mörg ár. Þetta var mér vel kunnugt af bréfum lians og kom þvi ekki á óvarþað heyra margt gott um sjálfan liann og heimili lians, lijá kunnugu fólki í sumar. Ætt hans var góð; trúrækni, fróðleiksfýsn og dugnaður hon- um í blóð borin. Faðir hans var sr. Jón, síð- ast prófastur á Prestbakka (f 1883), Sigurðsson prests í Guttormshaga, Sigurðssonar prests á Heiði í Mýrdal, Jóns- sonar presis að Þykkvabæjar- klaustri. Kona sra Sigurðar á Heiði var Sigriður, dóttir sr. Jóns prófasts á Prestsbakka, Steingrímssonar. Móðir hans var Sólveig Ein- arsdótíir, IJögnasonar, Bene- diktssonar, Högnasonar prests; bjuggu allir í Skógum við Eyja- fjöll. Eftir lát föður síns fluttist Sigurður með móður sinni að Kálfafelli í Fljótshverfi. „Mátti hún ekki af þessu einkabarni sínu sjá, og vildi því ekki senda hann í skóla,“ var mér tjáð. Árið 1891 kvongaðist liann eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Hans-Víumsdóltur frá Keldunúpi á Síðu. JEignuðust þau 4 börn, sem öll eru upp- komin og heita: Jón, Sigurður, Sólveig og Guðrún Lovisa. Að Maríubakka fluttust þau 1901 og hefir sú jörð tekið miklum og góðum stakkaskift- uro siðan í einu og öllu, énda voru þau.hjón prýðilega sant- hent í þeim efnum. Dulur i skapi og Iieilsutæpur gaf hann sig lítt að dægurmál- um út á við, en vildi þó alt bæta þar sem hann náði til, las með- al annars talsvert uin lækning- „Funduð þér nokkra muni?“ „Já, eg fann litla merkja-fall- byssu sem mun vera merkur gripur, flugvélaráttavita — ó- skemdan og má það merkilegt lieita — o. fl.“ „Hverjir voru með ykkur í ferðinni?“ „Tveir yfirmenn af frakk- neska herskipinu og Gonidec, þriðji stýrimaður af „Pourquoi pas?“, auk þess aðstoðarmaður minn eða varakafari.“ Veður var liagstætt, logn og sléttur sjór, en sjór er ekki tær fyrir Mýrum, eins og kunnugt er, vegna leirsins, sem Hvitá ber fram, og bakar það nokk- ura örðugleika við köfun. Sjór er þó því tærari sem dýpra er kafað. Þórður Stefánsson var 1 gær- kveldi að vinna að skýrslu, sem bann afhendir frakkneska ræð- ismanninum í dag. ar og fékst nokkuð við þær um liríð. „Heimilislíf hans var kyrlátt °g fagurt, og gestum var unun að koma á svo friðsælan stað.“ " »í veikindum sínum fann liann í frelsaranum „einkavin í lwerri þraut“. Honum fól hann ráð sitt og allan hag; taldi það, er fram við sig kom, guðlegk ráðstöfun, og andaðist öruggur í Jesú nafni,“ sagði kunnugur. „Þar er góður maður til moldar borinn, sem engan grætti en marga græddi“, mun fjölmennur vinahópur hafa hugsað, er hann var greftraður við hlið foreldra sinna aS Prestsbakka 1. júlí s. 1. Guð blessi ástvini lians og gefi þeim að halda uppi sama merki um ókomin ár. Sigurbjörn Á. Gíslason. Skoskup knattspyrnu- kennari Mom- inn liingað. Meðal farþega með Brúarfossi í morgun var skoskur knatt- spyrnukennari. Mr. Bert Jack. Er hann ráðinn hingað af Knattspyrnufél. Valur, sem að- al þjáltari félágsins í vetur og fram á næsla vor. Mr. Bert Jack er mjög þektur knattspyrnumaður meðal „Amatöra“ á Skotllandi og með- al annars meðlimur í Glasgow University Footballcluh, sem var hér fyrir nokkrum árum. Þetta er í fyrsta sinh sem félag hér á landi fær útlendan knattspyrnukennara. Vonandi verður þessi heim- sókn til þess að auka líf og þrótl knattspyrnu hér í bænum. íþ. Atkvæðagreiðslan um þingsetu abessinsku fulltrúanna. Oslo í gær. Á þingi Þjóðabandalagsins í gær var samþykt með 39 gegn 4 atkvæðum að leyfa fulltrú- um Abessiníu að sitja þing Þjóðabandalagsins. — Sex ríkt greiddu ekki atkvæði. (NRP— FB. Per Albin Hanson falin stjórn- armyndun í Svíþjóð. Oslo í gær. Bændastjórnin sænska hefir beðist lausnar. Konungur hefir falið Per Albin ‘Hanson, for- ingja jafnaðarmanna, aðntynda nýja stjórn. (NRP—FB.) Orustar í Palestina milli Araba og Breta. 50 Arabar féllu í orustum við Breta í gær, í þremur héruðum Palestina. It&lijp og þjóda- bandtlagid. Frakknesku blöðin mótmæla úrskurði kjörbréfa- nefndarinnar. Þýsk blöð ætla sum, að Þjóðabanda- lagið muni líða undir lok. — Þakklæti Abessiniu- keisara. — Ras Seyoum sagður hafa safnað miklum her.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.