Vísir - 25.09.1936, Page 3

Vísir - 25.09.1936, Page 3
 VlSIR ,t)rVrTnrrty-~~—''*>.*w.-t..»»»»>-«v. —.ir^-^.j»»-u*««u-gyaM-Mmr.'i^sjtrsíT^^^ - tmmmmmm <Kma^fí^vrror^-^ie^mm%mwmtammBSStTlimmusKut-^'* -uj- .vimi*..-'' fi.H* Veðrið í morgun. I Reykjavik 5 stig, Bolungar- vík 5, Akureyri 2, Skálanesi 3, Vestmannaeyjum 5, Sandi 6, Kvígindisdal 7, Hestevri 6, Gjögri 6, Blönduósi 3, Siglunesi 6, Grímsey 5, Raufarliöfn 2, Skálum 4, Fagradal 3, Papey 4, Hólum i Hornafirði 2, Fagur- hóslmýri 3, Reykjanesi 6. Mest- ur liiti hér i gær 10 stig, minst- ur 2. Sóiskin 10.4 st. — Yfirlit: Háþrýstisvæði yfir íslandi á Ilreyfingu suðaustur eftir. Grunn lægð yfir Norðaustur- Grænlendi. — Horfur: Suð- vesturland: Hægviðri. Úrkomu- laust. Faxaflói, Breiðafjörður: Ilæg sunnan átt. Dálítil rign- ing með nóttuiini. Hlýrra. Vestfirðir: Suðvestan gola. Dá- lítil rigning. Norðurland: Hæg suðvestan átt. Skýjað, en víðast úrkomulaust. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Stilt og bjart veður. 'Skipafregnir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn Goðafoss var í Vestmannaeyj- Um í morgun á útleið. Brúar- íoss kom frá útlöndum í morg- un. Dettifoss fór frá Hull í nótt óleiðis til Vestmannaeyja. Lag- arfoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Khöfn. Selfoss er á leið til landsins frá Álaborg. G.s. Is- land kom frá útlöndum í gær- kveldi. E.s. Eros fór til Akra- ness í gær og tekur þar síld til útflutnings (á Rússlandsmark- að). Aflasölur. Baldur seldi 101 smálest af isfiski í Wesermunde s. 1. þriðjudag á 24.500 ríkismörk, ug Gyllir í Cuxhaven, 116 smá- lestir á 28.162 ríkismörk. S. 1. miðvikudag seldi Bragi 750 vættir í Grimsby fyrir 691 stpd. Frú Elisabeth Göhlsdorf, þýska leikkonan, sem hév læfir dvalið um tíma, auglýsir lcenslu í blaðinu í dag. Kvæðamannafél. „Iðunn“ heldur fund i Varðarliúsinu laugardaginn 26. þ. m. kl. 8 e. m. Frakkneska herskipið. Fólki er heimilt að skoða franska herskipið laugard. 26. sept. kl. 2—41/2 e. h. Fólk verð- ur sjálft að liugsa sér fyrir fari úr landi og i. Stúkurnar „Dröfn“ og „Frón“ efna til lilutaveltu næstkom- endi suimudag i Góðtemplara- húsinu. Eru þeir félagar, sem liafa verið að safna til hluta- veltunnar, einnig aðrir sem kynnu að vilja styrkja starf- semi stúknanna, með þvi að gefa til hlutaveltunnar,, vinsam- legast beðnir um að koma gjöf- um sínum ofan í Templaraliús frá kl. 4—7 á morgun (laugar- dag). Almenna kvöldskemtun lieldur Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins í Iðnó annað kveld kl. 9V2. — Sjá augl. Innanfélagsmót Ármanns heldur áfram í kvöld kl. 6% og kept verður i 400 metra hlaupi, spjótkasti og þrístökki. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá N. N., 10 kr. frá S., 2 kr. frá Þ. B., 10 kr., gamalt áheit, frá dr. Pan- kreas Popsin, 5 kr. frá, J. E., 10 kr. frá N. N. Til heilsulausa mannsins, aflient Vísi:5 kr. frá Jóhönnu. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður var meðal far- þcga á Goðafossi, sem fór héðan i gærkveldi áleiðis til útlanda. Frakkn. vísindamennirnir Robert Gessain og Michel Perez, sem voru á „Pourquoi j)as?“ í sumar, en urðu eftir í Grænlandi, og fóru þaðan til Danmerkur, komu hingað á g.s. fslandi í gær. Farþegar á Goðafossi til útlanda: Ólafur Johnson konsúll og frú, Þorvaldur Guð- mundsson, Örn, Johnson, Skafti Egilsson, Einar Pétursson og frú, Milly Sigurðsson, Helga Claessen, Sigríður Sætersmoen, Aðalheiður Magnúsdóttir, Guð- ný Jónsdóttir, Ása Wriglit, Svanhildur Ólafsdóttir, Eggert Guðmundsson og frú, Gunn- laugur Illugason, Guðm. Gunn- laugsson, Þór Sandholt, prófess- or Jón Hj. Sigurðsson og frú, Kristjana Austmar, Petrína Þorvarðardóttir, Har. Stefáns- sOn, Broddi Jóhannesson, Páll Björnsson o.'fl. Næturlæknir ier í nótt Alfreð Gíslason, Iloltsgötu 37, sími 2163. Nætur- vörður í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Gullverð ísl. krónu er nú 50.64. Farþegar á Brúarfossi frá útlöndum: Hæstaréttarmálaflm. Eggert Claessen og frú, Mrs. Elizabeth Jensen Brand og Svava Andrea Jensen Brand frá Canada, Þor- geir Sveinbjörnsson og frú, Steindór Steindórsson, Gísli Sigurbjörnsson, Valgerður Helgadóttir, Margrét Gíslason, Erika Jónsson, Þórunn Einars- dóttir, Erla Haralds, Gunnhild- ur Sigurðsson, frú og ungfrú Hobbs, Þóroddur Jónsson, Sæ- mundur Þórðarson, Guðmundur Daníelsson, LóaJóhannesdóttir, Kristín Hannesdóttir, Friða Jör- gensen, Unnur Guðbergs, Elin- borg Aðalbíörnsdóttir, Gróa Helgadóttir, Margrét Hafstein, Rögnvaldur Sveinbjarnarson, Rigmor Hanson. Útvarpið í kvöld: 19.10. Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Skógarlög. 19.45 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 20.30 Erindi: Um tóbakið (Steingrím- ur Arason kennari). 21.05 Hljómplötur: a) Sönglög við islenska texla; b) Gieseking leikur á pianó (til kl. 22). Sláturtíðin er byrjuð Hér eftir seljum vér því daglega: KJÖT, í heilum kroppum. SLÁTUR, send heim ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. iHÖR, SVIÐ, LIFUR og HJÖRTU. Munið að tryggasta kjötið til söltunar er það, sem slátr- að er hér á staðnum. Tökum að oss að spaðsalta fyrir þá er þess ©ska. Heiðraðir viðskiftavinir eru beðnir að athuga, að slát- urtíðin er stutt og að ómögulegt er að fullnægja þörf- um allra, síðustu dagana. Athugið því, að senda oss pantanir yðar sem allra fyrst. Því fyr sem þær berast oss, því meiri trygging er fyrir því, að vér getum gert yður til hæfis. Virðingarfylst Sláturfélag Suðurlauds. Sími 1249 (3 línur). VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Kvöldskemtun (almenna) Deilor Kfnverja og Japana. Kínverska stjórnin mótmælir því, að Japanir hafa sett her á land í Shanghai. heldur Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins í Reykjavik, i Iðnó annað kvöld kl. 9%. Stutt skemtiskrá. --- DANS. — Hljómsveit Aage Lorange. Aðgöngumiðar í Iðnó frá kl. 4 á morgun. Simi 3191. London 24. sept. FÚ. Japanskir sjóliðar halda nú vörð um tvö hverfi Shanghai borgar, en í útlendingahverfi borgarinnár befir verið lýst yfir viðbúnaðarástandi, er jafngildir að rniklu leyli bernaðarástandi. Stjórnin i Kina liefir mótmælt því, að japanskur her slculi liafa Verið settur á land, en japanska Iierstjórnin Iiefir, þrátt fyrir þessi mótmæli, sett 500 manna aukalið á land i Shanghai í dag. Japanska hermálaráðuneytið I íefir aftur á móti sent Nan- kingstjórninni viðvörunarskjal, þar sem því er lýst yfir, að at- burðir þeir, sem nýleg'a hafi gerst í Ivína, sýni það greini- lega, að japanska stjórnin verði að taka faslari tökum á þess- um málum en hún liefir gert hingað til. f Tokio hefir flota- málaráðherrann sagt, að nú sé meiri þörf á hernaðarlegum áð- gerðum en ráðstefnum og orð- sendingum. —- Hann telur, að inorð þau, er framin hafi verið undanfarnar vikur á japönsk- um mönnum i Kína, séu þáttur i skipulagðri starfsemi í fjand- skaparskym við Japan. Sendiherra Kínverja í Japan hefir verið boðið að fresta öll- um umræðum um þessi mál við japönslui stjórnina, þar til Chiang-Kai-Chek komi. Hirohito keisari er farinn af stað til Hokkaido, til þess að vera viðstaddur miklar flota- æfingar, sem þar eiga að fara fram, en flotamálaráðherrann læfr hætt við að fara, vegna at- burðanna i Kína. í Lækjargötu 6 B. —.— Viðtalstími 10—11 árd. og 3—4% síðd. — Sími á Lækningastofunni 2929 og heiroa 4223. —- Kpistján Gpímsson, læknir. Frá Keflavík. Keflavík 24. sept. FÚ. í dag komu 19 bátar með síld til Keflavíkur — samtals um 1100 tunnur. LinuVeiðarinn Sigríður tók 550 tunnur af síld- inni til útflutnings. einstæðingurinn. 16 aði aðaldyrnar, til þess að fagna þeim, sem hún um skeið hafði átl von á, liinum nýju eigend- um Barrow Court — Durwardfólkinu. Sara stóð efst á granitþrepunum og beið komu Durwards og fólks lians til þess að bjóða þau öll velkomin. Hún hafði heyrt blásið i bif- reiðarhorn á veginum skamt frá og þóttist vita, a(S bifreiðin, sem þau ferðuðust í, væri alveg að koma. En er hún stóð þarna skaut upp hugsun, seni gerði hana dálítið órólega: Þetta var í síðasta sinn, í allra siðasta sinn, sem hún stóð þarna sem húsmóðir i Barrow Court til þess að hjóða gesti velkomna. Og nú var og í rauninni svo komið, að hún var ekki Fúsmóðir lengur — húsmóðurnafnið var nokk- ^Lskonar heiðurstitill, sem liún hafði fengið Jeyfi til að bera enn um stund. Eftir fáeinar 'áínútur, þegar Mrs. Durward væri komin ýfir þröskuldinn, væri hún orðin húsmóðir í Barr- °w Court, en Sara j’rði gestur að eins i þessu úúsi, sem hafði verið heimili hennar í tólf ár. Sara hratt þessum hugsunum frá sér og leit hið’ur á akbrautina og sá nú, að stórri og fag- Uí'ri bifreið var ekið upp að inngönguþrepu'n- urn, og hún var öll eitt bros, ér hún gekk nið- 11 r þrepin til þess að bjóða Durward majór vel- hoininn, en hann var einn í bifreiðinni, auk ú i f reiðárs tj órans. »En hvar cru hin?“, spurði Sara, en um leið ók bifreiðarstjórinn í áttina til bifreiðarskýl- isins. — „Þau koma gangandi þennan seinasta spöl“, sagði Durward majór. „Elísabet sagði, að þau gæti ekki séð garðana eða neitt, ef þau sæti i lokaðri bifreið, svo að þau stigu út, og koma gangandi eftir garðstígunum.“ Sara gekk á undan Durwárd majóri inn í húsið og þau stóðu og röbbuðu saman í nánd við tedrykkj uborðið, uns þau heyrðu manna- mal, en það var fólk Durwards majórs, sem nú nálgaðist. „Hérna koma þau,“ sagði Durward og hrað- aði sér á móti þeim, en Sara fylgdi honum eftir dahtið liikandi. Hun varð sér alt í einu þess meðvitandi, að hún mundi ekki geta talað við það fólk, sem nu var að koma, á jafn óþving- aðan hátt og Durward majór. Þrátt fyrir hið vinsamlega bréf, sem hún liafði fengið frá Mrs. Durward, en í því hafði liún beðið liana um að halda kyrru fyrir í Barrow Court eins lengi og hún vildi, fanst Söru nú, er sú stund var komin, er hún var í þann veginn að láta völdin, ef svo mætti segja, í hendur Mrs. Durward, að óheppilegt væri að hún vrði áfram í Barrow Court. Vel gæti svo verið, fanst lienni nú, að Mrs. Durward hefði skrifað henni að eins til þess að sýnast, að yfirboiðskurteisi liefði ráðið gerðum hennar, eða að hún hefði boðið lienni að vera eingöngu vegna beiðni manns liennar. Hugsan- legt var, fanst Söru og nú, að bréfritaranum mundi ekki falla það vel í geð, að boðið væri þegið eins og frá því var gengið i bréfi liennar. Mrs. Durward gekk kannske að eins út frá því, að Sara mundi dveljast þarna nokkura daga, en afjiakka boðið um að halda þar kyrru fyrir ófyrirsjáanlega langan tíma. A jieim fáu sekúndum, sem hugleiðingar Söru voru á þeirri leið, sem að framan er lýst, komst hún í mikla æsingu og vissi ekki hvað gera skyldi. En alt i einu barst jjýð, hljómfögur rödd að eyrum hennar, rödd hláturmildrar mann- eskju, sem jiegar kom á jafnvægi í huga henn- ar —■ og allar áhyggjur Söru hjöðnuðu eins og dögg fyrir sólu. „Það var vissulega fallega gert af yður, Miss Tennant, að flýja ekki.“ Mrs. Durward mælti í einlægni og hún og Sara tókust i hendur. „Vesalings Geoffrey gat ekki að þvi gert, þótt það yrði hans hlutskifti að erfa Barrow Court, og ef j>ér hefðuð neitað boðinu um að lialda hér kyrru fyrir, hefði liann litið á sjálfan sig eins og jiorpara í kvikmynd. Og mér þykir mjög vænt um að þér viljið vera hjá okkur. Það hefði bakað okkur leiðindi, ef þér hefðið hlaupið á brott.“ Hún gaf ungum pilti, sem með henni vdr, bendingu. „Þetta er Tim.“ En jiegar Iiún sagði jiessi orð var engu líkára en hún hefði sagl: „Þetta er sólin, tunglið og stjörnurnar.“ Þegar þau stóðu hlið við hlið, Mrs. Durward og sonur hennar gat Sara ekki annað en hugsað sem svo, áð hún hefði aldrei á æfi sinni séð jafnfagrar manneskjur. Þau voru bæði há — og það var einskonar ljómi yfir þei.m/sem bar þvi vitni, að þau voru heilbrigð og ánægð og áhyggjulaus, en auk þess var eilthváð óvenju- lega heillandi og prúðmannlegt við framkomu þeirra, að því er Söru fanst á jressari stundu., einkanlega Mrs. Durward. Og nú mintist hún orða Patricks Lovell: „Eg held, að hún hafi verið einhver fegursta konan, sem eg hefi nokkuru sinni augum litið.“ Sara varð að viðurkenna fyrir sjájfri sér, að hún yrði að fallast á jælta álit Patrieks, að því er hana sjálfa snerli. Mrs. Durward hlaut að vera um íertugt — eftir útliti sex feta unglingsins, sem stöð við lilið hennar að dæma, — en hún leit sannarlega ekki út fyrir að vera nema liðlega þritug. Hún var enn grönn og fögur — í raun og veru vart nokk- ur merki sjáanleg þess, að hún væri að bvrja að reskjast. Hún var fjörleg á svip g hvítur hörundslitur hennar for vel við i.: 1 rjarpa, þykka hárið liennar. Augu hennar vuru ein- kennileg — einkennilega blá og Ijúu, mild, Ijómandi-undrafögur, fanst Söru. En þö fanst henni, að j>au lysti ekki að fulli; ;i! þessarar konu. Ilún átti vissulega sin 1< n.brmál, sin helgu leyndarmál, sem lnin gætti vel. Sara horfði á þau á móti, er þau höföu horft á hana kyrlátlega og athugandi stumlarkorn, og

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.