Vísir - 14.10.1936, Side 2
. -"rSHHWP
V í S IR
Hjálparlið oppreistar-
maona komið til Oviedo ?
Allan daginn í gær var barist & götunum í
Oviedo, með dýnamithandsprengjum og
venjulegum handsprengjum.-
London í morgun.
Samkvæmt fregnum frá
fréttaritara United Press I Bur-
gos, aðsetri stjórnar þeirrar,
sem uppreistarmenn settu á
laggirnar, eru hjálparsveitir
uppreistarmanna tiú í þann
veginn að komast til Oviedo
eða ef til vill komnar þangað.
Fregnir fréttaritarans voru
sendar í gærkveldi og segir
hann í skeytum sínum, að þeir,
er gerst ætti um þetta að vita í
Burgos, hafi talið, að fyrstu
sveitirnar hafi haldið inn í borg-
ina laust fyrir hádegi í gær
(þriðjudag). Engin opinber
staðfesting hefir fengist á þess-
ari fregn, en hinsvegar er áreið-
anlegt, að barist var heiftarlega
ailan daginn í gær á götunum í
Oviedo. Námamannaherinn frá
Asturia hélt áfram sókn sinni
og höfðu dýnamithandsprengju-
sveitirnar sig einkum í frammi
eins og fyrri, en uppreistar-
menn höfðu aðallega vélbyssur
og venjulegar handsprengjur
að vopnum. (United Press. —
FB.). —
Rússar og hlutleysis>
samningurinn.
Rússar senda nýja orðsendingu til hlutleysis-
nefndarinnar og krefjast víðtækra ráðs^afana
til þess að komið verði í veg fyrir vopnaflutn-
inga til uppreistarmanna.
London í morgun.
RÚssneska ráðstjómin hefir
sent nýja orðsendingu til nefnd-
ar þeírrar, sem á að hafa eftir-
lit með því, að hlutleysissamn-
ingurinn sé haldinn. Að því er
United Press hefir fregnað legg-
ur rússnseska stjórnin fram á-
kveðnar kröfur og tillögur um
hversu komið skuli í veg fyrir,
London 14. okt. FÚ.
í gær urðu aðeins minniháttar
viðureignir milli hersveita upp-
reistarmanna og spönsku
stjórnarinnar, á fimm vígstöðv-
um umhverfis Madrid.
Virðist það benda til þess, að
hersveitir Franco séu ekki enn
fullkomlega við því búnár að
hefja árásina á Madrid. Flug-
vélar uppreistarmanna gerðu
þó aðra loflárás á járnbrautar-
linuna í gegn um Aranjuez í
gæsr. Bendir það til þess, að
stjórnin muni enn hafa þá jám-
brautarlínu á valdi sinu. ,
Engar samningaumleitanir um
að þyrma Madrid.
Bráðabirgðarstjóm uppreist-
armanna ber á móti þvi, að
samningar standi yfir milli upp-
reistarmanna og spænsku
stjórnarinnar, um að þjTina
Madrid. Hún segir, að annað-
hvort verði borgin að gefast upp
tafarlaust, ellegar hún verði Iát-
in sæta sömu kjörum og San
Sebastian og Irun, og þeim mun
grimmari, sem mótstaðan sé
meiri.
Matvælaskömtun í Madrid.
í Madrid var í gær byrjað að
skamta matvæli og gert ráð fyr-
ir, að sama ráð verði tekið í
Barcelona. Þá hefir Madrid-
sijórnin einnig farið fram á
það, að fólk láti af hendi dýnur
og ábreiður handa hermönnun-
um. Uppreistarmenn viður-
kenna, að þeir hafi beðið nokk-
urt manntjón í gær, við smá-
þorp eitt milii Toledo og Mad-
rid, er stjórnarflugvélar og stór-
skotaliðssveitir gerðu árás á lið
þeirra. Þá gerði stjórnarherinn
einnig áliiaup á lið uppreistar-
manna við San Marlin, en upp-
reistarmenn segjast hafa haldið
velli.
J
Við Estepona
hafa hersveitir stjórnarinnar
að samningurinn sá brotinn
svo sem verið hefir. Halda
Kússáf því frárft, að hvéfskoft-
ar hergögn streymi óhindrað til
uppreistarmanna frá þeim
löndum, sem áður hafa verið
sökuð um að veita þeim aðstoð
a þennan hátt, þ. e. Þýskalandi,
Ítalíu og Póllandi. — (United
Press—FB).
farið halloka fyrir uppreistar-
mönnum, að sumu leyti vegna
slöðugrar skothríðar af hendi
stórskötaliðs uppreistarmanna,
og að sumu leyli vegna þess,
hve illa þær eru vopnum búnar.
Er sagt, að stjórnarliðar hörfi
undan í áttina til Marbella, en
það er við ströndina, um miðja
vegu milli Gibraltar og Malaga.
Ciano fer
á fund
Hitlers
þ. 18. okt. og æðstu menn
utanríkisráðuneytisins með
honum.
London i morgun.
Fregnir frá Rómaborg herma,
að tilkynt hafi verið opinber-
lega að Ciano utanríkismála-
láðherra leggi af stað til Ber-
línar þ. 18. október. Verða,
helstu embættismenn utanríkis-
málaráðuneytisins með honum
i ferðinni, sem er farin til þess
að ræða við Hitier. — (United
Press — FB.).
Spænskir fasistar reknir frá
Frakklandi.
Rannsóknardómarinn í
franska bænum Bayonne hefir
vísað úr landi 2 spænskum fas-
istum, sem ákærðir eru um að
hafa i Frakklandi lialdið uppi
njósnarstarfsemi fyrir her-
stjórn spænsku uppreistar-
mannanna.
London, 13. okt. — FÚ.
Gullverð í Bandaríkjunum
hefir verið ákveðið á $35 únzan.
I Bretlandi og Frakldandi
verður verð á gulli ákveðið
dag frá degi, og talið, að með
þvi móti verði auðveldara að
hafa eftirlit með gjaldeyris-
versluninni.
Breski samniDgurinn.
Góðar horfur um árangurinn af endurskoð-
uninni.-
Eins og frá liefir verið sagt í
blöðunum á nú að fara. fram
endurskoðun á viðskiftasamn-
ingi okkar við Breta. Frum-
kvæði að þeirri endurskoðun á
breska stjórnin, og er samning-
urinn við okkur einn af mörg-
um viðskiftasamningum Breta,
sem þeir vilja nú láta fara fram
endurskoðun á.
Jafnframt hefir breska, stjórn-
in gert kost á því, að auka við
hlutdéiid okkar í innflutningi
til Brétlands á ísfiski og freð-
kjöti á yfirstandandi ári, eins
og skýrt hefir verið frá. Hafa
það þótt mikil og góð tíðindi,
enda talin fyrirboði þess, að
hinn endurskoðaði viðskifta-
samningur muni verða okkur
verulegum mun hagstæðari en
sá gamli.
Hér við bætist svo það, að
það hefir verið gert kuimugt,
að Bretar (ásamt Frökkum og
Bandaríkjamönnum) ætli að
beita sér fyrir því, að öll inn-
flutningsskömtun verði feld
niður, helst í öllum löndum. En
verði þeim fyrirætlunum fram-
fylgt, þá er auðsætt, að það eru
mestu og bestu tíðindin.
Það er hinsvegar augljóst, að
Bretár Pipni ekki hafa stofnað
tii þessárar endurskoðunar á
viðskiftasamningum sínum
fyrst og fremst af umhyggju
fyrir hagsmunum annara
þjóða, þeirra, sem þeir hafa
gert samningana við. Að sjálf-
sögðu eru það þeirra eigin
Iiagsmunir, sem þeir hafa fyrir
augum og tilgangurinn er að
efla með endurskoðun samn-
inganna. Og sá er tilgangur
þeirra þá vitanlega einnig með
endurskoðun viðskiftasamn-
ingsins við okkur. En það er
lika kunnugt, að þeir telja að
ýmsir annmarkar hafi verið á
framkvæmd samningsins af
okkar hálfu. Þá ágalla mun
eiga að lagfæra með endurskoð-
uninni. En að sjálfsögðu getur
endurskoðunin eigi að síður
orðið báðum aðilum til hags-
bóta, því að hagsmunir samn-
ingsaðilanna geta vel farið
þannig saman.
Við skuldum Bretmn nú
marga tugi miljóna króna. Af
skuldum þessum verðum við
að greiða vexti og afborganir
árlega, svo miljónum skiftir.
En það er því að eins unt, að
við getum með einhverjum
hætti aflað þess erlenda gjald-
eyris, sem til þess þarf. Hags-
munir hinna bresku lánar-
drotna eru í veði, ef við get-
um ekki staðið slcil á þeim
greiðslum, en það er hlutverk
hinna bresku stjórnarvalda að
sjá þeim hagsmunum borgið.
Þess vegna getur það lika verið
breskum hagsmunum nauðsyn,
að hlutdeild okkar í. innflutn-
íngnuin ‘ til Bretlands verði
aukin. Og skyldi það nú ekki
hafa þótt vera komið í 1 j ós,að slík
nauðsyn væri nú fyrir hendi?
— Það má áreiðanlega gera ráð
fyrir því, að lánardrotnar okk-
ar á Bretlandi séu sæmilega á
verði um hagsmuni okkar að
þessu leyti, og það er ekki ó-
sennilegt, að þeirra áhrifa hafi
gætt fult svo mikið, í sambandi
við aukningu innflutningsins á
freðkjöti og ísfiski, eins og á-
hrifa Ifaralds Guðmundssonar
sem blað hans telur að muni
liafa verið öllu ráðandi um
þetta. (
En hvað sem þessu liður, þá
er það tvímælalaust fagnaðar-
cfni fyrir okkur, að þessi inn-
flutningsheimild okkar á fiski
og kjöti til Bretlands hefir ver-
ið aukin, þó að það dragi nokk-
uð úr, hve óarðvænlegur breski
ísfiskmarkaðurin er orðinn.
Það miðar þó í rétta átt, og gef-
ur vonir um góðan árangur af
éndurskoðun viðskiftasamn-
ingsins og þar af leiðandi betri
afkomu í framtíðinni.
Safn Árna Magn-
ússonar.
Fréttastofa Útvarpsins hefir
18. sept. þ. á. meðtekið svo-
hljóðandi einkaskeyti frá Kaup-
mannahöfn, sem birt var í dag-
blaðinu Vísi 21. s. m.
„Stjóm Árna-safns í Kaup-
mannahöfn lauk fundi sínum í
dag. Á fundi þessum var m. a.
ákveðið, að safnið skyldi fram-
vegis verða miðstöð vísinda-
legra rannsókna á fornislensk-
um fræðum, og skyldi verða
gert að algerlega sjálfstæðu
safni innan Háskólabókasafns-
ins, jafnskjótt og læknavísinda-
og niáttúruvísindadeildirnar
yrðu fluttar burtu í ný húsa-
Jtypni) sem reist liefðu verið
handa þeim.~~Eínníg var sam-
þykt að útbúa í safninu vinnu-
herbergi fjTÍr erlenda vísinda-
menn, svo að þeir gætu notið
sín þar við störf sín.
Dr. Einar Munksgaard liefir
ákveðið að auka útáfu sína á
ljósprentuðum ritum þannig, að
bún nái einnig til íslenskra rita
fram á 16. öld.
Einnig hefir liann ákveðið að
gefa út skrá yfir öll rit, sem
talist geta til íslenskra fombók-
mennla.“
Út af þessu skeyti viljum við
undirritaðir fulltrúar Háskóla
íslands í Áma-nefnd taka þetta
fram:
1. Fundir nefndarinnar
voru haldnir dagana frá 31.
ágúst þ. á. til 19. sept., og var
þeim því ekki lokið, þegar
skeytið var sent, eins og í því
segir. Skiftir þetta að vísu litlu
máli, en óþarft var þó að fara
rangt með það.
2. Það kom ekki einu sinni
til orða, að gerð yrði samþykt
um það, að Árna-safn skyldi
verða miðstöð vísindalegra
rannsókna á forníslenskum
fræðum, enda væri slík sam-
þykt auðvitað einber endileysa.
Úr því, hvar vera skuli miðstöð
slíkra fræða í framtíðinni, verð-
ur vitanlega ekki skorið með
neinum samþyklum eða yfir-
lýsingum, lieldur með hinu,
hvar mest og best er unnið, og
hvar þeim mönnum, er við þau
fræði fást, eru sköpuð best
starfsskilyrði.
3. Áma-safn er og hefir alt
af verið sjálfstætt safn og að-
greint frá Háskólabókasafni
Dana. Og hefir því aldrei komið
til mála að gera nokkra sam-
þykt um það atriði á fundum
nefndarinnar.
4. Nefndin hefir og enga á-
lyktun gert um húsakynni
Árna-safns, enda ræður hún
hvorki yfir húsakynnum þess
né yfir fé í því skyni. Hins veg-
ar var skýrt frá því á fundi
nefndarinnar, að í ráði væri að
auka og bæta húsakynni safns-
ins og gera vinnuherbergi
handa fræðimönnum — auð-
vitað jafnt innlendum sem er-
lendum, — er safnið nota.
5. Þá skal þess að lokum
getið, að. dr. Einar Munksgaard
hcfir skýrt einum okkar frá því
bréflega, að það, sein sagt er í
skeytinu um fyrirætlanir lians,
sé ekki liaft eftir honum, og að
honum hafi ekkert slíkt til
hugar komið.
Eru þá rakin öll þau atriði,
sem í skeytinu greinir. Og má
þá sjá, að fullkomlega rangt er
frá skýrt í hverju einasta at-
riði þess.
Reykjavík, 12. okt. 1936.
Árni Pálsson, Einar Arnórsson,
Sigurður Nordal.
Leikhúsið.
" Reikningsskil; sjónleikur í 5
sýningum eftir Carl Gandrup.
Þessi höf. er gamalkunnugur
reykvískum leikhúsgestum, og
ekki aS góðu. ÞaS munu vera eitt-
hvaö um io ár síSan Leikfélagið
sýndi hér leikritið „Þrír skálkar“
eftir hann, sem að veröugu þótti
mjög ómerkilegur samsetningur,
en fyrst og fremst mjög ógeðsleg-
ur vegna klúrleika og margs kon-
ar snfékkleysis. Höf., sem er ný-
látinn, var fjarri því að vera í
fremstu röð danskra höf., og eftir
þá kynningu, sem LeikfélagiS
haföi áður fengið af honum, hefði
það átt að athuga þetta leikrit
vendilega áður en það tók það til
leiks -— sérstaklega sem fyrsta
leikrit vetrarins, því þar sem ann-
arsstaðar skiftir upphafið ekki
lítlti. Nú er engum blöðum um
það að fletta, að þessi tvö leikrit
Gandrups eru ekki saman berandi
að því leyti, að „Reikningsskil“ er
hvorki klúrt né smekklaust, en að
efni til og byggingu er það harla
veikt.
Þrjár sýningar leiksins eru frá-
sögn löngu liðinna atvika, en i. og
5. sýning eru samstæður í beinu
og óslitnu samhengi og gerast í
nútímanum; 2.—4. sýning eru
skýring á viðburðum hinna. Fyrir
þá sem eru óva(nir síiku fýrir-
komulagi verkar það sem hress-
andi. nýung, en það er harla ó-
frumlegt, blátt áfram margþvælt.
Efni leikritsins á að vera and-
látshugleiðingar gamallar konu,
sem hefir verið þrígift og langar
nú til þess að vita með hverjum
manna sinna hún eigi að vera sam-
vistum í öðru lífi. Hún unni fyrsta
manninum hugástum og vill með
honum vera, en hinum tveim
mönnunm var hún fráhverf. Þessi
spurning er ekki tiltakanlega ný,
en höf. setur hana aðeins fram —
svara gerir hann ekki. Þetta mál
hefir hvergi verið betur flutt eða
afgreitt en í Laxdælu, er Bolli
Bollason spyr Guðrúnu móður
sína Ósvífrsdóttur hverjum hún
hefði unnað mest manna sinna, en
hún haföi verið fjórgift. Guðrún
svaraði: „Þeim var ek verst, er
ek unna mest“. Við slíkt gat Gand-
rup naumast neinu bætt. Annars
er harla ólíklegt að þessi spurn-
ing vakni í venjulegum heila, síst
nú á dögum. Það er 0g sannast að
segja, að spurning gömlu konunn-
ar er ekki alvörumál hjá höf.,
heldur aðeins umgerð um æfisögu
hennar, umgerð, sem hann heldur
að áhorfendum • muni þykja ný-
stárleg. Æfisaga gömlu konunnar
er vel að gáð harla óprýðileg, og
jafnframt óskiljanleg, og virðist
eina erindi höf. upp á leiksviðið,
ef nokkuð er, vera að berja þar
í brestina. Fyrsti eiginmaðurinn er
söngvari, hvikur listamaður, en
ráðdeildarlaus, eins og sumir
halda að listamenn þurfi að vera.
Honum er sí-féfátt og hann er
bráðuppstökkur, og í einu slíku
reiöikasti verður hann rukkara að
bana, er dæmdur i fangelsi fyrir
og fyrirfer sér þar, en konan
stendur ein uppi með barn þeirra.
Nú vaknar sú spurning: Því þarf
maðurinn að verða mannsbani og
fyrirfara sér? Því mátti hann ekki
fá að að deyja skikkanlega á sótt-
arsæng? Það sem síðar gerist rétt-
lætir það ekki. Hugsast gæti að
hann ætti að vera skýring- á —
nokkurskonar neöanmáisgrein
við — lunderni sonar síns — líkt:
cg Þjóstólfur við lunderni Hall-
gerðar. En pilturinn verður heið-
arlegur, trúaður prestur, sem
reyndar ber fullkomið skjmbragð á.
gilcli peninga, en tekur sig á með
það áður en lýkur. Þar eru því
engin tengsl, og manndrápin þar
af leiðandi út í loftið. Ekkjan er
nú í peningavandræðum og' geng-
ur að eiga forríkan vínsata til
þéss að tryggja framtið, drengs-
íns. Vínsalinn ann henní, en hún
ekki honum. Þetta er síst verj-
andi, en mannlega skiljanlegt. Hún
er öll með hugann á fyrrt thann-
inum og situr að staðaldri grát-
andi yfir bréfum hans þegar síð-
ari maðurinn kemur, en þegar
hann bér sig. upp undan þessu ger-
ist hún hin örðugusta; hún hefir
fullan kjark til þess að handsama
fjármuni síðari mannsins, en ekki
drengskap til þess áð halda sanm-
inginn að sínu leyti. Manninum
leiðist þófið sem eðlilegt er og
tekur fram hjá henni, en þá ætlar
hún af göflunum að ganga. Þetta
stendur ekki vel af sér óg hefði
höf. þurfti að skýra þetta misræmí,
en legst það undir höfuð. Nú deyr
annar maðurinn, en konan er eftir
sem áður með hugann á fyrsta
manninum. Hún er nú forrtk, era
giftist þó þriðja manninum, mjög;
samviskulausum málafiutnings-
manni, sem hún frá upphaft hefír
andstygð á. Nú knýr hana engin
þörf og því gerir hún þá þetta?
Þá hefði manni fundist eðlilegra
að hún hefði gifst lækni, sein fræ
æsku hafði felt hug- til hennar 0g
henni hafði altaf þótt geðfeldur,
og þá ris spurningin, því hún;
ekki gerði það ur því giftast
skyldi. Höf. finnur að hér þurfi
einhverju að svara og hatm lætur
frúna .segja að hún hafi gert þetta
til þess að koma drengnum undir
sterkan aga, því að hún þykist
hafa orðið vör við ýmsa ágalla
föðursins í fari hans. Barn er gott
til blóra; drengurinn er ágjarn, en
faðirinn var sóunarsanmr, dreng-
urinn er trúrækin sál, en faðir-
inn var léttúðin sjálf. Skýringifi
er því röng og þarna er spurn-
ingunni ósvarað. Þessi málaflutn-
ingsmaður verður síðar dóms-
málaráðherra; nú hefði líka verið
fróðlegt að fá að vita, hvort höf.
heídur að það sé beinlínis skilyrði
fyrir því að verða dómsmálaráð-
herra að vera bófi. Þetta er ekki
lítið af spurningum sem höf. rétt-
ir þarna að manni bersýnitega án
þess að vita af því og með aðal-
spurninguna, spurningu göml'u
konunnar, er honum' ekki aívara.
Leikritið er því fullkomin botn-
leysa, eintómar spurningar en eng-
in svör. En einn heimskingi getur
svo sem kunnugt er spurt svo, að
10 vitringar geti ekki svarað, og
ekki heldur leikhús fult af áhorf-
endum.
Þegar svona er í pottinn búið
frá hendi höf er auðvitað ekki
hægt að krefjast mikils af leik-
endum, sem hljóta að liggja eins
flatir fyrir spurningavaðlinum
og aðrir, en því verður þó ekki
neitað, að flestir hefðu mátt gera
betur. Frú Soffía Guðlaugsdóttir
leikur gömlu konuna og gerir það
vel í fyrstu og fimtu sýningu, en
i hinum sýningunum fer út um
þúfur, þvi hún ratar ekki sálar-
refilstigu gömlu konutinar, sem
síst er að furða, því það er( atinað
en gaman að eiga að leika lifandi
ispurningarmérki. Frúin söng
jafnframt lítið lag, en röddin næg-
ir ekki til þess. Sigurður Magnús-
son leikur prestinn son hennar og
getur ekkert úr honum gert;
cleyfðin er sú sama þegar hann
er sem afjáðastur í peninga gönilu
konunnar og þegar hann iðrast
eftir ágirndina. Fyrsta eiginmann-