Vísir - 21.10.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR Stjðrnarherinn spænski liefir byrjad gagnsókn og tekið Illescas á ný. Ríkisstjórnin hefir á ný hvatt borgarbúa í Madrid til þess aðtaka þátt í vörn borgarinnar. London, í morgun. St jórnarherinn hefir haf- ið gagnsókn á vígstöðvun- ' við Madrid, við Ilelscas, og seg'ja nýjustu fregnir, að liann hafi aftur náð borg- inni á sitt vald. Illescas náðu uppreistar- menn á vald sitt alveg ný- lega og var þessi sigur þeirra talinn aíl-mikilvæg- ur, vegna vegarins, sem liggur frá Illescas, og talið var, að uppreistannenn mundu ná valdi á. En stjómarsinnar hafa varist af þrautseigju þarna og fleiri stöðum í nánd. Þessi sigur stjórnarhersveitanna, að ná Illescas aftur, styrkir aðstöðu þeirra að miklum mun, og mun hleypa k jarki í varnarsveitirnar á öðrum stöðum umhverfis Madrid. Ríkisstjórnin hefir sent út nýtt ávai'i) til allra borg- ara í Madrid að legg ja fram krafta sína til varnar borg- inni. _ (United Press. — FB.). London 21. okt. FÚ. Spáð hörðum vetri. Spænska stjórnin hefir farið fram á það við Madridbúa, að þeir spari við sig eldsneyti. En alt bendir til þess, að veturinn, sem þegar er genginn í garð á Spáni, muni verða með harðari vetrum. ( Uppreistarmenn neita að stjóm- arherinn hafi tekið Illescas. í gær gerðu stjórnarhersveit- ir gagnárás á Illescas, en upp- reistarmenn tilkynna í gegn um útvarp sitt í Sevilla, að sú gagn- árás hafi mistekist. í stjórnar- útvarpinu er sagt, að lnargir hafi fallið af liði uppreistar- manna. Stjórnarherinn gerði einnig gagnárás á Robledo, en ekkert er sagt um árangur bennar. Hafa Þjódverjar og ítalir sent uppreistar- mönnum á Spáni hergögn? Spænski sendiherrann í London hefir lagt ný gögn fyrir Plymouth lávarð, formann hlut- leysisnefndarinnar, sem eiga að sanna, að ít- alir og Þjóðverj^r hafi brotið hlutleysissamn- inginn. London, í morgun. Að því er United Press hefir fregnað samkvæmt á- reiðanlegum heimildum, hefir sendiherra spænsku sl jórnarinnar í London lagt fyrir formann hlutleysis- nefndarinnar, Plymouth lá- varð, nýjar sannanir fyrir því, að uppreistarmenn hafi fengið vopn og önnur Iiergögn frá ítölum og’ Þjóðverjum, um miðbik októbermánaðar. (United Press. — FB.). Aakakosntngar á Bretlandi. íhaldsframbjóðandinn vann glæsilegan sigur. London, í morgun. Aukakosning hefir fram farið í Birmingham, Er- dingtonkjördæmi, og bar frambjóðandi íhaldsflokks- ins, Wright, sigur úr být- um. Er hann einn af for- ingjaliði flokksins. Hlaut liann 27.088 atkvæði, en Sex klukku» stunda i Ahessiiiiix* London 21. okt. FÚ. í frétt frá Róm er sagt frá hinni stærstu orustu sem háð liafi verið í Abessiníu, síðan Ad- dis Abeba var tekin. Þessi or- usta er nýafstaðin, og átti sér stað í fylkinu Sidamo, en það er í suður frá Addis Abeba, og með frjósömustu héruðum Abessiniu. Italskur her, sem farið liafði suður í landið frá Addis Abeba, mætti abessinsk- um her, og er sagt að hann hafi verið ágætlega skipulagður og vel vopnum búinn. Eftir sex ldukkustunda látlausan bardaga tókst ítölum að vinna bug á frambjóðandi jafnaðar- manna, Simmons, 20.834 atvæði. Aðrir flokkar höfðu ekki menn í kjöri. Auka- kosningin fór fram vegna andláts þingmanns kjör- dæmisins, Eales að nafni, en hann var íhaldsmaður. (United Press. — FB.). Abessiníumönnum, en þó aðeins eftir að flugvélar höfðu verið lcvaddar á vettvang, og sprengj- um kastað yfir lið Abessiníu- manna. Meðal þeirra, sem lágu cftir á vígvellinum, var herfor- ingi abessinska hersins. Fiskmarkaðurinn í Grímsby í dag: Besti sólkoli, pr. box .. 70 sh. Rauðspetta, pr. box .... , 55 — Stór ýsa, pr. hox , 40 — Miðlungs ýsa pr. hox ... .25 — Stór þorskur pr. 20 stk. 58 — Stór þorskur pr. box . .. . 15 — Smáþorskur pr. box . .. . 14 — (Tilk. frá Fiskimálanefnd-FB.) ungmennafélögiii. „Dögun í Keflavík“ heitir grein, sem birtist í Tímadilkn- um á sunnudaginn. Greinin er eftir Jónas Jónsson og fjallar um samkomuhúsbyggingu í Keflavílc. Fer greinarhöfundur morgum a'rðum um það, hví- líkur ómenningarbragur liafi verið á Keflavík frá upphafi vega og alt til þessa tíma, t. d. liafi þorpið til skamms tíma engin mannvirki átt „til sam- eiginlegra þarfa, nema dálitla kirkju og afar illa útbúinn barnaskóla“. Og segir hann að það sé „leitt til þess að vita, að ihaldið í Keflavík og húsbænd- ur þess í Rvík hafa ekki getað unt Keflvíkingum að reisa sig á legg sjálfir i einu máli, hvað þá meira“! Það er kunnugt, að sam- komuhús Keflvíkinga brann í fyrra. Hús þetta var eign Ung- mennafélagsins í Keflavík, og hafði félagið ráðgert, að byggja nýtt hús í þess stað. Jónas Jóns- son hefir haldið því mjög á lofti, að ungmennafélögin í landinu nyti sérstakrar vernd- ar framsóknarflokksins, og sjálfur mun hann telja sig höf- uð-frömuð ungmennafélags- hreyfingarinnar liér á landi. Hefði því mátt ætla, að ung- mennafélagið i Keflavík hlyti að eiga þar ,„liauk í horni“, þar sem hann var, og vísan öflugan stuðning, af liálfu núverandi stjórnarvalda, til að koma hús- byggingarfyrirællunum sínum í framkvæmd. Hinsvegar hefir rejmslan orðið alt önnur, því að það virðist alveg fastráðið af valdhöfunum, að meina ung- mennafélaginu algerléga að byggja nýtt samkomuhús í Keflavík. Ungmennafélagið hafði sótt mn innflutningsleyfi fyrir bygg- ingarefni í hið nýja samkomu- hús, en því verið þverneitað um um það af gjaldeyrisnefnd. Þáð hafði reynt að fá keypt bygging- arefni hjá innlendum efnissöl- um, en þeim hafði þá verið stranglega bannað að selja því byggingarefni til að koma upp húsinu. Félagið liafði þvi „öll sund lokuð“ til þess að koma upp nýju samkomuhúsi í Kefla- vík að sinni, og virtist svo sem stjórnarvöld framsóknarmanna og socialista gæti ekki „unt Keflvíkingumað reisasigá legg sjálfir“ í þessu liúsbyggingar- máli! Félagið tók það því til hragðs, að leigja gamalt hús og breyta því í samkomuhús til bi'áðabirgða. En þá kemur upp úr kafinu, að öðrum hafði verið leyft að flytja inn byggingar- efni til að byggja samkomuhús í Keflavik. Segir .T. J. svo frá, að það hafi verið „umbóta- menn“ þorpsins, „sem nú i sum- ar hafi lcomið sér saman um að reisa myndarlegt samkomu- hús fyrir hreppinn“. Þessir „umbótamenn þorpsins“ eru socialistar í Reykjavik/ sem liugsa sér með þessu að ná fót- festu fyrir flokkinn í Keflavík. Ungmennafélagarnir eru nú ekki lengur í tölu umbóta- manna hjá J. J. Þá nefnir hann „nokkura misjafna pilta“, sem hafi byrjað á „að skinna upp á gamlan húshjall, sem sam- komustað fyrir sig og sína lika!“ Það hefði nú ekki þótt lík- legt, hérna um árið, þegar soc- ialislar spörkuðu Jónasi úr ráð- herrastólnum, að hann niundi leggjast svo hundflatur fyrir kröfum þeirra og fyrirskipun- um, sem raun liefir orðið á í þessu máli. En sagan er ekki öll sögð með þessu, því að bersýnilegt er, að tilgangurinn með þessum ráðstöfunum stjórnarvaldanna er að ganga af ungmennafélagi Keflvíkinga dauðu. Félagið hef- ir eitt liaft leyfi til kvikmynda- sýninga í Keflavík. Það leyfi á nú að taka af því, og veita það socialistum, til þess að þeir geti staðið straum af rekstri þessa samkomuhúss siná’ og iannari flokksstarfsemi á kostnað alls almenningsíKeflavík með kvik- myndasýningum. Og J. J. fagn- ar því, að þannig skuli vera frá þessu gengið, að ungmennafé- lagsstarfsemin í Keflavík geti nú enga viðreisnarvon átt sér framar en í staðinn hlaðið und- ir flokksstarfsemi socialista í þorpinu með opinberum hlunn- indaveitingum. En öllum al- menningi er þetta framferði stjórnarvaldann ný sönnun þess, að þau svífast einskis, þeg- ar um flokksliagsmuni þeirra er að ræða. Og hvað líður nú lýðræðis- liugsjónum stj'órnarflokkanna ? Mundu þeir geta fallist á það, að láta almenna atkvæða- greiðslu fara fram í Keflavík um það, hvorum skuli heldur veita sérleyfi til kvikmynda- sýninga og aðstöðu til sam- komuhússbyggingar í þorpinu, socialástum í Reykjavík eða ungmennafélögunum í Kefla- vík? — Rákon Shstelig professor frá Bergen er kominn hingað og flytur hann fyrirlestra við Há- skólann og á vegum Nor- ræna félagsins. Hákon Shetelig prófessor frá Bergen var meðal farþega á Lyru í gær. Er hann hingað kominn til fyrirlestrahalds, á vegum Norræna félagsins og Háskóla íslands. Hákon Shetelig er formaður deildar Norræna félagsins í Bergen og hefir hann verið for- ínaður hennar frá því hún var stofnuð og átti sjálfur frum- kvæði að stofnun hennar. „Norræna daginn“, þ. 27. október, flytur Slietelig prófess- or hér erindi og verður það um menningarstefnur í Noregi á síðari árum. Shetelig prófessor flytur hér og fyrirlestra á vegum Háskól- ans um norska menningu á vik- ingaöldinni og íslenska sagna- ritun. Prófessorinn dvelst hér í hálf- an mánuð. Er Iiér um hinn merkasta gest að ræða, sem fengur mikill er að fá til fyrir- lestrahalds. Ilákon Shetelig er prófessor í fornum fræðum við háskólann í Bergen og hefir haldið fyrirlestra í öllum helstu horgum álfunnar. Ritfregn. Bogi Ólafsson: Kenslubók í ensku handa byrjöndum. — Reykjavík. Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar. 1936. Bók þessi er nýlega út kom- in, og verður ekki betur séð, en að liún hljóti að reynast mikill fengur öllum þeim, sem hana þurfa að nota, jafnt kenn- urum sem nemöndum. Menn liafa fundið til þess síðustu árin, að brýn þörf væri orðin nýrrar kenslubókar í ensku. Geirsbólc var ágæt á sinni tíð, en er nú orðin ófull- nægjandi um sumt, því að alt af eru málin að breytast, ný orð eru búin til eða tekin í notkun, en önnur hverfa. Framburður er og ekki óhagganlegur. Er mikil stund á það lögð, í hinni nýju kenslubók, að komast sem næst hinum réttasta fram- burði, þeim er nú tiðkast með meptuðum mönnum breskum. Það er mikilsvert, að rétt sé fram borið, en örðugt hins veg- ar, að tákna framburðinn svo, að ekki geti valdið ruglingi og rnisskilningi lijá nemöndum, sem fátt kunna til lilítar. En svo virðist frá þessu gengið i bók þeirri, sem hér um ræðir, að ekki verði á betra kosið. Það er afar-mikilsvert hverj- um' þeim, sem erlenda tungu vill nema, að leggja þegar í upphafi náms fullkomna alúð við það, að tileinka sér réttan framhurð, þvi að „varðar mest til allra orða — undirstaða rétt sé fundin“. Og réttur fram- hurður þjóðtungnanna er vissu- lega mikilvægur þáttur undir- stöðunnar við málanám og málaþekkingu. Sé rangur fram- burður numinn að upphafi málanáms, vill liann loða við æ síðan, trufla og spilla. Bókin hefst á skýring hljóð- tákna. Er sá kafli fróðlegur og skemtilegur, og liið hesta sam- inn. Þá tekur við málfræðin, i mörgum köflum. Þar er vel að verki gengið, og svo ljóst* og skilmerkilega, að naumast mun verða á betra lcosið. Það er ekki smáræðis-kostur á kenslubók, að liöf. sé svo lærð- ur, að hann þekki viðfangsefni sitt til fullrar hlitar, og í ann- ’an stað svo hugkvæmur og hag- ur, að útlistanin verði ljós þeim, sem litið vita. En þetta tekst Boga Ólafssyni, og kem- ur það raunar ekki að óvöru •þeim, sem kunnugir eru gáfna- fari hans og lærdómi. — Kærkominn mun mörgum verða kaflinn um „forsetning- arnar“. IJefir margur nemand- inn lirasað um enskar forsetn- ingar, en nú ættí að verða greið- færara á þeim leiðum, þvi að vel hefir Bogi varðað þann andlega Leggjabrjót. Þegar málfræðinni sleppir, liefjast „Leskaflar“. Þar er að upphafi (á fáeinum opnum) ritað að venjulegum hætli á fyrri blaðsíðu, en á hinni síð- ari er sama lesmál ritað eftir framburði. Þykir það vel fall- ið og mun koma í góðar þarf- ir. — Fer naumast lijá því, að framburður orða festist bet- ur i minni, er svo er hagað. Má um leskaflana segja, að þeir sé hið besta valdir, marg- ir fróðlegir að einhverju leyti og sumir skemtilegir. En þá er vel varið stund við málanám, ef samtímis því, að læra eitt- hvað i málinu, slæðist inn í liugann hagnýt þekking um annað efni eða önnur. — Vandað orðasafn rekur lest- ina, og er þá lokið bókinni. Eru þar greindar merkingar 2500 orða eða rúmlega það. — Mundi hver sá taliiin allfær í enskri tungu eða jafnvel stór- lærður, er þau orð öll liefði á hraðbergi, hvenær sem til þyrfti að taka í ræðu eða riti. Bókin er, sem áður segir, mikill fengur öllum þeim, sem við enskunám fást eða ensku- kenslu stunda. Hún er um fimtán arkir að stærð og hið besta til útgáfunnar vandað. Pappír er góður og bandið traust. — Félagsiirentsmiðjan annaðist prentunina. Manntalið* Eftir ákvæðum bráðabirgða- laga, sem voru gefin út hinn 12. þm., verður manntal tekið hér í Reykjavík nú í þessum mánuði, í stað þess að undan- farin ár hefir manntalið verið tekið siðari liluta nóvember- mánaðar. -Er breytingin gerð vegna þess, hve tíniinn er naumur frá nóvemberlokum og þar til ýmsum skrám verð- ur að lúka, sem gerðar eru eft- ir manntalinu. Undanfarna daga voru manntalsskýrslurnar bornar í öll liús hér í bænum, og verð- ur þeirra vitjað í dag og næstu daga. Eru allir húsráðendur og þó einkum liúseigendur, al- varlega mintir á, að útfylla manntalsskýrsluna nú þegar og gera það rétt. Sérstaklega er áríðandi, að hver maður, sem á heima hér í hænum, sé talinn á manntals- slcýrslu, og eigi siður þó að maður kunni að vera fjar- staddur nú. Einnig ber að telja með alla þá, sem dvelja hér í bænum nú, þó að þeir eigi lög- heimili annarsstaðar, en þess skal þó getið í skýrslunni. Ef vanrækt er, að skrá heim- ilisfastan mann í manntal, má búast við því, að hann falli af kjörskrá og missi kosningar- rétt sinn. í öðrum löndum er þess stranglega gætt, að allir flutn- ingar fólks séu tilkyntir tafar- laust. Og eftir því seip borgar- búum fjölgar hér, verður æ brýnni nauðsyn þess, að mann- talið sé altaf rétt. Þess vegna verður ekki leng- ur komist hjá því, að kæra til sekta alla þá húseigendur og húsráðendur, sem vanræk.i ■* skyldur sínar um að fylla ná- kvæmlega út manntalsskýrsl- una nú við manntalið, eða van- rækja síðar að tilkynna, er fólk flytur úr húsum þeirra eða í þau. Krýning Játvarðs VIII. mun án efa draga mikinn fjölda ferðamanna til Bretlands næsta vor, úr öllum löndum heims. Skipafélögin bresku segja, að alt farþegarúm á skipum þeirra sé að kalla upp pantað nú þegar vikurnar fyrir krýninguna. Er í ráði að taka öll skip, sem liægt er að ná í, og til fólksflutninga eru hæf, til þess að geta flutt sem flesta af þeim, sem fara vilja til Bretlands af fyrr nefndu tilefni. Gera Bretar sér miklar vonir um stórlcostlegan hagnað á mörgum sviðum, vegna krýningarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.