Vísir - 16.11.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 16.11.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR 14 miljóiiirnar og inn- flntningsleyfa braskiö. Því liefir ekki verið mótmælt, að gjaldeyris- og innflutnings- nefnd liafi veitt innflutnings- leyfi fyrir 49 miljónir króna, þá 10 mánuði, sem liðnir eru af árinu. Innflutningurinn nam i lok síðasta mánaðar um 35 milj. króna og hefir þá verið innflutt fyrir 14 miljónir af þvi sein leyft hafði verið. En verði nú öll þesssi innflutnings- lejdi, sem veitt hafa verið nú þegar notuð að fullu, má telja víst að ársinnflutningurinn verði svo að segja hámarks innflutningur, enda óhjá- kvæmilegt að ný leyfi bætLst við, tvo siðustu mánuðina, svo að innflutningurinn fari tölu- vert fram úr 49 milj. Og yrði þá viðskiftajöfnuðurinn við út- lönd miklu hraklegri en hann hefir verið um mörg ár. Hinsvegar má að vísu gera ráð fyrir því, að innflutnings- leyfin verði ekki notuð, og það jafnvel hvergi nærri, að fullu. Eigi að síður er það þó Ijóst af þessu, að framkvæmd gjajd- eyris- og innflutningshaftanna er öll á ringulreið og í algerðu stjórnleysi. Og það má fara nærri um það, hvað því muni aðallega valda. Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hefir að því er virðist, kappkostað það eitt, að „skera niður“ innflutning til kaup- manna, sem aðallega hafa haft ínnflutningsverslunina með höndum. Allir aðrir virðast eiga miklu greiðari aðgang að því að fá innflutningsleyfi, ekld að eins kaupfélög og pöntunar- félög, sem alkunnugt er að liafa fullkomna sérstöðu, heldur einnig einstakir menn, sem ekk- ert hafa fengist við verslun áð- ur. Er jiannig kunnugt um ým- is dæmi þess, að innflutnings- leyfi hafa verið veitt mönnum, sem engin peningaráð liafa haft til þess, að greiða andvirði inn- flutningsins, en svo hafa boðið kaupmönnum innflutningsleyfi sín til sölu. Er slíkt innflutn- ingsleyfaprang orðið allalgengt, og liefir gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd undirbúið jarðveginn fyrir það, og með því beinlínis stuðlað að óþarfri verðhækkun á erlendum varningi. Til dæmis um það, livern mannamun nefndin gerir sér í þessum efn- um, þegar annars vegar eiga í hlut kaupmenn og liinsvegar jafnvel „óvaldir menn af göt- unni“, skal liér sögð ein saga: Ungur maður kom nýlega inn í sölubúð til kaupmanns, i þeim erindum, að fá lánaðar nokkurar krónur. Kaupmaður- inn, sem þá nýlega hafði fengið synjun gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar við beiðni um inn- ílutning á einni af aðal-verslun- arvöru sinni kvaðst enga pen- inga vilja lána piltinum, en ef hann gæti fengið innflutnings- leyfi fyrir umræddri verslunar- vöru, að ákveðinni upphæð, þá skyldi hann kaupa það fyrir þá krónutölu, sem pilturinn hafði beðið um. Nokkuru'm dögum síðar kom pilturinn með inn- flutningsleyfið, sem hann hafði þá fengið í sinu nafni, og kaup- maðurinn borgaði fyrir það umsamið verð. Kom þeim nú saman um það, kaupmannin- um og piltinum, að gera aðra tilraun, og fór hún á sömu leið. Þannig tókst piltinum „af göt- unni“ tiltölulega greiðlega að fá innflutningsleyfi, þó að kaup- ínanninum væri synjað! Þetta framferði gjaldeyris- og innflutningsnefndar er að sjálfsögðu svo langt „fyrir neð- an allar hellur“ að engum af- sökunum verður við komið. En það er ekki að eins hneykslan- legt, vegna hlutdrægninnar og fjandskaparins í garð kaup- mannastéttarinnar, heldur er }>að líka svo heimskulegt, að furðu sætir, þó að ekki sé tekið tillit til annars en framkvæmd- ar innflutningshaftanna í því augnamiði, að draga úr innflutn- ingnum. Með því að dreifa inn- flutningnum á sem flestar hendur, gerir nefndin sér marg- falt örðugra fyir um það, að liafa hemil á lionum. Afleiðing- in verður óhjákvæmilega sú, að nefndin hlýtur að vera í stöð- ugri óvissu um það, hvað kann að verða flutt inn, af þvi, sem leyft hefir verið og hvað kann að fyrnast af leyfunum. Og þeg- ar innflutningsleyfin sjálf eru orðin að verslunarvöru, þá verður beinlínis að gera ráð fyrir því, að þau kunni að verða geymd um lengri eða skemri tíma, í von um verðhækkun á sölumarkaðinum! Og þannig má ef til vill gera sér grein fyrir því, hvernig á því standi, að innflutningsleyfi fyrir 14 miljónum króna hafa nú safn- ast fyrir, án þess að vitað verði, að hve miklu leyti þau kunna að verða notuð. Og er það þá líka að vonum, að formanni gjaldeyris- og innflutnings- nefndar verði ógreitt um svör, þegar hann er spurður um hvað innflutningnum líði, og verði það á, að segja að það komi engum við. Vélbáturinn, sem saknað var frá Siglufirði er kominn fram. Siglufirði í gær. Vélbáturinn Olfur Uggason fanst í nótt og er komínn til Siglufjarðar heilu og höldnu. Fa'nst báturinn með bilaða vél 4 lil 5 sjómílur norðvestur af Strákum. Bátsins hafði verið saknað frá því á fimtudag, en hann annast mjólkurflutninga milli Sauðárkróks og Siglu- fjarðar. , Vélbáturinn Haraldur, sem Ieitaði í gær, kom til Siglufjarð- ar um ld. 21 í gærlcveldi og fór aftur eftir litla viðdvöl, ásamt þrem öðrum bátum í leitina, og fundu þeir Olf eftir skamma stund. Úlfur fór á fimtudagskveld frá Sauðárkrókj, en norðvestan við Málmey bilaði vélin kl. 3.30 um nóttina. Rak bátinn þá til hafs undan liægum kalda. Kl. 17 á föstudag rann á hægt norð- vestan leiði og sigldi báturinn þá upp undir land, en þá gekk til landáttar og sigldi báturinn þá aftur til hafs, til þess að forðast landkreppu. Báturinn reyndi að ná sambandi við bát er fór til Sauðárkróks, en tókst ekki. Kl. 6 í gærinorgun sigldi Olfur að togara, er var að veið- um uin 20 sjómílur norðvestur af Fljótum, en togarinn sinti eigi merkjum bátsins og sigldi burtu, er bátinn bar þar að. Kl. 11% i gær sigldi báturinn hægu leiði upp undir Stráka og var kominn næstum þangað er hjálp barst. Báturinn vat með hálffermi af mjólk, heyi og öðr- um farangri. Bátverjum öllum leið vel. (FÚ.) armanna hrundið. Bfú á Manzanaresfljóti sprengd í loft npp. Háskólaborgin tekin? London í morgun. Fregnum ber ekki sanian um hvort uppreistarmönnum hafi orðið nokkuð ágengt i sókn sinni við Madrid í gær, en s jálfir halda þeir því fram, að þeir hafi náð háskóla- borginni á sitt vald, að afstaðinni grimmilegri árás. Fréttaritari United Press símar, að herdeildir stjórnarinnar hafi hrundið árásum uppreistarmanna, er þeir gerðu tilraun til þess að komast yfir Manzanaresána. Sprengdu stjórnarliðar „Frakka-brúna“ í loft upp. Uppreistarmenn gerðu árás við Segoviabrúna og var henni einnig hrundið. Fréttaritarar segja, að handan Manzanar- ez-árinnar liggi lík fallinna uppreistarmanna í kös, enda hefir verið feikna mannfall í liði þeirra í liinum stöðugu bardögum, sem verið hafa undanfarna daga. I opinberri tilkynningu fra stjórninni í Madrid segir, að stjórnarherinn hafi hvar- vetna haldið varnarstöðvum sínum á vígstöðvunum við Madrid, tekið marga fanga og náð allmörgum skriðdrekum frá uppreistarmönnum. — (United Press. — FB.). „Hingað til farið mílur — nú metra.“ London, í morgun. Á laugardaginn var minna um orustur í grend við Madrid en dagana á undan. Uppreistarmenn viðurkenna, að þeir hafi beðið nokkurn hnekki í framsókn sinni til Madrid. Einn af her- foringjum Francos sagði í dag: „Hingað til hefir okkur miðað áfram í mílnatali, en nú í metratali að eins.“ Á laugardaginn gerðu uppreistarmenn áhlaup á Prinsessu-, Segovia- og Toledo- brýrnar, en voru hraktir til baka, að því er fréttir frá Madrid herma. Þeir gerðu tvö áhlaup á „Brú hinna frönsku“, og segir stjórnin, að þeim hafi háðum verið hrundið. En svo virðist, sem síðar á laugardaginn hafi einliverjum hluta hersveita uppreist- armanna tekist að komast yfir fljótið, og álitið að þeir muni hafa komist yfir á gr>rnningum milli Prinsessu- og Toledo- brúnna. Tuttugu og tvær flugvélar uppreistarmanna flugu yfir Madrid i morgun og köstuðu niður sprengjum. Stjórnin tilkynnir, að 17 manns hafi verið drepnir, en rúmlega 100 hafi særst. 1 loft- árásum þeim, sem gerðar voru á laugardaginn voru 50 drepn- ir, en um 200 særðir. Uppreistarmenn taka rússneskt skip. Eitt af herskipum uppreistarmanna hefir tekið rússneskt gufuskip og farið með það til Ceiita, og látið gera leit að lier- gögnum í skipinu. Rússneski verslunarmálaráðherrann segir, að skipið hafi verið á leiðinni til Belgiu með olíufarm, og hafi olían verið ætluð Þjóðverjum. í Moskva ríkir mikil gremja jTir þessum aðförum uppreistarmanna, og hefir stjórnin fyr- irskipað rannsókn á atburðinum, en skipinn hefir verið boðið að halda áfram ferð sinni til Belgíu. í Berlín er þvi haldið fram, að lieil skriðdrekahersveit liafi nýlega siglt frá rússneskri höfn, áleiðis til Spánar, en ekki er þess getið, eftir hvaða heimildum sú frétt er höfð. — (FÚ.). Flokksfundup Sj álfsíædis- manna í Árnessýslu. Mikill álmgi. Góð fufiflarsdkn. Foringjaráð Yarðarfélagsins boðaði til tvgggja flokksfunda í gær á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Voru fundirnir ágætlega sótt- ir og á Stokkseyri mættu 70— 80 manns þrátt fyrir það þó samtímis væri haldinn fundur í Verkamannafélaginu, þar sem fjöldi Sjálfstæðismanna voru mættir. Tóku margir til máls, bæði komumenn og innanhéraðs- menn og kom fram á fundin- um eindregin andúð gegn nýju jarðræktarlögunum og lifandi áhugi fyrir málum Sjálfstæðis- flokksins. Leiðangnrinn npp á Hrafnafjail. Sprungan í fjallinu er orð- in tveir metrar á breidd og 80 metra löng. Nýtt jarð- hrun yfirvofandi. Oslo í gær. Tveir menn frá Loen fóru í gær upp á Hrafnafjall og kom- ust þeir að raun um, að sprung- an í fjallinu er orðin helmingi breiðari en Iiún var fyrír nokk- urum vikum. Hún er nú tveir metrar á breidd og um 80 metr- ar á lengd. Einnig lcomust þeir að raun um, að sprungan hefir dýpkað. Óttast menn nú mjög frekari jarðhrun. (NRP—FB.) Ræða Karols konungs og landa- mæri Rúmeníu. Þing Rúmeníu var sett í gær. í hásætisræðu sinni vék Karol lconungur að ummælum Musso- Iini viðvíkjandi nauðsyn þess, að endurskoða þá samnínga, sem ákveða landamæri Ung- verjalands. Rúmenía mundi aldrei, sagði konungur, sam- þykkja það, að hróflað væri við landamærum sínum. Þau hefðu verið ákveðin í eitt skifti fyrir öll. Hann sagði, að Rúmenía myndi auka her sinn, í því tvö- falda augnamiði, að tryggja friðinn og verja landamæri sín. Hitlep kallap herfopingj a sína saman út af rússnesku hand- tökunum. London í morgun., Sú frétt hefir valdið talsverð- um æsingum í Evrópu í dag, að Hitler hefir kvatt á fund sinn yfirmenn í öllum þremur deild- um hersins (landhers, lofthers og sjóflota). Það er álitið, að þeir hafi rætt um handtökur Þjóðverja í Rússlandi og þær ráðstafanir, sem Þýskaland kynni að gera í þvi sambandi; einnig um þá liðveislu, sem þeir álita að Rússar veiti spænsku stjórninni. Sagt er, að Þjóð- verjar hafi ákveðnar tillögur, sem þeir ætli að leggja fyrir ldutleysisnefndina, um ráðstaf- anir til þess að stöðva vopna- útflutning frá Rússlandi til Spánar. (FÚ.) Hitler neitar að hlýða einu af- ákvæðum Versala-samninganna. London 14. nóv. FÚ. I dag gaf Hitler út yfirlýs ingu þess efnis, að Þjóðverjar myndu héreftir ekki hlíta á- kvæðum Versalasamningsins um alþjóðlegt eftirlit með sigl- ingaleiðum um skipgeng fljót í Þýskalandi. Þar með sagði hann, væri síðasti hlekkurinn brotinn, og Þýskaland frjálst úr fjötrum Versalasamninganna. Yfirlýsing þessi kom engum á óvart, og breytir engu, raun- verulega, þar sem mjög sjaldan hefir þurft að leita til hinnar alþjóðlegu nefndar, sem skipuð hafði verið til eftirlits með sigl- ingaleiðum þessum. Þýska stjórnin hefir jafn- framt lýst því yfir, að það muni ekki verða gert upp á milli þjóða, um notkun skipgengra þýskra fljóta, svo framarlega sem þýsk skip verði látin njóta jafnréttis við skip annara landa, lijá hverri þjóð sem hlut ' á að máli. Breytingin á skipun norsku stjórnarinnar komin til framkvæmda. Oslo í gær. Á ríkisráðsfundi i ggeír var Indrebö fjármálaráðherra veitt lausn í náð frá embætti sínu, en i hans stað var Bergsvik ráð- herra skipaður fjármálaráð- herra, en nýr ráðherra tekur við embætti Bergsvik, Oscar Torp, og verður hann því ráð- herra félagsmála. (NRP—FB.) 1836 — 16. nóv. 1936. Lárus Þórarinn Blöndal, sýslumaður og síðast amtmað- ur, fæddist að Hvammi í Vatns- dal 16. nóvemher 1836 eða fyrir réttum hundrað árum. Foreldr- ar hans voru Björn Auðunsson Blöndal, sýslumaður Húnvetn- inga (f. 1. nóv. 1787 i Blöndu- dalshólum, d. 23. júní 1846 í Hvammi í Vatnsdal) og kona hans Guðrún (d. 20. ágúst 1864) Þórðardóttir, kaupmanns á Akureyri Helgasonar. Björn sýslumaður í Hvammi þótti hið röggsamasta yfirvald og skörungur í hvívetna. — Þegar hann varð sýslumaður Hún- veininga (1820) var róstusamt i liéraði og agaleysi hið mesta, enda höfðu sýslubúar orðið að sætta sig við heldur aðgerðalítil Lárus Þ. Blöndal. yfirvöld þá um sinn. — Vand- ræðamenn ýmsir óðu uppi, höfðu hátt um sig og þóttust ekki þurfa að hlíta landslögúm né úrskurði yfirvalda. — En Björn sýslumaður lægði rost- ann í piltum þeim og hlaut að launum ást Og virðingu sýslu- búa. Ganga jafnvel enn í Húna- vatnssýslu sögur um röggsemi og skörungsskap Bjarnar, þó að látinn sé hann fyrir 90 árum. Björn sýslumaður þurfti Iítt við elli áð fást, því að harin andað- ist á besta aldri, vart 58 ára gamall. — Sýslumanns-hjónin í Hvammi eignuðust mörg börn og inann- vænleg. Mun Lárus Þórarinn sýslumaður verið hafa meðaj hinna yngstu. Hann var ungur til menta settur, svo sem þeir bræður fleiri, og lauk stúdents- prófi 1857. Sigldi þá til liáskóla- náms i Kaupmannaliöfn og lauk embættisprófi í lögum 19. júni 1865. — Hann kvongaðist 1857, sumarið sem hann varð stúdent og gekk að eiga ungfrú Kristínu (d. 1919) Ásgeirsdótt- ur, bónda að Lambastöðum á Seltjarnarnesi Finnbogasonar. L. Þ. Bl. varð sýslumaður í Dalasýslu 1867 og hélt þvi em- bætti, uns Húnavatnssýsla varð laus (1876) við fráfall Bjarna E. Magnússonar, sýslumanns á Geitaskarði. Sótti hann þá um sýsluna og fékk vcitingu fyrir lienni á öndverðu ári 1877. Fluttist þá norður og mun hafa setið á Stóruborg fyrstu misser- in. En þá stóð upp fyrir honum Friðrik Schram, bóndi á Korns- á, er þar hafði búið lengi og var þá gamall orðinn. — Sat nú Lárus sýslumaður á Kornsá við þjóðfræga rausn og höfðings- skap það sem eftii* var ævi- dagsins. — Hann andaðist 12. mai 1894 og var þá á mjög svipuðum aldri og faðir lians hafði verið, er hann lést. —. Lárus sýslumaður sótti um amtmanns-embættið norðan og austan, er Júlíus amtmaður Havsteen slepti því og fluttist suður hingað. — Hlaut hann veitingu fyrir embættinu 26. febrúar 1894 og ætlaði að flytj- ast til Akureyrar þá um vorið. En það fór á annan veg, því að nú var skammur spölur ófarinn til grafar. Hinn nýkjörni amt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.