Vísir - 21.11.1936, Blaðsíða 3
***»■'.
&atH'
YÍSIR
Bændor snúast gegn nýju jartrækt
arlögunnm.
Meipi liluti búnaöarfélag-
anna er á móti „Framsóknu.
Aðfepöip „Fpamsóknar“ við
aö aíla sép aíkvæöa.
Framsóknarmenn hafa undanfarið gumað af J)ví hér í Reykja-
víkurblöðunum, að bændur yfirleitt fylgdu stefnu þeirra í jarð-
ræktarmálunum, og að búnaðarfélögin út um land mundu sam-
þvkkja yantraust á meiri hluta Búnaðarþings, sem hafnaði lögun-
um í vetur.
Hér skýtur nokkuð skökku við eins og sést á eftirfarandi
fréttuin af fundum bænda úti á landi.
SíSan meiri hluti Búnaðarþings
hafna'ði því að ganga undir þa
kosti, sem lögin setja Búnaðarfé-
lagi íslands, þá hefir staðið lát-
l'aus áróður af hálfu Framsóknar-
manna í búnaðarfélögunum itt um
sveitirnar. Framsóknarmenn hafa
séð þaö, sem rétt er, að hér
„stendur slagurinn“. Fái þeir
bændur alment til þess að gang-
ast undir ákvæði, sem beinlínis
skerða eignarrétt þeirra á sjálfs-
eignarjörð með því að stofna ríkis-
ítök i hverri jörö,sem styrks riýtur,
þá hafaFramsóknarmenn líka betri
vonir, eftir en áður, um að geta
dregið bændur alveg undir social-
ismann, sem er hið raunverulega
takmark þessara „bændaleiðtoga“
hér í Reylcjavík.
Það hefir því eðlilega verið lögð
hin mesta áhersla á að tryggja
meirihluta með lögunum í sem
flestum búnaðarfélögum. Ráðherr-
arnir og ýmsir aðrir forkólfar
hafa riðið út um land til þess að
reyna að halda flokksmönnum
sínum við efnið, og margir af hin-
um smærri spámönnum hafa líka
verið sendir út af örkinni.
MaÖurinn, sem átti aö skoða
gömlu bæina.
Það hefir verið neytt ýmsra
bragða til að blekkja bændur i
þessu máli og þá reynt um leið
að koma þessum „agitationum"
laumulega fyrir.
Norður á Eyjafirði spurðist það
í haust, að einn bóndi frammi í
firðinum væri nú á ferðalagi um
bygðina til að skoða gamla bæi.
A fundi Kaupfélags Eyfirðinga
hafði fyrir löngu verið kosin
ítefnd til að athuga gömul húsa-
kynni í sveitunum á félagssvæð-
inu,. og þessi bóndi var einn af
hinum kjömu. Hann reið sem leið-
ir lágu um næstu bygðir og sögðu
þeir sem hann hitti, að fremur
hefði erindið verið það, að grensl-
ast eftir ihvers sinnis menn væru
í jarðræktarmálum, heldur en hitt,
að skoða baðstofurnar og eldhús-
in! í einum hreppi í sömu sýslu,
þar sem Framsóknarmenn töldu
að nokkur pólitískur bilbugur
væri á mönnum, þar sendu þeir út
smala með undirskriftaskjal og
skyldi hann fá menn til að skrifa
undir játningu við hinurn nýju
járðræktarlögum. Þannig átti að
reyna að binda hina óákveðnu fyr-
ir væntanlega búnaðarfélagsfundi.
Atkvæði „upp á vasann“.
Þingmenn Framsóknarfl. hafa
eðlilega lagt sig í líma við það,
hver í sínu héraði, að sætta bænd-
urna við hin nýju lög og afla sér
meirihluta í búnaðarfélögunum.
Það hefir þá stundum gllt minna
hver meðölin væru. ,Bjarni á Laug-
arvatni lét sér t. d. sæma, að koma
með atkvæði flokksmanna sinna
í vasanum, og krefjast þess, að
þau yrðu tekin gild, þó mennirnir
mættu ekki sjálfir. Þannig var
hægt að „plata“ sér meirihluta!
Einnig hefir sú aðferð verið höfð,
ef í nauðirnar rak, að smala nýjum
meðlimum og taka þá í félögin til
að gfeiða atkvæði á fundum. Þá
aðferð kvað Einar alþingismaður
á Éyrarlandi hafa haft í sinni
sveit. Og þegar um slíka smölun
er að ræða gildir það einu þó ný-
hðarnir hafi aldrei nálægt jarð-
rækt komið! Atkvæðið er jafn-
gott fyrir því!
Það þarf ekki að minnast á það
að flokkssprautur Framsóknar-
manna út iim sveitirnar hafa notað
hið póíitíska kaupfélagavald misk-
uriarlaust sér til fylgis. Þeir heimta
uafnakall á fundum Irúnaðarfé-
laganna til þess að sjá greinilega
hverjir séu trúir og hverjir ekki.
Það á svo sem ekki að líðast, að
bændurnir greiði atkvæðin leyni-
lega og geti þannig komið aftan
að sálnahirðum „bændaleiðtog-
anna“ í Reykjavík. Nei — nöfnin
eru kölluð upp og þá sést hverjir
eru lánardrotnum sínum trúir.
í einni af mestu „Framsóknar“~
sýslum landsins var þó viðhöfö
leynileg atkvæðagreiðsla í einu fé-
lagi. Arangurinn varð líka sá, ao
sosialistastefnan tapaði með io at-
kvæða mun.
Áraii|gurinn af atkvæðaveið-
unum.
Eftir þeim fregnum, sem Vísir
hefir fengið, hafa 48 félög haldið
fundi um jarðræktarlögin og af
þeim hafa 29 verið á móti lögun-
um, en 19 með. í einu félagi voru
jöfn atkvæði.
Þessi félög greiddu atkvæði
móti nýju jarðræktarlögunum:
Búnaðarfélag Skorradalshrepps,
Borgarfjarðarsýslu.
Búnaðarfélag Lundarreykja-
dalshrepps, Borgarfjarðarsýslu.
Búnaðarfélag Borgarhrepps,
Mýrasýslu.
Búnaðaríélag Innri-Akranes-
hrepps, Borgarfjarðarsýslu.
Búnaðarfélag Stafholtstungna-
hrepps, Mýrasýslu.
Búnaðarfélag Fróðárhrepps,
Snæfellsnessýslu.
iBúnaðarfélag Helgafellssveitar,
Snæfellsnessýslu.
Búnaðarfélag Skógarstrandar-
hrepps, Snæfellsnessýslu.
Búnaðarfélag Miðdalahrepps,
Dalasýslu.
Búnaðarfélag Hörðudalshrepps,
Dalasýslu.
Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps,
Dalasýslu.
Jarðræktarfélag Akureyrar.
Búnaðarfélag Langnesinga,
Noröur-Þingeyjarsýslu.
Búnaðarfélagið Arður, Norður-
Þingeyj arsýslu.
Búnaðarfélag Fellnahrepps,
Norður-Múlasýslu.
Búnaðarfélag Tunguhrepps,
Norður-Múlasýslu.
Búnaðarfélag Jökúldalshrepps,
Norður-Múlasýslu.
|Búnaðarfélag Breiðdalshrepps,
Suður-Múlasýslu.
Búnaðarfélag Skriðdalshrepps,
Suður-Múlasýslu.
Búnaðarfélag. Hvammshrepps,
Vestur-Skaftafellssýslu.
Búnaðarfélag Austur-Eyjafjalla-
hrepps, Rangárvallasýslu.
Búnaðarfélag Vestur-Landeyja-
hrepps, Rangárvallasýslu.
Búnaðarfél. Rangárvallahrepps,
Rangárvallasýslu.
Búnaðarfélag Gnúpverjahrepps,
Árnessýslu.
Búnaðarfélag Hrunamanna-
hrepps, Árnessýslu.
Búnaðarfélag Grímsneshrepps,
Arnessýslu.
IJér við bætast þau búnaðar-
sambönd, sem hafa lýst sig and-
víg -jarðræktarlögunum nýju:
Búnaðarsamliand Kjalnes]|ings.
Búiiaðarsamband Snæfellsness
og Dala. .
iBúnaðarsamband Vestfjarða.
Búnaðarsamband Húnavatns-
sýslu.
Um atkvæðatölur á fundum bún-
aöarfélaganna hefir blaðið ekki
fengið nákvæmar fregnir. Sum-
staðar hafa verið fá -atkvæði sam-
tals á fundumj og var t. d. á sum-
um . fuiídum, þar sem Framsókn
var í meiri hluta samþyktar á-
nægjuyfirlýsingar út af lögunum
með aðeins örfáum atkv. — lægst
komst það niður í þrjð atkvæði.
Hreppabúnaðarfélög landsins
eru 215 að tölu, og eru þvi úrslit
ennþá aðeins komin úr ,fáum
þeirra. Hver heildarniðurstaðaa
verður, er ekki gott að segja. Eu
fari svo, sem ólíklegt er, að social-
istastefnan sigri, þá mega menn
hafa áróður „Framsóknar" og að-
ferðir við atkvæðagreiðslur í huga,
þegar sá sigur væri metinn.
En það þarf ekki að gera ráð
íyrir að til slíks komi.
Bændur vakna við, þegar svo
langt er gengið, að eignarréttur
þeirra á óðali er skertur. „Bænda-
leiðtogarnir“ í Reykjavík og sos-
ialistar munu seint ná þeim tökum
á bændum út um sveitir, að þeir
gangist viljugir undir að skert
verði yfirráð þeirra á eigin eign.
Ef til vill tekst „bændaleiðtogun-
um“ þó með hinum venjulegu að-
ferðunf sínum, að smala nokkru a^
atkv. sinni stefnu til fylgis. F.n
mörg af þeim atkvæðum eru fölsk
— því óheiðarlegar aðferðir hljóta
altaf að gefa svikna niðurstöðu.
Önanr kvðidskemt'
nn „Varðar“ verður
í kvöld.
t
„V‘örður“, félag Sjálfstæðis-
manna, hefir ákveðið að lialchi
skemtikvöld fyrir félagsmenn
einu sinni í mánuði. Annað
skemtikvöld félagsins verður
að Hótel Borg í kvöld og hefst
kl. 9. ,
Skemtikvöld Varðar og
Heimdallar eru viðurkend af
öllum að vera einhverjar þær
bestu skemtanir, sem völ er á í
bænum. Þar fer saman að
skemtilegir og fjörugir ræðu-
menn stíga upp á pallinn, góður
söngur og dans. Þar er þvi
nokkð fyrir alla — bæði unga
og gamla.
Fundir Varðar og Heimdall-
ar bera vott um lifandi stjórn-
málaáhuga og skemtikvöldin
sýna líka, að það er líf og fjör
í félögunum, svo að það befir
oldrei verið meira. Félagar i
Verði ættu að fjölmenna á
skemtunina í kvöld Meðal ræðu-
manna verða ýmsir af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Kristjánsson syngur og
að lokum er dans fram eftir
nóttunni. Einnig verður böggla-
uppboð til ágóða fyrir skemti-
stað Sjálfstæðismanna á Eiði.
Aðgöngumiðar eru seldir í
dag á skrifstofu Varðarfélags-
ins. Sími 2339, en ekki við inn-
ganginn.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby
í dag: Besti sólkoli 90 sh. pr.
box, rauðspetta 68 sli. pr. box,
stór ýsa 35 sli. pr. box, mið-
lungsýsa 24 sh. pr. box, frálagð-
ur þorskur 36 sh. pr. box, stór
þorskur 14 sh. pr. box og smá-
þorskur 12 sh. pr. box. (Tilk.
frá Fiskimálanefnd —> FB.)
Jón Magnússon:
Ilmiu* daganna.
Skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson frá
Guttormshaga. — Útgefandi ísafoldarprent-
smiðja h.f.
Þegar GuSmundur Daníelsson
gaf út fyrstu skáldsögu sína,
„BrætSurnir í Grashaga“, duldist
mönnum ekki, að þar kom fram
á sjónarsviöiö höfundur, sem hafSi
mikiö til brunns aö bera. Þessari
bók var rnjög vel tekið. Efni henn-
ar var ekki sérlega stórbrotiö, en
höf. lýsti þar hversdagslegu fólki,
sem hann þekti aS ytri háttum og
lundarlagi. ÞaS var hressandi
gleöibragur á frásögninni og mjög
skáldleg tilþrif í stílnum.
Nú fyrir skömmu er komið á-
framhald þessarar sögu, „Ilmúr
daganna", allstór bók, 0g lítur út
fvrir að höf. ætli að láta skamt
höggva milli. Um þessa bók er
þaS að segja, aS hún tekur hinni
fram um margt. Persó.nulýsingarn-
ar eru fyllri og auðugri, stíllinn
glæsilegri og skáldskapurinn
meiri.
Hér er rakinn raunaferill Sverr-
is, eldra bróðurins frá Grashaga,
hvernighann gengur ofan i jörðina
fet fyrir fet, missir eigur sinar og
gerist leiguliði. Snabbi lausamaður
fylgir heimilinu eins og illur andi,
hann slítur í sundur þær veiku
taugar, sem tengdu Sverri og
RagnheiSi, og- af hans völdum fer
Sverrir í tugthúsið fyrir enga sök.
HeimiliS hrynur með Öllu í rústm
og að lokum ræðst hann í vinnu-
rnensku og afsalar sér þar með
því litla, sem eftir er af sjálfstæði
sínu. — Maður harmar þessi örlög
Sverris, því að' hann sýndist til
alls annars borinn. En hér er höf-
undinn ekki um neitt að saka.
Söguþráðurinn, er rakinn svo eðli-
lega, að lesandimí efast ekki um,
að svona hlaut að fara. Öll ógæfa
Sverris blasir við manni, þegar
hann svíkur Hrafnhildi í trygðum,
enda þó að hann ggri það til að
bjarga mannorði og velferð bróð-
ur sins. — Sá kafli bókarinnar
þykir mér bestur, sem fjallar um
örlög Sverris og einkum 'þegar
hann uppgötvar óhamingju sína og
ferðalag hans upp að Grashaga,
þegar skáldið gerir hann að jafn-
ingja Brynka gamla, sem umkomu-
lausastur er á heimilinu. Lýsingin
á heimili Hrafnhildar kemur mjög
glögt fram i orðum Finnu litlu,
sem verður manni hjartfólgin um
leið og höfundurinn nefnir hana
á nafn. Myrkur örbirgðarinnar
hvílir eins og svart ský yfir henn-
ar bláu augum og sársaukinn ligg-
ur eins og eldur í hverju orði.
Þannig skrifa einungis listamenn.
Ragnheiði, sem er ein af höfuð-
persónum sögunnar, eru ekki gerð
mikil skil að öðru leyti en því,
að höfundur leiðir bresti hennar í
ljós. Hún er fædd til að unna og
njóta lífsins í ríkurn mæli, en lífið
gefur henni steina fyrir brauð. —
Þegar hún kemur fyrst að Gras-
haga, fær hún ást á Sverri, en
hann hrindir henni frá sér og hefir
óbeit á henni. Þessum manni er
hún dæmd til að gefa barn sitt
og um leið að eiga höfuðorsökina
í óláni hans. Hún fylgir Sverri
norður og niður, uns hún hverfur
frá honum alls laus út í myrkrið.
En það er ekki nólg með það.
Höf. lætur hana að lokum giftast
svikahrappi í Reykjavík, sem veð-
ur í peningum, þeim sama, sem
féfletti Sverri. En það sýnist til
þess eins gert, aö firra hana allri
samúö lesandans. Eg fæ ekki var-
ist þeirri hugsun, að „Ilmur dag-
anna“ hefði orðið glæsilegra og
heilsteyptara skáldverk, hefði höf.
beitt skygnigáfu sinni á mannleg-
ar tilfinningar til þess, að gera
úr Ragnheiði sannari persónu,
lýsa breyskleika hennar og baráttu
i réttu hlutfalli.
Aftur á móti er mýndin af
Snabba vel og skarplega dregin.
Hann er hamingjusamastur og
verst innrætfur af persónum sög-
unnar, og sýnist vera í besta sam-
ræmi við tilgang höf., að lýsa
ranghverfunni á lífinu, þeirri ljótu
staðreynd, að þeim farnast oft og
einatt bestj sem mestir eru skálk-
arnir.
Þegar lýkur frá Sverri að segja,
tekur Örn við söguþræðinum og
heldur honum uppi til söguloka.
Margt er mjög vel um þessa per-
sónu höf. og einkum kemur barns-
eðli Arnar vel fram, þegar ihann er
að alast upp í Ósahverfinu. Hann
er ungur að aldri, þegar hann dreg-
úr þá ályktun af þvi, sem hann
hefir heyrt og séð, að mennirnir
séu miskunnarlausir og ósannorö-
ir. Tortrygnin rennur honum í
merg og blóð. Því kemur manni
það á óvart, hve hann er reiðu-
búinn til þátttöku í öllum æfintýr-
um og óvar um sig, þegar hann
eldist. Sbr. ferðalag hans til Vest-
riiannaeyja og veru hans þar. Þeg-
ar hér er komið sögunni, hygg eg
að nieira sé í Erni af skapgerð
höf. sjálfs, heldur en piltsins, sem
ólst upp í Ósahverfinu, og trúði
því einu í æsku, sem honum gott
þótti. En þegar.Örn fær bréfið frá
Ara, þá hugsar hann sig ekkert
um, heldur tekur sig upp á loka-
daginn og fer beint úr verinu að
Grashaga. Þegar höf. skilur við
hann, algerlega ómótaðan ungling,
er hann berskjaldaður gegn öllu
því, er mæta kann, en clraumlynd-
ur og skáldlega hugsandi. Skáldið
kveður hann í tötrum síns óráðna
lífs, með möguleikana og hætturn-
ar hvort til sinnar handar.
Auk þeirra persóna, sem þegar
hafa verið taldar, eru í bókinni
margár aukapersónur, sem gefa
umhverfinu líf og lit. Höf. er gefin
sú gáfa, að geta gert grein fyrir
fólki með fáum orðum, þannig að
manni sé það minnisstætt með sín-
um sérstöku einkennum. Hitt er
satt, að hann kastar stundum
höndum til persóna sinna. T. d.
er kennarinn illa úr garði gerður,
og það því fremur, sem svo lítur
út, að höf. ætlist til að hann sé
maður með mönnum. Sama er um
prestinn að segja. Hann er aftur-
ganga, að minsta kosti í níunda
lið. Það hefir verið siður ísl. rit-
höf. á síðari árum, að gera úr
prestunum einhverjar skepnur,
sem hvorki hafa manns vit né
mál og því síður vilja til nokkurs
góðs. Ef þessar lýsingar ættu að
sýna íslenska prestastétt í réttu
ljósi, þá er hér hvorki um skáld-
skap né sannindi að ræða, heldur
svartan og margþvættan leirburð.
Guðmundur Daníelsson vinnur það
til saka fram yfir suma aðra, að
hann sækir langt niður fyrir sig
með því að eita uppi þessar
skrípamyndir.
Þrátt fyrir ágæta stílgáfu höf.
verður ekki sagt, að hann vandi
mál sitt altaf sem best. Sumstað-
ar notar hann ýmsar hjákátlegar
grillur, eiris og t. d. „Hann glennti
sig með fullkomnum fótaburði“,
„og gaf Erni þýðingarmikið oln-
bogaskot“. — Nú mætti spyrja:
hvernig glenna menn sig með
fullkomnum fótaburði, og hvernig
eru þýðingarmikil olnbogaskot.
Leiðinlegt þykir mér að sjá í
skáldritum setningar á borð við
þessa: „Eg stend ekki alminlega
klár af að skilja þig“. Eg held að
góðir rithöfundar eigi ekki að
nota þvílíkt hrognamál, enda þó að
I
Hásinæðrafélag
Reykjavikur.
Fundur í Húsmæðrafél. Reykja-
víkur var haldinn þ. 18. nóv. s.l.
í Oddfellovvhúsinu.
Frú Jónína Guðmundsdóttir, for-
maður félagsins, selti fundinn og
bað frk. Maríu Maack að gegna
fundarstjórastörfum. Frú Jónína
Guðmundsdóttir hóf máls á því,
hve óhæfilegt verð væri á grænmeti
og ávöxtum og tóku margar konur
í sama streng.
Bar frú Guðrún Lárusdóttir þá
frarn svohljóðandi tillögu:
„Húsmæðrafélagið telur það ó-
hæfilegt, hve hátt verð er á græn-
meti og ávöxtum, sean allir heil-
brigðisfræðingar telja þó afar þýð-
ingarmikil næringarefni, sérstaklega
fyrir börn og sjúklinga, þar eð vit-
að er, að fjármálastjörn landsins
héfir heimild Alþingis til þess að
léta af 25% verðtolli þeirn, sem
nú er á vöru þessari og verði sá
tollur feldur niður, mun varan-
lækka í verði, svo áð almenningi
verði kleift að kaupa, en það er
fáum kleift eins og nú er.
Fyrir því skorar Flúsmæðrafélag-
einn og einn maður finnist, sem
talar þessu líkt.
Óþarflega finst mér Guðmund-
ur Daníelsson vera margoröur og
berorður um samlif karls og konu.
Hann hefir þó þá afsökun, að
þessháttar lýsingar eru hámóðins
urn þessar mundir, og menn vilja
auðvitað halda því fram, að þær
eigi ekkert skylt við klám, sem til
er í gömlum vísum, heldur séu
þær af sannleiksást skáldanna
sprotnar. Lífið sé svo heilagt með
öllu sem er i fari þess, að ekki
megi draga fjöður yfir sannleik-
ann hver sem hann er. Þess vesrna
leggi samviskusamir rithöfundar
á sig þá raun, að tala um sumt„
sem sæmilega siðmannaður al-
menningur hliðrar sér hjá að hafa
í hámæli.
Eg er vantrijaður á að þessháttar
sannleiksást verði reiknuð rithöf-
undum til dygðar eða frama þegar
til lengdar lætur, og eg hygg að
Guðmundur Daníelsson drýgi enga
synd, þó að hann snúi hug sínurn
meira að öðrum efnum íramvegis..
Ef litið er yfir söguna í heild,
þá verður ekki sagt, að bjart sé
um að litast. Bókin er ekki lof-
söngur til lífsins. Hún er fyrst
cg fremst ádeila á misfellurnar í
sambúö mannanna. Flún lýsir um-
komulausum börnum, sem ýmist:
farast, eða halda áfram að hrekj-
ast manna milli. FIú,n lýsir yfir-
völdum hreppsfélagsins, 'sem neita
nauðstöddum manni um hjálpar-
hönd í -þeirri von, að hann hrökl-
ist út úr landareigninni áður en
baggi hans lendir á þeirra herð-
úm. Hún lýsir lögreglu, sem þýt-
ur um landið í glansandi bifreið-
og hremmir þann, sem saklausast-
ur er í orði og verki, en skemtir
sjálfri sér með lögbrjótuniun. 'Hún
lýsir því, hvemig hinir góðu eig-
inleikar mannanna troðast undir,
eí þeir eru berskjaldaðir fyrir tll-
ræðum' ilskunnar. En bak við
þessar ömurlegu myndir er falin
ósk höf. um meira réttlæti og
fegra líf.
Það hefir verið sagt Guðmundi
Daníelssyni til ámælis, að hann
stæli Halldór Kiljan Laxness, og
er það að vísu á nokkrum rökum
bygt. En sökin er ekki öll á Guð-
mundar hlið, því að forsjónin hef-
ir gefið honum í rlkum mæli þá
eiginleika, sem Laxness eru ein-
um eignaðir. Hann er ennþá barn-
ungur rnaður, ólgandi af æsku-
íjöri og starfsgleði og hinn skáld-
legi hljómur í máli hans er honum
eiginlegur og meðfæddur.
15. nóv. ipgó.
Jón Magnússon.