Vísir - 21.11.1936, Blaðsíða 4
VÍSIR
iÖ á hlutaðeigandi valdhafa, að gera
það, sem i þeirra valdi stendur, til
þess að lækka verðið á þessum heil-
næmu vörutegundum þegar í stað,“
Tillaga þessi var samþykt í einu
hljóði.
Voru því næst eftirtaldar konur
skipaðar tii að bera mál þetta fram
við stjórnitia:
Frú Kristín V. Jacobson,
frú Sigríður Sigurðardóttir, Bjargi,
og frú Elín Zoéga.
Einnig var minst á það á fund-
inum, hve mikill skortur væri á
nauðsynlegustu vefnaðarvöru hér í
bænum, svo sem handklæðadregli,
efni í rúm fatnað og flúnnelletti,
sem allir þyrftu að nota, jafnt ríkir
sem fátækir. Töldu konurnar æski-
legt að innflutnings- og gjaldeyris-
nefnd veitti eitthvað af frjálsum
leyfum, eins og gert hefði verið
siðastliðið vor, því að þessar vör-
ur væru bæði bestar og ódýrastar
i Englandi.
Ennfremur mintist frú Sigriður
Sigurðardóttir á það, hvort ekki
mundi hægt að fá ókeypis fata-
geymslu fyrir konur í sundlaugun-
•um, því að þær hefðu vanalega lítil
peningaráð. Vildi hún benda bæjar-
stjórn á þetta.
Því næst hélt hr. forstjóri Brynj-
ólfur Stefánsson fyrirlestur um
sjúkratryggingar. Þökkuðu fundar-
konur honuin með lófataki.
Var þá sest að kaffidrykkju til
klukkan að ganga tólf. Var fundi
síðan slitið.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni: Ki. 11, síra
Friðrik Hallgrínisson. Kl. 5,
mskulýðsguðsþjónusta, haldin
af norsku stúdentunum.
í fríkirkjunni: Kl. 2, síra Árni
Sigurðsson.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði:
Kl. 2, síra Jón Auðuns.,
I Landakotgkirkju: Lágmessa
ld. 8, hámessa kl. 10, kvöld-
guðsþjónusta með prédikun kl.
6. —-
1 kaþólsku kirkjunni í Hafn-
arfirði, hámessa kl. 9, kvöld-
guðsþjónusta með prédikun kl.
6. -
Barnaguðsþjónusta
verður í Laugarnesskóla iá
morgun ld. 10,30.
Sjálfstæðiskonur og menn!
Munið skemtifund ykkar á
Hótél Borg í kvöld.
Yeðrið í morgun:
Hiti um land alt. í Reykjavik
6 stig, Bolungarvík 5, Akureyri
8, Skálanesi 13, Vestmannaeyj-
um 5, Sandi 4, Kvígindisdal ö,
Hesteyri 5, Gjögri 6, Blönduósi
6, Siglunesi 8, Grímsey 7, Rauf-
arhöfn 8, Skálum 8, Fagradal
12, Papey 7, Hólum í Ilorna-
firði 8, Fagurhólsmýri 6,
Reykjanesi 5. Mestur hiti hér
í gær 9 stig, minstur 4. Úrkoma
7.9 m.m. Yfirlit: Djúp lægð
milli Vestfjarða og Grænlands
á hreyfingu norðaustur eftir.
Horfur: Suðvesturland, Faxa-
l'föi, Breiðafjörður, Vestfirðir,
Norðurland: Suðvestan og síðan
vestan stormur. Skúra- og élja-
veður. Norðausturland, Aust-
firðir: Vestan stormur. Úrkomu
laust að mestu. Suðausturland:
Suðvestan og vestan stormur.
Skúrir. ,
K. F. U. K.
(yngri deildin). Munið eftir
fundinum á sunnudaginn kl. 4 í
Bethaníu við Laufásveg 13,
vegna húsbyggingar K. F. U.
M. Allar ungar stúlkur hjartan-
lega velkomnar. Fjölmennið.
Hjúskapur.
Frk. Sigrún Óskarsdóttir og
hr. Ragnar Bjarkan fulltrúi i
stjórnarráðinu voru gefin sam-
an í hjónaband í gær.
Skipafregnir. t
Gullfoss kom að vestan og
norðan í morgun. Fer héðan á-
leiðis til útlanda á mánudag síð-
degis. Goðafoss er á ísafirði.
Væntanlegur hingað á morgun.
Selfoss er í Rotterdam. Detti-
foss er í Hamborg. Brúarfoss er
í London. Lagarfoss var á Ak-
ureyri í morgun. Esja fór i
strandferð í gærkveldi. Snorri
goði tekur nú ís og fer að þvi
Ioknu til Austfjarða og tekur
þar bátafisk til útflutnings.
Útvarpstónleikar
verða haldnir í dómkirkjunni
annað kvöld kl. 9. Er hér um
nýbreytni að . ræða, sem mun
verða vel þegin af öllum músik-
unnendum þessa bæjar. Verður
aðgangur að kirkjunni seldur
rnjög vægu verði, eða aðeins
eina krónu. Á tónleikum þess-
um syngur Gunnar Pálsson 6
lög. Tríó Tónlistarskólans leik-
ur Páll ísólfsson fjögur orgel-
verk, þar af tvö eftir íslenska
höfunda. í ráði er að halda fleiri
slika opinbera útvarpstónleika
í vetur. Aðgöngumiðar fást í
Hljóðfærahúsinu, Hljóðfæra-
verslun Katrínar Viðar og Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundsson-
ar. —
skíBMts fcSiSi-; -rr~-mn— >- - n—->--v- ■ - n-rrrf nriumrk'trm
Nætuilæknir
er í nótt Bergsveinn Ólafsson,
Hverfisgötu 47. Sími 4895. —
Næturlæknir í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Sjálfstæðiskonur og menn!
Munið skemtifund ykkar á
Hótel Borg- í kvöld.
Næturlæknir
aðra nótt Halldór Stefánsson,
Skólavörðustíg 12. Sími 2234.
Næturv. næstu viku í Laugavegs
apóteki og Ingólfs apóteki.
Útvarpið í kveld.
Kl. 19.10: Veðurfregnir. — Kl.
19.20: Hljómplötur: Kórlög. —
20.00: Fréttir. — 20.30: Leikrit:
„Iílukkan slær 10“, úr ensku.
(Indriðj. Waage, Aldá Möller).
— 21.00: Útvarpstríóið leikur.
21.25: Ú tvarpshlj ómsveitin
leikur görnul danslög. — 21.55:
Danslög (til kl. 24).
Sjálfstæðiskonur og menn!
Munið skemtifund ykkar á
Hótel Borg í kvöld.
Útvarpið á morgun:
Kl. 10.00: Morguntónleikar:
a) Handel: 1. Chaconne; 2.
Passacaglia; b) Mozart: Fiðlu-
konsert, nr. 4, í D-dúr. — 10.40:
Veðurfregnir. — 11.00: Messa i
dómkirkjunni. (séra Friðrik
Hallgrimsson). 12.00: Hádegis-
útvarp. — 13.00: Þýskukensla,
3. fl. — 13.25: Dönskukensla, 3.
fl. — 15.00: Miðdegistónleikar:
Lög eftir Donizetti, Bellini og
Rossini (plötur). — 16.30:^
Esperantókensla. — 17.40: Út-
varp til útlanda (24.52 m.). —
18.30: Barnatími. — 19.10: Veð-
urfregnir. — 19.20: Hljómplöt-
ur: Lög úr óixerum. — 20.00:
Fréttir. — 20.30: Erindi: Þjóðir,
sem eg kyntist, I: Danir. (Guð-
brandur Jónsson prófessor). —
,20.55: Hljómplölur: Létt lög. —
21.00: Tónleikar í dómkirkj-
unni. (Einsöngur: Gunnar Páls-
son; orgel: Páll ísólfsson; sam-
leikur: Tríó Tónlistarskólans).
— 22.15: Danslög (til kl. 24).
Blásteinn
«
og
Rjðtsaitpétur.
í góðu standi, til sölil. Ódýr og
með góðum greiðsluskihnálum.
Haraldur Sveinbjarnarson.
Laugavegi 84.
Borðið í Ingólfsstræti 16. —
Sími 1858. Sigríður Hallgrims.
fAUGLÍSINGAS FYRIK
Allar hreinlætisvörur með
lægsta verði hjá Pétri, Reykja-
víkurvegi 5. (1185
lME4f)'fDNDIDl
Svartur kven-skinnvetlingur,
með prjónavetlinga innan í,
fanst i gær á Barónsstíg. Vitjist
á afgr. Vísis gegn greiðslu þess-
arar augl. ' (590
Grábröndótt læða með hvítt
brjóst og tær og fullum júfrum,
gegnir nafninu Molly, hefir tap-
ast frá Tungu. Þeir, sem yrðu
hennar varir, eru vinsamlega
beðnir að gera aðvart í síma
1364 eða Þórsgötu 13. (592
Blágrár köttur í óskilum í
Prjónastofunni Malin. (601
Kvenarmbandsúr íapaðist síð-
astliðinn sunnudag. Hinn skil-
vísi finnandi geri svo vel að
gera aðvart í síma 4011. — Góð
jfundarlaun. (603
Pakki með ljósgráum silki-
sokkum tapaðist frá Haraldar-
búð upp að Marteini Einars-
syni, sími 2083. (612
hueicaH
Bílskúr til leigu á Frakkastíg
13. Uppl. hjá Þorbirni Jónssyni,
Egilsgötu 28. Sími 1982. —
Grammófónn til sölu á sama
stað. (602
KHOSNÆfiil
Einhleypur maður óskar eftir
herbergi, helst í Vesturbænum.
Helst með ljósi, hita og hús-
gögnum að einhverju leyti. —.
Tilboð, merkt: „Einhleypur",
sendist Vísi. (605
Ilerbergi til leigu. Iiverfis-
götu 107. (591
2—3 herbergi og eldhús með
öllum þægindum, óskast fyrir
jól. Tilboð, merkt: „Jól“, send-
ist Vísi. (600
VlNNA
Tek heim léreftasaum og geri
við föt. Uppl. Laugavegi 86 A.
(583
Stúlka óskast i mjög hæga
vist. 3 í heimili. Uppl. á Njálsg.
5 B. Ólafur Grímsson. (596
Geng í hús og sauma lérefts-
fatnað. Geri við föt, stoppa og
pressa. Ódýr vinna. Halldóra
Sturlaugsdóttir. Sími 1955. (604
Tek að mér að skrapa hjól
og lakkera. Lágt verð. Uppl. á
Hverfisgötu 92, efstu hæð. (606
Stúlka tekur að sér að sauma
Uppl. Ránargtöu 6. (609
Stúlka óskar eftir formið-
dagsvist. Uppl. i síma 3999. (615
Unglingsstúlku vantar nú
þegar í mjög létta vist. Þarf að
sofa heinia. Uppl. á Sólvalla-
göfu 10, kjallaranum, eftir kl. 6.
(616
Permanent fáið þér best I
Venus, Austurstræti 5. Sími
2637. (2
Dömulcápur, kjólar og dragt-
ir er sniðið og mátað. Sauma-
stofan, Laugaveg 12. (167
ITILK/NNINSÁDl
Filadelfiusöfnuðurinn heldur
samkomu á sunnudaginn kl. 5
e ,h. í Varðarhúsinu. Ræðu-
menn. Eric Ericson og Jónas
Jalcobsson. Söngur og hljóð-
færaslálur. Allir velkomnir!
Sunnudagaskóli fyrir börn kl. 4
e. h. (595
Hjálpræðisherinn. Samkomur
á morgun. Kl. 11: Kapt. Nærvik.
Kl. 2: Sunnudagaskóli. K. 8—
8(4 Ieikur hornafloldairinn.
Kl. 8V2 talar kapt. Nærvik.
Efni: „Hvað er takmark mitt?“
Allir velkomnir. (598
Heimatrúboð leikmanna -—
Hverfisgötu 50. Samkomur á
morgun: Bænasamkoma kl. 10
f. h. Barnasamkoina k1. 2 e. h.
Almenn samkoma kl. 8 e. h.—-
1 Hafnarfirði, Linnétsstíg 2:
Samkoma kl. 4 e. h. — Allir vel-
komnir. (599
Fundur Þingstúkuimar annað
kvöld byrjar kl. 8.30. (608
STÚKAN . IÐUNN. Fundur á
morgun kl. 10. Skuggamynd-
ir. Gæslumaður. (597
iKADPSKAPURl
Vörubíll, „Rugby“, 4 cyl. í
sæmilegu standi, er til sölu
mjög ódýrt. Til sýnis á Berg-
staðastræti 55. (584
Okkar ágætu vörtukökur
verða framvegis til á hverjum
laugardegi. Heimabakað brauð
er altaf til. „Freia“, Laufásvegi
2, sími 4745. (585
Nú getum við aftur afgreitt
okkar viðurkendu piparhnetur.
„Freia“, Laufásveg 2, sími 4745.
(586
í „Freia“ er altaf hægt að fá
eitthvað gott með kaffinu. —
„Freia“, Laufásvegi 2, sími
4745. , (587
Vil kaupa hús með lítilli út-
borgun, sem þarfnast standsetn-
ingar. Tilboð, merkt: „Strax“,
sendist afgr. Vísis. (588
Lítill ofn til sölu. Frakkastíg
9. (589
Málningarsprauta óskast til
kaups. Sími 3749. (593
Viðtæki, sem nýtt, til sölu
með tækifærisverði. — Uppl. i
sinia 4997. (594
Notuð eldavél, ódýr, óskast
strax. Uppl. á Grundarstíg 4. —
Sími 2484, (607
Klæðaskápur til sölu. Klapp-
arstíg 19. (610
Stór spegill til sölu. Hentugur
á saumastofu. — Uppl. í síma
3617. (611
Fallegur vafningsviður til
sölu. Sólvallagötu 12, efst. (613
Gott orgel til sölu eða leigu.
Uppl. í síma 2038. (614
íslensk frímerki kaupi eg á-
valt hæsta verði. Verðlisti ó-
keypis. Bjarni Þóroddsson,
Urðarstíg 12. Sími 1615. (84
Leikfangasalan er í Veltu-
sundi 1. Elfar. Sími 2673. (854
félagsprentsmiðjan
EINSTÆ E» J N GURINN, 49
„Elskan mín — ó______ elskan mín! ...
Hann fékk vart mælt sökum þess hve mikið
honum var niðri fyrir, en þessi orð komu slitr-
ótt, milli þess er liann kysti hana hvað eftir
arinað, en hún hvíldi í örmum hans án þess
að veita nokkura mótspyrnu. Svo, eftir nokkra
stund fann hún, að hann ýtti henni frá sér
mjög varlega og liún stóð ein eftir, eins og
veikt tré í skógi, sem svignar í stormi. Það
fór eins og kuldahrollur um alla limi hennar.
„Garth!“
Henni var ekki ljóst hvort hún í raun og
veru kallaði á hann — kannske var það að-
eins rödd úr instu fylgsnum huga hennar —
en henni fanst það liljóma eins og það væri
neyðaróp örvæntandi sálar.
En huri fékk ekkert svar. Hann var farinn
og gegnum þokuslæðinginn, sem nú var að
hyrja að teygjast inn yfir vikina sá hún hann
synda frá íandi — sá hann kljúfa blýgráan
flöt sjávarins, syndía örugt og sterklega, til
þess að vernda heiður hennar.
Hún stóð kyrr án þess að lireyfa legg eða
lið. Honum rniðaði vel áfram, svo vel, að henni
varð léttir að, og hún dáðist að þreki hans og
vilja. Ilann hlaut að vera afburða sundmaður
— kaiinske hánn mundi komast til lands?
En svo leit hún yfir sundið og henni fanst
ógurlega langt til lands — og alla þessa vega-
lengd hafði hann stríðan, þungan straum á
móti sér, — gat ekki svo farið — voru ekki
allar Iíkur til þess, að hann mundi þreytast
og sogast niður í djúpið? j
Hún néri saman höndum í örvæntingu.
Hvers vegna liafði hún slept honum? Hvað
gerði það til, ef fólk gaspraði um það — hverju
skifti um mannorð hennar, þegar um líf bans
var að tefla hinsvegar ? Ó, hví hafði hún látið
hann fara?
Þokan var að verða æ þéltari. Hún starði
stöðugt fram á sundið, en hún fékk hvergi kom-
ið auga á höfuð lians, á hvítan handlegg hans
rísa eins og silfurbjartan, stóran ugga, er hann
tók sundtökin — og henni varð nú Ijóst, að
hún rnundi ekki einu sinni fá vitneskju um
það, ef hann drukknaði á sundinu, fyrr en
nýr dagur væri runninn. ,
Hún varð alt i einu svo þreytt, nærri ör-
inagna, einskis megandi. Hún gat ekkert gert
og það var heldur ekki neitt að gera, nema
reyna að híða og biðja — hjálparvana — ann-
að hvort þangað til hann kæmi, eða hún fengi
þær fregnir eftir að hafa beðið alla nóttina ,
— sem hlaut að virðast löng sem heil eilífð
—■ að hún fengi aldrei að sjá hann lifandi
framar. ,
Loks fékk hún ekki lengur bælt niður grát-
inn. 1
„Ó, guð minn! Láttu hann koma aftur!
Sendu mér hann aftur!“
Þögnin hafði ríkt lengi, lengi. En nú heyrð-
ist hljóð í fjarska, það bralcaði í keipum og
auðheyrt var, að jafnt og knálega var róið.
Og skvampið lét kynlega í eyrum, þegar ár-
arnar skullu í sjónurn. Hún þorði ekki að líta
upp. Hún gerði sér vart ljóst, hvort þetta var
vaka eða draumur. Hún var búin að gefa upp
alla von.
En nú lieyrðist liljóð, eins og báturinn hefði
rekist á bryggjuna, og andartaki síðar heyrði
hún rödd hans. Hann kallaði á hana með nafni.
„Sara, Sara!“
Hún reis á fætur, þar sem hún hafði kastað
sér niður og legið máttvana og hreld. Hún gekk
í móti lionum, hvít eins og vofa, og það var
annarlegur en undursamlegur ljómi í tinnu-
dökku augunum hennar.
„Eg hélt, að þú værir dauður“, sagði hún
sljólega. „Druklcnaður — eg meina — það er
víst það sama, er það ekki“. ;
Og svo hló hún nærri tryllingslega, en svo
kom gráturinn upp hjá henni. Sterk tauga-
æsing liafði gripið hana, og hún var vart með
sjálfri sér. En gráturinn hafði sefandi áhrif.
Garth horfði á liana stöðuglegá.
„Nei, eg er með fullu fjöri“, sagði hann og
reyndi að mæla sem eðlilegast og glaðlegast
— eins og ekkert hefði komið fyrir.
„Þú ert hálfdauð úr kulda! Hvernig i ósköp-
unum stendur á, að þú vafðir ekki teppinu
utan um þig? Komdu nú niður í bátinn og
láttu mig vefja um þig teppinu.“
Hún lét hann fara sínu fram. Og er hann
liafði búið um hana sem best hann gat réri
hann til lands, eins hratt og kraftar hans
leyfðu.
Sara var þögul á heimleiðinni. Biðin hafði
reynst henni erfið. IUukkustund eflir lclukku-
stund liafði liðið — og ekkert. hljóð barst að
eyrum hennar, nema öldugnauðið. Biðtíminn
fanst henni eilífðarlangur. Henni fanst, að á
huganum lægi eins og farg — eins og hræði-
legt ólán hefði dunið yfir hana, mótstöðukraft-
ur hennar væri horfinn og baráttugleði. Hún
hugsaði fram og aftur um Garth. Reyndi að
fylgja honum í huganum, en þegar hver
klukustundin leið af annari og ekkert hljóð
barst að eyra hennar og ekkert gerðist, sem
gaf henni von um afturkomu hans, sannfærð-
ist hún að lokum um, að hann hefði gefist
upp á sundinu og drukknað og hún mundi
aldrei sjá hann aftur. Og nú, þegar hann hafði
• komið aftur, heill á húfi, til þess að flytja
hana heim, var hún hálfrugluð og lömuð. En
hún var í rauninni innilega glöð, þótt hún gæti
ekki gert sér grein fyrir þvi kraftaverki, sem
henni fanst liafa gerst. (
Og þegar þau loks komu að húsi Selwvns
læknis varð hún að safna öllu þreki sinu til
þess að svara Garth, er han.11 hað hana að af-
saka hversu slysalega hafði til tekist. Afsök-
unarorð hans voru kyrlátlege og hlýlega fram
borin.,
„Ef það er þér að kenna, að svona fór þarna
úti á eynni“, sagði hún og reyndi að brosa,