Vísir - 30.12.1936, Blaðsíða 3
VÍSIR
Heimsviðskiftin færast í iag
Álit sérfræðiDgarnefodar í Genf.
WashiwgtOE- og Lundúaa-
flotamálasamningarxiii* falla
úp gildi í lok yfíFStandi árs.
Alt í óvissn nm Hotamálin
í nánustu framtíd.
Hilsmæöur!
Eftirtaldar verslanir vilja benda yður ó, að þ*r
selja flest, sem þér þarfnist til heirailisins og senda yður
það heim. \T-f_ . n{„.i.
Vörur: Matvörnr: JNain: Liverpooi Simi: 1135
Branð: Bjðrnsbakan 1530
Kjöt: Mnta- dei d n 1211
Fisknr: Hafliði BaldTinssoD 1456
Kðknr: Bjðrn»bakari 1530
Kol: H.f. Kol & Salt 1120
ðösðhöld: Liverponl 1135
HreimætisT. Sðpuhúsið 3155
Á fundi í hinni alþjóðlegu-
vinnumálaskrifstofu í Genf var
lagt fram álitsskjal um efna-
hagslega þróun á fyrstu 11 mán-
uðum ársins 1936. Álitið var
lag't fram og samið af stjórn
skrifstof minar.
Stjómin telur í áliti sínu, að
iðnaðarframleiðsla aukist stór-
lega í flestum löndum heims og
að atvinnuleysi minki án þess
að verðlag hækki svo teljandi
sé. Þessi bati sýnist stánda i
nánu sambandi við opinberar
ráðstafanir, sem liafa ýtt undir
framleiðsluna. ;
En það hve atvinnuleysi hefir
niinkað getur ekki talist í réttu
hlutfalli við aukningu iðnaðar-
framleiðslunnar og hún hefir
heldur ekki haft í för með sér
lilutfallslegan bata í liinni al-
þjóðlegu verslun. Einnig er það
að visitölur um framleiðsiuna
sýna, að aukningin nær lítið til
neysluvara.
Stjóm vinnumálaskrifstof-
unnar styður þetta álit sitt með
nokkrum talnaskýrslum, sem
ljóslega sýna, að þróunin fer
eftir þeim leiðum, sem hent lief-
ir verið á.
Rannsókn á alþjóðlegum
visitölum sýnir, að fram-
leiðsla hráefna eykst liægt i
þá átt, að ná sama magni
og var 1929. Framleiðsla iðn-
aðarvara, sem á kreppuárunum
minkaði um meira en 30% er
nú komin upp fyrir magn árs-
ins 1929. Atvinnuleysisskýrslur
sýna, að úr atvinnuleysinu
dregur jafnt og þétt, en
þó er það ennþá 50% meira
en 1929. Alþjóðleg verslun
drógst sáman, eins og iðnað-
arframleiðslan um þriðjung, en
hefir ekki vaxið lilutfallslega
við hana og er nú 20% minni
én árið 1929. ,
Athugun á framleiðslumagni
tólf liinna stærstu iðnað-
arlanda, Japan, Chile, Stóra-
Bretlands, Danmerkur, Banda-
ríkjanna, Canada, Tékkóslóvak-
ju, Belgíu, Þýskalands, Frakk-
Iands, HoIIands og Póllands,
sýnir ljóslega, að iðnaðarfram-
leiðsla allra þessara Ianda hefir
náð hærra marki 1936 en á
sömu mánuðum á fyrra ári.
í þeirn fjórum löndum, sem
fyrst voru nefnd, er iðnaðar-
framleiðslan kornin töluvert
fram úr því, sem var 1929. Belg-
ía, Ganada, Tékkóslóvakía og
Bandarikin urðu verst úti i
kreppunni og hafa enn ekki náð
framleiðslumagni ársins 1929.
Fjögur löndin, sem síðast voru
talin, hafa til skamms tíma
haldið fast við , gjaldeyr-
inn frá því fyrir kreppuna,
en hvað Þýskalandi viðvíkur
gildir þetta þó aðeins að nafn-
inu til. Einnig er jæss að gæta,
að Þjóðverjar hafa síðastliðin 3
ár ýtt undir framleiðsluna með
alveg sérstökum opinberum
ráðstöfunum. Frakkland, Hol-
land og Pólland hafa raun-
verulega, en ekki aðeins að
nafninu til haldið fast við gjald-
eyrinn sem gilti fyrir kreppuna.
Og það er of snemt að segja um
hvernig þær opinberar ráðstaf-
anir, sem gerðar hafa verið í
þessum löndum, verka á fram-
leiðsluna. Iðnaðurinn er í þess-
um löndum nú orðinn 70% af
því, sem hann varð 1929.
Ilvað viðvikur atvinnuleysinu
er það mest athyglisvert að tala
alvinnulausra er í flestum
löndum mikið lægri 1936 en var
á fyrra ári. Undantekningar frá
þessu eru Danmörk, Frakkland
og Holland. í flestum þeim
Iöndum, sem nokkrar tölur eru
til frá var ástandið betra 1935
en árið 1934, og einnig framför
1936 frá árinu þar áður.
Fróðárvatn
á Snæfellsnesi þornaði upp seint
í mánuðinum sem leið. Fréttaritari
útvarpsins í Ólafsvík, síra Magn-
ús Guðmundsson, lýsir þeirn at-
kurði í bréfi því, setn hér fer á
eftir: Það þóttu mikil tíðindi hér
urn slóðir að óveðursnóttina miklu
18.—19. f. m. braut sjórinn stórt
skarð í Fróðárrif, rétt vestanvert
við Haukbrekkuhöfða, svo nú er
þar stór ós til sjávar úr Fróðár-
vatni. Mesta prýði sveitarinnar,
Innri Fróðárvaðall, en svo er
vatniö venjulega nefnt, er nú al-
veg horfið, nema um stórstraums-
flóð, en sjór fyllir gamla vatns-
stæðið. Um fjörur er vatnið þurt.
Nó fellur Fróðá til sjávar gegn-
um þenna nýja ós, en ekki gegn-
um Bugsós, eins og áður. Þessi
nýi ós er ófær, nema um stærstu
stórstraumsfjörur, svo leiðin eftir
Fróðárrifi, sem var besta og stysta
leið milli Fróðárhrepps og Ólafs-
víkur er nú ófær að heita má. í
fornsögum er þess getið, að Fróðá
hafi runnið til sjiávar ijjiar sem
þessi nýi ós er. Eftir því, sem eg
hefi komist næst, mun gamli Fróð-
árós hafa stíflast árið 1838 eða
1839. Hefir áin þá tekið sér frarn-
rás i Bugsós og hið fagra vatn
myndast. En nú eftir tæp hundrað
ár fellur hún í sinn forna farveg.
(FÚ-fregn frá Ólafsvík).
Meðal stjórnmálamanna um
lieim allan ríkir liin mesta ó-
vissa að þvi er framtíð flota-
málanna snerlir. Undanfarin 15
ár hafa samningar um flotamál
verið í gildi og hvað sem um
þá má annars segja, verður því
ekki neitað, að þeir hafa komið
að nokkuru gagni. Ef þeir hcfði
ekki verið gerðir hefði ótak-
markað vígbúnaðarkapphlaup á
sjó átt sér stað. Nú má búast við
því, að miklu stórkostlegri
kepni, að þvi er herskipasmíðar
snertir, sé að vænta, þar sem
flotamálasamningarnir eru í
þann veginn úr sögunni. Lund-
únasamningurinn frá 1930
gengur úr gildi í árslok, sam-
kvæmt ákvæðum samningsins
sjálfs, en Washingtonsamning-
urinn vegna uppsagnar Japana.
Samningsuppkast það um
flotamál, sem dregið var upp í
marsmiánuði síðastliðnum af
Frakklandi, Bretlandi ogBanda-
rikjunum, liefir ekki fengið
fullnaðarsamþykt neinna þess-
ara stórvelda, og að livaða gagni
það kemur, er enn í óvissu, en
vera má, að fullnaðarsamþykt
hafist fram og samningur milli
þessara ríkja og ef til vill fleiri
komist á næsta vor. En ótti sá,
sem ríkjandi er, slafar af því,
að voldug sjóveldi eins og Italir
og Japanir, og einnig Þjóðverj-
ar, eru ekki aðilar að neinum
samningi, sem takmarkar víg-
búnað á sjó.
Nú um áramótin verður því
ekki annað sagt en að í þessum
málum sé „siglt út í þokuna“,
eins og merkt enskt blað kemst
að orði. Meðal Frakka, Breta og
Bandaríkjamanna rikir nokkur
beygur um það hvað Japanir,
ítalir, Þjóðverjar og jafnvel
Rússar ætli sér fyrir á sviði
flotamálanna. Öryggisleysi er
ríkjandi og það er mjög undir
því lcomið hvað fyrrnefndar
fjórar þjóðir hafast að hvaða
stefnu Bretar, Bandaríkjamenn
og Frakkar taka. Haldi hin stór-
veldin áfram vigbúnaði á sjó i
stórum stíl munu þær þjóðir,
sem standa að þriveldauppkast-
inu, enn auka sinn vigbúnað.
Samningsuppkastið gerir að
eins ráð fyrir takmörkunum að
þvi er stærð lierskipa þriggja
lilutaðeigandi þjóða snerlir, en
segir ekki neitt um það hversu
mörg herskip þær megi smíða.
Það, sem þó gefur dálitlar
vonir um, að ekki verði farið
enn geistara í vígbúnaðaráttina
en verið hefir, er það að livert
flotaveldanna um sig virðist ó-
fúst að liefjast lianda um mjög
aukna herskipasmíði, þar til
kunnugt verði livað * keppinaut-
arnir ætla sér fyrir. Japanir
hafa lýst \Tir því, að þeir vilji
ekki verða fyrstir til að.koma
af slað nýju kapplilaupi á þessu
sviði og Bandaríkjamenn hafa
lýst yfir hinu sama mörgum
sinnum, en Bretar og Banda-
ríkjamenn hafa loks lýst yfir
því, að að milli þeirra muni
engin vígbúnaðarkepni eiga sér
stað.
En báðar þcssar þjóðir hafa
byrjað að smíða ný hérskip í
stað gamalla og Japanir munu
ætla sér að gera slíkt liið sama.
Mesta hættan er í þvi fólgin,
segja sumir sérfræðingar, að
vegna þess hversu ófriðlega
horfir í lieiminum, þori stór-
veldin ekki að rífa þau lierskip,
sem verið er að smíða ný í stað-
inn fyrir —- gömlu herskipin
verði liöfð til taks þrátt fyrir alt
og þannig verði ríkjandi ótti og
öryggisleysi til þess að koma
af stað æðisgengnu vigbúnaðar-
kapphlaupi.
Eins og fyrr segir er margt
i óvissu um áform t. d. Japana,
Rússa og ítala. Rússar eru sagð-
ir hafa gefið Bretiun loforð úm
takmörkun smíði herskipá til
notkunar i Evrópu, en éngu vilj-
að lofa um smíði herskipa til
notkunar í Asiu. Þar vilja þeir
liafa frjálsar hendur og Iialda
öllum áformum sínum vandlegá
leýndum.
Japanir hafa lýst yfir þvi, að
þeir þurfi nýjar tegundir lier-
skipa. Vegna áforma Rússa í
Asíu er talið hætt við, að Japan-
ir sjái sér ekki annað fært en
efla vígbúnað sinn enn með auk-
inni herskipasmíði.
Bretar hafa sem kunnugt er
áhyggjur af því hversu ítalir
hafa komið sér upp öflugum
flota. I>á er búist við, að Þjóð-
verjar muni lialda áfram að
smíða herskip eftir því sem geta
þeirra leyfir, vegna herskipa-
smíða Rússa og áforma ýmissa
smáþjóða við Eystrasalt um
aulcna lierskipasmíði.
Þá veldur hin mikla flugvéla-
eign ýmissa stórvelda miklum
áhyggjum, ekki síst Bretum.
Sumir flotamálasérfræðingar
halda því fram, að ákvæði
Washington-sáttmálans hafi
verið of ströng og þess vegna
liafi honum verið sagt upp, en
ekki liafi verið hægt að endur-
nýja Lundúnasamninginn af
sömu ástæðu. Hið nýja samn-
ingsuppkast sé rýmra að öllu
leyti og því enn ekki alveg von-
laust, að hægt verði að fá fleiri
flotaveldi til þess að taka þátt í
þessari samningsgerð. En tak-
ist það ekki muni illa fara —
takmarkalaus vígbúnaður á sjó
hefjast.
Veðrið í morgun.
í Reykjavík — 6, Bolungarvílc
— o, Akureyri — 3, Skálanesi — 1,
Vestmannaeyjum — o, Sandi — 1,
Kvigindisdal — 4, Hesteyri — 2,
Gjögri — 1, Blönduósi — 1, Siglu-
nesi — 3, Grimsey 1, Raufarhö-fn
o, Skálum 1, Fagradal — 1, Pap-
ey — 1, lióluni í Hornafirði — 2,
Fagurhólsmýri — 4, Reykjanesi
— 3, Mest frost hér í gær 5 stig,
minst o. Úrkotna 7,0 mm. Yfirlit:
Alldjúp lægð fyrir sunnan ísland
og austan á hægri hreyfingu aust-
ur eftir. Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói, Breiðafjörður: Norð-
austan gola. Víðast úrkomulaust
og léttskýjað. Vestfirðir: Norð-
austan kaldi. Dálítil snjókoma
norðan til. Norðurland, norðaust-
urland: Norðaustanátt. Stinnings-
kaldi og dálítil snjókoma í útsveit-
um. Austfirðir, suðausturland:
Hæg norðanátt. Léttskýjaö.
Þýska skipið Albatros,
sem strandaði í Eldvatnsósi í
fyrrakvöld, er enn óskemt og hef-
ir borist inn eftir ósnum, inn fyr-
ir aðal brimgarðinn. Skipið er þó
í mikilli hættu sakir flóða og
strauma í ósmynninu. — Dimm-
viðri er talin orsök strandsins. —
í dag var bjargað á land 30—60
körfum af fiski, sem skipið hafði
veitt, en að öðru leyti bíður skip-
ið ráðstöfunar ábyrgðarfélagsins.
— Læknir athugaði í dag heilsu-
far strandmanna, og voru allir við
góða heilsu. — Upp úr nýári
verða strandmenn væntanlega
fluttir á hestum til Víkur og það-
an í bifreiðum til Reykjavíkur, ef
færi leyfir.
Snjóa hefir leyst í Skaftafells-
sýslu undanfarna þíðviðrisdaga,
en áður var þar mikill snjór og
næstum haglaust.
Nýlátinn er Gestur Bárðarson
lióndi á Ljótarstöðum í Skaftár-
tungu, 85 ára gamall, og elstur
maður í þeirri sveit. — Bjó hann
langan búskap og altaf á sömu
jörð. — Jarðaríörin fer fram á
morgun. (FÚ).
Leit
var hafin í gær að utanbæjar-
manni, sem er staddur hér í bæn-
um. Býr hann hjá bróður sínum,
sem óttaðist um hann, sökum þess,
að hann hefir miðilshæfileika og
það hefir komið fyrir, að hami
hefir fallið í dá á víðavangi, án
þess að hafa vaknað af sjálfsdáð-
un. Lögreglumenn og skátar leit-
uðu mannsins og hafðist upp á
honum í gærkveldi. Hafði hann
verið með kunningjum sínum.
Áramótadansleikur K. R.
verður haldinn á gamlárskvöld
kl. 10 í K.R.-húsinu. Hin ágæta
hljómsveit K.R.-hússins leikur.
Aðgöngumiðar verða seldir frá kl.
4 á morgun í K.R.-húsinu og mun
vissara að tryggja sér þá i tima.
Borgfírska fjárpestin.
Á bæjarráðsfundi í fyrradag var
samþykt, að fela borgarstjóra að
hlutast til um, að af hálfu Reyk-
víkinga verði mætt á fundi, sem
sýslunefnd Kjósarsýslu muni
liráðlega boða tii, þar sem rætt
verði um varnir gegn útbreiðslu
hinnar svonefndu borgfirsku fjár-
pestar.
Aflasala.
Hávarður Isfirðingur hefir selt
1068 vættir fyrir 790 stpd. Salan
fór fram í Grimsby. Er þetta sein-
asta ísfisksala ársins.
Bifreiðaafgreiðslu
i Arnarhólstúni vill bæjarráð
ekki leyfa fyrir sitt leyti þeim
Magnúsi Bjarnasyni og Bergi Ar-
inbjarnarsyni, eftir þeim teikn-
ingum sem fyrir liggja.
Gjaldskrá Sundhallarinnar.
Ríkisstjórnin hefir staðfest
gjaldskrá fyrir Sundhöllina, sem.
bæjarráð setti á fundi sínum 4.
þ. m.
Gengið í dag.
Sterlingspund ......... kr. 22.15
Dollar .................. — 4-51/4
100 ríkismörk ........... — 181.20-
— franskir frankar — 21.21
— belgur ........... — 76.09
— svissn. frankar .. — 103.78
— finsk mörk .... — 9.95
— gyllini ............. — 247.21
— tékkósl. krónur .. — 16.13;
— sænskar krónur . — 114.36'
— norskar krónur .. — m.44
— danskar krónur .. — 100.00
Gamla Bíó
sýnir ennþá myndina Veitinga-
húsið „Hvíti hesturinn“. Hér er
mjög fjörug og spennandi mynd á
ferðinni, full af söng og gleðskap
og fögrum sýningum frá hinu
fagra Wolfgang-vatni. Myndin er
tekin eftir samneíndri operettu
Ralph Benatzky, sem er fræg á
leiksviðum út uni heim. Aðalleik-
endur eru Christl Mardayn, Her-
mann Thimig og Theo Lingen.
Nýja Bíó
sýnir í kvöld myndina Heiðurs-
maðnr heimsækir borgina. Myndin
er tekin eftir frægxi sögu: Mr,
Deeds goes to town, eftir C. Bud-
ington Kelland, og er gerð af Col-
umbia Film undir stjórn Frank
Capra. Aðalhlutverkin leika Gary
Cooper og Jean Arthur.
Næturlæknir
er í nótt Alfred Gislason, Ljós
vallagötu 10. Simi 3894. Nætur
vörður í Reykjavikur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Áramótadansleikur
Glímufélagsins Ármann verður
í Iðnó annað kvöld (gamlárs-
kvöld) kl. 10 síðd. Húsið verður
skreytt. Ljóskastarar og hin bráð-
fjöruga hljómsveit Blue Boys leik-
ur. Stjórn félagsins áminnir félaga
s,na og þá aðra, sem pantað hafa
aðgöngumiða, að sækja þá í dag.
Útvarpið í kvöld.
19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplöt-
ur: Létt lög. 20,00 Fréttir. 20,30
Bjarni Thorarensen skáld, 150 ára
minning: a) Erindi (Sigurður
Nordal próf.); b) Söngur (Her-
mann Guðmundsson) ; c) Ræða
(Jón Helgason próf.); d) Upplest-
ur (Þorsteinn Ö. Stephensen leik-
ari). 21,40 Hljómplötur: Norræn
tónlist (Grieg og Sihelius) (til kl..
22,30).
Kaupmenn!
Eftirtaldir framleiðendur vilja minna yður á, að
\ nauðsynlegt er, að þér hafið nú nægar birgðir af
vörum þeirra.
Vörur: Nafn: Sími:
Kaffi; 0. John^on i Kaaber i.f. 1740
Jélatrésskrant: „ElBU Og átta" 4755
SasigætisTðrir: íofifektff. Freyja h. f. 4014
Kaffibætir: 0. Johnson $ Kaaherb.l. 1740
Gosfirykkir: Sðllitas 3190
Lakkrísvfirnr: Lakkrísprðin h. íj 2870
Papíirsiokar: Pappfrspokagerhin h.l. 3015
Letkfiig: Girðar Gíslason. tsoo
Reykvíkinpar!
Eftirtaldar verslanir vilja benda yðiir á, að
þær hafa til flest, sem þér þarfnist.
Vörur-* Nafn: Sími:
Tfibaksvðrnr: „Lonflon" ists
Bækir.iltffiog: BðkaversLÞör.B.ÞorL 3359
Klæískeri: Áoflrés Andrésson 3ifi9
Skfifatnaðnr: Stefán Gnsnarsson 335t
Tefnaðarvfirnr fersL Egill Jacobses iiis
Leikffing: Eflifiborg 3303
Sælgæti: „Losdon“ 1818
Járnvðrnr: Bjðfn & Marilö 4128
s.