Vísir - 08.01.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I _4ugjurstræti 12. og afgr. | a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Bærinn borgar! Á bæjarstjómarfundinum í gær, voru sjúkratryggingarnar aðal-umræðuefnið. Umræður þessar spunnust út af ágrein- ingi, sem risið hefir í bæjarráði, um það, að live miklu leyti bæjarsjóði beri að greiða sjúkratryggingariðgjöld fyrir þurfamenn bæjarins. Upphaf- lega var raunar enginn ágrein- ingur um þetta, livorki í bæjar- ráði né bæjarstjórn, og alveg ó- tvíræð fyrirmæli sett um það með einróma samþykki bæjar- stjórnar á fundi liennar 16. júli í surnar, eftir sömuleiðis ein- róma samþykki tillögu bæjar- ráðs! En síðan hafa socialistar séð sig um hönd, hlaupist frá þessari fyrri samþykt sinni og látið ráðherra sinn úrskurða liana ólögmæta!! Og hafa þeir nú orðið ásáttir um það, að gera talsvert víðtækari kröfur til bæjarsjóðsins í þessu efni en áð- ur. En socialistar láta ekki stað- ar numið við það, i kröfum sín- um til bæjarsjóðs i sambandi við sjúkratryggingarnar. Það er nú kunnugt orðið, að tryggingastjórninni hefir ekki lekist að ná samkomulagi við einkasjúkrahúsin i bænum, um greiðslu til þeirra fyrir sjúkra- húsvist og læknishjálp handa sjúkrasamlagsmeðlimum. Telur tryggingastjórnin samlaginu ekki fært að greiða meira en 6 kr. samtals á dag fyrir þetta hvorttveggja, en lieyrst hefir, að sjúkrahúsin geri kröfu um 7-—8 krónur á dag, til greiðslu á dvalarkostnaðinum einum, auk læknishjálparinnar. En á bæjarstjórnarfundinum kröfð- ust socialistar þess, að bæjar- sjóður tæki mismuninn á sín- ar herðar. „Skr.... fór að skapa mann ....“. Socialistar fóru að semja tryggingarlöggjöf. Þeir hugsuðu aðallega um það, að fríðindi tiygginganna yrði sem mest i munni, en lítt fyrir því, hvern- ig ætti að fara að þvi að stand- ast kostnaðinn af þeim. Þeim láðist að gæta þess að miklum fríðindum hlaut að fylgja mik- ill kostnaður. Og nú heimta þeir að bæjarsjóður verði látinn „borga brúsann“. Bærinn á að borga framlag til trygginganna tii jafns við rikissjóð, alt að 9 kr. á ári fyrir hvern samlagsmeðlim. Bærinn á að borga iðgjald fyrir alla, sem talið er að geti ekki greitt þau sjálfir. Og loks á svo bær- inn að borga það, sem enn kann að vanta á að hinn vísi löggjafi hafi séð tryggingunum fyrir nægum tekjum, til að standast straum af fríðindum þeim, sem lögin mæla fyrir um. Socialistar lcröfðust þess á bæjarstjórnarfundinum i gær, að bærinn sæi fyrir nægilegu sjúkrahúsrúmi, til að fullnægja þörfum sjúkrasamlagsmeðlima, fjTÍr svo lágt gjald, að fullvíst er að stórtap mundi verða á síikum sjúkrahúsrekstri. Og það var helst á þeim að slcilja, að þeir teldu það í rauninni alt að því glæpsamlegt af bæjar- stjórninni, að hafa ekki búið sig undir þetta í tæka tíð, svo að ekki liefði þurft til þess að koma, að uppvíst yrði um fyrir- byggjuleysi þeirra og axarsköft í sambandi við samningu trygg- ingarlöggjafarinnar. — En á þann hátt tekst þeim nú ekki að koma ábyrgðinni á glappa- skotum sínum yfir á bæjar- stjórnina. ERLEND VÍÐSJÁ. Hvað sagði Hitler? Hinga'S hafa borist fregnir um aS Hitler hafi haldiS fund meS iöllum helstu iSjuhöldum Þýska- lands viku fyrir jól. Ekkert var sagt frá því, hvaS gerst hafi á þeim fundi, en vitanlegt var, að þar var til umræSu fjögra ára á- •ætlun þýsku stjórnarinnar. Eng- um kom til hugar, aS iSjuhöldar víSsvegar í þýska ríkinu væri kvaddir til fundar nema um þjóS- arheill væri aS ræSa. Opinberlega var tilkynt, aS Göring hefSi haldiS 2y2 stundar ræSu, en ekkert var minst á hvaS Hitler hafSi sagt. Öll Evrópa spurSi: HvaS sagSi Hitler á fundinum? BlaSamennirnir sitja ekki auS- um höndum, þegar lesendur þeirra spyrja, og nú hefir frést hvaS Hitler sagSi. Hann hafSi haldiS eldheita og alvöruþrungna ræSu. tíann byrjaSi á því, aS lýsa trausti sínu á Göring, sem á aS' hafa for- göngu um framkvæmd fjögra ára áætlunarinnar, en hún er í því fólg- in, aS gera Þýskaland aS mestu leyti óháS erlendum hráefnalind- um. Hann lýsti þar næst af mikilli mælsku og meS berum orSum nú- núverandi erfiSleikum Þýskalands. Hann sagSi aS nú væri ekki tími til aS taka tillit til venjulegra grund- vallaratriSa í rekstri viSskiftanna. Þetta skýrSi hann á þann hátt, aS hann vildi heldur kaupa kopar fyr- ir þrefalt verS en banana, sem hægt væri aS selja meS 50% hagn- a'ði. Hann s)agS|i ennfr'emur,, aS iðjuhöldar þýska ríkisins yrSi nú aS líta svo á, aS þjóSin væri í hernaSarástandi (kriegszustand). Hann gerSi þeim einnig ljóst, aS skýringin á þessu væri afskifti ÞjóSverja af málefnum Spánar. Af þessu hafa menn ráSiS, aS ÞjóSverjar hafa teygt sig lengra í loforSum viS uppreistarmenn en nokkurn grunar enn. KyrstaSan á Madrid-vígstöSvunum undanfariS hefir valdiS ÞjóSverjum mikillar áhyggju, sökum þess, aS Hitler hefir þegar viSurkent stjórn Franc- os og lýst yfir því, aS Þýskaland mundi aldrei þola aS stjórn komm- únista fengi yfirhöndina á Spáni. Fregnir síSustu daga um liSflutn- inga ÞjóSverja til Spánar sanna þaS, aS Hitler mun þegar hafa gengiS of langt, til aS geta snúiS viS. Ef Franco tapar, þá er vitan- legt, aS kommúnistar muni engin griS gefa þeim tugum þúsunda ÞjóSverja, sem berjast i liSi upp- reistarmanna. Hrædilegir rnn steyptu Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Uppreistarmenn hófu feiknarlegt áhlaup á varn- arstöðvar stjórnarhersins við Madrid í gær. Var einkum heiftarlega barist í Casa de Campo og náðu uppreistarmenn á sitt vald smábæjunum Humera og Pozuelo, sem eru rétt vestan og suðvestan við Madrid. Stjórnarherinn veitti hreystilega mótstöðu. Hann hratt hverri árásinni á fæt- ur annari. En loks náðu uppreistarmenn algerlega yfirhönd er þeir gerðu á- hlaup með byssustingjum og handsprengjum. Tókst þá hinn grimmilegasti bar- dagi. Stjórnarsinnar höfðu gert sér steyptar skotgraf- ir sem eru mjög ramm- byggilegar. Réðust upp- reistarmenn niður í þær á svæðinu vestan við Madrid og varð þar bardagi í návígi. Stjórnarsinnar hrökkluð- ust frá vélbyssum sínum en uppreistarmenn notuðu skeftin á rifflunum fyrir höggvopn. Féllu marg- ir stjórnarhermenn í þeirri viðureign og gáfust einnig margir upp, er féndur þeirra voru komnir niður í skotgrafirnar. Var hrylli- leg sjón að sjá hvernig um- horfs var niðri í sements- skotgröfunum. Særðir og deyjandi her- menn lágu í blóði sínu og árásarmennirnir gengu fram í bardagaæsingi sín- um og drápu þá er mótstöðu veittu en tóku hina hönd- um. Þoka var yfir er árásin var gerð. Þokan lá lágt og varð flugvélum ekki komið við í árásinni. Nokkrar flugvélar uppreistarmanna voru þó á sveimi meðan á- rásin var að hefjast. (United Press). Kreppir að stjórnarsinnum í Madrid. London, í gær. Varnarráð Madridborgar til- kynnir í dag, að hersveitir stjórnarinnar eigi fult í fangi með að verjast hersveitum Þjóðverja og Mára í liði upp- reistarmanna, á vígstöðvunum norðvestan við Madrid, en upp- reistarmenn segjast hafa sótt fram um nokkurar mílur á þessum slóðum, og að stjómar- liðið í Escorial-höllinni muni bráðum verða einangrað, ef það ekki verði flutt þaðan. Stjórnin liefir þegar flutt á brott her- sveitir sinar af ýmsum stöðum norðvesan við Madrid til þess að forða því að þær verði króað- ar inni. ÖIl blöð stjórnarinnar í Madr- id krefjast þess í dag að ekki sé lengur dregið að koma óvopnfæru fólki í burtu úr borginni. bardagar í návígi í hin- skotgröfum viö MadridL Hermaður úr liði uppreistarmanna að skoða leifarnar af einni flugvél stjórnarhersins, sem skotin hafði verið niður. Þjööverjar og Italir hata báðir svarað hliitieysisneíodinni. Svöp þeippa eru að kalla samhljóða. — Emkaskeyli— til Yísi? f; á London United Press er ein áreiðanlegasta frétta- stofa í Bretlandi og sú sem fyrst kemur með fréttirnar. Vísir hefir fengið einkarétt hér á landi til að birta fregnir þessarar fréttastofu. Hér eft- ir hafa engin önnur blöð hér á landi rétt til að birta fregn- ir United Press. Vísir fær fregnir frá Lon- don á hverjum morgni þann dag, sem blað kemur út og birtast þær fréttir ekki ann- arsstaðar. London er miðstöð heims- fréttanna. Þangað berast þær fyrst hvaðanæva úr veröld- inni. Þess vegna berast fregn- irnar líka fyrst frá London. Vísir er nú eina íslenska blaðið, sem fær einkaskeyti daglega beint frá London. Það er sönnun þess, að blaðið kemur að jafnaði með fregn- ir, sem ekki birtast annars- staðar fyr en daginn eftir. United Press nýtur trausts og álits um allan heim fyrir skjótan, ábyggilegan og hlut- lausan fréttaflutning. Frétta- stofan er óháð öllum flokk- um og stefnum og skýrir því rétt frá atburðunum eins og þeir gerast, hver sem í hlut á. Þeir sem vilja fylgjast dag- lega með heimsfréttunum verða að lesa Vísi. Fiskmarkaðurinn í Grimsby fimtudag 7. janúar: Besti sólkoli 108,' rauöspetta 82, stór ýas 35, miSlungs ýsa 44, stór þorskur 8, smáþorskur 7 shillings pr. box) og frálagöur þorskur 28 shillings pr. 20 stk. (Tilk. frá Fisikmálanefnd. — FB.). London í morgun. Þýskaland og Italía hafa nú svarað tilmælum hlutleysis- nefndarinnar um bann við þátt- töku sjálfboðaliða í Spánar- styrjöldinni. Svörin eru sam- bljóða í öllum aðalatriðum. Bæði löndin telja sig fús til þess að banna þátttöku sjálf- boðaliða, bæði setja það skilyrði að stofnað sé til öruggs eftirlits með því að ákvæðin yrðu hald- in, bæði gera kröfur til þess að tekið sé fyrir alla þátttöku út- lendinga í ófriðinum, þ. á. m. undirróðursstarfsemi, og bæði krefjast þess, að allir útlending- ar sem þátt taki í ófriðinum á Spáni verði fluttir þaðan i burtu. Svar Þýskalands var birt fyrst. Það hefst með þvi, að þýska stjórnin lýsir undrun sinni yfir því, að bresku stjóm- inni skyldi finnast nauðsynlegt að grípa til stjórnmálalegra ráð- stafana til þess að fá tillögumb Jdutleysisnefndarinnar svarað. Þá finst Þjóðverjum sér gert rangt til með því að gefið sé í skyn, að þeir eigi sök á þátt- töku útlendinga í Spánarófrið- inum. Þýskaland og Ítalía hafi þegar er lilutleysisnefndin hóf starf sitt viljað láta banna að sjálfboðaliðum yrði leyft að fara til Spánar frá öðrum lönd- um, en þá hafi Bretar og Frakk- ar maldað í móinn og talið það ekki geta kallast hlutleysisbrot f hálfu eins rikis, þótt einstakl- ingar væru frjálsir til þess að fara til Spánar og berjast þar ef þeim sýndist. Þjóðverjar halda því fram, að ef nú verði tekið fyrir Iiðssöfnun erlendis muni „bolsévikar“ á Spáni hafa einir hagnað af þcí, þar sem þeir hafi þegar fengið nægan erlendan liðsauka; þess vegna verði að krefjast þess, að allir útlending- ar, sem nú berjist á Spáni, verði kvaddir þaðan á brott. (FÚ). EnskuF leynilögregluþjónn starfap ad rannsókn peninga- hvarfanna í Landsbankanum Eftirfarandi greinargerð út af rannsóknum í bankamálinu hefir blaðinu borist frá lög- reglustjóra: Þann 28. janúar 1936 kom það í ljós að 2000 krónur vantaði í peningakassa A. J. Johnsons, gjaldkera við sparisjóðsdeild Landsbanka íslands, og þann 15. nóv. 1935 kom í Ijós að 1000 krónur vantaði í 25000.00 kr. bundið cDðlabúnt í sama banka. Útaf peningahvörfum þessum fór fram lögregluréttarrann- sókn í febrúar 1936 án þess að upp kæmist á hvem hátt pen- ingarnir höfðu horfið. Yar síðan rannsókn þessari frestað þar til nú fyrir skömmu að enskur leynilögreglumaður var fenginn til að athuga mál þetta og eftir að hann hafði unnið að málinu í kyrþei nokkurn tíma, hófust aftur lögreglupróf í því. Hafa þau staðið yfir nú um áramótin og margir starfsmenn Lands- bankans verið yfirheyrðir. Hefir rannsókn þessi leitt til þess, að nú í morgun var aðalféhirðir bankans úrskurðaður í gæslu- varðhald. Um efni málsins eða frekara framhald rannsóknarinnar verða upplýsingar ekki gefnar að svo stöddu. Mr. Veal kom hingað sonnan af Spáni. Enskur lögreglumaður, Mr. Veal, kom hingað fyrir nokkur- um vikum síðan og hefir starfað að rannsókn á peningahvörfum þeim, sem áttu sér stað í Lands- bankanum á s. 1. iári. Þegar lög- reglumaðurinn kom bað banka- stjórnin blöðin þess, að ekki yrði í bráðina minst á rann- sóknina og hefir ekkert blað- anna gert hana að umtalsefni. Mr. Veal er starfsmaður bankadeildarinnar í ensku end- urskoðunarfirma. Hann hefir víða xarið, m. a. var liann ný- lega í Danzig við rannsókn á ólöglegum vopnasendingum til Spánar og síðan fór hann suður á Spán og var nýkominn þaðan er liann réðist hingað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.