Vísir - 11.01.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1937, Blaðsíða 3
/ Blaðið telur upp „eltlri þjófn- aði og óreiðú í bankanum“, en heldur svo áfram um „óreið- una undir stjórn Jóns IJall- dórssonar“. Á laugardaginn kemur blað- ið svo með dylgjur út af setn- ingu Jóns í gæsluvarðhald og segist fullyrða að „þáð séu vís- vitandi ósannindi“ að Jón Hall- dórsson Iiafi að eins verið úr- skurðaður i gæsluvarðhald af því, að hann „vegna stöðu sinnar verði að vera höfuð- vitni í máli, eins og því, sem hér liggur fyrir“. Hin tilfærðu orð, sem Al- þýðublaðið mótmælir, eru tek- in úr umsögn annars blaðs um málið, en það blað liafði leyft sér að setja ofan í Alþýðu- blaðið með mjög vægum orð- um fyrir framkomu þess i bankamálunum. Þær dylgjur, sem Alþýðublaðið er hér að fara með, eru algei'f brot á þeim reglum, sem hvert blað, sem vildi gæta varúðar í flutn- ingi frétta um viðkvæm mál, ætti að setja sér. Lögreglan hefir ekki gefið upp einar né neinar ástæður fyrir ráðstöfun sinni gagnvart Jóni Halldórssyni. Sá maður, sem settur er í gæsluvarðhald, getur verið liafður þar af mörgum ástæð- um og meðan ekkert er látið uppi um þær, ber blöðunum að forðast allar dylgjur og get- gátur. Sérstök skylda ber til að gæta varúðar, þegar um það er að ræða, að settur er mað- ur i gæsluvarðhald, sem árum saman hefir haft mikla fjár- varðveislu á hendi og gegnt því starfi með stakri prýði. Þar við bætist, að skv. frá- sögn blaðsins sjálfs námu fjár- svik i bankanum á árunum fyrir komu Jóns Halldórssonar í bankann svo mörgum tugum þúsunda skiftir, en eftir að hann varð þar gjaldkeri, telur blaðið upp að eins 3 þúsund króna fjárhvarf, eins og líka er rétt. Auk þess, sem blaðið dylgjar um atriði, sem það hef- ir eklci leyfi né aðstöðu til að minnast einu orði á, þá gerir það sig að dómara yfir Jóni Halldórssyni um störf hans í bankanum. Það talar um reglugerðarbrot hans og óreið- una undir stjórn hans, á þann hátt, að það verður ekki hjá þvi komist, að lesendurnir fái mjög ákveðna hugmynd um að Jón Halldórsson sé sekur um glæpsamlegt athæfi „þar sem hin ótrúlega óreiða hafi átt sér stað“ undir stjórn hans, eins og blaðið orðar það. Alþýðublaðið þykist geta fullyrt ' eitt og annað út af úr- skurði lögreglunnar á föstu- daginn, en það er þá lika jafn- víst, að fullyrða má, að öllum almenningi beri að taka frétta- flutningi blaðsins út af afskift- um Jóns Halldórssonar og af bankamálunum yfirleitt, með fullri varúð. Vísir tekur ekki og getur ekki tekið neina afstöðu í því máli, sem hér liggur fyrir. — Sýkna eða sekt kemur vænt- anlega fram á sínum tíma og er ekki viðeigandi að bera fram neinar getgátur um það, á hvern liátt sú lausn verði. En það hlýtur að vera vel- sæmiskrafa til þeirra, sem um þessi mál rita opinberlega, að þeir hagi sér á þann hátt, að ekki sé misboðið manni, sem lögreglan hefir úrskurðað í gæsluvarðhald af áslæðum, sem hún ekki vill tilgreina. Sá maður, sem í slikt kemst, hef- ir ekki tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér og það er skylda að geynia sér alla dóma um störf hans og forð- V í S I R Leikfélag Reykjavíkur 189 7-1937. --o- Fjörutíu ára menningarstarf „Leikhúsið er mænirinn á menningunni hér. — Ind- riði Einarsson í Óðni 191g. Leikfélag Reykjavík var stofnað 11. jan. 1897 og eru þvi rétt 40 ár síðan það hóf göngu sína. Starfsafmæli á félagið þó ekki með réttu fyr en 18. des. n. k. Fyrsta sýning félagsins var 18. des. 1897. En frá stofndegi að telja tckur félagið svo þýð- ingarmikið menningarstarf í sínar hendur, að þess ber að minnast í dag. Það má vel segja, að með stofnun L. R. sé fyrsta fyrirheitið gefið um þjóðleik- hús — Háskóla almennings — leikliúsið, sem á að vera mænir- inn á menningunni hér. Saga L. R er vandsögð, og eg ætla mér elcki þá dul, að segja liana hér til nokkurrar hlítar. Hér verður að eins gefið stutt yfirlit. sem snertir ytri nliðina, sem að almenningi snýr, sjón- leikaliald félagsins frá fyrstu tíð. Og þó fer fjarri því, að þar fljóti alt með, sem flotið getur. Leikliúsrekstur í 40 ár er svo ákaflega yfirgripsmikill, að þar nægir ekki til frásagnar minna en allvæn bók. Ef litið er til leiklistarinnar hér i bæ fyrir aldamót, þá er ekki deyfðinni fyrir að fara. heldur samtakaleysinu. Leik- flokkar risu upp liver á fælur öðrum, utan um einn eða tvo góða leikendur, en gáfust upp jafnharðan. Það mun liafa vak- að fyrir Þorvarði Þorvarðssyni prentara, sem var aðal hvata- maður að stofnun L. R., að sameiiia alla góða leikendur þessa bæjar i eitt félag. sem fengi inni í Iðnó, þá nýreistu húsi og veglegu á mælilcvarða þeirra tíma, og fengi umráð yfir leiktjaldasjóði bæjarins. „Coulissusj óðnum“ svokallaða. Sjóður þessi var stofnaður 1866 af forystumönnum gleðileikj- anna það ár, þeim Sig. Guð- munssyni málara, Helga G. Helgesen, Jóni A. Hjaltalin, Lárusi Blöndal og Þorvaldi Stephensen. Sjóðurinn átti nokkuð af pen- ingum, en aðaleignin voru leik- tjöld, búningar og vopn. Alt þetta fékk L. R. til umráða á fyrsta starfsári og gerði skuld- bindandi samning við Iðnaðar- mannafélagið, sem raunar skuldbatt alla eigendur að liús- inu, hverjir sem þeir yrðu, að varðveita æfinlega eignir félags- ins og halda þeim við eftir þvi sem þörf krefðist — án sérstaks endurgjalds. Þessi ákvæði sem og önnur atriði samningsins frá 7. jan. 1898 og gjafabréfsins frá 1866 hafa lítt verið haldin, enda virðast þau álög hafa hvílt á „Coulissusjóði bæjarins“, að liann gleymdist hvað eftir ann- að. Stofnendur L. R. voru 12 starfandi félagar og 7 styrktar- félagar (iðnaðarmenn). Þeir voru: 1. Andrés Bjarnason, söðla- smiður. 2. Árni Eiriksson, verslunar- maður. 3. Borgþór Jósefsson, verslun- armaður. 4. Bi'ynjólfur Þorláksson, skrifari. 5. Davíð Heilmann, prentari. 6. Einar Palsson, trésmiður. ast allar dylgjur, þar til sýkna eða selct er endanlega í ljós leidd. 7. Friðfinnur Guðiónsson, i . • I prentari. 8. Gunnþórunn Halldórsdottir, ! ungfrú. 9. Hjálmar Sigurðsson, kenn- ! ari. 10. Jónas Jónsson, frímerkja- sali. 11. Kristján Ö. Þorgrímsson, j kaupmaður. 12. Magnús Benjamínsson. úr- j smiður. 13. Mattli. Mallliíasson, versl- unarstjóri. 14. Ólafur Ólafsson, prentari. 15. Sigriður Jónsd.. húsfrú. 16. Sig. Magnússon, cand. theol. 17. Stefanía Guðmundsd., hús- frú. 18. Þóra Sigurðard., húsfrú. 19. Þorvarður Þorvarðsson, prentari. Auk þess gengu i félagið á fyrsta starfsári þær ungfrúrnar: Steinunn Runólfsd. og Þuríður Sigurðardóttir. Af þessum stofn- endum eru nú að eins sex á lifi: Friðfinnur, Gunnþórunn og Þuríður Sigurðard. af leikend- um, og Brynj. Þorláksson kenn- ari, Magnús Benjamínsson úr- siniður og Mattli. Matthíasson í Holti af styrktarfélögum. Með fólki þessu lióf félagið starfsemi sína sem fyr segir 18. des. 1897 með sýningum á tveimur söngleikjum „Ferða- æfintýrið“ eftir Arnesen og „Æfintýri í Rósenborgargarði“, eftir Heiberg, en leiðbcinandi var Indriði Einarsson. Þó flokk- urinn væri i fyrstunni smár, þá liefir farið um liann eins og snjóboltann i brattanum, á liðnum árum liafa um 300 manns komið fram á leiksvið- inu hjá félaginu, en það telur nú um 60 félaga. Fyrst í stað sýndi félagið létta gleðileiki og söngleiki, en þegar Einar H. Kvaran og síðar Bjarni Jónsson frá Vogi gerðust leið- beinendur lijá félaginu var ráð- ist í þyngri viðfangsefni. Það munu hafa verið álirif frá Bjarna frá Vogi, að tískuleikir þýska rithöfundarins Her- manns Sudermanns „Heimilið“ og „Heimkoman“ vbru sýndir hér 1900 og 1902, en Einar H. Kvaran vildi beina leiklistinni meir inn á raunsæisbraut en verið hafði, og sýndi liann fyrst „Drenginn minn“ eftirL’Arron- ge,semféll í góðan jarðveg. Ann- ars var á fyrstu starfsárum fé- lagsins vandratað meðalhólfið, fólkið var sólgið í gleðileiki og söngleiki og dómar blaða og al- mennings upp og ofan, en styrk- ur af almannafé lítill sem eng- inn. Framfarir í þessu efni hafa þvi miður orðið litlar, ef satt skal segja. Dóm sem þennan: „Það er t. d. einnig mjög óvið- kunnanlegt, að láta fastan að- stoðarkennara við barnaskóla' bæjarins leilca mannræfil og bófa frammi fyrir börnum þeim, sem liann á að kenna“, mætti svo sem heyra enn. Fjar- lægðirnar hjá okkur eru svo litlar. Jón Jónsson Aðils var um tíma leiðbeinandi lijá félaginu, en eftir hann tók við leikstjórn- inni Jens B. Waage, sem manna mest hefir mótað leikstarfsem- ina í þessum bæ, enda var liann sjálfur glæsilegur leikari og lians sæti í félaginu ófyll þann dag í dag. Það er með leiðbein- endur eins og togaraskipstjóra, þeir eru misjafnlega hepnir, „sá grái“ loðir við hvern fingur á góðum skipstjóra. Jens B. Waage hefir áreiðanlega verið góður skipstjóri hjá L. R., liver Icikurinn af öðrum, sem hann setti upp, náði ahnenningshylli, má t. d. nefna John Storm, Jeppa á Fjalli, Nýársnóttin, Kamelíufrúin, Hafnabjarga- mærin, Álfhóll, Ókunni maður- inn o. fl. o. fl. og þó veit sá, sem alt veit, að „só grái“ er gin- keyptari fyrir agninu, en marg- höfða óskepnan: Publicum fyr- ir góðum sjónleik. Það féll einn- ig i lilut Jens B. Waage að setja á leiksvið sjónleiki Jóhanns Sig- urjónssonar fafnóðum og þeir komu fram, og fyrstu leiki Guðm. Rambans. Með sjónleikj- um Jóhanns og með íslensku leikritunum yfir höfuð hefir L. R. náð hæst á listabraut sinni. Auk leikrita Jóhanns: Bóndinn á Hrauni. Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur og G. Kambans: Konungsglíman, Hadda-Padda og Vér morðingjar, liefir L. R. sýnt leiki eftir þessa ísl. ritliöf- unda: Matthías Jocliumsson, Indriða Einarsson, Einar H. Kvaran, Pál Steingrímsson. Kristínu Sigfúsdóttur, Stein Sigurðsson, Davið Stefánsson, Andrés Þormar, Óskar Kjart- ansson, Emil Thoroddsen, Hall- dór Kiljan Laxness og Guðm. Hagalín. Það ætti að vera sjálf- sögð skylda félagsins, að halda isl. leikritaskáldslcap uppi af öllu afli. og taka hvert íslenskt leikrit, sem nýtilegt er, fram yfir erlend leikrit um málefni meir eða minna ósamrýmanleg þjóðlífinu. Það verður elcki annað sagt en mikið starf liggi eftir L. R.. á umliðnum 40 árum. Félagið hefir sýnt 165 sjónleiki á 1746 leikkveldum hér í bæ og staðið fyrir 30 leiksýningum i ýmsum kaupstöðum. Það á mjög mikl- ar eignir á íslenskan mæli- kvarða í handritum, búningum, leiktjöldum, vopnum og livers- kyns leikáliöldum, sem alt ætti að geta komið í góðar þarfir þegar reglulegt leikliús liefur starfsemi sína hér i bæ, ef vel er á haldið og eignimar varðar skemdum og glötun. Fjárliagur félagsins er þó í mjög hágu lagi og hefir tíðast verið, sökum þess, að styrkir til leiklistar- starfsemi hér í bæ hafa verið mjög af skornum skamti og algerlega ófullnægjandi til að svara þeim kröfum, sem gerðar hafa verið á hendur félaginu, bæði hvað snertir leikritaval og útbúnað leikanna. í þessu cfni hefir almenningsálitið það á valdi sínu, livort það vil drepa niður leiklist i bænum með nísku og nöldursemi. eða veita ríflega til þess menningarfyrir- tækis, sem með réttu liefir verið kallað Háskóli Almennings, en það hlýtur að vera von allra góðra manna, að svo giftusam- lega takist til, og er þess þá ekki lengi að bíða „að Ieikhúsið verði mænirinn á menningunni hér“. Lárus Sigurbjörnsson. ðeiriir brjútast nt í Sýrlandi. London i morgun. í gær bjrútust út óöirðir i héraðinu i kring uin Alexand- retta i Sýrlandi. Nefnd sú, sem Þjóðabandalagið skipaði til þess að liafa eftirlit með stjórn Alexandretta, heimsótti héraðið, og vildu bæði Tyrkir og Arabar bjóða hana vel- komna, en út úr því urðu rysk- ingar milli þeirra. Frakkar og Tyrkir hafa báð- ir farið fram á það, að fundi Þjóðábandalagsins til þess að ræða um deilumál þeirra verði frestað til 21. janúar, en hann átti að koma saman þann 18. þ. m. (F.Ú.). Skíðatólk lendir ofviðri Síöastl. laugardag fóru tveir hópar skíöafólks hé&an úr bæn- um austur i skíöaskála Skíöafé- lagsins á Hellisheiöi. Fór annar hópurinn af staö kl. 2, en hinn kl. 4. Samtals voru þátttakend- urnir ió. Veöur var afar hvast uxilli Kolviöarhóls og skálans og feykti veörið fólkinu um marg- sinnis, stundum öllum hópnum í einu. Dimt var orðið, og skóf af íjöllunum og var ferðalagið mjög erfitt. Allir komust þó heilu og höldnu í skíðaskálann, og s,kemtu menn sér þar hiS besta um kveld- iö. Daginn eftir var ágætt skíða- færi. Hafði hlákunnar lítið gætt kringum skálann. Skíðafólkið var sótt að Kolviðarhóli í gær. Samkomulag um lækkun tolla. Osló, laugardag. Hollenski forsætisráðlierr- ann, Colijn, hefir i viðtali við blaðamenn slungið upp á þvi, að samkomulagsumleitanir verði hafnar milli Hollands og Belgíu annarsvegar og Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar liins- vegar, um afnám á hömlum leim, sem lagðar hafa verið á viðskifti milli þessara landa og lækkun tolla. Forsætisráðherra Hollands er þeirrar skoðunar, að nú sé hentugur tími til þess að ræða þessi mál, þar sem flest hinna svo kölluðu gulllanda hafi felt gjaldmiðil sinn í verði. Viðskifti Hollendinga og Norðmanna. Osló, laugardag. Verslunarráðherra Hollands og landbúnaðarráðherra koma til Osló 14. janúar og dveljast þar í 3 daga sem gestir norsku stjórnarinnar. Alþjóðleg skíðakeppni. Hin svo kallaða alþjóða akademiski skíðakepni byrjaði í Davos í dag. Norðmaðurinn Gjöersen sigraði í 14 kílómetra skiðagöngu á 1 klst. 4 mín. og 14 sek. !■■■■■■■■■■■■■■■■■ VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 2 stig, Bolungarvík 1, Aþureyri 1, Skálanesi 3, Vestmannaeyjum 5, Sandi 1, Kvígindisdal 1, Hesteyri 2, Blönduósi 1, Siglunesi i, Gríms- ey-i, Raufarhöfn 2, Skálum 3, Fagradal 3, Papey 4, Hólum í Honiafirði 3, Fagurhólsmýri 3, Reykjanesi 2. ^lestur hiti hér í gær 3 stig, mest frost 2 stig. Úr- koma 5.3 mm. Yfirlit: Stormsveip- ur um 700 km. suðvestur af Reykjanesi á hreyfingu norður eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Suðaustan rok og rign- ing í dag, en suðvestan átt og skúraveður í nótt. Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland: Suðaust- an stormur og rigning í dag, en sunnan eða suðvestan átt í nótt. Norðausturland, Austfirðir: Hvass suðaustan og rigning, en minkandi sunnan átt í nótt. Skipafregnir. Gullfoss og Dettifoss eru í Kaupmannahöfn. Goðafoss er væntanlegur til Hull í kvöld. Brú- arfoss kom til Leith í morgun. Lagarfoss er á leið til Leith frá Antwerpen. Selfoss fer héðan á- leiöis til Antwerpen, Hull og Ham- borgar þegar veður lægir. Andri kom af veið.um í nótt. M.s. Dronn- ing Alexandrine kom frá útlönd- um í dag. Otur fór á veiðar í gær. Næturlæknir er i nótt Jón G. Nikulásson, Öldugötu 17. Sími 3003. Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Til auglýsenda. Auglýsendur eru vinsamlegast beðnir að skila aug- Iýsingum til blaðsins ekki síðar en kl. 10.30 árdegis þann dag sem þær eiga að birtast. Auglýsingar sem koma eftir þann tíma verða að bíða næsta dags. Hiísmæður! Eftirtaldar verslanir viija benda yöur á, að þær selja flest, sem þér þarfnist til heimilisins og senda yður það heim. Vörur: Nafn: simi: Matvðrur: Liverpool 1135 Brauð.kðkur.'ÓIi Þðr S.PP.^ ,7. 3292 Kjöt: Bárfell 1505 Fiskur: Fískbúö Baldursg. 39 2307 Kol: | Í hTKoI & Salt ,1"7í 1120 Búsáhðld: i:r Liverpool 1135 Hreinlætisv. Sápubnðin Laugav. 36 3131

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.