Vísir - 25.01.1937, Blaðsíða 2
VÍSÍR
Þjódabandalagsþingið frestap þeim.
TtSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VlSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifslofa 1 Austurstræti 12.
og afgr. |
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn ' 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasála 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Drengileg
vörn.
Sjaldan hefir stjórnmálamaSur
hér á landi borið fram skörulegri,
skýrari og drengilegri vörn gegn
einstæðum pólitískum rógi en Ól-
afur Thors gerði 'í gær í Gamla
Bíó. Hann gerði það ekki sem for-
maður stærsta stjórnmálaflokks
landsins heldur sem forstjóri
stærsta atvinnufyrirtækis landsins,
sem Alþýðuflokkurinn hefir svar-
ið að leggja í rústir. En sakir þær,
sem aðalblað Alþýðuflokksins hef-
ir borið á hann persónulega og
fyrirtæki það sem hann stjórnar,
eru svo alvarlegs eðlis, að hann
gat ekki sem foringi Sjálfstæðis-
flokksins látið lengur undir höfuð
leggjast að hrinda róginum.
Hinir mörgu flokksmenn hans,
sem á ræðuna hlýddu, fylgdu máli
hans með svo mikilli athygli, er
hann rakti þráðinn og hrinti hin-
um lognu sökum lið fyrir lið, að
sjaldan hefir ræðumaður átt hér
ao fagna eindregnari samúð. Þeg-
ar hann svo lauk máli sínu braust
samúðin og traustið út frá þúsund
höndum, sem þökkuðu honum
fyrir hina einarðlegu og drengi-
legu greinargerð. Hann gat lagt
gögnin á borðið eins og þau eru,
og hann gerði það.
Aldrei hefir nokkur stjórnmála-
flokkur á þessu landi sýnt meira
drengskaparleysi, ábyrgðarleysi
og hófleysi í pólitískri ofsókn en
Alþýðuflokkurinn hefir sýnt í her-
ferð sinni á hendur Kveldúlfi.
Menn hafa láti$ sér koma til hug-
ar, að þriðji stærsti stjórnmála-
flokkur landsins væri ekki svo fá-
tæklega skipaður forystumönnum,
að þar fyndist enginn er bæri virð-
ingu fyrir drengskap og opinberu
velsæmi. En ekki tjáir úlfshárin að
gylla. Svo taumlaust hefir þessi
ofsókn gengið í heitingum, rang-
færslum, lygum og svívirðingum,
að almenningur hefir fylst undr-
un og viðbjóði á því hvað einn
landsmálaflokkur getur lagst lágt
í rógi og æruskerðingu. Ofstopi,
greindarleysi og hefndarþorsti
nokkurra leiðandi manna Alþýðu-
flokksins hafa um skeið gert hon-
um þann mesta bjarnargreiða, sem
hægt er að gera nokkrum stjórn-
málaflokki. En þaö er að vekja á
honum almennt vantraust og virð-
ingarleysi með framkomu sem
brýtur í bága við siðgæðishug-
myndir almennings.
Dag eftir dag hefir blað flokks-
ins borið fram þá kröfu hans, að
stærsta útgerðarfyrirtæki landsins
sé tekið til gjaldþrotaskifta. Dag
eftir dag hefir flokkurinn hamr-
að á því að það sé mest aðkallandi
nauðsynjamál allrar alþýðu í land-
inu, þeirrar alþýðu, sem hefir færri
fyrirtæki til atvinnugjafar en
skyldi. Dag eötir dag hefir því
verið haldið fram í blaði flokks-
ins að Kveldúlf ætti að gerá upp,
af því að hann ætti i/2 miljón kr.
minna en ekki neitt. Dag eftir dag
hefir blaðið haft í heitingum við
bankana ef kröfu þess ycöi ekki
sint. En yfirskattanefnd, sem skip-
uð er méðal annars varaforseta Al-
þýðuflokksins, Héðni Valdimars-
syni, hefir neitað að viðurkenna,
að Kveldúlfur ætti minna en eina
miljón 'króna umfram skuldir.
Hefir þjóðin nokkurntíma séð
óheilindin, ódreng&kapinn og ó-
sómann á jafnháu stigi og hér?
En það er ekki góður stríðsmað-
ur, sem engin hefir sár, segir mál-
tækið. Ólafur Thors hefir heldur
ekki búist við því, aö hann mundi
geta skeinulaust verið formaður
Sjálfstæðisflokksins. Hann hefir
vafalaust heldur a|drei gert ráð
fyrir að andstöðuflokkarnir mundu
búa honum mjúka hvílu. En hinu
hefir hann frá öndverðu að líkind-
um ekki búist við, aö andstööu-
flokkarnir mundu seilast svo langt,
að ná hefnd á honum, persónulega
með því að leggja fyrirtæki hans.
í rústir. Þetta er ekki aðeins árás
á Ólaf Thors. Það er ekki aðeins
árás á Kveldúlf. Þetta er grimu-
klædd árás á alt einkaframtak í
landinu.
Það mun sannast á Alþýðu-
flokknum í þessu m.áli, að skamma
stund verður hönd höggi fegin.
Sjálfstæðisflokkurinn er óskiftur
á móti þeim skemdarvöldum sem
hér eru að verki. Hann stendur
sem einn maður á móti þeirri póli-
tisku morðárás sem hér hefir verið
hafin. Og hann mun aldrei þola
að hún nái fram að ganga.
ERLEND VÍÐSJÁ.
Bílafram-
leiðsla Rússa.
Rússland er land „áætlananna“.
Þar eru gerðar svo og svo margar
áætlanir í hinum ýmsu fram-
leiðslugreinum, en hvergi hefir
sannast betur en í Rússlandi, að
margt fer öðru vísi en ætlað er.
Áætlun Rússa um bílaframieiösl-
una árið sem leiö gekk síður en
svo að vonum, eins og skýrslur
sem birtar voru í Moskva í des-
emberlok bera með sér. Samkvæmt
þeim er helmingur vörubíla í land-
inu ekki í notkun, vegna skorts á
varahlutum, en tala bíla, sem ekki
er hægt að gera við sakir skorts
á varahlutum, fer stöðugt hækk-
andi.
Gert var ráð fyrir, að Gbrki-
bílaverksmiðjurnar framleiddu 85
al-rússneska bíla á degi hverjum
árið sem leiö, en framleiðslan nam
aðéins 15—20 bilum á dag. í feb-
rúar 1936 var tilkynt, að verk-
smiöjurnar ætti að framleiða 12000
bíla 1936, en framleiðslan fór ekki
fram úr 2500.
Farþegabílarnir, sem þessi verk-
smiðja framleiöir, eru stæling á
Fordbílunum (1932 Model). >—
Reynslan hefir sýnt, að hreyflarn-
ir, stýrisumbúnaður o. fl. er gall-
að, en alt til þessara bíla er smíð-
að aö fyrirsögn rússneskra bíla-
fræðinga. Vegna framleiðsluerfið-
leika var þessari verksmiðju lok-
að um sex vikna tíma síðari hluta
árs 1936. í einu blaðinu í Moskva
var þess getiö, að þ. 12. des. hefði
bílaskoöunarmennirnir aðeins tekið
gildaj 9 af 24 bílum, sem fullsmíð-
aðir voru þann daginn. Jafnframt
er kvartað yfir, að mikiö efni sé
ónýtt við bílaframleiðsluna.
Rússneskur iðnaður er í flest-
um greinum enn í bernsku. Reynsl-
an í bílaiðnaðinum rússneska stað-
festir það, sem sérfræöingar iðn-
aðarþjóðanna gömlu hafa haldiö
fram, að það hljóti að taka lang-
an tíma, að gera Rússa að iönað-
arþjóð. Það geti ekki farið vel,
London í morgun.
Ekkert samkomulag hef-
ir náðst í Danzig-málinu og
horfurnar slæmar, að
nokkurt samkomulag náist
um það annað en að fresta
ákvörðun .þar .til fundur
ráðs Þjóðabandalagsins
kemur saman í vor (í maí-
mánuði). Anthony Eden,
utanríkismálaráðherra
Bretlands, hefir lýst yfir
því í þriggja manna nefnd-
inni, sem um málið f jallar,
að hann sé hlyntur því, að
málinu verði frestað þar til
í maí.
Er talið, að Eden hafi
stungið upp á þessu til að
Þjóðabandalagið þyrfti
FlöðiníBandaríkjan-
nm halda áfram.
Rauðl Krosslnn stjórnar
bjðrgunarstarfinu.
London í morgun.
Fregn frá Washington í
morgun hermir, að flóða-
hættan sé hvergi nærri um
garð gengin. Á stórum
svæðum er fólk enn í mik-
illi hættu og eignir þeirra.
Sumstaðar eru jafnvel heil-
ir bæir og þorp í hættu og
hefir orðið að flytja alla
íbúana á brott. Hefir
Rauði Krossinn forgöngu í
hjálpar- og líknarstarfsemi
á flóðasvæðinu og er hann
þegar búinn að flytja á
brott tugi þúsunda manns
frá þeim svæðum, sem
voru í mestri hættu. Frá
Paduach í Kentucky, sem
er í stórhættu hefir Rauði
Krossinn flutt 33.541
manns á brott.
Að minsta kosti 40
manns hafa beðið bana af
völdum flóðanna í þeim 11
ríkjum, sem þau hafa gert
mikinn usla, en 50.000
manna hafa mist alt, sem
þeir áttu, hús, húsmuni og
fatnað, og hefir fólkið
ekkert nema fötin, sem
það stendur í. Fjársöfnun
Rauða Krossins um öll
Bandaríkin heldur áfram
og er fullvíst, að meira
safnast en ákveðið var að
safna. (United Press).
Verslunarmannafélag Rvíkur
á 46 ára afmæli miðvikudaginn
27. þ. m. I tilefni afmælisins halda
félagsmenn skemtun með borðhaldi
fyrir sig og gesti sína að Hótel
Borg laugardaginn 30. þ. m., er
hefst kl. 8 síðd. — Til skemtunar
verða ræðuhöld, söngur og dans.
Sjá aðgöngumiðasölu í augl. hér í
blaðinu í dag.
þegar lagðar sé stórkostlegar
framleiðsluáætlanir, áður en búið
sé að læra það, sem læra þarf,
aí þeim, sem kunnáttuna hafa og
reynsluna. Því fór sem fór meö
Rússum áriö sem leið í þessari
framleiðslugrein og fieirum.
ekki að taka ákvarðanir í
fleiri málum mjög alvar-
legs eðlis en nauðsyn kref-
ur, að þessu sinni, en hjá
því verður ekki komist, að
Spánarmálin verði rædd
nú. (United Press).
Stjórnarskifti
í Japan.
NJ stjúrn í anðstöðn
tIS herlnn.
London 25. jan.
Japanskeisari hefir falið Ug-
ald hershöfðingja að mynda
sljórn i Japan, og hefir hann
teldð það að sér. Ugaki hefir
þvivegis verið fjármálaráð-
herra, og landstjóri í Korea.
IJann er illa þokkaður innan
hersins, m. a. vegna þess, að
þegar hann var fjármálaráð-
herra minkaði hann mjög út-
gjöld til hernaðar, og lagði nið-
ur fjórar herdeildir. Það er því
tæplega búist við að honum tak-
ist að mynda stjóm, þar sem
herinn muni neita að útnefna
rmálaráðherra eða sam-
þykkja þann mann, sem Ugaki
kann að útnefna í það embætti,
neina því að eins að keisarinn
skipi svo fyrir, en herinn beygir
sig undir hans vald.
Annars gerir herinn þær kröf-
ur, að í stjórninni verði enginn
fulltrúi þingflokkanna, og að
stjórnin láti það verða fyrsta
verk, eftir að hún hefir lýst yf-
ir stefnu sinni, að rjúfa þing og
láta fara fram kosningar. Fari
lcosningar fram, þá verður
kosningabaráttan háð um það,
hvort lýðræðisstjórn skuli vera
áfram í gildi, eða hvort stofna
skuli einræði hervaldsins í Jap-
an.
Réttarhöldiii
í Moskva.
,Trot8ky-sinnarnir‘játa!
London 23. jan. FÚ.
Réttarhöld hófust í dag í
Moskva i máli 17 manna, sem
sakaðir eru um landráð, og
hafa verið meðlimir í Trotski-
félagsskap og unnið samkvæmt
fyrirskipunum Trotskis. Nafn-
kunnastir af sakborningunum
eur þeir Karl Radek, fyrrum
stjórnmálaritari rússneska
blaðsins „Isvestia“, Sokolnikoff,
fyrrum sendiherra Sovét-Rúss-
lands í London, búnaðarmála-
fulltrúi Sovét-stjórnarinnar
1930—1934 og aðstoðarmaður
hans, Piatikov. Allir sakborn-
igarnir, 17, hafa játað sig séka.
Lestur ákæruskjalsins stóð
yfir í eina klukkustund. Meðal
viðstaddra voru sendiherrar er-
lendra rikja.
í framburði sínum á Piaikov
að hafa sagt, að hann hafi átt
tal við Trotski á árinu 1935, og
að Trotski hafi þá krafist þess,
að skemdarstarfsemi samherja
hans yrði aukin. Þá ber Piatikov
að Trotski hafi staðið í náinni
samvinnu við Herr Hess, full-
trúa Hitlers, og að þeir hafi
bundist samningum um að koll-
varpa stjórn Stalins. í þessu
skyni átti að hraða sem mest
innrás þýska hersins í So-
Varöapfund-
urinn í gær.
Klukkan 2 í gær hófst fundur
Varðar í Gamla Bíó.
Aðgöngumiðar að húsinu
voru rifnir út á svipstundu og
var þá tekið það ráð að setja
upp gjallarhorn í Varðarhúsinu
svo ræðan gæti heyrst þar líka.
En þangað inn komust líka
færri en vildu og urðu hundruð
manna frá að hverfa.
Formaður Varðar, Guðm.
Benediktsson, setti fundinn og
gaf því næst formanni Sjálf-
stæðisflokksins, Ólafi Thors
orðið, en ræða hans birtist hér
á eftir.
Hvert sæti hússins var skipað
og margir stóðu. Ræðu Ólafs var
fylgt með feikna athygli af
áheyrendum, en stundum var
þögnin rofin, er áheyrendur
klöppuðu og létu ánægju sína í
ljósi yfir orðum ræðumannsins.
I Varðarhúsinu var það á sömu
lund. Þar var engu minni fögn-
uður yfir ræðu Ólafs — Útvarp-
ið frá Gamla Bíó tókst ágæt-
lega vel.
Þegar Ólafur Thors hafði lok-
ið máli sínu, flutti Pétur Hall-
dórsson borgarstjóri stutta
ræðu og á eftir honum próf.
Bjarni Benediktsson. Hvöttu
þeir sjálfstæðismenntilaðstanda
saman gegn óhróðurs árásum
andstæðinganna og fylkja sér
því fastar um formann flokks-
ins sem ódrengilegar væri á
hann ráðist.
Fundinum lauk kl. rúmlega
S/i, því þá var að líða sá tími
sem húsið hafði verið leyft til
afnota.
Fundarmenn vottuðu Ólafi
Thors með allri framkomu
sinni, fult traust og samúð í
baráttunni gegn hinum óbil-
gjörnu og óheiðarlegu árásum
andstæðinganna.
En sósíalistar virðast í blaði
sínu vera óánægðir með að
fundurinn í Gamla bíó var „lok-
aður“ eins og þeir kalla það.
Eru þessir menn alveg búnir
að gleyma „opna“ fundinum í
Barnaskólaportinu í sumar og
ráðningunni, sem Ólafur Thors
veitti þeim þá?
Sósíalistarnir hefðu átt að
læra það þá, að takmarka árásir
sínar við blöð og „lokaða“ fundi
sjálfs sín, eins og þeir líka hafa
gert.
Þetta tal Alþýðublaðsins er
fremur uppgerðar stærilæti en
alvara, eða þora sósíalistar að
taka tilboði Ólafs Thors, sem
hann kom með á fundinum, um
mót á opinberum vettvangi?
Ofviðri enn á Norðursjó.
Osló, 23. jan.
Ofviðri geisa enn á Norður-
sjó og fékk skip Bergenska,
„Jupiter“ versta veður iá leið-
inni frá Newcastle. Einn af far-
þegunum, er sat i reykslanum i
hægindastól, er skipið fékk á
sig sjó mikinn, meiddist svo
illa að það varð að flytja hann
í sjúkrahús þegar við komu
skipsins til Noregs.
(NRP.—FB.).
vét-Rússland. Trotski hefði
meira að segja lofað Þjóðverj-
um ivilnunum i Sovét-Rússlandi
en ekki er ljóst af orðalaginu,
hvort um er að ræða loforð Hm
viðskiftalegar ívilnanir, eða
hvort átt er við einhvem hluta
af löndum Sovétríkjanna. Trot-
ski er sagður hafa gefið Japön-
um svipuð loforð um ívilnanir
í þeim hluta Sovét-rikjanna sem
liggja næst Japan.
□ Edda 59371267=2.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. í Reykj avík:
7 stig, Bolungarvík 6, Skálanesi 5,
Vestmannaeyjum! 7, Sandi 6, ITest-
eyri 6, Gjögri 4, Blönduósi 7,
Siglunesi 3, Grímsey 4, Raufar-
höfn 5, Skálum 4, Fagradal 5,
Papey 6, Hólum í Hornafirði 9,
Fagurbólsmýri 7, Reykjanesi 7,
Mestur hiti hér í gær 9 stig, minst-
ur 4. Úrkoma 5.1 mm. — Yfirlit:
Stormsveipur um 50O km. suð-
suðvestur af Reykjanesi. Hreyfist
norðvestur eftir. Horfur: Suðvest-
urland: Suðaustan stormur. Þfð-
viðri. Faxaflói: Hvass austan og
suðaustan. Þíðviðri. (Breiðafjörður,
Vestfirðir, Norðurland: Allhvasst
á suðaustan. Þíðviðri. Víðast úr-
lcomulaust. Norðausturland, Aust-
firðif, suðausturland: Minkandi
suðaustan hvassviðri. Rigning.
Skemtifund
heldur K. R. annað kvöld kl. 9
í K. R. húsinu niðri. Til skemt-
unar verður: Bened. Jakobsson
fimleikakennari flytur erindi um
Olympiuleikana síðustu. Ólafur
Friðriksson syngur einsöng.
Hnefaleikasýning og að síðustu
dans. Fundurinn er fyrir alla starf-
andi félaga, konur og karla, og að-
gangur seldur mjög vægu verði,
eins og áður. Væntir stjórn K. R.
að félagar fjölmeni, íþróttaæfing-
ar falla niður annað kvöld kl. 8.
Samsæti
verður haldið til heiðurs Sig-
fúsi Einarssyni tónskáldi vegna
sextugsafmælis hans. Samsætið
verður haldið n. k. sunnudag aP
Hótel Borg.
Skipafregnir.
Gullfoss er á leið til Leith frá
Kaupmannahöfn. Goðafoss fer
vestur og norður annað kvöld.
Dettifoss er í Kaupmannahöfn.
Selfoss er í Hambofg .Lagarfoss
er á Akureyri. Brúarfoss kom a»
vestan í gær. Súðin var á NoriÞ
firði í gær.
Farfuglafundur
i Kaupþingssalnum annað kvöíd
kl. 9. Erindi: Kofoed Hansen o. fl.
N áttúruf ræðisf élagið
hefir samkomu mánudag 25. þ.
m., kl. 8)4 e. m. í náttúrsögubekk
Mentaskólans.
Leikflokkux barna
sýnir leikritið Álfafell eftir Ósk-
ar Kjartansson í Iðnó annað kveld,
sbr. auglýsingar. Er leikurinn sagð-
ur skemtilegur og mjog við hæfi
barna og ættu því foreldrar að
leyfa börnum sínum að sjá hann,
bæði vegna þess, að þetta er eina
barnaleikritið, sem sýnt hefir verið
á vetrinum og einnig þar sem allur
ágóði gengur til hjálparstarfsemi
Vetrarhj álparinnar.
GengiÖ í dag.
Sterlingspund ....... kr. 22.15
Dollar ............... — 4.53
100 ríkismörk ....... — 181.60
— franskir frankar — 21.21
— belgur ...... .1. — 76.19
— svissn. frankar ... — 103-73
— finsk mörk .... — 9.95
— gyllini .......... — 247.80
— tékkósl. krónur .. — 16.08
— sænskar krónur . — 114.36
— norskar krónur .. —'111.44
— danskar krónur .. — 100.00
Útvarpið í kvöld.
19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplöt-
ur: Lög leikin á celló. 20,00 Frétt-
ir. 20,30 Erindi: Þættir úr atvinnu-
sögu íslendinga, I. (dr. Þorkell Jj-
hannesson). 20,55 Einsörigur (frú
Guðrún Ágústsdóttir). 21,20 Um
daginn og veginn. 21,35 Útvarps-
hljómsveitin leikur alþýðulög.
22,05 Hljómþlötur: Kvartett, Op.
18, nr. 4, eftir Beethoven (til kl.
22,30).
Næturlæknir
er i nótt Halldór Stefánsson,
Skólavörðustíg 12. Sími 2234. —
Næturv. í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Stormur og rigningar á Norð-
austurlandi.
Undanfama daga hafa veriS
miklir stormar og rigningar
norðaustanlands og jörð er orð-
in mikið til auð. Lungnabólga
í sauðfé breiðist út. Sýkin hefir
gert vart við sig á flestum bæj-
um í Þistilfirði og verða bænd-
ur fyrir tilinnanlegu tjóni.