Vísir - 05.02.1937, Síða 2

Vísir - 05.02.1937, Síða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. SkrifetofalAusUirstræli 12 og afgr. J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 , Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Orð og gerðir Þeir voru allorðniargir um atvinnuleysisvandræðin i bæn- um, fulltrúar socialista, á bæj- arstj órnarfundinum i gær. So- sialistum er það yfirleitt einkar tamt, að tala, þegar ekkert keniur til þeirra kasta að frani- kvæma það, sem þeir tala um. Orðin eru svo auðveld í með- förum, þegar aðrir eiga að ann- ast um gerðirnar. Á bæjarstjórnarfundum í Reykjavik eru þeir ósparir á að heimta einhverjar aðgerðir af hálfu bæjarstjórnar til að bæta úr atvinnuleysinu. En eru þeir eins heimtufrekir við bæjar- stjórnina i Hafnarfirði, á Isafirði eða Seyðisfirði, þar sem þeir hafa völdin og eiga sjálfir að annast framkvæmdirnar ? Seyðfirðingar fengu eitt árið 15 þús. krónur úr ríkissjóði til atvinnubóta. Það mun láta nærri, að það svari til þess að ríkissjóður legði fram 500 þús. krónur til atvinnubóta i Reykja- vik á einu ári. Hvers v'egna láta socialistar í bæjarstjórn Reykja- víkur sér lynda, að Reykjavík- urbær fái helmingi minna en Seyðisfjörður, i hlutfalli við ibúatölu, af atvinnubótafé ríkissjóðs? Hvers vegna heimta þeir ekki, að ríksstjórnin geri verkalýðnum i Reykjavík jafn- hátt undir höfði i þessu efni eins og verkalýðnum á Seyðis- firði? Þeir krefjast þess af bæjar- stjórn Reykjavíkur, að hún beiti sér fyrir „aukningu“ arð- bærrar atvinnu í bænum. Þeir bera ár eftir ár fram tillögur i bæjarsljórn um að bærinn kaupi togara og geri þá út. En hvers vegna beina þeir ekki slikum kröfum til ríkisstjórnarinnar? Þeir þykjast liafa gert skyldu sína í þessum efnum, með því að skipa fiskimálanefndina og fá lienni til umráða einnar miljón króna fúlgu af ríkisfé. En að hvaða gagni hefir þessi miljón komið atvinnuvegum landsmanna eða alvinnulausum verkalýð víðsvegar um landið? Það er nú talið, að þessi mil- jón fiskimálanefndarinnar muni þegar uppétin. En til hvers hefir henni þá verið varið Þegar um það er spurt, þá hafa socialistar ekkert annað aðwísa á en liarðfiskinn. En samkvæmt skýrslu atvinnu- málaráðherra, í útvarpsræðu hans á dögunum, nemur alt andvirði harðfisksframleiðsl- unnár í landinu i tvö ár, ekki einu sinni hálfri miljón. Hún hefir því orðið dýr ríkissjóði þessi framleiðsla, ef hún hefir lcostað hann verulegan hluta af þessari miljón, sem fiskimála- nefndin fékk til umráða. En nú er þessi miljón búin, hvað sem af henni hefir orðið. Og ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir standa ráðþrota uppi. Atvinnuleysið, sem þeir ætluðu að bæta úr og afncma með öllu, hefir aldrei verið meira en nú, að því er þeir sjálfir segja. Og nú er það ein- asta fangaráð þeirra, að skora á bæjarstjórn Reykjavíkur, að taka að sér að leysa af hendi það hlutverk, sem þeir liafa sjálfir gefist upp við. Aðgerðalausir eru þeir þó ekki með öllu, þó að þeir hafi gefist upp við það að auka at- * vinnuna í landinu. Þeir hafa fundið sér annað verkefni, sem þeir hyggjast að ráða betur við. Og í stað þess að auka atvinnu verkalýðsins, virðast þeir nú leggja alt kapp á að svifta liann þeim atvinnumöguleikum, sem liann hefir haft. Á sama tíma sem socalistar eru að skora á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn að beita sér fyrir „aukningu arðbærrar atvinnu“, kaupa tog- ara og stofna til bæjarútgerðar, þá róa þeix öllum árum að því að leggja stærsta atvinnufyrir- tækið í bænum í rústir. Svona er allur þeirra ferill. En þó er verst að hafa rang- láta ríkisstjórn. ERLEND VlÐSJÁ. Floíar stórveldanna. Þann 31. des. síSastl. útrunnu tveir flotamálasamningar, er stór- veldin höfðu gert með sér. Þá áttu eftirtöld 5 ríki svo stóra flota, sem nú skal greina. BRETAR áttu 203 herskip, að stærð 411.175 tonn. í smíðum eiga þeir 78 skip, tonnafjöldi 332.735. Þ. á m. eru tvo orustuskip, hvort 35 þús. smálestir að stærð. Smíði annara tveggja orustuskipa af sömu stærð, verður hafin í aprílmánuði. Ætla Bretar að verja 935 milj. doll- ara til nýrra herskipasmíða á skömmum tíma. BANDARÍKIN áttu 307 her- skip, 1.070.475 smálestir að stærð. Á síðasta ári áttu þeir í smíðum 95 skip, að stærð 288.215 smálestir. Þau ætla einnig að smíða tvö or- ustuskip (35 þús. smál.) og á hvort þeirra að kosta 50 milj. dollara! JAPANAR eiga 200 herskip, að stærð samtals 735. 978 smálestir. Þeir eiga 31 skip (90.194 smál.) í smíðum. Á fjárlögum fyrir 1937 —38 er veitt 194)4 milj. dollara til flotans, og af því fer tæpur helm- ingur í nýjar skipasmíðar. Búist er við, að Japanar láti smíða or- ustuskip, er verði stærri, en þau er Bretland og U.S.A. eiga í smíðum. FRAKKAR eiga 173 herskip, sem eru samtals að stærð 546.178 smálestir, og eru að smíða 46 skip, 246.908 smál. að stærð. Við venju- leg fjárframlög til herskipasmíða ætla þeir að bæta 572 milj. doll- ara, til þess m. a. að smíða fimm 35 þús. smál. orustuskip og tíu 10 þús. tonna beitiskip. ÍTALÍA á 307 skip, að st®rð 1.222.164 smál. Auk þess eiga ítal- ir í smíðum 34 skip, að stærð 195.- 366 smál., þ. á m. tvö 35 þús. smál. orustuskip. Jafnframt hafa þeir í hyggju að bæta við einu eða tveim 35 þús. smál skipum. ÞÝSKALAND á, enn sem kom- ið er, minstan skipakost. En eftir að þeir náðu samkomulagi við Breta um flotamál, hafa þeir hafist handa á ný. Um áramót áttu þeir fullsmíðuð 59 skip, sem námu 128.- 382 smál. að stærð. Nú eiga þeir í smíðum 38 skip, og nemur smálesta- tala þeirra 195.366. Meðal þeirra skipa eru tvö orustuskip (35 þús. smál.), tvö flugvélaskip (hvort 20.000 smál.), þrjú beitiskip, 4 tundurspillar, 12 torpedóbátar og 14 kafbátar. Ef raudlidar sigra á Spáni — segir Franco, verdur öll álfau kommúnismanam að bráð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Avila er síniað, að Franco hafi veitt viðtal blaðamanni frá blaðinu Diaro Vasco í San Sebast- ian. 1 viðtali þessu segir Franco, að það væri hægð- arleikur að taka Madrid herskildi, ef uppreistar- menn léti þa& sig engu skifta, að borgin væri lögð í rústir. Franco sagði, að útlendingarnir í her upp- reistarmanna væri í raun og veru allir sjálfboðaliðar, þ. e. þeir hefði allir gengið í lið með uppreistarmönn- um af frjálsum vilja. En svo væri ekki um þá útlend- inga, sem væri í stjórnar- hernum, því að í honum væri heilar rússneskar her- deildir, sem sendar hefði verið þangað til þess að rót- l’esta kommúnismann á Spáni. Franco fullyrti, að ef kommúnisminn næði að festa rætur á Spáni, mundi öll álfan verða kommún- ismanum að bráð — og því næst mundi kommúnism- inn sigra um allan heim. — (Unitéd Press): Áhlaupid á Malaga. Uppreistarmenn sækja tram til Para en kepskipaflota þeippa stökt á fiötta. FRANCO. VerBfelling krónunnar. Kaupmannaliöfn, 3. febr. - FÚ. (Einkaskeyti). Kaupmannahafnarblöðin flytja i dag yfirlýsingu frá ís- lenska sendiráðinu í Kaup- mannahöfn í tilefni af orðrómi þeim, sem gengið hefir i ýms- um Norðurlandablöðum um það, að íslenska stjórnin hefði i hyggju að leggja fyrir Alþingi frumvarp um gengislækkun is- lenskrar krónu. Sendiráðið lýsir því yfir fyrir liönd stjórnarinn- ar, að slíkur orðrómur um gengisfellingu á íslenskri krónu liafi ekki við neitt að styðjast. I sambandi við þessa fregn og þann hluta liennar, að lillagan um verðfellingu krónunnar væri upprunalega fram komin að tillilutun nefndar sem sænski liagfræðingurinn Lundberg liefði verið formaður í, upplýsa blöðin það, að nefnd sem liafði atvinnumál Islands til athugun- ar, hafi árið 1935 ráðfært sig við Lundberg um ýms hag- fræðileg atriði, en áð Lundberg. liafi aldrei verið meðlimur nefndarinnar og því siður for- maður, og að þessi nefnd hafi aldrei komið fram með neina tillögu um verðfellingu krón- unnar. London í morgun. Áhlaup það hið mikla, sem United Press símaði öllum fréttasamböndum sínum fyrir nokkurum dögum, að hefjast myndi í yfirstandandi viku, byrjaði í gær í dagrenning. Um úrslit bardaganna, sem héldu áfram allan daginn, verður eigi með fullri vissu sagt að svo stöddu. Það er kunnugt, að herskip uppreistarmanna, en þeir höfðu safnað öllum þeim herskipum, sem þeir áttu þar syðra, til þátttöku í áhlaupinu, hófu skothríð á ýmsa staði á strand- lengjunni fyrir sunnan Malaga, en þegar flokkur árásarflug- véla stjórnarinnar kom og flaug yfir flota uppreistarmanna og byrjaði að kosta niður sprengikúlum, lagði flotinn á flótta. Það er eigi kunnugt að stjórnarliðinu hafi tekst að sökkva neinu herskipanna. Fluglið stjórnarinnar hafði sig talsvert í frammi í áhlaup- inu, sem gert var á landi, og með talsverðum árangri að því er virðist. Sækir fótgöngulið uppreistarmanna fram til Para. — (United Press). Fiotafomngi upps*eistai?- manna skorap á sjóliðsmenn stj ópuapiimap aö gefast upp. floiii ylir saiorskaitssuæðiO Frá leidangpi Lars Christensens, ----- , London í morgun. . Frá Avila er símað, að samkvæmt útvarpsfregnum frá Salamanca hafi flotamálaráðherra uppreistarmanna, Cervera aðmíráll, hvatt alla sjóliða, sem fylgja stjórninni að málum, að ganga í lið með uppreistarmönnum og sigla skipum sínum til hafna þeirra. Lofaði Cervera sjóliðsmönnunum uppgjöf saka, ef þeir gæfist upp, og klykti út með því, að ef þeir gerði það mundi það hafa þau áhrif, að styrjöldin yrði fyr til lykta leidd en ella. (United Press). EINKASKEYTI TIL VlSIS. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Aukakosning hefir fram farið í Saint Pancras kjör- dæmi í London, vegna þess, að þingmaður kjördæmis- ins, sem er íhaldsmaður, Sir Ian Fraser, sagði af sér þingmensku, sökum þess, að hann hefir verið skipað- ur forstjóri breska útvarps- ins (British Broadcasting Corporation). — íhalds- menn héldu kjördæminu. Urðu úrslit aukakosningar- innar þau, að framb jóðandi íhaldsflokksins, Grant Hy- phen Ferris hlaut 11.744 atkvæði, en frambjóðandi socialista, Tibbles að nafni, hlaut 11.676 atkvæði. (Uni- ted Press). I sambandi við þessa fregn má geta þess, að ýms ensk blöð hafa nýlega ráð- ist allhvatskeytlega að stjórn breska útvarpsins, fyrir að þola það, að það væri notað til grímuklæddr- ar rauðrar áróðursstarf- semi. Daily Mail t. d. hefir kallað B. B. C. „rauða út- varpið“ (RedRadio) ogvítt harðlega rauða áróðurs- starfsemi (red.propaganda) útvarpsins. Hafa fleiri blöð tekið í sama streng og þeim borist f jöldi bréfa frá les- endum sínum, sem kref jast algerlega hlutlauss útvarps. (United Press). Oslo í dag. Norsk Telegrambyraa hefir fengið skeyli frá Lars Christen- sen. Er það sent frá leiðang- nrsskipinu Tborshavn og er á þessa leið: Widerö tilkynnir 31. janúar, að hvalveiðabáturinn bafi komið i auðan sjó milli Enderby-lands og Kemp-lands (66.16 gr. s. og 57.50 au.) og þaðan liafi flugvélin liafið sig til flugs. Svo leit út, sem þarna væri land skamt frá, en er flug- vélin var komin upp, sáu flug- mennirnir, að það, sem þeir höfðr haldið að væri land, var eindæma stór borgarisjaki. Landið, sem þeir hugðu sig vera i námunda við, lá 50 kilóm. lengra til suðurs og vesturs en segir á kortinu. — Stefna var nú tekin beint yfir Franmes- fjöllin og var flogið lengi yfir slórt íshellusvæði og því næst yfir jökla og fjallgarða. Margir stórir jöklar og fjallgarðar sá- ust, sumir fjallgarðanna voru snævi þaktir, en aðrir ekki. Leiðangurinn leiddi ennfremur í Ijós, að á allri strandlengju Kempslands eru lág fjöll, sem Edes teknr sér livíld. EINKASKEYTI TI'L VlSIS. London í morgun. Anthony Eden utanríkismála- ráðherra er í þann veginn að leggja af stað til hálfs mánaðar hvíldar í Suður-Frakklandi seg- ir í tilkynningu, sem birt var'í ,gaér. Samkvæmt henni var ráð- gert, áð Eden legði af stað frá London á morgun (laugardag) og Halifax lávarður gegndi störfum utanríkismálaráðherra í fjarveru hans. Anthony Eden hafði ætlað að taka sér hvíld fyrir nokkuru, en varð að fresta því, þar sem hugsast jgat, að stjórnmálahorfurnar breyttist þannig eftir ræðu þá, sem Hitl- er Þýskalandskanslari flutti 30. janúar, að óráðlegt væri fyrir Eden að vera svo lengi að heim- an. (United Press). ná alveg i sjó fram. Ennfrem- ur, að undir Framnesfjöllunum var fjöldi voga og eyjar marg- ar og milli þeirra auður sjór, en íshellusvæði, er lengra kom út alla leiðina sem flogið var meðfram landinu. Flugið stóð yfir í fjórar klukkustundir og var flogið 800 kílómetra. Thors- liavn fer alt af i liumáttina á eftir hvalbátnum, og er stöðugt loftskeytasamband við flugvél- ina. (NRP—FB). Viöskíf'ta— samvinna, Enn um samvinnu „Osló-ríkjanna“. Kaupmannahöfn, 4. febr. - FÚ. (Einkaskeyti). Dr. Munch, utanríkisráðherra Dana boðaði í dag blaðamenn á fund sinn, þ. á. m. fréttarilara Ríkisútvarpsins. Hann sagði við blaðamennina, að þess mætti vænta, að fyrir tilhlutun liollenska forsætisráðherrans inyndi brátt verða efnt lil ráð- stefnu milli fulltrúa frá Norð- urlöndum og Hollands og Belg- íu til þess að efla samvinnu þessara landa og færa hana á hagnýtari grundvöll. Hann sagði, að ekki mætti vænla þess, að náðstefna þessi bæri sam- stundis augsýnilegan árangur. Á þessari ráðstefnu kvað liann einnig mundi verða hafinn und- irbúning að því, að verlca á stjórnir annara rikja í því skyni að gera- viðskifti þjóðanna greiðari og meiri. Kaupmannahöfn, 3. febr. - FÚ. (Einkaskeyti). Viðskiftasamvinna Norðurlanda Cliristmas Möller, formaður danska íhaldsflokksins, hefir komið fram með tillögu um það, að fulltrúar frá stjórnum Norð- urlandanna, þingum þeirra og þjóðbönkum, komi saman á ráðstefnu innan skamms, til þess að ræða um að gera tillög- ur um viðskiftasamvinnu Norð- urlandanna. Tillögu þessari lief- ir verið vel tekið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.