Vísir - 05.02.1937, Síða 3
VÍSIR
FRÁ BÆJARSTJÓRNARFUNDI í GÆR.
Á fundi bæjarstjómar í gær
héldu bæjarfulltrúar „samfylk-
ingarinnar“ uppi alllöngum en
gagnslitlum umræðum um at-
vinnuleysið i bænum. Tóku þeir
5 til máls og töluðu sig allir
„dauða“. Einar Olgeirsson reið
á vaðið. Hóf hann máls á því,
að nú væri skráðir fleiri at-
vinnuleysingjar í bænum en
nokkuru sinni áður, og kvað
ekki við svo búið mega standa,
og eitthvað yrði að taka til
bragðs til þess að bæta úr
þessu. Talaði Einar liátt, að
vanda, en liátt var þó eklci risið
á úrræðum lians. Gerði hann
það að tillögu sinni, að bæjar-
stjórnin kveddi á fund með sér
alla formenn verklýðsfélaganna
í bænum til slcrafs og ráðagerða
um þetta. t
Upsa og sardínuveiðar.
Næstur Einari tók Ólafur
Friðrilvsson til máls og flutti
ræðu um sardínuveiðar. Jón
Axel flutti tillögu um að skora
á bæjarráð að taka til alvarlegr-
ar athugunar, livort ekki mundi
tiltækilegt að bæjarstjórn hlut-
aðist til um að farið væri að
gera út á ufsaveiðar, en gaf sar-
dínum Ólafs engan gaum.
Borgarstjóri vakti athygli til-
lögumanna á því, að rikisstjórn-
in hefði skipað sérstaka nefnd,
fiskimálanefnd, til þess að hafa
forgöngu um slílca nýbreytni í
atvinnurekstrinum, og hefði
nefndin fengið allmikið fé til
umráða í því skyni, en bæjar-
stjórn hefði engin tök á að beita
sér fyrir slíkum framlcvæmdum
því að mjög væri nú þrengt að
möguleikum hennar til fjáröfl-
unar. Bar hann síðan fram dag-
skrártillögu þess efnis, að til-
lögu Jóns Axels skyldi vísað
frá með þeim rökstuðningi, að
með henni væri seilst inn á
verksvið fiskimálanefndar. —
Afnám atvinnuleysisins. —
Bjarni Benediktsson bar fram
dagskrártillögu um frávísun á
tillögum Einars Olgeirssonar,
og var tillaga Bjarna á þessa
leið: ,
„Þar sem stuðningsflokkar
rikisstjórnarinnar liafa þegar
lofað að afnema atvinnuleysið
i landinu og rikisstj. liefir skip-
að sérstaka nefnd (,,Rauðku“)
til að ráða bót á því, þó að að-
gerðir hennar séu ekki enn þá
kunnar, en bæjarstjórnin liefir
ekki vald til að taka málið úr
höndum ríkisstjórnarinnar, tel-
ur bæjarstjórnin ekki ástæðu til
að taka afstöðu til framkom-
inna íillagna frá Einari Olgeirs-
syni og tekur fyrir næsta mál
á dagskrá“.
Tók nú „samfylkingin“ mjög
að færast í aukana, er henni
fanst lítið gert úr aðgerðum
ríkisstjórnarinnar, og tóku bæj-
arfulltrúar socialista að telja
upp afrelc hennar er að því mið-
uðu að bæta úr atvinnuleysinu.
Lof haftanna.
M. a. töldu þeir, að hin rnikla
aukning iðnaðarins í landinu
væri algerlega ríkisstjórninni
að þakka. Hér liefði risið upp
ýmiskonar iðnaður i skjóli inn-
flutningsliaftanna, og væri ó-
liugsandi, að hann gæti þrifist,
ef innflutningsliöftunum væri
aflétt og leyft að flytja inn
miklu ódýrari erlendar vörur.
Dásömuðu þeir mjög þá „hjálp“
sem ríkisstjórnin hefði þannig
veitt aðþrengdum verkalýð
landsins: Einar Olgeirsson kvað
tillögu Bjarna Benediktssonar
sönnun þess, að bæjarstjórnin,
eða meirililuti liennar, hefði al-
gerlega gefist upp við það að
liafa nokkur afskifti af atvinnu-
leysinu í bænum, og bar fram
tillögu þess efnis, að ef dag-
skrártillaga Bjarna yrði sam-
þykt, ákvæði bæjarstjórnin að
„segja af sér og láta fara fram
nýj ar bæj ars t j órnarkosningar
nú þegar“.
Síðasti þáttur.
Bjarni Benediktsson bar þá
fram aðra dagskrárlillögu, um
að vísa þessari tillögu E. O. frá,
og var sú tillaga Bjarna á þessa
leið:
„Bæjarstjórnin visar tillögu
Einars Olgeirssonar frá sem
fjarstæðu, þvi að rökstudda
dagskráin hvíldi einmitt á þeirri
staðreynd, að sjálfstæðismenn
geta ekki komið fram þeim úr-
ræðum, sem þeir liafa margbent
á, til að ráða bót á atvinnu-
málum þjóðarinnar nema þeir
fái meirihluta á Alþingi, og lægi
því nær fyrir bæjarstjómina, ef
það þætti við eiga að skora á
alþingismenn stjórnarflokk-
anna að segja af sér, lieldur en
að hún sjálf leggi niður völd,
þar sem stjórnarflokkarnir á
lunn bóginn' geta, þrátt fyrir
minni bluta sinn i bæjarstjórn,
komið fram öllum sínum „úr-
ræðum“ með ]iví að beita meiri-
hluta valdi sínu á Alþingi, og
verða þvi hinar sifeldu kröfur
þeirra í þessum efnum á liend-
ur bæjarstjórn, ekki skildar
öðru vísi en sem alger uppgjöf
þeirra á þvi verkefni, sem þeir
liafa tekið að sér“.
Þegar hér var komið, tók
heldur að „draga af“ sainfylk-
ingarmönnunum, og lauk þess-
um umræðum skyndilega. En
dagskrártillögur þeirra borgar-
síjóra og Bjarna Ben. voru
samþyktar. Komu tillögur sam-
fylkingarinnar því ekki til at-
kvæða, og lét liún við svo búið
„tjaldið falla“ fyrir þessari
leiksýningu sinni, sem staðið
hafði yfir í þrjá og hálfa
klukkustund.
Lfigreglan og Iannakjör
hannar.
Á fundinum var samþykt að
setja menn til eins árs í lög-
regluþjónsstöður þær, 18 tals-
ins, sém ríkisstjórnin hefir á-
kveðið að stofna til viðbótar
lögregluliði bæjarins, auk þeirra
tveggja, sem skipað var í á síð-
asta fundi. Fór síðan fram at-
kvæðagreiðsla um þá menn,
sem lögreglustjóri hafði lagt til
að settir vrðu í stöðurnar, og
voru þeir allir samþyktir, hver
í sínu lagi, með mismunandi at-
kvæðafjölda.
Borgarstjóri bar fram tillögu
um að bæta nokkuð launakjör
lögregluliðsins, • vegna þess að
gert er ráð fyrir, að af fjölgun-
inni leiði það, að niður falli að
mestu aukaþjónusta sú, sem
lögregluþjónar liafa gegnt
að undanförnu, og haft nokkr-
ura tekjuuppbót af. Var í þessu
skyni skv. tillögu bórgarstjóra
ákveðið að flytja lögregluþjón-
ana upp um einn launaflokk i
launasamþykt bæjarins, enda
fái þeir framvegis enga auka-
borgun fyrir aukaþjónustu, sem
þeir kunna að verða að inna af
hendi, eftir þvi sem þörf kref-
ur.
Kosnlngar fastra nefoda
og starfsmanna bæjar-
stjórnar.
höfðu farið fram áður en þess-
ar umræður hófust. Forsetar og
skrifarar voru kosnir þeir sömu
og áður liöfðu verið. Á skipun
nefnda urðu engar breytingar
af hálfu sjálfstæðismanna, en
socialistar skiftu um mann í
byggingarnefnd og í stjórn
Sjúkrasamlagsins. Kusu þeir
Guðm. Ó. Guðmundsson Dags-
brúnarformann í stjórn Sjúkra-
samlagsins í stað Guðgeirs Jóns-
sonar, sem áður hafði átt sæti
i stjórn gamla samlagsins. En í
fyrra áfeldust þeir sjálfstæðis-
menn mjög fyrir það að kjósa
„nýja“ menn i samlagsstjórn-
ina. Vafasamt mun þó talið að
þeir liafi nú sjálfir breytt um til
bóta, með því að liafna Guð-
geiri.
Djaldeyrir kauplélaoanna
Nýja Dagblaðið heldur því
fram í gær, í sambandi við
hin mjög umræddu fiskkaup
Kaupfélags Eyfirðinga, að
það félag, eins og önnur sam-
bandsfélög, afhendi S. I. F.
allan fisk sinn og fái aldrei
eyri af þeim gjaldeyri sem
inn kemur fyrir fiskinn.
Þetta er ekki rétt. Það er
vitanlegt að Sambandið og fé-
lög þess selja blautfisk í stór-
um stíl til Danmerkur og
Englands án milligöngu S. I.
F. og hirða sjálf þann gjald-
eyri sem inn kemur. Einnig
er kunnugt, að Sambandið
hefir keypt hér mikið af
harðfiski, fyrir stórar fjár-
hæðir, og vita menn ekki til
að sá gjaldeyrir hafi komið
til bankanna.
Það hlýtur að verða krafa
þjóðarinnar að lögin nái jafnt
yfir alla — gjaldeyrislögin
jafnt sem önnur lög. For-
maður gjaldeyris- og inn-
flutningsnefndar segir í dag
í N. Dbl. að kaupfélögin séu
háð fyrirmælum nefndarinn-
ar sem aðrir innflytjendur.
Hver eru fyrirmæli nefndar-
innar? Þau eru að kaupfélög-
in megi sjálf ráða yfir gjald-
eyri sínum. Svona eru heil-
indin. Það er ekki gott að
hafa rangláta ríkisstjórn.
Sænskt skip hverfur.
Osló, 3. febrúar.
Sænska eimskipið P. L.
Paahlson sendi frá sér neyðar-
merki í gær siðdegis. Var skipið
þá 15 sjómílur frá Hanstholm-
en. Slýrisútbúnaður skipsins
hafði bilað. Björgunarbáturinn
Harald var sendur til hjálpar
og kom á staðinn þar sem skip-
ið var i gær, snemma i morgun,
cn fann það ekki. — Haráfd
heldur áfram leitinni.
(NRP. - FB.).
Utan af landi.
Vopnafirði, 4. febr. FÚ.
Lungnaveiki í sauðfé í
Vopnafirði.
Á tveim bæjum i Vopnafirði
hefir allverulega borið á lungna-
veiki í sauðfé undanfarnar vik-
ur. Á Vindfelli liafa drepist 12
kindur og í Krossavík 13 —
fleslar í mánuðinum, sem leið.
I Vopnafirði liefir tiðarfar lengi
verið óstilt, en þó óvenjulega
snjólétt sem af er vetri. Hross
ganga flest úti og sauðfé er lítið
gefið.
Eskifirði, 4. febr. FÚ.
Eskifjarðarpilturinn, sem varð
fyrir skotsári, á batavegi.
Pilturinn, Einar Sigurjóns-
son, i Eskifirði, er særðist geig-
vænlegu skotsári fyrir ofan
liægra auga, síðastliðinn föstu-
dag, er nú að dómi læknis lal-
inn úr allri liættu og líður hon-
um vel.
Almenn tíðindi.
Bleyluhríð liefir verið á Eski-
firði undanfarna daga og al-
gjört liagbann þar um slóðir.
Heybirgðir eru almennt nægar
enda einmunatið og bliðviðri
allan siðastliðinn mánuð. Síld-
veiði hefir verið i net undan-
farið, en er nú þverrandi.
Strandasýslu, 4. febr. FÚ.
Áskorun til ríkisstjórnarinnar
um varnir gegn borgfirsku
sýkinni.
Á hreppsfundi Bæjarhrepps í
Strandasýslu 9. þ. m. var lýst
yfir því, að fundurinn treysti
ríkisvaldinu til þess að gera alt,
sem unt verði að gera, til varn-
arborgfirskusauðfjársýkinni m.
a. með girðingum um ósýkt
svæði og sérgirðingum um vafa-
söm svæði. Fundurinn lagði og
til: Að girðing verði lögð úr
Hvammsfirði í Hrútafjörð inn-
anverðan og að heilsufar sauð-
fjár í Bæjarhreppi verði rann-
sakað i vor af sérfróðum manni.
Rússlands rauðu goð.
Eftir Harry J. Greenwall.
Hver eru liin rauðu göð Rúss-
lands? Ifver álirif inunu þau
liafa á framtið þeirra þjóða,
sem byggja lönd Rússa? Hver
álirif munu þau hafa, þegar tek-
in verður hin örlagaríka á-
kvörðun um frið eða styrjöld?
Sovét-Rússland verður tuttugu
ára haustið 1937. Ný goð eru
dýrkuð. Sum liin gömlu hafa
verið tekin og kastað burtu, en
ekki öllum. Undanfarna tvo ára-
tugi hefir Rússland verið land
leyndardómanna. Það er það
ennþá.
Eg ætla fyrst að taka til at-
liugunar mjög dularfulla sann-
reynd, eina af mörgum dular-
fullum sannreyndum, sem
snerta mikilvæg mál. Það, sem
liér um ræðir, kemur við rúss-
neska flotanum. Öll farþegaskip
sem koma til Leningrad, fá kaf-
bát sér til leiðbeiningar, vitan-
lega rússneskan kafbát. Eg
heyrði háðfugl nokkurn segja,
að ef Rússar ætti fleiri kafbáta
en einn, þá mundu fleiri lcafbát-
ar verða notaðir til þess að
fylgja skipum, sem koma frá
Evrópu inn á höfnina í Lenin-
grad. Á þeim grundvelli, að alt
sé satt, sem sagt sé um Rúss-
land, má ununælin um rúss-
neska kafbátinn kannske til
sanns vegar færa, en ef málið
er tekið til rökréttrar atliugun-
ar komast menn að þeirri nið-
urstöðu, að það geti eins verið
svo, að Rússar eigi mesta káf-
bátaflota í heimi. Á engu, sem
gert hefir verið á síðari tímum,
hefi eg furðað mig meira en
breslc-rússneska flotasamkomu-
laginu. Eg geri ráð fyrir, að
flotamála - upplýsingastarfsemin
breska viti alt, sem Bretar telja
sig þurfa að vita um rússneska
flotann, og rússneska flotamála-
upplýsingastarfsemin alt, sem
hún telur sig þurfa að vita um
breska flotann. En eitt verður
að taka fram, að það er meiri
leyndarbragur yfir rússnesku
flotastöðinni í Kronstadt en
nokkurri annari flotastöð í
lieiminum. Þeir, sem hafa séð
kvikmyndina „Þessir sjóliðs-
nienn1 frá Kronstadt“ muna eft-
ir því, að þetta var fyrirtaks
áróðursmynd, en nú er engum
leyft að fara í lieimsóknir til
Kronstadt og litast þar um.
Kronstadt er aðeins í fárra
mílna fjarlægð frá Leningrad,
sem eitt sinn var höfuðborg
Rú'sslands, bygð af Pétri mikla,
og kölluð „glugginn sem veit að
Evrópu“. Nú er þessi höfuðborg
sem eitt sinn var, rúin förnri
frægð og ekki mikilvægari en
margar aðrar borgir Rússlands,
en þeir, sem vilja ferðast frá
Kronstadt til Leningrad verða
að liafa gildar ástæður, til þess
að fá fararleyfi, og yfirleitt er
sírangt eftirlit með broltför
þeirra og lieimför elcki síður.
Og frá því rauðliðar komust til
valda hefir engum útlendingi
verið leyft að koma til Kron-
stadt. ,
Eg liefi verið spurður um
það, hvort Rússar hyggi á ófrið
og búi sig undir hann. Aðrir
spyrja um hvort Rússar hyggi
til landvinninga, og ef til styrj-
aldar kæmi, hvernig eg ætli, að
Rússurn mundi vegna. En aðrir
spyrja um mann- og fjárafla
VOROSHILOV,
yfirhershöfðingi Rauða hersins,
næstæðsta „goð“ kommúnista.
Rússa, hve mikið þeir eigi af
fallbyssum, flugvélum og þar
fram eftir götunum. Þegar til
þess kemur að svara þessum
spurningum og öðrum þvi um
líku tel eg besta svarið, að lýsa
liinum rauðu goðum Rússlands,
IÍALININ,
forseti rússnesku ráðstjórnar-
ríkjanna.
persónuleika þeirra, hverju þeir
liafa til vegar komið, hvert þeir
síefna.
Við skulum byrja á mannin-
um, sem er þar efstur á blaði.
Manninum, sem heimurinn
þekkir sem Josef Stalin. Hvem-
ig náði þessi einræðisherra, sem
hefir i höndum ’sér líf og örlög
170 milj. rússneskra þegna, er
búa i löndum, sem eru mörg-
um sinnum stærri en sameinaða
breska konungsrikið, völdunum
i sínar liendur?
Stalin heitir réttu nafni Josef
Vissarionovitch Stalin-Dzugas-
livili. Ifann er um fimtíu og sex
ára að aldri og er fæddur i skó-
smiðskofa og óx upp meðal
betlaralýðs í Tiflis i Georgia.
Faðir lians vildi að hann yrði
prestur og kom honum í skóla,
cn honum var vikið úr lionum,
er liann fór að láta í ljós bylt-
ingarskoðanir (1898). Sex
sinnum var liann handtekinn
og sendur til Sibiríu. Finnn
sinnum komst liann undan á
flótta og var aklrei nema einn
eða tvo mánuði 1 fangelsi í einu.
Lögregla Rússakeisara tók hann
ávalt faslan fyrir lítilfjörleg af-
brot, aldrei fyrir pólitiska starf-
semi, en í þá tíð — eins og enn
þann dag i dag i sumum lönd-
um — voru pólitískir áróðurs-
menn oft handteknir og búnar
til sakir á hendur þeim, þótt
lögreglan vildi koma þeim í
fangelsi einmitt vegna pólitiskr-
ar starfsemi þeirrg.
I útlegð sinni hafði Stalin
stöðugt samband við byltingar-
sinna. Hann var grunaður um
þátttöku i stjórnarbyltingarund-
irbúningi í Kaukasus 1907.
Komst upp um fyrirætlanir
stiórnbyltingarsinna og voru 50
menn drepnir. Sögusagnir hafa
gengið um, að Stalin hafi eitt
sinn tekið þátt í bankaráni —
peningunum átti að hafa verið
varið til þess að vinna að áform-
um byltingarsinna — en neitt
um þetta liefir aldrei sannast.
Stalin kom til Pétursborgar
daginn eftir að mars-uppreistin
braust út. Varð liann athafna-
samastur allra stuðningsmanna
Lenins. Þegar Trotski ferðaðist
um Rússland .til þess að halda
ræður var Stalin við hlið Len-
ins og gætti álirifa lians mikið..
í Rússlandi ganga sögur um, að.
Stalin og Trotski hafi alt af lagt
fæð livor á annan. Það er sagt
af andstæðingum Stalins að
Iiann liati Trotski af því að
liann sé Gyðingur, en Stalin er
óvinveittur Gyðingum. Önnur
saga er til um það, að er Trotski
var yfir rauða liernum og barð-
ist við Kolschak og her hans,
sem naut sluðnings frá Bretum
og Frökkum, hafi Stalin verið
neitað um inngönguleyfi í tjald
Trotski, en hann hafi hrundið
verðinum til hliðar og vaðið
inn. Þessar sögur og aðrar eru
sagðar innan luktra dvra af
sama fólkinu, sem heldur því
fram, að Stalin sé ekki Rússi,
lieldur Georgiumaður, sem væri
svipað og að segja um mann,
að hann væri ekki Englending-
ur heldur Wales-búi. Og þessir
menn segja, að Stalin geti ekki
talað , rússnesku. Sögurnar,
livort sem þær eru sannar eða
ekki, eru á þessa leið, en hitt
verður ekki um deilt, að það
varð ekki fyrr en i maí árið
1927, sem Stalin varð meðlimur
lcommúnistaflokksins rúss-
neska.
Frh.