Vísir - 24.02.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 24.02.1937, Blaðsíða 3
VlSIR Gálna-fjárlögin. Stjórnarflokkarnir hafa val- ið auðveldustu leiðina til þess að reka þjóðarbúið enn um stund, meðan þeir eru við völd. Þeir hafa valið þá leið, sem ráðlausar ríkisstjórnir á öllum tímum hafa farið til þess að halda hinu dæmda stjórnar- fleyi sínu á floti. En það er að halda við eyðslunni með því að auka skattana ár frá ári. Hin sama afsökun hefir jafn- an kveðið við hjá slíkum rikis- stjórnum, að skattarnir eru þyngdir og tollarnir auknir til blessunar fyrir fólkið í land- inu, til blessunar fyrir fólkið, sem á að standa undir álög- unum og taka afleiðingum ó- stjórnarinnar, eyðslunnar og fáviskunnar. Ein stærsta bylt- ing veraldarsögunnar varð til vegna þessarar stefnu, sem var færð út í æsar. Fólkið var mergsogið með tollum og skött- um. Og þeir, sem gerðú það, lýstu því jafnan yfir, að það væri gert vegna velferðar al- mennings og af umhyggju fyr- ir þjóðinni. Stefna stjórnarinnar er und- anhaldsstefna. I stað þess að berjast við þau verkefni, sem núverandi erfiðleikatimar liafa skapað, liefir hún kosið að lileypa undan veðrinu og taka þann kostinn, sem auðveldast- ur var, að skatta landsfólkið meira og meira, til þess að standast hina sívaxandi eyðslu. En eyðsluna afsakar hún með því, að liún sé nauðsyn, til að halda uppi verklegum framkvæmdum og starfi í landinu. Slík stefna getur að- eins endað á einn veg, í öng- þveiti ráðþrots og vesældar. Vörn fjármálaráðherra fyrir hinum þyngstu fjárlögum, sem lögð hafa verið fram á Alþingi, er æði veigalitil, eins og við er að búast. Fjárlögin sem heild byggjast ekki á skynsam- legu viti. Þau byggjast á stefnu. Þau byggjast á þeirri óvitur- legu stefnu stjórnarflokkanna, að þegar illa árar, þá sé mest nauðsyn að eyða. En hverju er eytt? Þvi er auðsvarað. í eyslu- fjárlög stjómarinnar fer nú sparifé landsmanna, allur af- rakstur starfs þeirra og lífsafl framleiðslunnar. Það er því ekki að furða, þótt fjármálaráðherra notaði mikið af ræðutíma sínum í lof- söng um innflutningsliöftin. Það mál er nú notað í livert skifti, sem stjórnin þarf á lofi að lialda, enda telur liún fram- kvæmd þeirra og afleiðing,sína Hann þakkar stjórninni, að liún hafi frá því hún tók við völdum, lækkað innflutninginn um 9 milj. kr. og hækkað út- flutninginn um 3.5 milj. kr. Þetta má segja þeim, sem lít- ið þekkja til málanna. En hin- ir, sem eitthvað til þeirra vörum“ 2288 þús. kr. En af þeirri fjárhæð fer hróðurhlut- inn í tóbak og brennivín. Ekki er að furða, þótt honum finn- ist, „nauðsynjavaran“ sé ekki látin sitja á hakanum. Vísir hefir áður rætt allýtar- lega um fjárlögin og einstaka liði þeirra. Hér hefir því verið gerð að umtalsefni öfgastefna stjórnarinnar í fjármálunum, frekar en einstakir liðir fjár- laganna. í rauninni er ekkert aðalatriði, eins og nú er kom- ið, hvernig þeir eru. Þess geng- ur enginn dulinn, að slíkri fjár- málastefnu og þeirri, sem nú er ráðandi liér í opinberum rekstri, hlýtur að fylgja eyðsla, hlutdrægni og fáviska á marga lund. Það er því ekki einstak- ir liðir eða greiðslur, sem breyta þarf, heldur allri stefn- unni í fjármálunum. I stað þess að þyngja skattana, þarf að létta þá. f stað þess að auka tollana, þarf að draga úr þeim. f stað þess að gera svo úr garði skattkerfi landsins, að enginn rekstur eða framkvæmd fái safnað nauðsynlegum sjóðum, en alt jafnóðum tekið, þarf að útbúa skattkerfi, sem gefur Jlandsmönnum ]jj artsýni til framkvæmda og gleði til starfa. Nú liggur liin blinda fjár- málastefna vors reynslulausa fjármálaráðherra, eins og skuggi yfir þjóðinni. Vér þurf- um ekki stjórn, sem lýsir yfir því á Alþingi, að hennar aðal- stefna og áhugamál sé fram- lcvæmd dauðadæmdra og fá- víslegra innflutningshafta. Vér þurfum stjórn með fjármála- stefnu, sem geírir íabdismenn aftur að bjartsýnum og stax*fs- glöðurn framkvæmdarmönn- um. A. S. B. Félag afgreiðslustúlkna í brauS- búöum heldur opinn fund annaS kvöld í K. R.-húsinu uppi kl. Sagt verSur frá árangri af starfi félagsins og nýjurn tilraunum, sem verið er aö gera. Kór A. S. B. syngur nokkur lög. Þess er vænst, að félagsstúlkur fjölmenni á fund- inn, þar sem u.m mikilvæg mál stéttarinnar er að ræöa. Stúlkur í brauöa- og mjólkurbúöum eru boSnar á fundinn. Kvennakór Framsóknar. Æfing í kvöld kl. 9 í pósthús- inu, efstu hæö. Gengið inn frá Austurstræti. Aflasala. Karlsefni seldi 1450 vættir í Grimsby í gær fyrir 980 stpd. og Rán 1148 vættir fyrir 769 stpd. HINN REYNSLULAUSI FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA LANDSINS LEGGUR FYRIR ÞING- IÐ FJÁRLÖG, SEM MUNU MERGSJÚGA ATVINNUVEGI ÞJÓÐARINNAR OG GJALDÞOL FÓLKSINS. sterkustu stoð og mestu sæmd. Enda segir fjármálaráðherr- ann, að innflutningshöftin myndi aðalgrundvöll þeirrar stjórnmálastefnu, sem núver- andi ríkisstjórn hefir fylgt frá því hún tók við völdum. Menn vissu það fyr, að stefna núver- andi stjórnarflokka var æði auðvirðileg, en því mundu ekki allir lxafa trúað að óreyndu, að svo ólífræn, blind og dauða- dæmd stefna senx innflutnings- höftin, væri þeirra aðal stefnu- og baráttumál. En um það verður nú ekki vilst, þegar fjármálaráðherra liefir fundið hvöt hjá sér til að gefa sérstaka yfirlýsingu um þetta á Alþingi. Svo sem við er að búast um nxál eins og innflutningshöftin, eins og franxkvæmd þeirra hef- ir verið, þá stendur ráðherr- ann mjög liöllum fæti i vörn sinni fvrir gagnsenxi þeirra og vegsemd. Hann segir, að aðal- atriðið nxeð höftunum liafi ver- ið, „að standa i skilum út á við“. Þelta hefir nú ekki tek- ist betur en svo, að engir inn- flytjendur í þessu landi, nema samvinnufélögin, lxafa nokkra tryggingu fyrir að fá að gi*eiða vörur, sem þeir fá innflutnings- leyfi fyrir. Nú safna nxenn dag- lega skuldum i útlöndunx, vegna þess að gjaldeyris- og innflutningsbákn vors reynslu- lausa fjármálaráðlierra liefir ekki enn orðið þess megnugt, að sjá um að menn fái „að standa í skilum út á við“. Fyr- ir þetta velur hann samt sjálf- um sér lof. þekkja, vita að hvorki í'ikis- stjórn né gjaldeyrisnefnd hafa ráðið lxið minsta við innflutn- inginn. Vegna skipulagsleysis á störfunx nefndarinnar hefir úthlutun innflutningsins vaxið henni alveg yfir lxöfuð. Og með dæmafáu ranglæti og blygðun- ax*lausri hlutdrægni i úthlutun- inni liafa innflutningshöftin og framkvænxd þeirra verið gerð að mesta deiluefni i landinu. Svona er ástandið í aðalstefnu- nxáli stjórnarflokkanna. Ekki er fui’ða þótt fjármálaráðherra þykist liafa ástæðu til að mæla fram með sjálfum sér. Aukning útflutningsins getur varla aukið mikið lof stjórn- arinnar. Sú aukning stafar að mestu frá hinum nxikla við- slciftabata, sem orðið hefir í heinxinum undanfarin tvö ár. En sá bati hefir ekki náð hing- að til lands, svo sem við mætti búast og fáum vér lians ekki fyllilega notið fyr en viðskifti landsmanna eru laus úr hafta- viðjum þeim, sem þau eru nú feld í. Fjármálaráðhei’ra segir, að innflutningur á óþörfum vörunx eigi sér nú ekki stað. En hann forðast að geta þess, að hráefni í liinn svo kallaða óþarfa, er nú flutt inn í stói*- um stíl og það er mjög mikið vafamál, lívort þessi hráéfni eru ekki stundunx jafndýr og tilbúna varan keypt í útlönd- um. Hann segir ennfremur, að „innflutninghöftin hafi ekki komið niður á nauðsynjavör- um“. Þvi til sönnunar nefnir hann innflutning á „einkasölu- Tekst Frðkkom að bjarga Þjóðabandalaginn? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að viða tim lönd hafa ménn að nxestu mist traustið á Þjóðabandálaginu. Menn gera sér all-alment ekki neinar vonir unx það, a. nx. k. i ýmsunx lönd- um, að Þjóðabandalagið eigi fyrir sér að vaxa svo að áliti og áhrifum, að það geti konxi þvi til leiðar, að þjóðirnar nái alls- lierjar samkomulagi unx af- vopnun og varðveitslu friðarins. Reynsla undanfai’inna ára hefir sýnt, að Þjóðabandalagið liefir ekki verið þess megnugt að konxa í veg fyrir ágengni og yf- irgang voldugra þjóða. Það beitti sér ekki til þess að ltoma í veg fyrir yfirgang Japana á meginlandi Austur Asíu. Því tókst eklci að konxa í veg fyrir, að ítalir færi nxeð her manns inn 1 Abessiniu og legði nxikinn liluta landsins undir sig. Er þó Abessinia eitt Þjóðabandalags- rikjanna. Afskifti eða afskifta- leysi Þjóðabandalagsins af Spánarstyrjöldinni er öllum í fersku minni. Yafalaust er það Þjóðabandalaginu ómetanlegiu* hhekkir, að nokkurar voldug- ustu þjóðir heims standa utan þess, Bandaríkjamenn, Þjóð- verjar og Japanir. Og þátttaka ítala í störfum þess verður slöðugt minni. En þrátt fyrir það, að Þjóðabandalagið nýtur nú minn'a álits en áður og að það er áhrifaminna en nokkuru sinni gera ýmsir áhrifamiklir síuðingsnxenn þess með ýmsum þjóðum sér enn vonir um, að unt verði að efla það að áhrif- um. Og í Frakklandi og á Bret- landi er íiú komin upp „lireyf- ing“, senx fer í þá átt, að vinna að því, að Þjóðabandalagið verði öflug friðarins stofnun, eins og menn í upphafi gerðu sér vonir um. Þessir stuðnings- menn Þjóðabandalagsins eru sannfærðir um, að besta leiðin lil þess að varðvcita friðinn sé að endurlífga Þjóðabandalagið. Og þessir stuðningsmenn banda- lagsins gera sér Ijóst, að því er í rnörgu ábótavant, en þeir segja, að þar fyrir rnegi ekki leggja árar i hát. Þeir benda á það, að um leið og Þjóðabandalaginu hafi lmignað, hafi ástand og horfur í álfunni stöðugt farið versn- andi. Meðal þessara stuðnings- manna Þjóðabandalagsins eru ýmsir kunnustu stjórnmála- menn Frakklands og friðarvin- ir. Þeir hafa raunvei’ulega hafið Ixaráttu til þess að vinna að því, að Þjóðabandalagið verði aftur bafið upp til vegs og virðingar, að það fái aðstöðu til þess að Ixeita valdi sínu og áhrifum, og verða liöfuðverndari friðarins i heiminum. Þeir, sem að þessari „lireyf- ingu“ standa birtu samtímis á- varp i Frakklandi og á Eng- landi. Einkunnarorðin voru: „BJARGIÐ ÞJÖÐABANDA- LAGINU. — YERNDIÐ FRIÐ- INN“. í ávarpinu er komist að orði á þessa leið: „I öllum löndunx er talað um styrjöld og í súmum löndum liafa beinlínis verið gerðar árásir á Þjóðabanda- lagið og grundvallarhug- sjónina um sameiginlegt ör- yggi- 1 Vér, sem undir þetta ávarp ritum, lýsum yfir því, að unt sé að koma í veg fyrir styrj- öld, og að hægt sé að gera friðinn varanlegan, ef þær þjóðir, sem eru i Þjóðabanda- laginu, taka óbifanlega á- kvörðun um það, að uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttnxála Þjóðabandalagsins, og gera allar þær ráðstafanir, senx nauðsynlegr eru, til þess að koma í veg fyrir eða til þess að bæla niður, hvers- konar ágengni, og ef nauð- syn krefur, með hervaldi. Með þvi einu, að fara þessar leiðir, verður gerlegt að korna þvi til leiðar, að alþjóðadeilu- nxál verði jöfnuð friðsam- lega. Vér höldum því fram, að ef bandalagsþjóðirnar standa sameinaðar í að vinna að þessu marki, verði sanxeigin- legur styrkur þeirra svo yfir- gnæfandi, að engin þjóð, senx hefir yfirgang og ágengni í garð annarar þjóðar í lxuga, Veðrið í morgun. 1 Reykjavík o stig, Bolungarvík — 3, Akureyri — 2, Skálanesi — i, Vestmannaeyjum 1, Sandi — 2, Kvígindisdal — 2, Hesteyri — 4, Gjögri — 3, Blönduósi — 2, Siglu- nesi — 6, Grímsey — 5, Rauíar- höfn — 4, Hólum i Hornafirði — o, Fagurhólsmýri —• 5, Reykja- nesi o. Mestur hiti hér í gær 1 stig, mest frost 3 stig. Úrkonxa 0,0 mm. Yfirlit: Víðáttumikil og nærri kyrrstæð lægS yfir hafinu fyrir sunnan land og vestur af Bret- landi. Horfur: SuSvesturland: Austan rok. SumstaSar snjókoma eSa slydda. Faxaflói, /BreiSfjörS- ur: Austan stormur. VíSast úr- komulaust. VestfirSir, .NorSur- land: Austan stormur. Snjókoma í útsveitum. NorSausturland, Aust- firSir, suðausturland: Austan stormur. Snjókoma eSa slydda. Föstuguðsþjónusta í dórpkirkjunni í kvöld: kl. 9. Sira FriSrik Hallgrímsson prédik- ar. Athygli skal vakin á þvi, aS sanxkvæmt tilmælum útvarpsins er guSsþjónustutíminn í kvöld kl. 9. Föstuguðsþjónusta í fríkirkjunni kl. 8j4, síra Árni SigurSsson. Lögreglan hefir beSiS Vísi aS minna for- eldra á, aS aftra börnum sínum frá því aS hanga aftan í bílum, og renna sér á sleSum á götum bæj- arins þar sem sleSaferSir eru bann- aSar. En hvorutveggja er nxjög hættulegt, og getur þá og þegar valdiS slysi. Lögreglan hefir áSur auglýst hér í blaSinu svæSi þau, sem leyfS eru til sleSaferSa og ættu foreldrar aS skýra þaS vel fyrir börnum sínum. Skipafregnir. Gullfoss mun hafa fariS frá Gautaborg í gær áleiSis til Kaup- mannahafnar. GoSafoss er á leiS til Vestmannaeyja frá Hull. Brú- arfoss lá á ASalvík í morgun. Dettifoss kom til IsafjarSar árdeg- is í dag. Selfoss fer frá London i dag. Bragi kom frá Englandi í gær. Kastaö var fyrir ufsa og íengust 50 tonn. Andri kom af ufsaveiðum í gær meS 115 tonn og Venus meö 140 tonn (áætlaö). Snorri goöi fór á veiSar í nótt. Belgaum kom af ísfiskveiSum í morgun. Nokkrir Reykjavikurbát- ar komu af veiSum í gær. Skemtifund heldur K. R. annaS kvöld kl. 9 í K. R. húsinu niðri. Skenxtiskráin er á þessa leiS: Edda Kvaran: Upplestur, Bjarni Ólafsson: Ein- söngur, tvöfaldur kvartett syngur og aS lokum veröur dans stiginn. Skemtifundurinn er aSeins fyrir K.R.-félaga, konur og* karla. AS- gangur er seldur mjög vægu verði. Munu K.R.-ingar án efa fjölmenna á þessa ágætu skemtun. muni hætta á að neita að fall- ast á að leidd verði til lykta með friðsamlegu móti nokk- ur deiluatriði eða mikil vandamál. s Samkvæmt þessu hvetjum við til jxess að þegar til endur- skoðunar á sáttnxála banda- lagsins kemur verði ekkert gert til þess að veikja þau ákvæði hans, senx að þessu lúta, lieldur verði unnið að þvi að treysta það skipu- lagningarkerfi, senx banda- lagið hvilir á, svo að það verði örugg vörn gegn styrj- öldum. Vér livetjum einnig til þess, því að það er mjög mikil- vægt, að innan vébanda Þjóðahandalagsins verði komð á laggii’nar viðtækri og' áhrifaríkri starfsemi til þess, með friðsamlegu móti, að koma til leiðar umbótum, sem leiða af sér, að uppræt- ist það ástand með þjóðunum og í viðskiftum þeirra milli, senx kann að leiða til styrj- alda. Af frakkneskum stjórn- málamönnum skrifuðu m. a. undir ávarp þetta Pierre Cot, flugmálaráðherra, Edouard Farsóttir og manndawði I Reykjavík vikuna 17.—32. jan- úar (í svigunx tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 65 (83). Kvef- sótt 93 (106). ISrakvef 7 (10). Kveflungnabólga; 3 (1). Taksótt o (1). Ristill 3 (1). Mannslát 5 (6).. Landlæknisskrifstofan. (FB). Farsóttir og manndauói í Reykjavík vikuna 24.—30. jan- úar: Hálsbólga 85 (65). Kvefsótl; 128 (93). iSrakvef 1© (7). Kvef- lungnabólga 1 (3). Taksótt 1 (o). Skarlatssött 1 (o). Ristill o (3). Munnangur 6 (o). Mannslát 3 (5). Landlæknisskrifstofan. (FB). Háskólafyrirlestur. Próf. H. Mosbech flytur í kvöld kl. 6 fyrirlestur fyrir alnxenning t Háskólanum. Efni: FerS unx land- iö austan Jórdanar. ÖUum heimill aögangur. Háskólafyrirlestrar á snæsku. Sænski sendikennarinn lic. Sven Jansson flytun í kvöld kl. 8 næsta fyrirlestur sinn. Efni: Sænska skáldiS Dan Andersson. Fyrirlest- urinn verSur fluttur i 1. kenslu- stofu Háskólans, en ekki á sama staö sem siöustu fyrirlestrar. Utanför Kristjáns Bergssonar., Friðun Faxaflóa o. fl. Kaupmannahöfn, 23. febr. Kristjáii Bergsson forseti Fiskifélagsins er kominn til Kaupmannaliafnar eftir nokkra dvöl í Englandi, þar sem hann meðal annars hefir átt tal viS breska útgerðarmenn um möguleikana á alþjóðlegri frið- un Faxaflóa. í Kaupmannaliöfn mun liann eiga viðræður við menn um sanxa efni, og enn- fremur atliuga möguleika á þvi hvort unt verður að fá hafrann- sóknaskipið „Dana“, til þess að gera nokkrar rannsóknir á höfunum í kring um ísland, en það er ráðgert að Dana leggi af stað í rannsóknarleiðangur i júlí n. k. Spurningin um frið- un Faxaflóa kemur sennilega til unxræðu á ráðstefnu sem haldin verður i London i lok marsnxánaðar af ýmsum aðil- um, sem hagsmuna hafa að gæta í þvi mjáli. Einkaskeyti. FÚ. aöeins Loftup. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Herriot, forseti fulltrúadeild- ar frakkneska þjóðþingsins^ fyrrum forsætisráðtíerra og nú heiðursforseti radikala flokksins, Joseph Paul Bon- eour, fyrverancii forsætis- ráðherra, Albert Sarraut fyr- verandi forsætisráðherra,. Paul Reynard fyrv. fjár- málaráðherra, Léun Jou- haux, liöfuðleiðtogi verk- lýðsfélaganna, Marcel Ca- ehin, sem er einn af þing- mönnuni kommúnista í sen- atinu, Henri Pichet, forseti félaga uppgjafahenxiamia o. m. fl. Undir ávaxpið skrifuðu áhrifamenn af öllum stéttum og flokkum í Fi’akklandi. Þetta er ekki fyrsta hreyfing- in í Frakklandi í þessa átt, en nú liefir í fyrsta skifti verið gei’ð stórfeld tilraun til þess að fá alla þjóðina — og alla bresku . þjóðina líka — lil þess að taka þátt i þessai-i baráttu. Frakk- neskir stjórnmálamenn liafa alt af liaf t mætur á Þjóðabandalag- inu og trú á þvi, en sami áhugi héfir ekki vei’ið rikjandi meðal þj óðarinnar. Þj óðabandalagsfé- lögin í Frakldandi hafa aldrei haft nxarga félaga — tiltölulega Frtí. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.