Vísir - 27.02.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 27.02.1937, Blaðsíða 3
VlSIR Endurnýj un togaraflotans er líls- nauðsyn fyrir landsmenn. -o- Barátta sjálfstæðismaima fyrir eflingu Fiskveidasj óds« T gær kom til umræðu á Alþingi frv. Sigurðar Krist- jánssonar um Fiskveiðasjóð íslands. Endurnýjun og viðhald togaraflotans er mál, sem snertir afkomu alls almennings og sjálfstæðismenn vilja sjá því máli borgið með útvegun stofnlána handa útvegs- mönnum. * i Fer hér á eftir í höfuðatriðum framsöguræða Sig. Kristjánssonar á Alþingi í gær. Frumvarp þetta höfum við flutningsmenn þess flutt á þrem síðustu þingum, svo þetta er í fjórða skifti, sem það er borið fram i þessari háttv. deild. Á þvi liöfum við að sönnu gert nokkrar breytingar, eftir þvi sem aðstæður hafa hreyst. En aðalefni þess er óbreytt, það, að efla Fiskveiðasjóð íslands svo, að hann geti fullnægt stofnlána- þörf sjávarútvegsins. Eg ætla ekki að fjölyrða um þýðingu sjávarútvegsins fyrir ísland. Það yrði varla annað en endurtekning á því, sem áður hefir verið sagt, og er líka ó- þarft af þeirri ástæðu, að al- mennt mun viðurkent, að sjáv- arútvegurinn sé höfuðundir- staðan undir atvinnulífi í land- inu, afkomu almennings; að minsta kosti við sjávarsíðuna, og hag ríkissjóðsins. En ef þetta er rétt, þá ber vandlega að gæta þess, að svo mikilvægur atvinnuvegur sé á traustum grundvelli bygður. Virðist olck- ur flutningsmönnum að i þessu efni þurfi sérstaklega að tryggja tvent: 1. að fiskveiðafloti lands- manna sé ávalt í nýtisku á- standi. Það getur hann því að- eins orðið, að ávalt sé kostur hagkvæmra stofnlána innan lands til eðlilegrar auknmgar og endurnýjunar skipastólsins. 2. að risið geti samliliða útgerð- inni iðnfyrirtæki, er vinni liin- ar verðmætustu útflutnings- vörur úr sjávaraflanum. Þessi tvö hlutverk ætlumst við flm. til að Fiskveiðasjóður íslands inni af hendi. Og ef liann er efldur svo, sem í frv. þessu er gert ráð fyrir, á hann að verða þess megnugur. Þessi hugmynd um eflingu Fiskveiðasjóðs er að sönnu ekki ný. Hún var til, er núgiJdandi lög sjóðsins voru samin. En við flutningsmenn höfum bara fært hana nokkuð út fyrir fyrri tak- mörk og endurflutt hana. Og á þeim endurflutningi er full þörf, því lögin eru nú 7 árat en rikisStjórnir þær, sem síðan hafa setið, hafa vanrækt að framkvæma þau, eins og til var ætlast. Lögin um Fiskveiðasjóð ís- lands eru frá árinu 1930. Þau — til mæla svo fyrir, að sjóðurinn skuli efldur, uns hann er 8 mil- jónir króna. Og má skilja af lögunum, að það á að gerast á ekki mjög löngum tíma. Stofn- sjóðinn á skv. gömlu lögun- um að auka á þann hált, að rík- issjóður skal leggja honum 1 miljón króna; síðan skal sjóð- urinn fá hundraðsgjald af vcrð- mæti útfluttra sjávarafurða. Sjóðurinn hefir engan eyri fengið af þessari miljón, sem honum ber lögum samkvæmt. Og um hlutdeild hans í útflutn- ingsgjaldinu fór svo í fram- kvæmd, að hann fær 1/8% af verðmætum útflutningsins, en ríkissjóður hirðir 12/8% (1 % %) af sömu verðmælum. Afleiðingin er sú? að Fiskveiða- sjóður hefir sama sem engum vexti getað tekið, og verður að starfa með dýru lánsfé, sem aft- ur leiðir til þess, að hann getur alls ekki veitt hagkvæm lán. Raunverulegir útlánsvextir hans eru auk lántökugjalds, en jiyrftu að vera 4—4%%. Þessar vanefndir við Fisk- veiðasjóð mun reynt að réttlæta með því, að rikissjóður sé i kröggum. Ef tekjur rikissjóðs hefðu verið óvenju litlar alt þetta timabil, og mikillar sparsemi gætt af liendi ríkisstjórnarinn- ar i allri meðferð rikisfjárins, liefði kannske mátt taka þessa afsökun gilda. — En eins og þau mál eru vaxin, verður ekki yfir það breitt, að vanefndirnar við Fiskveiðasjóð stafa af of- lítilli uinhyggju ríkisstjórnar- innar fjTÍr liag útgerðarinnar. Eins og sést af frv. ætlumst við flm. til að sjóðurinn geli á ekki mjög löngum tima orðið 12 milj. kr. Á hann þá að geta starfað nokkurn veginn ein- göngu með eigin fé, og þá veitt sérstaklega hagkvæm lán. Því er ekki að neila, að mál þetta hefir átt örðugt uppdráttar liér á þinginu. Væri ástæða til að ætla? að um þunga andstöðu meirihluta þingsins væri -að ræða, er aftur stafaði af skorti á skilningi á mikilvægi málsins. En sé svo, að meirihluti þings- ins hafi skort skilning á málinu, eða jafnvel umhyggju fyrir vel- gengni útgerðarinnar, þá er nú ástæða til að ætla, að á þessu sé orðin nokkur breyting. Þetta hyggi eg á erindi eða fyrirlestri, er eg hlustaði á i gærkveldi frá útvarpinu. Fyrirlestur þessi var um sjávarútvegsmál Islendinga. Var hann fluttur af Arnóri Sig- urjónssyni f. h. nefndar þeirr- ar, er að lögum mun heita Skipulagsnefnd atvinnumála. En allir nefndarmennirnir eru í stjórnarflokkunum, og má af því ætla, að það sé ekki aðeins skoðanir nefndarinnar á útvegs- málum, sem A. S. flutti, heldur einnig ríkjandi skoðanir í stjórnarflokkunum. í síðari hluta erindis síns skýrði A. S. frá því, hvað nefnd- in (Rauðka) áliti að gera bæri og að mestu haldi mundi koma eflingar sjávarútvegi ís- lendinga. En þessi upptalning var sumpart nær orðrétt og að hugsun alveg samhljóða tillög- um þeim og kröfum, sem við Sjálfstæðismenn höfum á und- angengnum þingum borið fram í frumvörpum, en ekki hafa náð fram að ganga vegna mót- þróa stjórnarflokkanna. A. S. sagði að það væri „fyrsta krafa“ nefndarinnar, að út- flutningsgjaldi af sjávarafurð- um yrði þegar létt af útgerðinni. Þessa kröfu höfum við Sjálf- stæðismenn borið fram á þrem þingum, og flytjum enn á þessu þingi. (Sbr. frv. um afnám út- flutningsgjalds af sjávarafurð- um). Næst sagði A. S. að mikils- verðasta ráðstöfunin til viðrétt- ingar smáútgerðinni væri sú, að sjá henni fyrir hagkvæmari inn- kaupum, en liún nyti nú, á vör- um til útgerðarinnar. Þetta er í fám orðum sagt efni frumvarps okkar sjálf- stæðismanna um rekstrarlána- félög bátaútvegsmanna. Frum- varpið liöfum við flutt á tveim þingum^ og flytjum það enn á þessu þingi. Þá sagði A. S., að mikilsverð- ast til viðréttingar stærri út- gerðinni væri endurnýjun skipa- stólsins, svo ávalt mætti reka fiskveiðarnar með nýtísku tækj- um. Þetta er aðaltilgangur frum- varps þessa, sem við sjálfstæð- ismenn flytjum nú í fjórða sinni, um Fiskveiðasjóð Islands. Eg hlýt að líta svo á, að í þessum orðum Arnórs Sigur- jónssonar, sem töluð voru i um- hoði Skipulagsnefndar, og, að því er virtist, flutt sem krafa liennar, felist mikilsverð viður- kenning á réttmæti krafa okkar Sjálfstæðismanna fyrir hönd sjávarútvegsins, og fyrirheit um stuðning stjórnarflokkanna við þær. Eg vil svo Ijúka máli minu með niðurlagsorðum Arnórs Sigurjónssonar? en þau voru, eftir því er eg best man, á þessa leið: Ef sjávarútvegurinn fær að njóta jafnréttis við aðra at- vinnuvegi, getur hann vissulega blómgast. Á viðgangi sjávarútvegsins veltur að langmestu leyti af- koma þjóðarinnar. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinn í kvöld kvikmyndina „Viktoria“ eftir samnefndri sögu Knut Ham- sun, en Gamla Bíó „MannorS hennar í hættu“. Beggja mynd- anna er getiS í SunnudagsblaíSinu og vísast til þess, sem þar segir um þær. Leiðrétting. Á myndasíðunni í Sunnudags blaðinu stendur í dálitlum hluta upplagsins í lesmálinu efst t. h. bringusund, les: skriðsund. Næturlæknir er í nótt ólafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6. Simi 2128. Aðra nótt: Ólafur Þorsteinsson, D-götu 4. Simi 2255. — Næturv. í Reykjá- víkur apóteki og Lyfjab. Iðunni, en næstu viku í Laugavegs apóteki ov Ingólfs apóteki. Sunnudagslæknir á morgun verður Eyþór Gunn- arsson, Þvergötu 7, sími 2111. Útvarpið í kyöld. Kl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Létt lög. 20.00 Frétt- ir. 20.30 Útvarp frá Laugarvatns- skóla. 22.00 Danslög (til kl. 24). Útvarpið á morgun. Kl. 9.45 Morguntónleikar: Sym- fónia nr. 3 (Eroica), eftir Beet- hoven. 10.40 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Þýskukensla, 3. fl. 13.25 Dönskukensla, 3. fl. 14.00 Guðsþjónusta í útvarpssal (Ræða: Síra Sigurður Stefáns- son). 15.15 Miðdegistónleikar: Tónverk eftir Bizet (plötur). 16.301 Esperantókensla. 17.00 Frá Skák- sambandi íslands. 17.40 Útvarp til útlanda (24,52 m.). 18.30 Barna- tími: a) Þorsteinn Ö. Stephensen: Sögur; b) Telpnakór syngur. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Lög, endurtekin í afskræmdri mynd. 20.00 Fréttir. 20.30: Erindi: Þjóðir, sem eg kyntist, VI: Frakk- ar (Guðbrandur Jónsson prófess- or). 20.55 Útvarp frá hátíð hér- aðsskólanema í Oddfellowhúsinu: Ávörp, ræður og söngur. 22,25 Danslög (til kl. 24). Sagan af Shirlev Temple Þýðing Freysteins Gunnarssonar. Með 48 myndum, er komin út og fæst hjá bóksölum. Verð kr. 2.50. Verslun óskast til kaups. — Tilbod sendist á afgreiðslu Visis merkt „Góð verslun". Skíðafók! Qleymið ekki ad liafa með XSÍÍÖÖÍSOÖÍÍÍÍÖOÍÍÍÍÍÍOOÍÍOÍÍÍHÍOÍÍÍÍÍ jmra mi konur“ Spennandi leynilögreglu- gamanleikur í 3 þáttum, eftir WALTER HACKETT Sýuing á morgun 'kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 é inorgun. Sími 3191. Heimilisiðoaðarfélag ísiands. Síðuslu handavinnunámskeið Heimilisi'ðnaðarfélagsins á þess- um vetri byrja 8. mars, bæði dag og kvöld-námskeið. Umsóknir komi sem fyrst til Guðrúnar Pétursdóttur, Skólavörðustíg 11. Simi 3345. Tilkynning Það tilkynnist hér með lieiðruðum viðskii tavinum mínum, að eg hefi selt herra kaupmanni Þorláki Guð- mundssyni nýlenduvöruverslunina MERMES Baldursgötu 39. Um leið og eg þakka hinum mörgu viðskiftavinum mínum viðskiftin á liðnum árum, vænti eg þess, að verslunin fái framvegis að njóta sömu vin- sælda og undanfarin ár. Virðingarfyíst Gudmundup Þórðapson. Samkvæmt ofanrituðu liefi eg keypt af hr. Guðmundi Þórðarsyni nýlenduvöruverslunina Hvar er Stína? Hún skrapp út til að kaupa í sunnudoQSfTiDlinn 0 oLiverpoo^ Kvensokkar ÍSGARN og SILKI, margir litir. Grettisgötu 57 og Njálsgötu 14. HERMES Baldursgötu 39. Eg mun í framtiðinni kappkosta að hafa i versluninni, eins og verið hefir að undanförnu,. að eins fyrsta flokks vörur með sanngjörnu verði. Virðingarfylst Þorlákur OudmuiidLSSOii. K.F.U.K. Yngri deildin. — Fundur á morgun kl. 4. Frú Amalía Sig- urðardóttir talar. Fjölmennið. K. F. U. M. V-D-fundur á morgun kl. 2. U-D piltar. Mætið á samkom- unni kl. 8^/2. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaðua Skrifstofa: Oddfellowhúsinuu Vonarstræti 10, austurdyr. Simi: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. Egg Versl. Wísis*. Munið FISKSÖLUNA I VONARPORTI Sími: 2266. Vinsælasta fisksala bæjarins. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða V 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.