Vísir - 27.02.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Otgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VlSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa I Austurstræti 12.
og afgr. |
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Undan
straumnum.
Einn þektasti stjórnmálamað-
ur Frakka sagði í merkilegri
ræðu í franska þinginu í gær,
að lýðræðið mundi líða undir
lok í Frakklandi ef fjármála-
stefnu Blum-stjórnarinnar yrði
lialdið áfram. í nokkur ár hafa
sósíalistar þar í landi ráðið svo
miklu um fjármálastefnu
franska þingsins, að engum
umbótum eða sparnaði á út-
gjöldum ríkisins hefir verið
hægt að koma í framkvæmd.
Eyðsla ríkisins hefir á hverju
ári farið langt fram úr tekjum
þess. Skattar og tollar liafa ver-
ið liækkaðir hvað eftir annað,
en skatt- og tollstofnarnir liafa
hrugðist og tekjur af þeim orð-
ið miklu minni en gert var ráð
fyrir. Þetta er fyrirbrigði sem
jafnan sýnir sig þegar þunginn
á tekjustofnunum er orðinn of
mikill. Ríkið hefir orðið að taka
Jivert stórlánið á fætur öðru til
þess að útborganir þess þyrftu
ekki að stansa. Útgjöldin hafa
vaxið með ári hverju og fjár-
straumur rikisins hefir um
skeið skapað velmegun sem
hyggist á ólieilum grundvelli,
því að á hak við þá vehnegun
felst hvorki aukin atvinna né
vaxandi framkvæmdir. Nú er
svo komið að hjólið getur ekki
snúist með þeim tekjum sem
ríkið fær frá borgurunum og
• starfrækslu þeirra. Alt útgjalda-
kerfi socialistanna, sem átti að
veita velmegun út til fjöldans,
er vaxið þeim yfir höfuð. Einn
frægasti hagfræðingur Evrópu,
próf. Cassel, segir að Frakkar
séu á hraðri Ieið til fjáriiags-
legrar glötunar.
Islensku stjórnarflokkamir,
ásamt ríkisstjórninni með
reynslulausan fjármálaráðherra
í broddi fylkingar, hafa í tvö
ár lialdið hinni sömu eyðslu-
stefnu socialista, sem nú er að
leiða Frakkland út í fjárhags-
og þjóðfélagslegt öngþveiti.
Þetta er stefna socialista, þeirra
manna’ sem hvergi hafa sýnt að
þeir heri skyn á heilbrigða og
haldgóða fjármálastjórn. Fjár-
málaboðorð þeirra eru andvana
fóstur, Ioftsjónir og ímyndun,
sem enga stoð hefir í veruleik-
anum og fer í bága við hið
efnalega þróunarlögmál þjóð-
anna.
En þessir menn eru skelegg-
ir í „skipulagningu“ sinni. Þeir
lieita því að nú skuli látið sverfa
til stáls. En það verður engin
ein stétt, sem fær að súpa seið-
ið af ráðsmensku þeirra. Þegar
fjármálastefna socialista hrynur
i rústir, þá kemur þungi og erf-
iðleikar viðreisnarinnar á bak
allri þjóðinni. Gangan verður
þung til baka á rétta braut, þar
sem hið eðlilega jafnvægi þjóð-
arstarfsins fær að njóta sín.
Hverjum manni hlýtur að
vera það ljóst, að vaxandi op-
inber eyðsla, sihækkandi skatt-
ar og auknir tollar er ekki sú
stefna sem ber heillavænlegan
árangur, þegar þess er gætt að
fé það sem þannig er tekið af
horgurunum fer alt í óarðber-
andi rekstur. Þessi stefna er
röng. Hún getur ekki endað
nema á einn veg. Iiún getur að-
eins endað með uppgjöf og í
öngþveiti. — Fjármálastefna
stjórnarinnar þarfnast vaxandi
tekna fyrir ríkissjóðinn ár frá
ári. Stjórnin hefir ekki lengur
vald á rásinni, stefnan ber nú
stjórnina ofurliði. I fyrra var
lagður á bensínskattur til þess
að auka vegagerðina og hann
var til eins árs. Nú rennur þessi
skattur beint í ríkissjóð en veg-
irnir ganga úr sér. I fyrra var
lagður á tollur, sem nefndur var
„viðskiftagjald“, á flestar nauð-
synjar. Hann átti að ganga til
verklegra framkvæmda og var
lagður á til eins árs. Skatturinn
er nú framlengdur en nú geng-
ur liann í ríkissjóð og verklegu
fi'amkvæmdirnar bíða.
Þetta er glötunarstefna. Ef
þjóðin vill ekki fljóta undan
straumnum þangað til alt er
komið í óefni, verður hún að
heimta að breytt sé um fjár-
málastefnu þegar í stað. Annars
á viðskifta- og atvinnulíf þjóð-
arinnar sér ekki uppreisnarvon
í bráð.
Margt ilt fylgir rangiátri rík-
isstjórn.
ERLENP VÍÐSJÁ.
Dýrt verkfall
Flestum er enn í fersku minni
verkfalliö hjá General Motors
verksmiöjunum í Ameríku. Yfir
too þúsund manns tóku þátt í því
og það kostaði um tíu miljónir
króna hvern dag. Strax og verk-
fallinu var lokið lýsti félagið yfir
að launagreiðslur þess mundu
aukast um ioo miljónir króna á
ári. Afleiðing þessarar hækkunar
á vinnulaunum er gert ráð fyrir að
verði sú, að bifreiðar hækki í
verði, auk þess sem almenn verð-
hækkun á öllum málmum hlýtur
að hafa áhrif í sörnu átt.
Svo mikill þáttur er starfsemi
General Motors í atvinnulífi
Bandaríkjanna, að strax og það
fréttist, arð samningar hefði tekist
milli verksmiðjustjórnarinnar og
verkamanna hækkuðu hlutabréf
yfirleitt á kauphöllinni, Wall
Street.
Sá maður sem mestan þáttinn
átti í því að samningar tækist, er
forstjóri General Motors, W. S.
Knudsen, sem er danskur að ætt.
Hann (kom til Ameríku fyrir 38
árum með 12 dollara í vasanum og
var það aleiga hans. Nú er hann
forstjóri eins hins stærsta og vold-
ugasta iðnaðarfyrirtækis í heimin-
um, sem veitir hundruðum þús-
unda fasta vinnu alt árið við að
srníða bifreiðar, auk tuga þúsunda
sem hafa atvinnu af að selja bif-
reiðarnar í öllum löndum heims-
ins. Knudsen er hverjum manni
vinsælli og er sagt frá því, að á
fundi sem hann hafði með blaða-
tnönnum meðan á verkfallinu stóð,
lét hann það í ljós, að verst þætti
sér að vita af verkamönnum sín-
um koma tómhenta heim á hin-
um venjulegu greiðsludögum.
Kveldskemtun
heldur Kvæðamannafél. Iðunn í
Varðarhúsinu annað kveld ,kl. 8y2.
Sjá augl.
Frakkar ótta.st vígbúnad Itala
Hafa Italir augastað
á Tunis?
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
O ímfregn frá Rómaborg í morgun hermir að í hinu
opinbera málgagni stjórnarinnar hafi í gærkveldi
birst tilskipun þess efnis, að frá og með laugardags-
kveldi að telja sé bannað að fljúga yfir Panterillaeyju
og landhelgi eyjarinnar. Þessi fregn vekur hina mestu
athygli, því að þótt Paneterilla sé í rauninni að eins
nakin klettaey, sem mun hafa myndast í öndverðu við
eldsumbrot, þá hefir hún mikilvæga sjóhernaðarlega
þýðingu. Eyjan er 44 mílur frá Afríkuströndum og er
þaðan stutt til hemaðarstöðvar Frakka í Tunis, Biserta,
en nú hafa komið getgátur fram um það oftlega í seinni
tíð, að ítalir hafi augastað á Tunis og vilji leggja Tunis
undir sig, en þar er margt ítalskra manna.
Þá liafa pólitískir fangar verið hafðir í haldi á eyjunni og
hafa komið fram getgátur um, að flytja eigi þá á brott, en koma
upp kafbátastöð og flugvéla á Panterilla. En hvað sem hið sanna
er um tilgang ftala er vitanlegt, að Frökkum mun ekki lítast á
þau áform, sem ítalir hafa í huga? að því er Panterilla snertir,
og munu telja þeim beint gegn sér. — (United Press).
Rúmenar kalla sendi-
lierra si i Madrid
iieim.
Of mikil samúð hans
meö fascistum.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Það hefir vakið mjög mikla
athygli, að rúmenska stjórnin
hefir kallað. heim frá Madrid
sendiherra sinn þar, Florescu,
fyrv. dómsmálaráðh. Honum er
gefið það að sök, að hann hafi
sent blómsveiga — um Henda-
ye í Frakklandi — til þess að
leggja á kistur nokkurra fall-
inna rúmenskra fasista sem bar-
ist höfðu með uppreistarmönn-
um á Spáni. Einnig er fullyrt,
að Jianu, sendiherra Rúmena í
líómaborg verði kallaður heim.
Þá er talið, að rúmenska stjóm-
in fari fram á, að sendiherrar
ftala og Þjóð.verja í Bukarest
verði kallaðir heim, vegna fram-
komu þeirra nýlega. (United
Press).
Norræna félagið.
Aöalfundur félagsins var hald-
inn aS Hótel Borg í gær aS viö-
stöddum sendiherra Dana, og aðal-
ræðismönnum Finna, Svía og
Norömanna. BauS form. félagsins,
St. Jóh. St., þá velkomna, en því
næst gaf GuSl. Rósinkranz
skýrslu um störf félagsins. í staS
Pálma Hannessonar rektors, sem
nú dvelst erlendis, og hafSi beSist
undan endurkosningu, var kosinn
Páll ísólfsson tónskáld. AS öSru
leyti var stjórnin endurkosin, en
hana skipa, auk P. I., Stefán Jóh.
Stefánsson form., GuSl. Rósin-
kranz, Vilhjálmur Þ. Gislason og
Jón Eyþórsson. AS stjórnarkosn-
ingu lokinni fluttu ávörp sendi-
herra Dana og aSalræðismenn
Finna, Svía og NorSmanna. Þá
flutti Jansson léktor erindi. Frá
lagabreytingum verSur gengið á
framhaldsaðalfundi. AS fundar-
störfum loknum var stiginn dans.
Leiðrétting.
I frásögninni um slysið eystra,
fyrir 50 árum, sem birtist í Vísi
25. þ. 111., eiga tvær—þrjár línurn-
ar í annari málsgrein að hljóða
svo: Guðmundur Hreinsson frá
Hjálmsholtskoti og Halldór Álfs-
son frá Bár. Misritunin er ekki
blaðsins sök. G. S.
Miija verOur yliflier-
foriuoi á öllui
víustöSvui.
Stjórnarherinn beid
ógurlegt manntjón
í Oviedo.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Samkvæmt áreiðanlegum
fregnum er talið víst, að
Miaja liershöfðingja verði
falin yfirherstjórnin af
hálfu stjórnarsinna á öllum
vígstöðvum. Mun þetta af-
leiðing þess, að betur geng-
ur fyrir stjórnarhernum
síðan er Miaja var falin yf-
irherstjórnin á Madridvíg-
stöðvunum.
London i morgun.
Frá Podellano-útvarpsstöð-
inni, sem iðulega flytur fregnir
frá uppreistarmönnum, segir,
að stjórnarsinnar hafi beðið óg-
urlegt manntjón í árás sinni á
Oviedo. Hafi tala fallinna í liði
þeirra verið um 3500, en um 600
særða menn hafi uppreistar-
menn tekið til fanga. (United
Press).
Heimilisiðnaðarfél. íslands.
Síðustu bandavinnunámskei'S fé-
lagsins á þessum vetri byrjar 8.
mars, Iræði dag- og kvöldnám-
skeið. Umsóknir komi sem fyrst
til Guðrúnar Pétursdóttur, Skóla-
vörðustíg 11. — Fult á kvöldnám-
skeiöinu, en annað kvöldnámskeiS
verður sennilega í apríl.
Héraðsskólamótið.
Héraðsskólafélögin í Reykjavík
halda sameiginlegt mót fyrir hér-
aðsskólafólk, sem hér dvelur,
sunnudag 28. þ. m.
Frú Guðrún Indriðadóttir,
fyrv. leikkona, flytur fyrirlest-
ur, er nefnist „Huliðsheimar", í
húsi Guðspekifélagsins annað
kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar fást
við innganginn og kosta 1 kr.
Ármenningar
fara á skíði í fyrramálið. Lagt
verður af stað kl. 9, frá íþrótta-
húsinu. Farmiðar verða seldir á
skrifstofu félagsins (simi 3356)
frá kl. 5—9 í dag.
ALÞINGI.
Afnám útflotniogs-
gjalús af sjávar-
afarðnm.
Frv. sjálfstæðismanna um af-
nám útflutningsgjalds af sjáv-
arafurðum kom til umræðu í
n. d. í gær. ,
Ólafur Thors mælti fyrir frv,
og sagði að þó svo liefði farið,
að frv. urn sama efni hefði verið
felt á undanförnum þingum, þá
væri krafan um afnám þessa
gjalds svo sjálfsögð, að það yrði
ekki staðið á móti henni lengi
enn. Flm. vitnaði einnig í álit
skrifs tofustj óra skipulagsnefnd-
ar atvinnumála, er lét svo um
mælt í útvarpsræðu, að það
væri fyrsta og æðsta krafa
nefndarinnar í þessum málum,
að gjaldið yi'ði afnumið. Þegar
slík ummæli kæmu frá nefnd,
sem væri raunar einskonar
flokksnefnd stjórnarflokkanna,
þá sýndist svo sem ekki ætti að
blása óbyrlega fyrir þessu máli.
Fjármálaráðherra kvað von-
laust að ríkissjóður mætti vera
án þeirra tekna, sem gjaldið
færir honum, og er það sama
svarið, sem altaf liefir verið áð-
ur gegn frv.
Frv. var síðan vísað til sjáv-
arútvegsnefndar og 2. umr.
, Keflavík 22. febr. 37.
Aðalfundur Búnaðarfélags
Keflavíkurhrepps var lialdinn í
gær. Fundurinn samþykti með
öllum atkv. gegn einu, van-
þóknum félagsins á jarðræklar-
lÖgunum nýju. Stjórn félagsins
skipa Valdimar Björnsson, Völl-
um, Sigurgeir Guðmundsson
hreppstjóri, Njarðvík, og Guðm.
Jónsson, Keflavík.
Allir bátar liafa róið héðan í
tvo síðustu dægur en afli hefir
verið mjög tregur. Eitthvað
betur mun þó liafa fiskast í dag
en í gær. Fréttaritari.
Margir hafa kvartað undan
því að getraunirnar undanfarið
liafi verið of léttar. Til þess að
gera þeim til hæfis sem eitt-
Dvað erfiðara vilja fást við,
verður nú í þetta skifti þrautin
gerð þyngri með því að gefa
færri leiðbeiningar.
Með því að rita niður þá stafi
sem eru í horni hverrar auglýs-
ingar á forsíðunni, á að vera
liægt að mynda 5 orð eða nöfn,
sem er að finna í auglýsingun-
um sjálfum:
1. Auglýsingatæki.
2, ?
Bæjaríréttir
Messur á morgun.
í dómkirkjunni: Kl. ir, síra
Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, síra
fBjarni Jónsson.
í fríkirkjunni: Kl. 2, barnaguSs-
þjónusta. Kl. 5, síra Árni Sigurðs-
son.
I Laugarneskóla verður ekki
messa á morgun.
I Hafnarfjaröarkirkju: KI. 2,
sira GarSar Þorsteinsson.
I Landakotskirkju: Hámessa kl.
10. KvöldguSsþjónusta meS pré-
dikun kl. 6.
í kaþólsku kirkjunni i Hafnar-
firSi: Hámessa kl. 9. KvöldguSs-
þjónusta meS prédikun kl. 6.
Ekki rnessaS í Laugarnesskóla
á morgun. En barnaguSsþjónusta
kl. 10.30.
Veðrið í morgun.
í Reykjavík — 5, fBolungarvík
— 5, Akureyri — 6, Skálanesi —
4, Vestmannaeyjum — 7, Sandi
— 6, Kvígindisdal — 6, Hesteyri
— 6, Gjögri — 5, Blönduósi — 5,
Siglunesi — 5, Grimsey — 6, Rauf-
arhöfn —- 4, Hólum í HornafirSi
— 4, Fagurhólsmýri — 3, Reykja-
nesi — 6 stig. Mest frost hér í
gær 9 stig, minst 4. — Yfirlit:
Djúp lægS yfir NorSursjónum og
milli Islands og Noregs. — Horf-
ur: SuSvesturland: NorSan hvass-
viSri í dag, lygnir í kvöld. Létt-
skýjaS. Fajxafflóij BreiSafjörSur j
Allhvass norSan í dag, lygnir;
í kvöld. VíSast bjartviSri. Vest-
firSir: NorSaustan kaldi. Dálítil
snjókoma norSan til. NorSurland,
norSausturland, AustfirSir: AIl-
hvass norSaustan og hríSarveSur
í dag, en batnandi veSur í nótt.
SuSausturland: Hvass norSan í
dag, en lygnir í nótt. BjartviSri.
Skipafregnir.
Gullfoss er á leiS til Leith. GoSa-
foss kom til Vestm.eyja kl. 10 í
morgun. Brúarfoss var á BorSeyri
í morgun. Dettifoss er í Reykja-
vík. Selfoss fór frá Leith á há-
degi í dag. Lagarfoss er væntan-
legur til Leith í dag. Geir kom
af veiSum í gær meS 2300 körf-
ur. Fór til Englands í morgun.
Kolaskip kom í morgun.
Áheilt á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 25 kr. frá J. K.
3. ?
4. ?
5. Vöruheiti.
Að þessu sinni verða gefin
150 kr. verðlann
er skiftast þannig: ,
1 verðlaun .... 50 kr.
1 — .... 25 —
3 — .... 10 —
Dregið verður um! það hverir
vinningana hljóta.
Allar ráðningar verða að
lcoma til afgreiðslu blaðsins
fyrir kl. 7 síðdegis næstkom-
andi föstudagskvöld.
VEBÐLAUNASAMKEPPNI VlSIS
Laugardaginn 27. febrúar 1937.
1.......................................
2.......................................
3. .....................................
4 ......................................
5 ......................................
Nafn áskrifanda ........................
Heimili .............-.............
Einkennisstafir —.....-.......
Aðeins fyrir fasta kaupendur.