Vísir


Vísir - 06.04.1937, Qupperneq 2

Vísir - 06.04.1937, Qupperneq 2
VÍSIR IMl ---O--- Van Zeeland ræðir við og Frakka. Vidskiftasáttmáli milli margra Evrópuríkja. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. * London, í morgun. að mál, sem nú er mest rætt í heimsbiöðunum, er endurreisn heimsviðskiftanna, og gera menn sér nokkurar vonir um, að samkomulagsumleitanir þær og viðræður, sem nú fara fram og fara munu fram á næst- unni, muni leiða til þess, að dregið verði úr hömlum þeim, sem lagðar hafa verið á viðskifti þjóða milli. Forsætisráðherrann í Belgíu, van Zeeland, sem hefir m. a. Iesið hagfræði við ameríska háskóla, hefir fallist á fyrir hönd belgisku stjórnarinnar, að taka þátt í við- ræðum við stjórnir Breta og Frakka um viðskiftamál. Þótt þessar umræður snúist að miklu leyti um viðskifti milli Breta, Frakka og Belgíumanna, verður ekki mist sjónar af því marki, að koma þarf heimsviðskiftunum á heilbrigðari grundvöll. Og vafalaust verður um það rætt hvað gera megi til þess að greiða fyrir auðveldari viðskiftum þjóða milli. í þessu sambandi er bent á það af sumum, að ef til vill verði horfið að því ráði, að koma á laggirnar viðskiftasáttmála fyrir mörg Evrópuríki, sem aðrar þjóðir geti síðar smátt og smátt orðið aðilar að. Er ljóst, að hér er átt við það, að ríkin, sem standa að Oslóarsamþyktinni, eru sem stendur að ræða innbyrð- ís tollalækkanir. Koma sérfræðingar Osló-ríkjanna svo kölluðu saman á fund í þessu skyni á mánudag. En þessar umræður allar hafa, auk viðskiftálegs mikilvægis þeirra, ef til vill alþjóða stjórnmálalega þýðingu. Stjórnmála- menn Breta og Frakka segja, að þáð bendi til þess, að stjórnir Bretlands og Frakklands fallist á þá skoðun Roosevelts, að frið- urinn verði best trygður með því að gera viðskiftin greiðari, að þær hafa farið frarn á, að van Zeeland athugi með þeim skilyrð- in fyrir lækkun tolla og yfirleitt hvað gera megi til þess að draga úr viðskiftahömlum. n endirretsi isiinn. Breta VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I Austurstræti 12. og afgr. | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Kynjasögur. í siðasta „Sunnudagsblaði Al- þýðublaðsins“ eru sagðar ýmsar kynjasögur vestan af Fjörðum, og margar hinar lygilegustu. En þess er látið við getið, að um fornar munnmælasögur sé að ræða, og ekki til þess ætlast, að því verði öllu truað, sem þar ei sagt frá. Af alt öðrum toga er hinsveg- ar spunnin sú kynjasaga, sem sögð er i blaðinu í gær, um f jölmennan fund alþýðuflokks- manna, sem haldinn hafi verið hér i bænum í fyrradag, og lýst hafi „fylsta trausti á þingmönn- um flokksins og ánægju yfir starfi þeirra“. Og dylst engum, að til þess muni ætlast að þess- ari frásögn biaðsins verði trúað bókstaflega. Þess er þó skylt að geta, að þannig er frá þessu sagt í blað- inu, að líkast er þvi, að um hin furðulegustu tiðindi væri að ræða, sem engan hefði getað órað fyrir, að hent gæti á þess- ari öld, og Alþýðublaðið sist af öllum. Það liefði nú mátt ætla, að blaðið hefði tæplega talið það í frásögur færandi, þó að takast mætti að „hóa saman fundi nokkurra alþýðufiokksmanna, úr tveimur flokksfélögum, og fá fundarmenn til að lýsa trausti á þingmönnum flokksins. Hins- vegar er það nú bersýnilegt, að það hefir þótt alt að því „líf liggja við“, að þvi yrði komið til vitundar almennings, að „al- þýðuflokksmenn“ stæði nú sem fastast saman og að enginn bil- bugur væri á trausli þeirra til þingmanna sinna. En hvers vegna skyldi þá nokkurn bilbug vera að finna á trausti flokksins til foringj- anna? Blaðið skýrir svo frá, að á fundi þessum hafi foringjar flokksins, með ráðherra flokks- ins og formann i broddi fylk- ingjar, lýst yfir því hver í kapp við annan, að l>eir væri ekkert hræddir við kosningar. Blaðið rekur í alllöngu xnáli ræðu, sem það segir að Haraldur Guð- mundsson hafi flutt á þessum fundi, og tekur sérstaklega orð- rétt upp eftir honum þessar setningar: „Við tökum því, sem að höndum ber. Við óttumst ekki kosningar eins og andstæð- ingar okkar“! Og Jón Baldvins- son sagði: „Eg óttast ekki kosn- ingar. Andstæðingar okkar ótt- ast kosningar“! Og ennfremur: „Við leggjum málin fyrir ykk- ur og þið eigið að dæma. — Og við óttumst ekki þarm dóm!“ Þeir „óttast“ ekki kosningar og þeir „óttast“ ekki „dóm“ kosninganna. — Og áheyrend- urnir, alþýðuflokksmennirnir kunna sér ekki læti af fögnuði yfir því, að þeir skuli ekki „ótt- ast“ þetta. Til livers eru þeir að „sverja og sárt við leggja“ að þeir séu svona öldungis óhræddir og óttalausir? Mönnum hafði nú skilist, að það væri alveg fastráðið, að stjórnai'flokkarnir sliti nú sam- vinnunni að sinni. Það virðist hinsvegar hafa „skotist upp“ hjá Haraldi Guðmundssyni á þessum fundi, að þeir alþýðu- flokksmennirnir séu ekki með öllu vonlausir uxn það enn, að samvinnan geli haldist eitt árið enn, eða kjörtímabilið á enda. Virðist það alveg ótvírætt felast i þessum orðum, sem Alþbl. hefir eftir ráðlierranum: „Framsóknarflokurinn á nú að sýna þjóðinni það, livort liann vilÞáframhaldandi samstarf út kjörtímabilið eða kosningar nú þegar“! En liefir framsóknarflokkn- um þá ekki tekist það enn þá, að koma alþýðuílokknum í skilning um þetta? Og livað lengi ætlar alþýðuflokkurinn að halda áfram að heimta að hanxi svari „af eða á“ um það, sem hann þegar hefir gefið skýr svör um. Ef alþýðuflokksmenn eru svo óttalausir við kosningar, sem þeir láta, þá væri þeim sæmra að reyna að sýna það í verkinu, að þeir séu livergi hræddir, og hætta þessuxn eftir- gangsmunum. Það er að sjálfsögðu „allaf búningsbót að bera sig karl- mannlega“, en karlmenskubrag- urinn verður að vera með þeim hætti, að hreystiyrðin hálfkafni ekki í kjökurhljóði. Og volandi aumingjar verða ekki gerðir að görpum í augum samtíðar- manna sinna, hvað magnaðar kynjasögur sem þeir kunna sjálfir að semja um afrek sín og ofurhug. ERLEND VlÐSJÁ. Kirkja Rússlands. „Marxisti veróur aS vera efnis- hyggjumatSur, þaS þýSir aS hann er fjandmaöur trúarinnar. Trúar- brögöin eru ópíum fólksins. Stefnuskrá vor hlýtur aö fela í sér baráttu fyrir guSsafneitun". Þannig hljóöa hin alkunnu orö Lenins um afstö'öu kommúnismans til kirkjunnar. Kirkjan í Rúss- landi hefir heldur ekki átt miklu góðu aö fagna undir stjórn hinna rauðu. Baráttunni gegn kirkjunni er sagt aö miöi áfram í Rússlandi. Um 14000 kirkjum var lokaö áriö 1935 og eftir opinberum skýrslum Sovét-stjórnarinnar er talið aö á árunum frá 1917—1935 hafi látist 42—800 andlegrar stéttar menn bæöi í fangabúðum og utan þeirra. Tala presta í Rússlandi 1935 er talin 1200. Um páskana 1935 voru 35 kirkjur opnar í Moskva og 50.000 gestir við kirkju. Á 10 ára afmæli „Guöleysingja- sambandsins", sem svo nefnir sig, í febr. 1936 taldi formaður þess, Jaroslawsky, að töluvert ynnist á í baráttunni gegn trúnni, en um 50% af rússneskri æsku hallaðist að kristindómi. Um 34% af samyrkjubændum og enn hærri hundraðstala af öðrum bændutn héldu áfram trúarlegum iðkunum. Formaðurinn lauk ræðu sinni með því að hvetja til enn harðari bar- tíaga gegn kristinni trú í landinu, en verið hefði — og má af því marka að ekki eigi að rýmka um frelsið hvað viðvikur þessum mál- um, þrátt fyrir það þótt kommún- istar telji sig nú vera að koma á stjórnarskrá, sem sé frjálslynd, líkt og í lýðræðislöndum. Að því er United Press hefir fregnað hefir Norman Davis skýrt Franklin D. Roosevelt ná- kvæmlega frá þeirri beiðni, sem stjórnir Frakka og Breta sendu van Zeeland, og tildrögunum. Það er nú að vísu ekki búist við því, að það hafist fram mjög bráðlega, að tollmúrarnir verði lækkaðir, en alment líta menn svo á, að umræðurnar um viðskiftamáiln nú kunni að hafa stórmikla, alheimslega þýðingu, og væntanlega leiði viðræðurnar til allsherjar samkomulags, sem meira en nokkuð annað skapi meira friðaröryggi í heim- inum. Loks er á það bent, að mjög hentug tækifæri sé til umræðna um þessi mál í London nú, þar sem Sandler, utanríkismálaráð- herra Svía, kom þar nýlega, en Stauning, forsætisráðherra Dana, kom þangað í gær. — Ennfremur er Norman Davis, fulltrúi Bandaríkjastjórnar, einnig í London, Colijn forsæt- isráðherra Hollands og frakk- neski ráðheri*ann, S. Pinasse. — United Press. AbessiDfamenn hafa ekkl skillð við Þjóðabandalagið. EINKASKEYTI TIL VlSIS, London, í morgun. Abessinska sendisveitin í London hefir tilkynt, að Abess- inia muni senda fulltrúa á næsta þing Þjóðabandlagsins. United Press. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá N. N„ og afhent síra Bjarna Jónssyni: 5 kr. frá G. E. Fjölteflid i fyrradag. Eins og áður hefir verið sagt frá, tefldi þýski skákmeistarinn L. En- gels við 8 góða skákmenn í fyrradag i Kaupþingssalnum, og lauk þeim skákum svo, að Engels vann 5:3. — Fyrstu skákinni lauk mjög bráð- lega. Var það Sturla Pétursson, sem gerði jafntefli. Höfðu orðið almenn uppskifti strax í upphafi, og eftir þau var staðan alveg jöfn og En- gels bauð brátt jafntefli. Næstu úr- slit urðu þegar Brynjólfur Stefáns- son gaf. Drotningaskifti urðu mjög snemma og endataflið erfitt. Brynj- ólfur var með peði minna og þurfti að ná þvi aftur, án þess að staðan versnaði um of við það. Hann átti nokkrum sinnum færi á að ná peð- inu, en fanst ekki staðan nógu góð og vann Engels á peðinu í hróka- endatafli. Næstu skák lauk þegar Engels bauð Baldri Möller jafn- tefli. Baldur hafði fórnað peði til þess að fá örlítið hagkvæmari enda- taflstöðu, nógu hagkvæmri til þess að hann vann peðið aftur með heldur þægilegri stöðu. Fjórðu skákina gaf Steingr. Guðmundsson. Hann fékk slæma stöðu úr byrjun- inni og varð því að berjast von- lausri baráttu, en gat þó haldið tafl- inu þetta lengi. Nú kom alllöng bið, uns jafntefli varð hjá Kristni Júlí- ussyni. Engels hafði átt heldur betra úr byrjuninni, en Kristinn lét hvergi á sér bilbug finna og fékk smám saman betri stöðu, þegar En- gels ætlaði að þvinga fram vinnings- stöðu. Fékk Kristinn eftir þetta vinningsmöguleika, en tefldi of var- lega og varð úr jafnteflisstaða. — Næst lauk skák Ásmundar Ásgeirs- sonar með vinningi hans. Hafði En- gels betra tafl út úr byrjuninni, en fórnaði þá hrók og riddara að ó- þörfu, gat samt haldið jöfnu, en mistókst og varð að gefa. Næst gaf Eggert Gilfer. Hafði hann góða stöðu úr byrjuninni, en fékk af einhverjum ástæðum mjög slæman tíma og fór þá staðan að versna uns yfir lauk. Jón Guðmundsson gerði jafntefli. Hafði Engels held- ur betri stöðu úr byrjuninni, en Jón hélt jafnvæginu í stöðunni og hafði jafnvel að lokum heldur þægilegri —o— Ekki enn hægt aö komast út í Loch Morar vegna brims. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Eyrarbakka, 5. arpíl. Um lielgina varð komist ná- lægt skipsflakinu af Locli Mor- ar. Svo virðist sem skipsskrokk- urinn hafi undist til, þannig að framendinn liggur á hakhorðs- síðunni, en afturendi skipsins liallar til stjórnhorða og er í kafi í sjó. Framendinn sem er meira upp úr sjó, er að líkindum ekki mikið brotinn, um afturendann verður ekki vitað neitt með vissu fyr en komist verður út i skipið, sem vex-ður þegar sjór- inn verður alve,g hrimlaus. Möstur, reykháfar og stjórn- pallur er horfið, en vegna Ixrims í dag var ekki liægt að sjá livort möstrin eru við skipið. Framendinn er á grynningum í hrimgarðinum, og hve litið hrim sem er gerir ómögulegt að fara út í skipið. Þótt fúllkomnustu björgunar- tæki hefðu verið til staðar þeg- ar slysið varð, hefðu þau ekki komið að neinum notum, vegna þess að ekki varð komist í ná- munda við skipið, og svo vegna myrkurs. Kunnugustu sjómenn undr- ast það, hve nærri landi skip hafa verið dagana fyrir slysið, og við aðra eins strönd og þá sem er liér framundan, er hætt við slysum meðan ckki kemur viti til leiðbeiningar skipum um það, live nærri landi þau rnegi halda. Talið er liklegt að þetta skip liafi komið að (ekki verið hér framundan að veiðum) og þessvegna ekki varast ströndina eins og þau skip, sem hafa séð hana og hrimið við ströndina að degi til. Kristján stöðu, en þá var ekkert eftir á borS- inu, nema tvö peð hjá Jóni og eitt hjá Engels og gat Engels náð báð- um peðum Jóns fyrir sitt. — En- gels hafði hvítt á öllum borðum og var timamarkið 50 leikir á 2Jú tíma. Má telja þetta mjög góða útkomu, 62.50%. — Engels mun fara héð- an með Lyru á fimtudag. Farþegar á Dettifossi til útlanda: Snæbjörn Jónsson, Guðmundur Jónsson, Eggert Krist- jánsson, Helga Zoéga, Guðbjörg Jóhannesdóttir. — Til Vestmanna- eyja fóru: Guðmundur Jóhannes- son, Sigríður Vigfúsdóttir, Eric Ericsson, Sveinn Vigfússon, Sigur- veig Björnsdóttir, Jón Edward. K. R. Síðastl. laugard. og sunnud. hélt K. R. afmælishátíð sína i húsi sínu við Vonarstræti. Fjölmenni var mikið báða dagana, og skemtu menn sér hið besta. Formaður fé- lagsins setti skemtunina. Margar snjallar og fróðlegar ræður voru haldnar. Að lokum skemti Alfred Andrésson, fimleikasýning var haldin, og síðast var dans. Ráðleggingarstöð Líknar fyrir barnshafandi konur er opin fyrsta miðvikudag í hverjum mán- uði' kl. 3—4. Hvirfilbylur veldur tjðni i Banda- rikjunuiu. Menn liíða hana 00 sserast. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í moi'gun. Hvirfilbylur hefir valdið mildu tjóni i Texas, Lousiana, Georgia, Alahama, Tennessee og Missisippi ríkjunum. A. m. k. sjö menn biðu bana, en 35 særð- ust. Eignatjön er mikið. United Press. Úskar Kjartansson Minningarord. Framtíðin er fleslum hulin gáta. Forlögin þau ráða æfibraut, allir verða undan þeini að láta og ekkert stoðar nöldur eða taut.. Svo kvað Óskar í einu af leikritum sínum. Hans forlög voru, að hverfa héðan svo ung- nr, og þjóðarinnar að missa hann svo skjótt, — skáldið og manninn. Við, sem áttum því láni að fagna, að eiga Óskar fyrir vin og þekkja hans áhuga- mál og hugsjónir, við höfum mikils að sakna; það er erfitt að sætta sig við þá liugsun, að liarpa hans skuli þögnuð í hinsta sinn. Óskar var fyrst og fremst skáld. Líf og fjör sindraði af ljóðum hans og leikritum, höf- uðviðfangsefni hans var að draga fram andstæður góðs og ills, og færa hugsanir sinar i þann búning, að boðskapur þess góða festist í hugum manna. Óskar var laus við sjúkleik flestra yngri rithöfunda, að vera grófur eða klúr, og gerði aldrei tilraun tii að kveðja sér hljóðs með því að hneyksla eða leita til lægstu hvatanna, — þeim mun meiri sorg er að frá- falli hans. Óskar var einn af stofnend- um og aðalhvatamaður Litla leikfélagsins, og fyrir það skrifaði hann flest öll leikrit sín. Sex af þeim voru leikin, og er mér óhætt að fullyrða, að margur minnist þeirra með ánægju, og að leikrit hans eiga ennþá oft eftir að vekja fögn- uð íslenskra barna. Óskar var einnig nýhúinn að ljúka við stórt, sögulegt leikrit úr Viga- Styrssögu. Þótt honum entist ekki aldur til að sjá það á leik- sviði, þá kemst það vonandi fyr eða síðar fyrir almennings

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.