Vísir - 16.04.1937, Page 3

Vísir - 16.04.1937, Page 3
V ISIR Ráðsmenska Fiskimálanefndar hefir bakað útgerðinni stórtjón. -o- Reikningum nefndarinnar er enn haldið stranglega leyndum. Fiskimálanefnd mun hafa tapað um 90 þús. kr. á tveimur fisksendingum til útlanda og aðrar tvær sendingar liggja óseldar, sem enginn veit enn hve mik- ið tap verður á, en það mun nema hárri upphæð. Héðinn Valdemarsson, formaður nefndarinnar, hef- ir svikið gefin loforð um að birta reikninga nefndar- innar og er þeim enn haldið leyndum fyrir alþjóð og verður haldið leyndum eins lengi og unt er. fyrir sér að lieimta yfirráð út- gerðarinnar allrar í sínar hend- ur — allsherjar uppgjöf einka- rekstursins með eftirfylgjandi ríkisútgerðarbákni, sem sósial- istar eiga að stjórna. Héðinn Valdimarsson lofaði þvi á aðalfundi Sölusambands- ins, að skýrsla um starfsemi og hag nefndarinnar skyldi hirt í síðasta lagi fyrir lok janúar- mánaðar. Skýrslan er ekki komin út enn og mun ekki eiga að koma fyrir augu þingsins og kjósend- um mun heldur ekki ætlað að sjá hana fyrir kosningar. Sá sem mest hefir grætt á störfum nefndarinnar, er Héð- inn Valdimarsson, sem hefir fengið þúsundir á þúsimdir ofan í laun fyrir formenskuna. Ríkissjóður og útgerðin ber kostnaðinn af axarsköftunum og landsmenn allir hafa orðið að þola, að fá á sig brennimark fyrir hneykslanlegar viðskifta- aðferðir, í þeim löndum þar sem þessi sósialistanefnd hefir kom- ið fram fyrir hönd íslenskra framleiðenda. Nýtt iðnaðarfyrirtæki. -O- „Bláins blek“. Þann 29. jan. s. 1. sendi Fiski- málanefnd 140 smálestir af frystum fiski áleiðis til Amer- íku. Nú er komið fram í apríl og er fiskurinn óseldur enn, eða var það fyrir fáum dögum þeg- er hlaðið frétti síðast. Sölutími freðfislcjar í Noður- Ameríku er nú úti og mun send- ing Fiskimálanefndar liggja verðlaus i geymslu og hlýtur að verða á henni stórtap. Fiskimálanefnd þóttist þó hafa búið sérlega vel um að þessari sendingu gæti reitt vel af. M. a. hefir nefndin nú lavm- aðan umboðsmann úti, sem tók á móti fiskinum og bauð hann tii sölu . Það sem Fiskimálanefnd hef- ir unnið á í Ameríku er það, að í fyrra var freðfiskur seljanleg- ur í Ameríku fyrir gott verð, eins og tilraunir S. í. F. sýndu, en nú getur nefndin ekki selt þar einn einasta ugga. Þessi síðasta Ameríkusending og meðferð nefndarinnar á markaðinum vestra, er ekki fyrsta óliappaverk sósialistanna i Fiskimálanefnd. Þeir hafa með fyrri aðgerðum sinum gert það tvent, að spilla áliti landsins út á við, og eyðileggja sölumögu- leika fyrir útgerðarmönnum. Fyrsta glappaskotið var liin alkunna Póllandsferð. A fisksendingu nefndarinnar til Póllands mun hafa orðið um 45 þús. króna tap. Sú för var hneyksli frá upp- hafi til enda og varð til þess að skapa ilt álit í Póllandi á við- skiftum við Island. Fiskurinn lá lengi í skipinu og hlóðst þar á hann mikilj kostnaður. — Deila varð um hverjir hefðu í rauninni umhoð tii að selja fisk- inn. Akveðnir menn þóttust hafa umboð, síðan komu aðrir til sögunnar sem einnig þóttust jafnréttháir. I öllum vandræð- unum var leitað aðstoðar lijá dönsku sendisveitinni í Varsjá. sem mun hafa haft hina mestu skapraun af þessu máli. Næsta afrekið var för Steady til Ameríku með Sigurð Jónas- son fyrir fararstjóra. Það var vitað, að hægt var að selja þann farm með hagnaði fyrir milligöngu umboðsmanns Sölusamhandsins, en að tilboði hans vildi hin rauða útgerðar- nefnd ekki ganga. Umboðsmað- ur S. I. F. fékk leyfi til að selja 50 smál., en er liann hað um að fá að selja meira, fékst það ekki. Útkoman úr för Steady, þar sem sósialistar réðu Sigurð Jón- asson til forystu en bægðu út- gerðarmönnum sjálfum frá af- skiftum, mun hafa orðið um 42 þús. kr. tap. Um síðustu áramót var enn óseld viðbótarsending við Stea- dy-farminn, sem var send út nokkru síðar. Vísir hefir ekki frétt að þessi sending sé enn séld og mun hún liggja vest- ur í Ameríku og er orðin nú meira en eins árs gömul. Á þessari sendingu hefir orðið mikið tap, alt er tapað, sem nefndin lagði í kostnað við hana og meira til. Fróðlegt væri að vita hvort Fiskimálanefnd telur sér þennan fisk enn til eignar og þá hve hún virðir hann mik- ils. Niðurstaðan úr þessari sölu- starfsemi nefndarinnar er því um 90 þús. kr. tap á tveimur sendingum og enginn veit enn hvaða endanlegt tap verður á þeim öðrum tveimur, sem liggja óseldar í Ameríku. Fiskimálanefnd er að forystu- mönnum til skipuð reynslu- lausum mönnum, sem haga sér svo hneykslanlega í þeim málum, sem útgerðina varða og þeir eru settir yfir, að það er engu líkara en að nefnd- in sé beinlínis sett útgerðar- mönnum til höfuðs. En þessir menn víla það ekki Vísir átti i gær viðtal við Gísla J. Jolinsen stórkaupmann, iil þess að spyrja hann um hið nýja iðnfjuártæki, sem hann hefir fyrir nokkuru sett á stofn hér, en það er verksmiðja til blekgerðar, en þar til verk- smiðja þessi tók til starfa, lief- ir verið notað erlent blek, og var flutt inn fyrir um 16.000 krónur af þessari vöru 1934. Eg byrjaði á þessari fram- leiðslu fyrir nokkuru, sagði Gísli J. Johnsen, án þess að gylla þetta fyrirtæki mitt neitt fyrir- fram. Eg úildi undirbúa það sem best, en nú, þegar fram- leiðslan er komin i fullan gang og líkar ágætlega, vil eg fúslega skýra frá fyrirtækinu. Hversu margar hlektegundir eru framleiddar? Enn sem komið er þrjár teg- undir. Blek, sem ætlað er i sjálf- blekunga, blek til almennrar notkunar og skólablek. Og framleiðslan er kornin á markaðinn Iivarvetna á land- inu? Á helstu verslunarstaði landsins og margir skólar hafa * í vetur notað skólablek verk- smiðjunnar. Hvað hafið þér að segja um stofnun fyrirtækisins og undir- búning ? j í stuttu máli það, að eg hefi keypt leyfi elstu blekverksmiðju Svia til þess að nota blekgerðar- aðferðir liennar, en þær eru við- urkendar af sænsku stjórninni. Einnig fékk eg hingað fagmann frá þessari verksmiðju, til þess að kenna blekgerðina og að- stoða til að koma fyrirtækinu af stað. Er í hvorutveggja þessu trygging fyrir þvi, að hér er framleidd vara, sem er fyllilega sambærileg við bestu blekteg- undir erlendar. I lok viðtalsins sýndi hr G. J. J. tíðindamanninum blekteg- undirnar, sem eru smekklega umbúnar, byttur og flöskur af bentugri stærð og álímingsmið- ar óvenjulega smekklegir. Fylsta ástæða er til að fagna yfir hverju nýju iðnfyrirtæki i landinu. sem vel er undirbúið og býr til vandaða vöru, því að slík fyrirtæki eiga vafalaust framtíð fyrir sér: ( Af veiðum hafa komiS Tryggvi gamli, eftir stutt'a útivist, með 6o tn., og Ólaf- ur í morgun með no tn. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsson, Þver- götu 7. Simi 2111. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.35 Fréttir. 20.00.Út- varp frá Alþingi. Fiskmarkaðurinn í Grimsby, fimtudag 15. april: Besti sólkoli 75 sh. pr. box, rauðspetta 60 sh. pr. box, stór ýsa 25 sh. pr. box, miðlungs ýsa 20 sh. pr. box, frá- lagður þorskur 14 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 4 sh. pr. box, smá- þorskur 4 sh. pr. box. (Tillc. frá Fiskimálanefnd—FB.). Stórbruni í Oslo. Osló, 14. april. Sex hæða verslunarliús eyði- lagðist af eldi í Osló I gær. Tjónið er áætlað 700.000 kr. — (NRP. — FB.). aðeins Loftup. Til s-jáífstæðiskvenna- félagsins „Hvöt". Iivæði þetta var fluit á fundi í Hvöt fyrir skönimu, en höfund- ur vill ekki láta nafns síns getið. Iieill ykkur hugdjörfu framsæknu fljóð sem. funduð að kalliS var svona: „Alt fyrir fámenna fjölhæfa þjóð, fyndu nú verksvi'S þitt, kona“. ÞiS kallinu hlýdduö og komuö aö verki, komuö og báruö fram sjálfstæöis- merki. Fylkiö þiö liöinu fast og traust, aö fái þaö ekkert rofiö. Merkiö þiö aldrei látið laust, ljúkið upp augum er sofiö. Muniö þiö grundvöllinn dugandi dátSa, drenglyndiö jafnan skal hjá ykkur ráöa. Eg óska þess „Hvöt“, aö þitt nafn megi ná í nútíö og framtíö aö lýsa, svo ókomnar kynslóðir sól megi sjá og síðan meö frelsinu rísa-. Ver hvöt þeim er annars föl . mundu falla, að fá megi land okkar kraftana alla. Eg óska’ ykkur konur, með krafta og fjör er knýttuö hér samtakaband, aö skilningur annara flýti ykkar för til frama’ um vort þurfandi land. Nú knýtum við hendur og höldum að verki. Hefjum upp sjálfstæðis hvetjandi merki. Lögtals. Eftir beiðni bæjargjaldkera Reykjavíkur og að undangengnum úrskurði verður lögtak látið fram fara fyrir eftirtöldum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar: 1. Fasteignagjöldum ársins 1937 með gjald- daga 2. janúar s. 1. — 2. Lóðaleigugjöldum frá sama ári og með sama gjalddaga. 3. Erfðafestugjöldum fyrir árið 1936 með gjalddögum 1. júlí, 1. okt. og 31. des. s. L 4. Útsvörum, sem lögð voru á með auka- niðurjöfnun 2. des. s. 1. 5. Samvinnuskatti .fyrir .árið .1936, .með gjalddaga 10. febr. s. 1. 6. Gangstéttargjöldum með gjalddaga 16. des s. 1. 7. Leigugjöldum ársins 1936, með gjald- daga 1. júlí og 1. okt. s. 1. Lögmaðurinn í Reykjavík, 15. apríl 1937. Bjðrn ÞðrOarson. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 3 stig, Bolungarvík 2, Akureyri 5, Skálanesi 4, Vest- mannaeyjmn 6, Sandi 2, Kvígindis- dal 1, Hesteyri 2, Kjörvogi (Gjögri) 4, Blönduósi 2, Siglunesi 2, Gríms- ey 4, Raufarhöfn 4, Skálum 3, Papey 4, Hólum í HornafirÖi 6, Fagurhólsmýri 6, Reykjanesi 3. — Mestur hiti hér í gær 7 stig, minst- ur í nótt 2 stig. Yfirlit: LægS yfir Bretlandseyjum á hægri hreyfingu austur. —■ Horfnr: SuÖvesturland, Faxaflói, BreiSafjörSur: Breytileg átt og hægviÖri. Dálítil rigning eÖa slydda. VestfirÖir, NorÖurland, norÖausturland: HægviÖri. Víðast úrkomulaust. AustfirÖir, suÖaust- urland: Austan gola. Rigning. Skipafregnir. Gullfoss fer til útlanda í kvöld. Goðafoss var á Akureyri í morgun. Dettifoss er á leið til Hull. Brúar- foss er í Khöfn. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum í nótt, á leiðis til útlanda. Lagarfoss er á Vopnafirði. Esja var á Raufarhöfn í gær. Jarðarför ekkjunnar Guðrúnar M. Guð- mundsdóttur, sem lést þ. 9. þ. m., fer fram frá heimili sonar hennar, Valdimars Stefánssonar, stýri- manns, Holtsgötu 39 (ekki Hverfis- götu, eins og misprentast hefir í Morgunblaðinu). Póstur úr g.s. Islandi, bæði bréfa- og bögglapóstur, kemur á Dettifossi næst. Aðalfundur Varðarfélagsins var haldinn í gærkveldi. Stjórn- in var endurkosin, en hana skipa: Guðm. Benediktsson bæjargjaldkeri form., Valtýr Stefánsson, Bjarni Benediktsson, Jakob Möller, SigurÖ- ur Kristjánsson,, Jón Ásbjörnsson og Ragnhildur Pétursdóttir, en varastjórn skipa: Stefán A. Páls- son, Gunnar E. Benediktsson og Halldór Skaftason. Endurskoðend- ur eru Ásmundur Gestsson kennari og Ólafur Ólafsson kaupmaður. Sparisjóður Rvíkur og nágrennis. 1 stjórn sjóðsins voru í gær kosn- ir af bæjarstjórn: Helgi H. Eiríks- son skólastjóri og Kjartan Ólafsson múrari. Endurskoðendur voru end- urkosnir Björn Steffensen og Odd- ur Ólafsson. Rutrex Marine Oils (Oil P 976. Oil P. 978). og Motor Oil H ryðja sér meira og meira til rúms hér á landi. Vacuum Oil Company. Aðalumboð fyrir Island: r\ \J heldur Félag matvörukaupmanna Aðilfund föstudaginn 16. þ. mánaðar í Kaupþings- salnum kl. 8*4 síðdegis. D AGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Aðalfundarstörf o. fl. samkvæmt fundar- boði 9. apríl. STJÓRNIN. smn Veggfóður nýkomið. Yersl. Brynja Sfmi 4128.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.